Heimskringla


Heimskringla - 13.10.1937, Qupperneq 3

Heimskringla - 13.10.1937, Qupperneq 3
WINNIPEG, 13. OKT. 1937 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA að svo miklu leyti sem hún var til í Búlgaríu. Það var a. m. k. staðreynd, að foringi hennar, Michailef Komitadjs, sem undan- farin ár hafði dvalist í búlgörsku Makedóníu, þaðan sem ekkert virtist geta hrakið hann, varð nú að flýja land og fara til Tyrk- lands. Þegar makedónísku nefndirn- ar og flokkar þeirra voru leystir upp, dreifðust meðlimirnir um Balkanskagann og nærliggjandi ríki. Þetta eru stórkostlega hættulegir menn í hverju þjóð- félagi, því áreiðanlega munu þeir halda áfram hryðjuverkum sín- um og samsærum, þótt aðstæð- urnar hafi breyzt. Það var heldur engin tilviljun, að Króatinn, sem myrti Alexand- er Júgóslavíu-konung, skyldi vera meðlimur byltingarnefnd- ar, því Alexander hafði ef til vill meira en nokkur annar stuðlað að upplausn þessa félagsskapar, sem sífelt stofnaði friðnum í landi hans í hættu. Ef samstarf tækist milli Balk- anríkjanna, væri hægt að vona, að unt yrði að binda enda á til- veru þessara uppvöðslusömu ó- aldaflokkar, sem lengi hafa verið smánarblettur á þessum löndum. Andreas Grau —Heimilisblaðið. UPPELDIS KJÖR MÍN FRÁ 3—12 ÁRA Margt hefir verið rætt og rit- að um uppeldi barna, til þess að hafa bætandi áhrif á mannkynið, kynslóð fram af kynslóð; hvað svo hefir á unnist í uppeldismál- unum er hægt að deila um út í það endalausa, og meiri trú- manska og orðfesta mun ekki finnast meðal vor nú en átti sér stað hjá forfeðrum vorum í heiðni, en uppeldis og líknar stofnanir eru lofsverðar tilraun- ir til þess að hafa bætandi áhrif á þá sem verið er að bjarga. Svo þegar þeir, sem utan við standa, sjá hvernig líknarverkin vinna, mun það vekja og glæða sannari hugsanir og réttvísi í brjósti hvers einasta rétthugsandi manns og konu. Eg var borinn í þennan heim 6. okt. 1859 á Hofi í Öræfum í Aust- ur-Skaftafellssýslu. — Foreldrar mínir Árni Þórarinsson og Stein- unn Oddsdóttir, voru sárfátæk og hann mjög heilsuveill, en náði Þó háum aldri, varð 93 ára. Faðir minn átti systir sem Vil- ^°rg hét. Hún kemur svo mikið Vló þessa sögu, að eg gef hér af henni fáorða lýsingu. Vilborg va1, meðalkvenmaður að vexti, augun blágrá, höfuðið uppmjótt, andlitið ekki ófrítt, nefið í stærra lagi. Svipurinn nokkuð harð- legur og benti á geðofsa sem út mundi brjótast oftar en góðu hófi gengdi. Hún var velkunn- andi á flesta handavinnu (smið- kona), iðjusöm og oft glaðvær í lund, iðkaði húslestra daglega; hún var fróð í riddarasögum miðaldanna, og það kom fyrir að hún sagði fyrir óorðna hluti. Vilborg var aldrei við karl- mann kend, hún hafði fengið að erfð eitt hundrað úr jörð, að foreldrum sínum látnum; á því bjó hún lengst af æfi sinnar, (varð 63 ára). Gangandi fé hennar var einn hestur og um 20 kindur; á því lifði hún og svo handavinnu sinni, sem eins og áður er sagt, að hún var í mörg- um greinum velkunnandi. Vorið 1862 tók Vilborg mig til uppeldis, og hefir án efa hugsað sér að gera úr mér mann, en margt fer öðru vísi 6n ætlað er. Hún hafði fast ákveðið það, að temja mig svo með áminning- um og refsingum, að eg skyldi þó aldrei verði sannkallað dusil- menni; hvort hún beitti þar rétt- um aðferðum, þarf engan rann- sóknar dóm til úrskurðar. Hún byrjaði á því, að hirða mig vel og láta mig hafa nóg að éta. — Hún kendi mér bænir og lét mig lesa þær kvöld og morgna. Svo fór hún að kenna mér að lesa og það gekk vel, því eg var hvorki óvitur né skilningslaus. Henni þótti svo vænt um mig, að ef hún vissi að einhver misbauð mér, þá jós hún yfir hann eða hana illyrðum og jafnvel formæling- um. Þegar eg var 5 ára, vildi eg vera í leik með öðrum sveinum; þarna var margbýli og ýmisleg strákapör höfð í frammi; eg var víst ekki betri en hinir, og þá fór aginn og hirtingarnar að byrja. Með því fyrsta var það ef eg að óþörfu kom heim blaut- ur í fætur og forugur. Þá færði fóstra mín mig úr sokkunum og sló mig með þeim minst tvö dug- leg högg á hvorn vanga og hót- aði að ganga næst lífi mínu, ef eg gerði þetta aftur. Hún sá það víst, að önnur vopn þurfti á mig, en blauta og foruga sokka og afl- aði sér því efni í tvo vendi úr skóginum í Skaftafelli. Eg skal minnast á nokkrar hirtingar, sem voru algerlega misráðnar. Hún lokaði mig inni heilan dag til þess eg bleytti ekki sokkana. Mikið iangaði mig út. Þá fann eg í kofanum kirnu með ein- hverjum legi og steig ofan í hana með vinstra fæti, svo sokkurinn blotnaði. Um kvöldið var þar stödd framandi kona og kerling hrósaði því, að nú hefði eg þó ekki vaðið í dag. En er hún tók af mér sokkinn og fann lyktina, þá sló hún mig í andlitið með svo stjórnlausri heift, að konan varð að ráðast á hana og bjarga mér úr höndum hennar, og sýndi henni fram á það með réttlátum orðum, að svona hirtingar gætu ekki haft annað en illar afleið- ingar fyrir okkur bæði. Kerl- ingin var með æxli neðan við brjóstin; hún lét mig sofa til fóta sér og sagði eg spyrnti svo fast í æxlið, að hún mætti ekki sofa, og tók það ráð að binda saman á mér fæturna. En þá versnaði um fullan helming, svo hún mátti losa mig úr haftinu. Eitt sinn sem oftar lét hún mig lesa húslestur í Vigfúsar hugvekjum. Bókin var með tré- spjöldum; nærri miðri ræðunni las eg rangt; þrisvar reyndi hún að leiðrétta mig, en tókst það ekki. Þá greip hún af mér bók- ina og sló mig afdráttarlaus högg sitt á hvorn vanga, þá var lestr- inum lokið en eg stökk út. Eitt sinn langaði mið að fara eitthvað með leikbræðrum mín- um, en vildi biðja fóstruna um leyfi, fór að herbergisdyrunum og kallaði til hannar. Þá hafði hizt þannig á, að hún hafði tekið sér miðdagsdúr og sagði eg hefði vakið sig og eg skyldi fá það borgað innan lítils tíma. Eg tók mér þetta svo nærri, að eg fór ekki-í leikinn og vissi hvað beið mín. Að stundu liðinni kom kerl- ingar fjandinn og segir komdu hér inn í eldhúsið ef þú vilt finna mig. Auðséð var að hún hafði sofið. Eg var þá á sjöunda ári, en þorði þó ekki að mæla í móti. Hún rak mig inn í eldhúsið, fletti mig klæðum og lét stóra vöndinn dynja á mér hlífðarlaust svo blóð rann úr æðunum og hún sparkaði í mig með fótunum eins og hún hafði krafta til; gekk svo bölvandi í burtu frá mér. — Þessi hirting æsti svo skap mitt, að eg hugði á hefnd, því þarna var mér gefinn andlegt ólyfjan, sem engar bætur fengust á. Svo leið rúmt ár, að kerlingarnar voru vægari. Það var á vori einu (eða 1868) að kerling lét mig vakta nokkrar kindur; kemur svo til mín og heldur yfir mér dynjandi skammarræðu. Lengi þagði eg þar til eg segi: “Ef þú ekki þagnar, þá fer eg og drep mig”. “Hvar ætlarðu að gera það,” segir hún. “Norður í fjöílum,” segi eg. Þetta hreiL hún þagnaði og gekk sneypt í burtu. Þegar eg kom heim, bjóst eg við að fá úti látna svikalausa hirtingu, en það snerist á annan veg. Hún gekk að mér með still- ingu og segir: “Sveinki minn, þú mátt aldrei tala um að fyrir- fara þér. Guð heyrir og sér til okkar hvar sem við erum, og eg vil reyna að vera ekki eins hörð við þig hér eftir, sem hingað til”, en illa gekk henni að fram- fylgja þessum orðum. Þá bjuggu með fleiru hjón á Stórahofi, Gísli Jónsson og Vil- borg Einarsdóttir. Þau létu fóstru mína hafa flösku af mjólk yfir október mánuð 1869, og var eg látinn bera hana á milli í sokk. Eitt sinn á heimleið datt eg kylli- flatur og fór flaskan í þúsund mola. Samt staulaðist eg heim, laf hræddur og gat komið sokkn- um í skúmaskot; skaust svo í felur í garðshorni á svonefndu hólatúni og fólst þar. Þegar kerling fann flösku brotin, var mér sagt hún yrði svo æf að hún æddi um bæinn fram og aftur, en fann mig hvergi. Svo fóru margiir að leita. Eg sá úr fylgsni mínu til leitarmanna og meðal þeirra kerlinguna, en þorði ekki að gefa mig fram, því eg vissi að hirting yrði miskunarlaus. Svo var leitinni hætt um tíma; þá kom nærri fylgsni mínu stúlka, sem Guðbjörg hét, eldri en eg; kom eg fram til hennar og hún leiddi mig heim til kerlingar, þá var stödd hjá henni góð og skyn- söm kona er Steinunn hét, og hún leiddi henni fyrir sjónir, með þungum og viturlegum orðum, hvað annað eins háttalag og þetta hefði í för með sér svo kerling leit undan og táraðist. Vorið 1869 fengu hjón með 3 börn húsnæði hjá fóstru minni um eins. árs tíma. Þá kom ein- kennilegt atvik fyrir, í sama mánuði og eg braut flöskuna. Rúm kerlingar var undir hilðar- glugga og eg lá fyrir ofan hana. Þá vakna eg eina nótt, á að giska um kl. 2, litast um í húsinu, og sýnast allir hlutir þar inni snúa öfugt. Þá heyri eg mannamál skamt frá húsinu; eg skildi ekk- ert af því sem talað var annað en það að sagt var: við skiftum okkur, þú ferð þangað. Þá heyri eg stigið þungt til jarðar. Með það sama legst svartur maður á gluggann; hann braut ekki rúð- una, en teygði (rétti) handlegg- inn í fullri stærð upp að brjóst- um Vilborgar, og strauk um sængina. Eg varð ekki hræddur, mér hefir ætíð verið það óskilj- anlegt, því mannsmyndin var ljót og svo ógeðsleg, að eg reyni ekki að lýsa henni. Eg reyndi að vekja kerlinguna en það varð árangurslaust. Þetta mun hafa varað minst 10 mín. þá fór þræll- inn í burtu. Eg lofaði guð í huga mínum og sá nú, að allir hlutir sneru rétt í húsinu. Eg er viss um að þetta var sýn, en ekki draumur. Eitt af verstu reiðiköstum kerlingar átti sér stað daginn eftir, en kom ekki niður á mér. Vorið 1870 flutti Jón Bjarna- son með Stein son sinn til fóstru minnar. Kona hans, Ragnhildur systir Vilborgar var þá dáin fyr- ir þremur árum. Þetta sumar hafði hún 10 ær í kvíum (hún mjólkaði 10 ær). Kvöld eitt í sláttarlok vorum við Steinn sendir með fötu á Stöðulinn (kvíaból) og stúlka fengin að mjólka fyrir hana ærn- ar (Vilb.). Okkur dvaldist eitt- hvað lengur en góðu hófi gengcji. svo Jón, föður Steins, kom á móti okkur og lét mig skilja, að þeirri gömlu væri farið að renna í skap; þá vissi eg að stóri vönd- urinn yrði hafður á lofti þegar eg kæmi heim. Kerling stóð í dyrunum með aðra höndina und- ir svuntunni til að fela bareflið. Eg setti fötuna á þröskuldinn. Fatan vildi velta um; þá var kerling snör, greip fötuna annari hendi, en mig hinni. Þá féll fat- an niður. Eg sl'eit mig lausan og hljóp í burtu. Kerling hljóp eftir mér sem ung væri og vildi krýja mig við kálgarðinn. Eg stökk upp á garðinn, af honum og fram á tún og út á svonefndan kirkju- sand. Kerling kom í hendings kasti fram á Sandinn, greip þar upp steina og henti fyrir mig DÁN ARFREGN Með Maríusi Ágúst Kárasyni er einn af vorum efnilegustu ungmennum til moldar hniginn. Hann andaðist að heimili sínu í Blaine 21. sept. s. 1. eftir langa og erfiða vanheilsu. Maríus sál. fæddist í Blaine 8. ágúst 1909. Hann var sonur Guðbjartar Kárasonar og konu hans Ingibjargar Erlendsdóttur. Hann ólst upp með foreldrum sínum í þessum bæ og útskrifað- ist úr háskólanum (miðskólan- um) hér vorið 1928. Hann fór það sumar til Ocean Falls í British Columbia fylki og dvaldi þar í tæp þrjú ár. Vann hann þar við rafvikjun og aflaði sér samtímis bóklegrar fræðslu bréfleiðis, í þeirri atvinnugrein. Lauk hann að lokum prófi í raf- fræði (Electric Engineering),. Stundaði hann alt sitt nám með alúð og hlaut hvarvetna góðan vitnisburð. En honum var mein- ] eins og meinræka skepnu, en eg I ! bauð henni byrginn og sagði hún skyldi aldrei ná mér. Þá orgaði hún og blótaði og herti hlaupið | alt hvað hún mátti. Þá stökk eg ! út í mýri, sem lét undan fæti, svo ! vatnið bullaði upp úr skónum. I Hvernig sem hún herti sig, átti ] 1 eg alls kostar að láta hana ekki | ná mér. Eg skyldi ekkert í hvað j hún var þolin að hlaupa og kendi , í brjóst um hana, nærri 60 ára gamla. Þá steig hún öðrum fæti í pitt og féll á hliðina, stóð seint upp og segir með hægð: “Við skulum nú hætta þessu og koma heim. Eg skal ekki berja þig”. ^ “Eg trúi þér ekki,” sagði eg. Svo lallaði hún heim særð og uppgef- ] in, en eg fór ekki heim fyr en komið var fram af dagsetri. Jón og hún voru þá að tala saman, eg j held eitthvað um mig, því eg heyrði að hann sagði: eg hefi aldrei þurft né viljað berja hann, Stein minn, og geri það varla hér eftir. Steina fórst mæta vel við föður sinn og ól önn fyrir honum á elliárunum, og sá um útför hans með heiðri. Þetta varð nú lokasenna í handalög- máli milli mín og fóstru minnar; hún reyndi aldrei að hýða mig eftir þetta. Eg býst við að mörgum þyki óþarfar svona nákvæmar lýsing- ar á hirtingum og aga, eins og hér er fært í letur, en eg hefi hvergi í þessu efni farið með rangt mál. Það var sá tíðarandi að nauðsynlegt þótti að beita ströngum aga til þess að börnin yrðu betri menn með aldrinum en það er hugsunarvilla, því beztu foreldrar, sem aldrei berja börnin, heldur vinna þau til hlýðni og trúmensku, með góðu, eiga meiri og betri þátt í uppeld- ismálunum heldur en hinir sem beita vitlausum refsingum, fyrir svo sem engar sakir. Nú skal eg segja það með nokkrum orðum hvað fóstra mín var mér góð. Hún hélt mig að fötum og fæði sem fremst hún hafði efni til, vildi láta mig vinna, en ekki missa hvíld né svefn. Hún vildi eg æfði leiki og glímur og vildi hvergi sjá mig dragast aftur úr ef þess var nokkur kostur. Hún átti nokkrar af fornald- arsögum Norðurlanda skrifaðar með góðri fljóta skrift, og var stolt af hvað vel mér gekk að læra að lesa skriftina. Þetta voru mest lygasögur, samt trúði eg því að Úlfur sterki hefði felt 10 menn í einu höggi. Já gaman og gagn væri að verða svona mikill maður, en það var nú aldrei ann- að en vitlaus draumur. Eitt sinn átti eg að vera 3 vik- ur hjá bónda fram í sveitinni. Þegar eg fór þá varð henni að orði: “Þarna læt eg hjartað úr mér. Eftir f jóra daga strauk eg til hennar aftur. Þegar eg kom löngu fyúen ætlað var, leit fóstra mín á mig um stund, tók mig svo og faðmaði eins og ástrík móðir mundi gera við barn sitt. Sveinn A. Skaftfell að að njóta þeirrar þekkingar, sem hann, með ástundun, hafði aflað sér. Þegar hann hvarf hingað aftur, eftir þriggja ára dvöl í Canada, tók að brydda á tæringunni er að síðustu leiddi hann í gröfina. Var þó alt gert í fyrstu til að stemma stigu hennar. Leit enda svo út um tíma, eftir átján mánaða dvöl á berklahæli, sem óvætturinn mundi sigrast, en hún tók sig upp aftur með auknum krafti svo engum vörnum varð við komið. Tuttugasta og fyrsta á- gúst 1936 giftist Maríus sál. ungri ekkju June Garland Wheel- er að nafni. Stundaði hún mann sinn með mestu umhyggju og alúð en fjölskýldan öll lét ekk- ert ósparað til að gera síðustu hérvistar stundirnar svo bæri- legar sem auðið var. “Árangurslaust”, munu menn segja — en það er fjærri öllum sanni að kærleiks þjónustan sé nokkru sinni árangurslaus. — Hennar vegna hlýtur hinn þjáði nokkra hvíld, hennar vegna hverfa skuggar hinnar hljóðu nætur meðan ástvinir vaka við sjúkra beðinn og hennar vegna breiðist stundum þakklætisbros yfir hvaladrættina í hálftærðu andliti hins helsjúka manns — það bros vakir í minningum kom- andi ára og endist syrgjendum til æfiloka. Ástríkri eiginkonu, aldurhnign- um foreldrum og sérstaklega samrýmdum bræðrum er, með dauðsfalli þessu, hinn sárasti harmur kveðinn, en sú mikla bót finst þó í böli þessu að engin skuggi fellur á hugljúfar endur- minningar um margar unaðsrík- ar samverustundir á heimilinu, sem hann svo þráfaldlega gladdi með hinni hóflyndu glaðværð sinni. Við gerðum okkur öll miklar vonir um bjarta og dáðríka framtíð fyrir hinn unga mann, því í félagsskap unga fólksins tók hann all stórvirkan þátt og var oftast forusta falin meðan heilsunnar naut. Hann var, fyrir margra hluta sakir, vel til slíks fallinn. Hann hafði góðar og farsælar gáfur er héldu honum, þótt erfitt gengi, í heilbrigðu jafnvægi. Viðmótið var aðlaðandi og innrætið vakti traust, því maður fann velvildina til alls og allra, í orðum hans sem æfiferli. Allir sem honum kynt- ust urðu ósjálfrátt kunningjar hans eða vinir en óvildarmenn átti hann áreiðanlega enga enda voru yfir fimtíu blómsveigar Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgdlr: Henry Ave. Ea*t Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA lagðir á legurúmið hans síðasta, sem hinstu kveðjur frá nágrönn- unum. Engan vissi eg, á hans aldri, íslenzkari í anda enda ræktar- semin til ættlands og þjóðar þeim bræðrum innrætt á heim- ilinu. Maðurinn er genginn en minn- ingarnar vara og við erum öll dá- lítið auðugri þeirra vegna. H. E. Johnson ÍSLANDS-FRÉTTIR Gunnlaugur Blöndal listmálari hefir nú lokið við að mála mynd af Alexandrínu drotningu í skrautbúningS. Gunnlaugur ráðgerir að fara bráðlega til Par- ísar og halda þar málverkasýn- ingu. í haust mun hann ljúka við að mála mynd af konungin- um.—Alþbl. 17. sept. * * * Svíinn Axel Wennergren forstjóri hefir stofnað sjóð 30 miljónir króna að upphæð og skal sjóðnum varið til þess að efla norræna vísindastarfsemi og menningarviðleitni. Einkum að því er varðar þær vísindagreinar, er stutt geta að bættri heilbrigði fólks á Norðurlöndum. Ennfrem- ur er sjóðnum ætlað að efla samvinnu Norðurlandanna á þeim grundvelli, að hvert ein- stakt land leggi þar til sinn skerf, sjálfstætt og öðrum óháð. Sjóðurinn tekur þegar til starfa og verður veitt úr honum ein miljón króna á ári til eflingar framangreindum vísindagreinum og starfsemi. Stofnandi sjóðs- ins, Axel Wennergren, er stór- auðugur maður, með því að eigur hans eru taldar nema um 100 miljónum króna. Hefir hann að mestu grætt þetta fé á tíu árum. Gjöf þessi þykir stórhöfðingleg og er talin myndarlegastur skerfur, sem nokkur einn maður hefir lagt fram til eflingar norrænni vísindastarfsemi og norrænni samvinnu. —N. Dbl. 5. sept. All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! s ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.