Heimskringla - 14.07.1937, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.07.1937, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA i&cimskringla (StotnuB 18S6J Kemur út i hverjum miðvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 8S3 og 85S Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 VerS blaöslns er $3.00 árgangurinn borglst tyrtríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PBESS LTD.____________ Öll vlðskiíta brél blaSinu aSlútandi sendist: K -nager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utaniskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKIKG PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: #6 537 WINNIPEG, 14. JÚLÍ 1937 HVERT STEFNIR? I. Er Canada að nokkru bættara fyrir það sem gert hefir verið til þess að upp- ræta kreppuna? Þó talað sé um breytmg- ar til bóta í ýmsum greinum og að em- hverju leyti megi finna þeim stað virðist sannleikurinn sá, að ástandið sá að hríð versna. Og sá er rækilega íhugar það, hefir meira að segja fulla ástæðu til að spyrja hvort að ekki vofi stór hætta yfir þessu þjóðfélagi sem öðrum, ef ekki verð- ur því bráðar og á annan hátt en með yfir- skyni, eins og til þessa, að viðreisn þess unnið. Vér sögðum yfirskyni. Sannleikurinn er sá, að viðreinsarskrafið alt saman, er ekkert annað en fyrirfram áætluð og út- spekuleruð lýgi, sem haldið er á lofti til að blekkja almenning með af stjórnum og auðvaldi. Um leið og kreppan hófst, var strax á því byrjað að telja mönnum trú um, að það væri aðeins um stundar-óáran að ræða. En kreppan jókst altaf og þeim mun ískyggilegri sem hún varð, þeim mun hóflausari urðu blekkingarnar. Þrátt fyr- ir það þó atvinnuleysi væri hér aldrei meira en 1936, rigndi lygunum um batn- andi tíma eins og Nóaflóði yfir almenning. Og þeim gerir það ennþá . Að þeim litla vonarneista, sem í brjóstum almennings eimir enn eftir af frá betri dögum, er blás- ið kappsamlega af ráðgjöfum Kingstjórn- arinnar, hvenær sem þeir opna munninn. Viðskiftin eiga að hafa bætt úr öllu böli og almenningi er óspart bent á að trúa bæði stjórninni og auðvaldinu til þess, að það bæti tímana. Það þurfi aðeins á dálítilli þolinmæði að halda til þess, að bíða eftir að athafnalífinu sé stefnt í mannréttinda og jafnaðar áttina, svo að allir kenni jafnt á kreppunni, en við það sveitist nú stjórn og auðvald! Bíðið! Sveltið ef með þarf! Það skal alt lagast! II. Vér viðurkennum hátíðlegast að við- skifti hafi batnað, ef verðbréfasala, vextir á peningum, meiri gróði hluthafa í stór- félögum og fjörugri spákaupmenska á korni, eru viðskifti. Það er einnig hverju orði sannara, að námarekstur, sala málma og sprengi-efna hefir stórum örvast. En af hverju? Boðar það, að hér verði hafist handa á að rífa niður pestarhjallana, sem menn verða að gera sér að góðu að búa í, þó dauði vofi yfir hverju ungbarni, sem inn í þá fer; boðar það meiri og betri húsakynni; eða möguleika til búskapar úti í sveit; boð^- það hærra kaup, styttri vinnutíma, eða meiri tækifæri til mentunar? Nei bróðir sæll. Þetta boðar stríð! Ekkert annað. Og því vitum við hvað fylgir. Það getur hent sig, að við fáum atvinnu við vopna- framleiðslu. Nú — það skapar betri tíma. Og eins er með hitt, ef vopnaframleiðand- inn nælir eitthvað á því um leið. En það getur fleira hent en þetta. f Asíu og Afríku búa menn, sem hærra verð heimta fyrir hvítar mýs, en sanngjarnt er. En án þeirra má engin þjóð vera. — Að bregða sér í brynhosur og tala við þessa skiftavini með byssu um öxl, vekur þá til meðvitundar um viðskiftalegt réttlæti. Að vísu getur því fylgt, að við kennum sjálfir á kúlunum, sem við bjuggum til, en það verður ekki í alt séð. III. En þó Canada flækist nú ekki í stríð, hvað verður þá gert til þess að bæta úr at- vinnuleysinu ? Ef viðskifti eru nú í sann- leika svo mikið betri, sem látið er, hvernig stendur þá á því, að á engu er byrjað og allir halda að sér höndum. Hvernig stend- ur t. d. á að “Home Improvement” hug- myndin hefir ekki hepnast betur en raun er á? Svarið er að hún var aldrei annað en kák. Það er enginn hrifinn af því, að greiða banka eða nokkrum öðrum 6% í vexti. Þó skrifaði bankastjóri nokkur Hkr., að hann hefði aldrei getað hugsað sér önnur eins lánskjör. En svo er annað. Þrír húsasmiðir, sem vér höfum átt tal við fullyrða, að hver einasta vörutegund til húsagerðar, hafi hækkað. um 30 til 40% í verði um leið og sambandsstjórnin byrjaði á þessu, eða að ábyrgjast bönkunum, af þeir skyldu engu tapa, tapið skyldi koma niður á stjórninni, á þjóðinni. En ef viðskifti eru að eflast eins og sagt er, hversvegna vísaði þá C. P. R. fé- lagið sjö hundruð manns nýlega úr vinnu í smiðjunum í Winnipeg? Vegna uppskeru- brests í vesturlandinu var sagt. Auðvitað. En, verður manni að spyrja, hvað veldur þeim uppskerubresti ? Að því skal vikið síðar. Hitt er satt, að fáeinir menn hafa nú tekjur, sem meiri eru en svo, að hliðstæð dæmi þess finnist nokkru sinni áður í sögu landsins. Eftir sjö eða átta kreppuár er nú hafa verið í röð, er það talsvert til að vera stoltur af. Aftur er fjöldinn af þjóðinni, að bera minna úr býtum en nokkru sinni fyr og hefir og er óðum að tapa sínum síð- asta eyri. Fyrst fór atvinnan og lífeyrir fjölskyldunnar með henni. Þar næst fór fasteignin í hendur bæjarins eða lánsfé- lagsins. Og síðast fer lífsábyrgðin. Og þá er í öll skjól fokið. Þá eru allar bjargir bannaðar nema þær, að þiggja af sveit. Þess verður skamt að bíða, að fjöldi manna, sem engan styrk hefir þegið til þessa, verði til þess knúður. Það sýnir sannleikann í viðreisnarhjali stjórnarinnar og auðvaldsins. IV. Já — vér mintumst á uppskerubrestinn í vesturfylkjunum. Af hverju stafar hann? Eg veit að þú segir nú, lesari sæll, sem svo, að hugmyndin sé þó ekki sú, að kenna C. P. R. um rigningarleysið, sem uppskeru- bresturinn stafar af, og sem varð þess valdandi að um sjö hundruð manns bætist við hóp atvinnulausra um há-bjargræðis- tíman, júlímánuð, í þessum eina bæ hjá einni einustu stofnun. Og víst er um það, að annað eins er íhugunarvert. Og þó láta ráðgjafar King-stjórnarinnar hver á eftir öðrum blöðin flytja eftir sér þann boð- skap, að hér baði alt senn, eða jafnvel nú •þegar, í rósum. Jámbrautafélögin höfðu afarmikil áhrif á byggingu og ræktun vesturlandinu. Þau fluttu fólkið þangað og seldu því lönd, sem aldrei hefðu átt að vera til akuryrkju notuð. En kaupsýslu skammrifi stjórnarinnar og járnbrautafé- laganna, fylgdi nú einu sinni þessi böggull, að hvað sem um vernd jarðvegsins væri að ræða, yrðu járnbrautarfélögin að græða á landsölubraski. Ef svo hefði ekki verið, væri mikill hluti vesturfylkjanna tveggja ekki orðinn eða eyðimörk. Uppskerubresturinn er ekki nýtt fyrir brigði í suður hluta fylkjanna Saskatshew- an og AJberta. Menn sem vit höfðu á því, sögðu fyrir tíu árum eða meira fyrirfram um að kornyrkjan mundi fara þarna eins og nú er raun á orðin. En stjórnin var ávalt að hugsa um þá menn, og hvað þeim mætti verða til bjargar, er lagt gætu vel í kosningasjóðinn, en hafði engan tíma af- lögu til að hugsa um vernd akuryrkjunnar í vesturlandinu. Vesturlandið gaf ein- göngu af sér korn, en korn er ekki mikils virði til annars en að spekúlera með það. . Eins lengi og eitthvað er til af því til þeirra hluta, er alt gott og vel með fram- leiðsluna. Uppskerubrestur í vesturlandinu, er af- leiðing af óframsýni stjórnar landsins, græðgi járnbrautarfélaganna og einfeldni þeirra er þar byggja og sem ekki sáu sér í nokkru fært að breyta til þó hættan væri deginum ljósari. En þeim verður þó að fyrirgefast meira en stjórninni og járn- brautarfélögunum, því þeir vissu ekki önnur ráð til þess að hafa ofan af fyrir sér með á jörðinni eða landinu og kröfð- ust einskis annars en brauðs síns í sveita síns andlitis. En stjórnin og járnbrauta félögin voru aðeins að hu^gsa um stórgróða af því sem þau höfðust að og eru því bónd- anum sekari um hvernig komið er. Jafn- vel uppskerubrestinn í vesturfylkjunum má því sem flest annað rekja til Mam- mon’s, og sem afleiðingarnar eru nú orðn- WINNIPEG, 14. JÚLf 1937 ar þær af, að kornhlöðum (elevators) hefir verið lokað, viðskifti hafa dvínað og menn, er við þetta hvorttveggja hafa áður aflað sér brauðs, hópa sig nú sem ráðvilt hungr- uð hjörð saman á járnbrautarstöðvum í þessum' héruðum sem orðið hafa fyrir upp- skeru-bresti í von um að verða fluttir til betri og lífvænlegri bústaða. Nei — það má víða sjá vott aukinna viðskifta og batnandi tíma í Canada. V. Þessa stundina ýtast nú Winnipeg-bær, fylkið og sambandsstjórnin á um það, hver eigi að fæða hina atvinnulausu og ósjálfbjarga. Bærinn rís ekki undir því. Fylkið þvær hendur sínar eins og það hefir að vísu gert, en hefir þó sjaldan haft betri ástæðu til en nú. Og sjálf sam- bandsstjórnin stendur uppi ráðalaus með þetta. Hvernig stendur nú á þessu, ef viðskifti eru að bæta tímana eins og liberalar staðhæfa? Nei, kreppan ér ekki hjá garði gengin enn. Það er mikið vafamál hvort alvar- legustu afleiðingar hennar séu enn komn- ar í ljós. Það lafir alt, eins lengi og auðvaldið lýsir ekki stjórnir þjóðfélagsins gjaldþrota, eins og þær í sjálfu sér eru og gert hefði verið, ef einstaklingur hefði átt í hlut. En ótti við breytingar á fjármála- fyrirkomulaginu, veldur því, að auðvaldið kveður ekki upp óskilorðsbundinn dóm um skuldafarganið hjá stjórnunum. Hvernig á því stendur að við eigum enn við kreppu að stríða, er ljóst af þessu. Auðvaldið heldur því, sem það hefir kló- fest og telur sig eftir öllu að dæma gera vel, ef það getur það. Að stofna til nýrra lána, væri ekki til neins. Að sitja kyr og hafast ekki að, skoðar það farsælustu leið- ina. Og ef til vill verður athafnaleysið því ekki þungbært. Það er ekki jafn tilfinn- anlegt þeim sem nóg hefir og hinum sem ekkert hefir. Af þessum ástæðum væri það óeðlilegt, ef hér væri um mikla viðreisn eða bata á hag almennings að ræða. Meðan engar róttækari breytingar eiga sér stað en orðið hefir hér vart til þessa, er ekki batnandi tíma eða afkomu að ýænta. FRÁ KIRKJUÞINGINU Avarp forseta Hins Sameinaða Kirkjufé- Iags fslendinga í Norður-Ameríku við setningu hins fimtánda ársþings félagsins í Arborg, Man., þann 26. júní 1937. Háttvirtu kirkjuþingsmenn og gestir! Um leið og eg segi þetta fimtánda árs- þing kirkjufélags vors sett, vil eg leyfa mér að fara nokkrum orðum um suma þá atburði, sem gerst hafa síðan vér héldum vort síðasta* ársþing í Winnipeg fyrir einu ári; þá atburði, sem nánast snerta stefnu vora og það starf, sem vér, sem kirkjuleg- ur félagsskapur, höfum með höndum. — Einnig vil eg leitast við að gefa stutt yfir- lit yfir starfsemi félagsins á árinu. Sökum þess takmarkaða tíma, sem eg hefi hér yfir að ráða, verður yfirlit þetta að sjálfsögðu mjög stutt og ófullkomið. f stuttri grein, sem birtist í síðasta tölu- blaði Heimskringlu hefi eg leitast við að gefa örstutt yfirlit yfir hag og framgang hinnar frjálslyndu hreyfingar í trúmálum í ýmsum löndum, samkvæmt skýrslum þeim, sem birst hafa í “handbók” alþjóða- félagsins til eflingar frjálslyndum kristin- dómi og trúfrelsi, (International Assöcia'- ti°n for Liberal Christianity and Religous Freedom). Vil eg ekki endurtaka neitt af því sem þar er sagt hér, en vísa til grein- arinnar þeim sem kynnu að vilja fræðast ofurlítið um þessi mál í heild. Því verður ekki neitað, að trúmálalegt frjálslyndi á víða fremur litlu láni að fagna nú sem sten/Iur. Eru orsakirnar til þess auðsæar, að eg held, hverjum sem reynir að athuga hið stjórnmálalega á- stand, sem nú ríkir í ýmsum löndum. ____ öfgastefnur í stjórnmálum, sem hafa í för með sér ófrelsi og ófrjálslyndi á öllum sviðum, hafa geisað yfir heiminn um nokkur undanfarin ár, og hafa sett djúp merki þröngsýni og umburðarlyndisleysis á hugsunarhátt ýmist heilla þjóða eða flokka, sem náð hafa meira eða minna valdi í sínar hendur á stjórnmálasviðinu. í slíku andrúmslofti fær frjálslyndi í trú- málum ekki þrifist. Öfgastefnurnar geta óhjákvæmilega af sér afturför og kyr- stöðu í öllu starfi mannsandans, hvort sem það snertir trúmál, bókmentir, listir eða vísindi, þar sem þær ná að verða ráðandi öflin í þjóðfélaginu. Frelsi einstaklings- ins til að rannsaka, hugsa og láta óhindraður í ljós skoðanir sínar og niðurstöður er nauðsnylegt til þess að nokkur framför geti átt sér stað. Trúarbragðalegt frjálslyndi er ekki neitt annað en framför á sviði trúmálanna. >að er ekki eingöngu í því falið að menn hætti að líta með óvild og hatri á skoðanir, sem að ein- hverju Ijeyti eru frábrugðnar þeirra eigin skoðunum, heldur líka í því, að menn haldi áfram að leita sannleikans 'ng veiti honum fúslega viðtöku, hver svo sem áhrifin af því kunna að verða á þær trúarhugmyndir, sem menn hafa að erfðum tekið frá liðnum tímum. Þetta frjáls- lyndi getur þróast aðeins þar sem hið almenna einstaklings- frelsi er einhvers virt; þar sem fólk er í sannleika frjálst og er ekki neytt til þess að beygja sig undir neinar þröngar og lamandi öfgastefnur, sem hafa það fyrir markmið ^að móta hugi manna, unz allir hugsa eins, tala eins og haga sér eins, að minsta kosti á yfirborðinu. En þrátt fyrir þessi síðustu og verstu tákn tímanna, er margt sem bendir til þess, að trúar- bragðalegt frjálsyndi sé víða að ryðja sér til rúms, og það jafn- vel þar sem sízt hefir verið hald- ið að þess væri að vænta. Eg vil aðeins benda á það, að hin kaþólska kirkja hefir nú þegar beðið alvarlegan hnekki sem stofnun á ýmsum stöðum, vegna afturhalds síns, og á sennilega eftir, að sjá meira fráfall meðal meðlima sinna á komandi árum. Hið sama mættj og segja um ýmsar mótmælendakirkjur. Sá styr, sem nýlega hefir staðið um hertogann af Windsor, út af giftingu hans, innan biskupa- kirkjunnar ensku, sem hann og öll konungsættin brezka heyra til, sýnir greinilega í hverja átt vindurinn blæs. út af fyrir sig er það atvik of mikið bundið við perpsónur til þess að það geti orðið valdandi nokkurrar veru- legrar hreyfingar í þeirri kirkju, en þó hefir það áreiðanlega haft þýðingu og hana eigi alllitla í þá átt, að opna augu margra fyrir nauðsyn á breytingu í hinni fé- lagslpgu aðstöðu kirkjunnar yfir- leitt. Fleira mætti nefna, ef tíminn leyfði. Þrátt fyrir tíma- bil kyrstöðu og jafnvel afturfar- ar í sumum löndum, er alls eng- inn vafi á því, að trúarbragða- legt frjálslyndi er yfir höfuð í framför. Og þegar þeirri öld stjórnarfarslegs ofbeldis, sem nú geysar um heiminn, linnir, sem einhverntíma hlýtur að verða, mun varla hjá því fara, að aftur- kast komi, sem verði til eflingar sönnu frjálslyndi í trúmálum, sem og á öðrum sviðum mann- legra félagsmála og starfa. Eg get ekki látið undir höfuð leggjast við þetta tækifæri, að minnast ofurlítið á breytingar, sem orðið hafa á þessu liðna ári í þeirri kirkjudeild, sem vér um mörg ár höfum staðið í svo nánu sambandi við, og sem hefir veitt oss, sem kirkjufélagi og sem söfnuðum, ómetanlegan styrk.— Eg á hér við hið ameríska Unit- arafélag (The American Uni- arian Association). Fyrir tveim ur árum voru ráðstafanir gerðar til þess að leggja eins nákvæmt mat og auðið væri á alla starf- semi félagsins. Var til þess kos- in nefnd, sem starfaði eitt ár og fékk allar þær upplýsingar, sem hún gat fengið. Álit þessarar nefndar var gefið út í bók og síðan lagt til grundvallar fyrir ýmsum tillögum um breytingar á starfstilhögun. Fyrir ári síðan var önnur nefnd kosin, sem hélt áfram starfi hinnar fyrri nefnd- ar, eftir því sem þörf þótti á vera. Helztu breytingarnar, sém gerðar hafa verið, miða að því, að efla starfsemina út á við, en draga, eftir því sem unt er, úr kostnaði við stjórn og skrifstof- » ur aðalfélagsins. Á síðasta árs- fundi félagsins veik dr. Louis C. Cornish, sem um tíu ára skeið hefir verið forseti félagsins, úr forseta sæti, en í hans stað var kosinn dr. Frederick May Eliot, sem þjónað hefir Unitara söfn- uðinum í St. Paul, Minn., um síðastliðin tuttugu ár. Dr. Cor- nish hefir ávalt verið mjög hlyntur vorum íslenzka frjáls- trúar félagsskap. Það er ætlun hans að verja framvegis tíma sínum og kröftum til þess að kynna sér allar hreyfingar í trú- málum, hvar sem þær eru, sem stefna í líka átt og hin únítariska hreyfing. Ber oss sem kirkjufé- lagi að þakka dr. Cornish velvild hans í vorn garð, og væri vel við eigandi, að á þessu þiugi yrði gerð samþykt í þá átt. Hinn nýi forseti félagsins, dr. Eliot, er mjög mætur maður. Hefir hann getið sér hinn bezta orðstír fyrir dugnað sinn og á- huga, og má vænta mikilla framkvæmda frá honum í hinu nýja embætti hans. Var hann einn af frumkvöðlunum að því að hin gagngerða endurskoðun á hag og starfi félagsins var gerð og var sjálfur í endurskoðunar- nefndinni. f apríl í vor fórum við þrír á fund hans, dr. Rögn- valdur Pétursson, séra Philip M. Pétursson og eg, eins og mörg- um er kunnugt. Var ferð sú farin til þess að kynnast honum persónulega og jafnframt til þess að kynna honum starf þessa kirkjufélags og horfur við- víkjandi því. Fengum við hin- ar beztu viðtökur, og lét dr. Eliot í ljós löngun sína að kynn- ast persónulega fleirum hér vestra og vorri kirkjulegu starf- semi af eigin reynd. Er von- andi, að honum gefist bráðlega tækifæri til þess að koma hingað vestur og sjá með eigin augum kirkjur vorar og kynnast starf- inu. Dr. Patterson, sem er oss öll- um að góðu kunnur, er enn starfandi embættismaður í stjórn A. U. A., þó á annan hátt sé en áður var. Sömuleiðis er Mr. Davis, sem var hér á ferð síðastliðið haust, embættismað- ur félagsins. Þann stutta tíma, sem Mr. Davis dvaldi hór í Manitoba og Sask., kynti hann sér rækilega starfssvið vort og þá miklu erfiðleika, sem hin mikla dreifing safnaða vorra veldur. Hygg eg að hann hafi verið vel ánægður með það sem hann sá, og má óhætt fullyrða, að vér eigum þrjá trausta vini í stjórnarnefnd A. U. A. þar sem þeir eru dr. Eliot, dr. Pattersor. og Mr. Davis. Um starfsemi kirkjuféíags vors á síðastliðnu ári er ekki mikið nýtt hæga að segja. Starf- ið hefir gengið með líkum hætti og að undanförnu, sömu menn- irnir hafa þjónað söfnuðunum og með sama hætti. Starfið hefir, af skiljanlegum ástæðum ekki verið aukið til muna. — Messum hefir verið haldið uppi af og til af þjónandi prestum fé- lagsins á sömu stöðum og áður, þar sem ekki eru fastir söfnuðir. Þess má þó geta, að séra Eyjólí- ur Melan hefir heimsótt fólk í Mikley og flutt guðsþjónustu þar. Á síðastliðnu sumri flutti eg tvær gúðsþjónustur hjá fs- lendingum í Keewatin, og er það, mér vitanlega, sú fyrsta tilraun, sem þar hefir verið gerð af hálfu félags vors, þótt raunar væri það algerlega á milli mín og nokkurra manna, sem eg þekki þar, að þetta var gert. Séra Philip M. Pétursson hefir þjón- að sínum tveimur söfnuðum í Winnipeg, þeim enska og þeim íslenzka; séra Jakob Jónsson hefir þjónað söfnuðunum í Vatnabygðunum í Sask. Séra Rögnv. Pétursson, sem því mið- ur getur ekki verið á þessu þingi, sökum íslandsferðar, hef- ir farið tvær ferðir á árinu til Saskatchewan í þarfir ,félags vors, og eina, eins og á hefir ver- ið minst, til St. Paul, auk margs annars, sem hann hefir gert í

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.