Heimskringla - 09.06.1937, Page 8

Heimskringla - 09.06.1937, Page 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JúNf 1937 ÞINGBOÐ Fimtánda ársþing hins Sameinaða Kirkjufélags fs- lendinga í Vesturheimi verður sett í kirkju Sambands- safnaðar í Árborg laugardaginn þann 26. júní 1937, klukkan sjö eftir hádegi. Þingið stendur fram á þriðju- dagskvöld þann 30. Söfnuðir, sem í kirkjufélaginu eru, senda fulltrúa á þingið, einn fyrir hverja 50 safnaðarfélaga eða brot af þeirri tölu. Á þinginu mæta einnig fulltrúar fyrir sunnudaga- skóla og ungmennafélög. Ennfremur heldur Samband íslenzkra Kvenfélaga hins Sameinaða Kirkjufélags ársþing sitt einhvern dag þingtímans. Starfsskrá þingsins verður nánar. auglýst síðar. Söfnuðir, sem í félaginu eru, eru vinsamlega beðnir að senda ársskýrslur sínar til ritara félagsins, Dr. Sveins Björnssonar í Árborg, og ársgjöld sín til féhirðis, Mr. P. S. Pálssonar, 796 Banning St., Winnipeg, að minsta kosti viku áður en þingið byrjar. Guðm. Árnason, forseti Sveinn E. Björnsson, ritari FJÆR OG NÆR Messur í Sambandskirkjunni Síðasta íslenzka guðsþjónust- an fyrir sumarfríið fer fram í Sambandskirkjunni í Wpg. næst- komandi sunnudag, kl. 7 e. h. og við það tækifæri messar dr. Rögnvaldur Pétursson vegna fjarveru prestsins, sem staddur verður á ungmennaþingi í Minneapolis ásamt £ulltrúum ungmennafélags safnaðarins. — Eru menn beðnir að minnast þessarar messu og fjölmenna. Við morgun guðsþjónustuna, kl. 11 f. h. messar dr. Robert Milli- ken fyrverandi prestur United Church of Canada, en sem hefir nú gerst meðlimur únítara kirkj- unnar í Winnipeg. * * * Messa í Sambandskirkjunni í Árensi n. k. sunnudag (13. júní) kl. 2 e. h. * * * Messur og fundir í Vatnabygðum Föstud. 11. júní kl. 7.30 e. h. — Söngæfing. Laugard. 12. júní kl. 8.30 e. h.— íslendingadagsnefndin. Sunnudag 13. júní kl. 11 f. h. — Sunnudagsskóli kl. 2 e. h.—Messa í Wynyard kl. 3 e. h. — Safnaðarfundur Quill Lake-safnaðar. kl. 7 e. h. — Messa í Mozart. Miðvikud. 16. júní kl. 8 e. h. — Ungmennafélagsfundur. * * * Ungmennaþing — Fulltrúar Ungmennafélags Sambandssafnaðar í Winnipeg, sem voru kosnir á ungmenna- þingið sem haldið verður í Minn- eapolis næstu helgi, 11. til 14. þ. m. voru: Miss Helga Reykdal, Miss Guðný Sigmundsson og Mr. Edward Halldórsson. Þau gera ráð fyrir því að fara héðan áleið- ist til Minneapolis á morgun (fimtudaginn) ásamt presti safnaðarins, séra Philip M. Pét- ursson og konu hans er einnig sitja þingið. * * * Hjónavígsla Síðastliðin laugardag voru Miss Thorey Kristrún Jónasson og Frederick Eric Tommila gefin saman í hjónaband af séra Philip M. Pétursson að heimili hans, 640 Agnes St., hér í bæ. Brúð- urin er dóttir hjónanna ólafs Jónassonar og Helgu Margrétar Sigríðar Jónasdóttur, til heimilis á Árnesi í Manitoba, en brúð- guminn er af finskum ættum, frá Elma, Man. Brúðarmey var Miss Julia Natsuk en aðstoðar- maður brúðgumans var David S. Lehto. Ungu hjónin lögðu af stað í brúðkaupsferð til Kenora. í Ontario og dvelja þau þar j nokkra daga. Þau setjast að í Árnes bygðinni og stunda þar búskap. * * * Frederick Vigfússon lézt á General Hospital 4. júní Hann var 70 ára gamall. Hann var jarðsunginn í gær frá A. S. Bar- dals útfararstofu af séra R. Marteinssyni. Hins látna verð- ur minst síðar. HUDSON’S BAY F. 0. B. 13 oz. $1.15 BEZTA VERÐ Á INNFLUTTUM SKOTA I M i B C 36-2 Home Cooking Sale Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til útsölu á heimatilbúnum mat, miðvikud. 9. júní, upp úr hádegi. Þar verður á boðstólum allskonar heimatilbúinn matur, svo sem áður hefir tíðkast, enn- fremur skemtanir við spil o. s. frv. Salan stendur frá kl. 2 e. h. og fram eftir kveldi, og fer fram í samkomusal kirkjunnar Bann- ing og Sargent. Munið eftir stað og tíma, spar ið yður peninga og njótið góðr- ar skemtunar. Forstöðunefndin. * * * * Skemtiferð Sambandssafnaðar Hin árlega skemtiferð Sam- bandssafnaðar í Winnipeg verð- ur haldin sunnudaginn 20. þ. m. Þá verða engar messur í Sam- bandskirkjunni. Ferðin verður nánar auglýst síðar. * * * Fulltrúar frá Winnipeg sem kosnir voru á þing Hins Sameinaða Kirkjufélags íslend- inga í Vesturheimi, á safnaðar- fundi sem haldinn var s.l. sunnu- dagskvöld í kirkjunni eru eins og hér segir. — Fulltrúar: Jó.n Ás- geirsson, Miss Elín Hall, Mr. Friðrik Swanson, Miss Hlað- gerður Kristjánsson, Dr. M. B. Halldórsson. Varamenn eru þessir: Jakob Kristjánsson, Mrs. Dorothea Peterson, Mrs. G. Goodmundson, Mrs. G. Brynj- ólfsson og Thorvaldur Pétursson. * * * Únítara prestur væntanlegur hingað Sú frétt hefir borist hingað nýlega, að prestur únítarakirkju í Liverpool á Englandi er vænt- anlegur hingað til Winnipeg seinna í sumar. Hann heitir Lawrence Redfern og er prestur í Ullet Road Church í Liverpool. Snemma í vor lagði hann af stað frá Englandi í ferð í kringum hnöttinn, og kemur við víða um heim þar sem eru Únítara kirkj- ur, meðal annars í Suður-Afríku, Ástralíu, New Zealand, Canada og í Bandaríkjunum. Fyrir nokkrum árum barst nafn hans út um heim vegna deila, sem hófust í ensku kirkju- unni um það, hvort að það væri leyfilegt fyrir Únítara að messa í ensku þjóðkirkjunni. Séra Law- rence Redfern var þá nýlega búinn að prédika í dómkirkjunni í Liverpool. En Lord Hugh Cecil háttstandandi leikmaður í ensku kirkjunni hafði á móti því að Únítörum væri leyft að messa í nokkurri enskri þjóðkirkju, eða að enskum prestum væri bannað að bjóða þeim að messa í kirkjum sínum. Þetta mál var bor’ið fyrir þing ensku þjóðkirkj- unnar og var komist að þeirri niðurstöðu að óleyfilegt væri fyrir nokkurn nema sannkrist- inn mann að messa í kirkjum þjóðkirkjunnar. En sannkrist- inn maður væri aðeins sá, sam- kvæmt skýrslu þeirra, sem tryði öllum atriðum Nikeu játningar- innar og þar sem að Únítarar gerðu það ekki, þá gætu þeir ekki verið skoðaðir sem kristnir, og þar af leiðandi væri það ó- leyfilegt fyrir þá að prédika í ensku þjóðkirkjunni. En biskup Liverpools biskupa- dæmis, sem var aðal orsök þess- ara deila, því það var hann sem bauð séra Redfern að messa í dómkirkjunni, er mjög frjáls í skoðunum, og þrátt fyrir niður- stöðu þingsins, og bann þess á Únítörum, notaði hann sér tækí- færi til að sýna únítörum vin- skap og velvild með því að sækja þing þeirra, sem haldið var í Liverpool næsta vor eftir að þessar deilur hófust, og bjóða únítara velkomna til Liverpool og óska þeim allra 'heilla. Þetta var í maí, 1935. Og nú kemur séra Lawrence Redfern hingað til Winnipeg seinna í sumar. Verður það mönnum forvitni að sjá og heyra þennan mann, sem óafvitandi var orsök til síðustu deilunnar í ensku þjóðkirkjunni. Koma hans verður nánar tilkynt síðar. * * * Karlkór íslendinga söng í Ár- borg s. 1. miðvikudagskvöld, við ágætan orðstír sem fyr. Söng- inn sóttu um 200 manns. Dr. S. E. Björnsson stjórnaði samkom- unni. Eftir hressilegan og fjör- ugan söng, var brugðið sér i dans'. * * - * Almennur skemtifundur verður haldinn undir umsjón G. T. St. Skuld, þriðjudaginn þ. 15. júní og byrjar kl. 8.30 e. h. í efri salnum. Til skemtunar verða ræður, söngur og hljóðfærasláttur, ogi að síðustu stiginn dans. Aðal ræðuna flytur Mr. Ed- varð Olson, og Mr. Paul Kristj- ánsson syngur einsöng, verður þar völ á hinni ágætustu skemt- un. Engin inngangseyrir og engin samskot. Fyllið húsið! Allir velkomnir. (Stúkan Skuld heldur fund sinn hvern þriðjudag kl. 8 e. h.) * * * Guðm. Elíasson frá Árnesi leit inn á skrifstofu Hkr. í morgun. Hann hefir verið hér hátt á þriðju viku undir Iæknishendi. Hann bjóst við að fara inn á spít- alann aftur, en vonaði að dvölin þar færi að styttast. * =*= * í gærdag fóru Miss Margrét og Mrs. Halldóra Jakobsson af stað til Minneapolis þar sem þær dvelja í nokkra daga. Gera þær ráð fyrir því, meðal annars að sitja á þingi únítara ung- menna sem haldið verður næstu helgi. * * * Síðast liðið þriðjudagskvöld andaðist Vigfús Stefánsson, að heimili sínu ste. 6 Pandora Apts. í Winnipeg. Hann var fullra 80 ára. Vigfús var ættaður frá Klettakoti á Skagaströnd í Snæ- fellsnessýslu. Hann Iætur eftir sig konu og eru þrjú börn þeirra hjóna á lífi: G. K. Stephenson og G. L. Stephenson plumbers í Winnipeg og Mrs. Hodgins einn- ig í Winnipeg. Jarðarförin fer fram n. k. föstudag kl. 2.30 e. h. frá útfar- arstofu A. S. Bardals. Séra B. B. Jónsson, D.D., jarðsyngur. * * * Björn S. Líndal biður Hkr. að geta þess að hann sé fluttur frá 528 Maryland til 446 Maryland St. - * * * Látinn að heimili sínu í Ár- borg, Man., þann 30. maí, Eirík- ur Jónsson landnámstnaður í Ár- dalsbygð, og fyr landnemi í grend við Minneota, Minn., fjör- ugur og lipur maður, nærri fullra 87 ára að aldri. Ættaður úr Suður-Múlasýslu. Mun hans nánar getið síðar. S. Ó. * * * Dr. A. B. Ingimundson verð- ur staddur í Riverton þriðjudag- inn 15 þ. m. Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu LABAN OG DÆTUR HANS Eftir Ruben Nilson Laban bjó með dætrum dýrum, driftar stúlkum báðum tveim. — Jakob smali hann spyr hýr um, hvor sé föl af þeim. Laban nam á stöðli stansa, strjúka skalla og kinn, þegja og síðan þurlega anza: “Það veit déskotinn”. En svo fór sig hann að hugsa um, — hér var kanski févænlegt — og þeim pilti á biðilsbuxum bauð með Ijúfri spekt: Ef við sig hann semja vildi um sjö ár vistarbands, ef til vill hann eignast skyldi yngri dóttur hans. Jakob glapinn ástaræði ærðu Labans flæðarhót, — réðst þar óðar upp á fæði og þá fögru snót. Sjö ár þar til sauða gekk hann, segir ritning mín, — en um helgar allar fékk hann út á launin sín. Brúðkaups reyndist bollinn sterkur, — bruggið hafði Laban gert — fyltist Jakob, fyltist klerkur, fyltist mannsbarn hvert. En er brúðhjón bar að gifta, — blindaði ölsins ryk — lét á systrum Laban skifta, — lagleg vörusvik! Daginn eftir dró upp hrak-él deilu, er víma af Jakob seig, þegar fyrir frúna Rakel fram úr Lea steig. En við því var ekki að gera, eins og Jakob sá. Tjón sitt vel er bezt að bera og bæta, ef tök eru á. — Sjö ár til er sagt hann, ynni, — sá það leiki, er vill og kann — Þar til inn að öðru sinni ektakvon hann vann. Einn með tveimur frúm á ferð hann flaug á lífsins gljá, — og í sömu svipan gerði han,n sig að eigin mág. Magnús Ásgeirsson —Alþbl. íslenzkaði. SKOTLAND Á HREYFINGU Starfsmenn við Glasgow Ob- servatory hafa komist að raun um, að Skotland flytur sig í átt- ina til írlands um rúm átta fet á ári. Thomas R. Tannahill, sem er einn af starfmönnum stofnunar- innar, hefir skýrt frá því, að út- réikningar sýni, að Skotland hafi flutst í vesturátt um 600 fet á 70 árum. England hefir ekki tekið þátt í hreyfingunni og virðist því vera um tognun að ræða. Dr. Kirtley Mather, sem er prófessor í Jarðfræði við Har- vard háskóla, hefir gert þessar athuganir að umtalsefni í Cam- bridge nýlega, og telur þær mjög áríðandi fyrir jarðfræðina. — Sagði hann, að svipuð fyrirbrigði hefði verið til athugunar á Grænlandi og Norðurlöndum. “Okkur hefir grunað”, mælti hann, “að breytingar hafi átt sér stað, á ýmsum stöðum, á yfir- borði jarðar, er bendi til þess, að jarðskorpan sé á hægfara hreyfingu. Það, sem á ríður, er að fá nógu nákvæmai' mælingar. Og í þeim efnum hafa orðið stór- kostlegar framfarir á síðustu 50 árum. “Ýmislegt er þó, sem bendir til þess, að einkennileg tognun á jarðskorpunni eigi sér stað, og að'hún dragist svo saman aftur Eins og staðir þeir, sem eru und ir rannsókn, flyttist til í vissa átt, en dragist aftur til baka í gagnstæða átt, jafnvel samdæg- urs.” “Þetta gerir málið alt örðugra viðfangs. Væri fróðlegt að vita, hvernig athuganir þessar hafa verið framkvæmdar. Hvort mið- að hefir verið við himintunglin. og hvort athuganir hafi farið fram aðeins einu sinni eða oft, og um hve langt skeið.” “Athuganir stofnunarinnar í Glasgow geta haft mikla þýð- ingu. Þær koma mér ekki á ó- vart, því að þær koma heim við ýmislegt, sem við erum að upp- götva núna,” segir prófessorinn. —Sdbl. Vísis. HITT OG ÞETTA Sænskur auðmaður, Axel La- grelius, hefir gefið landfræði- deild háskólans í Stokkhólmi 150 þús. kr., sem eiga að verða sér- stakur sjóður, og á að verja tekj- um hans til rannsóknarstarfsemi deildarinnar. Prof. Hans Ahlmann, sem er forseti deildarinnar, hefir í blaðaviðtali sagt að gjöf þessí væri mjög mikilsverð, því tekj- um sjóðsins yrði varið til annar- ar en hinnar fastákveðnu starf- semi deildarinnar og því yrði hægt að halda áfram rannsókn- um, sem annars hefði orðið að fresta. Á næstunni segir hann, verður tekjum sjóðsins m. a. varið til að ganga frá og fullgera niðurstöður og athuganir sænsk- íslenzka Vatnaj ökulsleikangurs- ins og til áframhaldandi rann- sókna á fslandi, sem verður hald- ið áfram í sumar af Sigurði Þór- arinssyni, sem er nemandi próf. Ahlmann og var með í Vatna- jökulsferðinni.—N. Dbl. * * * Hvar átti eg að kyssa? Það var einhverju sinni, að frakkneska skáldið Francois Rabelais fór í heimsókn til páf- ans með Bellai kardinála. Þeg- ar kardinálinn nálgaðist hinn heilaga föður, leit hann á hann auðmjúklega, en laut honum því næst og kysti skó hans. Skáld- inu leist ekki á blikuna. Svona undirgefni hafði Rabelais ekki áður kynst. — Honum fanst þetta í meira lagi ósmekklegt og þokaði sér aftur á bak nokkur skref. Segir nú ekki af því frekara, hvað fram hafi farið meðan á heimsókninni stóð. En þegar þeir voru komnir út frá pafan- um, skáldið og kardinálinn, mælti skáldið: * — Mér leist ekki á blikuna, þegar eg sá “yðar herradóm” kyssa morgunskó páfans. Þér eruð æðimörgum þrepum ofar í metorðastiganum en eg, ó- breyttur maðurinn. Samt urðuð þér að kyssa skóna. Þegar eg sá þetta flaug mér í hug: — Hann verður að kyssa rósótta morg- unskó! Hvar skyldi mér vera ætlað að kyssa?—Vísir. * * * í London var um daginn haldið uppboð á gömlum bréfum, sem Nelson, hinn frægi sjóliðsforingi Englendinga, hefir skrifað ein- um vina sinna. Þar segir m. a. um hina mis- hepnuðu tilraun Frakka, til þess að ná St. Jean d’Arc á sitt vald: Bonaparte fékk skot í annan fótinn, 85 foringjar og 4000 ó- breyttir hermenn voru drepnir. Sigurinn er unninn, og Frakkar MESSUR og FUNDIR 1 kirkjv. SambandstafnaOar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaOarnefndin: Fundlr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrsica ménudagskveld 1 hverjum ménuði. KvenfélagiO: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæflngar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ÍSLENZKA BAKARIIÐ 702 SABGENT AVE., Winnlpeg Einasta íslenzka bakaríiS í borginni Islenzk bakning af allri tegund. Pantanir utan af landi afgreiddar fljótt og vel. Sími 37 652 THOR GOLD Mining Syndicate NAMUBNAB EBU 20 MILUB AUSTUB AF KENOBA, ONT., VIÐ ANDBEW FLÓA — LAKE OF THE WOODS Félagið hefir umráð á 400 ekmm í námulandi við Andrew Bay, Lake of the Woods í Ken- ora-umdæmi. Sýnlshom af handahófi í nám- unni hafa reynst frá 50c upp í $40,000 úr tonninu og I Channel Samples eru frá 60c upp í $60.00 í tonninu. KAUPIÐ NCr— A $10 HVEBT UNIT (300—500 hlutir í Unit) Thor Gold Mlning Syndicate Head Office: 505 Union Trust Bldg., Winnipeg Man. Báðsmenn: Forseti: M. J. THORARINSON 370 Stradbrooke St., Winnipeg Skrifari og féhirðir: SKTjTLJ BENJAMXNSON Whittier St., St. Charles, Man. Við Kviðsliti? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðimar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. geta búið sig undir dauðann. — Guði sé lof! Þannig útrýmum við því illa í heiminum. Það voru engar smáræðis upp- hæðir, sem fengust fyrir bréfin. * * * Finnland er eina landið, sem hefir borgað Bandríkjunum stríðsskuldir sínar. Um daginn kom það fyrir í Brooklyn, að atvinnuleysingi, að nafni Karl Kajander, var hand- tekinn. Þegar það kom upp úr kafinu, að hann væri Finni, var nafn hans strax skráð á lista yfir menn, sem áttu að hafa at- vinnuleysisstyrk. “Við látum engan Finna svelta hér í hel. Finnland er eina land- ið, sem hefir staðið í skilum við okkur” sagði dómarinn. * * * “Arbeiderbladet” norska seg- ir að prófessorinn í skandinav- iskum málum og bókmentum við háskólann í Norður-Dakota, Richard Beck, hafi lagt til f. h. skandinavisku deildar háskól- ans, að Johann Falkberget fengi bókmentaverðlaun Nobebls fyrir þetta ár. — Heldur prófessorinn því fram, að hin sögulega skáld- saga Falkenbergets “Christianus Sextus”, sem lýsir lífi námu- manna í Dovre í Noregi, geri hann fullkomlega verðugan verð- launanna. Saga þessi kom út 1927.—N. Dbl. * * * Frægasta skáld Dana, Johan- nes V. Jensen, hefir unnið að því að gera nýja þýðingu á Hamlet eftir Shakespeare á dönsku og að ýmsu leyti vikið frá frumrit- inu. Þessi nýi Hamlet hefir nú verið sýndur á konunglega leik- húsinu og hlotið hina verstu dóma. Þýðing og breytingar Jensens' eru yfirleitt taldar til hins verra og leikendurnir held- ur ekki taldir hlutverkum sínum vaxnir. Hefir Joh. V. Jensen enga frægð hlotið af því að reyna að yrkja Shakespeare upp.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.