Heimskringla - 26.01.1938, Page 2

Heimskringla - 26.01.1938, Page 2
2.SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JANÚAR 1938 “ÞAÐ SEM 1 HENNAR VALDI STÓД Ræða eftir séra Jakob Jónsson “Og er hann var í Betaníu í húsi Símonar líkþráa og sat yfir borðum, kom þar kona; hafði hún alabasturs-buðk með ómenguðum, dýrum nardus- smyrslum; og hún braut ala- basturs-buðkinn og helti yfir höfuð honum. En þar voru nokkuriY, er gramdist þetta og sögðu hver við annan: Til hvers var verið að eyða þannig smyrslunum? Því að þessi smyrsl hefði mátt selja fyrir meira en þrjú hundruð denara og gefa fátækum. Og þeir at- yrtu hana. En Jesús sagði: Látið hana í friði! Hvað eruð þér að mæða hana? Gott verk gerði hún á mér; því að jafn- “Látið hönd selja hendi” “Látið hönd selja hendl— og livaö sem við tekur á morgini, verðið þér ekki í skuld.” Maðurirui, sem borgar út í hönd fyrir það, sem hann kaupir, vinnur á tvennan hátt. Hann sparar að sjálf- sögðu peninga, vegna þess að þrátt fyrir allar æfintýra- sagnimar, þá kostar það peninga að kaupa gegn af- ■ borgunum, og menn borga fyrir þægindi lánstraustsins. En jafn mikilvægt er það, að hann hefir enga veðskuld á framtíðinni. í>að, sem hann hefir umleikis á hann sjálfur, hvað sem fyrir kemur á morgun. EATON’S trúir ávalt sterk- lega á þann visdóm og þau hlunnindi, sem þvi fylgja, að verzla fyrir peninga út í hönd. EATON’S hefir aldrei látið hjá líða að brýna þetta fyrir viðskiftavinum sínum. En vegna þæginda og þjón- ustu, gemm við mönnum kleift að kaupa vissar vörur gegn afborgunum. En við vekjum jafnframt athygli á því, að sem innkaupa aðferð, kostar hún meira, og verður, þegar alt kemur til alls, ekki eins ánægjuleg. Ekkert jafnast á við hina guilvægu gömlu áminningu: “Látið hönd selja hendi.” EATON'S an hafið þér fátæka menn hjá yður, og er þér viljið, getið þér gert vel til þeirra, en mig haf- ið þér ekki ávalt. Hún gerði það, sem í hennar valdi stóð; hún hefir fyrirfram smurt lík- ama minn til greftrunarinnar. En sannlega segi eg yður, hvar sem fagnaðarerindið verður boðað um allan heiminn, mun þess og getið verða, sem hún gerði, til minningar um hana. Mark. 14, 3—9 ■ “Hún gerði það, sem í hennar valdi stóð,” segir Jesús við kon- una með alabastursbuðkinn. — Þessi orð eru ekki aðeins töluð til þess að bera blak af stúlku, sem ásökuð hafði verið fyrir það að fara óskynsamlega að ráði sínu. Þau sýna oss inn í hug meistarans, þegar dregur nær því, að málefni hans eigi alt und- ir annarra stuðningi. Hafið þér nokkum tíma hugsað út í það, að svo hefði getað farið, að Jesús hefði ekki öðlast neitt fylgi meðal þjóðar sinnar — enga lærisveina — enga vini sem elskuðu hann og þráðu að sýna þess vott hið ytra ? — Hvað hefði þá orðið úr þeirri hreyf- ingu, sem kend er við hans nafn ? Hvar var þá árangurinn af starfi hans, prédikun hans og kær- leiksverkum, og krossdauða hans? — Vér segjum, að fsland eigi stjórnarbót sína að þakka Jóni Sigurðssyni. En fylgislaus hefði hann aldrei afrekað slíkt. Sigurinn, sem málstaður hans hlaut, var því að þakka, að hundruð og þúsundir alþyðu- manna gerðu það sem í þeirra valdi stóð til þess að afla hug- ’sjóninni fylgis og fá hana fram- kvæmda, íslenzkir prestar og bændur, víðsvegar um alt land gerðu það sem í þeirra valdi stóð, hvort sem mikið eða lítið bar á. Þeir gerðu það sem í þeirra valdi stóð fyrir sjálfstæði fslands. Á sam hátt vissi Jesús, að ef málefni guðsríkis ætti að sigra meðal mannanna, hlaut það að verða með þeim hætti, að allir hinir umkomulitlu einstaklingar gerðu sitt til, þar sem þeir voru í sveit komnir. Og þegar konan með alabastursbuðkinn kemur og sýnir honum ástúð sína, þakk- læti og aðdáun, finnst oss eins og honum hljóti um stund að verða hugsað til þess, hve stór- kostlegt og dásamlegt það hefði verið, ef allir — í bókstaflegum skilningi — allir hefðu gert það sem, í þeirra valdi stóð, fyrir hann og málefni hans. Það gat vel verið, að það mætti finna að því, að hún keypti svona dýr smyrsli. Þeir gátu haft rétt fyr- ir sér að því leyti, veizlugestirn- ir, sem vildu heldur gefa fátæk- um peningana. En hvað sem um það var, gátu meira að segja þeir tekið hana til fyrirmyndar. Hún eyddi þrjú hundruð dínör- um til þess að votta honum ástúð og þakklæti. Látum þá gera annað eins fyrir fátæklingana, sem þeir hafa altaf í grend við sig. Ef þeir gerðu líka alt, sem í þeirra valdi stæði, — ef allir gerðu það sem í *þeirra valdi stæði, þá yrði jörðin að guðs- ríki. Þá yrði mannlífið farsælt og friðsælt. Þá mundu rætast hinar helgustu vonir fortíðarinn- ar, og framtíðin uppfylla þær með fegurri hætti en nokkurn hafði dreymt um. Og konan, sem olli hneyksli í veizlunni forð- um, hún verður í augum Jesú að ímynd allra þeirra, sem elska hann svo heitt, að þeir gera alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að sýna það í verki og framkvæmd. Þegar vér virðum fyrir oss mannlífið, og þar á meðal sjálf oss, sjáum vér, hve rík sú til- hneiging er, að ætlast til allra framkvæmda af öðrum. Ríki farsældarinnar á að koma yfir oss, eins og sú himneska Jerú- salem, fullgerð að öllu leyti án vors eigin tilverknaðar. Alt, sem vér þurfum, á að koma eins og manna á eyðimörkinni forðum — einhverskonar himnabrauð, sem fellur niður við fætur vora, svo að ekki þarf annað fyrir því að hafa en að lyfta því upp í munninn og kingja því. Sumt á stjórnin að seiða til vor; sumt á kirkjan að koma með, eða vísind- in — og alt fyrirhafnarlaust frá I vorri eigin hendi. Vér eigum að fara að eins og vér værum í heimboði hjá góðu fólki. Vér bíðum þangað til búið er að leggja á borðið og hella í bollana, og oss sagt, að gera svo vel. Þannig hugsum vér oft og tíð- um. En sem betur fer, er líka til annar hugsunarháttur, og saga mannkynsins sýnir, að það er sá hugsunarháttur, sem er lyfti- stöng allra framfara. Honum er bezt lýst með orðunum: Eg geri það, sem í mínu valdi stendur, hvort sem aðrir gera sitt eða valdi stendur. Og áður en hann fellur frá, sem aldraður maður, hefir hann lokið einum 12 bind- um af þjóðfræðum af ýmsri teg- und. Nafn fátæka vinnumanns- ins stendur nú skráð á listanum yfir heiðursfélaga Bókmentafé-! lagsins, ásamt nöfnum frægra vísindamanna. Verk hans voru ef til vill ekki gallalaus, en hann gerði það, sem í hans valdi stóð. Það eru þessir menn, sem með hverri þjóð ber að meta mest. Ekki svo að skilja, að stjórnin eigi ekki að gera sitt eða vísinda- stofnanirnar og kirkjan sitt. En þú getur einskis krafist af stjórninni, vísindamönnum, kirkjunni eða mannfélaginu yfir- leitt, nema þú gerir um leið það, semx í þínu valdi stendur. Eg veit, að fólki líkar ekki á- valt vel, að það sé minnt á þenn- an sannleika. Einu sinni var ís- lenzkur prestur að prédika fyrir söfnuði sínum sem oftar. Hann var góður ræðumaður, og fólkinu líkaði vel að hlusta á hann. f þetta skifti hagaði hann ræðu sinni þannig, að fyrri partur hennar var almenns eðlis. Hann talaði alment um guðsríkið, um reynslu trúarinnar, og starfið fyrir málefni Krists. Fólkið sat í sætum sínum og hlustaði stórhrifið á hann. Ánægja og hrifning ljómaði úr augum þess; það virðtist vera snortið af þeim hugsjónum, sem presturinn boð- aði. En í seinni parti ræðunnar kom hann að fólkinu sjálfu og að sjálfum sér. Hann fór að tala um málið frá raunhæfu sjónar- miði, að sínu leyti eins og hann mundi hafa talað við það um kartöflurækt eða húsabyggingar. Það var eitthvað sem það sjálft átti að taka þátt í. En þá fannst fólkinu guðsorðið í ræðunni fara að minka. Guðsorðið var nógu fallegt og skemtilegt, meðan það gat sveimað á hljóðbylgjunum frá munni prestsins, en þegar það fór að gera kröfur til þess að þeir, sem sátu þarna á áþreifan- legum beggjum bærðu varir eða hreyfðu hendur, var öðru máli að gegna. Og það var eins og það drægist slæða fyrir andlitin. — Hrifningin hvarf, ljóminn fór úr augunum. Fólkið varð fy^ir vonbrigðum með prestinn. Það var leiðinlegt að ræða, sem byrj- aði svona fallega, skyldi ekki geta orðið góð til enda. Að seinni parturinn skyldi þurfa að verða svona frámunlega hversdagsleg- ur. Gott að síðasta Dropa! f öllum samanburði jafnast Bright’s HERMIT PORT og HERMIT SHERRY við hin dýru Evrópu vín—að öllu nema verðinu, sem þér sjáið að er svo lágt, að þér getið neytt hvort heldur er portvíns eða sherry með hverri máltíð. THE FAMILY WINES FOR ALL THE FAMILY Hermif Port and Sherry—26 oz. bottle 60c. Corton of six 26 oz. $3.00 Concord and Catawba—26 oz. bof. 50c. Carton of six $2.50. 1 gal. jar $2.00 Produced by T. G. Bright & Co., Limited, Niagara Falls This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised !ekki. Þetta eru mennirnir, sem tóku sig fram um að gera það | sjálfir, sem þeir sáu að gera þurfti, að svo miklu leyti sem þeir gátu. Eg sé t. d. í huga mér íslenzka munkinn, sem hefir setið í klausturklefa sínum við ritstörf- in. Hann hefir heyrt sögur um afreksmenn þjóðarinnar, at- burði, sem sumir eru sorglegir eða hryllilegir, aðrir fagrir og hrífandi, og hann hugsar með sjálfum sér, að einhver þurfi að sjá um, að ættarsögumar varð- veitist. — Nei, hann hugsar ekki sem svo, að einhver og einhver þurfi að gera það. Hann ákveð- ur, að gera sjálfur það, sem í hans valdi stendur, hvað sem öðrum líði. Og við skrifborðið hans verður ein eða fleiri af fs- lendingasögunum til. Mér verður hugsað til ungs manns á Austurlandi. Hann er fátækur vinnumaður á einum bóndabænum eftir annan. Hann vinnur allan daginn, eins og hver annar, en á kvöldin kveikir hann á kertinu sínu og tekur skriffærin sín upp úr koffortinu. Hann hefir orðið snortinn af þjóðsögunum, sem ganga mann frá manni. Honum finnst þjóð- trúin og hennar viðfangsefni merkileg til umhugsunar. Hann hugsar þó ekki sem svo, að þessu J þurfi stjómin að sjá um, að safnað verði saman. Eða að þama væri verkefni fyrir menta- mennina eða prestana eða skól- ana. Nei, hann segir við sjálfan sig: Eg geri það, sem í mínu Áreiðanlega hefði nú þessi söfnuður verið betur kominn andlega, ef hver einstaklingur hefði hugsað til sjálfs sín og sagt: “Eg skal gera það, sem í mínu valdi stendur.” — Hugsjón kirkjunnar, að sínu leyti eins og menning þjóðarinnar, verður ein- mitt að byggjast á þessu, að mál- efnið verði ekki aðeins falleg prédikun, heldur raunverulegt starf, sem hver fyrir sig finni sig fúsan til að inna af hendi. Nýlega sagði maður nokkur við mig: “Það er gallinn á ykkur prestunum að fólkið fer ekkert eftir því sem þið segið.” Hann hafði vafalaust rétt fyrir sér í því, að séum vér prestarnir á- hrifalitlir, þá er það vor eigin sök að meira eða minna leyti. Vér höfum ef til vill ekki fundið rétta lykilinn að hjörtum fólks- ins. En mér finst að maðurinn hefði gjarnan mátt bæta annari setningu við: “Það er gallinn á fólkinu, að það fer ekki eftir því, sem þið prestarnir segið.” En hvernig svo sem hann kaus að orða það, var þrátt fyrir alt hugsun og heilbrigð tilfinning bak við. Hann hafði auðsjáan- lega fundið það, sem söfnuður-í inn, sem eg var að lýsa, fann ekki. Sem sé það, að ef starf- semi kirkjunnar á að blessast og bera ávöxt, þá verður fðlkið að gera það, sem í þess valdi stend- ur. Hver einstaklingur verður að finna til sinnar eigin ábyrgð- ar, og segja við sjálfan sig: “Hvað sem prestinum líður og hvað sem hinu fólkinu líður, skal eg gera það, sem í mínu valdi stendur.” Nú skulum vér, líkt og prest- urinn, sem eg mintist á, færa málefnið nær oss sjálfum og vorri eigin starfsemi. Þegar vér virðum fyrir oss kristnisögu eða kirkjusögu íslendinga fyrir vest- an haf, kemur það í ljós, að menn eru nú alment farnir að hugsa allmiklu öðruvísi en kirkj- unnar menn gerðu fyrir hálfum eða heilum mannsaldri. Vér heyrum hinum gömlu leiðtogum álasað fyrir ýmislegt, sem þeir gerðu eða héldu fram. Þeir voru of íhaldssamir, segja menn, eða of svæsnir, of þröngsýnir, of fáfróðir; of kreddubundnir, of umburðarlítlir hver við annan o. s. frv. Það er auðvitað mikill sannleikur í þessum ásökunum. Og það er ekki laust við að mörgum, sem vilja hinum gömlu mönnum vel, reyni stundum að þagga niður í þeim, sem ásakar þá; þeir segja: “Við skulum reyna að minnast aldrei að neinn hafi haldið öðru fram fyrir 30 árum en hann heldur fram í dag. Við skulum láta eins og feður okkar og mæður hafi aldrei verið íhaldssöm, þröngsýn eða kreddu- föst. Við skulum bara ekki minnast á það.” Mér finst stundum, þegar eg heyri Vestur- íslendinga tala um kirkjusögu sína, að þeim vera gjarnt til að tala í lágum hljóðum, eins og þeir skammist sín hálfpartinn fyrir fortíð sína og forfeður. En hví skyldir þú vera að skamm- ast þín fyrir þeirra hönd? Þeir óskuðu aldrei eftir slíkri með- aumkun. Nei, verum ekkert að reyna að gera það öðru vísi en þeir voru; og reynum því síður að falsa skoðanir þeirra. En einu megum vér veita eftirtekt. Þeir þorðu að taka á sig þá á- byrgð að vera starfsmenn. Það voru gallar á þjónuktu þeirra, séð frá sjónarmiði nútímans, en þeir voru nógu miklir menn til að draga sig ekki í hlé út í skúmaskotin, heldur gerðu það, sem í þeirra valdi stóð til þess að halda starfinu gangandi og félagskapnum lifandi. Það er enginn vandi að ásaka hina eldri kynslóð. En vér höfum ekkert leyfi til slíkra sakfellinga, nema vér um leið gerum það, sem í voru valdi stendur til að stefna málefnum vorum til þeirrar átt- ar, sem viturlegust er á vorri öld. Verum eins áhugasöm í voru frjálslyndi sem þeir voru í sinni kreddufestu. Eins starf- söm í vori sameiningu og þeir í sinni sundrung. Eins djörf að taka afstöðu í nútíðinni og þeir voru í fortíðinni. Hvar sem eg hefi ferðast með- al íslendinga í þessari álfu, hefi eg fundið, að fólkið þráir eins- konar endurfæðingu íslenzku kirkjunnar. Það sér í huga sér eina heilaga, almenna íslenzka kirkju, sem horfir fram, en ekki til baka. En mér hefir oft fund- ist, eins og fólkið ætlaðist til að þessi kirkja kæmi svífandi af himnum ofan, eins og einhver himnesk Jerusalem. Eða að prestarnir veifi hendi sinni, eins og Moses við Rauðahafið, svo að ekki þurfi annað en að ganga þurrum fótum inn í hið fyrir- heitna land. En þetta er blekking. Lausnin á vandamálinu er þar, semþú — og eg meina þig, sem heyrir eða lest þessi orð mín — þar sem þú kemur með þinn ala- bastursbuðk og gerir það sem í þínu valdi stendur, af því að hugur þinn hefir orðið snortinn af anda hans, sem forðum var smurður ilmsmyrslum í veizlu Símonar líkþráa. f dag erum vér stödd við kirstna guðsþjónustu. Hún er einskonar heimboð, þar sem Jesú er boðið með. “Hvar sem tveir eða þrír eru samankomnir í mínu nafni, þar er eg mitt á 1 meðal yðar,” sagði hann sjálfur. Ef vér þráum hann af einlægni, er hann með oss. Annaðhvort fer hann hér um, eins og hann gekk um hús Símonar líkþráa, aðeins ósýnilegur jarðneskum augum— eða hann snertir oss með andlegum áhrifum sínum frá dýrðarheimi upprisunnar. Að minsta kosti er mynd hans fyrir hugskotssjónum vorum. Vér lásum áðan sögu um konu, sem bar lotningu fyrir Kristi, var honum þakklát og elskaði hann. Vér vitum ekki með neinni vissu, hvað hann var bú- inn að gera sérstaklega fyrir hana. Ef til vill átt þú líka erf- itt með að gera þér grein fyrir því, hvað hann hefir fyrir þig gert. Hvernig hefði t. d. líf þitt orðið, ef hann hefði aldrei komið í heiminn? Mundi lífið hafa fært þér alt, sem þú hefir hlotið, ef mannkynið hefði enga gjöf hlot- ið frá honum ? Og finst þér ekki í raun og veru, að þó að ást þín sé ’veik og kærleikur þinn hverfull, þá sé þó enginn, sem All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.