Heimskringla - 01.12.1937, Síða 6

Heimskringla - 01.12.1937, Síða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA | TIL SIGURHÆÐA | “Hví ekki á þessum stað og stundu ?” Burke leit ekki af honum, hnefamir kreptir og augun hörð og grimm sem í fálka í nánd bráðar. En Guy lét hvorki á sjá hræðslu né blygð. Hverjar sem syndir hans voru, þá fældist hann ekki affarir þeirra. Hann svaraði strax ein- beittur: “Af því við verðum truflaðir. Það tjáir ekki að gera hark í viðurvist hljóðandi kvenfólks. Svo höfum við engin vopn.” “Eg þarf ekki vopna við til að sálga rottu eins og þú ert.” “Nei, eg er ekki eins lífseigur og rotta, heldur. Hvað um það, þú getur ekki gert það hér.” Guy talaði rólega og rösklega. “Fari bölvað, maður. Ertu smeykur um að eg skjótist undan?” “Nei!” Svarið var hart sem hnefahögg. “En eg er búinn að bíða of lengi, þú bölvaði skelmir!” Guy réttist upp, því hinn færði sig nær honum, til ills búinn, og segir snarplega: “Nei! Svo er ekki! Bíddu við, Burke! Heyrirðu, bíddu andartak! Eg er hvað sem þig lystir að kalla mig: svikari, þjófur, illmenni. En mér fylgir meira en það. Hér dró niður í honum og hann flýtti sér, eins og hann ætit von á að kraftamir þrytu. “Mér mistekst alt. Eg hefi ekki gert þetta sem eg ætlaði mér að reyna. Og nú verð- ur aldrei af því framar. Vegna þess að ______ konan þín — kann ekki að svíkja. Hennar trygð er sterkari en mín sviksemi”. Hér varð honum aftur erfitt um mál, líkt og hlífðarlaus hönd gripi fyirr kverkar hans og hann reyndi til að losna undan því taki, af öllum kröftum. Kippir og grettur fóru sí og æ um andlit hans. Hann talaði í hálfum hljóðum og þó frekjulega: “Guð veit hvort henni þykir vænt um þig! En hún bregður ekki trúnaði við þig — >ér verður hún trú — eins lengi og þú lifir!” En er hann hætti að tala var sem þögnin byggi yfir háska, eins og henni gæti lokið með einu móti og engu öðru: hnefahöggi og þungri byltu. En hvorugt kom fram. Eftir litla stund segir Burke, ramlega stiltur, eins og engin geðshræring væri til í honum: “Og þessu ætlar þú mér að trúa ?” “Skilst þér ekki,” sagði Guy í kyrkings rómi, “að mér væri miljón sinnum geðfeldara og hægara að láta þig trúa — hinu ?” “Hvað?” sagði Burke. “Af því,” sagði hinn hranalega, “að eg kysi langtum heldur bana fyrir það sem eg hefi framið en fyrirlitning fyrir það sem mér mis- tekst.” “Það er svo. Því ekki að láta mig trúa því sem augljóst er, fyrir utan karp og vífilengj- ur?” Burke kom inn í vígahug og enn lysti hann að ganga næst lífi mannsins, svala heipt sinni með svakalegri misþyrming, né vissi nú að þetta var honum ómögulegt héðanaf, þó alls ekki væri honum ljóst, hvað til kom. Og að þessu fanst honum mikill hnyss, fyrirleit sjálf- an sig, að svigna fyrir nokkru sem hann vissi ekki hvað var. En þetta vissi Guy, og þó honum hefði verið óendanlega miklu hægara, eins og hann sagði, að þola heiptarhögg og líkamlega mis- þyrming, en að stöðva áhlaupið með því að játa vanmátt sinn, þá varð honum það, af einhverj- um ástæðum, að þvinga sjálfan sig lengra á leið lítillætisins, sem hann hafði kosið að feta. Hann svaraði strax: “Af því það vill svo til, að það sem þú kallar augljóst er alveg ómögulegt. Eg er ekki svo bölvað illmenni, að eg vilji yfirstíga hana mér til gamans. Eg segi þér, hún er hrein og bein — eins hrein og bein og eg er sona bland- inn og krókóttur. Og henni máttu til að trúa, hvort þú vilt eða ekki. Þetta — ef þér svo líkar — er það sem augljóst er.” Hér hætti hann, gekk upp og niður af mæði, var þó öruggur og einarður, líkt og hann hefði sigri að hrósa, líkt og hann segði til hróður sjálfs sín er hann færði fram hennar sýknu. Burke leit fast við honum örlitla stund, segir svo þurt og treglega: “Eg trúi þú farir með satt.” “Þú skalt fá færi til mannhefndar, alt um það,” sagði Guy. “Þú átt það að mér. Hvar eigum við að hittast?” Burke lét á sér sjá að slíkt væru smámunir og sneri burt. Þá greip Guy í öxlina á honum: “Fjandinn hafi þitt göfuglæti í minn stað, maður! Nefndu stað, heyrirðu! Nefndu stað og stund!” Burke var runnin reiðin, hann svaraði stilli- lega og hörkulega og skar úr eins og sá sem ráðin hefir: “Þig skal eg hitta þegar mér svo lízt. Þú getur farið í þinn gamla stað og beðið mín þar.” Lauk svo upp og gekk burt. WINNIPEG, 1. DES. 1937 X. Kapítuli Hið sanna. Þegar Burke kom að dyrum íbúðarhússins, var hurð í hálfa gátt og að innan var að heyra skrölt sem af rokkhljóði. Mrs. Merston sat við saumavél sína og kallaði á hann að koma inn, þegar hann barði. Hún hafði hjá sér á borði mikla hrúgu af gráu flaneli og sneri hjólinu í ákafa, leit upp á hann augnablik er hann gekk inn, hafði svo augun á verki sínu. Hún var dá- lítið rjóðari í framan en hún átti vanda til. “Þú ert snemma á ferð,” sagði hún. “Góðan daginn,” sagði hann. Hún kinkaði kollj og- hélt áfram. Hann nam staðar við borðið og horfði á hana. Hann vissi vel að Matthildi var ekkert vel við hann. Hún hafði ekki setið á sér að sýna það. Nú þagði hann af því vélin skrölti enda hamaðist konan að verkinu, og beið rólegur, virtist orðinn allur að þolinmæði þangað til hún kastaði á hann orði um öxl sér: “Seztu!” Hann fékk sér sæti beint á móti henni. Hraðara og hraðara snerist hjólið og fastara kipraði konan saman sínar þunnu varir, þar til eitthvað brast og hún varð að stansa, með svita- perlur á enninu. Hún gaf hljóð af sér af ergelsi og leit upp á þann sem sat andspænis henni, alt annað en hlýlega. “Ekki er þetta mér að kenna,” sagði Burke. Hún stóð upp, virti þetta ekki svars. “Eg býzt við þú viljir í staupinu,” sagði hún, “Bill er úti í högum.” Augu hans voru hörð og glettin, hann sá vel hvað henni leið. “Nei, ekki í þetta sinn, þökk fyrir. Eg kom eftir konunni minni. Get- urðu sagt mér hvar hún muni vera?” “Þú kemur tímanlega,” sagði Matthildur. Hann hallaðist á handle'ggina fram á borðið og leit upp á hana. “Já, eg veit. Er hún ekki komin á fætur?” Hún leit við honum mjög óhýrlega. Þó var Burke alt annað en mannleysulegur þar sem hann sat, breiðvaxinn, þrekinn og kraftalegur, með hreinlegum gerðarsvip og augnasnar. Hann setti ofurlítið glott við hennar ygli- svip. “Nú?” sagði hann, er hún þagði. “Jú. Vitanlega er hún komin, á fætur,” svaraði Matthildur með tregðu. Það var ekki laust við hún fyndi til gremju þegar hún sá fjör og hrausta heilsu skarta á þessum karl- mönnum, sem sóttu á óbygðina eftir viðurværi. Eins og etjukapp og áleitni væri því samfara, fanst henni. Hún herti sig sem snúðugast til að halda sínu. “Af hverju geturðu ekki látið hana dvelja hér dálítið lengur? Hún kærir sig ekki um að fara.” “Mér finst eg verði að heyra hana segja til þess sjálfa,” sagði Burke. Hann brá sér ekki við. Hún hafði aldrei séð honum bregða, það var eitt sem henni þótti við hann. “Það gerir hún ekki,” svaraði hún stutt- lega. “Hún hefir gamaldags hugmyndir um skyldur. En það gerir heimförina samt ekkert fýsilegri.” “Það muntu segja satt,” Burke talaði með sömu stillingunni, glampa brá fyrir snöggvast í hans fastleitu sjónum, hann virti vandlega fyrir sér þá fölnuðu konu, sem hann átti orðastað við, stöðugt og þykkjulaust. “Þér er farið að þykja nokkuð vænt um Sylvíu, er ekki svo?” spurði hann. Konan tók viðbragð, líkt og hún vildi hrista sig og svaraði afdráttarlaust: “Eg vorkenni henni mikið.” “Já?” sagði Burke. “Já.” Hún tók upp orðið einbeittlega, kreisti svo saman varimar. “Þú ætlar ekki að segja mér hvað til þess kemur?” innti hann. Þá kom hörkuglampi í augun döpru. “Jú eg get vel sagt þér það.” Hann stóð upp, flaslaus. “Nú jæja, hvað kemur til?” Hún svaraði, fljótmælt og hvöss til augn- anna: “Af því þú hefir valdið henni æfihvörf- um, hún var sæl stúlka, nú er hún volaður kven- maður og það er þér að kenna. Eg vissi að svo mundi fara. Eg sá það fyrir. Eg vissi vel — löngu á undan henni sjálfri — að hún hefði ekki fengið þann rétta. Og eg vissi líka hvað hún myndi taka út, þegar hún yrði þess vör. Hún reyndi mikið til að fela það fyrir sjálfri sér, gerði hvað hún gat til að blinda sjálfa sig. En hún mátti til að sjá það sjálf á endanum. Þú hefir svift hana allri æsku, og gleði, og yndis- vana verður hún að lifa það sem eftir er.” Nú bar að það sem skjaldan skeði, Matt- hildur var í einni glóð af fjöri og ákafa, meðan hún lét kæruna dynja yfir manninn. Hann hlýddi til þegjandi og hreyfingarlaus og leit ekki af skassinu, gneypur og grimmlegur. Hún beið líka þegjandi, meir en til í svarra, ólm í illdeilu. En þegar hann sýndi engan reiðisvip, fór móðurinn að renna af henni, hún beygði sig og tók til að slétta úr flannels pjötlu, með mikilli nákvæmni og ótt og títt. Þá tók Burke til orða: “Svo þú heldur eg sé ekki rétti maðurinn handa henni?” “Það er eg alveg viss um,” svaraði hún og leit ekki upp. “Þar af er að ráða,” sagði Burke seint og fast, “að þú veizt henni þykir vænna um annan heldur en mig.” Matthildur þagði við. Hann hallaði sér fram, beygði sig dálítið, til að sjá framan í hana og segir: “Mrs. Mer- ston, þú ert kvenmaður og þér geri eg að svara þessu sem eg spyr nú: Er það einlæg meining þín, að hún hefði orðið sælli í hjónabandi við hinn manninn?” Henni kom fyrst í hug, að hann hefði hafn- að því að þau leiddu saman hesta sína og þótti sitt meira í þann svipinn. En með því að hún var kvenmaður, komst hún við í sínu hjarta og þá hvarf henni sigurgleðin. Hún mætti hans stöðuga tilliti hikandi. Hún kendi kvíða, hvað hafði hún gert? “Svaraðu mér upp á þetta, gerðu svo vel,” sagði Burke. Þá sagði hún, treglega og óframlega: “Það er eg hálfhrædd um.” “Þú þekkir til hans?” sagði hann. Hún kinkaði kolli. “Eg held að hún hefði getað frelsað hann, með tímanum. Allir héldu að honum væri ekki viðreisnarvon. En hún var trúmikil. Og þau elskuðu hvort annað. Það var fyrir mestu.” “Ó!” sagði hann og leit af henni í fyrsta sinn út til fjallanna í fjarska, hæðanna sem um- girtu þeirra veröld. Svipurinn á hans útitekna andliti var heldur harður og fastleitur. Matt- hildur veitti honum athygli í laumi, með sama óróa í hjarta, sem hún hafði áður kent. Henni var óskiljanlegt hvílík þolharka þessum manni var gefin, fann þó ekki til gremju af þeirri hreysti, framar, heldur lotningar, sú stilling, sú andlega heilsuhreysti fast að því ægði henni. Nú leið lítil stund þar til hann sneri burt og sagði: “Eg ætla heim aftur. Viltu skila til Sylvíu, að eg geti komist af án hennar ef hún er — ánægðari hér.” Hann hikaði við seinustu tvö orðin, Matthildur leit ósjálfrátt undan en hann brá sér hvergi. “Eg vil að hún geri rétt sem henni bezt líkar. Vertu sæl!” Hann rétti henni hendina til kveðju og hún undraðist hve mikill varmi fylgdi handtakinu. Hún mælti óskírt nokkur orð, að hún vonaði húnl hefði ekki talað of frekjulega. Hún hafði aldrei látið svo lítið fyr, á allri sinni æfi. Hann brosti ofurlítið, því ofurlitla glotti sem honum var lagið. “Ó, alls ekki. Eg er feginn að þú sagðir mér hreinskilnislega það sem þú hefir fyrir satt. Eg veit að þér þótti alt annað en gaman að gera það.” Svo var sem hann sagði, hún fann nú* og varð hissa, að þetta var alt annað en gaman. Hún horfði á eftir honum og sá þá eftir því. Þá stundina fylgdi Burke nokkuð sem vakti henni vafa, hvort sá dómur sem hún hafði fellt, væri með öllu sanngjarn. En Burke gekk til hesta sinna og leit hvorki til hægri né vinstri, leysti þá og hélt leiðar sinnar en jóreykinn lagði hátt út yfir foldina. XI. Kapítuli. f óveðri. Ráðsmaðurinn Hans Schafen mætti hús- bónda sínum á leiðinni og tók hann tali, en það voru harmatölur um fénaðinn, hve margt hann hefði fundið aðfram komið eða alveg dautt, og hve nærri lægi að alt stráfélli nema rigning kæmi sem bráðast. Burke hlýddi á tal hans og sagði varla orð. Blámúlastaðir lágu hátt, landareignin mestöll hærri en annað land umhverfis og því hættara við þurkaskaða, þó aldrei hefði að vandræðum orðið fyr. Að fyrirhleðslan bilaði í Ritter Spruit, sem átti að geyma vatn, þó áin þornaði, stofnaði búi hans í þann vanda, að það var að öllu leyti upp á veðráttuna komið, og var nú komið í beran voða. Hann brá sér hvergi við voveiflega skýrslu ráðsmannsins og þegar lokið var, hélt hann heimleiðis, lét hestana inn og gekk frá þeim vandlega eins og hann var vanur. Svo gekk hann í sín tómu hýbýli . . . Seint liðu stundimar. Sólin hækkaði á lofti og dreifði funheitum geislum á þykka móðu sem lagðist yfir jörðina. Loftið gerðist þungt og öllu varð erfitt um andardráttinn, logn var og svo hljótt, að ekkert hljóð heyrðist nema jarm og öskur í skepnum, sem höfðu ráf- að heim undir í vatnsleit. Móðan þyknaði og virtist leggjast ofan á skrælþurra moldina með miklum þunga. Þegar leið að hádegi var sem loftið rökkvaði af dimmum skýjum. Þegar kom að hádegi rak Mary Ann sína skrítnu skjái í gættina að borðstofu og rang- hvolfdi augunum við þá sjón sem hún sá,yfir- komin af furðu. Húsbóndinn lá fram á hramm- ana við borðið og grúfði andlitið ofan í armana. Hún glápti með opinn munn á þá furðusjón. En er hún sá herðar hans kippast við, eins og í flogum, þá snerist hún á hæli og flýði sem fæt- ur toguðu. Enn varð íbúðarhúsið tómt og hljótt og stundimar liðu svo, að enginn veitti því eftir- tekt. Neðar seig skýja þyknið og nær jörðu. En maðurinn sem inni sat, einsamall í aðfar- andi myrkri, gaf engar gætur að því né að hita- svækjunni sem var þungbær. Hann var allur a valdi hugrauna sinna. Paö var komiö íram undir kvöld þegar end- ir varö á þessu. Leiftri brá upp svo aö loftið virtist alt í þjotandi báli og þar næst gullu við I brestir svo miklir að líkast var þvi sem jörðm j væri að springa. Þá réttist maöurinn uppi ! teygði úr ser, loft og láð virtist standa í björtu bah, veröldin vera að rifna. Hann var allur stiróur orðinn, teygði á vöðvunum og reyndi að fylla lungun af lofti, en þess var varla kostur fyrir sand og moldroki af skyndilegu hvass- viðri. Hann stóð upp og skjögraði út að glugga. Loftið var í einu báli af eldingum, fjöllin líkt og dökkir veggir í þeim leiftra vöndum, en bloss- arnir léku um þau eins og bráðnir brandar, svo bjartir að ekki varð í móti séð. Margt stór- viðri hafði hann séð en ekkept þessu líkt. Sandurinn rauk í augun á honum, svo hann skelti aftur glugganum en til þess varð hann að beita öllum kröftum. Stormurinn hamaðist a rúðunum, þrumurnar dunuðu og rumdu með ó- gurlegum brestum, líkt og undan ' dynreið Drottins, en skýin sortnuðu stund af stundu. Alt í einu skaut upp svörtum strók, sem fór afarhart yfir og virtist draga neðri endann eftir jörðinni. Hann sveif undarlega hratt, knúður óþektum krafti, stækkaði og varð því ógurlegri sem hann færðist nær. Burke gat ekki haft augun af þessari voðasjón, vindur og skrugguhljóð virtust dvína við tilkomu þessar- ar óvættar, enda lagði af henni hvellan hvin, líkt og stórskeyti úr skotgífrum sem nú tíðkast, hann bjóst við sinni síðusiu stundu, fann sig nærstaddan afli sem enginn mannlegur máttur gat við ráðið. Hann lét aftur augun og beit á jaxlinn. “Guði sé lof mér hlotnast dauðdagi sem er karlmanni 'samboðinn,” hugsaði hann. Hann beið, allur stæltur, eftir hinni miklu opinberun, en alt dauðlegt sem andanum var samloða skalf kvíðandi — í sama bili sveigði óvætturin hjá líkt og kipt væri af trölla hönd- um. Hann lauk upp augunum og sá nú hvar skýstrokkurinn, miklu stærri en fyr, rauk fram- hjá bænum, svartur og himinhár og á þann hamrahól sem Sylvía hafði gefist upp við. —' Loftið var biksvart og þrýsti sér til jarðar með þessum voðalega vöndli. En er hann laust hamarinn varð brestur svo mikill að yfir tók alt annað og þar næst skall á rigningin svo gífurlegi að varla heyrði skruggurnar, þó alt loftið bloss- aði af leiftrum. Efitr litla stund glitraði sléttan móti éld- ingunum, eins og eintómur lögur væri. Allar lautir hlutu að fyllast á lítilli stund, og hann vonaðist til að ekki yrði kindunum að tjóni* Hann hugsaði til fénaðar húsanna og kaffira kofanna, þóttist vita að þeim væri engin hættn búin af flóði, af því landið lá svo hátt. f>ar næst kom honum í hug, að nú væri farið fult af beljandi straumvatni og þá mintist hann kof- ans á bakkanum . . . “Þangað fer eg í dag.” Hvað var langt síð- an hann heyrði þessi orð ? Gat það verið að þaU hefðu töluð verið þann sama morgun? Eða voru þau frá alt öðru skeiði æfinnar. Honum fanst mörg ár og bitur hafa liðið yfir sig, frá þ^j þau orð höfðu verið töluð. Var það í rauninui þennan morgun sem pilturinn hafði litið angrað' ur í augu hans—og hann hafði gefið þá strÖngu skipun, að bíða sín í sandkofanum? Hann þekti vel á Guy. f honum var æru- taug sem ekkert gat slitið úr honum, haun mundi ekki bregðast undan þeim fundi, þó h'f hans lægi við. Ef hann væri enn á lífi, ef sa ógurlegi skýbrestur hefði ekki sálgað honum þá mundi hann bíða í kofa sínum á sandinum a bakka hins beljandi straums. Nú var komið logn,. regnið féll beint niðuri ekki í dropum heldur eins og bunur féllu úr o- teljandi stútum. Og þegar Burke gekk út heyrði dyninn á svalapallinum, mintist hann stúlkunnar, sem tók í hann og bað hann ekki yfirgefa sig, við álíka tækifæri. Hann heyrð1 raust hennar og fann á ný mýkt þeirra grönnu. ungu lima. ó hvað honum var sárt. Því að 1 sama bili hljómaði önnur raust fyrir eyrum hans, hvöss og hlífðarlaus: “Og þau elskuðu hvort annað. Það gerði allan skilsmuninn.” ^ hve beizkur var sá skilsmunur! Hann vatt sér ofan þrepin, sem hann hiafð1 borið hana upp í fyrsta sinnið sem hún kom- og þá var vatnið á hlaðinu í kálfasporð. Regn1” buldi á honum, hann var berhöfðaður enda varð allur votur inn að skinni á svipstundu. Myrhr' inu var farið að létta í loftinu, það var komið a sólarlagi. Hann öslaði til hesthúss, hrossi® slettu hófum í stráinu og hneggjuðu er han urðu hans vör, vatnið tók þeim aðeins hófskegg. Hann stilti þau með tiltali og fefa 1 sig að Diamond, sem alla tíð hafði verið han^ uppáhald síðan hún Sylvía lagði vangann a snoppu hans og hafnaði því að væna hann vondu. Með trú og kærleika! Með trú og kmr leika!

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.