Heimskringla


Heimskringla - 26.01.1938, Qupperneq 4

Heimskringla - 26.01.1938, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JANÚAR 1938 snntnnin HtcimsknniUa (StofntiB li»6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKINO PRESS LTD. SS3 og S5S Sargent Avenue, Winnipeg TalsimiB S6S37 _ - g Verð blaðsina er $3.00 árgangurinn borglst tyriríram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. | ----------------- _ fj 311 ylðskifta bréí blaðlnu aðlúUndl sendlst: Kcnager THE VIKINO PRESS LTD. SS3 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA SS3 Sargent Ave., Winnipeg ■ ----------------------------------- I "Heimskringla” is published and printed by THE VIKINO PRESS LTD. S53-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. g Telephone: 86 537 ................................... WINNIPEG, 26. JANÚAR 1938 ÆSKULÝÐURINN FLÝR MANITOBA Á fylkisþinginu í Manitoba, var skýrsla lögð fram s. 1. fimtudag, af nefnd, sem verið hefir af hálfu fylkisins að rannsaka efnahag þess og horfur. f skýrslu þessari er með ýmsu öðru eftirtektaverðu bent á það, að á síðustu fimm til sex árum hafi um 25,000 æskusveina og meyja, flutt burt eða flúið úr fylkinu vegna atvinnuleysis. Um tveir þriðju af þessum hópi voru drengir, en einn þriðji stúlkur; þetta burt- flutta fólk var á aldrinum frá 18 til 35 ára. Það er gífurlegt til þess að vita, að þannig skuli vera hér ástatt, sem þessi flótti ungmennartna ber vott um. En þó er það ekki nema ofurlítil bending um það, sem í raun og veru á sér stað. Þegar þess * er gætt, að jafnvel þessar tuttugu og fimm þúsundir eru aðeins brot, og ef til vill ekki stórt brot, af öllum ungum mönnum í fylkinu, sem atvinnulausir eru, en sem ekki er tekið eftir eða neitt sagt um, af því að þeir sitja auðum höndum heima, þá skýrist myndin betur af því hvernig komið er og við hvað almenningur á að búa. Ann- ar hver maður sem á vegi manns verður, harmar það, sem von er, að uppkomin böm hans, hvort sem fá eru eða mörg, séu iðjulaus heima, og þeim séu allar bjargir og viðleitni til sjálfstæðis og manndóms bannaðar. Þau hýrast heima sem land- eyður og það flýtur á meðan ekki sekk- ur, með að þau verði ekki að óhemjandi, látthugsandi óknyttalýð, þessir augastein- ar og óskabörn, sem þreyttir og uppgefnir foreldrar höfðu fórnað kröftum sínum fyrir, lifað fyrir og bygt sína framtíðarvon á, haldi þessu lengi áfram. Eins lengi og atvinnu er hvergi að fá og að hún er eigi að síður viðurkend að vera lífsskilyrði ein- staklingsins, er aldrei fyrir að taka hvað hent getur — því málshátturinn gamli er enn og verður lengst af sannur, “að flest- ir kjósa firðar líf,” og borið saman við það, verða önnur atriði, hversu nauðsynleg sem talin eru þjóðfélaginu, smá, og lítils metin. Fyrir þessum sannleika er lokað augum bæði af þessari annáluðu stjóm, sem fylkið á við að búa, og auðvaldinu, í hvaða skrímslismynd sem það birtist. Auð- valdið er þó síður að saka um þetta vegna þess, að það fer ekki í neinar felur með að það sé til fyrir það fyrirkomulag, sem þessu veldur og berjist í rauðan dauðan fyrir viðhaldi, þess. Stjórnin, sem er full- trúi alþýðunnar og sem er trúað fyrir vel- ferð hennar, hún er svikarinn, sem í stað þess að vernda þjóðfélags-réttindi fjöld- ans, selur heill hans og hagsmuni við hæsta boð öðrum fyrir það eitt að geta setið sjálf sem lengst við kjötpottinn. — Það er ekki til neins að halda því fram, að þetta áminsta atriði í skýrslu nefndarinn- ar, sem lögð var fyrir þingið, eigi sér stað af sjálfu sér. Stjórnir þjóðfélagsins, smáar og stórar eru ábyrgðarfullar fyrir því. — Það er, að minsta kosti að því leyti, ekki alt lýgi sem sagt er um það stundum í kosningum, að þjóðféljagíð þurfi á á- byrgðarfullri stjóm að halda. Bracken- stjómin, eða fylgifiskar hennar geri því svo vel og geri nú grein fyrir ábyrgð sinni í þessu umrædda máli. Það má ekki minna vera en að íbúar þessa fylkis krefjist þess, eigi þeir nokkurt heilbrigt almennings-álit. Málefnið er svo mikilsvarðandi, að þetta er skylda þeirra, sem nokkurs-nýtir þjóð- félagsborgarar eru, eða því nafni vilja heita. Heilmörg af þessum ungmennum sem í burtu hafa flúið vegna óstjórnarinnar og bjargræðisleysis og atvinnuskorts í þessu fylki, eru bezt mentaði lýður þessa fylkis. sem útskrifast hefir frá Manitoba háskóla í hinum og öðrum sérfræðigreinum, svo sem rafmagnsfræði, byggingalist og ann- ari sérmentun. Eftir að foreldrar þessara ungmenna hafa klifið þrítugan hamarinn til þess að standa straum af mentun þeirra, er hér ekkert fyrir þau að hafast að og verða því að flýja burtu. Manitoba elur með öðrum orðum í þessu tilfelli upp eins mehtaða borgara og kostur er á í þessu landi, handa öðrum fylkjum að njóta starfs þeirra. Það er bágborin hagfræði, að ekki sé meira um það sagt. “Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd þá ertu á framtíðar vegi.”— kvað Þorsteinn Erlingsson. Það sem fyr- ir Bracken-stjórninni virðist vaka, af áður- nefndri skýrslu að dæma, er að gera þetta fylki að einu afarstóru kassalöguðu “Betel”. Kvenfólk er langlífara en karlmenn, segja vátryggingarfélögin. Á 25 ára aldri deyja t. d. 325 af hverjum þúsund kvenna, en 393 karlmanna. Á 35 ára aldri 299 kon- ur, en 368 karlmenn. Á 45 ára aldri 261 kona, en 324 karlmenn af hverju þúsundi. ALMANAK ó. S. TH. 1938 Almanak þetta, er Ólafur heitinn Thor- geirsson hafði gefið út í 43 ár, er hann lézt á s. 1. ári, en sem nú er gefið út af sonum hans, Geir og ólafi S. er prentsmiðjustarf föður síns reka undir nafninu: Thorgeir- son Company, er 128 blaðsíður að stærð, lítur smekklega út, letur nýlegt, prentun hrein og hefir inni að halda auk dagatals- ins æfiágrip ólafs S. Thorgeirssonar, er ritað hefir dr. Rögnvaldur Pétursson, nokkra landnámssögu þætti og helztu við- burði og mannalát meðal Vestur-íslend- inga. Æfiágripið er hið fróðlegasta og mun geta flests af því, er Ólafur heitinn tók sér fyrir hendur en sem var bæði margt og áhrærði sérstaklega íslenzkt þjóðlíf hér vestra. Þeir sem ólaf heitinn þektu og þeir eru hér margir, því hann mátti fyrir sum störf sín heita þjóðkunnur maður, mun þykja betur um að hann liggur ekki óbættur hjá garði, en hefir verið minst svo sem hæfir gegnum manni og góðum. Landnámssöguþættirnir í þessa árs A1 manaki eru framhald landnámssögu í Suð- ur-Cypress, er G. J. Oleson ritar, þá þættir úr norðurbygðum íslendinga við Manitoba vatn, eftir Guðmund Jónsson frá Húsey, og síðast framhald Brown-bygðar-sögu, er Jó- hannes H. Hunfjörð ritar. Eru þeir þætt irnir þá ekki óritaðir í landnámabók Vest- ur-fslendinga. Vegna hins mikla landánmssögu fróð- leiks sem í Almanaki þessu hefir birst s. 1. nærri 40 ár og sem ávalt bætist við er hið þarfasta verk unnið með útgáfu þess. Það á skilið mikla útbreiðslu fyrir það Verð þess er 50c og fæst hjá útgefendun- um að 674 Sargent Ave., Winnipeg. Stærð Bretaveldis er ekki fyllilega einn fjórði af flatarmáli allrar jarðarinnar, en framleiðsla fæðu þar nemur meiru en ein- um fjórða af allri framleiðslu heimsins. Hvað er hestafl? Það er jafngildi orku þeirrar er þarf með til þeés að lyfta 33,000 punda þunga eitt fet á einni mínútu, eða 550 pundum eitt fet á sekúndu. HEFNDIN ? Það dylst engum, að þjóðir heimsins eru að skipa sér í'tvo andstæða flokka, sem fyr eða síðar munu berast á banaspjótum. Um her-útbúnað þeirra vita allir. Og með hitt er að vísu heldur ekki dult farið, að um tvær ólíkar stefnur sé að ræða, sem skifti þjóðunum í þessa tvo flokka. Fasista þjóðirar (þ. e. ftalir, Þjóðverjar og Jap- anir), hafa eins og kunnugt er gert með sér ancj-kommúnistiskan sáttmála, sem vott á að bera um það, hvernig í þessari flokkaskiftingu liggi. Komandi barátta eða stríð á að vera stríð milli kommún- isma og fasisma. Og þar í liggur ástæðan fyrir stríðs-útbúnaðinum nú í heiminum, að dómi fasista. En er nú flokkasamdráttur þjóðanna í raun og veru í þessu fólginn? f merku brezku tímariti var því nýlega haldið fram, að hér væri um örgustu blekkingu að ræða, af hálfu fasistaþjóðanna. Hnefi hinna sameinuðu fascista þjóða var þar talinn reiddur að Bretum, til þess að hnekkja veldi þeirra; engu öðru. Kommúnisminn er nú ekki í nokkru landi, hvorki Bretlandh ftalíu, Þýzkalandi né Japan það afl, er á- stæða sé til að óttast. Þó hann kunni í margra augum að vera skoðaður hættu- legri en aðrar einræðisstefnur, segir í rit- inu, er það hitt, sem Japönum, Þjóðverjum og ítölum svíður sárara, að brezka þjóð- in, og þær sem henni fylgja að málum, standa á öndverðum meið við fasista þjóð- irnar svo að segja á öllum sviðum, því að stefna þeirra, er stefna lýðræðis, friðar og persónulegs frelsis. En það er gagnstætt fasisma, er miðar til hvers konar frelsis- skerðingar, ofsókna og treystingar her- valds og einræðis. Þar sem brezka þjóðin með þeim öðrum þjóðum, er lýðræði unna sem hún, er því einn voldugasti andstæð- ingur fasista-þjóðanna — og það auðvitað með, að hún á flest það er fasista þjóðirn- ar girnast, er ofur eðlilegt, að sóknin sé á hendur henni aðallega hafin. Kommúnista- samningurinn er og ekkert annað en dula, sem breidd er yfir þann raunverulega til- gang þríveldanna, að hnekkja veldi brezka ríkja sambandsins, (The British Common- wealth of Nations). Og það verður ekki annað sagt, en að þessar þjóðir hafi fært sig upp á skaftið, eftir því sem þær þorðu. Japanir fara sínu fram í Kína og hin mikil- vægu forréttindi Breta og fleiri hvítra þjóða þar, eru ef til vill brátt glötuð. Og nú síðast berast fréttir um, að ítalir séu beinlínis að egna Japani til þess að sölsa undir Sig Ástralíu. Þessi orð tímaritsins munu ekki vera út í hött töluð, enda hafa þau víða vakið mikla eftirtekt. Það er sennilegt, að fasista-þjóðirnar þori ekki að skora á hólm helztu lýðræðisþjóðum heimsins þar sem vitanlegt er, að þær eru einnig hinar vold- ugustu og ennþá ofurefli fasista þjóðun- um. En þá er að grípa til kommúnisma- grýlunnar og þykjast vera með því að of- sækja þá stefnu, að bjarga heiminum eða mannkyninu úr hershöndum. Það kæmi sér nú ekki illa að einhverju væri bjargað, en þar sem reynsla er nokkur fengin bæði í Blálandi, á Spáni og í Kína fyrir björg- unaraðferð fasista, er hætt við að til- gangurinn með því einu að ofsækja kom- múnista, verði ekki álitinn að helga meðal- ið. Þýzkaland tapaði í síðasta stríði (1914— 1918) svo herfilega, að það munu fáir hafa gert sér í hug, að hefnd frá þeim yrði nokkru sinni að óttast. Og gæti til þess komið áttu Versala-samningarnir að taka af allan vafa um það. En hér er nú að koma fram það sem Hallgrímur Pétursson varaði við (sbr.: Margir ætla fyrst ekki strax — áfellur hefndin sama dags — drottinn þá muni ekki meir — minnast á það sem gerðu þeir —), því það virðist nú einmitt vera hefnd Þjóðverja, sem þarna bólar á með þessu sambandi þeirra við Jap- ani og ítali, *þó það sé kallaður and-kom- múnista-sáttmáli. Það er nú auðvitað ekki sagt að þeirra síðari ganga verði hinni fyrri fremri, þó þeir steypi öllum heim- inum í annað sinn í stríð, en hefndarhugur þeirra til Bretlands og Frakklands fyrst og fremst og svo einnig nokkra samherja þeirra, segir þarna til sín. Hitler þykist vera með starfi sínu að hefja alt sem fornt sé eða norrænt í arfi þjóðar sinnar. En sögulega er ekkert mikils verðara talið í þessum arfi, en lýð- ræðishugsjónin, sem Hitler hefir fótum troðið síðan hann komst til valda og gerir nú sáttmála við Mongóla um að uppræta. Það er ekki lítið norrænu-bragð að öðru eins! Það er satt, að það er verið að reyna að skifta þjóðum heimsins í tvo eða fleiri annstæða flokka, sem þegar fram í sækir og þegar færi gefst, munu berjast. En á meðan verið er að “innrita” þjóðirnar í þessa flokka, er vel þess vert að muna, að það er milli lýðræðisins og fasismans, sem það stríð verður háð, en ekki kommúnisma, eins og látið er. GIFTING FAROUKS EGYPTA-KONUNGS Farouk konungur Egyptalands giftist s. 1. fimtudag í Cairo 16 ára gamalli blómarós, með tinnu- svört augu, og málaðar kinnar og varir. Hún hét Farida og er háyfirdómaradóttir. Konungur- inn er á nítjánda ári, en er eigi að síður stjórnari lands, með 16 miljón íbúum. Giftingin fór fram að Mú- hameðstrúar sið, þannig að brúð- urin, drotningar efnið, var ekki viðstatt giftinguna. Hún skaust að vísu með móður sinni og fjór- um systum konungsins inn í næstu byggingu við Koubbeh- höllina, en þar fór giftingin fram, og horfði þaðan út um rimla-glugga á giftingu sína, en lét ekki neitt á því bera, að þarna færi nokkuð fram, sem sér ÓLAFUR TRYGGVASON JOHNSON Eftirfarandi bréf birtist í Pearson’s Magazine í London: “Eg var eitt kvöldið nýlega að masa við vin minn um hvaða tré væri nytsamast eða verðmætast. Eg gaf mjólkur-trénu, sem í Brazilíu vex, atkvæði mitt. Hvað heldur blað yðar um það? Tré þetta gefur af sér ljúffengan ávöxt, er á bragð líkist jarðarberjum (straw- berries) og rjóma. En auk þessa veitir tréð eina skál á dag af eins góðri mjólk og úr nokkurri kú fæst. Og íbúarnir treysta algerlega á forða þessara trjáa til að fullnægja mjólkur þörfinni. Mjólk þessi getur staðið í 8 vikur án ?ess að súrna. Þegar hún súrnar, verður hún að hörðu vaxi, sem búin eru til kerti úr. Tréð verður vanalega 100 feta hátt. Við- urinn í því er notaður til að smíða skip og hús úr.” væri viðkomandi. Giftingar at- höfnin var fólgin í því, að einn af æðstu prestum Egypta (Sheik) las blessun sína yfir hjónunum, en konungur og faðir drotningar- innar þrýstu saman fingurgóm- um, í augsýn viðstaddra til stað- festingar því er þarna fór fram. Að því búnu undirskrifuðu þeir konungur og Youssef Zulficar Pasha faðir drotningarinnar giftingar samninginn. Þegar sheikhinn gaf hjónin saman spurði hann vanalegu spurning- arinnar, hvort þau væru þessu bæði samþykk, Svaraði konung- ur því játandi fyrir sína hönd, en faðir brúðuinnar fýrir henn- ar hönd. Og þá lýsti sá geistlegi þau Jhjón. f samningnum er ekki minst á heimanmund eða brúðargjöf konungs en fjárhæðin, sem kon- ungur skal leggja með drotning- unni, er tekin fram, ef þau skyldu skilja. f viku taka konungs-hjónin á móti gestum er heimsækja þau og drekka té hjá þeim, en að því búnu horfa ekki aðrir á Farida hina fögru í einhverjum af gim- steina lögðu kjólunum hennar, sem sagðir eru 45 að tölu, en konungurinn einn. Nauti eða alikálfi var slátrað í hverju héraði og biti kjöts gef- inn hverjum fátækling. Vín var óspart veitt. Þegnarnir fögnuðu giftingu konungs síns, sem vera bar! En þetta er nú ekki það eina eða mesta sem þessum unga konungi verður til frægðar talið. Fyrir ekki fullum mánuði síðan rak hann Nahas Pasha hinn aldraða og mikils virta foringja Wafdista, frelsisflokks Egypta, úr forsætisráðherra embætti og alla ráðherrana í ráðupeyti hans. Nahas Pasha undirskrifaði á ár- inu samning við Beta, sem fékk Egyptum aftur fult sjálfsfor- ræði. Sá er við tók völdum og áður var foringi stjórnarandstæðinga heitir Muhamed Mahmud Pasha, lét það verða sitt fyrsta, að leysa upp öll einkennisbúin félög, en það er álitið, að eitt ágrein- ingsefnið milli Farouks konungs og ráðuneytis Nahas Pasha, hafi verið áframhaldandi starf “Blá- stakka” félagsskaparins, ungfé- lagadeildar Wafdista. Þori þessi 18 ára konungur að gerast svona umsvifamikill, án þess að brezki herinn standi hon- um að baki, er hann gott efni í fasista. Frh. frá 1. bls. frá Fagraskógi. Er á þetta bent til þess að sýna það, að Ólafur fylgdist bæði með hinum eldri °S yngri skáldskap vorum; mörg önnur ljóðskáld vor og sagna- skáld en þau, sem nefnd hafa verið, talar hann um í bréfum sínum. Þau sýna einnig, eins og áður var gefið í skyn, að hann var vel kunnugur klassiskum bókment- um Englendinga. Inn á þá land- areign kemur hann í sambandi við umtal um John Masefield, núverandi lárviðarskáld Eng- lands: “Scott þekki eg betur og held eg hafi lesið meiri hlutann af verkum hans. Var mjög hrif- inn af honum eina tíð, þó Dick- ens tæki mig öllu næmari tökum. Bók Svíans Hjalmar um ísland Lindroth er nú komin út í enskri þýðingu bæði á Englandi og í Ameríku, og er gefin út af American- Scandinavian Foundation. Þýð- inguna hefir annast prófessor Benzon við Yale-háskólann. Er þetta mikið rit og prýtt fjölda mynda frá íslandi og gerir út- gefandinn sér von um að það megi verða til. þess, að auka kynni manna á fslandi bæði á Englandi og í Ameríku. -Alþbl. 29. des. Sá síðarnefndi hreif mig tíl himna endur fyr. Þá bjó eg í London þar sögur þær áttu sér stað. Ef leið mín liggur nokk- urntíma til Evrópu, þá má eg til að koma við á þeim sögustöð- um.” Til fleiri enskra skálda vitnar hann í bréfum sínum. Skal þá horfið aftur að æfi- ferli ólafs. Hann kvæntist 28. júlí, 1914, Helgu Jónsdóttur frá Sómastaðagerði í Reyðarfirði, á- gætiskonu; enda voru foreldrar hennar, Jón Stefánsson og Krist- rún Magnúsdóttir, valinkunn sæmdarhjón í héraði sínu. — Hjónaband þeirra Ólafs og Helgu var hið farsælasta; þeim var eigi barna auðitf. Þau árin, sem ólafur var rit- stjóri Heimskringlu (1917— 1919), áttu þau hjónin að sjálf- sögðu heima í Winnipeg. Síðar bjuggu þau um margra ára skeið í Minneapolis, en fluttust fyrir nokkrum árum til Edmonton, Alta. Vann Ólafur eftir að hann fór frá Winnipeg lengstum að iðn sinni, en hann var veggfóðr- ari. Voru honum þau ár harla erfið, ekki sízt eftir að kreppan í viðskiftalífinu þrengdi skóinn að honum sem öðrum iðnaðar- og verkamönnum; og í tilbót var við harðvítuga samkepni að etja innan iðngreinar hans. Munu þeir atvinnu-örðugleik- ar, sem ólafur átti við að stríða hin síðari ár, hafa átt sinn þátt í því, að hann féll að velli um aldur fram. En hann lézt, eins og skýrt hefir verið frá í báðum vstur-íslenzku vikublöðunum, í Edmonton 7. júlí í fyrra. Fór jarðarförin fram tveim dögum síðar þar í borg, að viðstöddu margmenni bæði af íslendingum og annara þjóða fólki. Fjöldi blómsveiga frá einstökum mönn- um og félögum, og hin mörgu samúðarskeyti, vitnuðu um ítök þau, sem hinn látni átti í hugum samferðamannanna íslenzku og hérlendu. Helga kona ólafs lifir hann og Jón faðir hans, nú mjög við ald- ur; einnig tvær systur hans, Mrs. H. N. Lavatt í Edmonton og Mrs. Bert Classen í Seattle, sömuleiðis tveir bræður, Ed- mund og Karl Johnson, báðir til heimilis í Edmonton. Er þeim, einkum ekkjunni og hin- um aldurhnigna föður, þungur harmur kveðinn með fráfalli ást- ríks eiginmanns og sonar; en minningin um hvern góðan geng- inn varpar bjarma yfir húm- tjöld sorgarinnar og dregur svið- ann úr hjartasárunum. En margir fleiri heldur en sifjalið ólafs og ættmenni horfðu á eftir honum með söknuð í huga; hann átti vini og góðkunn- ingja víðsvegar meðal íslendinga í landi hér; einkum kyntist hann mörgum, persónulega og bréf- lega, á þeim árum, sem hann var ritstjóri Heimskringlu. Hann tók við ritstjórn blaðsins 15. mars 1917 og lét af henni um miðjan ágúst 1919, eftir nærfelt hálfs þriðja árs starf. Er hann fyrsti og eini fslendingur, fædd- ur vestan hafs, sem verið hefir ritstjóri annars vikublaðsins

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.