Heimskringla - 13.10.1937, Síða 1

Heimskringla - 13.10.1937, Síða 1
THE PAR-T-DRINK C'HfO(A Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® LII. ÁRGANGUR WINNIPBG, MIÐVIKUDAGINN, 13. OKT. 1937 NÚMER 2. HELZTU FRÉTTIR VIÐHORFIÐ í STRfÐSMÁLUM SPÁNAR OG KÍNA Orðum Roosevelts forseta s. 1. viku um að stemma stigu fyrir blóðsúthellingunum í Kína og á Spáni, hefir hvarvetna verið veitt hin mesta athygli. Bretar gripu þau eins og druknandi maður hálmstrá, og hvetja nú Bandaríkin mjög til átekta með sér um að stöðva hryðjuverkin. En hversu langt að Bandaríkin ganga í því er enn óvíst. Roose- velt forseti hefir sagt það eitt, að friðelskandi þjóðir gætu gert herskáu þjóðunum þann ógreiða, sem gerði þeim ókleift að halda áfram stríðum með því að hætta viðskiftum við þær. En þó ekki sé nema það, hefir reynst erfitt, að sameina þjóðirnar um það. Þetta virðist benda á það, að Bretar líti svo á, sem stríð sé nú óhjákvæmilegt orðið. Þeir skoða það að minsta kosti nær nú en 1931, er Japanir hrifsuðu Man- sjúríu og Bandaríkin kvöddu Breta til samtaka um að neita því landa-hnupli, sem væri ský- laust brot gegn 9 þjóða samn- ingunum frá 1922 og Kellog’s samningnum. Sir John Simon sá þetta þá engu skifta Breta. Augu Breta opnuðust þó fyrir því fyr- ir nokkru, er skotið var á sendi- herra þeirra í Kína af Japönum. Japanir hugsuðu eðlilega sem svo, að úr því, að þeim leyfðist átölulaust, að taka þennan stóra skika, mundi lítið verða sagt, þó þeir tækju annan stærri og jafn- vel alt Kína. ítalía hélt þetta einnig og fór og tók Bláland án þess að nokkur alvarleg and- spyrna væri sýnd. En af því að Mussolini kunni sér ekki hóf, reyndi hann einnig að ná Spáni undir sín yfirráð; hvernig um það fer, er nú að vísu óvíst, en hann var ekki langt frá því tak- marki, er Frakkinn og Bretinn hófust loks handa um að láta ítali ekki sökkva skipum þeirra á Miðjarðarhafinu alveg eftir vild. f öllum hamförum Mussol- ini, virtist Bretinn ekki fúsari til samvinnu annara þjóða heimsins í Þjóðabandalaginu, en ftala, þó ílt sé til frásagnar. Þyki hon- um (Bretanum) nú orðið nóg um, er honum sjálfum um að kenna. Það var ávalt til þess ætlast, að Þjóðabandalagið væri nokk- urskonar alheims-lögregla. Og vegna valds Bretans þar hlaut hann að hafa þar öðrum meiri áhrif. Reynsla hafði áður sýnt, að Bretinn væri vel til þeirrar forustu fallinn. Lýðræði o g mannréttindahugsjónir Engii- saxa og Norðurlandabúa, hafa í hugum manna yfirleitt skipað þessum þjóðum fyrstum og öll- um öðrum framar, er um ráð eða stjórn í heiminum er að ræða. Það skal ekki fyrir það tekið, að Rússland megi nú teljast hér með, en þetta hefir ekki til skamms tíma náð til þess. En vegna þess hve staðið hefir á forustu Bretans á síðari árum, hafa hlutirnir sýnilega ekki batn að. Og þeim er um það sjálfum að kenna, sé fylgi við þá nú tregara en áður, af hálfu Banda- ríkja-þjóðar, sem annara; og Þjóðabandalaginu, þessari al: heimslögreglu, sem vernda átti með menninguna, byggja nú fáir nokkra von á orðið. Og það er nokkurn veginn eins ílt og það getur verst hugsast. í sjálfum Miðjarðarhafsmál- unum, sem komu Bretum og Frökkum meira við en nokkrum öðrum, varð Rússin til þess fremur en nokkur annar, að Bretar og Frakkar tóku rögg á sig og komu í veg fyrir að Mus- solini sökti þeirra eigin skipum eftir vild. Og það, að afstaðan er nú breytt í Spánarmálunum, og Brétar og Frakkar virðast þessa stundina reiðubúnir að sýna Mussolini í tvo heimana, er í raun og veru Rússum að þakka. Það voru þeir, sem kröfðust þess fyrst, og sem Frakkinn varð að ganjga að, að Mussolini yrðu gerðir þeir kostir, að fara með her sinn burtu frá Spáni. Ef því yrði ekki sint, yrði stjórninni sendur her frá Rússlandi og Frakklandi. Hverjar sem afleið- ingarnar verða, er það Rússinn, sem þarna hefir átt forustuna. Og nú er það að verða með hverjum deginum kunnara, að það er Rússinn, sem á ýmsan hátt hefir verið að bregða upp skildi, Kínverjum til verndar, að svo miklu leyti, sem aðrar þjóðir en Kínverjar sjálfir hafa gert það. Halda Japanir þessu sjálf- ir fram og segja meira að segja, að það sé með vopnum frá Rúss- um, sem Kínverjar hafi barist. Hér í Canada var nýlega staddur Mr. Wickham Steed, fyrrum ristjóri “London Times”. Hann var hér í giftingartúr, þó gamall sé, og þó einn þeirra sé sem harðorðast skrifaði á móti giftingar-vitleysu Hertogans af Windsor. En hvað sem því líð- *ur, sagði hann nú á ferð sinni í Montreal, að Bretar hefðu nú alt í höndum sér sem fyr. Það væri betur ,að satt væri og að Bretar J og Bandaríkjamenn og Norður- landabúar vöknuðu til meðvit- undar um hlutverk sitt og beittu I sér fyrir í friðarmálum heims- ins. Þótt margt hafi til þessa öðruvísi farið í þeim málum, en átt hefði að vera, er hugmyndin vakandi sem fyr hjá almenningi um að ef einlægni ekki brestur sé hægt með rétthugsandi alheims- lögreglu, sem Þjóðabandalaginu, að útrýma öðrum eins viðbjóð og svívirðingu og stríð eru í heimi, sem ekki vprður sagt um, að firt- ur sé allri siðmenningu. Það leit út fyrir sem hugsjón þessari ykist þróttur og þor hjá Bretum við ummæli Roosevelts forseta. En í fréttum frá Ev- rópu í byrjun þessarar viku, virðist allur vígaskjálfti aftur farinn af Bretum og Frökkum. I Þeir kváðu enn vera að ganga I eftir Mussolini með að koma á i fund við sig og semja um að fara með herlið sitt burtu af I Spáni. Mússolini hefir þverneit- I að boði þessu áður og fór í stað ! þess til verks og hrúgaði her til Spánar. Segja Frakkar að hann hafi í byrjun s. 1. viku skotið á | land á Spáni um 5,000 manns og fjöldi ítálskra hermanna sé hér og þar um strendur Afríku og í Marokko, þeirri er Franco ræður yfir, uppreistarfoingi, sem eigi að vera til taks, hvenær sem kall- ið kemur. Það er nú deginum ljósara, að þessi Spánarbylting er aðeins annað Blálandsstríð og með henni hefir það eitt vakað fyrir Mussolini, að ná yfirráðum á Spáni, sama sem leggja hann eins og Bláland undir ítalíu. Ög svo halda Bretar, að Mussolini sleppi hendi af þessu ríki, sem þegar má orðið heita hans, fyrir kvabb úr þeim. f svari Mussol- ini um að sækja þenna síðast- ráðgerða fund, er skýrt tekið fram, að ítalía sendi ekki full- trúa, ef ræða eigi um burtflutn- ing ítalskra hermanna frá Spáni; heldur sæki ítalía ekki þann fund í Spánarmálunum, sem úti- loki Þjóðverja frá að vera þar viðstadda. Eru nú Frakkar og Bretar að stúdera þetta svar Mussolini og vita ekki fyr en í fyrsta lagi á fimtudag, hverju! þeir eigi að svara. Hvort að hug- myndin með þessu fundarboði á að skiljast svo sem Bretar og Frakkar séu hættir við áformið \ um að senda lið til hjálpar Spán- arstjórninni, ef ítalskir hermenn hefðu sig ekki burtu frá Spáni, er ómögulegt að segja nokkuð um þessa stundina. Blöð á Frakklandi kváðu harð- orð um framkomu Mussolini og segja að þó Bretar þykist sjá sáttaboð í svari hans, sé ekki um neitt því líkt að tala og Frakk- land megi ekki við að halda Spáni lengi lokuðum fyrir þeim 1 er berjast vilji með stjórninni á Spáni. En áður en af því verður,! telur Bretinn það þess vert að i leita álits Bandaríkjanna ium| það. Þeir sjá ekki að hér eigi neinn asi við. Á þessu gengur nú í Evrópu.1 f Kína heldur ófriðurinn áfram. Japanir sækja mjög á í Norður- Kína og virðast hafa þar orðiðj mikið til 5 fylki á sínu valdi. Frá Whangpoo-ánni gerðu og jap-, önsk herskip hroðalega sprengju árás um helgina. Er það all nærri Shanghai. Féll fjöldi af Kínverjum í héraði í grendinni.: í Shanghai og grendinni er nú sagt að 20 þúsund Kínverjar hafi fallið og auk þess um 55 þúsund-, ir meiðst svo að jafngóðir verði ekki, á 8 vikum, sem bardagar hafa staðið þar yfir. Hryðju- verkin um síðustu helgi ollu ekki eins mikilli eldsútbreiðslu og sprengjuárásir vanalega gera á1 húsum, vegna stórrigningar. Síðast liðinn sunnudag talaði forsætisráðherra Kínverja, Chi- ( ang Kai-Shek í útvarp til þjóðar sinnar. Tilefnið mun hafa verið, að þann dag árið 1911, hófst byltingin í Kína, sem leiddi til stofnunar lýðveldisins, og sá dagur hefir síðan verið haldinn helgur. Chiang Kai-Shek mintij þjóð sína á að vera þolinmóða í þrautum hennar. Fyrir endan á j stríðinu yrði ekki séð; það gætij staðið yfir fleiri mánuði eðai jafnvel ár. Enn væri stríðið ekki nema byrjað. Þó ljótt væri ætti j það eftir að sýna sig, að verraj væri í vændum, Og við utan að komandi aðstoð skyldi ekki bú- ast. Þjóðin yrði að heyja sjálf sína baráttu fyrir frelsinu. Kínverjar kváðu standa vel saman og til herþjónustu bjóða sig fleiri en oft er hægt að veita móttöku. Um ein miljón manna mun nú í herinn' innrituð og hann vex daglega. Er sagt að Japanir segi, að það sé eins og tveir eða fleiri séu ávalt til að tylla upp í skarð hvers fallins, og það sé eitt það erfiðasta, við þessa fjölmennu þjóð að etja. En hvað sem þessu líður, mun nú standa til, að fundur verði hafinn í Washington bráðlega um stríðsmálið í Kína. Þetta er ekki ákveðið og verður ekki fyr en að Roosevelt hefir látið til sín heyra frekar. Japan hefir nú verið látið heyra það af Þjóðabandalaginu, Bretum, Frökkum og Banda- ríkjamönnum, að þeir séu ófrið- ar þjóð og heyi árásarstríð á: Kína. Þessvegna hafa og marg- ar þjóðir hætt viðskiftum við þá. En Japanir neita, að þeir séu að gera annað en verja sig og sína, segja svo og svo marga Japani drepna árlega í Kína og í Man- chukuo haldi Kínverjar stöðugt uppi óeirðum. En þó eitthvað kunni að vera satt í þessu, er til heldur mikils mælst af Japön- um, að fara fram á, að Chiang Kai-Shek, foringi kínversku þjóðarinnar, sé rekinn frá völd- um og öðrum manni, sem Japan- ir skoða sér vinveittan, séu feng- in þau í hendur. Fyr en Evrópu þjóðirnar og Bandaríkin komi þessu til vegar, sé ekki sann- gjarnt af þeim, að ætlast til, að Japanir leggi hala á bak sér og hverfi burtu úr Kína. Mussolini eða ítalía hefir lýst velþóknun sinni á yfirgangi Jap- ana í Kína og heita Japönum stuðningi. Að sjálfsögðu veltur sjálfstæði Kínverja á því, hvað stórþjóðirn- ar gera í þessu stríðsmáli. En afleiðingarnar af því ef að þetta langstærsta og fjölmennasta lýð- stjórnarríki í heiminum yrði lagt undir keisaradæmið Japan, munu einnig sýna sig í því að engil- saxnesk áhrif eða yfirráð í al- heimsmálum hverfi, verði ekki vart framar. Það þarf sízt að efa, fari nú sem 1931, að Bretar og Bandaríkj amenn komi sér ekki saman. Kosningar 12. des. í Rússlandi Kosningar fara fram í Rúss- landi í fyrsta sinn eftir að lög- unum var breytt s. 1. haust, 12. des. á þessu ári. Það helzta við þessar kosning- ar er að nokkurs konar yfirráð er kosið. Svarar það til ráðuneytis annara þjóða. Allir þeir sem nú eru í “Miðstjórn” landsins, — (Commissars) svo sem Stalin, og ráðunautar hans sækja um kosn- ingu. Um 100,000,000 manna hafa atkvæðisrétt. Þá eru 569 manns kosnir í Sóvét of the Union, málstofu er svarar til neðri deildar eða full- trúadeildar þinga í öðrum lönd- um. Verður þar einn fulltrúi fyrir hverja 300,000 kjósendur. En svo er önnur málstofa, er nefnd er Sóvét of Nationalities, sem kosið er í eftir stærð héraða, en ekki fólksfjölda. Alls eru þar kosnir 574 fulltrúar (depu- ties). Báðar þessar málstofur eru jafn-réttháar. Þingmenn eru kosnir til fjögra ára. Samkvæmt þessum nýju kosn- ingalögum, hafa menn og konur 18 ára að aldri atkvæðisrétt. Próf Watson Kirkconnell flytur erindi í Árborg Á samkomu sem haldin verður í Árborg 22. okt. til arðs sumar- heimili barna að Hnausum flyt- ur próf. Watson Kirkconnell erindi. Mr. Kirkconnell er orð- inn svo kunnur íslendingum fyr- ir það, hve ant honum er um ís- lenzkar bókmentir, að hann þarf ekki að kynna þeim. Hann er einn hinna fáu enskumælandi manna hér, sem numið hefir ís- lenzku svo, að hann les hana og nýtur þess, sem íslenzkar bók- mentir hafa til brunns að bera. — Ný-íslendingum gefst þarna tækifæri að kynnast og hlýða á Mr. Kirkconnell ræða við þá um Vestur-íslenzkar bókmentir. — Hefir hann ekki einungis frætt enskumælandi menn hér um þær áður, heldur margan góðan fs- lending einnig. Að minsta kosti metur hann Stephan G. meira en margir gera. Á samkomu þessari verður margt fleira til skemtunar og er það auglýst í Árborg. Brownlee hér J. E. Brownlee, forsætisráð- herra í Albert frá 1925—1935, kom s. 1. viku til Winnipeg. Hann starfar hér sem lögfræðisráðu- nautur United Grain Growers félagsins er það verður yfir- heyrt af Turgeon-nefndinni sem hingað er nú komin frá Evrópu, og tekin til starfa þar sem áður var frá horfið hveitisölurann- sókninni. Mr. Brownlee tók aft- ur upp lögfræðisstarf, er hann lagði niður stjórnar-formensku. Um stjórnmálin í Alberta eða stefnu Aberharts vildi hann ekk- ert segja. Hann kveðst heldur ekki mundi láta sig stjórnmál skifta úr þessu. Allir jafnir fyrir lögunum Freeman Hatfield heitir mað- ur gamall, sem fyrrum átti og stýrði Gypsum Queen, sem er þrímastrað seglskip. Það var i flutningum fyrir stjómina á stríðsárunum. — Samkvæmt skýrslum hans var því sökt af neðansjávarfari og honum greitt í skaðabætur úr landssjóði $71,276. Nýlega komst upp, að þær skýrslur voru tómt fals, skútunni hefði alls ekki verið sökt. Fyrir dómstóli í Ottawa 22. sept í ár, var karlinn dæmdur í 18 mánaða betrunar vist (On- tario Reformatory), fyrir svik- samlegan fjárdrátt. Um sama leyti var Mike Sybi- kowitch dæmdur í tveggja ára varðhald af lögregludómara Gra- ham í Winnipeg, fyrir glæpsam- legan fjárdrátt. Mike og kona hans höfðu framfærslu styrk af almannafé (Relief), en í sumar hafði kerlingin fengið þvotta- vinnu öðru hvoru, sem nam 42 dölum alls. “Eg átti engin föt — bara tuskur,” sagði Mike, svo dómarinn frestaði fram- kvæmd refsingar, þar til Mike syndgaði í annað sinn. FRÉTTAMOLAR á verkamannasamtökin, sem John L. Lewis stjórnar og undir nafninu “Committee of Indust- rial Workers” gengur, að reka hinn gráðuga foringja sinn (John L. Lewis) og sameinast aftur American Federation of Labor. * * * Sir Oswald Mosley, foringi fascista á Englandi fór s. 1. mánudag til Liverpool til að hafa þar opin fund. Áður en hann byrjaði ræðu sína, reið steinn í enni honum; féll hann í öngvit og flumbraðist á andliti. Var hann fluttur á sjúkrahús og kom þá í ljós, að uppskurð þurfti að gera á höfðinu. Þó er talið að hann muni verða jafngóður. — Vörð hafði hann nokkum um sig og veittist lögreglunni erfitt að vernda verðina fyrir grjót- kastinu frá mannfjöldanum. * * * Hveiti-uppskeran í Manitoba- fylki, sem þakkað var upphátt fyrir í öllum kirkjum hér s. 1. sunnudag, nemur í peningum sem næst $52,000,000. Er það sögð bezta uppskera síðan 1920. * * * Sprengjum rignir af og til úr loftförum Japana um alt Norð- austur Kína, alla leið suður fyrir Shanghai og Nanking. Hvar sem hópur manna er saman kom- inn, má eiga von á sprengjum þeirra. Á járnbrautarlestum og járnbrautarstöðvum er sjaldan vært. Farast oft fleiri og færri, stundum 50 í einu, menn konur og böm. Þetta er daglegt brauð um þessi áminstu svæði. Eitt atvik þykir þó taka út yfir alt. Fyrir sunnan Nanking var verið með lík á leið til grafar s. 1. laugardag. Líkfylgdin var öll hvítklædd. Þetta tækifæri mátti ekki ónotað láta. Flug- bátur kemur og sleppir nokkrum kúlum. Ein var ekki 10 fet frá líkkistunni, en hún sprakk ekki. Nokkrir meiddust í líkfylgdinni. ÍSLANDS-FRÉTTIR Þjóðabandalagsdeildin í Can- ada, er að vinna að því að koma á viðskiftabanni við Japan. — Kingstjórninni kvað vera eins illa við þetta og henni var við sölubannið á gasolíu til ftalíu forðum. * * * Bretakonungur og drotning komu heim til Englands í gær eftir nokkra vikna sumardvöl í Balmoral Castle á Skotlandi. * * * Hertoginn og Hertogainnan af Windsor eru stödd í Þýzkalandi þessa stundina. Hertoginn gaf sig við því að athuga hag verka- manna, gekk á tal við þá, spurði um vinnulaun, lengd vinnutíma, fæði þeirra o. s. frv. Hertogainnan aðstoðaði mann sinn í að afla upplýsinga um efni og gerð klæðnaðar verka- manna. Að lokum át Hertoginn með verkamönnunum, 22 centa máltíð. Hrópuðu verkamenn til hans er hann kvaddi þá: “Heil Edward!” í ávarpi verkamanna- foringja Roberts Ley til Her- togans, var Hertoginn kallaður “vinur verkalýðsins”. Hertoginn og Hertogainnan ráðgera að leggja af stað til Bandaríkjanna 6. nóv. með skip- inu “Bremen”. IfC * * Stjórnin á Spáni er sagt að ætli að skifta enn um stjórnar setur; flytja það frá Valencia til Barcelona. * * * Verkamannafélagið “Ameri- can Federation of Labor” sam þykti tillögu nýlega um að skora Endurvarpsstöð á Austurlandi Samkvæmt samningi um orku- aukningu útvarpsstöðvarinnar, sem gerður var milli Marconifé- lagsins í London og Ríkisút- varpsins og var undirritaður 5. maí s. 1. og skýrt var frá með sérstöku erindi útvarpsstjórá, var ákveðið í 18. gr. samnings- ins, að Ríkisútvarpið gæti með tilkynningu símleiðis eða bréf- lega fyrir 15. sept. þ. ár, bætt í samninginn ákvæðum um endur- varpsstöð á Austurlandi, samkv. þar um gerðu tilboði fálagsins, um leið og samningar fóru fram. Eftir að útvarpsstjóri og verk- fræðingur útvarpsins höfðu lát- ið fara fram athugun, um skil- yrði fyrir endurvarpi og stað fyrir væntanlega endurvarps- stöð, áttu þeir í morgun tal við kenslumálaráðherra og f jármála- ráðherra og var þá tekin ákvörð- un um að ganga að tilboði Mar- conifélagsins og símskeyti þar um sent í dag.—Vísir 15. sept. * * * Sundlaug bygð í þegnskaparvinnu S. 1. sunnud. var vígð ný sund- laug í Skjaldfannardal í N. fsa- fjarðarsýslu. Sundlaugin er 20 sinnum 8 metrar að stærð, stein- steypt og er í landareign jarðar- innar Laugaland, en þar er jarð- hiti nokkur. íþróttafélagið ‘Þróttur’, Nauteyrarhreppi, hef- ir staðið að laugarbyggingunni. öll vinna er lögð fram í þegn- skaparvinnu félagsmanna. —Vísir, 15. sept.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.