Heimskringla - 21.07.1937, Page 1

Heimskringla - 21.07.1937, Page 1
THE PAR-T-DRINK Pfflf Good Anytlme In the 2-Glass Bottle 0 ® AVENUE Dyers &. Cleaners Fatahreinsun vor er þess verð að reyna hana. Hvergi betri. SÍMI 33 422 658 St. Matthews Ll. AftGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 21. JÚLÍ 1937 NÚMER 42. FJALLKONA Á fSLENDINGADEGINUM Á HNAUSUM 31. JÚLí Frú Marja Björnsson, kona Dr. S. E. Björnssonar í Árborg, Man., verður Fjallkona á íslendingadeginum á Iðavelli á Hnausum. HELZTU FRETTIR Marconi dáinn Guglielmo Marconi, uppgötv- ari loftskeyta sendinga, dó s. 1. mánudag af hjartaslagi að heim- ili sínu í Róm. Hann var 63 ára. Dauða hans bar snögt að. Hann vár að vísu lasinn síðasta daginn sem hann lifði, en hann vann eigi síður á starfstofu sinni. Marconi var 21 árs gamall þegar hann kvaðst hafa fundið ráð til að senda skeyti til fjar- liggjandi staða; það var 1895. Með einhverjum áhöldum sem hann hafði sjálfur búið til og ‘'eytt dýrmætum tíma í frá öðr- um þarfari verkum”, eins og fað- ir hans sagði, hepnaðist honum að senda skeyti eina mílu burtu frá húsi föður síns. En enda þótt þetta tækist, litu menn á þetta sem nokkurs konar hundakúnst, sem ekki væri líklegt að neitt meira yrði úr. En áður árinu lauk, tókst Mar- coni að senda skeyti 12 mílur. Og árið 1901 var fyrsta skeyt- ið sent frá Cornwall á Englandi tii St. John á Nýfundnalandi, þvert yfir Atlanzhaf. Út úr því hefst hin merkilega saga þráðlausra skeyta. Marconi var fæddur 25. apríl 1874. Þar hlaut hann háskóla- mentun. Faðir hans var ítalsk- ur, en móðir írsk. Hét hún -Annie Jameson. Hún fór í forboði foreldra sinna til ítalíu og giftist þar Giuseppe Marconi, banka- stjóra. Var foreldrunum hálf- gerð raun að bauki sonar síns á hanabjálkaloftinu í húsinu. — Faðir hans vildi að hann lærði hljómleika, en móðir hans rak hann í skóla að læra eðlisfræði. En kuklið á hanabjálkaloftinu mínkaði ekki við það. Uppgötvarinn frægi var tví- giftur. Fyrri kona hans skyldi við hann. Hún hét Beatrice O’ Brian og var af háum enskum ættum. Þau skildu. Síðar gift- ist Marconi Countess Christiana Bezze-Scale. Lifir hún mann sinn og ein dóttir þeirra og son- ur af fyrra hjónabandi. Marconi hefir átt lystiskip og verið mikið á ferðalagi á því, hefir búið þar og starfað að upp- götvun sinni tímum saman. Turgeon-nefndin komin (il Englands Turgeon-nefndin svokallaða, er hér hefir verið að rannsaka hveitisöluna frá því í vetur, er nú komin til London. Á hún að vera þar í 10 daga að spyrja þá sem fróðir eru um kornsölu, hvernig henni sé háttað þar. — Síðan á að halda til Liverpool, til Skotlands og svo til megin- lands Evrópu. í sept. mánuði kemur nefndin til baka úr þess- um rannsóknar — eða skemtitúr. Fjölkvæni George Roediger heitir maður, sem nýlega var handtekinn í Winnipeg. Orsökin var fjöl- kvæni. Hann hefir gifst 9 kon- um alls. Varð hin síðasta til þess að koma upp um hann. Hún var ekkja frá McTavish, Man.. og hét Julía Regitnig. Roediger giftist henni í ágúst 1936 og gekk þá undir nafninu George Brown”. Tveim Vikum eftir giftinguna, hvarf eiginmagurinn og náði þó áður í $900, sem fékst fyrir uppskeruna það ár. Af því leiddi, að konan tapaði jörð sinni og þykist hafa orðið fyrir $3,000 tapi vegna þjófnað- arins á þessum $900. Hafði Roediger leikið þetta sama víst 8 sinnum í Toronto og hans hefir verið leitað um alt Canada í heilt ár. En hann skildi hvergi eftir myndir af sér og skifti sí- felt um nöfn. Loks náðist hann nýlega vestur í lAlberta. óttast er að hann sé valdur að dauða eða hvarfi einhverra fyrri kona sinna. Giftingarnar er ætlað að hann hafi áformað til f jár. Síðasta kona hans, sem er á bæjarstyrk í Winnipeg, frétti að Eoediger ætti fé í bönkum í Toronto. Hefir hún fengið lög- fræðing til að reyna að gang- ast eftir sínum hlut af því. Roediger var dæmdur til 9 ára fangavistar og er nú kominn til Stony Mountain. Earhart og Noonan talin af í byrjun þessarar viku virtust aliar vonir úti um það, að flug- konan heimsfræga Miss Amelia Earhart og Frederick J. Noonan> fylgdarmaður hennar, fyndust á lífi. Fjögur herskip frá Banda- ríkjunum, og 63 flugvélar, með um 1500 manns alls, hefir leitað þeirra í 16 daga, en leitinni var loks hætt í gær við svo búið; um 250,000 fermílur höfðu verið kannaðar á þeim stöðum, sem helzt var búist við að finna þau, en árangurslaust. Miss Earhart var á ferð um- hverfis jörðina í flugvél, sér til skemtunar, að hún sagði, en jafnframt eflaust til að leita heppilegra viðskiftaflugleiða. — Hún lagði af stað frá Florida í byrjun júní-mánaðar. Flaug þaðan til Suður-Ameríku, þá austur yfir Atanltshaf, yfir þvera Afríku, Asíu sunnanverða og til Ástralíu. Frá Nýju Guin- ea lagði hún svo á stað yfir Kyrrahafið til Los Angeles. Um einn þriðja af þeirri leið, til How lands-eyju, sem var 2570 mílur frá Nýju Guinea, bjóst hún við að taka í einum áfanga. En það hefir ekki hepnast og óvíst hve mikið af þeirri leið hefir verið farin. 2. júlí ætluðu menn að skeyti hafi frá þeim borist um sð þau hefðu orðið að nauðlenda, og eftir tíma að telja hefði það átt að vera í nánd við Howlands- eyju eða Foenix-eyjar, en þrátt fyrir þó strax væri brugðist við, hefir leitin ekki árangur borið. Ætla leitarmenn að flugvélin hafi farist. Howlands-eyja er um 5,000 mílur vestur í Kyrrahafi frá Los Angeles. Svo skamt átti Miss Earhart eftir af ferð sinni umhverfis jörðina. Miss Earhart varð fyrsta kon- an til að fljúga ein austur yfir Atlantshaf. Það var 21. maí 1932, fimm árum síðar en Lind- bergh fór sína ferð. En hún fór ferðina á 14 klst. 56 mín., sem var þá nýtt met. Hún flaug og ein yfir þvert Kyrrahafið fyrst allra 1935, frá Hawai til Californíu. Hún var sæmd ótal sinnum fyrir flugafrek sín, svo sem af Hoover forseta, Jarðfræðisfélag- ] inu í Bandaríkjunum, Frakk- landi, Rúmeníu, Belgíu o. s. frv. Miss Earhart var 39 ára. Hún var gift George Palmer Putnam, bókaútgefenda í New York, en hélt sínu eigin nafni, sem flug- kona. Fylgdarmaður Miss Earhart, Mr. Noonan, var sagður þaul- æfður flugmaður. Vann hann meðal annars hjá Pan-American fiugfélaginu. FJALLKONAN Á ÍSLENDINGADEGINUM Á GIMLI 2. ÁGÚST F R ÉTTAMOLAR Mackenzie King, forsætisráð- herra Canada, hélt ræðu í útvarp s. 1. mánudagskvöld um för sína á krýningarhátíðina.og tveggja mánaða dvöl í Evrópu. Ræðan var fagur draumur um frið' í Evrópu og velmegum Canada þjóðar, en sem því miður á sér hvorugt stað í veruleika. * * * Japan hrúgar her inn í Kína og er ekki annað sjáanlegt en að þar sé hafið stríð; um borgina Peiping er búist við á hverri stundu að bardagi byrji. * * * John Bracken, forsætisráð- herra Manitoba, gaf fréttaritur- um í Ottawa í gær til kynna, að fylkið ætlaði að hækka tillagið tii atvinnulausra í bráðina. Hefir sambandsstjórnin veitt fylkinu lán til þess, en þegar þing kem- MISS CANADA á fslendingadeginum á Hnausum 31. júlí Ungfrú Grace Ólafsson frá Riverton, Man., dóttir Odds Ólafssonar fylkisþingmanns, verður Miss Canada, á ís- lendingaðdeginum á Iðavelli 31. júlí; Miss Canada er táknmynd þessa lands svipað og Fjallkonan er táknmynd íslands. Mrs. Lillian Murdoch (f. Lillian Grímsdóttir Eyman), Selkirk, Man., verður Fjallkona á'íslendingadeginum á Gimli 2. ágúst. ur næst saman í fylkinu, kvað eiga að nota þessa lántöku sem afsökun fyrir að leggja nýja skatta á fylkisbúa. Winnipeg borg greiðir því 20% af styrkn- um fyrst um sinn og allar lækn- ingar styrkþega. * * * í réttarsalnum í Khaberovsk í Síberíu, voru af Sovét-yfirvöld- unum 24 Rússar dæmdir til líf- láts í gær fyrir landráð — upp- lýsingar gefnar Japönum, Trot- sky og þvílíkum óvinum Rúss- lands. * * * Um madrid á Spáni er búist við að bráðum hefjist úrslita or- usta byltingarinnar. Stjórnin kvað vel undir hana búinn, en um 30,000 ítalskir hermenn kváðu vera á leiðinni þangað til þess að berjast með Franco upp- reistarforingja. Kosningaúrslitin á Islandi (Hér fara á eftir úrslit kosn- ir.ganna á íslandi; tala þing- manna hvers flokks að uppbót- ar-þingsætum meðtöldum og tala atkvæða hvers flokks er sýnd. Það eru aðeins nöfn þeirra sem uppbótarþingsætin hljóta, sem ekki er komin nein frétt um. — Fregnin er eftir Morgunblaðinu í Reykjavík dagsettu 25. júní 1937). ' Þá er lokið talning atkvæða í öllum kjördæmum á landinu, og verða atkvæða og þingmanna- tala flokkanna sem næst því þessi: Sjálfstæðisflokkur 24,035 atkv. 12 þingmenn Framsóknarflokkur 14,500 atkv. 19 þingmenn Alþýðuflokkur 11,030 atkv. 5 þingmenn Kommúnistaflokkur 4,914 atkv. 1 þingmann Bændaflokkur 3,560 atkv. 1 þingmann Úrslitin í þeim tveim kjör- dæmum, sem talið var í í gær urðu þessi: Ey jaf jarðarsýsla Þar voru kosnir Bernharð Stefánsson (F) með ca. 1654 at- kvæði og Einar Árnason (F) með ca. 1593 atk\j.; Garðar Þor- steinson (S) hlaut ca. 1359 atkv., Stefán Stefánsson (B) ca. 1292, Erlendur Þorsteinsson (A) 629, Barði Guðmundsson (A) 558, Gunnar Jóhannsson (K) 283, Þóroddur Guðmundsson (K) 270 atkvæði. Þess skal getið að þessar atkvæðatölur breytast eitthvað örlítið, því nokkur vafa- atkvæði voru eftir. Suður-Þingeyjarsýsla Þar var kosinn Jónas Jónsson (F) með 1054 atkv.; Kári Sigur- Jónsson (S) hlaut 288, Arnór Sigurjónsson (A) 235, Aðalbj. Pétursson (K) 213 og Árni Jakobsson (B) 87 atkvæði. Uppbótar þingsætin Nú koma 11 uppbótarþingsæti sem skiftast milli flokkanna: — Sjálfstæðisflokkurinn fær 5 upp- bótarsæti, Alþýðuflokkurinn 3, Kommúnistaflokkurinn 2 og Bændaflokkurinn eitt. Verður því hið nýkosna þing þannig skipað, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir 17 þingmenn, Bændaflokkurinn 2, Framsókn- arflokkurinn 19, Alþýðuflokkur- inn 8 og Kommúnistaflokkur- inn 3. Miðvikudaginn, 14. júlí voru þau Oscar Gísli Gíslason frá Hay land, Man. og Ragnheiður Christine Eyford frá Vogar, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni að 493 Lipton St. Nánustu ættingj- ar brúðhjónanna sátu þar með samsæti að vígslunni lokinni. — Heimili brúðhjónanna verður að Hayland. * * * Guðm. verzlunarstj. Einarsson frá Árborg, Man.i var staddur í bænum s. 1. mánudag.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.