Heimskringla


Heimskringla - 01.12.1937, Qupperneq 7

Heimskringla - 01.12.1937, Qupperneq 7
WINNIPEG, 1. DES. 1937 HEIMSKRINGLA 7. Sl'ÐA ÆTTGENGI OG lifsskilyrði Eftir Ingólf Davíðsson Framh. Engu að síður hefir uppeldi og ífsskilyrði mikil áhrif á líf ein- ®taklinganna. — Málshátturinn fjórðungi bregður til fósturs” ^efir sannleik í sér fólginn. — ern, sem fá gott uppeldi og ^kifæri til að leggja stund á Það sem þau eru hæfust til, eru auðvitað betur sett í lífsbarátt- unni en ella og geta búið í hag- inn fyrir sína niðja. En eðlis- tarinu verður ekki breytt, og eitt, en ekki hið lærða eða aunna, gengur að erfðum. Ann- ars þarf hér aðgæzlu við. Ýmis- e£t, sem í fljótu bragði virðist ganga að erfðum, gerir það í raun og veru ekki. Um slíkar a*serfðir má margt segja. Eg aðeins nefna nokkur dæmi. ft er talað um að ýmsir sjúk- óórnar gangi í ættir. Vanalega er hér ekki um erfðir að ræða, eldur smitast afkvæmin af for- eldrunum, annaðhvort þegar í ftama móðurinnar eða síðar» eftir fæðinguna. Er þá oft hægt að verja börnin smitun með því a® faka þau frá móðurinni strax eftir fæðinguna. . Kvelju-tegund ein, Hydra vir- ^dis, er græn á lit, og þessi litur gengur að erfðum kynslóð eftir Ýnslóð, að því er virðist. En s^° var farið að athuga þetta nánar, og þá kom óvæntur á- rangur í ljós. Dýrið var alls ekki grænt í raun og veru, held- Ur stafaði græni liturinn af þör- ^gum, sem lifðu utan á dýrinu. Þegar egg mynduðust í dýrinu, Settust þörungarnir strax að í ^gjunum og fylgdu þannig >nu unga afkvæmi, og svo koll ar kolli. Skeljamar og þara- vdnglarnir, sem við finnum í JÓrunni, eru oft alþakin hrúð- Urköllum og ýmsum fleiri dýr- Urn, sem gera þau flekkótt að lit, °g dýrin eru rösk við að fylgja að komast á ungu kynslóð- 1Ua> en erfðir eru þetta ekki. Alkunnugt er, að böm velja Ser mjög oft sama lífsstarf og oreldrarair aðeins af því, að fau hafa vanist þessum störfum 1 ^sku. Ýmsar venjur haldast lík; að a við af sömu ástæðu, án þess nm erfðir sé að ræða. Til- raunir, sem gerðar hafa verið hicð dýr, benda í sömu tátt. T. d. v°ru gerðar tilraunir með smá j^Sdýr, sem kallast marsvín.,— ^nan í þeim var skemd vilj- andi. Dýrin urðu veikluð og tóku ^eðal annars upp á því að naga a sér tæmar. Afkvæmi þeirra gerðu þetta líka, og menn héldu, I a Þessi óvani gengi að erfðum. | einna sannaðist, að svo var þó j ekki. j,ag kom nefnilega í Ijós, ■ ; dýrin nöguðu ekki einungis s,nar eigin tær, heldur líka tær Unga sinna, og ungu dýrin lærðu ?nnig þenna ósið af foreldrum Slnum. j,að fir ííka hægt að , enja ýms dýr, t. d. mýs, við að °‘a allmikið eitur, með því að e^a heim lítið fyrst og smá- j anka SVo vjg j,ær_ j,ag( sem , erkilegast er í þessu efni, er ( , s> að afkvæmi þessara eitur- j oertu niæðra, þola líka eitrið vel, « betur en aðrar mýs. Mönnum ■ ettur ósjálfrátt í hug sagan bamla um Sigmund og Sinfjötla, ar Seni sagt er frá svipuðu. Til- ekk^'r sýnt<- að þetta eru f * e>ginlegar erfðir, heldur sferðir. Mæðurnar, sem vand-, Voru við eitrið, mynduðu : a^neitur í líkamanum, og þetta a^neitur eyddi áhrifum eitur- e- ^akanna. Nú fær fóstrið ^ s °g kunnugt er næringu frá 4Urinni, og gagneitrið barst b blóðinu til fóstursins, svo | ga^ f^ddist, hafði það kafr*e^Ur 1 líkama sínum og ^ ^ví staðist eitrið betur en °g ^ ^r* Annars geta ættir le einstaklingar verið misjafn- °itu Usernlr fyrir sjúkdómum og v ráknfum unglingar og börn alega næmust), og þessi næmleiki, en ekki sjúkdómurinn sjálfur, gengur að erfðum. Lík- amslýti, sem stafa frá slysum eða sjúkdómum, ganga ekki að erfðum. Þau há aðeins einstakl- ingnum, sem fyrir þeim varð. Á hinn bóginn er líka þýðingar- laust að ala einhverja skepnu svo vel, að hún beri af öðrum, í kynbótaskyni. Kyngæðin breyt- ast ekkert né batna við eldið. Áunninn glæsileiki fer í gröfina með einstaklingnum, en kostír eða brestir, sem hann fékk að ferðum, ganga frá kyni til kyns. Erfðaeiginleikamir eru á- kveðnir þegar í egginu og sáð- frumunum og breytast ekki úr því. Það hafa verið gerðar til- raunir með hænsni og fleiri dýr, þannig að fósturlegið hefir verið tekið úr þeim og grætt í annað dýr af sömu tegund. Afkvæmin breyttust ekkert þótt fósturlegið væri flutt. T. d. var tekið fóst- urleg úr hvítri hænu, sem ávalt átti hvíta kjúklinga, og í staðinn var grætt í hana fósturleg úr svartri hænu, og eftir það voru kjúklingar hvítu hænunnar jafn- an svartir. f frumum líkama manna og dýra finnast hinir svonefndu lit- þræðir, og þessir þræðir eru hin- ir eiginlegu arfberar. f frum- um mannsins er því þannig var- ið, að hjá konunni eru 48 lit- þræðir í hverri frumu, 46 venju- legir litþræðir og tveir nokkuð frábrugðnir ,hinir svokölluðu x- litþræðir. En í frumum karl- mannsins eru 46 vanalegir lit- þræðir og einn x-þráður (+y). Hver einasta fruma í líkama kon- unnar er því frábrugðin frum- unum í líkama karlmannsins. Þegar nú kynfrumurnar myndast, fær, hver kynfruma ekki jafnmarga litþræði og lík- amsfrumurnar hafa, heldur að- eins helming þeirra tölu. Þegar svo kynfrumurnar sameinast við frjóvgunina, fær fruman, sem við það myndast og þar með frumur fóstursins, aftur fulla litþráðatölu. Fóstrið fær þá helming litþráðanna frá föður sínum og helminginn frá móð- urinni. — Erfðaeiginleikarnir fylgja litþráðunum, og er af þessu augljóst, að barnið erfir báða foreldra sína. Bæði faðir og móðir móta eðlisfar þess. En því verða þá ekki alsystkini al- veg eins hvað erfðaeiginleika snertir? Jú, litþræðirnir eru frábrugðnir hver öðrum, hver þeirra um sig er aðsetur ýmsra erfðaeiginleika. Nú fær hver kynfruma aðeins helming lit- þráðanna, eins og áður er sagt. Líkamsfrumurnar hafa t. d. 10 litþræði hjá einhverri dýrateg- und, og hver kyrnfruma aðeins helming litþráðanna, eins og áður er sagt. Líkamsfrumura- ar hafa t. d. 10 litþræði hjá ein- hverri dýrategund, og hver sáð- fruma fær aðeins 5, önnur sáð- fruma fær hina 5, og hinir fyrri 5 geta vel að einhverju leyti verið frábrugðnir hinum síðari. Sama gildir um eggin. Það eru því margir möguleikar fyrir hendi um afkvæmin, og þurfa því systkini alls ekki að vera eins að eðlisfari. Helzt ber það við um tvíbura. Þeir geta verið tvennskonar. Annaðhvort hafa tvö egg frjóvgast samtímis, og slíkir tvíburar líkjast ekki meira en systkini alment, eða tvíbur- arnir eru myndaðir úr sama eggi, sem síðan hefir klofnað. Slíkir tvíburar eru jafnan af sama kyni og líkjast hvor öðrum afarmikið. Að eðlisfari eru þeir eins, og mismunurinn stafar frá ólíkum skilyrðum. Tvíburar eru mis- jafnlega algengir, og fer það eftir ættum, er með öðrum orð- um ættgengt. Eg nefndi áðan x-litþræðina (eða kynlitþræðina). Þeir eru merkilegir að mörgu leyti og meðal annars af því, að það eru þeir, sem ákveða kynið. Eins og eg sagði áður, hafa líkamsfrum- ur kvenmannsins 2 x-þræði, en frumur mannsins aðeins einn x- þráð. Þegar nú kynfrumurnar myndast, fá kynfrumur konunn- ar einn x-þráð, en af kynfrum- um karlmannsins fær önnurhvor fruma einn x-þráð en hin engan. [ Karlmaðurinn hefir því tvenns- konar kynfrumur, og það er | hann, sem ræður kyni barnsins. Því ef nú x-þráðarlaus kynfruma hans rennur saman við egg kon- unnar, verður bamið drengur, en hafi fruman haft x-þráð, verður það stúlka. Líkindin fyrir þessu tvennu eru álíka mikil. Þó fæð- ' ast heldur fleiri drenglir, og! bendir það til þess, að hinar x- þráðlausu frumur karlmannsins séu að einhverju leyti máttugri í samkepninni en hinar. Þessari kepni frumanna má líkja við samkepni krakkahóps, sem hleypt væri inn í stofu, þar sem ekki væri til sæti handa þeim öllum. Áreiðanlega mundu fleiri drengir en stúlkur ná sæti, af því að þeir eru sterkari að jafnaði, en margar stúlkur mundu samt ná sæti, því alt af eru nokkrir drengir linari en þær. Hjá fugl- um og ýmsum lægri dýrum em aftur á móti eggin tvennskonar, I og kvendýrið ræður þá þar kyn- ferði afkvæmisins. j Eðlísfarið á, eins og áður er sagt, rót sína að sekja til lit- þráðanna, bæði x-þrá^anna og hinna almennu. Almennu lit- i þræðirnir eru jafnmargir hjá körlum og konum, x-þræðimir hafa aftur á móti nokkra sér- I stöðu, og skal þeirra því minst nokkuð nánar. Þeir valda ýsm- ium -einkennilegum erfðafyrir- brigðum og fara í manngreinar- álit eftir kyni. Litblinda er al- gengur sjúkdómur, sem fylgir x- þráðunum og er því kynbundin i veiki. I | Litblinda er í því fólgin, að sjúklingurinn getur ekki greint grænt frá rauðu, og þessi augnaL galli er miklu algengari hjá karl- mönnum en hjá kvenfólki. — Hvernig stendur nú á þessu ? Það er af því, að litblindan fylg- ir einungis x-litþráðunum. Mað- urinn hefir aðeins einn x-þráð í líkamsfrumum sínum, og ef veik- in er í þessum þræði, er maður- inn litblindur. Konan hefir aft- ur á móti tvo x-þræði í sínum líkamsfrumum. Séu þeir báðir veikir, er konan litblind, en sé aðeins annar þeirra veikur, þá er konan að vísu ekki litblind sjálf, en hún hefr veikina dulda, og litblindan getur því undir vissum kringumstæðum brotist fram á ný hjá börnum hennar. Ef báðir foreldamir eru litblind- ir. verða öll börnin iltblind. Sé konan litblind, en maðurinn heil- brieður, verða allir synirnir lit- blindir, því þeir fá x-litþráðinn sinn frá móðurinni og þar með sjúkdóminn. En dæturnar fá annan x-hráð sinn frá móðurinni, en hinn frá föðurnum, sem var heilbrierður. Dæturnar verða ekki litblindar nema báðir x- þræðirnir séu sjúkir, en synimir hafa aðeins einn x-þráð og verða því litblindir, ef hann er veikur. Sé maðurinn litblindur, en kon- an heilbrigð, verður ekkert barn- anna litblint. En litblindan levnist samt hjá dætrunum og getur erfst áfram og komið í ljós. Þar sem nú stúlkurnar þurfa litblindu í tvöföldum mæli til þess að hún komi í ljós, en karlmenn ekki nema í einföld- um skamti, þá er sýnilegt, að sjúkdómurinn hlýtur að koma oftar í ljós hjá piltunum. En hættulegustu sjúkdómsberamir eru samt sem áður stúlkurnar, því litblindan getur legið hulin í eðlisfari þeirra og svo gengið að erfðum til niðjanna. Litblindan leynir sér aftur á móti ekki hjá karlmanninum. Ýmsir eiginleikar koma ekki verulega í Ijós nema þeir séu til í tvöföldum mæli, eins og t. d. lit- blindan hjá kvénfólkinu. Sé því einhver veikleiki eða hvimleiður galli í einhverri ætt, þá eru gift- ingar milli skyldmenna nyög varhugaverðar. ókosturinn get- ur komið fram með tvöföldum krafti hjá börnunum, og huldir ættargallar geta þá skyndilega brotist fram. Báðir foreldarnir geta verið hraustir sjálfir, sjúk- dómurinn var dulinn hjá þeim, og sakaði þá ekkert og kom ekki fram meðan meðlimir ættarinnar ekki áttu börn með einstklingum, sem höfðu þennan sjúkleik dul- inn. En jafnskjótt og skyld- mennin áttu börn saman, kom gallinn í ljós. 1 Það er oft talað um, að ættir úrkynjist, og lengi var haldið, að það væri ófrávíkjanleg regla, að ættir og þjóðir hlytu að missa mátt sinn og kannske deyj a út eftir blómaskeið um nokkurn tíma. Þetta væri náttúrulögmál, 'sem ekki yrði raskað. Nú vita menn, að eðlilegar orsakir liggja til alls þessa. Úrkynjun ætta á rót sína að rekja til óheppilegra giftinga. T. d. hafa margar fursta- og konungsættir veiklast ! eða liðið undir lok vegna skyld- leikagiftinga. Ættargallarnir jhafa þá aukist og margfaldast ' og loks eyðilagt ættina. Sem dæmi get eg nefnt blæðingar- veikina. Hún lýsir sér í því, að íblóðið storknar ekki, og getur j því örlítið sár valdið mikhim , blóðmissi eða jafnvel dauða. — Þetta er x-þráðasjúkdómur og þekkist aðeins á karlmönntim, en konur geta verið sjúkdóms- berar þótt sjálfar séu þær heil- brigðar. Þessi sjúkdómur er meðal annars í ýmsum fursta- og konungaættum og veldur úr- kynjun. T. d. er þessi sjúkdóm- ur í ætt hertoganna af Hessen- Darmstadt, spönsku konunga- ættinni, og hann var einnig í rússnesku keisaraættinni. En þótt skyldleikagiftingar séu þannig varasamar, má heldur ekki gleyma hinu, að góðir eigin- leikar geta líka tvöfaldast á þennan hátt. Er þetta t. d. not- að við hreinræktun ýmsra hús- dýra, sem hafa sérlega góða kosti á einhvern hátt. Ætternið hefir afarmikla þýð- ingu. Lífskjörin má oft bæta, en erfðunum, eðlisfarinu verður ekki breytt. Eg skal nefna nokk- ur dæmi um ættir, sem sérstak- lega hafa verið rannsakaðar. — Það eru til upplýsingar um hina svissnesku ætt Zero. Það var góð bændaætt og í miklu áliti. Um 1670 giftist maður af þess- ari Zero-ætt konu einni, en í ætt hennar hafði mjög borið á ýms- um göllum. Sonur þeirra giftist aftur frænku sinni í móðurætt, og í næstu kynslóðum voru einn- ig ættargiftingar tíðar. Afleið- ingin varð úrkynjun ættarinnar. f ættinni hafa síðan verið síð- ustu 100 árin margir ræflar, flakkarar, drvkkiumenn ,fábján- ar. geðveikissjúklingar o. s. frv. Annari grein ættarinnar vegnar aftur á móti vel. Þar höfðu hin- ir óheppilegu eiginleikar ekki komið inn í ættina. Það var reynt að koma flækingunum úr hinni verri grein ættarinnar fyr- , ir á barnaheimilum, en árangur- inn varð lítill, eðlisfarið mátti sín meira en uppeldið. Juke-ætt- in er líka alkunn. Ættmóðirin var flækingur, sem var uppi fyr- ir ca. 200 árum. Menn hafa get- að rakið lífsferil 709 manneskja af þessari ætt nokkuð nákvæm- lega. Þar af voru 64 geðveikir, 142 voru betlarar eða flækingar, og 76 glæpamenn. Konumar voru að sínu leyti ekki betri. — Ýmsir gallar hafa legið í ættinni og gengið að erfðum mann fram af manni. Saga Kallikak-ættarinnar svo- nefndu er líka mjög merkileg. Ættfaðirinn, Marteinn, átti böm með tveim konum. Fyrst átfi hann son með stúlku, sem var hálfgerður fábjáni. Seinna gift- ist hann heilbrigðri konu af góðri ætt og átti með henni 10 börn. Hinir tveir ættbogar, sem út af þessum tveimur konum komu, urðu næsta ólíkir. Ætt- boginn, sem korh út af bömum þeim, sem hann átti með eigin- konu sinni, reyndist góður, þar fundust engir fábjánar eða glæpamenn, og ættin er í miklu - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusiml; 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstoíu kl. 10—1 f. h. og 2—6 e. h. Helmlll: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33158 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aítur um bseinn. MARGARET DALMAN teacher OF PíANO 854 BANNINO ST Phone; 26 420 áliti og heilbrigð. Alls þekkja menn um 500 manneskjur af þessari ætt í 5 kynslóðir. Hinn ættbálkurinn, sem að vísu átti sama ættföður, en fábjána að ættmóður, reyndist mjög lélegur og ólíkur hinum. Af 180 per- sónum af þessum ættbálki voru 24 ofdrykkjumenn, 143 voru fá- bjánar, og um 40 götustelpur fundust í ættinni. Barnadauði var mjög mikill. Þegar ættbog- inn komst í þessa niðurlægingu, þá fór það svo, að erfitt eða jafnvel ómögulegt varð fyrir meðlimi- ættarinnar að fá sér góða maka. Þeir urðu að velja sér eiginkonur eða menn úr hópi ræflanna, og við þetta seig ættin óðfluga dýpra og dýpra. Verri og verri lífskjör fullkomnuðu einnig niðurlæginguna. Munur- inn mil'li þessara tveggja ætt- boga er geysimikill og verður, eins og áður er sagt, rakinn til ættmæðranna. Heppilegt upp- eldi er að vísu gott, en ekki ein- hlítt, því “náttúran er náminu rikari”. Ingólfur Davíðsson —Eimreiðin. HITT OG ÞETTA Veðurspáin — Hvernig heldurðu nú að veðrið verði á morgun, gamli minn? — Og hvernig ætti það svo sem að verða, nema bölvað. Það er nefnilega ekki að því að spyrja þegar hann haugar upp mó- strókum í austrinu og glennir sig með riddarabönd í vestrinu, að þá stórhellir hann úr sér, nema þá hann taki upp á því, að fara í viðsperring og fyrirstöðu, þá getur hann kannske haft það til að glenna sig — og þó varla! * * * Séra Anderson Jardine, prest- urinn sem gaf frú Simpson og hertogann af Windsor saman í hjónaband, hefir verið mesti ó- láns fugl síðan. Eins og menn eflaust muna var mikið veður gert úr því, að hann skyldi ó- hlýðnast boði biskupsins og gifta hertogann. Séra Jardine var ! boðið til Ameríku í fyrirlestra- ferð og allar líkur bentu til, að hann mundi græða mikla pen- j inga. En þegar presturinn kom til Ameríku voru hinir nýjunga- í gjörnu Ameríkumenn búnir að 1 gleyma honum og enginn vildi I sækja fyrirlestra hans, og séra Jardine fór aftur til Englands. Þegar heim kom voru sóknar- börn hans einnig orðin afhuga honum, svo nú er séra Jardine aftur á leið til Ameríku. Hann ; hefir fengið stöðu við kirkju eina ; í Bowery-hverfinu í New York. ! Hin nýju sóknarbörn hans eru i hættulegustu glæpamenn stór- I borgarinnar og séra Jardine fær ’ það erfiða hlutverk að snúa þeim til rétts lífemis.—Mbl. G. S. THORVALDSON B.A.. LL.B. LögfrœSingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 w. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZK 1R LOOFRÆÐINOAM A öðru gólfl 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Gimli °3 eru þar ao Wtta, íyrsta miðvikudag i hverjum mánuSi. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAM Sérgrein: Taugasjúkdómar Lœtur útl meðöl i viðlögum Vitstalstfmar kl. 2_4 e h 7—8 *ð kveldinu Sími 80 867 666 Victor gt A. S. BARDAL selur líkkistur og annaat um útfar- ir. Allur útbúnaður sA bestl. _ Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPBQ Dr. S. J. Johannesion 218 Sherburn Street Talsimi 80 877 ViOt&lsUmi kl. 3—5 e. h. Dr. D. C. M. HALLSO> Physician and Surgeon 264 Hargrave (opp. Eaton*s) Phone 22 775 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 S F*reah Cut Flowere DaUy Plants ln Season • We specialize in Wedding « Concert Bouquets & Funerai Deslgns Icelandic spoken THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Dlamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watche* Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON tSLBNZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnlpeg Oegnt pósthústnu Slmi: 96 216 Heimilis: 33 328 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents 8imi: 94 221 «00 PARIS BLDG.—Winnipeg Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa: 701 Victor St. Sími 89 535 Ornci Phoni R*s. Phons 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 10« MKDICAL ARTS BUILDINO Ornc* Homis: 12 - 1 4 r.M. - 6 P.M. AMB »Y APPOXNTinifT

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.