Heimskringla - 02.06.1937, Page 6

Heimskringla - 02.06.1937, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1937 V. Kapítuli Kraftaverkið Snemma næsta morgun gekk Sylvía til stofu og t>á segir húsmóðirin: “Jæia góða mín, eg held þu sert fjarska- ’ega heppin.” Þar með kysti hún stjúpdóttur sína, sem Sylvía lét viðgangast. Hun var mjog fölleit en þó hafði bráð af henm þann ognar doða sem hún var haldin af kveldið aður. Hun var orðin svo hress að hún reði vel orðum og gerðum. Nú settist hún við borð alsett brefum til hennar með lukkuóskum. Stjúpan leit yið henni öðru hvoru meðan hún reif upp bréfin og las, segir svo loksins: “Nú, nú, góðan mín, segir þu ekki neitt . “Ekkert sérlegt,” var svarið, með þeini stilling sem stjúpmóðirin jafnan espaðist af. Eftir nokkra stund hóf hun aftur mals og þá skalf í henni röddin af ■^eðshræring: “Má eg ekki taka nokkurn skapaðan þatt í gleðmn . Sylvía kannaðist við þann titring í romn- um, sá reiðiskjálfti var æfinlega undanfan þess háværa rifrildis sem Mrs. Ingleton var von að láta á hana ganga. Sylvía stóð upp og gekk ut að glugga: “Þú mátt lesa oll brefin ef þig lystir. Eg sé að pabbi er út á hlaði, eg ætla að tala nokkuð við hann.” Svo vatt hún ser ut aður en gtormurinn skall á. , Stjúpan leit á eftir henni, grom yfir þvi að geta ekki ausið yfir hana úr skálum reiði smn- ar. Nú glotti hún og mælti fyrir munm ser: “Bíddu bara svolítið við, stúlka mín! Þú hefir hitt þann fyrir sem ræður við þig, ef eg þekki rétt, hann skal láta þig taka tamningunni. Mærin gekk þangað sem faðir hennar sat afsíðis með pípu sína og dagblaðið, og lagði höndina á handlegg hans. “Nú, nú?” sagði hann. Hún þagði litla stund, segir svo hógvær: “Pabbi, eg ætla að síma Guy, eg hefi ekki frétt frá honum svo lengi. Eg má til að vita hvað til kemur áður en — áður en—” svo komst hún ekki lengra. Hann svaraði stuttlega: “Ef þú hefir raðið við þig, að giftast Prescott, þá sé eg ekki til hvers það á að vera.” Hún svaraði með sömu hógværðinni og þo stöðugt: “Eg ætla að gera þetta. Eg vildi bara að eg hefði gert það fyr.” Ingleton tók til við blaðið og rumdi: “Þu um það.” Mærin stóð við litlu lengur en hann leit ekki upp, hún varpaði öndu og gekk burt, ekki á fund stjúpu sinnar, heldur til að semja símskeytið í herbergi sínu. Skömmu síðar gekk hún um blómagarðinn áleiðis til næsta þorps, þar sem hægt var að síma frá, Jeffcott gekk í veginn fyrir hana og talaði til hennar, heimakominn eins og gamall og góður vinur, þó í hjúastétt væri: “Afsaka mig, missie, lof mér að óska þér gleði og geng- is. Eg heyrði þá góðu frétt í morgun.” Hún nam staðar, fann einlæga vinsemd hins aldraða og það vakti þrá hennar til samúð- arfullrar vorkunnar. “O Jeffcott, eg hefði aldrei látið undan, ef Mr. Ranger hefði ekki hætt að skrifa mér til!” “Hvaða hvaða! Gerði hann það ?” sagði sá aldraði, gretti sig og setti á, segir svo eftir stutta þögn. “En — fékstu ekki bréf frá hon- um í vikunni sem leið? Eg hitti bréfberann, það var á föstudaginn, og hann sagðist vera með Afríkubréf til þín. Var það ekki frá Mr. Ranger, missie?” “Hvað?” innti Sylvía snarplega. “Það var á föstudaginn, bréfberbinn stans- aði hjá mér á gangstígnum hérna og talaði við mig, eg sá sjálfur bréfið efst á bunkanum. Við áttum meir að segja tal um það.” “Jeffcott, ertu alveg viss?” spurði Sylvía og starði á hann. “Eins viss og eg stend hér, Miss Sylvía. Eg fer ekki skakt með svoleiðis. Fékstu það þá ekki eða hvað, missie? Eg skal leggja eið útá. að bréfið var þar.” “Nei, eg fékk ekki það bréf”. Eftir litla þögn bætti Sylvía við, mjög svo hæglát: “Sein- asta bréfið sem eg fékk frá Guy, kom fyrir sex vikum — daginn sem húsbóndinn kom heim með konuna.” “Hvað!” sagði gamli Jeffcott. “Hvað hefir getað orðið af því Miss Sylvía?” Mærin starði framundan sér og þá færðist sá svipur á hana, sem sá gamli undraðist og hræddist. “Þeim bréfum hefir verið haldið fyr- ir mér.” Með það sneri hún við og hljóp til baka upp gangstíginn líkt og skógardýr, leyst skyndilega af tjóðri. Sá gamli kipraði varirnar fast o gtók til síns verks. Hann sagði svo seinna, að sér hefði brugðið við að sjá á henni svipinn. Einmitt það sama varð Mrs. Ingleton þegar Sylvía kom að henni sitjandi við skrifborð í þeirri smástofu, sem hún hafði helgað sér, mær- in var náhvít í framan, móð og með bál í aug- um, og svo funandi af reiði, að hún hafði aldrei slíkrar kent alla sína æfi. Eigi að síður talaði hún slétt og viðstöðulaust: “Nú veit eg hvernig stendur á því, að eg hefi ekki fengið bréf frá Guy í sex næstliðnar vikur. Þeim hefir verið stolið.” “Hvað er að tarna, Sylvía!” sagði Mrs. Ingleton með þungri þykkju og stóð upp. En reiðmál bitu nú ekki á meyna, hún var búin til bardaga — þess skæðasta sem hún hafði nokkru sinni átt í. Hún benti framan í stjúpu sína og segir: “Þú tókst þau! Þú hefir haldið þeim fyrir mér! Neitaðu því ef þig lystir — neitaðu því ef þú þorir! Enginn nema þú hefðir gert svo lítið úr sér. Bréfin hafa komið hingað með skilum — en eg hefi ekki fengið þau. Eg hefi kvalist, þjáðst hryllilega af því. Þú ætlaðir mér þá þjáningu!” Mrs. Ingleton stóð stuggur af augnaráði stúlkunnar, þau voru svo hvöss og glóandi. Hún spratt upp og sagði hástöfum:' “Þetta er ekki satt, Sylvía. Þú segir ósatt! Hvað sem eg kann að hafa gert, hefi eg gert þér til góðs, hreint altaf. Faðir þinn getur borið um það. Farðu og spurðu hann, ef þú trúir mér ekki!” “Faðir minn er laus við þetta mál,” sagði Sylvía snúðugt. “Hvað annað sem hann kann að skorta, þá er hann ærlegur. En þú — þú ert vondur kvenmaður, óvönduð, grimm og eitruð. Það kann að vera skylda föður míns að búa með þér, en eg er ekki skyldug til þess, guði sé lof. Þú hefir brotist inn á mitt heimili og leitt bölvun yfir það. Eg skal aldrei sofa undir sama þaki og þú, frá þessari stundu.” Hún sneri burt og í sama bili komu þeir að, I' faðir hénnar og Prescott. Hún stóð frammi fyrir þeim, óttalaus og einbeitt. Á þeirri stund var hún djörf, frjáls og fögur. Hún var búin að rjúfa möskvana. Kraftaverkið var fram komið. Mrs. Ingleton hafði hátt í herberginu á bak við hana. Sylvía vatt sér fljótt við og læsti dyrunum snerist svo öndverð við karlmönnun- um og talaði svo til beggja: “Ykkur verð eg að segja, að heitorð mitt við Guy Ranger helzt ó- breytt. Stjúpa mín hefir haldið bréfum hans fyrir mér. Það breytir auðvitað öllu. Og það veldur því vitanlega, að eg get ekki dvalið hér lengur. Eg fer til hans — undireins.” Herramaðurinn svaraði engu, virtist orð- laus, en Prescott lét ekki á sjá og segir rösk- lega: “Svei mér ef eg hefi séð þig líta svona frá- bærlega út alla mína æfi! Svona ertu útlits, þegar fýkur í þig, hva? Nú veit eg á hverju eg á von þegar við erum orðin hjón.” Hún svaraði honum strax: “Við verðum aldrei hjón, Mr. Prescott. Því máttu vera af- huga fyrir fult og alt. Eg fer með næsta skipi að finna Guy.” “Ó, ekkí,” sagði Prescott hlægjandi. “Þú ert nú komin í hýðið væna mín, og þegar þú ferð að hugsa þig um og gállinn er runninn af þér, þá muntu finna að þetta ráð er á marga vegu torsótt. Eitt er það, að þú hefir aldrei vanist misjöfnu. Annað er sem okkur kom ásamt um í gærkveldi, hélt eg, að Guy Ranger er líkast til giftur mörgum blauðum svertingj- um og þér er ofaukið í þeim selskap. Áhættan er mikils til of stór og það er ekki þér líkt, mitt fullþroskaða kirsuber, að steypa þér í slíkt, ef eg þekki þig rétt.” “Þú þekkir mig ekki mikið,” svaraði Sylvía og talaði svo til föður síns: “Getur þú orða bundist og afskifta um þetta níðingslega bragð ? Þér er það um megn, þykist eg vita. Hún er konan þín og þú verður að þola hana, hvaða ógeð sem þér stendur af henni. En mér ber engin skylda til þess, svo eg fer — strax í dag.” Hún var skírmælt og einbeitt og horfði í augu hans. Hann tók viðbragð, líkt og hann þyldi illa það augnaráð og segir seint og erfið- lega: “Þú ferð ekki með mínu samþykki.” “Ekki það?” sagði Sylvía. “Eigi að síður mundi þér þykja lítið til mín koma ef eg væri kyr.” Hér gerðist hávaði, Mrs. Ingleton ham- aðist á hurðalokunni. Sylvía Ieit þangað urn öxl sér og segir með fyrirlitning. “Nú máttu sleppa henni út. Eg er búin að ljúka mér af. Eg læt hana eina — um að ráða.” Þar næst gekk hún áleiðis til loftstiga, sneri við, lagði hendur á axlir föður síns og kysti hann. Reiði- svipurinn var af henni. “Vertu sæll, pabbi. Hugsaðu til mín öðru hvoru”, sagði hún. Svo fór hún sína leið, framhjá Prescott og leit ekki við honum, gekk upp stigann, léttstíg og stilt. Þegar hún var komin í hvarf gekk húsbóndinn til og lauk upp fyrir konu sinni. Mrs. Ingleton var vond og hávær. “Dóni máttu vera, að láta mig dúsai hérna meðan nöðrupaddan helti eitri í eyrun á þér allan þennan tíma! Hvar er hún? Hvar er hún? Hún skal fá flengingu hjá mér, þó hún hafi aldrei verið barin fyr, og hana vel úti látna!” Ingleton var brúnaþunáíur og ófrýnn, skaut handleggnum fyrir hana og segir: “Nei, það gerir þú ekki! Þú lætur hana vera. Hún er mín dóttir, ekki þín. Þú lætur hana vera héðan af.” Það var auðheyrt að hugur fylgdi máli. Mrs. Ingleton leit við honum og alt annað en hýrlega. “Þú tekur þá hennar málstað ?” “Já, í þetta sinn geri eg það,” svaraði hann. Þá gall Prescott við: “Og hvað um mig þá?’ .Ingleton svaraði honum og glotti við: “Þér var sagt upp, heyrðist mér, eins greinilega og hægt var. Ef eg væri í þínum sporum, þá skyldi eg láta svo vera.” , “Hún skal iðrast þess!” mælti Mrs. Ingle- ton stundarhátt. “Ó, hún skal iðrast þess beizklega!” “Það er meir en líklegt”, svaraði Ingleton. “En lið verður henni ekki að því að sinni, að minst kosti, því hún er búin að hleypa fram af sér.” Enn leit konan reiðilega við honum. “Ætl- arðu að láta hana fara?” innti hún. Hann ypti öxlum. “Eg get ekki að því gert. Það er ekki til neins ^ð gera uppistand nú. Þetta er um götur gert, svo láttu hana vera!” Mrs. Ingleton snerist að Prescott og segir: “Þú getur höfðað mál fyrir trygðarof, eg skal vera þín megin!” Hann beygði sig. “Þú ert meir en greiðug. En — eg held mér veiti léttara framvegis að komast af án þinnar aðstoðar.” Að svo mæltu sneri hann baki við þeim og gekk burtu. “Ætlarðu, Gilbert, að láta andstygðar manninn óvirða mig svona? Farðu og spark- aðu í hann! Gilbert! Leyfirðu þér annað eins!” Þetta lét frúin ganga með viðeigandi rómi og á- herzlum. En bóndi hennar ýtti henni hægt og stöðugt inn í stofukrílið, og sagði gildum rómi: “Farðu og seztu! Seztu fyrir og stiltu þig! Það er nóg komið af svona látum!” Mrs. Ingleton ögraði á hann augunum, sá að honum var alvara, lét fallast á hægindi og brast í grát, lét þess jafnframt getið, að eng- inn hefði farið svo dónalega að henni fyr. Eftir litla stund fór hún að bera klút að augunum og og láta ganga dæluna. Hvernig hann þyrði að fara svona með hana? Hvort hann hefði enga samvizku og sómatilfinning? Herti svo á smám- saman þangað til hún leit upp, trúði þá varla sínum eigin augum — hann var farinn — stokk- ir\n burt, til að lofa henni að eyða ofsa sínum í einrúmi. Hún átti von á að vera hugguð og blíðkuð með eftirgangsmunum, en er það brást varð hún yfirkomin af gremju og harmi, hún tifaði upp til svefnstofu sinnar, lagðist upp í rúm og lét þar fyrir berast það sem eftir var dagsins. VI. Kapítuli. Meðal ókunnugra. Svartur þokubakki var í lofti og mistur hvar sem litið var frá járnbrautar lestinni, sem þusti norður foldina,* græna að vísu en undar- lega auða og óbygða fyrir óvönum sjónum. f þeim molluhita og dumbungi virtist ekkert fjöri gætt nema lestin með eimi magnaðri reið, á fleygiferð norður, frá Höfðatúni (Cape Town á suðurodda Afríku). í einum vagninum sat Sylvía og mændi út um glugga. Hún hafði fastlega vonast tli að Guy mundi mæta henni í staðnum, en hún greip í tómt. Enginn vinur né kunningi var til stað- ar að bjóða hana velkomna, hún stóð ein uppi, gestur og framandi í ókunnu landi. En í Ritzer var hún viss um að hitta hann. Þaðan hafði hann símað mánuði fyr, og lofað að taka á móti henni þar, ef hann gæti ekki komið því við, a mæta henni í Höfðaborg. Ritzen var næsta járnbrautarstöð við það bóndabýli þar sem Guy hafðist við, 20 mílur frá stöðinni. Hún stakk höfðinu út um gluggan og horfði og mændi í áttina þangað. Húsin í Ritzen hylti uppi og dökkbláa hálsa álengdar. Meðal þeirra hæða þóttist hún vita framtíð sína falda eða handan við þær. En í Ritzen átti hún von á að hvílast fyrst og giftast sínum langþráða unnusta. Hún óttaðist ekki það sem yfir hana mundi gang' kveið ekki fyrir því, þó ekki væri laust við vafa og vanda. Yfir alt tók löngunin til að sjá Guy, fríðan og fjörugan og heyra hans glaðværa hlátur. Þá þóttist hún komin heim til sín, þó í framandi land væri, langt um værara heim- kynnis en hún átti við að búa á óðali föður síns, eftir að stjúpan tók við ráðum. í því tilliti kendi hún alls ekki neins vafa, ella hefði hún ekki ferðast alla þessa löngu leið til að ná fundi hans. Og héðan af gat hún ekki horfið aftur. Aldrei gat hún snúið aftur af þessari leið, sem hún hafði kosið af sjálfsdáðum. Sú leið gat vel orðið alt annað en auðfarin. Hún þóttist vita af því að margir örðugleikar biðu hennar á þessari leið. En með Guy var svo gott að vera, að létt var að glíma við alla örðugleika og engin mæða þungbær. Hún þótt- ist hafa sætt svo miklu mótlæti nýlega, að lík- amlegt erfiði og þreyta væru léttvægar á móts við það. Og í leynum sálar sinnar átti húr, sterka trú á því, að alt mundi fara vel fyrir sér. Hún var örugg og alveg viss um að hún * Svo kallast hér það láglendi sem hol- lenzkir nefna “veldt”. hefði gert rétt að taka ráðin yfir sjálfri sér í sínar hendur, og datt ekki í hug, að hún mynd' nokkurn tíma sjá eftir því, hvað sem á kynni að detta. Nú fór að rökkva og ljósin að sjást í Ritzen. Eftir fáeinar mínútur átti hún að sjá Guy eftir öll þessi löngu ár og þau taka höndum saman. Nú bar að vitum hennar reyk af manna bústöð- um og skömmu síðar brunaði lestin gegnum bæ- inn og nam staðar við stöð úr rauðu leirgrjóti. Þar var margt um manninn. En í þeirri þvögu — kom hún strax auga á hann. Hann stóð og beið eftir henni, sér einum líkur í henn- ar augum — maður meðallagi hár, þreknari en þegar þau voru saman, útitekinn og einbeittur á svip og augun svo hvöss að hún þóttist ekki mega af þeim líta. Hún stökk út úr vagninum svo að segja áður )en lestin stóð kyr, hélt upp báðum höndum og rétti þær fram, og hrópaði klökkum rómi: “Guy! Guy!” Hann tók um báðar hendur hennar og seg- ir: “Jæja — svo þú komst hingað!” Hún mændi upp á hann. Að hverju leyti var hann ólíkur þeim Guy, sem hana minti til og hafði dreymt um? Eldri vitanlega, rosknari og þroskameiri, stærri á alla vegu. En nokkurs saknaði hún. Það var enginn fagnaðar glampi í augum hans. Góðmannleg vinsemd að vísu, en fögnuðurinn — ó hvar var yndi og feginleikur af að fá að sjá hana aftur? Það var líkt og kulda legði um hana. Hann hafði breyzt — hann var sannarlega umbreytt- ur. Augun voru of hvöss, svipurinn tóm eftir- tekt og hyggindi. Hann var orðinn dökkur á hörund af sólarbruna. Og var hann ekki me<' hýung í framan — sá Guy sem hún hafði þekt, var altaf hörundsmjúkur. Hún reyndi að hlægja, þó ekki væri henni hlátur í hug. “Mig furðar að eg skyldi þekkja þig með þessa ólukkans ljótu brodda í framan. Eg er viss um þú hefir ekki rakað þig í dag.” Hann greip til hökunnar og hló. “Nei, eg rakaði mig í gær. Eg átti of annríkt í dag.” Hún hrestist við, hláturinn var líkur Guy. “Komdu og hjálpaðu mér með farangurinn, slæmi drengur. Við skulum tala saman eftir á.” Hann kom úr vagninum með báðar hendur fullar, lagði það dót hjá henni og bað hana gæta þess meðan hann næði í hitt. Hún gerði sem hann sagði og stóð kyr í iðandi grúa Búa og brezkra manna og svertingja, og þóttist þá vera rugluð og sjálfri sér ólík. Af hverju gaf Guy henni svo undarlega gætur? Af hverju var kveðja hans svo varmalaus? Gat það verið — var það mögulegt — að hann væri ekki feginn að sjá hana, að — að — hann kærði sig ekki um hana? Við það lagði kuldann aftur að henni, hræðilegan kulda eins og hún væri lögð sverði til hjartans og þá kom henni í hug aðvörun Jeffcotts gamla: “Hefirðu spurt sjálfa þig, hvað úr honum kann að hafa orðið eftir fimm ár? Það hefir fallið á elskuna hjá mörgum manninum á skemri síma, ef hann var burt frá unnustunni. Og hann er ’einn af átján.” Engan vafa setti að henni þá né nokkurn- tíma, fyr en nú. En nú sveif hann að henni og yfirbugaði hana. Hún leit í kringum sig ör- væntandi, hvort ekki væri neitt færi til undan- bragðs. Nú kom hann aftur og leit á hana þeim furðulega fránu sjónum, rétt eins og hann hefði aldrei séð hana fyr, hugsaði hún alveg úrkula og talaði til hennar: “Nú er búið, komdu til gistihúss. Þú ert víst þreytt.” “Eg er farmóð,” sagði hún og gat varla komið upp orðum. “Er langt þangað ?” “Nei, gistihús járnbrautarfélagsins er réti hjá,” hann tók upp farangurinn og gekk burt en hún elti hann gegnum mannfjöldann. Hún var svo ríkt haldin af hugsuninni um hann, að hún gáði ekki hvert farið var. Mikil ósköp hafði hann breyzt, þroskast á þá Ieið sem hún hefði aldrei trúað að mögulegt væri. Göngulagið var rösklegt og kraftalegt og liðugt og hann bar sig líkt og sá, sem er vanari að skipa en hlýða og finnur til sín. Hún þóttist sjá á honum að hann var vel efnaður. En ef hann var efnaður, af hverju hafði hann ekki sent eftir henni? Hann gekk á undan til gistihúss og til lítill- ar matstofu með dúkuðu borði og segir: “P’áðu þér sæti. Farðu úr ferðaspjörum. Þú hlýtur að vera svöng,” og hringdi bjöllu á frammistöðu, en hún hlýddi orðalaust því sem hann sagði henni. Nú setti að henni skjálfta af hugarins hrellingu, gat það verið að hún hefði breyzt líka, langt umfram það sem hann hefði búist við? Kom hún honum eins ókunnuglega fyrir eins og hann henni? Og var það kannske orsökin til að augnaráð hans og svipur var með engum varma né blíðu, heldur athugandi og rannsakandi ? Og var það þess vegna, að hann tók hana nú ekki í fangið, þegar þau voru ein ? Hún lagði frá sér höfuðfatið og snerist við honum. Þá horfði hann á hana enn og enn sveif að henni hryllileg óvissa. Eitthvað var upp komið sem stíaði þeim sundur. Hann var, að henni virtist hræðilegur. Aldrei var Guy þessu líkur, heldur fljótur til og ör og framgjarn.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.