Heimskringla - 13.10.1937, Page 4

Heimskringla - 13.10.1937, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 13. OKT. 1937 |^cimakring,la (StofnuO 1BS6) Kemur iít á hverjum miBvikuáegt. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 og S55 Sargent Ávenue, Winnipeg Talsimis S6 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurlnn borgist fyriríram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðskifta bréf blaðlnu aðlútandl sendlst: K-nager THE VIKINO PRESS LTD. S53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINQLA S53 Sargent Ave., Winnipeg ‘‘Heimskringla’’ is published and prlnted by THE VIKltiQ PRESS LTD. S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 13. OKT. 1937 ONTARIO-KOSINGARNAR Úrslit kosninganna í Ontario hafa auð- vitað mikla þýðingu fyrir land og lýð eins og blöð vanalega sýna fram á að allar kosn- ingar hafi. Blaðið Free Press segir t. d. að sigur Hepburns sé ákaflega mikilsverð- ur fyrir liberal-flokkinn í heild sinni. — Hvernig það á að skiljast, er öllum ekki eins auðráðið og liberal-blöðunum, þar sem King og Hepburn urðu algerlega á kanti út af því að Hepburn rauf samninginn um orkukaup af Beauharnois og fleiri félög- um, sem King hafði matarást á og liberalar en kosningarnar bera ekki með sér, að fylkisbúar hafi haft neitt að athuga við. Ennfremur þverskallaðist King við því, er Hepburn vildi banna verkamönnum í On- tario að eiga samtök við starfsbræður sína í Bandaríkjunum eða jafnvel utanfylkis. Sigur Hepburns getur ekki heldur í því máli skoðast sigur, heldur beinlínis ósigur, fyrir King. í þriðja lagi eru úrslit kosn- inganna enginn nýr sigur fyrir Hepburn. Þó hann hafi mikinn meirihluta þingsæta nú, er hann samt sem áður heldur minni en fyr og því í raun og veru tap en ekki neinn nýr sigur. Og svo eiga atkvæði kjós- enda í heild sjaldnast nokkuð skylt við þingmannatölu flokkanna. Með nægilega slóttugri kjördæma skiftingu, sem hver stjóm á ráð á, er oft hægt að krækja í fleiri þingsæti, en nokkur sanngjörn á- stæða er til af heildar atkvæðagreiðslunni að dæma. Það er meira að segja það al- genga við okkar lýðræði, að minnihluta stjórnir sitji við völd. Ef um nokkurn nýjan sigur er þarna að ræða, eru það Frakkarnir og kaþólskir, sem orðið hafa hans aðnjótandi. Það var ef- laust skólamálið, skattundanþágan, sem sérskólum í Ont. var veitt á fylkisþinginu, sem langmestu skifti í þessum kosningum um atkvæða-úrslitin. Mál þetta náði ekki nema til Frakka í sjálfu sér, því um aðra sérskóla en frakkneska, mun ekki vera að ræða. Ef það frelsisfum Hepburns hefði náð til allra útlendinga og til annara en þeirra sem svo eru fjölmennir, að skæðir geta reynst í kosningum, var mikið með því fengið fyrir þjóðarbrotin hér, sem vissulega þykir súrt í broti að vita til að barnaskólum sé lokað fyrir máli þeirra og bókmenningu. En því miður var því ekki að heilsa. Það var ótti atkvæðamagns Kaþólskra, sem þröngvaði Hepburn til góð- verksins, en engar andvökur út af þjóð- félagslegu ranglæti. Um kosningasigurinn í Ontario-fylki má því með fylsta rétti tala sem sigur Hep- burns sjálfs og hans stefnu, ásamt per- sónulegum áhrifum, en engra annara. Að blöð Kings beygi sig nú fyrir honum og tali um sigur hans sem sigur Kings, er ofur vanalegur pólitískur skriðdýrsháttur. — Hepburn og Ontario liberalar lýstu þvi yfir, að þeir segðu sig úr flokki Kings. Sú yfirlýsing hefir ekki ennþá verið aftur- kölluð og verður ekki er hætt við, úr þessu. Tala þingmanna stjórnarflokksins er nú 63; var 66 við kosningarnar 1934. íhalds- menn hlutu 23 þingsæti, en höfðu áður 17; unnu því sex þingsæti. Liberal-prógressív- ar voru 2 kosnir, en voru áður 4. Bænda- flokkurinn (U. F. 0.) átti einn á þingi og var hann endurkosinn. C. C. F. sinnar áttu og einn á þingi, en hann tapaði, svo nú eiga þeir engan. óháður var einn á þingi áður; hann náði kosnigu með því að kalla sig “óháðan liberal”. Það varð sitt af hverju þingmannaefnunum til bjargar. Aðra en íhaldsþingsmenn má kalla tagl- hnýtinga Hepburns flokksins. Þeir kváðu í hjarta sínu hafa lofað stjórninni fylgi, þykir nú ekkert skraut í flokksnafni sínu. Alls eru því stjórnarmegin á þingi 67 af 90 þingmönnum alls í fylkinu. Mitchell Hepburn forsætisráðherra fór mikla sigurför í sínu kjördæmi, Elgin. — Hann hlaut 12,363 atkvæði, en íhaldssinn- inn, Martin 7,057 og Tough, C.C.F., 355. í kosningunum 1934 hafði Hepburn 2,700 í meirihluta, nú um 5,000 atkvæða. En leiðtogi íhaldsmanna tapaði í sínu kjördæmi, Simcoe (centre). Hlaut liberal- inn, Hon. L. G. Simpson, mentamálaráð- herra 7,493 atkvæði, en Hon. Earl Rowe foringi íhaldsmanna 6,765. Þar munaði ekki miklu og var svo í mörgu öðru kjör- dæmi, eða í einum 30 af þeim, er liberalar hlutu kosningu í, að varla mátti á milli sjá. í Oshawa bænum þar sem verkföllin urðu og þar sem ætla mátti að Hepburn mætti mótspyrnu, vann liberalinn, Gordon Conant, sigur. Hlaut hann 8,730 atkvæði, en Bird íhaldsm. 7,070 og Dafoe, C.C.F., 3,838; Forest verkamannasinni 61. Liber- alinn hefir ekki neitt líkt því meirihluta allra atkvæða, en hitt er samt merkilegra, að hann eða Hepburns sinni skyldi sigra þarna eftir það sem á undan var komið. f raun og veru virðast þessar kosningar í Ontario bera vitni um að kjósendum hafi alveg staðið á sama um þær og breyting engin vakað fyrir. Úrslitin gætu ekki ver- ið eins lík kosningaúrslitunum 1934 og raun er á, ef svo hefði ekki verið. RÚSSAR Á NORÐURPÓL. HVERS VEGNA? Eftir Vilhjálm Stefánsson Af hverju sækja Sovétin eftir norður- skauti heimsins? Á norðurhveli jarðarkringlunnar er bú- staður flestra sem ráða ríkjum og auð- æfum. Sovétin virðast ætla sér að verða á undan öðrum til að opna loftleiðir til við- skifta milli stórra verzlunarsetra, eftir því lögmáli, að hvar sem langt er slíkra á milli, á norðurhveli, þá liggur skemsta brautin yfir íshafið þvert eða meðfram ströndum þess. Þau ætla sér að ráða Pólhafinu vegna þess það liggur milli hins gamla og nýja heims álíka og Miðjarðarsjór aðskilur Ev- rópu og Afríku. ítalir ætla sér Miðjarð- arhaf, kalla það “sjóinn okkar” (mare nostrum). Rússar ætla sér Pólhafið, segja það vera í sinni landareign. Sú var tíðin að úthöfin voru öllum frjáls, og löndin sem fundust í þeim eign fyrstu finnenda, ef aðrir af sömu þjóð fetuðu í spor þeirra. Snjallur maður í Canada, Senator Poirien, fann annað ráð til landa- skifta í íshafinu. Hann lagði til, árið 1907, að taka sjónhending frá austasta stað í Canada og aðra frá þeim vestasta við fshaf, báðar beint á pólinn, og að öll lönd sem finnast kynnu milli þessara sjónhendinga, skyldu vera eign Canada. Þar í fólst vitan- lega að öðrum ríkjum, sem áttu lönd að íshafinu, skyldu álíka sneiðar heimilar. Lýðræðislöndin og einræðislöndin sömu- leiðis, hafa látið þetta canadiska skaut- geiralag óáreitt til þessa. Nú mælir enginn því á móti, Sovétin hafa lýst sínu sam- þykki, enda ráða þau yfir fast að því helm- ingnum. En fylgir nokkurt gagn þeim yfirráð- um? Svo sýnast Sovétin halda, eftir tíu ára rannsókn, vandlegri en dæmi eru til. Því þau fylgja játandi hlið í þeirri deilu sem þau gögn eða gæði eru undir komin. George H. (nú Sir Hubert) Wilkins er líklega sá fyrsti af útlærðum flugmönnum, sem sint.hefir könnunarstarfi með pólför- um. Hann var með mér 1913, á minni þriðju norðurför. Við fórum um ísana norður af Alaska og Canada í þrjú ár, og þá vísaði hann oft og mörgum sinnum á ísflatir, hina hentugustu staði til lendings og til að taka sig upp til flugs á hjólum eða skíðum. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að á ísum skauthafsins mætti finna lend- ingar í viðlögum með fimm mílna millibili, að meðaltali. Seinna reyndi Wilkins að stofna til leið- angurs samkvæmt þessum skoðunum, en þá sætti hann mótstöðu frá flestum er kannað höfðu norðurslóðir. Þeirra fremst- ur var Amundsen. Hann hafði ferðast í flugfari norður frá Svalbarða (Spitzberg- en) árið 1925 og um íshafið þvert árið 1926. f sögunni af þeirri ferð kemst hann svo að orði: “Við komum ekki auga á nokkurn lendingarstað á leiðinni frá Sval- barða til Alaska. Ekki einn einasta á þeirri löngu leið.” Þetta var reynt til þrautar þegar Wil- kins loksins náði því fé sem þurfti til loft- ferðar og tók sig upp á skíðum frá Barrow höfða 29. marz 1927. Ben Eielson var stýri- maður, til þess fenginn úr herliði Banda- ríkja og í það sinn var 40 stiga frost. Þeir flugu í útnorður, ætluðu sér ekki lengri ferð en 12—1500 mílur báðar leiðir, þó við því væru búnir að lenda á ísum, ef svo bæri undir. Þrisvar voru þeir knúðir til að lenda. í fyrsta sinn þegar vélin bilaði, um 500 mílur í útnorður af Alaska; þar er þciggja mílna dýpi og rekís sem í sjávardjúpum gerist í norðurhöfum. Þeir rendu sér niður, fyrir utan vélar afl, til lendingar á reginsvelli ís. hafsins, langt frá landi, í fyrsta sinn svo sögur fari af. Þá var gott veður. f annað sinn sem þeir voru knúðir til að lenda var mikill bylur, þó tókst lendingin ágætlega. En er þeir tóku sig upp sneru þeir við og héldu aftur til Alaska. Þá fengu þeir mótvind harðan eftir því sem í fshaf- inu gerast (þar eru vindar yfirleitt vægari en í miðri Ameríku) svo að þá þraut gas, urðu að leita lendingar í myrkri ogjblind- byl, samt gekk hún að óskum. Daginn eftir fundu þeir, að þeir voru staddir á jaka, hann var nokkrar mílur að ummáli en opinn sjór alt um kring, sömu- leiðis að til lands var um 100 mílna vega- lengd. Næstu sjö daga rak jakann til austurs um tvö hundruð mílur, en flugmennirnir bjuggu um sig vel og áttu góða æfi. Þar næst gerði frosthörkur og traustan lagnað- arís, þá gerðu þeir sér byrðar og náðu landi eftir tíu daga, um 100 mílna ferð . Af þessari flugferð Wilkins sannaðist þeim fáu, sem veittu henni eftirtekt, að Pólhafið er hættuminna loftferðum en önn- ur höf. Árið eftir flugu þeir Eielson frá Barrow höfða til Svalbarða, komu hvergi við — og urðu frægir af því afreki. Aðeins eitt land gaf alvarlegar gætur að þessum þremur lendingum á rekís árið 1927 -— Sovét samtökin. Þau áttu mikið undir hvort sönn reyndist mótbára þeirra sem fylgdu máli Amundsens, og veitt höfðu eftirtekt þessum lendingum, sú að lenda mætti að vísu léttum flugförum og sama sem tómum á rekís, en alls ekki þungum og stórum, sem útheimtust til viðskifta. f maímánuði í vor kváðu Sóvétin þessi mótmæli niður til fulls. Þá tók sig upp prófessor Schmidt, eftir langar rannsóknir og gagngerðar, til flugs í fari með fjórum 900 hestafla vélum og tólf lesta burðar- magni, og fór í loftinu 500 mílna leið frá landi Franz Jósefs til pólsins, honum tókst lendingin hið bezta. Þar næst stafaði (radioed) hann þremur álíka tröllförum að koma til sín. Eitt kom rakleiðis á tiltekinn lendingarstað, merktan fánum. Hin tvö mistu marks, annað settist sjö mílur hitt tuttugu mílur á burt. Bæði fengu óska lendingu og tóku sig upp til flugs fyrir- hafnarlaust, þegar þeir fundu af loftstöf- um (radio) hvar Schmidt var. Nú bygðu þeir skýli og bjuggust vel um, lögðu svo upp til Franz Jósefs lands. Þrjú af loftförunum höfðu nægilegt gas til heimferðar, hið fjórða neyddist til að setj- ast á rekís um 200 mílur frá pólnum. Hin sem höfðu nægan eldivið komust heilu og höldnu í áfangastað á F. J. landi, sendu þaðan gas norður; fám dögum seinna voru öll komin heim, heil á húfi. Þess má enn geta, sem skeði eftir 1927, er Nobile var bjargað af flugförum, sú raun styrkti erindi þeirra Wilkins og Eiel- sons og að vísu allra flugfara sem hafa glímt við ísbreiður norðurhafa. Svo að sú deila er úr sögunni. önnur deila og víðtækari en sú milli Wil- kins og Amundsen er um það hvort íshafið sé ógurlegt og háskafult. í bókinni Forty Thousand Against the Arctic, sem útgefin var í Ameríku í ágústmánuði í sumar, seg- ir H. P. Smolke til þess, hvernig Sóvétin standa að því máli. Á 28. bls. í þeirri bók er vitnað til þessara orða próf. Schmidt: “The friendly Arctic” (norðrið væna) er heiti sem allir þekkja og hafa eftir þeim ameríska pólkönnuði Stefánsson, vér höf- um óbifanlega trú á því.” Sóvétin hafa kænlega viðað að sér frá pólförum margra landa, kannast líka ær- lega við þær lántökur, en engu trúað raun- arlaust. Þeir hafa prófað tilgátur og frá- sögur annara með athugunum og tilraunum sjálfra sín og sótt það kappsamlega í tíu ár. Af því könnunarstarfi eru þeir orðnir svo sannfróðir, að framkvæmdir þeirra á þessu ári (1937) mega að miklu leyti teljast sprottnar af athöfnum sjálfra þeirra. Nú er að taka til þar sem fyr var frá horfið: af hverju þau vilja ráða hafinu til norðurs. Sóvétinu þykir sér vís árásar hætta frá einræðis löndunum og Japan. Ef í þann harðtjakka slær, dugar þeim járnbrautin um Síberíu hvergi nærri til hlítar, þó tvísett sé nú og nýtilegri en árið 1904. Þau gera sér enga von um að geta sent herflota um Suez skurð eða suður um Afríku, ef ófriður er upp kominn. Því er það, að þau hafa ráðið að gera skipaleið fyrir norðan Asíu. Sú leið var fyrst farin af hin- um sænska Nordenskjöld árið 1878-79, síðan þrívegis af ýms- um á næstu 40 árum. Til hverr- ar ferðar um sig þurfti tvö miss- eri. En fyrir tíu árum tóku Sóvét forsprakkar að nota sér þá skoð- un, að ef þeir vissu á tilteknum degi, hvernig sjávarísum væri háttað fyrir norðan Asíu, þá gætu skip þeirra forðast þá fyr- irstöðu. Nú hafa þeir veðra og ísa vita á hverjum höfða Asíu sem norður horfir til hafs, og hentugur þykir, og á hverjum eyja klasa. Loftför fylgja sum- um þessara vita, þau fljúga víða vega og stafa sífeldlega skýrsl. um. Af þeitn fréttum geta skipa- menn gert sér nákvæman og á- reiðanlegan uppdrátt af allri leiðinni og endurnýjað hann á hverjum tveim eyktum. Ef mörg skip hópast til ferðarinnar, fara loftför fyrir þeim og sterk- ir ísa brjótar. Fyrsta Sóvét farið fór þessa leið á enda árið 1932, fjögur árið 1935 með 2000 lesta þunga, fjórtán árið 1936 með 24,000 lesta búlka (freight). Að ári getur 24 miljón lesta floti farið alla þessa leið, án nokkurar fyr- irstöðu sem vér vitum af. f miðri Asíu spretta upp stórar elfur og renna um skógarbrekk- ur, gullnámu lönd, olíu lönd, hveiti lönd norður til hafs. Eftir þeim fara gufubátar. Til ósanna sóttu 160 skip sumarið 1936, sum frá Atlants sum frá Kyrra- hafi. Ef verzlun og viðskifti aukast meðfram fljótum þessum, verður skipaleiðin meðfram ís- hafsins ströndum þeim mun f jöl- farnari. Enn er eitt ótalið, sem hvetur Sóvétin til yfirráða á norður- höfum, ef til vill umfram alt annað. Fyrir fimtán árum var bygð þeirra mjó mön meðfram suðurmærum. Þeirra óbygðir, þeirra sólroðnu fyrirheitnu lönd lágu til norðurs. Orðtak þeirra átti því aðfverða: “Haldið til norðurs ungu menn!” álíka og okkar var á Greelys dögum: “Farðu vestur!” Þar kom að settir voru menn til að annast um landnám og bygð landsins norður á við og sjóleiðina sérstaklega; fyrir þeim var prófessor Schmidt. — Hann hefir nú forræði allra landa fyrir norðan 62°, sem er álíka stórt svæði og hálf Banda- ríkin. Þar með ræður hann líka yfir hafi og eyjum. Hans ríki hefir vaxið svo, að árið 1936 réði hann yfir 40,000 stöðugum starfsmönnum. f ár nema fjárveitingar til þess starfs sem Schmidt stjórnar, 117 miljón dölum, eftir skýrslum sem birtust í New York Journal of Commerce. Ef þú dáist að U. S. S. R. fyr- ir að eyða svona mörgum miljón- um, þá ertu alveg ólíkur skatt- greiðendum, eins og þeir gerast flestir í Canada og Bandaríkjun- um. Það er hægt að geta því nærri, hvílíkur kurr kæmi upp í báðum þeim löndum, ef bæði til samans verði 17 miljónum til norðurkönnunar, þó ekki væri meira. Ef stjórn þeirra landa, hvors sem væri, gerði annað eins, þá fengi hún að kenna á því við næstu kosningar. En með Sóvétum eru athafnir prófessor Schmidts vinsælar um. fram alt annað. Eru í ennþá meira uppáhaldi en herinn rauði. Jafnvel áður en Chkalov og þeir félagar fóru loftförum frá Mos- kva til Oregon, sóttu yfir 200 manns á hverjum degi um vinnu á ströndum pólhafsins, á íshafs- eyjum eða á rekísnum. Kven- fólk gengur til þeirra starfa engu síður en karlfólk, til lækn- nga, til athugana veðurs og ísa og segulmagns, til vísindalegra rannsókna á samsetning efna og jurta og kviki gæddra dýra. Loks seilast Sóvétin eftir því háa marki, að öllum verði vitan- legt, að sósíalistar og engir aðr- ir séu fyrstir til að kýla (sýna kúlulag á eða gefa) veröldina að þessu leyti. Þar af kemur að þeir keptust til að skorða sinn fimtugasta og sjötta gæivita á sjálfum pólnum. Þeim skilst, að ná verður til eyrna almennings til þess að hljóta opinbera viður- kenning. Fréttirnar frá stöð þeirra eru settar á fremstu síðu í blöðunum, fyrst þær koma frá pólnum eða eru álitnar þaðan komnar. Sóvétin halda vafalaust, að með þeim hætti megi koma þeirri hugsun að vitund Ameríku- manna, að skemsta leiðin milli tveggja heimsálfa sé líka sú ó- dýrasta, sömuleiðis sú hættu- minsta, og að þá gerist vorir ráðamenn reiðubúnir til sam- vinnu við aðrar þjóðir. En ef þau samtök skortir, getur ekki orðið neitt af verzlun og vöruflutning um norðurpól. Kristján Sigurðsson þýddi (Þýtt úr ritinu “Liberty” með góðu leyfi útgefenda og höfund- ar.) MEÐAL SAMVINNUMANN- ANNA í ENGLANDI OG SVfÞJóÐ Viðtal við Guðlaug Rósinkranz Rvík. 11. sept. Guðlaugur Rósinkranz yfir- kennari kom heim með Goðafossi í fyrradag, eftir sumlanga dvöl erlendis. Fréttaritari N.-Dbl. fór á fund Guðlaugs litlu eftir að hann steig af skipsfjöl, til þess að hafa fregnir af ferðurri hans. Útbreigslustarfsemi og blaðaútgáfa. — Hverra erinda fórstu utan ? — Eg fór einkum utan í þeim vændum að kynna með útbreið- slustarfsemi og menningarleg störf samvinnufélagsskaparina á Bretlandi og Svíþjóð. f Englandi var eg um tveggja mánaða skeið mest í Manchester og London. Við the Cooperative College hlustað eg á fyrirlestra um sam- vinnumál, sem The Cooperative Union, fræðslusamband brezku samvinnufélaganna efndi til. Þá fyrirlestra sóttu menn frá mörg- um löndum, Indverjar og Kali- forníumenn, Egyptar og fslend- ingar. Fræðslusambandið er mjög öflugt og eru öll samvinnu- félög Bretlands í því. Um þessar mundir eru Bretar að endurskipuleggja alla út- breiðslustarfsemi samvinnu- hreyfingarinnar og hleypa í hana nýjum krafti. Meginá- herzla er á það lögð, að ávinna hylli hinnar yngri kynslóðar í landinu. Innan samvinnufélag- anna hafa því verið mynduð sér- stök æskulýðsfélög, sem hafa samband sín á milli og var eg svo heppinn að geta setið landsfund ungmennasambandsins, þar sem lagður var grundvöllurinn að út- breiðslustarfseminni meðal æsk- unnar á næstu árum. Jafnvel á meðal barna hafa verið mynduð félög í því augna- miði að fræða þau um gildi sam- vinnu og samtaka og sérstakt blað við barna hæfi gefið út. — Vel á minst. Hvað geturðu sagt okkur um blaðaútgáfu ensku samvinnumannanna? — Bretar gefa út mörg blöð og tímarit til styrktar samvinnu- hreyfingunni. — Meðal þeirra er eitt vikublað, Reynolds News, sem áður var málgagn frjáls- lynda flokksins. Á síðustu tveim- ur árum hefir upplagið verið tvö- faldað og það nú gefið út í hálfri

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.