Heimskringla - 02.06.1937, Síða 8

Heimskringla - 02.06.1937, Síða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1937 FJÆR OG NÆR Sækið messu í Sambandskirkjunni í Winni- peg reglulega. Þar er messað tvisvar á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku kl. 7 e. h. — Fjölmennið! * * * Séra Guðm. Árnason messar á Lundar sunnudaginn þann 13. þ. m. á venjulegum tíma, og um leið fer fram ferming nokkurra ungmenna. * * * Messað verður í Sambands- kirkjunni á Gimli sunnudaginn 6. júní n. k. kl. 2. e. h. Á eftir messu verður ársfundur safnað- arins haldinn. * * * Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund á miðvikudagskvöld- ið 2. jnúií að heimili Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. * sk * Erindið “Holt er heima hvat”, sem birt er á ritstjórnarsíðu þessa blaðs, flutti dr. R. Péturs- son á samkomu, sem söngflokk- ur Sambandssafnaðar hélt 27. maí í kirkjunni á Banning og Sargent. Að öðru leyti var skemtiskráin söngur. Auk fjölda laga, sem flokkurinn söng, sungu þau frú K. Jóhannesson og Peter Magnus einsöngva. Allir voru söngvarnir íslenzkir. Samkom- an þótti hin skemtilegasta. Við Kviðsliti? Til linunax, bóta og styrktar reynið nýju umbúðimar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. Fundir og messur í Vatnabygðum Föstud. 4. júní Söngæfing kl 7.30 Sunnudaginn 6. júní: kl. 11 f. h. sunnudagaskólinn. Kl. 2 e. h. Messa í Wynyard. — Prestur og safnaðarnefnd hafa komið sér saman um, að bjóða séra Carli Olson að messa í kirkjunni á þessum tíma, þar sem ekki sýnist ástæða til að messa tvisvar á sama stað yfir sama fólki, þannig að önnur messan hefjist um leið og hin er á enda. Annars hafði messa séra Carls verið boðuð kl. 3 e. h. Kl. 3 e. h., eða þegar að Iokinni messu heldur þjóðræknisdeild- in “Fjallkonan” fund á heim- ili Gunnlaugs og Halldóru Gíslason. Verður þar rætt um fslendingadagshald o. fl. Til skemtunar verður upplestur á smásögu eftir ungan íslenzkan höfund. kl. 7 e. h. Messa í Grandy Ath.: Fundurinn, sem ákveðið var að halda í kvenfélagi Im- manúelssafnaðar næsta sunnu- dag, verður haldinn á laugardag- inn, á heimili Steingríms Jóns- sonar kl. 2 e. h. Breytingin er gerð til þess, að fundartími kvenfélagsins komi ekki í bága við fund þjóðræknisdeildarinnar. Jakob Jónsson * * * Home Cooking Sale Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til útsölu á heimatilbúnum mat, miðvikud. 9. júní, upp úr hádegi. Þar verður á boðstólum allskonar heimatilbúinn matur, svo sem áður hefir tíðkast, enn- fremur skemtanir við spil o. s. ÞINGBOÐ Fimtánda ársþing hins Sameinaða Kirkjufélags fs- lendinga í Vesturheimi verður sett í kirkju Sambands- safnaðar í Árborg laugardaginn þann 26. júní 1937, klukkan sjö eftir hádegi. Þingið stendur fram á þriðju- dagskvöld þann 30. Söfnuðir, sem í kirkjufélaginu eru, senda fulltrúa á þingið, einn fyrir hverja 50 safnaðarfélaga eða brot af þeirri tölu. Á þinginu mæta einnig fulltrúar fyrir sunnudaga- skóla og ungmennafélög. Ennfremur heldur Samband fslenzkra Kvenfélaga hins Sameinaða Kirkjufélags ársþing sitt einhvern dag þingtímans. Starfsskrá þingsins verður nánar auglýst síðar. Söfnuðir, sem i félaginu eru, eru vinsamlega beðnir að senda ársskýrslur sínar til ritara félagsins, Dr. Sveins Björnssonar í Árborg, og ársgjöld sín til féhirðis, Mr. P. S. Pálssonar, 796 Banning St., Winnipeg, að minsta kosti viku áður en þingið byrjar. Guðm. Árnason, forseti Sveinn E. Björnsson, ritari Önnur ný pöntun komin af Legubekkjum og stólum Góð tíðindi berast fljótt; við auglýstum ekki tvær síðustu pantanirnar, að stórum mun, en fréttin barst út, frá mjög ánægðum viðskiftavin- um að Wilson’s væri að selja betur gerða Daven- port legubekki ep annarsstaðar fengust fyrir a(f- eins S39.50 og $42.50, eða fyrir $65.50 og $68.00 og meðfylgjandi stól. Með fullri virðingu að segja, þá höfum vér enn ekki fundið neina lögmæta auglýsinga aðferð ódýrari eða sem fremur eykur viðskifti, en að öllu leyti ánægða viðskiftamenn. Við eigum von á að við auglýsum okkur nú enn betur er við bjóðum þessa nýju sending, með nýrri yfirklæðningu fvrir $39.50, $42.50, $45.00 og $50.00. LEGUBEKKURINN OG STÓLLINN, sem myndin sýnir, um átta tegundir af yfir klæðningu að velja $68.00 Legubekkurinn einn aðeins $42.50 Þér hafið kannske legubekk af gamalli gerð eða sófa sem þér vilduð selja upp í verðið? Ef svo er þá símið 95 168 — eða þegar þér komið inn til að skoða þessa legubekki, þá hafið tal af verzlun- arþjóninum sem afgreiðir yður og látið mats- manninn koma heim til yðar. Hann verðleggur og gefur yður það hæzta verð sem unt er að fá. Wilson Furniture Ltd. 352 Main Street frv. Salan stendur frá kl. 2 e. h. og fram eftir kveldi, og fer fram í samkomusal kirkjunnar Bann- ing og Sargent. Munið eftir stað og tíma, spar ið yður peninga og njótið góðr- ar skemtunar. Forstöðunefndin. * * * Áheyrilegt erindi Fröken Halldóra Bjarnadóttir flutti fyrirlestur í Fyrstu lút- ersku kirkju s. 1. mánudagskvöld, á samkomu er efnt var sérstak- lega til af konum hér út af komu fröken Halldóru vestur. Voru á- heyrendur milli 3 og 4 hundruð. Að fyrirlestrinum var gerður bezti rómur. Að efni til var hann bæði fréttir og um fram- tíðarhorfur á íslandi. Komst fyrirlesari svo að orði, að ísland væri að hefja eitt sitt mesta framfaratímabil og með þeirri þjóð, sem æskan rétti örvandi hönd, væri skemtilegt að lifa og starfa. Hugljúft efni látlaust og viðkunnanlega flutt. Á samkomunni gerði forseti, frú Finnur Johnson, gestinn kunnan með vel orðaðri ræðu. Ennfremur buðu þeir dr. Rögnv. Pétursson og dr. B. B. Jónsson gestinn velkominn. Frú B. H. Olson söng einsöngva og Ragnar H. Ragnar lék á piano. Að skemtiskránni lokinni, var geng- | ið niður í samkotnusal kirkjunn- ar, gestinum heilsað og kaffi drukkið. H* * * Gjafir í byggingarsjóð Sumarheimilisins: Frá Mr. og Mrs. Gísli Einarsson. Riverton, Man. í minningu um son þeirra, fæddan og dáinn 11. okt. 1921....$5.00 Frá íslenzka kvenfélaginu í Leslie, Sask.........10.00 Innilegt þakklæti, Mrs. G. M. K. Björnsson, Féhirðir Kv. Sambandsins * * * Gefin saman í hjónaband a heimili sóknarprests í Árborg, þann 26. maí: Fredrick Anton- íus Martin, Árnes, Man., og Jónína Stefanía Guðjónsson, Hnausa, Man. * * * Sýning á íslenzkum heimilisiðnaði Á föstudaginn verður sýning á íslenzkum heimilisiðnaði í sam- komusalnum á fjórða gólfi í T. Eaton’s buðinni. Munina sem þarna eru sýndir, kom fröken Halldóra Bjarnadóttir með heiman frá fslandi. Fer þarna og fram kaffisala, svo menn geta látið sér líða vel við að skoða munina. Það þarf naumast að taka það fram, að þarna eru bæði fagrir og fáséðir munir til sýnis. Og þar sem þeir eru bún- ir til á íslandi, munu þeir vekja sérstaka athygli íslendinga. * * H« Winnipegbúar sigra í kapptafli í Fargo Taflmenn í Winnipeg og Minneapolis hafa undanfarin þrjú ár komið saman einu sinni á ári og háð kapptafl. Stóð eitt slíkt nýlega yfir í Fargo, N. D., um fyrri helgi. Fóru leikar svo, að Winnipeg-búar (eða Mani- toba-búar, því taflmennirnir héðan eru ekki allir úr Winni- peg) unnu sigur í fyrsta skifti; höfðu flesta vinninga. Voru all- margir íslendingar í förinni héð- an. Eru nöfn þeirra þessi: Tom Fleming frá Árnesi; C. Johnson, Gimli; Hannes Líndal, Winni- peg; E. G. Baldwinson, Winni- peg og dr. S. E. Björnsson, Ár- borg. Fáir eða engir þeirra töp- uðu skák; unnu sumir en aðrir gerðu jafntafli. Alls var teflt við 24 borð. Kapptefli þetta má heita milli Bandaríkjannai og Canada, því báðir bæirnir, sem aðallega gangast fyrir þessu, viða oft að sér taflmenn talsvert langt að og úr öllum áttum. * * * Dr. Matthías Matthíasson tannlæknir frá Randolph, Wis., kom til bæjarins nýlega ásamt konu sinni (Jónínu, dóttur Helga Johnsonar, Ingersoll St.) og syni, Peter-Stephen. Dvelja þau hér tvær eða þrjár vikur. Dr. Matt- híasson er ættaður frá Garðar, N. Dak. * * * Fermingarathöfn Við fermingarathöfnina sem fór fram í Sambandskirkjunni í Winnipeg, síðastliðinn sunnudag, voru þessi börn fermd: Una María Pétursson, Lorraine Good- man, Alma María Stefánsson, Ragnheiður María Sigurðsson, Friðrik Karl Kristjánsson, Ei- ríkur Warmuth Eiríksson, Guðni Valdimar Sigurðsson, Þórður Richard Sigurðsson, Pétur Jónas Pétursson, Friðrik Jón Vatnsdal, Theobald Marino Harold Ander- son. * * * Sveinn Thorvaldson, M.B.E., og séra Eyjólfur J. Melan frá Riverton, Mr. og Mrs. dr. S. E. Björnsson frá Árborg og séra Guðm. Árnason frá Lundar komu til bæjarins s. 1. mánudag. Eru Mr. Thorvaldson, Mr. Björnsson og Mr. Árnason í stjómarnefnd Hins Sameinaða Kirkjufélags fslendinga í Vesturheimi. Áttu þeir hér fund með öðrum nefnd- armönnum, er það meðal annars gerðist á, að ákveða að halda kirkjuþing 26, 27, 28, 29 júní. * * * Dánarfregn Þess hefir láðst að geta, að í febrúar síðastliðnum mistu þau hjónin Andrés og Sigríður John- son á Oak Point, Man., dóttur sína, Unu Andreu, nokkura mán- aða gamla. Hún var jörðuð 17. febr. þrem vikum áður höfðu þau mist annað barn, dtfeng nærri þriggja ára gamlan. Bæði voru börnin efnileg, og var dauði þeirra beggja foreldrunum og öðrum aðstandendum hið mesta harmsefni. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á því, að dregist hefir að geta þess síðara dauðs- falls. G. Á. * * * S. 1. miðvikudag lögðu af stað heim til fslands: Mrs. Sigríður Guðmundsson frá Víðir, Mrs. Sigríður Brandson frá Gimli, Gerða Magnússon frá Winnipeg og Guðm. Egilsson frá Reykja- vík, Man' Grímur Grímsson frá Gimli, Man., kom til bæjarins s. 1. mánu- dag. Hann er á leið suður til Dakota en þar hafa systkyni hans gert ráð fyrir að finnast að gamni sínu 6. júní. * * * í blaðinu “Minneota Mascot” er þess getið 21. maí, að íslenzk stúlka Leola Árnason, dóttir Mr. og Mrs. C. W. Arnason hafi út- skrifast frá Búnaðar-háskólan- um í St. Paul í hússtjórnarfræði nýlega og hlotið $50 verðlaun. önnur íslenzk stúlka útskrifast einnig með heiðri í vísindum frá háskólanum (College of Science, Literature and the Arts). Heit- ir hún Stefanía Björnsson, dótt- ir Mr. og Mrs. Gunnars B. Björnssonar. * * * Edward Lárus Einarson fóst- ursonur þeirra Mr. og Mrs. Hans Einarssonar, er heima eiga á Garðar, N. D., andaðist á heim- ilinu aðfaranótt fimtudagsins 20 maí af lungnabólgu. Hafði hann ekki verið nema fáa daga sjúkur. Hinn látni ungi maður var fæddur 19. des. 1912, og var tekin í fóstur af Einarsons hjón- unum í fyrstu æsku og bar þeirra nafn. Árið 1927 var hann fermdur í fyrsta fermingar- barnahópi sem séra H. Sigmar fermdi á Garðar. Edward sál. naut mikil^ ástríkis og ágætr- ar umhyggju af fósturforeldrum sínum, og voru miklir kærleikar þeirra á milli. Syrgja þau fóst- urforeldrin ásamt með fóstur- dóttur sinni út af fráfalli hins unga manns, sem var þeim svo kær. En Edward sál. var löngum heilsutæpur mjög og hafði ekki þrek til að mæta neinu þungu stríði á vegferðinni. Finna þau því til þess að hann er sæll að hafa verið kallaður til hinnar friðsælu hafnar. Jarðarförin fór fram frá heim- ilinu og eldri kirkju Garðarsafn- aðar laugardaginn 22. maí. Mikið fjölmenni fylgdi hinum látna til grafar. Séra H. Sigmar jarðsöng. * * * Stúkan Hekla hefir skemti- fund næstkomandi fimtudags- kvöld. Eddie Olson frá Gimli MESSUR og FUNDIR ( kirkiu Sambandssafnaear Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Funölr 1. fðstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrsta mánudagskveld 1 hverjum mánuði. KvenfélagiO: Fundir annan þrlðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söng-flokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólmn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. • ISLENZKA BAKARÍIÐ 702 SAKGENT AVE., Winnipeg Einasta íslenzka bakaríið I borginni fslenzk bakning af allri tegund. Pantanir utan af landi afgreiddar fljótt og vel. Sími 37 652 THOR GOLD Mining Syndicate NAMTJRNAR ERU 20 MIUUR AUSTUR AF KENORA, ONT., VIÐ ANDREW FUÓA — LAKE OF THE WOODS Félagið hefir umráð á 400 ekrum í námulandi við Andrew Bay, Uake of the Woods í Ken- ora-umdæmi. Sýnishom af handahófi í nám- unni hafa reynst frá 50c upp í $40,000 úr tonninu og í Channel Samples eru frá 60c upp í $60.00 í tonninu. KAUPIÐ NtJ— A $10 HVERT UNIT (300—500 hlutir í Unit) Thor Gold Mining Syndicate Head Office: 505 Union Trust Bldg., Winnipeg Man. Ráðsmenn: Forseti: M. J. THORARINSON 370 Stradbrooke St., Winnipeg Skrifari og féhirðir: SKCrLX BENJAMINSON Whittier St., St. Charies, Man. flytur þar stutta ræðu. Margt fleira verður og þar til skemt- ana. Fjölmennið Templarar á fundinn! œsceeeosoeeosoooooseososo! Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu ÍSOOCOOSOQCCOQOCOSOSOSOOGCO Conklins’ Shows World’s Finest Melrose Park PORTAGE and SACKVILLE STREETS ' ST. JAMES June 7th to lZth --Open 2 p.m. Until Midnight- 11 Modern Thrilling Rides 12 Entertaining Side Shows BANDS - - - FREE ACTS CHILDREN’S DAY, WED. JUNE 9th All Attractions 5c. from 2 to 8 p.m. to Children Under 15 Söngsamkoma að Gimli Karlakórinn “GRETTIR” að Lundar, Man., undir stjórn V. J. Guttormssonar eftir til söngsamkomu í PARISH HALL Á GIMLI Föstudagskveldið, 4. júní næstk. Samkoman hefst kl. 9 e. h. (C.S.T.) Aðgangur fyrir fullorðna 35c — fyrir börn 20c

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.