Heimskringla - 08.12.1937, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.12.1937, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. DES. 1937 iniininiiuRniiiRniinBnBOHflRiiiinininnfflBBnniMRMMHMiMnHBHMMmuiinflnnBnBBS Hicímsknniila | (StotnuB 1886) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. m 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst | tyrirfram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. §j 311 viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: = K.">ager THE VIKING PRESS LTD 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is publlshed and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man Telepihone: 86 537 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii WINNIPEG, 8. DES. 1937 ÖGMUNDUR KENNARI SIGURÐSSON Blöð nýlega komin að heiman, herma lát ögmundur Sigurðsson fyrv. skólastj. gagn- fræðaskólans í Flensborg. Lát hans bar að 29. okt. s. 1. að heimili hans í Hafnar- firði. ögmundur var nær áttræður og átti síðustu árin við sjónleysi að búa. Með láti Ögmundar á ættjörðin á bak að sjá þeim manni er mentamálum hennar reyndist hinn nýtasti. Hann var alla sína æfi kennari, fyrst að Gerðum í Garði, ein 9 ár, og síðar við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Kom hann að þeim skóla 1896 og starfaði við hann þar til 1930, fyrst sem kennari, en frá árinu 1908, sem skólastjóri. Gerði hann miklar breyting- ar á skólanum til stórbóta, eins og t. d. að gera kensluna svo víðtæka að náms- menn þaðan gætu sezt í 4 bekk latínu skól- ans. f stofnun kennaraskólans, sem í sam- bandi við gagnfræðaskólann var starf- ræktur, mun og ögmundur hafa átt drýgst- an þátt. Var það fyrsti kennaraskóli á landinu. Það sem nemendur ögmundar, og þeir eru nú fáeinir eftir 34 ára kenslu við gagn- fræðaskólann, auk margra ára kenslu við barnaskóla, munu undantekningarlaust allir minnast, eru hinar skemtilegu kenslu- stundir er þeir nutu hjá honum. Hinum fyrri nemendum hans mun ekki sízt í minni hve ólíkur hann var öllum öðrum kennur- um, er þeir höfðu kynst, og sem eflaust átti rætur að rekja til þess, að Ögmundur mun hafa verið hinn fyrsti íslenzki alþýðu- kennari, er próf hafði tekið í erlendum kennaraskólum. Afstaða nemenda til náms- greina sinna í það og það skiftið er vana- legast tengt einhverri óttablandinni al- vöru, ekki sízt ef kennarar koma til móts við þá í kenslustundinni eins og þeir hafi verið að gala galdra alla nóttina áður, og brjóst nemendanna taka að bifast við komu þeirra og áður en þeir hafa svo mikið sem borið upp nokkra af hinum mörgu óeigin- legu og flóknu spurningum sem þeim hafa hugsast. ögmundur byrjaði oft kenslu- stundirnar með samtali svo formálalausu, að nemendur voru oft niðursokknir í spurn- ingar og svör um efni námsgreinarinnar áður en þeir vissu af því. Rak þá hver spurningin aðra hjá ögmundi svo hratt, að nemendur höfðu varla við að svara þó ekki væri nema með jái eða neii. Þessu hélt áfram þar til allur bekkurinn fylgdi efninu með lífi og sál, og fór meira að segja að spyrja kennarann spjörum úr. Stóð þá ekki á að beina athyglinni að sem flestu viðkomandi námsgreininni. Sumar kenslustundir ögmundar t. d. í landafræði fslands, ætlum vér óvíða eiga sinn líka Kom þar að vísu það til, að hann hafði ferðast með Þorvaldi Thoroddsen í ein 14 sumur að landfræðisrannsóknum og var íslandi líklegast öllum samtíðarmanna sinna kunnugri, bæði bygðum þess og ó- bygðum, að Þorvaldi einum undanskildum. En það var eigi að síður yfirburða leikni Ögmundár í að kenna, sem kenslustund hans gerði eins lifandi og raunverulega og lífið sjálft. Ögmundur var fæddur að Kröggólfsstöð- um í ölfusi 10. júlí 1859. Hann útskrifað- ist af gagnfræðaskólanum á Möðruvöll- um 1882, en fór auk þess þrisvar utan til náms, tvisvar til Danmerkur til að kynna sér kenslumál og einn vetur, 1890—91 til Bandaríkjanna og gekk þar á kennara- skóla. Áhugi hans fyrir kenslumálum sýnir sig bezt í því að árið 1928 fer hann til Norðurlanda og Englands, þá nærri sjötugur, til að kynna sér það nýjasta í þeim málum. Árið 1930, er ögmundur sagði af sér skólastjórn, var hann sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Hann samdi eitthvað af kenslubókum og reit greinar í ýms rit, enkum í ‘Tímarit um uppeldis- mál”, er kennarar Flenborgarskóla, Jón Þórarinsson og Jóhannes Sigfússon auk ögmundar héldu úti. En þetta átti ekki að vera æfisaga, held- ur aðeins fáein orð frá gömlum nemenda Ögmundar hér vestra, eins af mörgum, er minnast kenslustunda hans með þakklæti. Systkini ögmundar hér vestra eru Kristján Sigurðsson cand. phil. og Elin Sigurðsson, bæði í Winnipeg. FORD Á MÓTI PENINGA- VALDINU Fyrir skömmu hélt Henry Ford, bifreiða- kóngur,, því fram, að peningar væru slæm- ur gjaldmiðill. Þeir brigðust svo oft þegar mest á riði, að við það væri ekki búandi. Hann kvað peningafyrirkomulagið þurfa endurskoðunar við árlega; það þyrfti að breyta því og bæta eftir þörfum eða kröf- um tímans. Á peningafyrirkomulaginu væri enginn munur og á gerð bifreiða, en þeim yrði að breyta til bóta á hverju ári. Þegar reynslan væri búin að sýna að hin eða þessi tegundin væri ekki fullkomin eða gæti verið betri, væri ný tegund smíðuð og úr gallanum bætt. Eins og bæta þyrfti bílana á hverju ári til þess að fá þá sem bezta, eins þyrfti að endurbæta fyrirkomu- lag peningamálanna og smíða eftir kröfum eða þörfum tímans. Ford heldur ekki einungis fram að fyr- irkomulag peningamála sé ópraktískt held- ur kennir hann því mikið um núverandi kreppu og það sem aflaga fer. Þó þráttað sé við Ford um þetta og orðum hans sé harðlega mótmælt af mörgum, lætur hann ekki af skoðun sinni. Hvernig komst Ford að þessari niðut- stöðu ? Það var skömmu eftir stríðið mikla, að hann átti í dálitlum brösum við bankana og hann er sannfærður um það síðan, að sá sem peningamálunum ráði, sé hinn eiginlegi þjóðstjóri. Ford skuldaði bönkum talsvert, en átti eignir í bílum um alla Ameríku fyrir því og meira. En Ford komst að öðru. Bankarnir höfðu hugsað sér, að skella honum eða bílarekstri hans um koll. Það átti að taka alt af honum. Og það hefði gert verið, ef Ford hefði ekki séð betur fyrir og dugað sem fyr. Hann setti þvílíkan kraft á söluna, að hann gat greitt bönkunum skuldirnar. Hefir aldrei um heilt gróið milli hans og banka síðan. Og að Ford treysti þeim hér eftir, er sagt að varla muni henda hann. Af því að mikið er eftir því tekið sem Ford segir um fjármál, er þessi greinar- stúfur hér birtur. UNGÆÐISLEGA RITUÐ BóK Vittorio Mussolini, sonur alræðismanns- ins ítalska, hefir skrifað bók, er ný komin er út, og sem fjallar úm afrek hans, eða það sem á daga hans dreif, í Blálands- stríðinu. Að öllu sem fram fór, var “mesta skemtun”, í augum Vittorio; alt var ein “óviðjafnanleg leiksýning”. En sérstak- lega hafði hann þó gaman af “að láta sprengjum rigna yfir herdeild eina, blá- lenska, nokkrum dögum fyrir jól 1935. Þegar sprengjurnar féllu á meðal fylking- arinnar, “var það eins og að horfa á rósir springa út á sumri”. Að skjóta sprengj- um á Adowa (þorp í Blálandi), var ekki eins “upplífgandi vegna þess að kofanir voru litlir og sléttust við jörðu án þess að skilja eftir nokkra reykjarhnykla, eða verulega björt bál í líkingu við það sem sjá má í amerískum hreyfimyndum.” En þegar Adai-Ado var sprengd, var það í senn bæði “hræðileg og dýrðleg sjón.” — Þegar sprengjurnar hittu sérstaka allstóra byggingu, “hlupu Blálendingar eins og fæt- ur toguðu í allar áttir. Kveiktum við þá það bál, er nægt hefði til að hita upp hálf- an hnöttinn.” Af svipuðum perlum og þeim, sem hér hafa verið tilfærðar, úir og grúir í bók Vittorio. Hér á jörðu hefir ekkert dýrð- legra skeð en eyðileggingin og manndrápin í "Blálandi á hinum tilbreytingarlausu tímum sfðustu ára. Bara að það eigi nú ekki eftir að sannast á ftölum sem öðrum, að þegar farið er að dá og dýrka hemað öllu öðru fremur, þá sé falls skamms að bíða. Á þessu stendur þannig að í skjóli hernaðar-dýrkunar aukast ávalt glæpir og vitfirring. Bók Vittorios ber vott um þetta og að hjá ítölsku þjóðinni lifi nú sá andi glatt, er rómverska ríkinu varð forðum að falli. Hún hefði hvorki verið skrifuð né gefin út, ef velsæmi og sönn menning mættu sín nokkurs 1 hugsunarhætti þjóð- arinnar borið saman við herdýrkunina. LÖG Á MóTI GYÐINGUM Sýnishorn af “réttvísi” Nazista Þýtt úr The Manchester Guardian Síðan hér um bil á miðju ári 1935 hafa dómstólarnir á Þýzkalandi verið meir og meir að nálgast það, að verða ein deild Nazista stjórnarinnar, og úrskurðir þeirra eru í samræmi við stefnu Nazistanna, hvað sem lögum líður í hverju sérstöku máli. Hvar sem Gyðingar eða pólitískir andstæð- ingar eiga hlut að máli, fellur dómurinn á móti þeim. Lögin eru teygð þar til þau eiga við hvert sérstakt mál, og þar sem engin viðeigandi lög finnast, er dæmt sam- kvæmt “heilbrigðri tilfinningu fólksins” (gesundes Volksempfinden). Nokkur dæmi frá síðustu mánuðum nægja til að sýna þetta. Að svo miklu leyti sem þau snerta Gyðinga, má skifta þeim í þrjá flokka: blandaðar giftingar, saurgun kynþáttarins (Rassenschande) og hagsmunalega úti- lokun (economic boycott). Nuremberg lögin frá 1935 leggja refs- ingu við samförum utan hjónabands milli Gyðinga og Þjóðverja, sem ekki eru af Gyðinga ættum. Fyrstu mánuðina eftir að lög þessi gengu í gildi voru refsingarnar hlutfallslega vægar, en hinn gengdarlausi áróður í Nazista blöðunum hefir komið því til leiðar, að afarhörðum refsingum er nú beitt. Gyðingar, sem brjóta þessi lög, eru, með sárfáum undantekningum, dæmd- ir í margra ára betrunarhússvinnu. í grein, sem dómsmálaráðherrann (Secretary of State for Justice), dr. Freisler, ritaði, stendur, að samkvæmt eðli laganna ættu Gyðingar, sem brjóta þau, að dæmast í margra ára betrunarhússvinnu, þar sem aftur á móti mætti refsa öðrum fyrir samskonar brot með einföldu fangelsi. (Frakfurter Zeitung, 16. des. 1936.) Þessari ráðleggingu ráðherrans hefir yfir höfuð verið fylgt af dómstólunum. — Aðeins í fáum og sérstökum tilfellum sleppa Gyðingar með einfalt fangelsi. — Venjulega refsingin er fjögra til fimm ára' betrunarhússvist með harðri vinnu, þar sem “arýanskir” lögbrjótar fá miklu væg- ari hegningu. Lögin refsa aðeins karl- I manninum, sem auðveldlega orsakar fjár- greiðslur vegna hótana af ótta við upp- ljóstranir (blackmail). Dómstólarnir gætu stuðlað að því að koma í veg fyrir þetta, með því að leggja harða refsingu á þá, sem koma fyrir lög og dóm fyrir að hafa kúgað til fjárgreiðslu með hótunum, en vægari á þá sem kæra. En í raun og veru gera þeir það gagnstæða. Schlesische Zeitung í Breslau birti 15. júlí 1937 all- marga dómsúrskurði á móti Gyðingum fyr- ir kynþáttar-saurgun. Þeir voru allir dæmdir í langa betrunarhúss vinnu. En kona, sem var sek um að hafa hrætt út fé með hótunum, fékk aðeins átta mánaða einfalt fangelsi. f öðru máli, einnig í Brpslau, var vændiskona, sem hafði hrætt Gyðing til að borga sér fé, vegna kyn- þáttar-saurgunar, dæmd í fjögra mánaða einfalt fangelsi, en Gyðingurinn fékk átján mánaða fangelsi. Þar sem að dómar af þessu tæi eru birtir í blöðunum, hika Gyð- ingar, sem fyrir hótunum verða, við að kæra ásækjendur sína, því að þeir vita, að þeir fá sjálfir þyngri refsingu heldur en sá kærði. Hér um bil allir dómstólar skilja orðið “Rassenschande” í mjög víðtækri me^k- ingu. En þar sem jafnvel ómögulegt er að teygja orðið sjálft lengra, eru dómstól- arnir mjög ráðagóðir með að finna ástæð- ur til að refsa Gyðingum. Tuttugu og tveggja ára gamall Gyðingur í Magdeburg bauð ungri stúlku í hreyfimyndahús með sér. Hún afþakkaði boðið og kærði hann. Gyðingurinn var dæmdur í fjögra vikna fangelsi fyrir móðgun við stúlkuna. Dóm- arinn lýsti því yfir, að tilgangur Nurem- berg laganna væri, að koma í veg fyrir alla ástleitni Gyðinga við þýzkar konur. Hinn ákærði hefði sýnt, að hann áleit, að stúlkan væri ekki fráleit því að hafa kynni af Gyðing, með því að bjóða henni. En að láta slíkt í Ijós væri alvarleg móðgun, sem verðskuldaði fangelsisvist. (Frankfur- ter Zeitung, 12. ág. 1937). Dóminum hefir tekist að reygja lögin þangað til þau eru óþekkjanleg. En nýir úrskurðir á fjármálasviðinu hafa raun- verulega myndað ný lög á móti Gyðingum. Nazistar hafa gefið út lög á móti þeim á nálega öllum sviðum, nema í iðnaði og verzlun. Embættismenn og áróðursmenn Nazista segja ávalt útlendingum, sem spyrja um Gyðingamálin, að Gyðingar, sem hlýði landslögum, séu alveg frjálsir og ó- hindraðir í verzlunarsökum, að því er lögin sjálf snertir, er þetta satt, en í reyndinni er það það ekki. Frnrn til komast menn, sem engan þátt skamms tíma voru samtökin á taka í almennum málum, ekki móti verzlun við Gyðinga (boy- hjá henni. Eftirfarandi dæmi cott) bygð á stjórnarráðstöfun sýnir afleiðingarnar af kynþátt- hátt settra embættismanna, en ar hreinsuninni, Ungur maður nú hafa dómstólarnir gengið í hafði haft kynni af stúlku og átt lið með þeim. Fáein dæmi nægja! barn með henni. Eftir að barn- til að sýna aðferð þeirra. Nítj-, ið fæddist var stúlkan gerð ófrjó ánda janúar 1937 veitti yfirrétt- með valdi, af því að hún þótti urinn í Hamborg skilnað “arý-1 ekki nógu fullkomin á mæli- önskum” hjónum. Ein ástæðan kvarða Nazista. En þrátt fyrir sem fundin var til þess að konan það, fórst bamsföður hennar hefði eyðilagt hjónabandið var, sæmilega við hana, hann giftist að hún hefði keypt yfirhöfn í henni, og við það varð barnið Gyðinga búð. Munnlegur úr- skilgetið samkvæmt lögunum. — skurður réttarins var á þessa En Nazista lög banna giftingar leið: “Mjög alvarlegt brot á milli heilbrigðs fólks og þeina, hjónabandsheitinu felst í því, \ sem gerðir hafa verið ófrjóir, og að hún keypti í Gyðinga búð, | þess vegna héldu pilturinn og enda þó að hún vissi, að sækj- stúlkan því leyhdu, þegar gift- andi, sem meðlimur flokksins og ingin , var skrásett. En það pólitískur starfsmaður, væri því komst upp síðar, og giftingin var ekki samþykkur. Verjtandinn dæmd ógild. Barnið varð aftur ætti að hafa haft meiri áhuga óskilgetið og maðurinn var fyrir hinu pólitíska starfi sækj-' dæmdur í þriggja mánaða fang- andans.” | elsi, fyrir að hafa gert það ema í Remscheid hefir rétturinn sem sæmilegt var gagnvart stúlk úrskurðað, að ef að kona Nation- j unni. (Frankfurter Zeitung, 26. al sósíalista kaupi af Gyðingi, sé, júní 1937). maður hennar ekki skyldur til að j Dómar þessir og réttarúr- borga. Samkvæmt þýzkum lög- skurðir eru teknir hér og þar úr um ber maður ábyrgð á venju- fjölda samskonar dóma. Þeir legum innkaupum konu sinnar sýna ótvíræðilega hversu lágt til heimilisþarfa. f því tilfelli, fallin réttvísin er á Þýzkalandi sem hér um ræðir, hafði konan þann hlutfallslega stutta tíma, keypt vörur í Gyðingabúð í árs- sem Nazistar hafa farið með völd lok 1934 og ársbyrjun 1935. Hún borgaði ekki um leið og hún tók vörurnar, og þegar kaupmaður- inn gerði kröfu um borgun til manns hennar, úrskurðaði rétt- urinn, að maðurinn þyrfti ekki að borga. Úrskurðurinn var á þe'ssa leið: “f árslok 1934 og ársbyrjun þar. G. Á. BENEDIKT JóNSSON F. 1863—D. 19á7 Hinn 4. ág. s. 1. vildi það slys til að Benedikt Jónsson frá Hól- 1935, þegar kona verjandans ! um druknaði í fslendingafljóti í keypti vörurnar, var það yfirleitt j Riverton. Fanst lík hans sólar- viðtekin skoðun, að það væri ekki hring síðar og var hann jarð- sæmilegt fyrir þýzkan mann að settur í Riverton-grafreit hinn kaupa af Gyðingi; slík kaup voru þá orðin undantekningar. Það má ekki ætlast til þess, að þýzk- 7. ágúst. Benedikt Jónsson var fæddur 1863 að Hólum í Hjaltadal. Fað- ur eiginmaður skoði sig bundinn ir hans var Jón Benediktsson af þess konár samningi. Af þess- um ástæðum leiðir það, að kaup- skaparsamningar þeir, sem gerð- ir voru af konunni við Gyðing, eru ekki lagalega'bindandi fyrir mann, sem er af þýzku bergi brotinn.” Rétturinn úrskurðaði ekki, að vörunum skyldi skilað aftur til Gyðingsins. Það hefði auðvitað prests að Hólum, en móðir hans var Sigríður Halldórsdóttir. — Systkini Benedikts voru: Þóra, fyrsta kona Vilhelms Pálssonar, Halldór og Bjöm, báðir dánir og Gunnar, búsettur við West- bourne, Man. Benedikt heitinn var tvígiftur. Fyrri kona hans var Þorbjörg Árnadóttir. Þau áttu tvær dætur, Sigríði, sem ekki verið tiltækilegt, þar sem j býr í Litlu-Gröf í Skagafirði á tvö ár voru liðin frá því þær voru j íslandi, og Thora gift hérlendum keyptar. Afleiðingin af þessum j manni; á hún heima í Oregon úrskurði er því sú, að “Arýani” City í Bandaríkjunum. Seinni má neyta varnings, sem hefir kona hans heitir Kristín Soffía verið keyptur af Gyðingi, en Baldvinsdóttir, ættuð úr Vopna- þarf ekki að borga fyrir hann. ) firði á íslandi. Lifir hún mann f Hamborg voru Gyðingar og | sinn. Þeirra böm eru: Benedikt, “Arýani” í félagsskap um tó- Svava, Laufey og Björn. baksverzlun. Leiðtogi Nazista i Benedikt sál. fluttist hingað þar í nágrenninu heimtaði, að til Vesturheims árið 1887. Var félagsskapurinn væri leystur; hann einn í hópi hinna mörgu upp. “Arýaninn” var því sam- íslendinga er það ár fluttust þykkur, en Gyðingurinn ekki. —! vestur um haf. Dvaldi hann á “Arýaninn” fór í mál, og yfir- ýmsum stöðum hér í Manitoba I réttur Hamborgar úrskurðaði, j og Bandaríkjunum unz hann I að félagið skyldi leysast upp, fluttist hingað til Nýja-íslands I og að öll verzlunin skyldi verða árið 1914 og tók að búa á landi eign “Arýans”, án nokkurra skaðabóta til Gyðingsins. Rétt- fyrir norðan Riverton nálægt strönd Winnipeg-vatns. Á því urinn úrskurðaði, að kröfur ^ landi hefir hann búið síðan. — Nazistaforingjans væru þess Svæði það sem land hans stend- eðlis að þeim yrði að hlýða, þar sem hann væri opinber starfs- maður og hefði vald eins og opin- ber embættismaður. Og því var ur á er lágt mjög og hefir vatnið 4 sinnum flætt yfir það á þessu tímabili. Var þar fyrrum fjöl- menn.bygð, en hefir eyðst mjög bætt við úrskurðinn, næstum að búendum fyrir þessar sakir. háðslega, að Gyðingurinn væri ekki mikið ver staddur f járhags- lega eftir að félagið væri leyst upp. (Þessi úrskurður var birtur í Nationalzeitung í Essen, 28. ág. 1937. í bænum Allenburg á Austur- Prússlandi hafði kaupmaður nokkur kallað keppinaut sinn Gyðing. Keppinauturinn, sem var ekki Gyðingur, fór í mál,- og verjandinn var dæmdur í tveggja mánaða og tveggja vikna fang- elsi. Rétturinn úrskurðaði, að það væri alvarleg móðgun við “Arýana” að ver kallaður Gyð- ingur. (Königsberger Allgemine Zeitung, 11. júní 1937). Réttvísi Nazista er ekki beitt eingöngu gegn Gýðingum; póli- tískir andstæðingar þeirra verða líka fyrir henni; og stundum En Benedikt sat þar kyr þrátt fyrir þessa erfiðleika, enda var hann dugnaðar maður og þrek- mikill og eigi gefinn fyrir að láta hlut sinn, hvorki fyrir náttúru öflunum eða öðru, sem á móti blés. Hann hafði margt það í skaplyndi sínu og líkamlegu at- gerfi, sem einkennir hinn sanna brautryðjanda. — Hugrekki, hreysti og bjartsýni þarf sá að eiga, sem brjóta vill nýjar braut- ir. Því er svo farið með skáldin að þau líta á hlutina, sem verða þeim að yrkisefnum, eins og þeim finst þeir ættu að vera, en ekki eins og öðrum sýnast þeir vera í raun og veru og því verða kvæðin til. Afrek brautryðjend- ans verða til á sama hátt. Hann sér verkefni í Ijósi hugsjóna sinna og takmark síns og köll-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.