Heimskringla - 26.01.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 26.01.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 26. JANÚAR 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA verðskuldi þökk þína og ástúð frekar en hann. Finst þér ekki líka, að því meira sem hið íslenzka félags- líf fær af áhrifum hans, því meira virði hljóti það að vera fyrir þjóðina í heild sinni — og það land, sem vér dveljum í? Finst þér ekki, að ef þú átt ein- hvern ilmsmyrsla buðk, hversu lítill sem hann kann að vera, eigir þú fyrst og fremst að smyrja það höfuð sem bar kór- ónu af þyrnum, af því að Krist- ur vildi heldur deyja, en hopa frá því starfi, sem hann vann vegna mín og þín. Er ekki einhver rödd hið innra með sjálfum þér, sem segir, að ein- mitt hans áhrif eigir þú að reyna að efla í bygðinni þinni og innan safnaðarins ? Er nokk- uð, sem gæti veitt þér sannari eða göfgari gleði en það, að hér — í boðinu, sem haldið er hon- um til heiðurs — beini hann aug- um sínum til þín með samskon- ar ummælum og þeim, sem hann beindi að konunni með alabast- ursburkinn: “Hún gerði það, sem í hennar valdi stóð.” ÆFEMINNING Emilía Hólmfríður Indriðadóttir Hinn 14. maí, 1937, andaðist í grend við Blaine, í Washington ríkinu, heiðurskonan Emilía Hólmfríður Indriðadóttir. Hún var fædd á Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu 25. nóvember ár- ið 1861. Hún var því 75 ára gömul þegar hún dó. Foreldrar hennar voru: Indriði Davíðsson, náfrændi séra Þorsteins á Hálsi, og kona hans Friðbjörg Einars- dóttir, af Laxamýrar-ætt. Hólmfríður heitin ólst upp í Húsavíkur kaupstað hjá foreldr* um sínum; en fór ung úr for- eldra húsum til að vinna fyrir sér í nærsveitunum; Reykjadal og Mývatnssveit. Síðustu fjög- ur árin sem hún var á íslandi var hún í vist hjá Þórði verzlun- arstjóri Guðjohnsen á Húsavík og konu hans. Mun hún þar hafa numið margt nytsamlegt og sið- fágandi, enda hefir hún komið sér þar vel, því Guðjohnsens fólkið hefir verið vinafólk henn- ar ætíð síðan, hvar og hvenær sem það hefir náð til hennar. Vestur um haf flutti hún árið 1887 og settist fyrst að í Winni- peg. Þar giftist hún 2. marz árið 1890 eftirlifandi manni sín- um; Magnúsi Friðrikssyni ætt- uðum úr Eyjafirði. Framkvæmdi séra Jón Bjarnason hjónavígsl- una. Daginn eftir giftinguna lögðu ungu hjónin af stað vestur að Kyrrahafi og settust að í borg- inni Seattle. Þar bjuggu þau í 14 ár. Fluttu þau þá á land, sem Magnús hafði keypt nálægt Blaine. Þar bygðu þau sér hið snotrasta heimili og settu þar saman bú. Hafa þau búið þar ætíð síðan, eða í 33 ár. Þau hjónin eignuðust 5 börn. Tvö þeirra, piltur og stúlka dóu nýfædd . Þriðja bamið mistu þau hálfs áttunda árs gamalt. Tveir drengir komust til full- orðins ára og eru enn á lífi: Emil Hermann, nú í Alaska og Dewey, sem er heima með föður sínum. Af nákomnum ættingj- um Hólmfríðar sál. eru tvö syst- kini á lífi: Tryggvi Indriðason, bóndi í Nýja-fslandi og Jóhanna Ólafsson, kona Tryggva ólafs- sonar í Winnipeg. Ein af þess- um systkinum var líka Þuríður sál. Long í Winnipeg. Hálfbróð- ir átti hún hér í Blaine, Kristján Davíðsson, dáinn hér fyrir nokkrum árum. Hólmfríður Indriðadóttir var, hvað ytri kjör snerti, almúga- kona. En hið innra var hún höfðingi. Eru og þess mörg dæmi meðal svokallaða almúga- fólks. Skal hér minst nokkurra atriða um skapgerð hennar þessu til sönnunar. Hún var ekki allra vinur, en trygg og vinföst þar sem hún tók því. Hún var djarfmælt og hreinskilin hver sem í hlut átti. Hún hafði sterka réttlætistilfinning og gat aldrei þolað að hallað væri málstað ann- ara án þess að taka svari þeirra. Væri henni greiði gerður, þótt- ist hún aldrei hafa launað að fullu. Gestrisni þeirra hjóna var frábær og veitti hún gestum sínum með rausn og örlæti. Hún vildi fylgjast með tímanum um alt sem laut að heimilisumgengni og húsbúnaði. Ensku talaði hún vel og notaði hana gjarnan fremur en íslenzkuna þar til að á síðustu árum hennar virtist hin “rama taug” binda hana á ný böndum þjóðernis og tungu, því þá varð henni aftur móður- málið munntamara. Hún unni mjög fegurð, einkum í ljóðum og blómum. Aldrei heyrði sá er þetta ritar talað um hana öðruvísi en með velvild og nágranna kona henn- ar ein bar henni þennan vitnis- burð: “Hún var hin besta móð- ir og kona og mun vera erfitt að finna aðra betri, enda var heimilið hennar heimur.” Útför hennar fór fram frá ís- lenzku fríkirkjunni í Blaine að viðstöddu fjölmenni. Nú býr ekkjumaðurinn elli- móður á gamla heimilinu þeirra með syni sínum og harmar að vonum missir sinn. En hann er gamall sjósóknari frá íslandi og hefir mörgum sinnum áður átt við mótbyr að etja og orðið fyrir áföllum, enda ber hann böl sitt með karlmensku og í þeirri trú að friðsæl lending sé fyrir stafni þar sem sjóhrakinn sæfarinn finni hvíld í faðmi horfinna ást- vina, undir verndarvæng þess sem lífið léði. A. E. K. HEYRT OG SÉÐ eftir Alþbl. Andrés heit. Björnsson var, eins oé kunnugt er, prýðilegur hagyrðingur og hafa oft birst vísur eftir hann í ‘Heyrt og séð.’ Eftirfarandi vísu gerði hann um einn af beztu kunningjum sínum, sem fékkst við að yrkja eins og fleiri. Skáldið bograr við borðsins rönd á borðinu týran ljómar. Ljósgulan blýant hefir í hönd, í höfðinu kvarnir tómar: Sel — sel, gel — gel! Mikið rækalli er erfitt að ríma vel. * * * Herra Anderson, sem einu sinni var Árnason, var nýkom- inn heim frá Ameríku og var að tala við gamlan kunningja sinn, sem ekki hafði farið út fyrir landsteinana. Þeir sátu inni á kaffihúsi og m. a. var Anderson að segja frá hinum frægu upp- skurðum, sem þeir gerðu fyrir vestan: ) — f Chicago, for instance, er læknir, sem nýlega tók hjarta úr manni, sem hafði lent í járn- brautarslysi. Og þessi læknir var svo handy, að hann saumaði saman hjartað, you bet, og stakk því inn í brjóstholið aftur. Og maðurinn er sprellfrískur. — Ekki verður maður nú hissa á þessu hér um slóðir, sagði kunninginn. Það er læknir hérna, sem nýlega skar eyru af manni og græddi þau á aftur nokkru ofar. — Hvað átti það að þýða? — spurði Anderson. — Jú, sjáðu til. Maðurinn var nýkominn frá Ameríku og það var ekki nógu rúmt um munninn. * * * Hinn þekkti danski prestur og rithöfundur, Kai Munk, auglýsti einu sinni í blaði, að hann byði sóknarbörnum sínum til um- ræðufundar um “Einkalífið á prestssetrinu” í samkomusal sóknarinnar. Fundarkvöldið kom og hvert sæti var fullskipað, en sá, sem hvergi lét sjá sig, var séra Munk. Þegar hið akademiska korter var liðið og vel það, var hringt til prests og hann spurður, hverju þetta sætti. Munk svar- aði: — Eiga menn von á mér á fundinn? Mér datt aldrei í hug að koma! Eg hefi bara veitt því eftirtekt, að fólki þykir á- kaflega gaman að ræða um einkalífið á prestsetrinu og þessvegna vildi eg gefa fólki tækifæri til að ræða þetta efni nánar. Sögur herma ekki, hvernig fundurinn hefir farið fram eftir þetta. * * * Eftirfarandi smásaga sýnir góðan skilning á hinum miklu ráðstefnum, sem haldnar eru svo að segja daglega nú orðið. Þetta bar til, þegar Halifax lá- varður var undirkonungur í Ind- landi. Hann hafði óskað eftir viðræðum við Gandhi og kom í heimsókn til hans. Þeir höfðu setið á tali í f jóra klukkutíma og höfðu gefið strangar fyrirskip- anir um það, að þeir yrðu ekki trufíaðir. Allir blaðamenn og ljósmyndarar, sem fyrirfundust í Delhi voru komnir á staðinn og biðu úti fyrir. Tíminn leið. En alt í einu kom skeyti frá stjórn- inni í London til Halifax lávarð- ar. — Það var því ekki um annað að ræða en að ónáða höfðingj- ana og var símasendlinum sleppt inn til þeirra með skeytið. Þegar strákurinn kom út áftur þyrptust blaðamennirnir utan um hann og spurðu hver í kapp við annan: — Hvað voru þeir að gera? Hvað sögðu þeir? — Þeir sitja á legubekknum, sagði strákur — og Halifax er að útskýra fyrir Gandhi grískt orð, sem stendur í Fjallaræðunni. * * * Presturinn við eitt fermingar- barnið: — Lars, getur þú sagt mér, hvernig það er með sólina og regnið og réttláta og rangláta? — Já, sólin skín jafnt á rétt- láta og rangláta, svaraði Lars hikandi. — Og þegar rignir ? Lars hugsaði sig um, en á bágt með að átta sig. En alt í einu lifnar yfir honum og hann segir hægt og rólega: — Þegar rignir á prestinn, drýpur regnið niður á djáknann. HRAFNINN í GAULVERJABÆ Framh. Stóð þá ekki líkt á með snærin, engin þörf var á að þau væri ona mörg og við hvern ein- ta bæ í hverfinu? Eða máttu ki aðrir notfæra sér þau? Hvað um það ? Alt var nú til- iið og komið á sinn stað: Hrísl- nar og lurkarnir frá Hellum, garnar og körf ubotninn af rek- ium neðan af Loftsstaðaöldu og >g af löngum og vænum snær- n úr þvottastögunum frá kon- ium í Bæjarhverfinu og nú var kið til að hala og hífa þetta alt oft upp. Körfubotninn fyrst. inn fór ágætlega þarna í erkinni, hríslurnar studdu mn vel og þær hver aðra, og 5an var tágunum vafið hér og ,r og snærum margvafið utan n turninn og bygginguna alla: lupurinn var listaverk! Fyrir- taks bústaður fyrir ein krumma-1 hjón og nokkra krakka þeirra, ( ef svo vel vildi til, að þeir skyldu , fæðast þarna, meðan þau bygðu Gaulverjabæinn með séra Runka, sem vitanlega var staðarins for- svar og forpaktari. En við hann höfðu þau þó eigi samið eða fengið hjá honum neitt bygging- arleyfi. Sökum þessa mun það hafa verið, að hann vildi sízt af öllum hafa neitt við þessi hjón að sýsla, enda hafði hann ekki vígt þau í heilagt hjónaband, og því stóð honum stuggur af þeim flestum mönnum framar þarna í hverfinu: Hann ofsótti þau! En hvers vegna? Var það sökum þess, að þau voru í svartri hempu, eins og hann á sunnu- dögum, eða var það vegna þess, að þau voru árrisulli en allir aðr- ir þar í sveitinni, háfleygari í lofti og e. t. v. í hugsunum, en hann sjálfur? Nei, .það var trú hans — heimskuleg hjátrú, — á því, að þessum hjónum fylgdi einhver illur andi, sem boðaði feigð hans og fjölda manna annara í sókn- um hans. Nema hvað ? Það var þá að hafa það! Ungu hjónin undu sér vel, litu yfir alt sem þau höfðu gert og sjá: “Það var harla gott!” Fyrstu nóttina eftir að alt var tilbúið og hjónin ætluðu að fara að sofa í þessu nýja heimkynni sínu, glöð og ánægð, þótt þreytt væri, brá þeim heldur en ekki í brún er híbýli þeirra tók að nötra og skjálfa; það riðaði í norðan- rokviðrinu, sem nú var skollið á; það var reglulegt “gjöminga- veður”! Skyldi séra Runki hafa verið valdur að því? Laupurinn hrundi! Byggingu þeirra var jafnað við jörðu, en kirkjan og turninn skulfu í skak- viðrinu. öll fyrirhöfn þeirra var fokin út í veður og vind! Hrísl- urnar lágu eins og hráviði innan um leiðin, tágarnar tættar í sundur og snærin sum voru slit- in! Þetta var “aumalingur”* og ástandið ömurlegt; það var kom- ið fram að sumarmálum og þau búin að búa vel um sig kvöldið áður, en áttu nú hvergi höfði sínu að að halla og alt komið í eindaga, eins og nú stóð á fyrir þeim. Þau hnipruðu sig saman, hjúfruðu sig hvort upp að öðru og hugsuðu hnuggin mjög til framtíðarinnar. Hvað áttu þau nú að gera? Veðrinu slotaði. Alt var við hendina, hríslurnar, körfubotn- inn og tágarnar; alt var að vísu úr greinum gengið, en þó óbrotið og óslitið; snærin mátti greiða til og tína upp tágamar og lurkana. En skyldu snærin ekki hafa flækst mikið? Jú, efalaust, en það var nóg til af þvottastögun- um ennþá þama í hverfinu. — Væri ekki reynandi að byrja aft- ur og koma öllu í samt lag undir eins, fyrst alt er við hendina? Eigum við ekki að byrja strax? | Þannig ráðslöguðu ungu krummahjónin um þetta fram og ' aftur, meðan þau gættu að, hvernig umhorfs var. Veðrið, sem nú var slotað, gaf þeim góð- ar vonir um, að alt gæti nú farið vel, ef þau byrjuðu strax og væri samtaka, eins og áður. Laupurinn var endurbygður á þrem dögum, miklu traustari og rambyggilegar vafinn en áður. “Þetta er gott; alveg ágætt, og nú getur séra Runki gamli gert á okkur gjömingaveður, ef hann vill; það gerir okkur ekkert til!” Þannig skröfuðu þau um þetta sín á milli. \ Innan tuttugu og fjögurra daga voru f jórir alsnaktir, kol- | svartir strákar í heiminn bornir, og nú brá svo við, að séra Runki var himinglaður, er hann sá þessa nýjung og nú dáðist hann manna mest að snilli þessara turnbúa við byggingu hins nýja bústaðar þeirra og þrautseigju við að endurbyggja hann og koma fyrirætlunum sínum í framkvæmd, þrátt fyrir öll þau tormerki, er á því voru. J. P. -Dýraverndarinn. HITT OG ÞETTA Yfirvöld Þýzkalands hafa lagt bann við því, að læknar landsins noti latnesk heiti á sjúkdómum. Þeir mega aðeins nefnast þýzk- um nöfnum. W * * í barnaskólum Lundúnaborgar er nú fyrirskipað að nota vasa- kúlta úr bréfi, sem brent er jafnóðum eftir notkun. * * * Vinnukona hafði verið hjá spákonu, og þegar hún kom heim, var hún ákaflega niður- beygð. — Hvað er nú að ? skurði hús- móðir hennar. — Sagði hún, að einhverjar skelfingar vofðu yfir þér? — Nei, sagði stúlkan. — En hún sagði mér, að faðir minn lifði á því, að moka kolum í eld. — Eg held, að það sé engin skömm að því, sagði húsmóðirin. — Það kann að vera. En hann er dáinn fyrir fjórum ár- um. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Þér Mm notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrjfOir: Henry Ave. Eut Sími 95 551—95 552 Sbrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA LISTEN, FRIENDS BEWARE I SAY Do not trust him too sincerely fhe ore runs high on assay sheet. Heed not tho’ he puts before thee, Shining samples hard to beat. But take heed of this, my warn- ing, He’d have little need to share If, as he would have you think- ing, That the gold is really there. Oh! no, my friends, the gold he seeks, Is not in rock formation bound Nor bedded in forgotten creek. It is the gold that can be found In bank account or pocket book. Stop and reason and you will see The truth of this just can’t be shook, If he had gold: Let answer be,— HE WOULD NOT COME TO YOU NOR ME. * by Markabee * Þetta var alkunnugt orð- tak manna, þegar einhver bág- indi báru að höndum: “Það er aumalingur”. INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth..............................j. B. Halldórsson Antler, Sask........................,k. J. Abrahamson Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg.................................G. O. Einarsson Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason Beckville...............................Björn Þórðarson Belmont..................................g. J. Oleson Bredenbury...............................H. O. Loptsson Brown.............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge........................Magnús Hinriksson Cypress River......................................Páll Anderson Dafoe................................... Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros................................. Eriksdale..............................ólafur Hallsson Foam Lake..........................................John Janusson Oimli....................................K. Kjernested Geysir.................................Tím. Böðvarsson Glenboro...................................q. J. Oleson Hayland................................sig. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa................................ Gestur S. Vídal Hove.............................................Andrés Skagfeld Húsavík...........................................John Kernested Innisfail...........................Hannes J. Húnfjörð Kandahar................................ Keewatin...............................Sigm. Björnsson Kristnes............................... Rósm. Árnason Langruth............................................B. Eyjólfsson Leslie.............................................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville..........................Hannes J. Húnfjörð 'Mozart................................. Oak Point........................................Andrés Skagfeld Oakview..............................Sigurður Sigfússon Otto......................................Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Red Deer............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík..........................................Árni Pálsson Riverton..............................Bjöm Hjörleifsson Selkirk........................ Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill........................................Björn Hördal Tantallon........................................Guðm. ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir.*...........................................Aug. Einarsson Vancouver........................... Mrs. Anna Harvey Winnipegosis............................Ingi Anderson Winnipeg Beach.....................................John Kernested Wynyard................................. ( BANDARÍKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...................................Jacob Hall Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Elinarsson Hensel............................... J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton................................ F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham.................................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.