Heimskringla - 04.08.1937, Síða 1

Heimskringla - 04.08.1937, Síða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® AVENUE Dyers & Cleaners Fatahreinsun vor er þess verð að reyna hana. Hvergi betri. SÍMI 33 422 658 St. Matthews Ll. ÁRGANGUR WINNIPBG, MIÐVIKUDAGINN, 4. ÁGÚST 1937 NÚMER 44. Ávarp Fjallkonunnar á fslendingadeginum á Hnausum 31. júlí 1937. Stórskáldið Matthías Jochumsson sem orti þjóðsönginn okkar fræga “Ó guð vors lands”, og sem nú hefir verið sunginn, mælti eitt sinn til Vestur-fslendinga í einu sínu fegursta og kröftugasta kvæði á þessa leið: “Særi eg yður við sól og báru Særi yður við líf og æru Yðar tungu, (orð þó yngist) Aldrei gleyma í Vesturheimi. Munið að skrifa meginstöfum Mannavit og stórhug sannan Andans sigur er æfi stundar Eilífa lífið. Farið heilir!” Vil eg nú við þetta tækifæri gera þetta erindi að einkunnarorð- ijm mínum er eg í nafni okkar ástkæni ættjarðar ávarpa ykkúr á þessum minningaríka þjóðminningardegi Vestur-fslendinga. Hjartkæra barn mitt vestan Atlants-ála Ættjörðin sjálf þér fagnar dýpst og mest. f hugarlundi minningarnar mála Þá morgunstund sem fegurst var og best. Á liðnum öldum máttur móður þinnar Á morgni landnáms hafði gróður fest Landssjóður dýrstur þróttur þjóðarinnar í þúsund ára stríði sigur vann Trumenska hennar gætti glóðarinnar Á gæfuleið hún sína köllun fann. En áður hafði eg ort mitt besta kvæði Er eldur harma í sálu minni brann. Þó jökla mína ei sumarsólin bræði Sveitirnar finna hjá þeim örugt skjól Og lífsins geta notið þar í næði Við náttúrunnar fagra höfuðból Þar hrærast dýpstu strengir landsins laga Og ljóssins álfar búa í hverjum hól Já, þar var börnum sögð hin fyrsta saga Á sveitarbæ við húmsins þagnareld f fögrum lundi leikur harpa Braga Og ljóð og hetjukvæði í stuðla feld Og þjóðin fann sinn eigin mátt og megin Og manndóm þroskast við hvert sagna kveld. Minn sagna auður verður ekki veginn Á vanans met sem dýrsti jarðarmálmur Því rót hans er <)g æðaslög hans eigin Og andi hans minn skjöldur, sverð og hjálmur Sem lífsins tré skal ljóðs og sagna gróður Um löndin breiða sínar fögru álmur. Sú erfð er þín ef metur góða móður Og málið sem hún kendi þér til forna Megi það verða lífs þíns æðsti óður ' í útlengðinni. “Þá mun aftur morgna.” Vínland hið góða, vonalandið nýja Verðmæti þinna linda ei mun þorna Gef mínum börnum, er í faðm júnn flýja Þann fögnuð sem er mestur héi* á jörðu Vizkunnar mátt við móðurskaut þitt hlýja Mennina frjálsa, sterka og sanna gjörðu í framtíð verði áhrif íslenzkunnar Með orði treyst af vörum Fjallkonunnar. S. E. Björnsson ÁVARP FORSETA hr. Sveins Thorvaldsonar á íslendingadeginum að Hnausum, 31. júlí 1937 Háttvirta samkoma: f síðastliðin fimtán ár hafið þið verið boðin hingað til þessa ár- lega hátíðarhalds vor íslend- inga á þessum slóðum. Á þess- um degi varpið þið frá ykkur hinu daglega striti og annríki og komið hér saman til þess að end- urnæra og lífga þær taugar og þær rætur, sem lifa inst í með- vitund ykkar og tengja ykkur við fortíðina, söguna, þjóðernið og íslenzka tungu. Þér komið hér saman til að helga þessa stund öllu því ágætasta, sem fortíð vor og samtíð á til, og minnast hinna ágætu manna sem annaðhvort með listum eða lærdómi og hetjuskap héldu uppi fána menningar vorrar og þjóð- ernis um þúsund ár og gerðu þjóðar-guðinn frægan að fornu og nýju. Þið komið hingað til að endurnýja ykkar innri mann með því að bergja af þeirri heilnæmu lind minninganna sem er ykkar eigin eign, og hef- ir nært og vökvað ræturnar að öllu ykkar andlega og líkamlega lífi. Þið kannist öll við söguna af álfadrotningunni sem varð bóndakona í Mannheimum en einu sinni um.jólin ár hvert hvarf hún til rrkis síns og varð drotning um einn dag. Við hin daglegu störf heimilisins var hún fyrir sjónum manna eins og hver önnur alþýðukona, en með sjálfri sér vissi hún að hún var drotning og mátti sitja í töfra- fagurri höll yfir glæsilegri hirð einn dag á ári hverju og vera sjálfri sér lík. Vér förum eins að. Vér ætl- umst til og trúum því, að þessi hátíðisdagur vor flytji hvern ís- lending, sem hér er staddur til þess ríkis, sem hann er borinn til og sýni honum að einhverju leyti hinn ágæta og dýrmæta arf þjóð- ernis hans, og minni hann á hið bezta sem í sjálfum honum býr og hvetji hann til að vera sjálf- um sér trúr. Hvetji hann til að iðka og æfa þann manndóm og þann drengskap, sem fjallkonan út í Atlantshafinu glæddi og ól upp í feðrum hans og mæðrum á liðinni tíð, og sem hún ætlast til, og þráir og vonar, að fylgi niðj- um þeirra hvar í heimi sem þeir berjast hinni góðu baráttu skyldunnar, undir merkjum þeirrar meðvtiundar að þau séu hennar synir og dætur. Þessi hátíðisdagur er einnig reiknings-skila-dagur, þar sem hvert eitt yðar gerir í huganum grein og skil á því hvað hann eða hún, hafi unnið í þarfir ís- lenzks þjóðernis, svo það mætti aukast að ágæti og sæmd þetta liðna ár. Hvað hafið þið unnið á þessu tímabili til þess að á- vaxta það pund sem íslenzkt þjóðerni veitti ykkur að vöggu- gjöf? Vöggugjöf, sem þið get- ið verið stolt af og gefur yður rétt til að bera höfuðin hátt? — Hafið þér hugsað eftir því, að hinn þjóðernislegi arfur er sjóð- ur sem safijað hefir verið saman á árum og öldum, af einstakl- ingum hinnar íslenzku þjóðar, er börðust fyrir menningunni, ofsóttir af ís og eldi og óblíðri náttúru, oft undir útlendri á- þján, sem sýndist gera alla bar- áttu vonlausa? En þeir átt hugsjón sæfarandans er lætur geisla hinnar fjarlægu stjörnu vísa sér leiðina að þeim strönd- um sem hann eigi sér. Og hafi þið hugsað eftir því að það er köllun ykkar og skylda að leggja í þennan sjóð svo að hann verði stærri og glæsilegri þegar þér skilið honum en þegar þér tókuð við honum? Til eru álög illra heilla, sem þér sem íslendingar getið átt á hættu að verða fyrir, nema þér séuð á verði og sjáið við þeim í tíma. Svefn og sundrung eru systkyni og starfa saman að hverskonar tortíming menning- ar vorrar og þjóðararfs. Þau hafa myrkrið og gleymskuna að þjónum sínum. En saga vor sannar að það er eigi í eðli fs- lendingsins að sitja í myrkrinu eða vilja falla í gleymsku. fs- lendingurinn reynir ætíð að tendra Ijós, sem lýsir honum og öðrum. Þegar forfeður vorir ferðuðust til annara landa þá leituðu þeir eigi veturvistar hjá 1 kotungum né þrælum. Þeir réð- ust til konungsins þar sem þeir voru oftast velkomnir, því að þeir fluttu með sér menningu og skráðu nöfn sín og annara á spjöld sögunnar. Þeir gerðu það til að gleymast eigi. Og hvar sem þeir fóru voru þeir stoltir af því að vera fslendingar. Þeir voru frjálsir og þurftu ekki að lúta neinum. En þrátt fyrir hina sterku sjálfstæðis-tilfinningu og/ frels- isþrá voru forfeður vorir félags- lyndir menn, sem skildu og ræktu samvinnu um nuaðsynleg velferðarmál þjóðfélagsins. — Glæsilegasti vottur þess er Al- þingi hið forna, sem eigi var aðeins dómstóll og löggjafar- þing heldur mannamót, þar sem alt hið besta og glæsilegasta í ís- lenzku þjóðlífi kom fram á sjón- arsviðið. Þessi hátíðisdagur vor er einskonar áframhald af hinu forna þingi. Hann á að vera sýnishorn alls hins bezta sem við eigum til. Hann er manna- mót þar sem oss um 15 ár hefir gefist kostur á því að sjá o' hlusta á ýmsa af vorum beztu ov merkustu mönnum, sem með starfi sínu og mentun hafa aukið þjóðararfinn, og vér erum stolt af að telja í vorum hóp. Hér hefir og ættjarðarást og æfin- týraþrá íslendinga verið fædd og örfuð með ljóðum ýmissa skálda vorra og hér hafa íslenzk ljóð svifið á vængjum söngsins yfir vötn og velli og græna skóga. Sjálfur staðurinn sem vér stöndum á er vottur þess hva samtökin geta gert. f sambandi við það dettur mér í hug saga úr fornaldarsögunum, sem þið kannist öll við.. Ragnar Loðbrók fór með her til Englands og hugðist að leggja það undir sig, en féll í hendur Ellu konungi og var drepinn. fvar beinlausi sonur Ragnars, beiddist í föður- bætur þess af Englandi, sem hann gæti breitt uxahúð yfir, og fékk það. Hann risti húðina í þvengi sem mjóstir máttu verða og markaði með þeim þveng fyrir borgarstæði og reisti borg er hann nefndi Lundúni. Út frá þessum litla bletti, er hann þannig eignaðist vann hann svo alt landið og hefndi föður síns. En hversu viturlega hann valdi borgarstæðið hefir reynsl- an sýnt. Þeir sem völdu þennan stað gátu að vísu eigi fengið hann á þennan hátt. Þeir keyptu hann og alt sem hefir verið lagfært og unnið 1 þessum garði, og svo sjálfur hann, er nú goldið að fullu. Og það er fyrir samtök ykkar sem hér hafið mætst ár- lega hin síðustu fimtán árin. Hin fyrsta kynslóð fslendinga er nam hér land er nú hnigin í val- inn og að nokkru leyti er þessi staður fengin í föðurbætur að því leyti að garðurinn á að við- halda minningu feðra yðar og mæðra er börðust fyrir því með- an dagurinn entist að sigra þetta land. Með því að fegra þennan stað fengjum vér minningu þeirra hraustu manna og kvenna er endurvöktu með íslenzkri þjóð hið forna æfintýra líf, að leita út yfir höfin óþektra stranda, og leita sér þar fjár og frama eða falla að öðrum kosti — mann- anna sem áttu hafið, og hrædd- ust ekkert nema það að hverfa án þess að hafa skráð nöfn sín einhverstaðar á hinn bjarta skjöld sögunnar. Svo býð eg ykkur öll velkomin á hátíðina hér í dag. ÁVARP MISS CANADA á fslendingadeginum á Hnausum 31. júlí 1937. Seventy years ago there was born a new Nation, Canada. — Three score years and ten is but a short space of time in the life of a people; but in these few years vast changes have been wrought and great achievements have been won in this land of yours and mine. And for sixty- two years you and your fathers and grandfathers have played their part and have done their share in the building of this Nation we call Canada. And what of those achieve- ments! From a union of four provinces under the British flag we now span a continent from the Atlantic Ocean on the East to the Pacific on the West, and from the 49th parallel of lati- tude to the North Pole. We have girdled it with barfds of steel; we have put some of its vast resources in harness for the purpose of man; over eleven million people from many lands inhabit its spaces, living in peace with our neighbors and the rest of the world—an example to nations everywhere. And we struggle to solve our problems not by the iron heel or by the rule of force, rather by peaceful discussion and the rule of law. And in the years that are to come, what will be your con- tribution to Canada? What will you the people from the far- away island in the North Atlan- tic, and their sons and daughters and grandchildren. What ser- vice will you render in the build- ing of Canada? You ask what more is there to be done? True, we have con- quered space and distance; land and water have yielded to us their abundance. But vast pro- blems still remain — Social. Economic—Nátional. Canada is as yet hardly a Nation; rather a melting pot of conflicting forces. We have a Canada of Quebec; we have a Canada of Europe; we have a Canada of North America. Our land must become a Unity—a Canada of Canadians. Have we other problems? Yes, many; economic and social; in brief, the search for more com- fort, for greater security, for more individual happiness for all our people. What, therefore, should you, the Icelandic people contribute to their solution? Is the answer not only too obvious ? Should’nt our contribution be a manifestation of the most distinctive characteristi.cs of the land of our Fathers for over a thousand yeai’s; a love of liberty, a passion for freedom, a respect for law? Should it not be our desire to maintain and preserve our thousand year old tradition of ^amocr&tic government ? Iceland is the true home of the Mother of Parliaments. There true democracy was cradled; there true liberty and freedom within law were born and there flourished. Will you perpetuate here that tradition of your Fathers ? * Sixty-two years ago at your coming to the shoi-es of Lake Winnipeg the faith of Canada in your qualities of citizenship was indicated in the interest and patronage of the Governor-Gen- eral of that day, Lord Dufferin. Well did he know the inheritance brought with you from the land whence you came. Wil you give in full measure of that heritage to Canada? ÍSLENDINGADAGURINN Á GIMLI íslendingadagurinn á Gimli 2. ágúst hepnaðist mikið betur en áhorfðist um tíma, því að morgn- inum var steypirigning norður við Winnipeg-vatn í einn eðaftvo klukkutíma. í Winnipeg var þurt allan daginn, svo þar sett- ust engir aftur fyrir veður. Og sem betur fór, glaðnaði til upp úr hádegi og stækkaði þá óðum hópurinn. Alls er áætlað að um 1700 manns hafi sótt þjóðminn- ingardaginn. Skemtun var mjög hin sama) og undanfarin ár. Tveir ungir Vestur-íslendingar, báðir hér fæddir og mentaðir, héldu aðal- ræðurnar og leystu verk sín mjög sómasamlega af hendi. — Forseti, Friðrik Sveinsson, list- málari, flutti og vel samið er- indi. Hópur gestal flutti ræður. Fjallkonan frú Lillian Mur- doch, leysti verk sitt vel af hendi og hlaut nefndin nú, sem fyr, gott orð fyrir val á Fjallkonu dagsins. Eitt af því sem nú er að ver ' aðdráttarafl á samkomum, er söngur Karlakórs íslendinga í Winnipeg, undir stjórn núver- andi söngstjóra, Rajgnar H. Ragnars. Söng kórinn mörg lög og skemti áheyrendum ágætlega á íslendingadeginum á Gimli, sem á Iðavelli. Eftir að skemtiskránni lauk, gafst gott hlé til þess að heilsa upp á kunningja, forna og nýja, þar til byrjað var á að syngja enska og íslenzka þjóðsöngvaj; stjórnaði Paul bæjarráðsmaður Bardal þeim söng. Að kvöldinu var dans — hófst hann klukkan 10 og stóð yfir þar til kl. 3 eftir miðnætti. . fþróttir fóru fram að deginum og vonum vér, að Mr. Eiríkur ísfeld, sem umsjón hafði með þeim, birti í næsta blaði skýrslu af því. íslendingar í Winnipeg standa fyrir þessum þjóðminningardegi á Gimli; hann ætti því að vera vel sóttur af þeim. Eigi að síð- ur munu þeir að þessu sinni ekki hafa verið mikið fram yfir einn fjóða eða mesta lagi einn þriðja þeirra er daginn sóttu. Það voru Ný-fslendingar sem þar voru fjölmennastir. Hjtt má fullvissa alla um, að þeir sem daginn sóttu, nutu nú sem fyr góðrar skemtunar. Loftferðir Það hefir gerst sögulegast í loftferðum, að einn daginn mætt- ust hátt yfir ylgju Atlants hafs flugdrekarnir Caledoni^, tilheyr- andi Imperial Airways og Clip- per III., tilheyrandi Pan-Ameri- can Airways. Þessi loftskip voru á könnunarferð, hinni síð- ustu áður en stöðugar loftferðir hefjast yfir Atlantshafið, voru í óslitnu viðtali við stöðvar beggja megin hafsins og lentu þar sem þeim vty* ætlað, á tilteknum tíma, Caledonia þar sem heitir Foyne á írlandi, og tók þaðan annan sprett til Southampton, Clipper III, á Botwood, New- foundland og sveif þaðan yfir lög og láð til Port Washington, N. Y. Sömu dagana gerðist það hinumegin á hnettinum, að Bandaríkjanna stóra stríðsskip Lexington, hleypti upp 60 loft- förum til að leita að Mrs. Amelia Earhart Putnam og félaga henn- ar Noonan, á ■ þeim stöðvum í Kyrrahafinu, þar sem þeirra var helzt von. Sú leit varð árangurs- laus. Síðau hefir Bandaríkja stjórn bannað loftferðir til skrums og oflætis, svo að enginn af þess lands þegnum fær að leggja í langar loftferðir, nema í gildum erindum. öldungaþingdeild U. S. feldi frumvarp stjórnarinnar um breytingu á hæstarétti með því að vísa því aftur til nefndar, með 70 atkv. gegn 20 sem áður er sagt. Þegar sú rimma stóð sem hæst, andaðist flokksforingi stjórnarinnar Rob- inson, fanst bráðkvaddur í sæng sinni einn morgun, með þingtíð- indin við hliðina og gleraugun á gólfinu. Líkið var flutt til út- fara skála, lagt í viðar og kopar kistu, en vinir hans og þingfé- lagar ýmsir sátu umhverfis allan þann dag og þann næsta, réðu ráðum, mötuðust en ekki er sagt hvort þeir sváfu þar. Á þriðja degi var líkið flutt með lest til Little Rock, Ark., og jarðsett. “Góður stríðsmaður er fallinn, stóð fremsur í fylkingu og horfði öndverður við orustu”, sagði Roosevelt. Foringi demo- krata í öldungadeild hér eftir: Barkley frá Tennessee, “vel tenntur og baksterkur, snjallari ræðumaður en Robinson en tæp- lega eins hvatfær.” Hindenburg slysið rannsakað U. S. Department of Com- merce hefir látið rannsaka ítar- lega slysið mikla í vor, þegar loftskipið Hindenburg brann í Lakehurst og komist að sömu niðurstöðu og Dr. Eckner, að hydrogen hafi sýj ast út um belg- inn og tendrast af rafmagni, sem sezt hafi og safnast utan á hít- ina. Rannsóknarnefndin tók til íhugunar og hafnaði öðrum hugsanlegum orsökum: að skeð hafi af mannavöldum, af að stýr- ið hafi brotnað, af radio gneista, af smíðgalla, eldingu. Framh. frétta á 5 bls.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.