Heimskringla - 01.12.1937, Side 4

Heimskringla - 01.12.1937, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 1. DES. 1937 \ Hcíntskringla | f StofnuO 1SS8) Kemur út i hverjum miBvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRES8 LTD. »53 oc «55 Sargent Avenue. Winnipeg Talsimia SS 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst g Ityrtrfram. Allar borganir sendlat: THE VIKING PRESS LTD. 1 ------------------------------------- ■ 311 viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendlst: Kr^ager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskrlngla" is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. «53-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. | | Telephone: 86 537 Buiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiimiiíiiiiiim WINNIPEG, 1. DES. 1937 LON DON-FUNDURINN í London á Englandi stendur nú yfir fundur, sem Frakkar og Bretar eiga með sér; er tvímælalaust haldið fram, að sá fundur sé mikilsverðasta tilraunin, sem enn hefir verið gerð til þess að sporna við stórstríði. Tildrögin til þessa fundar voru þau, að Bretar létu eitthvað uppi um það, að krafa Þjóðverja um nýlendur væri svo alvarleg og brýn, að hana væri ekki hægt að þegja fram af sér. Sló þá heldur en ekki felmtri á Frakka og hélt forsætisráðherra þeirra Chautemps þegar á fund Breta, til þess að eiga tal við þá um þessi mál. 0g fundur- inn hófst s. 1. mánudag í utanríkisskrif- stofunni í Downing Street en alt hefir þar farið fram fyrir lokuðum dyrum til þessa. Blöð á Bretlandi og út um allan heim birta heilar blaðsíður um mál þau, sem vissa þykir fyrir, að þarna verði íhuguð og rædd. f grein þessari, er hugmyndin að minnast á eitthvað af þeim málum, þó um endanlega útkomu fundarins verði ekkert hægt að segja í bráðina. Eftir ferð Halifax lávarðar á fund Hitl- ers, var látið í veðri vaka, að Bretar væru að venda í stríðsmálunum og mundu draga taum Þjóðverja meira en þeir hefðu áður gert. Því var hreyft, að þeir vildu gefa Þjóðverjum lausari taum í Mið-Evrópu en áður og nánara samband við Austurríki. Spurði verkamannaforingi Breta Mr. At- lee í þinginu, hvort að Bretar væru með þessu að kaupslaga við Þjóðverja um að fá haldið nýlendum þeirra, en þær lentu flestar eða allar til Breta. Svar stjórnar- innar við þessari spumingu var það, að alt annað og meira vekti fyrir en þetta. En úr því að brezkur þingmaður sá ekki gleggra stefnuna en þetta, var ekki furða þó Frakkar færu að verða óróir. Það hafði og ennfremur í hámæli komist, að Bretar mundu ekki standa við hlið Frakka meðan þeir hefðu samband við Rússa. En úr þessu mun einnig hafa verið ofmikið gert, því nú er því hiklaust haldið fram í London Times, að svo mikið sé víst, að Bretland setji Frakklandi engar kvaðir um það, að slíta sambandi við Rússa eða Czecho-sló- vakíu. Það sem fyrir Bretum vakir, er ekki ótti við að leggja til orustu við hvaða þjóð eða þjóðir, sem er, heldur hitt, að þeir sjá, að með nýju alheimtssríði verður siðmenning Evrópu kollvarpað. Þeir eru sannfærðir um að hjá slíku menningarhruni verði ekki komist með þeim voða útbúnaði, sem hern- aði sé nú samfara, ef í alheimsstríð slæst. Þetta segja Bretar hina fyrstu og helztu ástæðu fyrir því, að þeir ætla að sporna við stríði meðan unt sé og þeir telja það ekki óhugsanlegt, með því að koma vitinu fyrir aðrar þjóðir Evrópu um þetta og þó leggja þyrfti meira að segja mikið í sölurnar til þess. Og viðvíkjandi kröfum Þjóðverja um nýlendur, er svo að sjá, sem Bretar ætli að gera þeim einhverja úrlausn og láta af hendi við þá eitthvað af fyrri ný- lendum þeirra, ef með því fæst ákveðinn friður af hálfu Þjóðverja. Gera Bretar sér vonir um, að það fáist og verði sýnt með því að takmarka herútbúnað hjá Þjóð- verjum, sem öllum öðrum þjóðum. Það er að mínka herútbúnaðinn sem fyrir Bretum vakir. Bretar er sagt að ekki geri ráð fyrir að reisa neinar skorður við sambandi Þjóð- verja og ítalía. Á þetta er haldið að forsætisráðherra Frakklands muni alt fallast. Enda þarf Frakkland ekkert að óttast. Eins lengi og samband þess við Bretland er óskert, ætti öllu að vera óhætt. En það hefir mikið að segja, ef þessar tvær voldugu herþjóðir taka höndum saman um að efla frið og er ekki ólíklegt, að það yrði öðrum þjóðum Evrópu til eftirbreytni eða varnaðar. Með þessu fara menn ofurlítið að skilja í stefnu Breta sem mörgum hefir verið ráð- gáta undan farið. Sjálfir virðast þeir ætla að leggja nokkuð í sölurnar með því að láta af hendi eitthvað af nýlendum Þjóðverja, til þess að friðurinn fáist. Það hefir ef til vill nokkuð verið í því, er sagt hefir verið, að öngþveitið í heiminum stafi af því, að vissar þjóðir hafi verið mjög var- skiftar að löndum eftir stríðið mikla, en aðrar hafi haft meira en þær þurftu með, eða var jafnvel hagur að fyrir þær. Ójafn- rétti þar er ekki betra en afinar staðar, þó sjaldan hafi verið viðurkent fyr en Bretar nú gera það, og á sinn eigin kostnað. En svo er nú þetta sem hér er sagt, ekki það sem fram er komið á London-fundinum, heldur aðeins stefnurnar, sem blaðið Lon- don Times segir þar vaka fyrir og fundinn vera fólginn í. En hvernig sem um fundinn fer, mælist þetta friðar-áform Breta vel fyrir. Það er ekkert, sem glætt hefir eins vonina um á- framhaldandi frið í Evrópu sem þessi frið- ar-tilraun. Með henni er ekki verið að þröngva neinni þjóð til friðar, heldur er þjóðunum, sem við landþrengsli eiga að búa nokkuð til þess boðið. Má af því dæma, að hér er með meiri alvöru og einlægni verið að reyna að efna til friðar, en nokkru sinni áður. Heimurinn bíður með mikilli eftirvænt- ingu úrslita þessa fundar í London. VIÐBURÐIRNIR f KÍNA Þó svo virðist, sem aðrar þjóðir en Asíubúar, gefi því lítinn gaum, sem er að gerast í Kína, er það víst, að þar er að draga til engu minni sögulegra tíðinda en þeirra, er gerðust árið 1914 í Evrópu. Það er nú alt útlit fyrir, að Japanir taki alt Kínaveldi, nema því að eins að aðrar þjóðir skerist í leikinn með Kínverjum. Og það mun aldahvörfum ráða í sögu mann- kynsins. Yfirdrotnan Japana í Kína nær miklu lengra en til Austurálfunnar. Á- hrifa hennar mun einnig verða vart í Ev- rópu og Ameríku. Japanir eru talsvert leiknir orðnir í ýmsum verklegum framkvæmdum og iðn- aði. Með því að klófesta land með mann- afla er nemur fjögur hundruð miljónum og ótakmörkuðum auðsuppsprettum, getur það varla nokkrum dulist, að þarna er að rísa upp eitt hið voldugasta þjóðríki, sem sögur fara af. Þegar Japanir hafa lagt þjóðarskútunni við festar í Kína, verður þess ekki langt að bíða, að farið verði að telja þjóðherinn mongólska í 5 til 10 miljónum, undir stjórn Japana. Það er stundum haft eftir Japönum, jafnvel í alvöru, að alt sem fyrir þeim vaki» sé að ná viðunanlegri samvinnu við Kín- verja um verzlun þeirra. En “Tanaku”- stefna þeirra, er ofkunn til þess að nokkur geti fest trúnað á slíkt. Hún hefir verið kend sem trúarbrögðin, síðari árin í Japan; hana hefir hvert bam drukkið í sig með móðurmjólkinni. En þessi Tanaku stefna er í fám orðum sagt fólgin í því, að Jap- anir séu forsjónarinnar úrval, til að stjórna mannkyninu, öllum heimi. Að krækja í Kínaveldi, er aðeins fyrsta sporið fyrir Japönum til þess að verða öndvegisþjóð heimsins. Um þetta ber nú flestum hermálafróðum mönnum saman. Það væri og næsta hjákátlegt, að líta á að- farir Japana í Kína, sem leik einn, eða á- kvörðunarlaust gan út í loftið. Tala japanskra hermanna í Shanghai, er nú sögð um 200,000. í Norður-Kína eru um 300,000 og í Manchoukuo aðrar þrjú hundruð þúsundir hermanna. Alls er her- inn því um 800,000 í Kína. Við Shanghai- herinn á nú að bæta 150,000 hermönnum. Kvað það gert að ráði Iwane Matsui, yfir- hershöfðingja þar, sem viðbót þessa segir þurfa með til þess að taka Nanking, höfuð- borgina, innan eins eða tveggja mánaða. Stríðið hefir kostað Japani stórfé. Er kostnaðurinn á hverjum degi sagður nema $10,000,000, að gullgildi, eða um $1,000,- 000,000 (einni biljón) í þá þrjá mánuði, sem stríðið hefir staðið yfir. Þetta er feikna kostnaður, en það er líka til mikils að vinna. Að Kínverjar hafa tafið innrás Japana, er lægni Chiang Kai-Shek þökkuð. Honum tókst ótrúlega að sameina hin sundruðu Öfl í Kína, kommúnistana og þjóðherinn, sem í eilífum laumu-bardögum áttu áður. Virðist þjóðin nú standa svo sameinuð, að baki Chiang Kai-Shek, að hann verði að berjast meðan nokkur stendur uppi eða týna lífi sjálfur. Telja Japanir hann sinn versta þránd í götu og óska honum og Soong-fjölskyldunni allri sem fyrst undir græna torfu. Kuomintang-flokkurinn, sem Sun Yat Sen stofnaði og fyrir frelsi og sjálfstæði Kína hefir síðari árin barist, þó klofnað hafi öðru hvoru og sem nú er fremstur í fylkingu í stríðinu á móti yfir- gangi Japana, munu Japanir leysa hið skjótasta upp, er þeir hafa við forsjá Kína- veldis tekið. Sjálfstæðismanna í Kína bíð- ur því landflótti eða gröfin. Kínverja skorti ekki mannafla í stríð. En þá skorti vopn og annan herútbúnað. Og ástæðan fyrir því, var sú, að það var aðeins úr einni átt, sem Kínverjar óttuðust innrás útlends hers. Það var frá Japönum um Mansjúríu. En fyrir þeirri árás var séð með því, að Kína tilheyrði þjóðabanda- laginu og níu stórþjóðir heimsins ábyrgð- ust, að þaðan skyldi Kína engin hætta stafa. Með þessum samningi, sem Japanir sjálfir undirskrifuðu, þótti svo vel um hnúta búið, að vopna-innflutningur og her- útbúnaður, var bannaður í Kína. Þjóð- irnar, sem níuveldasamninginn gerðu, bönnuðu þetta. En hvað gera þær svo nú til aðstoðar þjóðinni, sem þær bönnuðu, að hervæðast, er á hana er ráðist af einni bezt vopnuðustu þjóð heimsins? Það er nú sagt sem svo, að þrátt fyrir að Japanpir vaði inn í Kína, muni þeir tím- ar koma, að þeir verði að hörfa þaðan aftur og telja þá skoðun sína hafa við það að styðjast, að Kínverjar muni, með aðstoð útlendra þjóða, gera Japönum ókleift, að stórna landinu. En hví skyldu Kínverjar eiga að hlaupa af stað í annað stríð við Japani út af yfirráðum landsins fyrir er- lendar þjóðir síðar meir? Líkindin eru miklu fremur þau, að Kínverjar launi von- brigði sín með því, að berjast gegn öðrum þjóðum, en með Japönum hér eftir. Sam- vinna Kínverja við vestlægu þjóðimar hefir ekki verið þeim sá ávinningur, að þeir geti ekki af henni séð. BEZTA JÓLAGJÖFIN fslendingar munu eigi síður en aðrir halda uppi þeim góða sið, að gleðja vini sína eftir efnum og ástæðum með nokkurri gjöf á jólunum. En það er ávalt svo með jólagjafir, að það er mikill v^andi að velja þær. Það skiftir ekki öllu, hve mikið er borgað fyrir þær; hitt varðar meiru, að þær séu þeim sem þær eru ætlaðar, til var- anlegrar ánægju. » Það hafa einstöku menn tekið upp þann sið, sem vér ætlum, að komið geta mörgum að góðu að vita um við val jólagjafa sinna, en það er að þeir hafa gefið vinum sínum einn árgang af Heimskringlu í jólagjöf. Ákjósanlegri jólagjöf er ekki hægt að hugsa sér en þessa. Það er gjöf, sem hver maðnr getur reitt sig á að gleður og skemt- ir vininum, sem hún er send, hver sem hann er. fslendingar hafa á sér almennings orð fyrir lestrar og fróðleiksfýsn. Bækur og blöð ættu því öllu öðru fremur að vera þeim kærkomin jólagjöf, blöð ekki sízt. með ágripi af nýjustu fréttum á vikufresti bæði af íslendingum hér, heima á ættjörð- inni og fréttir utan úr heimi. f íslenzku vikublöðunum vestra, eru einu fréttirnar svo að nokkru nemi af Vestur- fslendingum; þær fréttir er hvergi annar staðar að finna. f annan stað ber og á það að líta, að með því að'hlynna að íslenzku blaði og kaupa það, er lagður skerfur til þjóðlegs starfs á meðal Vestur-íslendinga, sem meira er vert út af fyrir sig, en nokkuð, sem fyrir það er goldið. Eigir þú því vin, sem á mis fer við ís- lenzk blöð hér og ánægjuna af því að fylgj- ast ofurlítið með því sem á meðal landa hans er að gerast, getum vér ekkert heilla ráðlagt en það, fyrir þessi jól, að senda honum einn árgang af Heimskringlu. Vér höfum ekki heyrt bent á neitt, sem varan- legri ánægju mundi veita en slík gjöf. Evrópa er þéttbýlasta álfa heims, eins og kunnugt er. Þar lifa 48 manns að með- altali á hverjum ferkílómetra lands, en í Norður og Mið-Ameríku aðeins 6,9, Suð- ur-Ameríku 3,5, Asíu 24,6, Afríku 4,8 og Ástralíu einn maður á ferkílómetra, að meðaltali. Þéttbýlasta land álfunnar, að undanteknu kotríkinu Monaco, er Belgía. Þar koma 256,6 manns að meðaltali á hvern ferkm. Strjálbýlast er í Noregi (8,5 á ferkm.) og Finnlandi (9 á ferkm.). En þó er fsland strjálbýlast allra landa álf- unnar, því þar kemur tæplega einn maður að meðaltali á hvem ferkílómetra. FIMM MÍNÚTNA RÆÐA flutt á íslendingadegi í Wyn- yard (2. ág. 1937) af Rósmundi Árnasyni Nú megi þið hafa hátt, hlægja og tala saman, að sjá mig opinn upp á gátt, engum þykir gaman. En svo er nú annað sem okkur er fró og ágætt við ræður og prest. En það er að sofna í sælu og ró; og syndinni lætur það best. Mér dettur í hug vísan hans St. G. ‘Fella þyrfti’ o. s. frv. Það mætti að minsta kosti kenna í brjóst um ykkur fyrir ræðu- manninn. Það lætur okkur ekki vel þessum miðlungs áburðar- klárum að ná skeiði á ræðupöll- um. Þegar einn af starfsmönnum íslendingadagsnefndarinnar hér’ tilkynti mér það, að eg hefði verið útnefndur frá Leslie, til að tala hér í fimm mínútur, þá lagði hann sérstaka áherzlu á það, að fram yfir þann tíma mætti eg ekki fara. Mér datt í hnug að nefndin hefði hyggilega gert því skóna. Að eftir því sem þær yrðu fleiri eftir því yrði heimskan meiri . Hann ráðlagði mér einnig að horfa á klukkuna og tæma mig. En eg komst fljótt að því að á 5. mín. var mér ómögulegt að tæma mig. Eg þakka nefndinni samt sem áður þá tiltrú er hún sýndi mér en meðfram mun þó valda ókunn- leiki hennar á mönnum þar eystra. Vitanlega ber okkur öllum að vera nefndinni þakklát. Ekki fyrir að eyða 5. m. af æfi ykkar í að hlusta á mig. Heldur fyrir alla þá fyrirhöfn og erfiði er undirbúningur þessa, dags hefir { för með sér. Þakklát fyrir að gefast tækifæri að koma hér saman, sem íslendingar. Spjalla við gamla kunningja og kynnast nýjum. Og það eina sem við getum sýnt nefndinni þakklæti vort með, er að sækja þetta mót. Hver íslendingur hvar í bygð- inni sem er, með heilsu og heila limi ætti að vera hér staddur. Og þó eg taki þannig í árinni, veit eg að mörgum hamlar fleira, en viljaleysi. — Því er ver og miður. Það hefir oft klingt í eyrum okkar, að við konjum hér saman á fslendingamótum, að- eins til að hæla okkur sjálfum og íslandi. Minn skilningur er sá, að aðal tilgangur dagsins, sé að skýra og endurmála þá mynd er við berum í huga af landi og þjóð. En það er mjög leiðinlegt að fjarlægð og tími hafi sveipað hana æfintýra ljóma. Gert hana fegurri og draumkendari, en hið upprunalega og hlutræna er við kvöddum fyrir mörgum árum. En það er einmitt þessi hugræna hyllinga mynd, sem er okkur kærust. Þessvegna viljum við á fslendingadögum aðeins heyra það sem skýrir fegurstu drætt- ina í myndinni okkar. Og verði einhverjum á, að tala um það er miður fer í ffiri þjóðarinnar og skýja þá mynd er við berum í brjósti, þá er gremja okkar auð- sæ. Því hefir verið haldið fram bæði í ræðum og ritum að við íslendingar, ættum fleiri skáld og mentamenn og færri glæpa- menn, en nokkur annar þjóðfl. er bygði þetta land, borið saman við hundraða tölu. Ef þetta er rétt hermt, mundi þá ekki vera sanngjamt að áætla það talsverðan gróða, að við- halda þjóðareinkennum okkar fs- lendinga í lengstu lög. Eg ætla aðeins að nefna þrjá áberandi manndómskosti er fs- lendingar fluttu með sér að heiman til þessa lands, sem allir eru nauðsynlegir hverjum þeim er reynast vill góður borgari í landinu. En það er trúmenska, orðheldni og sjálfstæðis tilfinn- ing. Tíminn leyfir mér ekki að dvelja við þessa landnáms mann- kosti. En þó fela þeir í sér efni í góða prédikun. (Minnið þið prestinn á það). Er nokkur efi á því að viðhald okkar þjóðernis sé okkur og fósturlandi okkar gróði? Og eg spyr ykkur aftur: Mun ekki viðhald okkar söguríku ís- lenzku tungu í lengstu lög vera aðal þátturinn í viðhaldi okkar beztu og sérstæðustu þjóðernis- einkenna ? Eg efast ekki um að svarið sé játandi. Og þá er aðeins þrent, sem eg ætla að benda á, sem eg álít að við í þessari bygð ættum öll að styðja, og hafa okkar sameign. Þrent sem stuðlar að viðhaldi tungu og þjóðernis. Það fyrst er að launa íslenzkan mentamann, sem starfar og styður að okkar íslenzku félagsmálum í hvívetna. Auðvitað verður hann að vera prestur og hann þarf einnig að vera skáld og rithöfundur. Og við höfum einmitt í þessari bygð verið sérstaklega lánsöm að hafa þessa menn hvern af öðrum. En það er mikið undir okkur sjálf- um komið hvað greinilega spor þeirra sjást. Þjóðræknisfélaginu eigum við öll að tilheyra og styðja. Því aðeins það eitt getur verið mál- svari og fulltrúi okkar sérmála í þessu landi. Og síðast en ekki sízt, er við- hald íslenzku blaðanna Lögb. og Heimskr. Þau eru ef til vill okkar sterk- asta tengitaug. Bæði við okkar draumríku æskustöðvar og einn- ig innávið meðal okkar sjálfra, í þessu víðfeðma gróðurríka fóst- Uflandi okkar; það er að segja þegar rignir. Svo þakka eg ykkur öllum, alt þakklæti er kurteisis stig. Og þó eg sé tæplega tæmdur er tómahljóð komið í mig. FLEYGAR Líkustu leiðtogar, sem sagan getur um, eru Mose og Stalin. Mose lét drepa þúsundir, en Stalin hundruð. Þó er Mose frumhöfundur vesturrænnar sið- mennigar. Séra Guðm. P. Johnson lét syngja sálma og sýndi jafnframt myndir af innihaldi þeirra. Þetla var nýung sem ætti að vera gott hjálparmeðal til þess að finna muninn á myndauðugum og myndsnauðum skáldskap. Vonirnar eru pantar alheims- máttarins. Þessvegna raítast þær einhverntíma. 4 Ef miljónir manna breyttu skynsamlega, væri ekkert auð- vald til. Alt, sem í mannshugann hefir komið er til í alheimi. Seytjándu aldar “hjátrú” var eins raun- veruleg og tuttugustu aldar “vantrú” — staðreynd á öðrum fleti tilverunnar. Að muna mótgerðir er skyn- samlegra en gleyma þeim. Gæti sálin flogið á vængjum hugans, yrði bilið á milli hennar og loftdrekans meir en milli bíls- ins og uxans. Stærsta meinsemd þessarar aldar er nautnagræðgin, bæði hjá þeim, sem geta kastað allsnægt- um í gin hennar og þeim, sem ekki geta það. Fyrst kom steinöldin, svo kom jámöldin; næst kemur öld lífs- orkunnar. Vetrinum dvelst norður í fs- hafi. Máfurinn situr enn á sama steininum og hrafninn krunkar í skóginum. — Þó er 13. nóvember í dag. Fyrir þetta eru þeir þakk- i

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.