Heimskringla


Heimskringla - 02.06.1937, Qupperneq 7

Heimskringla - 02.06.1937, Qupperneq 7
WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1937 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA HYERNIG YERÐUR VEÐURSPÁIN TIL? Eftir Björn L. Jónsson yeðurfræðing Framh. Nokkur dæmi Að lokum skal sýnt með nokkr- um dæmum, hvernig veðurlag hér á landi er háð lægðum og hæðum. Verður sú lýsing miðuð við hina kaldari árstíð, veturinn, þar sem annars er ekki getið. 1. Lægðin kemur úr suðvestri. Fyrstu fregnirnar um hana ber- ast Veðurstofunni frá Suður- Grænlandi. Loftvog er þar tek- in að falla og vindur e. t. v. orð- inn hvass austan eða suðaustan. Um 20 tímum síðar byrjar loft- vog að falla á Suðvesturlandi, og jafnframt dregur upp klósiga eða bliku á suðvesturloftið. — Eftir 8—10 tíma er vindur orð- inn hvass suðaustan með rign- ingu (úrkoman byrjar með snjó, ef frost hafa gengið). En mjög er þetta breytilegt bæði um tíma veðurhæð, úrkomumagn o. fl. — Fer það fyrst og fremst eftir árstímum, því á sumrin eru lægðirnar grynnri og hægari í ferðum en á vetrum. í öðru lagi veltur mikið á því, hvort lægðar miðjan fer í mikilli eða lítilli fjarlægð frá landinu. a) Lægðarmiðjan — þ. e. sá hluti læðarinnar, þar sem loft- þrýsting er minst, miðbik henn- ar _ fer norður með vestur- strönd Grænlands. Við lendum þá í útjaðri lægðarinnar, fáum fremur hæga suðvestan eða sunnanátt, og regnsvæðið nær e. t. v. til Suður- og Vesturlandsins. b) Þó getur svo farið — og það er æði algengt — að um leið og aðallægðin brunar norður með Grænlandi vestanverðu, mynd- ast ný lægð við Suðaustur-Græn- land og stefnir norðaustur eftir Grænlandshafi, milli Vestfjarða og Grænlands. Og oft fer líka aðallægðin sjálf þessa leið. Nú sleppum við ekki eins vel, því að búast má við stormi af suð- austri eða suðri og hláku um alt land, mikilli rigningu á Suður- og Vesturlandi en síður á Norð- ur- og Austurlandi, því að há- lendið myndar einskonar skjól- garð, þótt ekki sé hann alveg ör- uggur. Þegar lægðarmiðjan er komin norður með vesturströnd- inni gengur vindur til suðvest- urs á Suður- og Vesturlandi með skúrum (hryðjum, éljum; út- synningur). Nokkru síðar nær suðvestan áttin einnig til Norð- ur- og Austurlands, en þar fylg- ir henni bjartviðri, nema helst vestan til á Norðurlandi, og oft hlýindi. c) Lægðin fer beint yfir land- ið, t. d. frá Reykjanesi til Langaness. í sjálfri lægðar- miðjunni er logn. Meðan hún er að nálgast, er vindstaða austan eða suðaustan — loftstraumam- ir ganga rangsælis umhverfis lægðarmiðjuna. Þar sem hún fer yfir, slétt lygnir alt í einu, en stuttu síðar hvessir aftur jafn skyndilega úr þveröfugri átt, vestri eða norðvestri. Utan við lægðarmiðjuna getur vindurinn einnig tekið allstór stökk, t. d. úr suðaustri í suðvestur, eins og fyrr er getið. Vestan við hana, t. d. á Snæfellsnesi, snýst vindur smámsaman úr austri í norð- austur eða norður, en austan við hana, svo sem í Hornafirði, verður snögg áttabreyting úr austri í suður eða suðvestur, og að lokum upp 'í norðvestur. Þess- ari lægð getur fylgt stórhríð af norðri um alt Norður- og Vest- urland, en jafnan styttir fljótt upp sunnan til á Vesturlandi. Lægðarmiðjan sjálf er mjög mis- munandi stór. Stundum mjög kröpp aðeins nokkur hundr. fer- kílómetrar að flatarmáli og fer þá jafnan, hratt yfir. En stund- um nær hún yfir alt ísland og heldur þá e. t. v. kyrru fyrir dögum saman. Er þá hægviðri og góðviðri um alt land, þótt loftvog standi á “storm”, en skamt frá ströndum landsins geysa hvassviðri eða stormar. d) Lægðarmiðjan fer með- fram suður- og suðausturströnd landsins og austur fyrir land. Þá hvessir fyrst af austri, og síðan gengur vindur til norðausturs og norðurs um alt land með stór- hríð á Norður- og Austurlandi, en um suðurhluta landsins gerir brátt bjartviðri. 2. Lægðin kemur úr suðri. — Þrír möguleikar eru fyrir hendi: að hún fari norður með vestur strönd landsins, beint norður yfir landið og norður með aust- urströnd þess. Um þetta má svipað segja og um b—d hér að ofan. Vegna ónógra veðurskeyta er oft gersamlega ómögulegt að segja með vissu um stefnu eða áhrif þeirra lægða, sem taldar eru undir 1. lið — og stundum hefir enginn einu sinni hugmynd um tilveru þeirra, fyr en þær eru komnar svo að segja upp í land- steina. Lægðirnar undir 2. lið er enn erfiðara að varast, bæði af því, að þær eru oft hrað- skreiðari (sbr. september-lægð- ina), og auk þess er enginn út- vörður í suðri eins og Suður- Grænland í suðvestri. Skeyti frá skipum koma oft að miklu liði en nást e. t. v. engin, þegar mest á ríður. 3. Lægðin fer austur yfir At- lantshaf í stefnu á Bretlandseyj- ar eða Færeyjar. Efhúnerekki mjög stór, getur ísland lent al- veg norðan við hana, er þá e. t. v. undir áhrifum hæðar og nýtur stillu og sólar. En ef útjaðar lægðarinnar nær hingað, þá fá- um við austan átt, og er þá oft mjög hvast við suðurströndina. Oft fer lægðin norður með vest- urströnd Noregs. Verður vindur þá norðaustan eða norðan hér á landi. Getur þetta veðurlag haldist dögum og vikum saman með miklu frosti, og má einmitt nefna dæmi þess frá síðastliðn- um vetri. 4. Lægðin kemur úr norð- vestri eða norðri, fer suður um Jan Mayen og suður með austur- strönd fslands. Er þá norðvest- an eða norðan átt um alt land, oft hvast með snjókomu norðan- Iands. 5. Hæð — háþrýstisvæði — yfir fslandi, stundum mjög víð- áttumikið, getur náð yfir alt Grænland, austur undir Noreg og yfir norðanvert Atlantshaf. Fylgir því jafnan hægviðri og bjartviðri með frosti um alt land. Varanlegar hæðir eru fremur sjaldgæfar hér við land. Loftvog getur stigið allhátt “á milli lægða”, en þær hæðir eru jafn- an skammlífar, næsta lægð rek- ur þær á flótta eða þurkar þær með öllu af yfirborði jarðar. — Eins og- fyrr var drepið á, skipa lægðirnar sér í einskonar fjölskyldur, 5—6 í hverri, og reka lestina hver á fætur ann- ari með 1—2 sólarhringa milli- bili. Þegar margar lægðir fara þannig norðaustur yfir Græn- land eða Grænlandshaf, fyrir vestan fsland, þá ríkir hér hinn alræmdi útsynningur. Skiftist á suðaustan átt með rigningu og suðvestan átt með skúra- eða éljaveðri. Hinsvegar koma aust- an og n.austan þráviðri fram við það, að lægðir fara fyrir sunn- an land og norður á milli fslands og Noregs. Þess var og getið, að Iægðirn- ar væru oft hringlagaðar eða eins og sporaskja í lögun. Offc geta þær þó tekið á sig hinar fáránlegustu myndir á veður- kortinu. Stundum eru þær t. d. aflangar mjög, næstum þveng- mjóar. Liggur slík lægð alloft hér yfir landinu, t. d. frá vestri til austur. Er þá suðvestan eða vestan átt og milt veðijr um suð- ur-helming landsins, en austan eða norðvestan átt með frosti og snjó norðanlands. Stundum ligg- ur þessi svonefnda lægðarrennn skamt fyrir norðan land, og er þá suðvestan eða vestan átt og The IIuman “Spin-Wheels” Atenos — þessir frægu evrópisku fimleikamenn sýna þær kúnstir 100 fet uppi í loftinu, sem maður mundi halda ómögulegar. Þá má sjá tvisvar á dag í einni af Conklins’ frægustu sýningum sem líta má í Melrose Park, Portage Ave., og Sackville St., alla næstu viku. blíðviðri um alt land. En fyrr en varir er skollin á norðan stór- hríð með hörku frosti á Vest- fjörðum og norðurlandi. Þetta er mjög ilt að varast, því að stöðv- arnar á Norðaustur-Grænlandi (Scoresbysund og Mygbukta) og Jan Mayen eru of langt í burtu til að gefa upplýsingar um ná- kvæma legu rennunnar og veðr- ið norðan við hana. Hér að framan hefir orðið að sleppa að greina frá mörgu, sem almenningur hefði gagn og gam- an af að kynnast í sambandi við veðurathuganir ,og veðurspár, j svo sem aðferðum þeim, sem I veðurfræðingar beita til að sjá J fyrir hreyfingar á lægðum, stefnu þeirra og hraða o. m. fl. En eg vona að þetta nægi þó til I að gefa mönnum nokkurnvegin í rétta I hugmynd um aðdragand- ann að hinum daglegu veðu.v- spám, þá miklu vinnu, sem aö baki þeirra liggur, og hina marg- víslegu örðugleika, sem veður- fræðingarnir — einkum þeir ís- | lenzku — eiga við að etja og draga svo mjög úr árangrinum af starfi þeirra.—Sd.bl. Vísis. KANTÖTUKÓR AKUREYRAR Söngstjóri: Björgvin Guðmundsson, tónskáld. (Björgvin Guðmundsson tón- skáld fór í lok apríl mánaðar til Reykjavíkur með kantötukór ; sinn frá Akureyri og söng hátíð- ar-kantötuna þar í mörg kvöld. Hafa margir ritrómar verið um hana skrifaðir, bæði lofsamlegri og lakari en þessi. En með því að ekki er kostur á að birta þá alla, höfum vér þennan valið sem i ef til vill hlutlausasta sýnishorn- ið af þeim. Ritstj.) Fyrsti samsöngur í Gamla Bíó 27. apríl Áður en söngdrápan hófst, fagnaði “Karlakór Reykjavíkur” hinum norðlensku söngbræðrum ! og söngsystrum, og ekki sízt Björgvini Guðmundssyni, stjórn- anda kantötukórsins, höfundi söngværksins sem kórinn ætlaði að flytja, með því að syngja lag eftir hann sjálfan, en kantötu- {kórinn svaraði með því að syngja lag eftir Sigurð Þórðarson, : stjórnanda “Karlakórs Reykja- víkur”. Eftir þennan inngang hófst söngdrápan “íslands þús- und ár”, samin við Hátíðarljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Megnið af verkum Björgvins Guðmundssonar þekkir þjóðin 1 ekki. Þau eru enn óprentuð. Er. allmörg lög eftir hann hafa birst á prenti og verið sungin af ein- söngvurum og kórum. Þau hafa þó nægt til þess, að í vitund þjóðarinnar skipar hann veglegt sæti á tónskáldabekk vorum. — Hann er alþýðlegur í verkum sínum. Hann er “19. aldar mað- ur” í list sinni. Hann stendur með báða fætur í liðna tímanum og þræðir troðnar brautir. Eg nota hér ekki orðin “19. aldar maður” í niðrandi merkingu, en eins og Björgvin Guðmundsson sjálfur gat um í útvarpserindi sínu á dögunum, þá hafa orðin lastandi merkingu í munni áköf ustu fylgismanna nýtísku tón- listar og þeirra tónsmiða, sem óttast það eitt mest af öllu, að tónsmíðar þeirra séu ekki með nógu miklu nýtískubragði. Það er ekki einhlítur mælikvarði á tónverk, að það sé með nýtísku sniði. Einmtit í hópi nýtísku tónsmíðanna á öllum tímum finnast “spekúlantarnir”. Það skiftir mestu máli í þessum efn- um, að tónskáldin semji falleg lög — músik —,,hvort sem stefn- an er gömul eða alveg ný, því falleg lög af gömlum og nýjum stefnum lifa og halda velli, eins og dæmin sanna. — Söndrápa Björgvins, sem hér var flutt, er ein af þeim, sem ekki hlaut verðlaun í samkepninni 1930, sællar minningar. Það er óvar- legt að leggja dóm á tónljóð, sem maður heyrir í fyrsta sinn. En þessi söngdrápa er svo að- gengileg, að ekki er um að vil!- ast við fyrstu heyrn, að víða í henni eru fallegir kaflar og til- þrifamiklir og haglega smíðaðir. Eg nefni hér t. d. “Við börn þín, ísland” og “Rís, íslands fáni” o. fl. mætti nefna. En sterka per- sónulega nótu vantar höfundinn víðast hvar í þessu verki og gæt- ir víða áhrifa frá Handel, hinni miklu fyrirmynd fjölda tón- skálda fyr og síðar. Kantötukórinn er blandaður kór, skipaður um 60 mönnum. — Þetta er óvenjustór söngflokkur á íslenzkan mælikvarða. Ein- valalið er þetta ekki. Eitthvað af viðvaningum og liðléttingum. En í flokkinum eru margar góð- ar raddir, einkum kvenraddir, en bassaraddirnar eru veigalitl- ar. Flokkurinn er vel æfður og samtökin eru góð. Hljóðfæra- leikarar héðan úr bænum aðstoð- uðu við sönginn — salonshljóm- sveit. — Um söngstjórann vil eg taka það fram, að vitanlega veit eng- inn betur en sjálfur höfundur- inn, hvernig á að fara með hans eigið verk. En það er honum og söngfólkinu, og ekki síst sjálfu verkinu, til lofs, að maður gleymdi stundum söngstjóra, söngfólki og hljómsveit og hlust aði bara á músíkina. Einsöngvarar voru tenorarnir Gunnar Pálsson og Hreinn Páls son og barytónssöngvarinn - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstoíusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að ílnnl á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlll: 46 AUoway Ave. Talsimi: 33 15t G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ÍSLENZKIR LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólíi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur aS pu:°? Oimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudae i hverjum má.nuðl. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO tii BANNINO ST. Phone: 26 420 M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl 1 vlðlögum Vlt5talstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 aí kveldinu Síml 80 857 665 Victor St. Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útíar- ir. Allur útbúnaður sá beetl. Enníremur selur hann aUskonar mlnnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: S6 607 WINNIPEO RAGNAR H. RAGNAR Pianisti oo kennari Kenslustofa: 518 Dominion St. Simi 36 312 Dr. S. J. Johannesion 218 Sherbum Street Talsiml 80 877 Viðtalstimi kl. 3—5 e. h. Ragnar Kvaran og mezzósópran- inn ungfrú Guðrún Þorsteins- dóttir. Dúett sungu ungfrú Ingi- björg Steingrímsdóttir og frú Helga Jónsdóttir. — Þau gerðu öll hlutverkum sínum góð skil. Það er ekki ofmælt, að til samsöngs þessa hefir verið vand- að eftir föngum og á söngstjór- inn óskorað lof fyrir. Húsfyllir var og viðtökur ágætar. Að lok- um hylti mannfjöldinn í salnum tónskáldið.—Vísir. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Fhone 94 954 Fresh Cut Flowers Dally Plants In Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken FERÐIR UM HÁLOFTIN Fyrir nokkrum árum vakti það heimsathygli, er prófessor Piccard flaug á loftbelg sínum í 16 km. hæð. Síðar fóru aðrir lengra. Það varð kapp um hver kæmist hæst og Rússar báru síð- ast sigur úr býtum. Próf. Pic- card og háloftsferð hans varð tilefni til margra skýjaborga. Háloftin urðu alt í eirfu að fram- tíðarleiðinni milli heimsálfanna, sem gerði það mögulegt, að ferðast á skömmum tíma um órafjarlægðir. Nú vill próf. Piccard leggja í nýjan leiðangur og vill nú ekki láta sér nægja að komast minna en 30. km. upp. Þá fyrst s verulegur fengur að ferðinni. — Piccard trúir því, að háloftin séu framtíðarflugleiðin. í erlendu blaðaviðtali sagði hann, að ým ar tilraunir hefðu verið gerðar og nú væri nýbygð í Belgíu flug vél, sem væri gerð fyrir hálofts- flug. Farþega og stjórnrúm eru lokuð loftþétt og séð er fyrir súr- efnisleiðslu að hreflinum, svo hann geti starfað í hinu þunna andrúmslofti þar hátt uppi. Próf. Piccard telur að 10—15 km. hæð sé best til flugferða — þar sé hægt að njóta allra kostanna, en losna jafnframt við marga galla. Það er áreiðanlegt, segir hann, að í framtíðinni verða allar lang- leiðir farnar þessa leið, sem ger- ir það kleift, að auka hraðann og stytta á æfintýralegan hátt þann tíma, sem það tekur nú, að ferðast milli heimsálfanna.—V. THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKUR TANNLXKNIR 312 Curry Bldg., Winnlpeg Oegnt pósthúslnu Sími: 96 219 Helmilit: ii itt J. J. Swanson & Co. Ltd. RKALTORS Rental, Inturance and Financial Agenti Blmi: 94 221 •00 PARIS BLDO.—Wlnnlpeg Gunnar Erlendsson Pian okennari Kenslustofa: 701 Victor St. Sími 89 535 OiTICI Phoki Res. Phone •7 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MXDICAL ARTS BUILDINQ Omci Hottrs : 13 - 1 4 r u. - 9 p jc. “• »t ArpoomczHT Erkibiskupsfrúin: Af því að labbl ykkar er f jarverandi, börn- in mín, ætla eg að sleppa ykkur við bænakvakið í kvöld.—Alþbl. J. WALTER JOHANNSON DmhoOsmaður New York Ufe Insurance Company

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.