Heimskringla


Heimskringla - 09.06.1937, Qupperneq 1

Heimskringla - 09.06.1937, Qupperneq 1
LI. ARJGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN.. 9. JÚNÍ 1937 NÚMER 36. HELZTU FRÉTTIR Spánar-byltingin Dr. Norman Bethune frá Montreal, sem um skeið hefir verið á Spáni, og kom þar upp | stofu, er sá særðum hermönnum | fyrir lækningu er blóðrunnu af sárum, er um hríð staddur í Can- ada. Við stofnunina í Madrid, sem hann hefir komið upp, vinna 25 manns. Þjóta þeir af stað til vígvallar þegar kallað er eftir þeim með blóð til að spíta í þá særðu. Hafa þeir læknað 700 manns á þeim tiltölulega stutta tíma sem stofnunin hefir starf- að. Blóðið er úr mönnum tekið, sem gefa sig fram til þess. Sagði Dr. Bethune 4 Canada-menn' vinna á stofnuninni, sem og er kostuð af samskota fé í Canada. Stríðið á Spáni segir hann geta staðið lengi yfir. Uppreistar- menn fái altaf menn og vopn frá ítalíu og Þýzkalandi. Hann seg- ir frá 100 til 200 þúsund ítalska hermenn í uppreistarliðinu' um 50,000 Þjóðverja. Hlutleysis- bannið hafi aðeins eina þýðingu og hana illa fyrir stjórnarherinn, því Mussolini og Hitler skeyti því engu. Ef her væri ekki stöð- ugt að koma frá ítalíu og Þýzka- landi, gæti stjórnin á Spáni sóp- að uppreistarmönnum í sjóinn á svipstundu. Dr. Bethune skilur ekkert í þjóðum sem Bretum, Frökkum og Bandaríkjamönnum, sem lýð- ræði unni, að leyfa annað eins blóðbað og á Spáni. Dráp varn - arlauss fólks í smáþorpum af uppreistarmönnum, sé eitt það djöfullegasta framferði sem hann hafi nokkru sinni vitað. — Stríðið telur hann ekki innan- Iands byltingu. Það sé árás utan að komandi stigamanna — ekkert annað. Dr. Bethune býst við að halda bráðlega aftur til Madrid-borg- ar. ofan úr hvelfingu byggingarinn- ar og ofan á gólf. Landstjórinr. og frú hans höfðu fyrir einu augnabliki staðið þar sem steinn- inn kom niður og voru ekki yfir 30 fet burtu þegar hann féll. — Landstjórinn og frú hans voru á leið til Halifax í N. S. Gifting Edwards fyrv. Bretakonungs Eins og til stóð fór gifting Ed- wards hertoga af Windsör og Wallis Warfield fram 3. júní í Monts á Frakklandi. Borgar- stjórinn í Monts gifti, en að þeirri borgaralegu giftingu af- staðinni, kom gamall klerkur frá Englandi og gifti að lögum og reglum ensku kirkjunnar. Hét presturinn R. Anderson Jardine og var frá Darlingford. Hann er starfsmaður ensku kirkjunn- ar, en sú kirkja þverneitaði að viðurkenna giftinguna og bann- aði prestum sínum að gifta her- togann og hertogainnuna. En Jardine prestur skeytti ekki því boði. Má nærri geta að yfir honum verði lesið af biskupum ensku kirkjunnar, en að hann verði sviftur preststöðunni, er ekki talið líklegt, þó margir ensku biskupanna vildu það fegnir. En séra Jardine kvað vera mikill vinur fátækra og hefir mikið fylgi hjá almenningi, ef beita ætti hörðu við hann. Að giftingu lokinni og mik- illi veizlu fóru hertoginn og kona hans til Austurríkis. Hafa þau leigt þar kastala í Wasserleon- burg. Dvelja þau þar fyrst um sinn. Ekkert af skyldfólki Edwards Windsor var við giftinguna. Brúðhjónin léku við hvern sinn fingur af gleði við gifting- una og Edward hélt ræðu að veizlu lokum og þakkaði öllum viðstöddum alúð og velvild þeirra. t I Sluppu heppilega Landstjóri Canada, Tweeds- muir lávarður og frú hans voru í gær stödd á járnbrautastöðinni í Campbellton í N. B., er um 500 punda þungur steypusteinn datt ISLENZK HJÚKRUNARKONA Hrefna Árnason útskrifaðist í hjúkrunarfræði frá St. Boniface- spítalanum á þessu vori. Hún er dóttir séra Guðmundar Árnason- ar og konu hans Sigríðar. — Hrefna er fædd í Winnipeg 1915, en ólst upp að mestu á Oak Point og stundaði þar barnaskólanám. Þegar hún lauk miðskólanámi, innritaðist hún við St. Boniface- spítalann; það var 1934 og var hún þar unz hún í vor lauk þar námi. Út af framkomu ensku kirkj- unnar á Englandi við hertogann og því sérstaklega, að leyfa ekki prestum sínum að gifta hann, eru mörg blöð á Englandi afar harðorð í garð kirkjunnar. Telja þau óþolandi ef halda eigi svo á- fram við hvert tækifæri sem gefst að sýna hertoganum hatur og heiftrækni. Fjölskyldu Edwards var aftr- að frá því af stjórninni og kirkj- unni að koma til móts við brúð- hjónin á höfn við England, ef þau ættu þar leið um á lystiskipi, sem ætlað var að þau mundu gera. En við það áform hættu brúðhjónin, hvort sem þetta eða eitthvað annað var ástæða fyrir því. Fóru þau í þess stað beint til Wasserleonborgar kastala. Skrifað var, að skeð gæti að hertogahjónin ferðuðust á þessu hausti til Bandaríkjanna; lagði stjórn Englands og prestarnir þvert bann við því. Hreyfimyndir voru teknar af giftingunni. Hefir brezkastjórn- in bannið að sýna þær í Eng- landi. Ótti stjórnarinnar er þar ef til vill á einhverju bygður. Það gæti svo farið að við þá sýningu vildu fáir standa í sporum stjórnarinnar. Hvar sem lestin nam staðar á leiðinni með brúðhjónin til Aust- urríkis, kváðu við fagnaðarlæti; var hvarvetna heimtað að her- toginn og frú hans sýndu sig, sem þau gerðu. Laust þá upp hrópum um að þau mættu lengi Iifa. O. T. JOHNSON DÁINN Heimskringlu barst símskeyti í gærmorgun vestan frá Edmon- ton um það, að Ólafur Tryggvi Johnson skáld og um skeið rit- stjóri Heimskringlu væri dáinn. Hann dó á þriðj udagsmorguninn. Ólafur var fæddur 12. marz 1882 í Norður-Dakota í Banda- ríkjunum. Foreldrar hans voru Jón Jónsson frá Kolgröf í Skaga- firði og kona hans, Sigurbjörg Benediktsdóttir. Nokkra ment- un fékk ólafur á Wesley College í Winnipeg, og ritstjóri Heims- kringlu var hann frá því í marz- mánuði 1917 til 13. ágústs 1919. Sagði hann svo sjálfur frá að ís- lenzku hafði hann lært af áfa sínum og ömmu, en þau voru Jón Pétursson og Ingunn ólafs- dóttir; fór hann snemma í fóstur til þeirra. O. T. Johnson var myndar maður og vel að sér. Er hann eini íslendingurinn, sem fæddur er hér vestra, sem ritstjóri hefir verið annars íslenzka vikublaðs- ins vestan hafs. Hinn látni Iætur eftir sig konu og börn. Hér er ekki tækifæri að minn- ast eins og vera bæri hins látna góða og gegna manns, en von- andi verður það gert af ein- hverjum honum vel kunnugum síðar. í Monts stóð fólk í röð með- fram þjóðveginum svo jafnvel mílum skifti út frá Chande de Cande þar sem giftingin fór fram til að húrra fyrir brúð- hjónunum er þau fóru þaðan til járnbrautarstöðvar nokkrar míl- ur burtu. Ný lög um sölu á helium gasi f þinginu í Washington er þeg- ar þetta er skrifað verið að ræða um ný lög á sölu á helium gasi til útlanda. Hefir Roosevelt forseti lagt til að salan væri Ieyfð, svo loftskip af stærð Hind- enburgs skipsins þýzka, þyrftu ekki að nota annað hættulegra gas. Helium gas er til muna hvergi fáanlegt nema í Banda- ríkjunum. En vel kvað eiga að gæta þess í frumvarpinu, að ekki verði svo mikið selt, að því verði safnað saman á einn stað og enn- fremur, að flugher Bandaríkj- anna skorti það ekki. Mun her- málaráðinu falið eftirlit með söl- unni út úr landinu. Stjórnarskifti í Japan Með júnímánaðarbyrjun tók ný stjórn við völdum í Japan. Hayashi-stjórnin, sem stuttan tíma hafði setið við völd, var of fáliðuð. Forsætisráðherrann nýi er nefndur prins Fumimaro Kon- oye. Hvernig stjórnari sem hann reynist, er það víst, að hann get- ur komið þjóð sinni í gott skap. Hér á eftir fara póstar úr ræð- unni, er hann ávarpaði þjóð sína s. 1. viku, er sýna að hann getur gert að gamni sínu: “Eg er í raun og veru alls ekki hæfur og heldur ekki þess verður, að vera forsætisráð- herra. Staðan sem< mér hefir hlotnast er meiri en svo, að mað- ur með mínum vesælu hæfileik- um geti gengt henni En geti eg gert gamla óvini að vinum, geti eg komið allri þjóðinni í skilning um að hún sé ein fjölskylda með keisarann að húsföður, þá væri eg ánægð- ur. Eg hefi létts um 8 pund á sex dögum. Eg er nú ekki yfir 150 pund, sagði hann vonleysislega. Eg vakna 10 til 12 sinnum á hverri nóttu. Eg verð að taka mér blund seinni hluta dags. Konan mín stjórnar mér með harðri hendi Hún leyfir mér ekki að éta neitt hrátt, ekki einu sinni Sashimi (ljúffengan fisk, sem étin er hrár). Hún leyfir mér aldrei að drekka kaffi á milli máltíða. Það er ekki tekið út með sældinni að vera giftur.” Þá var prinsinn spurður að því hvort að hann reykti eða drykki. “Já”, svaraði hann. “Eg geri dálítið af hvorutveggju. Lækn- irinn bannaði mér að reykja, en hann sá mig þó í fyrradag gera það og hafði ekki orð á því. Eg hugsa að hann sé smeykur að setja ofan í við mig síðan eg varð forsætisráðherra.” Prins Koneye, sem er aðeins 46 ára, er alkunnur fyrir fyndni og að vera hrókur alls fagnaðar. Á grímuballi nýlega, klæddist hann sem Hitler. Frá vinum hans dundi við hláturinn, en sjálfur brosti hann ekki. Leiðsögumaðurinn: — Hérna. frúr mínar, eru hinir heims- frægu fossar. Ef þið vilduð hætta að tala stundarkorn, mynduð þið ef til vill heyra drunurnar.—Alþbl. FRÉTTAMOLAR Fregn kom frá Ottawa í gær um að Sir Robert L. Borden liggi þungt haldinn. * * * * Blaðið “Daily Express” á Eng- landi er harðort í garð stjórnar- innar fyrir að banna að sýna giftingarmynd Edwards af Windsor og hertogafrúarinnar. “Verðum við að fara til Frakk- lands, Bandaríkjanna eða Rúss- lands að sjá þessar myndir”, segir blaðið. “Það er ekki ófag- ur vitnisburður um skoðanafrelsi á Englandi.” sjí * Bretar hækkuðu verð á gulli um nærri 10 cents únzuna í gær. Það var gert til þess að koma í veg fyrir sölu á því út úr land- inu, til Bandaríkjanna, en hún hefir verið mikil undanfarnar tvær eða þrjár vikur. Gull safn- aðist talsvert til Englands með- an verð á því þótti óvíst í Banda- ríkjunum. Nú vilja eigendurnir heldur vita af því þar en á Eng- landi. * * * Loftskip sem lagði af stað 15. des. frá Los Angeles og ætlaði til Salt Lake City í Utah, tapað- ist og fanst ekki þó leitað haíi verið í nærri 6 mánuði fyr en s. 1. sunnudag. Það fanst við stað þann sem nefndur er Lake Hardy Rídge í Utah, brotið mjöl- inu smærra. Með því voru 5 karlmenn og tvær konur, sem týndu lífi. Það var rigning og þoka er loftfarið fórst. * * * Á Iæknafundi nýlega í Atlantic City, N. J., var því haldið fram, að insulin, efnið, sem dr. Freder- ick Banting í Toronto fann upp sem lyf við sykurveiki, sé einn- ig mjög gott meðal við algengu kvefi. * * * •Roosevelt forseti skrifaði 28. maí undir frumvarp, sem það var fólgið í, að nema lög þau úr gildi, sem nefnd hafa vérið “The Red Rider” en sem að því lutu, að banna kennurum að veita fræðslu um kommúnisma eða hampa þeirri stefnu í skólum. Eitt af hinum mörgu áhuga- málum Mussolini kvað vera það, að koma ítalskri prinsessu • til valda á Spáni, ef uppreistarmenn sigrá í borgarastríðinu. Hugsar Mussolini sér að þetta takist með því, að gifta Maríu prin- sessu af Savoy, erkihertoganum Otto af Hapsburg, sem til ríkis- erfða var borinn í Austurríki og gera hann að konungi á Spáni. Kröfur Alfonso XIII. fyrv. Spán- arkonungs og erfingja hans, seg- ir Mussolini að verði að leggja á hilluna til þess að koma áformi sínu fram. * * * Rússar luku við að semja þriðju fimm ára starfsáætlun sína s. 1. sunnudag. Kemur hún í gildi 1. jan. 1938, en þá verður annari áætluninni lokið. Er um mörg stóriðnaðarfyrirtæki að ræða í nýju áætluninni. Segja Rússar ekki veita af að koma upp iðnaðinum, því á næstu 25 árum muni íbúatalan hækka um 125 miljónir. Nú er talan um 175 miljónir. Á síðast liðnu ári fæddust helmingi fleiri börn en árið áður í Rússlandi. Það má heita eina landið, sem fæðingum fjölgar nú í til muna. * * * Stjórnin á Spáni lagði fram á þingi Þjóðabandalagsins 31. maí klögun á hendur Þjóðverjum fyr- ir her-árásir þeirra á spanversk skip og hafnir. Telur spánska stjórnin það skýlaust brot á al- þjóða-herlögum og Þjóðabanda- laginu beri að koma til skjal- anna. — Bara að það geri það myndarlegar en í Blálandsstríð- inu. * * * Hitler sæmdi Mussolini s. 1. mánudag stórkrossi arnar-orð- unnar (Grand Cross of the Order of the Germah Eagle), sem er sögð sú mesta virðing sem ríkið getur veitt. Kvað Hitler þetta eiga að votta vináttu sína og virðingu fyrir dáð og dugnaði Mussolini. Tengdasyni Musso- lini, Ciano greifa, var einnig veitt þessi orða. * * * Eitt af blöðum ítölsku stjórn- arinnar í Milan, birti grein um það 25. maí, að Gyðingar á ítalíu yrðu annaðhvort að vera fasistar eða fara úr landi burt. f ritstjórnargreinum annara stjórnarblaða hefir síðan verið tekið í sama strenginn. Eitt af því sem Gyðingum er einnig ráð- lagt, er að leggja niður ílt umtal um Hitler og stjórn hans. * * * Soviet stjórnin á Rússlandi til- jkynti brezku stjórninni 28. maí, að hún væri samþykk hugmynd- inni um hlutleysi annara þjóða í Spánarbyltingunni, en þó með því skilyrði að allir útlendingar í uppreistar-hernum fari úr landi, að Marokko svertingjun- um meðtöldum. * * * Warriner borgarstjóri, sem flýtt hefir klukkunni og margt fleira nauðsynlegt hefir gert fyr- ir þennan bæ, lagði til í gær á bæjarráðsfundi, að afnema fría kenslu í efri deildum barnaskól- anna. Hann ætti að reyna þetta fyrir kosningar í haust. * * * Roosevelt forseti lét það uppi 28. maí í samtali við samgöngu- ráð Bandaríkjanna, að hann gerði alt sem í hans valdi stæði til þess að koma því til leiðar, að byrjað væri á St. Lawrence fljótsfyrirtækinu mikla eða að gera stórskipaleið frá Atlants- hafi vestur á Lake Superior eða til Ft. William og Duluth. SÝNIR HEIMILISIÐNAÐ FRÁ ÍSLANDI Fröken Halldóra Bjarnadóttir Fröken Halldóra Bjarnadóttir, sem hér vestra er á ferð að sýna heimilisiðnað frá íslandi, hafði sýningu s. 1. viku í einum sal T. Eaton’s-búðarinnar í Winnipeg. Var hið bezta látið af mununum sem sýndir voru. Þóttu þeir bæði haglega gerðir og útlitsfagrir. í gær fór fröken Halldóra norður að Gimli og hafði þar sýningu. Ferðast hún úr því um Nýja-ísland og víðar um bygðir fslendinga. Verða samkomur hennar sem hér segir: Riverton 11. júní Árborg 15. júní Selkirk 25. júní Glenboro 28. júní Baldur 30. júní Lundar 8. júlí Þegar til fjarliggjandi bygða verður farið, verður það auglýst á sínum tíma. fslendingar hvar sem eru ættu að gera sér far um að sækja þessar samkomur og kynnast iðnaðinum sem þar er sýndur. Hann sýnir einnig góður gestur frá ættjörðinni, sem allir og ekki sízt góðir íslendingar, eins og við Vestur-íslendingar erum, eink- um síðan við komum vestur, hafa skemtun af að hlýða á og kynnast. Munið eftir samkóm- um fröken Halldóru Bjarnadótt- ur. Stjórnarskrifstofur og bankar eru lokaðir í dag hér í bæ sem annar staðar. Afmæli George VI. Bretakonungs, hefir verið ákveð- ið að halda hátíðlegt 9. júní, en ekki 14. des. sem er fæðingar- dagur hans. * * * Verzlunarráð Winnipeg-borg- ar leggur meðal annars til að skattur sé lagður á leiguliða al- veg eins og eigendur húsa i Winnipeg, til þess að bæta fjár- hag bæjarins. Verzlunarráðið ræðst ekki á garðinn þar sem hann er hæstur. Skyldi ekki vera óhætt að treysta því, að húsaleiga sé í einhverju hlutfalli við skattana og að leiguliðar fari ekki skatta alveg á mis. * * * Robert Wagner hreppstjóri í Baden, tilkynti í ræðu sem hann hélt 27. maí, að allir nazistar í stjórnarþjónustu á Þýzkalandi, töpuðu stöðu sinni, ef þeir sætu þegjandi og aðgerðarlausir i kirkjum undir skömmum frá prestinum á Hitler eða stjóm hans.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.