Heimskringla - 04.08.1937, Síða 8

Heimskringla - 04.08.1937, Síða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. ÁGÚST 1937 FJÆR OG NÆR Séra Philip M. Pétursson messar að Lundar þann 8. þ. m. kl. hálf tvö og á Oak Point kl. 8 að kvöldinu á ensku. * * * Engin messa þann 8. og 15. ágúst í Vatnabygðum í presta- kalli séra Jakobs Jónssonar. * * * Þ. 17. júlí s. 1. voru gefin sam- an í hjónaband í Rosslyn Hill- kirkju í London á Englandi þau Þórdís Myrtle Thorvaldson frá Riverton og Dr. Clarenee U. Samis. Rev. Charles Bryce framkvæmdi hjónavígsluna. — Framtíðar heimili þeirra verður í Manchester á Englandi. Brúð- urin er dóttir Sveins Thorvald- sonar, M.B.E., í Riverton. Þór- dís var útskrifuð af Manitoba- háskóla og kendi á skóla í Riv- erton. Brúðguminn er ættaður frá Arcola, Sask., en stundaði nám á Manitoba háskóla, þar sem þau kyntust. Þórdís lagði af stað um mánaðamótin júní og júlí til Englands. * * * Séra Albert Kristjánsson frá Blaine, Wash., sótti íslendinga- daginn bæði á Hnausum og Gimli og var gestur dagsins á báðum stöðunum og ávarpaði á- heyrendur. * * * Ræður og kvæði sem Hkr. hafa borist frá íslendingadags- hátíðunum geta ekki öll birst í þessu blaði. Ennfremur viljum vér biðja þá, sem greinar eiga hjá blaðinu sem þeir hafa senni- lega búist við að kæmu í þessu tölublaði, að virða á betri veg þó bíða verði næsta blaðs. Við Kviðsliti? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. Benjamín Einarsson, bróðir konu séra Jakobs Jónssonar, Wynyard, Sask., leggur af stað alfarinn til fslands í kvöld. Kom hann vestur fyrir rúmum tveim árum, stundaði hér nám á verzl- unarskóla s. 1. vetur, og átti hér orðlð fjölda vina og kunningja, enda hinn bezti og viðkunnanleg- asti piltur. * * * | Dr. J. P. Pálsson frá Borden I og f jölskylda hans eru stödd hér I eystra um þessar mundir. Dr. | Pálsson kom til þess að finna ; foreldra sína, er við heilsubilun hafa átt lengi að búa og liggja rúmfastir. * * * Mountain, N. D., 31. júlí 1937 Herra ristj. “Hkr.”: Eins og minst var á í Hkr. 21. júlí komu þeir séra Guðrm Árna- son og séra Philip M. Pétursson hingað suður í heimsókn til kunningja og vina, þ. 23. þ. m. og dvöldu hér fram yfir helgina, og samkvæmt ósk nokkurra þeirra, er telja sig frjálslynda, messaði séra Guðmundur hér í Mountain- kirkju á sunnudaginn og er ó- hætt að fullyrða að meirihlutinn af þeim sem þar voru viðstaddir eru honum þakklátir fyrir það ágæta erindi er hann flutti, og væri æskilegt að það kæmi fyr- ir almenningssjónir, þar sem það snertir alla jafnt sem um kristindómsmál hugsa, af nokk- urri alvöru, hverjar sem trúar- skoðanir þeirra kunna að vera. Þetta erindi var flutt með skör- ungsskap og sannfæringarkrajfti, og innihald þess ætti að festa djúpar rætur hjá þeim sem á hlýddu. — Þeir sem fóru fram á það að annarhvor prestanna flyttu þar messu votta hér með séra Sigmar og fulltrúum Víkur- safnaðar þakklæti sitt fyrir lán á kirkjunni, og einnig organista, (Miss Arason) og söngflokknum fyrir þeirra aðstoð. Og svo þökkum við þeim prestunum fyr- ir komuna og ánægjulega, endur- nýjaða viðkynningu, sem við vonum sumir hverjir, að minsta kosti, að megi oft endurtakast. Þinn með virðing og vinsemd, Th. Thorfinnson * * * Kvæðið, sem Fjallkonan (frú 'S. E. Björnsson) flutti á ís- lendingadeginum á Hnausum og sem birt er á öðrum sta>3 í blað- inu, er ort af Dr. S. E. Björns- son. Mr. og Mrs. Jónas Anderson j þeim hafa fallið viðtökur skóg- frá Cypress River, Man., komu, arins, en merki þóttist eg finna til bæjarins um helgina. Þau ! þess, að þeim hefði þær vel fall- komu til að vera á íslendinga- ið. Einn þeirra sagðist vera á deginum á Gimli; hafa þau sótt! þessum stað, og þá ósk gat eg hátíðina til Gimli undanfarin j tekið undir. — Við vissum báðir, ár. Þau lögðu af stað heim í að þetta var ein af þeim óskum, morgun. * * * Dr. A. B. Ingimundson verður I staddur í Hecla 24. ágúst. * * * Eftir að hafa lesið síðustu grein Valda í Lögbergi. Valdi siglir villu mið vex í dýrkuninni; gamaldags um gáfnasvið, gleymir rökfræðinni. A. E. * * * Athugasemd “fbúðarhús Jakobs Normans í grend við bæinn Wynyard, brann af eldingu til kaldra kola nýlega. Menn sem í húsinu bjuggu voru ekki heima.” (Hkr. 28. júlí 1937) Þetta er ekki alskosta rétt hermt. Að vísu er sagt djð “Mjöllner” hafi valdið brunan- um, en húsið var ekki “í grend við bæinn Wynyard”, heldur á bújörð Jakobs í Foam Lake, skamt frá Leslie, Sask. f hús- inu hefir ekki verið búið í nokk- ur s. 1. ár, svo ekki var að bú- !ast við að neinn væri heima — til að sláJ'Mjöllner” af sksífftinu. — Þetta brenda hús, var stór og vönduð þrílyft bygging með mið- stöðvar upphitun. Eldsábyrgð var engin á byggingunni né hafði verið til fleiri ára, eða síð- an hætt var að búa í húsinu. Nú bið eg þig herra ritstjóri að stinga þessum línum í blað þitt, svo fólk geti frekaþ áttað sig á hvað í raun og veru hefir komið fyrir í þessu tilfelli. J. sem ekki geta ræst, en hún sýn- ir áhrifavald skógarins. Mér fanst eg mundi geta gleymt á- hyggjunum og orðið nýr maður með nýjum kröftum og nýju trausti til guðs og manna í skjóli hans. Við kveðjum þessa paradís. Leið okkar liggur aftur út til sjávarins. “Framandi höfðum við komið”, en ilmur skógarins og kliður trjánna bera okkur bróðurkveðju.—Samtíðin. | Kaupmannahöfn til Köln til þess að skoða nýjan háskóla, sem þar hefir verið bygður. Frá Köln er ætlan þeirra að flj úga til Bern í Sviss og skoða þar einnig nýj- an háskóla. Ennfremur er ekki útilokað, að þeir fari víðar um og kynni sér fyrirkomulag nýrra háskólabygginga með það fyrir augum að nota þá þekkingu ti’ hliðsjónar við innréttingu há- skólans nýja í Reykjavík. —26. júní. NÝJASTA KENNINGIN Gefið hljóð án tafar í höllum og í hreisi hér er nýjung mikil sem fullyrt er að reisi alheiminn úr vanda, — þó allir djöflar geysi — hann á að byggja menning á tómu stefnuleysi. J. S. Frá Kaldbak. f húsvitjun Sóknarpresturinn: Þú manst líklega eftir því að lesa kvöld- bænirnar þínar á hverju kvöldi, Hans litli! Hans: Nei, ekki æfinlega! — Stundum er það ekkert sérstakt, sem mig vanhagar um. * * * Landafræði — Jæja, frú Jensen. Er hann sonur þinn ennþá í Ameríku ? — Nei, hann er í Kína. — f Kína? Já, seinasta bréfið hans er skrifað í Sing-Sing.—Alþbl. ÍSLANDS-FRÉTTIR GLATIÐ EKKI VERÐMÆTUM SKÍRTEINUM Þér megið ekki við því að glata borg- ara-skírteini, vátryggingar-skírteinum, skírteinum fyrir eign yðar eða álíka mikilsverðum bréfum. Alt slíkt ætti að vera geymt í öryggis-kassa yðar í Royal-bankanum. Óryggis-kassinn er úr stáli gerður og geymdur í bankanum; þér einn getið opnað hann. Hann kostar ekki fylli- lega cent á dag. Biðjið bankastjórann á útibúinu sem þér skiftið við að sýna yður kassann. THE ROYAL B A N K O F CANADA Eignir yfir $800,000,000 Bræðurnir Einar Melsted frá Fiskaflinn í ár Garðar og Sigurður Melsted frá Mountain voru staddir á íslend- ingadeginum á Gimli. Til vina minna á milli vatnanna Eg hefi ákvarðað að heimsækja söfnuðina sem eg myndaði fyrir löngu síðan þar nyrðra. Þetta verður, ef Guð lofar, næsta( sunnudag 8. ágúst. Með væntan- legu samþykki allra hlutaðeig- enda messa eg sem fylgir: Betel söfn. kl. 11 f. h. Betaníu söfn. kl. 3 e. h. Jóns Bjarnasonar kl. 7.30 e. h. Þetta verður söfnuðunum að kostnaðarlaussu, en frjáls sa|m- skot verða tekin. Fólk er vin- samlega beðið að greiða fyrir mér með keyrslu. Eg kem til Ashern á laugardaginn og þætti mér vænt um ef að einhver vildi vera svo góður að mæta mér þar. Fólk er beðið að fjölmenna. Allir eru hjartanlega velkomnir. Eg vonast tií að hitta hvert ein- asta mannsbarn í bygðinni við þessa guðsþjónustu fundi. Vinsamlegast, Carl .1. Olson * * * Dr. A. B. Ingimundson verður staddur í Riverton 17. ágúst. ALMANNASKARÐ OG HALLORMSSTAÐUR Frh. frá 7. bls. stórbrotinnar göfgi. Þetta er glæsilegasta skóla- setur landsins, og skólinn sjálf- ur fellur vel inn í umhverfið. Eg sakna þess eins, að einungis lítið rjrot af æsku þjóðarinnar skuli eiga þess kost, að dreyma dag- drauma sína á þessum stað. Það mundi vera gott að ferðast í hug- anum til framtíðarlandanna í skjóli bjarkanna í Hallorms- staðaskógi. Eða skyldi ekki vera minna blóð í bylgjunum, sem bera okkur uppi á hafi tímans, ef angan og friður skógarins væru samgróin sál okkar? Degi hallar. Við félagarnir finnumst aftur við bílinn og höld um af stað. Ekki veit eg, hvernig Rvík. 13. júlí Fiskaflinn á öllu landinu í ár til 30. júní var 25,110 tonn, ef öllum aflanum er breytt í þurr- fisk. Á sama tíma í fyrra var eflinn 25,775 tonn. Árið 1935 var hanri 47,265 tonrs og árið 1934 57,080 tonn. Fiskbirgðir í landinu voru 30. júní s. 1. 19,077 tonn. f fyrra um sama leyti voru fiskbirgðirn- ar 21,141 tonn. Árið 1935 voru þær 38,763 tonn og árið 1934 43,301 tonn.—N. Dbl. * * * Maður hrapar 70 metra Rvík. 13. júlí Ole Braae, tannlæknir úr Reykjavík hrapaði við Dettifoss um hádegisbil á laugardaginn og hlaut af mikil meiðsl. — Jón Árnason læknir á Kópaskeri skýrði útvarpinu frá atburðun- um í símtali í gær. Ole Braae var í leiðangri Ferðafélags íslands að skoða fossinn er slysið bar að höndum, og var hann þá einn síns liðs — líklega að taka myndir framar- Ilega á gljúfurbrúninni. Var það um hádegi. — Hrapaði hann fram af gljúfurbrúninni og nið- ur snarbratta skriðu, alls 50— 70 metra hæð, • áður en hann staðnæmdist. Skriða þessi er mosagróin vegna úðans úr fljót- inu og slasaðist því maðurinn minna en ella. Þar sem hann hrapaði, var ókleift niður og varð að fara ofan í grjúfrið miklu norðar og klöngrast eftir I því upp til mannsins. Tók 15 klst. að ná honum. Lá hann þá í! roti, hafði mörg sár á höfði og víðar. Mjöðmin var gengin úr! liði, en ekki var hann beinbrot- j inn. Var hann fluttur heim að Skinnastöðum og þar hefir lækn- ir hjúkrað honum. Ole Braae hefir fengið meðvitund öðru hvoru og hefir læknir von um að hann lifi.—N. Dbl. * * * Þeir prófessor Alexander Jóhannesson og húsameistari ríkisins prófess- or Guðjón Samúelsson lögðu af stað í fyrradag í flugvél frá í þeirri fögru borg Seattle skeði það nýlega, að ketsali Mueller, efnaður borgari af þýzku kyni, færði þurfandi kunningja sínum vænan bita af keti, sem hann hafði gert á hverjum sunnudegi í tvö ár. Nú sem hann einn sunnudag í fyrra mánuði, kom að dyrum þess marghýsis, sem hann sjálfur átti, og kunningi hans bjó í, gengu fyrir hann tveir menn og spurðu: “Hvert ætlarðu með þennan böggul?” Þeir voru úr hópi þeirra sem hafa eftirlit með vínsölu og tollum af vínsölu, af hálfu hins opinbera, því að í Seattle er lögbannað að kaupa vín nema í stjórnarbúðum. Muel- ler sagði sem var og spurði því þeir eltu sig, þeir tóku til hans en hann var burðamikill og end- irinn varð að annar þeirra sló hann með barefli úr járni, þá féll hann, var fluttur til spítala og dó af áverkanum eftir fimm daga. Borgarar í Seattle urðu reiðir og kröfðust rannsóknar, vitni báru að hinum handtekna hefði verið misþyrmt með formæling- um og haldið í lögreglustöð í hálfan klukkutíma, áður læknis var leitað. Mál var höfðað en sakborningum leyft að ganga lausum, gegn háu veði, þar til dómur félli. Annar vegandinn, Regan að nafni, kallaður hinn ó- bilgjarni af mörgum svaðilför- um meðan prohibition hélzt, gekk einn daginn út í Kerriston Park og í afhýsi þar nærri MESSUR og FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarne/ndin: Funólr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrata mánudagskveld i hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldlnu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: ■— A hverjum sunhudegi, kl. 12.15 e. h. - ÍSLENZKA BAKARIIÐ 702 SARGENT AVE., Winnipeg Einasta islenzka bakaríið í borginnd Islenzk bakning af •Ulri tegund. Pantanir utan af landi afgreiddar fljótt og vel. Sími 37 652 sem börnin leika sér, skaut sig þar til dauðs. Ritað hafði hann á miða: “Eg þoli ekki áganginn!” Og á annan: “Eg er brjálaður!” Þessis sneplar fundust hjá lík- inu. THOR GOLD Mining Syndicate NAMURNAR ERU 20 MIUUR AUSTUR AF KENORA, ONT., VIÐ ANDREW FLÓA — LAKE OF THE WOODS Félagið heflr umráð á 400 ekrum i námuiandi við Andrew Bay, Lake of the Woods i Ken- ora-umdæmi. Sýnishom af handahófl i nám- unnl hafa reynst frá 50c upp i $40,000 úr tonnlnu og i Channel Sampies eru frá 60c upp í $60.00 i tonninu. KAUPIÐ NtT— A $10 HVERT UNIT (300—500 hiutir í Unlt) Thor Gold Mlning Syndicate Head Office: 505 Union Trust Bldg., Wlnnipeg Man. Ráðsmenn: Forseti: M. J. THORARINSON 370 Stradbrooke St., Winnipeg Skrifari og féhirðir: SKtrLI BENJAMINSON Whittier St., St. Charles, Man. Huoson’s Bhy F.O.B. Scotch Ulhiski| — a favorite among pure Scotck Whiski es. It is mellow and full. flavored — distilled and blendcd in Scotland. 26/2 40 oz. oz. »2.30 $3.35 This advertisement is not inserted by Govemment XJquor Control Commlssion. The Commission is not responsibie for statements made as to quality of pro- ducts advertised. KÆLIÐ YÐUR með RAFMAGNS BLÆVÆNG • Látið ekki hitan yfirbuga yður. Kaupið rafmagns-blævæng og látið svalan blæ hressa yður. Hafið hann á skrifstofu yðar, í lesherbergi eða eldhúsi. City Hydro sýningar-staðirnir sýna margar tegundir blævængja. — Þeir gefa frá sér sterkan kul, hávaðalaust. Söluþjónn vor er reiðubúinn að heimsækja yður með sýnishorn. $2.95 Otti UiMTru Boyd Building • WESTINGHOUSE (sýndur að ofan) , • POLAR CUB • ARCTICAIRE • GENERAL, ELECTRIC SfMI 848 131

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.