Heimskringla - 01.12.1937, Side 5

Heimskringla - 01.12.1937, Side 5
/ WINNIPEG, 1. DES. 1937 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA látir, sem standa höllum fæti í hörkunum. “Ljós heimsins” kastar mynd- inni á tjáldið eins og hún er, en ekki eins og menn vilja að hún sé. — Kristindómurinn er eins °g hann er, þó að menn hafi viljað hafa hann öðruvísi, þess- vegna er hann ekki lengur ljós heimsins. í heimi andans getur enginn orðið stór nema sá, sem þorir að horfast í augua við óvinsældir. Það fer illa með fslendinginn að búa í fjalllausu landi. Gott eiga þeir landar, sem eiga heima vestur á Kyrrahafsströnd. Það var einu sinni kona, sem vildi verða rithöfundur en gat það ekki fyrir gáfnaskorti. Þá tók hún það til bragðs að vera reið yfir því að rithöfundar væru til. Kaldur er Manitoba-veturinn, en kaldara er mannlífið. Hart er að berjast fyrir lífi líkamans. Samt er harðara að berjast fyrir lífi sálarinnar þó að hún sé ódauðleg. Dollarinn getur alt, nema að búa til gáfur og karakter. • * Breiði vegurinn er orðinn svo breiður að engum dettur í hug að fara þann þrönga. Á meðan maðurinn ekki getur beislað veðuráttina né skilið til- gang dauðans, verður hann leiksoppur forlaganna þrátt fyr- ir allar framfarir. Á þessum tímum ber góður maður minst úr býtum. Þó er lífið einkisvirði nema að vera góður maður. Alheimurinn er *of stór, mað- urinn of lítill. Eðli mannsins krefst þess að hann sé stærstur. En þegar hann ber smæð sína saman við stærð alheimsins ör- vinglast hann. Þeir sem útsjúga hús ekkna og föðurlausra skamma þann, sem leitar að olnbogabarninu í myrkrum athvarfaleysisins, ber það fram í ljósið og segir frammi fyrir öllum lýð: Sjáið manninn! Væri Laxness svo skynsamur að skrifa um auðnuleysingja ráð- stjórn^rinnar rússnesku yrði honum sungið lof og dýrð af yfir- mönnum og undirgefnum. Þó hafa íslenzku auðnuleysingjarn- ir sömu tilfinningu fyrir þján- ingum og þeir rússnesku. Þetta ættu læknarnir að fræða fólkið um frá lífeðlislegu sjónarmiði. Þó að mannfólk þessarar jarð- ar farist eins og sumir eru að spá, veldur það ekki meiri tíð- indum í hnattakerfi geimsins en þegar fjöður dettur af fugli. fslendingar hæla rithöfundum sínum á hvert reipi, þegar er- lendir menn hafa viðurkent þá. J. S. frá Kaldbak HEYRT OG SÉÐ eftir Alþbl. Þeir Þorsteinn Erlingsson og Páll ólafsson ortu einu sinni vísu um Loðmundarfjörð. Þorsteinn 'byrjaði: Það er engan þorsk að fá í þessum firði. Páll botnaði: Þurru landi eru þeir á og einskisvirði. * * * Magnús Sigurðsson stórbóndi og kaupmaður á Grund í Eyja- firði seldi m. a. hnífa á stríðs- árunum. Bændurnir í kring voru mjög vandir í hnífavali sínu og heimtuðu annaðhvort Solingen- eða Eskiltuna-hnífa, en Magnús hafði einungis aðrar tegundir hnífa. Tók hann þá 'það til bragðs að telja bændum trú um, að þeir ágætu hnífasmiðir Sol- ingen og Eskiltuna væru báðir fallnir í stríðinu, og yrðu því bændur að láta sér nægja þá hnífa, sem fengjast í sinni verzl- un. * * * Sigurður bóksali Kristjánsson gerði eftirfarandi vísu, þegar hann gaf út prédikanir séra Páls heitins Sigurðssonar í Gaulverja- bæ, föður Árna Pálssonar pró- fessors: Djöfla óðum fækkar fans fyrir góðum penna, unz á hlóðum andskotans engar glóðir brenna. * * * Samson Eyjólfsson kvað eitt sinn þessa vísu um andstæðinga sína (heimastjórnarmenn): OHULTA LEIÐIN AÐ SENDA PENINGA HEIM Fljótasti og öruggasti vegurinn að senda peninga er gegnum eitthvert útibú Royal Bankans. Það er alveg sama til hvaða staðar þér viljið senda þá, bankinn ráðstafar því öllu fyTÍr yður — engir snúningar og engin ómök — en þér getið verið viss um að peningarnir komast til skila til þess sem þeir eru ætlaðir. THE ROYAL B AN K O F CANADA Eignir yfir $800,000,000 Það yrði landi lyftispil lífs úr vanda og nauðum og hresti andann af og til yfir þeim standa dauðum. * * * Maður nokkur, Kristján að nafni, var að segja kunningjum sínum frá því, að hann hefði lent í illdeilum við mann einn og lauk sögu sinni á því, að ekki hefði vantað meira en þumlung á, að hann gæfi manninum á kjaftinn. Kvað þá einn af áheyrendum: Þegar Kristján þunghendur við þrjótsins kjálka misti stilli. Það var dýrmætur þumlungur, sem þar var staddur á milli. ISLANDS-FRÉTTIR Líkneskjasteypa í brons á íslandi Rvík. 30. okt. Samkvæmt upplýsingum, sem Nýja dagblaðið hefir fengið hef- ir h. f. Hamar steypt í brons ýmsar myndir eftir Ásmund Sveinsson, myndhöggvara. — Hafði Ásmundur kynt sér þetta vandasama verk erlendis, og í samvinnu við verkstjórann við málmsteypudeild Hamars, Árna Jónsson, hepnaðist þeim árið 1933 að steypa lýtalaust t. d. brjóstlíkan af Einari skáldi Benediktssyni, og ýmsar fleiri myndir, sem til eru í safni Ás- mundar Sveinssonar. Telur Ásmundur, að Árni Jóns- son hafi náð þeirri leikni í þessari vandasömu iðn, að hann geti steypt allar smærri list- myndir í málm, og sé óþarft hér eftir að leita til annara landa í því efni.—N. Dbl. * * * Úrvalsljóð IV. Það er vel til fallið, að gefa út úrval af ljóðum höfuðskálda. Síðustu árin hafa komið út “úr- valdsljóð” þeirra Jónasar Hall- grímssonar, Bjarna Thoraren- sens og Matthíasar Jochums- sonar. Hafa þær útgáfur orðið mjög vinsælar. Nú er komið út úrval úr ljóðum Hannesar Haf- steins, prýðileg útgáfa. H. H. var skáld gleði og karlmensku, varð snemma þjóðkunnur og vinsæll, allra manna glæsilegast- ur og þótti öllum gott með hon- um að vera. Munu úrvalsljóð hans verða kærkomin öllum þeim sem mætur hafa á honum sem skáldi. Og þeir eru margir. —15. okt. ÚR ÖLLUM ÁTTUM eftir Nýja Dagblaðinu Ekki eru það Skotar Eskimóamir á Alaska hafa fundið leið til að notfæra sér póstflugferðir Bandaríkjastjórn- arinnar án þess að borga. Flugmennirnir og starfsmenn flugvallanna tóku eftir því, að þegar flugvél lenti, þá hópuðust Eskimóarnir í Kring um hana og athuguðu skrokkinn mjög'vand- lega. Er þeir fóru að athuga, hvað þessu gæti valdið, sáu þeir að vélin var öll útkrotuð, og þá sérstaklega stélið. Voru þessar hyroglýfur skilaboð frá fjarlæg- um vinum og kunningjum og flaug vélin með þessi “bréf” borg úr borg. * * * Frelsi! f frjálsasta og demokratisk- asta landi heimsins, U. S. S. R., er aðeins hægt að veita þeim mönnum, sem trúir eru kommún- ismanum og Rússlandi, stöður við dagblöð. * * * Kurteisi 'Trúboði segir svo frá: Kínverskur hershöfðingi til- kynti komu sína út á vígstöðv- arnar hjá Paochang; hann ætl- aði að hafa liðskönnun. Liðsfor- ingi kínversku hersveitarinnar hafði ekki nógu marga menn í skrúðgönguna. Hann fer því og biður hershöfðingja Japana að lána sér nokkra menn um dag- inn. Það var fúslega veitt og nú kemur hópur Manchuríumanna og stillir sér upp við hlið þeirra sömu manna, sem þeir skutu á- kaft á kvöldið áður. Sama greiða væru Kínverjar fúsir að gera, ef á lagi. * * * Sahara er að stækka Yfirvöldin í nýlendum Frakka í Vestur-Afríku hafa miklar á- hyggjur um þessar mundir, því mælingar hafa sýnt, að Sahara, eyðimörkin mikla, sem grafið hefir undir sig mörg blómleg og bygð héruð, heldur áfram sig- urför sinni. f þrjár aldir hefir eyðimörkin færst suður á bóginn um rúma hálfa mílu á hverju ári. Nú er verið að koma upp sandgræðslustöðvum til að koma fyrir eyðilegginguna. Meinið er, að víðáttumiklir skógar á þess- um svæðum hafa verið höggnir upp, og sandurinn þess vegna átt auðvelt með áganginn. * * * Þjóðareinkenni? f Frakklandi var þessi lýsing gefin á gestum heimssýningar- innar í sumar: Frakkar eru hreinir og þrifalegir. Englend- ingar fá sér bað á hverjum degi. Ameríkanir hafa skyrtuskifti daglega. Hollendingar eru eins og gljáfægðar “kaserollur” og Þjóverjar eins og póleruð sverð. * * * Ný orkulind? f sumar hafa verið birtar skýrslur ítalska verkfræðingsins Cardini, sem dáinn er fyrir skemstu, þar sem hann bendir á, að gastegundimar úr Vesuvius geti haft afar mikla hagnýta þýðingu fyrir ítalíu. Samkvæmt útreikningum hans, er orkan í gastegundunum svo mikil, að kolaþörf þjóðarinnar myndi til stórra muna, ef þær væru, hagnýttar. Cardini lét eftir sig mákvæma áætlun á virjun Vesu- viusar. Nú er verið að rannsaka þessar áætlanir og munu þær jverða prófaðar strax og líkur fást við því, að þær geti staðist. * * * Rússneskt siðgæði i Fréttaritari Evening Standard í Moskvá, skrifaði blaði sínu eft- irfarandi frétt: Citalik Abratian, fjórtán ára gamall piltur, er nú aftur að byrja í skólanum, eftir að hafa haft ókeypis sumardvöl á bezta barnaheimili Rússlands. Þessi hlunnindi fékk hann frá allsherjar sambandi ung-komm- únista fyrir að hafa svikið föður sinn í hendur leynilögreglunnar og vitnað á móti honum í réttin- um. Það var bent á Vitalik, sem sérstakt fyrirmyndar barn í einu barnablaðinu, og ritstjórinn hvatti unglinga til að njósna um foreldra sína, ef þeir væru grun- samlegir fyrir að reka gagn- bykingarstarfsemi. Er faðir Vitaliks hafði verið tekinn af lífi, sagði Vitalik: “Eg get ekki annað en gert skyldu mína og það sem hver ungur fylgismaður Lenins á að gera. Hann er ekki lengur fað- ir minn; hann er óvinur þjóðar- innar. Nú eru Sovét-lýðveldin faðir minn.” W * * Fyndni úr þriðja ríkinu Dýrmætasti og sérkennileg- asti kostur Þjóðverjans er ást hans á persónulegu frelsl. * * * t Skírnarvottar Það er algengt að æðstu menn ríkjanna verði skírnarvottar og Hitler er engin undantekning frá reglunni. Hann hefir þegar ver- ið skírnarvottur 12 þúsund barna. En ekki er auðhlaupið að því að fá foringjann til slíks. Barnið verður að vera hreinn aríi og að minsta kosti sjöundi sonur for- eldranna. Engin fjölskylda hlýtur heiðurinn nema einu sinni. Séu foreldrarnir fátækir, fær barnið gjöf. f öllum tilfellum er afhent skjal, þar sem staðfestur er hinn hreini uppruni, svo að hinn hamingjusami geti sett það inn í ramma, er hann eldist. Hitler er samt ekki búinn að ná Hindenburg, sem bar ábyrgð á forsvaranlegu uppeldi 28 þús- und krakka. HITT OG ÞETTA Kossar Kossar eru orðnir svo algengir og mikilsverðir í kvikmyndum, að myndatökufélögin hafa fengið sér “kossasérfræðinga”. Telja þeir hinn fullkomna koss eiga að vera þannig, að altaf sé jafn “þrýstingur” og ekki svo mikill að tennur brotni eða varir springi. Fræg kvikmyndastjarna á að kyssa með 25 punda þrýst- ingi!—Vísir. * * * Joe Louis ætlar að hætta að keppa í hnefaleik Ákveðið hefir verið, að Joe Louis og Max Schmeling keppi í hnefaleik í júnímánuði næsta sumar. Joe Louis hefir tilkynt, að eftir það ætli hann að hætta sem hnefaleikari. “Eg hefi nóga peninga”, sagði hann, “og því skyldi eg þá halda áfram að keppa ?” HUDSON’S BAY BEST PR0CURABLE 26«/2 oz. - $3.15 40 oz. - 4.65 F.O.B. M • V/ • . 13 oz. $1.15 26*/z oz. - 2.30 40 oz. 3.35 Hvergi betri kaup i ' ♦ 1 i á innfluttu Scotch i i a ið 7WI, mzeiLeu oy ine ^rovemmenz L.iquor uontroi Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGUI I CANADA: AmaranUi.. ............................. B Halldórsson Antler, Sask........................... J. Abrahamson frnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg................................ G. O. Einarsson Baldur.............................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont...................................q. J. Oleson Bredenbury..............................h. O. Loptsson Brown.„...........................Thorst. J. Gíslason Churchbridge.........................Magnús Hinriksson Cypress River....................................Páll Anderson Dafoe...................................S. S. Anderson Ebor Station, Man.....................k. J. Abrahamson ®fros...................................S. S. Anderson Kriksdale...............................ólafur Hallsson Foam Lake...............................John Janusson ....................................K. Kjernested Geysir..................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Hayland................................sig. B. Helgason Döcla................................Jóhann K. Johnson Hnausa................................. Gestur S. Vídal Hove..................................Andrés Skagfeld Húsavík...........................................John Kernested Innisfail..........................Hannes J. Húnfjörð Kandahar................................s. S. Anderson Keewatin.........................................Sigm. Björnsson Kristnes............................... Rósm. Árnason Langruth...........................................b. Eyjólfsson Leslie............................... Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville.........................Hannes J. Húnfjörð Mozart..................................s. S. Anderson Oak Point......................................Andrés Skagfeld Oakview.................../.........Sigurður Sigfússon Otto......................................Björn Hördal Piney................................. S. S. Anderson Red Deer.............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík..................................Árni Pálsson Riverton............................Björn Hjörleifsson Selkirk...................;........Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................k. J. Abrahamson Steep Rock............................... Fred Snædal Stony Hill................................Björn Hördal Tantallon...............................Guðm. Ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir................................. Aug. Einarsson Vancouver..............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis......................................ingi Anderson Winnipeg Beach.....................................John Kernested Wynyard.................................S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg....................................Jacob Hall Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel............................... j. k. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton..................................F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham.................................E. J. BreiöfjörO The Vikíng Press Limited Winnipeg. Manitoba

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.