Heimskringla - 01.12.1937, Side 1

Heimskringla - 01.12.1937, Side 1
 THE PAR-T-DRINK ffjmU Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® AVENUE Dyers & Cleaners Fatahreinsun vor er þess verð að reyna hana. Hvergi betri. SÍMI 33 422 658 St. Matthews LII. ÁRGANGUR WINNLPEG, MIÐVIKUDAGINN. 1. DES. 1937 NÚMER 9. HELZTU FRETTIR Síðast liðinn sunnudag bárust fréttir frá Kína um að sex brezk- um herskipum á Yangtze-ánni, um 50 mílur frá Nanking hefði verið skipað af Japönum að hafa sig strax í burtu, eða þau yrðu sprengd upp. * * * Bankar í Englandi þverneit- uðu stjórn ítala í gær um nokk- urt lán. Volpi greifi, miljóna- mæringur og öruggasti ráðu- nautur Mussolini, var í Englandi yfir helgina til þess að leita fyrir sér um $150,000,000 lán til efl- ingar iðnaði á ftalíu, en varð ekkert ágengt. * * * Forsætisráðherra Frakka og Breta hafa setið á fundi síðan á mánudag í London og verið að í- huga friðarmál Evrópu. Er samkomulag Frakka og Breta eins gott og nokkru sinni áður. Af fundinum hefir það eitt frézt, að hugmyndin sé að kall\ helztu þjóðir Evrópu til fundar og fá þær til að bindast samningum um að vernda friðinn í heimin- um. Frá tildrögum þessa fund- ar er frekar sagt í ritstjórnar- grein í þessu blaði. * * * Eric Ludendorff hershöfðingi Þjóðverja í stríðinu mikla, liggur dauðvona á spítala í Munich. — Hann er 72 ára. * * * f lok febrúar mánaðar falla út- lendar skuldir þýzku stjórnar- innar er nema einni biljón marka ($400,000,000) í gjalddaga. Eru lánveitendur að hafa fund með j sér í London um hvaða ráðum skuli beita til þess að innheimta féð. * * * Auka kosning til sambands- þingsins sem fram fór í Victoria, B. C., í gær, lauk með því, að R. W. Mayhew, liberali, vann sigur. Hann hlaut 9,204 atkv. Bruce McKelvie, íhaldsm. hlaut 7,407 og próf King Gordan frá Mont- real, sem C.C.F. flokkurinn til- nefndi 6,407 atkvæði. Fulltrúi þessa þingsætis hefir verið í- haldssinni s. 1. 30 ár. Hon. S. F. Tolmie, er vann það í kosningun- um 1935, lézt fyrir nokkru. * * * Forsætisráðherra Mackenzie King lagði af stað s. 1. mánudag til ónefnds staðar í Florida. — Hann er að taka sér hvíld áður en þing kemur saman í vetur; er heldur ekki sagður frískur. IK * * Borgarstjóri F. E. Warriner í Winnipeg, meðtók bréf frá John Bracken forsætisráðherra Mani- toba s. 1. mánudag, sem tilkynti bæjarstjórninni, að fylkisstjórn- in greiddi ekki lengur en til 31. desember n. k. 20% af atvinnu- leysiskostnaði fylkisins. Eftir það yrði bærinn að taka við þess- um kostnaði. * sk * íshellan sem rússnesku pól- könnuðurnir hafast við á, er ekki talin ótrygg, eða hættuleg, þó fréttir bærust af því, að hún væri að brotna upp. Segjakönn- uðurnir að jakabáknin rekist oft á og komi þá sprungur í þá. Við þetta hefir orðið vart all-nærri bústað Rússanna, en hversu djúpar eða stórar sprungumar eru, hafa þeir ekki getað séð vegna myrkurs norður þar. Að gera út menn að sækja sig fyr en ákveðið var eða í maí eða júní, muni óþarft. Kuldinn var s. 1. mánudag 27° fyrir neðan núll- mark á Fahrenheit. Stjórnin í Japan lýsti því yfir í gær, að hún viðurkendi Franco, uppreistarforingja, sem stjórn- anda Spánar. * * * N. k. fimtudag fer fram auka- kosning í Lethbridge-kjördæmi 10 mílur nórður af samnefndum bæ, til fylkisþingsins í Alberta. Vekur kosningin mikla athygli, því á úrslitum hennar þykjast menn geta farið nærri um, hvort fylgi S. Credit stjórnarinnar sé social credit stjómarinnar sækir A. J. Burnap, en af hálfu allra stjórnar-andstæðinga — (Unity forces) Dr. Peter M. Campbell. * * * Senator J. L. McLeod frá Grand Rapids, Minn., sem stadd- ur var í Winnipeg yfir helgina, sagði Bandaríkin tæplega dregin út í stríð, nema því aðeins, að strendur Suður- eða Norður- Ameríku yrðu sóttar heim með her. Mr. McLeod er foringi bænda- og verkamannaflokksins í Senatinu í Minnesota. Hann er fæddur og uppalinn í Winni- peg og útskrifaðist af Manitoba- háskóla. — Skoðun Bandaríkja- mannsins kvaðst hann ætla þá, að þeir sem fé sitt ávöxtuðu er- lendis, yrðu sjálfir að vernda það. * * * f fréttum frá Kína í morgun, er þess getið að Kínverjar hafi gefið Japönum mikla ívilnun í viðskiftum fram yfir það, sem öðrum þjóðum er veitt. Kvað Bandaríkjamönnum ekki lítast á blikuna og er sagt að þeir muni krefja Japani reikningsskapar á þessum samningum, sem í bága komi við samninga Bandaríkj- kosningum. Victor Anderson var líklegur til að ná kosningu þar til síðasta eða sjötta talning atkvæða fór fram. Hann var ávalt á undan Stobart, er kosningu hlaut og verkamannasinni er, sem And- erson. Við fimtu talningu hafði Anderson t. d. 3,606 atkvæði, en Stobart 3,519. Við síðustu taln- ingu hlaut Stobart aðeins nægi- lega mikið til þess að verða á undan Anderson. f deild 3. unnu: Blumberg, Penner og Elcheshen. f skólaráð voru kosnir í suður- bænum, Cuddy, Mrs. Rorke og sinni hefir sézt. Greininni um | Það er bæði auðvelt og erfitt rímurnar fylgir mynd af íslands- að segja: “en ef þeir skyldu far- vininum og norrænu-garpinum ast”, en það verður að segja það. mikla Sir Wiliam A. Craigie og Ef þeir skyldu farast þá verða er þar maður fyrir hönd íslands, aðrir sem taka við, aðrir sem að afhenda honum eintak af rím- fara leiðina, flugleið þeirra frá unum með kveðju og árnaðar- Moskva til Bandaríkjanna og frá óskum frá íslandi á 70 ára af- Bandaríkjunum til Moskva — mæli hans, en Sir William var reglubundnar ferðir með farþega fæddur 13. ágúst 1867. Um Sir og flutning. William segir í greininni að hann muni vera hinn eini útlendingur, Þeir munu flytja fleira en það milli heimsálfanna. Þeir munu að aukast eða dvína. Fyrir hönd 'preer> f mið-bænum, Mrs. Mc- Lennan, Mrs. Gloria Queen- Hughes og Beck. í norðurbæn- um eru Averbach, Bilecki og Mc- Grath atkvæða-flest og líkleg að vera kosin. Aukalög nokkur var greitt at- kvæði um. Voru það lög um að stækka bæjarráðshöllina, en þau lög voru feld. Lög um að flýta klukkunni að sumrinu voru og feld. En lög um kosningu borg- arstjóra til tveggja ára, var sam- þykt. Koma þau þó ekki í gildi fyrir næstu kosningu; Queen sækir því á næsta hausti (1938). Snjallræði Ef hægt er að benda á snjall- ara ráð til þess að komast úr kreppu og skuldum en það, sem Hon. John Bracken, forsætisráð- herra Manitobafylkis, hefir bent Rowell dómara á, formanni kon- unglegu nefndarinnar, sem fjár- hag fylkjanna er að rannsaka, væri gaman að fá að heyra það. Bracken hefir lagt fyrir nefnd- ina reikning, sem enginn getur borið á móti, að jafna mundi reikninga fylkisins, en reikning- urinn er í því fólginn, að sam- bandsstj. greiði 71 miljón dollara af skuld fylkisins undir eins, og hafi hér eftir veg og vanda af atvinnulausum, af gamalmenn- um, af hinum meiri þjóðvegum, Bæjarkosningarnar, sem fóru af spítölum, af vitfirringahælum, er lifað hafi sig svo inn í ís- flytja nafn Sigismund Levanev- lenzka rímnakveðskapinn, að ' sky og nöfn félaga hans á flug- hann myndi geta ort rímur, ef; inu og þeir munu flytja bróður- °rð milli tveggja voldugra ríkja, sem eru tengd bandi friðar og velvildar.” Lauslega þýtt af F. S. anna við Japan. Úrslit bæjarkosninganna fram í Winnipeg 26. nóvember, olli engri tiltakanlegri breytingu á bæjarráðinu nema þeirri, að John Queen, verkamannaforingi og fylkisþingmaður, bar hærra hlut og er því borgarstjóri í stað F. E. Warriners, er ekki náði endurkosningu. Er sagt að það hafi ekki skeð síðan 1901, að borgarstjóra hafi ekki verið gef- ið tækifæri í 2. ár og sem er ekki nema sanngjarnt. En Warriner bar ekki gæfu til þess. Atkvæða- tala hvers borgarstjóra efnis er sem hér segir: Kilshaw ........... 5,130 Queen...........'.. 32,738 Warriner............23,284 Queen hefir því á tíunda þús- und atkvæða í meirihluta. En þó sigur Queens sé mikill, virtust sömu áhrif ekki ná til fylgismanna hans, því aðeins tveir af fimm úr verkamanna- » flokki sem sóttu, náðu kosningu í bæjarráðið. Talan þar verður því svipuð og áður, eða 7 úr verkamannaflokki og 11 er utan þess flokks eru. í deild 1. hlutu þessir bæjar- ráðsmenn kosningu: Mrs. Mc- Williams, Simonite og Thomp- son. í deild 2., voru Bardal, Flye og Stobart kosnir. Paul Bardal hlaut við fyrstu talningu 6,075 atkvæði, en 5,042 atkvæði nægðu. Hafði hann því rúmlega eitt þús- und atkvæða afgangs, sem sýnir hvað mikið traust bæjarbúar bera orðið til þessa íslendings. Slíkan afgang atkvæða hafði enginn annar í þessum bæjar- af barnahælum, af heilbrigðis- eftirliti og kostnaði af hagnýtri skólakenslu. Með þessu, ásamt því, að rentan á láninu, sem greiða á með skuld fylkisins að því leyti, sem á var minst, fari ekki fram úr hálfri annari milj., í stað þess sem rentan á skuld- inni nú er $5,693,000, sé hægt að jafna.reiknniga fylkisins og reka svo fylkisstjómarviðskiftin, að skuldir ekki safnist eða ársreikn- ingurinn sýni ekki tekjuhalla eða tap. Á móti því ber enginn, að í þessu séu ekki bjargráð fólgin fyrir fylkisstjómina. En þar sem íbúar fylkisins eru nú einnig þegnar Canada og Canada-stjórn getur þessa hluti ekki nema með því að fá féð hjá fylkisbúum til þess að standa straum af öllum þessum kostnaði, er hagurinn minni en ætla má fyrir einstakl- inginn. En það er mikið að forsætis- ráðherran skyldi ekki detta ofan á það snjallræði eftir að búið var að koma öllum útgjöldum fylkis- ins og skuldum á sambands- stjórnina, að leggja fylkisstjórn hér niður. Með því og því einu, hefðu sparast um H0 miljónir dala á ári. Vísur ortar á íslenzku eftir Sir William Craigie í síðast hefti Eimreiðarinnar er getið um hina nýju útgáfu af Númarímum Sigurðar Breið- fjörðs, er Snæbjörn Jónsson hef- ir gefið út. Er það sögð ein hin dýrasta og bezta útgáfa af ís- lenzkum rímum, sem nokkru hann vildi og gæfi sér tíma til þess. Vísur þær sem hér fara á eftir, orti hann til Símonar Dala- skálds árið 1915, er hann hafði lesið Ingólfsrímur Símonar, og sem sanna ummæli Eimreiðar um að hann hefði ekki aðeins getað ort rímur, heldur einnig ort þær vel: Meðan stríð og styrjöld hörð steypa þjóðum Týs — í glímur, langt frá fsa-ljósri jörð lesið hef eg Ingólfsrímur. Hrestu bæði hug og sál hagar þínar, Símon, bögur; fjörgar ennþá íslenzkt mál, er það hermir fornar sögur. ÍSL AN DS-FRÉTTIR VILHJÁLMUR OG RÚSSARNIR Þýtt úr mánaðarblaðinu “Soviet Russia Today”, sept. nr. (Niðurlag úr grein um flug- ferðir Rússanna til Bandaríkj- anna 20. júní og 12. júlí, sem tók- ust svo vel sem frægt er orðið, og svo ferð Sigismun Levenev- sky og félaga hans er lögðu upp frá Moskva 12. ág. og ekkert heftir spurst til síðan). “ . . . . Hinn frægi norðurfari Vilhjálmur Stefánsson hefir sér- staklega gert sér far um að að- stoða og gera ráðstafanir við leitina að hinum týndu flug- mönnum. Landkönnuða klúbburinn í New York, sem hr. Vilhjálmur Stefánsson er formaður í, hefir skipulagt leitunar starfið. Hr. Stefánsson hefir sérstaka samúð með þessum “norðurpóls flugmönnum”, því hann var sjálfur upphafsmaður að hug- myndinni um að setja upp at- hugunarstöð á norðurpólnum og skrif hans og reynsla hefir orðið til mikils gagns fyrir norður- svæða landnám og framleiðslu- starf soviet ríkjanna. Það var með hans aðstoð að ráðstafanir voru gerðar af sendisveit soviet ríkjanna til að skipuleggja björgunar leiðangur undir for- ustu Sir Hubert Wilkins, til þess var keyptur tvívéla flugbáturinn “Guba” sem hefir flugmagn upp í 4000 mílur og er að sögn hið fullkomnasta ílugskip til lang- ferða sem nú er til. Hinn frægi canadiski flugmaður Herbert Hollick Kenyon verður við stýr- ið. Var hann áður með Ells- worth suðurpóls leiðangrinum og einnig flogið með Sir Hubert Wilkins. i Sir Hubert hyggur að hafa aðalstöð sína við mynnið á Cop- permine ánni við rönd norður ís- hafsins og er viðbúinn að halda uppi flugferðum nokkra mánuði. Hinn canadiski flugfloti að- stoðar við leitina. í báðum heimsálfum sitja þúsundir við stuttbylgju radio-tæki, hlustandi eftir merki frá hinni týndu flúg- vél, því að hugdirfð og afrek þessara sovét flugmanna hefir fangað hugi manna alment, og heimurinn vildi ógjarnan sjá svona menn farast. ögmundur Sigurðsson fyrv. skólastjóri andaðist í gær, eftir langvinna vanheilsu. Hann var þjóðkunnur maður. —Vísir 30. okt. * * * Sauðfjárræktin á Grænlandi Rvík. 26. okt. Forstjóri dönsku Grænlands- stjórnarinnar Daugaard Jensen, sem nýlega er kominn frá Græn- landi, segir svo frá í viðtali við blöð að af þeim 180 íslenzkum kindum, sem á seinni tíð voru fluttar frá íslandi til Grænlands, sé nú kominn fjárstofn, sem telji 10,000 fjár. Samkvæmt rannsóknum sem fyrverandi búnaðarmálastjóri Sigurður Sigurðsson hefir gert á Grænlandi í sumar, vega grænlenzkir dilkar alt að þriðj- ungi meira í sláturtíð á haustin, en íslenzkir dilkar, og þakkar hann það hinni góðu sumarbeit. Telja þeir Daugaard-Jensen og hann, að fjölgunin sé nú alger- lega undir því komin, hvort að hægt sé að afla vetrarfóðurs handa fénu. Er nú verið að gera tilraunir með grasrækt.—N. Dbl. * * * Rafmagnið frá Soginu tekið til notkunar Rvík. 26. okt. Um klukkan hálf eitt í gær var straumnum frá Sogsstöðinni hleypt á rafmagnskerfi bæjar- ins. Hefir stöðin því verið að fullu fengin í hendur bæjarins. Viðstaddir voru ríkisstjóm, bæjarfulltrúar, þingmenn Rvík- ur, sendiherrar og ræðismenn Norðurlandaþjóðanna, verkfræð- ingar, sem að stöðinni hafa unn- ið og raforkumálanefnd og ráðu- nautar hennar. úttekt stöðvarinnar hófst 5. og 6. október, en þá var bygg- ingarvinnan tekin út, en frá 20. 25. okt. hefir staðið yfir fulln- aðarprófun á vélunum. Athöfnin hófst með því, að Steingrímur Jónsson rafmagns- stjóri flutti ræðu og að henni lokinni var spenna Ljósafoss- stöðvarinnar sett upp, stöðvam- ar síðan fasaðar saman og álagið tekið af Elliðaárstöðinni og flutt yfir á Ljósafossstöðina. Síðan tók Haraldur Guð- mundsson atvinnumálaráðherra til máls og ámaði bæjarbúum heilla með hina nýju rafstöð. Þá flutti borgarstjóri ræðu og þakk- aði ríkisstjórn samvinnu í þessu máli og stuðning. Sogsstöðin er því tekin til starfa til fulls og alls. Verða stöðvarnar báðar látnar starfa jafnhliða eftir því sem þörf þykir á og ódýrast verður. Hinir erlendu verkfræðingar og ráðunautar, sem hér hafa starfað á meðan bygging stöðv- arinnar stóð yfir, hverfa af landi brott áður en langt um líður. Alþingi Þingið var sett 9. okt. Hófst athöfnin með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Séra Björn Magn- ússon dósent prédikaði. Að lok- inni guðsþjónustu komu þing- menn saman í neðri deildar sal Alþingis. Forsætisráðherra las upp boðskap konungs um að Al- 1 þingi væri stefnt saman og setti þingið í umboði konungs. Síðan j mintust þingmenn ættjarðarinn- ar og konungs með ferföldu húrra. Sósíalistar (að undan- teknum Ásgeir) og kommúnistar tóku ekki þátt í því. En kom- múnistar hrópuðu viðbótarhúrra fyrir frelsisbaráttu íslenzku þjóðarinnar. Að þessu loknu bað forsætis- ráðherra aldursforseta ’þingsins Ingvar Pálmason, að stýra fundi, unz kosinn væri forseti samein- aðs þings. Mintist aldursforseti fyrst þriggja fyrv. þingmanna, er lát- ist höfðu, eftir að síðasta þingi lauk. Voru það Guðm. Björn- son, fyrv. landlæknir, séra Sigfús Jónsson og Jón ólafsson banka- stjóri. Risu þingmenn úr sæt- um sínum til virðingar hinum látnu. Þá skiftust þingmenn í deildir, til þess að prófa kjörbréf og kosningu þingmanna. Voru kjör þeirra allra samþykt. Þá fór fram kosning forseta sameinaðs þings, og var Jón Baldvinsson kjörinn forseti með 25 atkvæðum, 18 seðlar voru auðir. Fleira var ekki aðhafst þann dag. Á mánudaginn skiftust þing- menn í deildir. Forseti efri deild- ar er Einar Árnason, en forseti neðri deildar Jörundur Brynj- ólfsson. f efri deild eru 7 Fram- sóknarmenn, 2 sósíalistar, 6 Sjálfstæðismenn og 1 kommún- isti. Kosning í fastar nefndir fór fram í fyrradag. Engir þingfundir voru í gær. —Dagur. 14. okt. * * * Á ísland að ganga í Þ jóða bandalagið ? ♦ Einar Olgeirsson flytur svo- hljóðandi þingsályktunartillögu: “Neðri deild Alþingis skorar á ríkisstjórnina að láta fram fara rannsókn á því, hver aukin trygging fyrir sjálfstæði íslands myndi fást með því að það gengi í Þjóðabandalagið. Jafnframt að athuga, hvern kostnað og hvaða skuldbindingar það hefði í för með sér. Séu niðurstöður þess- ara athugana lagðar fyrir næsta Alþingi”. Það liggja fyrir ítarleg álit fræðimanna um þetta mál. Þeir Einar Arnórsson hæstaréttar- dómari og dr. Björn Þórðarson hafa kynt sér málið og skrifað um það.—Mbl. * * * Kandidatsprpófi í lyfjafræði hafa nýlega lokið við Lyfja- fræðis'skólann í Kaupmannahöfn þessir fslendingar: Skúli Gísla- son frá Stóra-Hrauni, Snæbjörn Kaldalóns, Karl Lúðvígsson frá Norðfirði, Kristján Zimsen, Mogens Mogensen og Ingibjörg Guðmundsdóttir.—Mbl. 31. okt. * * * Frú ólöf Bjarnadóttir á Egilsstöðum á Völlum and- aðist í gær. Hún var fædd 1. nóv. 1§34 og varð því nálega 103 ára gömul. Mun hún hafa verið elsta kona landsins. Hún hafði verið lasburða líkamlega nú að undanförnu, en var andlega hress til banadægurs.—15. okt.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.