Heimskringla - 21.07.1937, Side 3

Heimskringla - 21.07.1937, Side 3
WINNIPEG, 21. JÚLÍ 1937 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA litið til Breta sem forustumanna í þessum málum, en sú stjóm sem situr nú við völd á Bret- landi virðist algerlega mótfallin Þjóðabandalaginu. Utanríkisráð- herran hefir sagt opinberlega að Bretar muni berjast fyrst og fremst til að vernda hagsmuni sína og hagsmuni nýlenda sinna en ekki til að vernda öryggi allra þjóða gegnum Þjóðabanda- lagið. Þegar alríkisstefnan var haldin í London fyrir stuttu þá óttuðust margir Þjóðbandalags vinir að bandalaginu yrði sálgað fyrir fult og alt. Hinar hvössu ritstjórnargreinar sem komu út í “Free Press” þá dagana bera vitni um þetta. Sá eini af for- sætisráðherrum nýlendanna sem einbeittur fylgdi Þjóðabandalag- inu og “Collective Security” var forsætisráðherra New Zealands. Hvernig höfum við — hvernig hefir Canada-stjórn snúist í þessu máli? Þetta erindi mitt fiallar ekki um flokkapólitík. Eg ætla ekki að deila á stjórn- ina. Eg ætla aðeins að segja frá því sem gerst hefir og það myndi eg gera hvaða flokkur sem færi með völdin. Á stefnu- skrá þessa flokks sem nú situr við völd í Canada — á stefnuskrá sem hann birti fyrir síðustu kosningar, fjallaði einn liðurinn um utanríkismál og hljóðaði þannig: “Við munum reyna að efla Þjóðabandalagið í starfi þess”. Hvernig fórst þeim það ? Þegar Þjóðabandalagið fór að beita viðskiftabanni við ítalíu til þess að reyna stoðva árás henn- ar á Abessiníu, þá gerði cana- dískur fulltrúi í Geneva þá til- lögu að olíubanni skyldi beitt, því það væri áhrifamest. Can- ada-stjórn sendir strax skeyti að hún standi ekki á bak við þessa uppástungu. Mussolini klappaði Canada lof í lófa! For- sætisráðherra Canada heldur ræðu í Geneva í haust og til- kynnir veröldinni að Canada muni ekki taka þátt í að beita viðskiftabanni gegn nokkri þjóð né muni Canada gefa bandalag- inu nokkurt loforð um hernaðar- hjálp til að tryggja sameiginlegt öryggi þjóðanna. Þannig velti forsætisráðherran allri friðará- birgð af herðum Canada þjóðar- innar. En þegar að Canada slapp við skyldur sínar þá sluppu hin- ar þjóðirnar á eftir. Canada reið á vaðið! Nokkrum mánuðum seinna veitir Canada-þingið margar miljónir til vígbúnaðar. Til hvers er sá vígbúnaður ætl- aður? Ekki er hann til að hjálpa Þjóðabandalaginu við löggæsluna. Ekki er hann til varnar Canada, því eins og Mr. Thorson og margir fleiri hafa sýnt fram á, þá er Canada ekki í neinni hættu fyrir árás frá öðr- um þjóðúm. Engin veit til hvers þessi vígbúnaður er ætlað- ur. Engin veit hvaða afstöðu Canada tekur ef stríð skellur á. Forsætisráðherran segir: Þingið mun ákveða hvað Canada gerir ef til þess kemur að stríð brýst út. Þetta er þá sú stefna sem við — sem fulltrúar okkar hafa tek- ið f þessum málum. Er hún rétt ? Er sú afstaða sem forsætisráð- herrann hefir tekið gagnvart Þjóðabandalaginu í samræmi við friðarstarfsemi okkar? Ef við viðurkennum þörfina á heims- löggæslu til þess að tryggja frið- in í heiminum og viðurkennum að ábyrgð hvíli á okkur í þeim efnum, var þá ekki skylda Can- ada að vinna að því að efla Þjóðabandalagið. Er þessi víg- búnaður kanske til að sanna heiminum að við viljum frið og er það ráðlegt að bíða þangað til stríð brýst út og ákveða þá hvað við gerum? Er núna ekki rétti tíminn til að ákveða sig í því efni meðan fólk getur íhugað málið skynsamlega? Allir vita þegar stríð er skollið á, verður æsingin svo mikil að skynsemi kemur ekki til greina. Áróðurs- tækin — blöðin og útvarpið stjórna þá þjóðinni. — Utanrík- ispólitík stjórnarinnar er það mál sem efst er á dagskrá í Can- j ada í dag, eins og eðlilegt er, því j á stefnu stjórnarinnar í þeim málum veltur líf og heill þús- unda manna og kvenna. Við skulum ekki gleyma því að Can- ] ada fórnaði 60 þúsund mannslíf-, um í síðasta stríði auk alls ann- ars. Er það því ekki nauðsyn- legt og jafnvel skylda okkar sem atkvæðisbærra borgara þessa lr.nds að afla okkur allra upplýs- inga um þessi mál og gagnrýna gerðir stjórnarinnar. Og er það ekki skylda okkar sem friðarvina tið vinna að því að stjórnin taki þá stefnu sem er í samræmi við friðarstarfsemi okkar. Jú, þjóð- in þarf að vera vakandi fyrir því sem stjórnin er að gera. Ef að þingmennirnir og stjórnin væri fullvissir um það að fólkið hefði vakandi auga á gerðum þeirra á þingi, þá myndu þeir ekki leyfa sér að ganga á bak kosninga lof- orða sinna eins og þeir gera svo oft. Það þarf að vera nánara samband milli þingmannsins og kjósenda hans. Það þarf að láta þá góðu menn skilja það að þeir sitja á þingi fyrir tilstilli fólks- ins og til þess að framkvæma vilja fólksins en ekki til að ger- ast leiksoppar auðvalds og stríðs sjúkrar hermálaklíku. Hvað getum við sem einstakl- ingar gert? Við getum fyrst og fremst aflað okkur þekkingar um friðarmál gegnum blöð, bæk- ur og útvarp. Við getum mynd- að fræðsluhringi (study groups) þar sem fólk kæmi saman og ræddi þessi mál. Þannig mund- um við mynda okkur skoðanir sem hefðu þyngd af því þær væru bygðar á staðreyndum. — Okkar land er lýðræðisland. Við ráðum hvernig við beitum at- kvæðum okkar og við getum haft áhrif á það hvernig aðrir beita atkvæðum sínum með þv’ að sannfæra þá um þörfina á því að kjósa þingmann sem er ein- lægur friðarvinur og sem mun vinna einbeittur að friðarmálum. Við getum reynt að hafa nán- ara samband við þingmann okk- ar —• talað við hann, skrifað honum, skrifað forsætisráðherr- anum. í þeim bréfum gætum við gert athugasemdir við gerð- ir þeirra í sambandi við friðar- mál. — Þið haldið kannske að þeir tækju slík bréf lítið til greina. En ef þau væru nógu mörg er eins víst að þau hefðu nokkur áhrif. Þeir kannske tæki þau sem mælikvarða á lýðhylli sína eins og film-störnurnar gera. Víst er um það að þing- menn hika við að brjóta á móti einhuga vilja fólksins því frá fólkinu koma atkvæðin. Já, fólkið hefir vald, meira vald en það gerir sér grein fyrir. Sterkt almennings álit er það afl sem ríkisstjónir taka tillit til. Ekki mundi ríkisstjónir geta farið í stríð ef þær hefðu ekki fólkið með sér. Það yrðu engar styrjaldir ef fólkið léti ekki blekkja sig. En fólkið lætur blekkja sig. Þessvegna tel eg áróðurstarfsemina orsök til styrjalda —áróðurstarfsemi sem vígbýr hugsun fólksins og svæf- ir siðferðistilfinningar þess svo að hægt er að senda það út á víg- völlin til að fremja glæpi. Ein mitt á þessu sviði er mikið verk- efni fyrir þá sem vilja starfa að friðarmálum. Það þarf að brynja huga fólksins gegn stríðsblekkingunum. Fólkið þarf að skilja að glæpir svo sem morð og rán eru glæpir þótt þeir séu Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgðLr: Henry Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA framdir samkvæmt skipun ríkis- þegns að athuga vandlega þær ástæður sem stjórnin færir fyrir stjórna. Það er skylda hvers því að hún leggur út í stríð — hvert þær ástæður séu réttmæt- ar, því stjórninni getur skeikað. Hver er stjórnin? Stjórnin er þingflokkur sem komist hefir til valda. Eru flokkarnir altaf réttsýnir ? Samanstanda þeir ekki af mönn- um sem eru breyskir eins og við? Jú, þeim getur skjátlas+ Það ber því hverjum manni að ráðfæra sig við sína eigin sam vizku áður en hann lætur leið^ sig út í það að drepa meðbræður sína. Það þarf líka að svifta burt þeim dýrðarljóma sem reynt er að varpa yfir stríðs- glæpina. Hermennirnir eru klæddir í fallega einkennisbún- inga, þeim er stilt upp í glæsi- legar fylkingar. Þeir eru látnir marséra eftir hrífandi hljóðfæra og bumbuslætti. Unglingarnir horfa á þetta hugfangnir. Ungl- ingarnir hafa ekki innsýn til þess að sjá hvað liggur á bak við þessar gyllingar. Búningarnir minna þá ekki á blóðdrifna lík- ami, hljóðfæraslátturinn minnir þá ekki á dauðastunur særðra manna og angistarvein mæðra og barna. Það þarf líka að vinna gegn hinu falska föðurlandsást- arglamri. Stríð eru gerð dýrð- leg í augum fólksins, í skólabók- um og í blöðum, sérstaklega þau stríð þar sem þeirra þjóð hefir borið sigur úr býtum. Her- mennirnir eru dáðir fyrir hug- rekki, herforingjarnir eru gerðir að dýrðlingum, líkneskjum af þeim er stilt upp um alt landið. Hrifningu fyrir öllu þessu er sungið inn í þjóðirnar í kvæðum og ættjarðarsöngum. Það er ekki verið að minnast á það að hér hafi fjölda glæpir verið framdir — nei, þetta er alt rétt- lætt með föðurlands ástar skýl- unni. Það þarf að svifta þessari fölsku skýlu á burt! Sú sanna föðurlandsást felst í því að gleðjast yfir staðfestu þjóðar okkar við réttlætið og gleðjast yfir því hvað land okkar og þjóð hefir lagt fram til menn- ingar og velferðar mannkyninu. — Það er sú sanna föðurlands- ást. Sýnum föðurlandsást okkar með því að fá áhuga fyrir frið- armálum; sýnum föðurlandsást okkar með því að útbreiða þekk- ingu um friðarmál og sýnum föðurlandsást okkar með því að vinna að því að land okkar taki hina réttu stefnu í friðarmálum svo það megi verða fyrirmynd annara landa. Tökum sem okk- ar fyrirmynd friðarboðara mannkynsins — Jesús frá Naz- aret og lifum virkilega í anda hans með því að leggja fram alla okkar krafta til að reyna að vekja volduga friðaröldu sem hefði þau áhrif að tryggja frið og kærleika meðal mannanna. 50 ára minni MAGNÚSAR HINRIKSSONAR ög KRISTÍNAR KONU HANS Eg virði þann manndóm, og met hann til auðs— Þeim mönnum er afla síns dagslega brauðs: Með heilbrigðu viti, í hrekklausri trú— Á hamingju sína, á vel ræktað bú, Sem fyrirmynd gerist að farsælli bygð Sem framleiðir vilja og búmanna dygð, Sem skilur að lífið er landssjóður—mest— Sem'leggur fram stofnfé, í það sem er bezt: Að samtíðin megi með sækjandans þor Til sjálfbjarga þræða hin nýstignu spor. Jak J. Norman I I “SUCCESS STAFF 99 J. <i. <irant, C’.A. Accountancy Dept Kita <»oo(l, B.A., P.C.T. Shorthand Dept. W. S. Kowland, B.S.A. Bookkeeping Dept. Loa KyrikHon Typewritingr Dept. A. Gorling: Penmanship Dept. I.ouÍHe MeI>onald, P.C.T. Shorthand Dept. Nancy Whyte, B.A. Shorthand Dept. I.orctto Klancn, B.A. Secretarial Dept. Irma MaJcom, B.A. Employment and Personal Development Dept. Helen McLeod, M.A. English Dept. Announcing . . . SUMfVSER D. F. FERGUSON, President and Principal. for STUDENTS OF HIGHER EDUCATION Many who attend “The Success" are University graduates, teachers, and Grade XII students. Our minimum standard of admittance is Grade XI (sup- plements allowed). This is the highest admittance standard in Winnipeg. FALL TERM opens MONDAY, AUG. 23 You may enroll at any time, before or after August 23rd. Our system of individual and class instruction permits students to enter at any time. We do not close for summer vacation. COURSES ARE OFFERED TO THE FOLLOWINC GROUPS: 1 Those who wish to prepare for early employment in business offices. 2 Those who intend to go to University in the Fall, and who recognize the value of business training there. 3 Graduates of high school commercial courses who wish to secure advanced training and employment preference. - 4 University graduates and teachers who wish to qualify quickly for business employment. WE EMPLOY ONLY EXPERT INSTRUCTORS We believe in providing superior service. That is the reason we have exercised the greatest care in select- ing our teachers—teachers of excellent scholarship and long, successful experience—teachers with abun- dant tact, sympathy and kindness — teachers whose example is better than precept. The careful personal supervision of our principal and the efficient guid- ance of our expert instructors háve given our school a place of pre-eminence among Canadian Commercial Colleges. EMPLOYMENT SERVICE Because of our higher educational admittance re- quirements, our broader courses, and our advanced standards, employers definitely express their prefer- ence for “Sqccess” graduates. At the rate that our Employment Department is now locating positions, hundreds of “Success” graduates will be accepted into offices during 1937; in 1938 the demand for all classes of “Success-trained” young men and women will be even greater. START EARLY Start earning a salary three months sooner by be- ginning a business course in Summer School rather than waiting until Fall. Complete your course and be ready for a position when opportunities are greatest and competition least aetive. OUR MAXIMUM ENROLLMENT QUOTA WILL BE REACHED EARLY Our maximum enrollment quota of 550 Day School students was reached early last term. The demand for “Success” training will be even greater next term. We suggest that you arrange for your enrqllment well in advance and that you ’phone or write now for our 36-page prospectus of information on Business Education. We also invite you to call at our office for a personal interview. BUSINESS COLLEGE Portage Avenue at Edmonton Street WINNIPEG, MAN. PHONE 25 843 The College of Higher Standards “SUCCESS” STAFF (1. II. I.aiiKhton, Mail Course Supervisor Eva Hood, P.C.T. Shorthand Dept. J. C. IVay iTield Service Representativ’e Mary Rae Shorthand Dept. I*. Faursuhou Bookkeeping Dept. Mahel Anderson, B.A., P.C.T. Shorthand Dept. Bianehe Molntyre, M.A. English Dept. Florence Kellett. B.A. Comptemeter and Dictaphone Dept. Sylvia 1‘rice, B.A. |Typewriling Dept. Valhorg Neilaen, B.A. Shorthand Dept.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.