Heimskringla - 26.01.1938, Blaðsíða 7

Heimskringla - 26.01.1938, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 26. JANÚAR 1938 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA ÞURIÐUR GAMLA eftir M. J. B. Framh. III. Þáttur. Jarðarförin. Réttum mánuði seinna var eg aftur staddur í B. hjá Þuríði gömlu. Krypplingurinn hennar var allur, eins og hún komst að orði. Eg ætla ekki að lýsa út- liti hans. Þeir sem hafa séð fólk tærast upp af langvarandi sjúkdómum geta getið sér nærri um það, ef þeir gefa ímyndunar- afli sínu lausan tauminn. Þó undarlegt megi virðast, var hann nú samt í mínum augum fagur. Köld ró; og undarleg tign hvíldi yfir þessu mikilúðlega andliti, sem andstæður undarlegra kenda duldu æ um í lifanda lífi. Nú sá þeirra engin merki, og jafnvel sjúkdómurinn sjálfur eftirskildi engin fingraför, nema hvað bein- anna stórskornu augnabrúna og binnbeinanna gætti meira en vanalega — og gætti þeirra þó jafn mjög. —* Geðríki skapsmunanna sáust nú engin merki. Yfir þetta stórskorna andlit hafði engill dauðans farið mildum höndum, enda hafði Þórður sýnilega ekkert liðið síð- ustu dægrin, og loksins liðið í svefn og ekki vaknað til þessa lífs aftur. Mér flaug í hug vísupartur, sem annar kryppl- ingur einu sinni kvað um sjálfan sig: — En það sem innra guð mér gaf, gæfan — ytra, nízku af rýrði, og því af raunum er eg saddur. — Með hve miklum sanni hafði Þórður ekki mátt endurtaka þessa beizku ákæru. Sennilega hefir hann aldrei heyrt erindi það. Engu að síður er eg viss um að ólgaði og logaði undir niðri af samskonar tilfinn- ingum hjá þessum geðríka manni — og oft hefir máske soð- ið upp úr. En um það vissu fáir eða engir nema Þuríður, og hún sagði ekki frá því. Annars sást ekkert af líkamanum, nema höf- uðið og niður um brjóstið og það bara gegnum glerið. Kistan — þetta hinsta legurúm rauna- barnsins var svo tilkomumikil og ríkmannleg, að eg hefi ekkert séð taka henni fram af sama tagi. — Innan var það svo mjúk- legt að líkaminn sökk í silki fóðraðum púðum — dýru gljá- andi silki. Ekkert var til spar- að. Og þó átti ekki að opna kistuna við útförina. Svo sagði Þuríður mér — það á ekki að jarða þetta lík — Þórður vildi láta brenna það — bætti hún við. — Og það verður gert. Samkvæmt þessari ráðstöfun var líkið flutt til Seattle, því í þá daga var engin líkbrennslu- stofa nær, og líkbrennsla fátíð, enda var hún litin hornaugum af flestum. Við Þuríður fylgd- um líkinu tvö ein frá B. og lík- vagninn var sendur þangað frá Seattle. Þar mætti okkur hópur af vel búnu fólki — okkur með öllu óunnugt, en sem Þórður hafði kynst þar suður frá. Það var alt listrænt fólk á ýmsu stigi, sumt landfrægt, einstöku heims- frægt. Kistan var borin af sex mönnum úr þessum hópi, inn í líkbrennslustofuna, þrjár konur tóku okkur Þuríði að sér, tvær ungar, ein við aldur — auðsjá- anlega mæður. Þær voru Þuríði eins og væri hún ein af þeim. Eiginlega hafði eg ekkert hér að gera, annað en fylgjast með Þuríði, borin, eins og hún, á höndum mér alókunnugs fólks. Líkstofan var full skipuð af fólki og ilmaði af rósum. Prest- ur sem þar var talaði fáein orð, fyrst til fólksins, sem þar var. Alt vinir og samfarar hins látna manns, í list þeirri, sem öllum listum er æðri — umfaðmar og innilýkur alt — talar máli sem nær til hvers manns hjarta, sem allir elska, af hvaða þjóð, lit eða tungu sem þeir eru, — gerir mennina að bræðrum og systr- um, og því erum vér hér, til að kveðja þann mann, sem dýpst- um og hæstum tónum hefir náð, og til Þuríðar. Hér er engin ástæða til að syrgja, enda átt þú ein, þá dýrmætu gleði, að hafa alið við hjarta þitt, og skil- ið, meðan enginn annar skildi eða mat íþrótt í gerfi þessa nýsofn- aða bróður, á svo háu stigi, að fáir komast eins hátt, færri — ef nokkrir, hærra. Látum oss kveðja hann með söng og hljóð- færaslætti. — Og það var gert. Byrjað á piano spili. Undarlegt var það lag. Stundum svo milt og blítt, að sál mín fyltist draumblíðri ró. Aftur svall það djúpt og drynjandi eins og ham- fara öldur á stormæstu hafi. Eg gleymdi stund og stað — gleymdi öllu, nema því að við þetta lag kannaðist eg, hér og þar að minsta kosti. Eg hafði heyrt parta úr því endur fyrir löngu austur í Winnipeg — heyrt Þórð spila það oft og margsinnis — með nokkrum breytingum, en aðaldrættirnir voru þeir sömu. Áreiðanlega var það hans lag, nú búið að ná fyllra samræmi, þrótt og fegurð. Alt í einu varð þögn. Eg leit upp. Kistan hafði verið færð til svo hljóðlega að eg varð þess ekki var — svo nú sá eg aðeins á aðra hliðina, og gat þó varla greint hana fyrir blóma- hrúgum, sem raðað var ofan á og umhverfis hana. Þá kom karlakór — átta menn sungu. Og enn varð eg svo hugfanginn, að alt annað hvarf úr huga mín- um. En við þetta lag kannaðist eg ekki. Þegar eg næst leit upp, var kistan horfin — hafði henni verið stungið inn í hólf á veggn- um og því svo lokað. Enn var sungíið og spilað. Stóð það yfir í tíu til fimtán mínútur. Þá varð steinhljóð. Eg leit upp og sá, að presturinn hneigði höfði í þegjandi bæn. Fylgdu aðrir dæmi hans, þannig lauk þeirri athöfn. Þuríður var aldrei margorð. — Sennilega var hún ekki vel að sér í ensku. Um það veit eg ekki. Hún svaraði á sæmilegu máli, og sagði í fám orðum það sem hún vildi segja. Mæðgurnar vildu taka okkur heim með sér. Alt þetta fólk sýndi Þuríði vel- vild og virðingu eins og væri hún — já, hvað ætti eða segja — stór persóna. Og það var hún líka. Hún afsakaði sig frá að fara heim með þeim mæðgum og bað um þetta eitt: — Engin eftirmæli eftir Þórð — ekkert um hann í nein blöð, nema það sem óhjákvæmilegt er n.l. dauðs- fallið. Annars ekkert um hvor- ugt þeirra — aðeins senda sér hinar jarðnesku leifar Þórðar — öskuna, við tækifæri — og koma okkur á lestina sem fyrst færi norður. Einnig það var gert. Heima hjá Þuríði Þetta kvöld sátum við bæði í litlu stofunni, þar sem Þórður hafði haldið til. Engin merki veikinda sáust eða fundust þar. Allir gluggar voru opnir og kvöldsvalinn streymdi um alt húsið, hréssandi og tær, svo mér fanst full kalt eftir hitann sem verið hafði mestan hluta dags. Við þögðum bæði, svo hvert bjó að eigin hsugunum — sem óefað snerust allar um Þórð. Gamlar óspurðar spurningar kröfðust úrlausnar. Hver var Þórður? Hversvegna hafði móðir hans leitað á náðir Þuríðar gömlu ? — Hvaðan kom honum sönghæfi- leikarnir og tónfræðin? Hvar og hvernig hafði hann kynst þessu Seattle fólki, o. fl., o. fl. Um þetta var eg að hugsa, en vildi einkis spyrja. Annaðhvort segði Þuríður mér þetta í óspurð- um fréttum, eða ekki, þó eg spyrði. Sjálfsagt hefir hún get- ið sér til um hugsanir mínar, eða hún var nú þar komin, sem hugs- anir hennar kröfðust áheyrnar, því eftir litla stund og sjálfsagt nákvæma yfirvegun tók hún þannig til máls: “Eg veit þú ert að hugsa um Þórð minn, og sennilega mig líka. Willi minn. í kvöld finst mér eg verði að tala, þó eg sjái eftir því strax á morgun. Eg veit nú samt að á þeirri eftirsjá, er eng- in þörf. Þú segir engum það sem eg nú trúi þér fyrir, meðan eg lifi. Eftir það skiftir það |engu hvað um okkur kann að jverða sagt, enda ekki líklegt að úr því, verðum við fólki að um- talsefni. Nú eru og nánustu ættingjar okkar allir komnir undir græna torfu — eða flestir. — Þórður var systur sonur minn. Ætt okkar er lengst aftur í ættir söng og prestafólk — nöfn þurfa hér ekki að koma til sögu. — Faðir minn var prestur, gáfaður og söngfróður — og söng mjög vel. Móðir mín einn- ig af prstafólki í báðar ættir. Hún var talin að vera fallegasta stúlka í sinni sveit og þó víðar væri leitað. Hvorugt þeirra var búhneigt og var því efnahagur foreldra minna jafnan fremur þröngur, og það þó faðir minn hefði, það sem kallað var, frem- ur gott brauð. Við urðum þrjú jbörn þeirra, tvær dætur og einn sonur. Eg var elst þá önnur stúlka en bróður okkar yngstur. Þegar eg var rúmra 17 ára dó faðir okkar. Fornvinur og leik- bróðir föður míns, var þá orðinn einn af efnuðustu bændum í okkar sveit, og einnig þá nýbúinn að missa konu sína. Með henni hafði hann eignast einn son, sem þá var 15 ára. Bóndi þessi var hreppstjóri, og bæði vegna þess, og fornrar vináttu gerðist hann nú ráðnautur móður minnar. — Hún bjó áfram til næstu far- daga, en sá að ekki gæti orðið framhald á því, því bæði varð hún að flytja af prestssetrinu, og svo voru engin efni til að halda búskap áfram, þegar búið var að greiða kví-gildi þau er jörðinni fylgdu. Bóndi bað hana fara til sín, sem ráðskonu, mætti I hún hafa öll börnin með sér, þektist hún það. Næsta vetur 1 sendi hann báða drengina á j skóla í Reykjavík. Ári seinna I giftist hann móður minni. Álitu allir hana sérlega heppna og okk- ur líka. — Allir nema eg. Mér ! féll ekki þessi velgerðamaður 1 okkar, eins og fólk kallaði hann. 1 Að taka að sér félitla ekkju með íþremur börnum, það þótti ekki lítið mannsbragð. Þess var ekki ! getið, að við systur unnum vana- leg vinnustörf. Eg frétti nú líka, að þeir, bóndi þessi og faðir minn hefðu kept um ástir móður minnar — og faðir minn þar orð- ið hlutskapari, og að þetta myndi bóndi aldrei hafa fyrirgefið hon- um og vinátta þeirra úr því fremur verið á orði en borði. — Þetta sagði eldra fólk mér, sem mundi eftir þeim árum. Þetta ár sem eg var þar sannfærðist ;eg og um, að einhver kaldrani bjó undir öllum hans gerðum gagnvart okkur. En móðir mín sá það ekki — vildi engu mis- jöfnu um hann trúa. Hún var ein af þessum barnslega góðu sálum, sem engum ætlar ílt, af jþví að ekkert ílt bjó í henni sjálfri. — Falleg ístöðulítil og jbarnslega góð, þar er henni rétt lýst. — Var hann líka ekki að gera vel við okkur öll — gefa okkur heimili og senda bróður minn í skóla, — sagði hún. — Ekki mig. Eg vinn eins og hver önnur vinnukona, nema hvað eg fæ ekkert kaup, sagði eg. — Vertu þolinmóð, barnið mitt, — hann bætir þér það upp þegar hans tími kemur, sagði hún. — Nei, það skal hann gera þegar ^minn tími er kominn sagði eg. — Því næsta sumar fer eg til Ame- ! ríku og hann skal skaffa mér farareyri. Við ættum að fara oll. — En til slíks mátti móðir mín ekki hugsa. — Hvað svo sem ; gæti hún gert þar. Næsta sumar fór Þuríður prestsdóttir — svo var eg kölluð í þá daga — vestur um haf og lenti í Winnipeg1. Tíu árum seinna var eg orðin Þuríður gamla þá innan við þrítugt. Þessi ár færðu mér þær frétt- ir að heiman, sem gerðu mig garnla og harðlynda. Hjónaband jmóður minnar reyndist eins og j eg bjóst við. Maður hennar gerði henni alt til skapraunar sem hann gat svo báðir lögðust í drykkjuskap þriðja veturinn sem þeir voru suður frá — og voru þó báðir mannsefni. Systir mín, sem var ístöðulítil og um flest lifandi eftirmynd móður I sinnar, tók sér mjög nærri ófarir móður sinnar og óreglu drengj- . anna. Eg skrifaði henni og bað , hana að koma vestur, en móðir j okkar fanst hún ekki geta án hennar lifað, svo ekkert varð ! úr því. Eitt haustið þegar þeir félagar voru að búa sig suður, sagði bóndasonur föður sínum að hann væri trúlofaður stjúp- j dóttur hans. Bóndi glotti og kvaðst ætla honum betra hlut- j skifti en að giftast inn í betlara- j i ætt þá, og benti á konu sína og J börn hennar. Varð út úr þessu svæsin rimma þá þegar. Samt var sléttað yfir það í bráðina, og 'þeir piltarnir fóru suður. Var það síðasta ár þeirra í Latínu j skólanum og báðir útskrifuðust ! með góðum vitnisburði. Um vor- Jið vildi bróðir minn ekki fara |heim, kom hann sér á skip og I hefir ekki heyrst frá honum síð- 'an. Þegar bóndasonurinn kom heim um vorið, vildi hann gifta sig strax. En karl neitaði og kvaðst gera hann arflausan ef hann giftist áður en hann fengi embætti. Leit þetta út sem til- slökun og lét sonurinn það svo vera, en það fór á annan veg. Samt var alt kyrt þar til leið á sumar og fólk var alt við hey- vinnu, nema móðir mín — hún gekk aldrei að heyvinnu — og systir mín, sem var lasin og því heima við að hjálpa móður sinni. Kemur þá bóndi heim úr ein- hverju ferðalagi, augafullur, og sem óður væri. Jós hann yfir þær mæðgur svæsnustu skömm- um, grípur hana og misþyrmir henni svo að hún varð fárveik og lagðist í rúmið. Þegar fólkið kom heim og sonurinn fékk að vita um þetta, lenti þeim feðg- um saman á ný. Flutti hann síðan systur mína til nágranna sem hjúkruðu henni. Þegar hún komst á flakk kom hann henni á vesturfararskip, skyldi hún fara til mín. Sjálfur ætlaði hann að koma næsta sumar, því í svipinn hafði hann ekki ráð á meira fé, en fargjaldi hennar. Þegar til Winnipeg kom, var hún svo veik, að hún gat enga björg sér veitt og var því tafarlaust flutt á sjúkrahúsið, og þaðan var mér gert aðvart. Á sjúkrahúsinu fæddist Þórður löngu fyrir tím- ann, en móðir hans dó um leið. Að hvað miklu leiti Þórður átti vanskapnað sinn að þakka afa sínum, veit eg auðvitað ekki. En þætti ekki ólíklegt að niisþyrm- ingin sem móðir hans varð fyrir hafi valdið honum. — Hafði Þórður fengið að njóta eðlis- gáfna sinna er ekki ólíklegt, a$ heimurinn hefði heyrt hans get- ið, og sennilega grætt á tilveru hans — þrátt fyrir vanskapnað- inn. En hann var þess utan heilsu veill alla æfi. — Hver veit — það hefir líklega ekki átt að verða. Forlög ráða, segja menn. — En hver skapar þessi forlög? Nú jæja, nú er það alt búið, að því er Þórð snertir. Nú varð löng þögn. Sögu þessa sagði Þuríður mér ekki í einni lotu, eins og eg segi hana. Heldur með löngum hvíldum, einsog henni væri örðugt um mál — eða, var hún að vega sam- hengi orsaka og afleiðinga. Eg, tók aldrei fram í fyrir henni, og J enn gerði eg það ekki. Loks leit hún upp og út — eins og sæi j eitthvað langt langt í burtu, og segir svo: Eg býst við þig langi til að vita, hvar og hvernig Þórður kyntist öllu þessu fólki. Mæðg- um þeim sem tóku á móti okkur, kyntist hann á Þýzkalandi, og í gegnum þær flestu þessu fólki - MAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlístofusíml: 23 674 8tundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnni 6 skrlfstofu kl. 10—1 f. h. og 2—6 e. h. Heimill: 46 Alloway Aye. Talaími: 33 15» Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annaet allsfconar flutnlnga fram og aítur um bselnn. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 454 BANNINO ST. Phone: 26 420 sem mætti okkur í Seattle. Þang- að fór hann oft og dvaldi þá tíma og tíma — æfinlega hjá þessum mæðgum. Heimili þeirra stóð honum æfinlega opið, og þær voru honum, sem væri hann sonur og bróðir. Slíku fólki mæt- ir maður sjaldan. Auðvitað var það musikin sem opnaði honum allar dyr. Enda var hann oft kallaður þangað til að spila — taka þátt í musical prógrammi á stór hátíðum og tyllidögum. — Hann setti aldrei neitt — en þetta fólk sá um hag hans að öllu leiti. Stundum spilaði hann í kirkju prestsins sem talaði fyr- ir honum í dag — þegar hann var staddur þar suður frá. Hon- um var vel við hann — og fyrir- bauð að láta nokkurn annan prest koma nærri líki sínu. — Enn varð þögn. — ó já, móðir mín dó sama árið sem Þórður fæddist. Til bróður míns frétti eg aldrei eftir að hann fór frá íslandi. — Og faðir hans — Þórðar — drakk sig í jhel ífáum árum seinna. — Alt fyrir syndir ann- ara, bætti hún við og brosti. En það var meira en nóg til að gera mig gamla fyrir tímann, svo eg fekkst aldrei um titilinn — átti hann sjálfsagt. Þar hefir þú sögu mína alla, og æfisögu Þórð- ar. Hann var eins og þú vissir nokkur ár í Þýzkalandi að læra tónfræði. Af og til í Seattle, eftir að við komum vestur, og ferðaðist með þessum mæðgum fram og aftur um Ameríku, dvöldu þau meira og minna í San Francisco, Los Angeles, New York og víðar, og seinast tíma í Hollywood. Alt þetta gerði honum gott, og hefði heils- an ekki bilað, og dauðinn kallað, er ómögulegt að segja .... Hún lauk aldrei við setning- una, bara þagnaði. Ekkert orð um hana sjálfa. Einveru, bar- áttu, sjálfsfórn — ekkert orð! Hún var ekki að fiska eftir með- aumkvun, því síður lofsyrðum um hana sjálfa. Hvað gat eg sagt. — Ekkert var fjarri mér en að bjóða slíkt. Þessvegna var þögnin löng. Nú skulum við fara að hvíla okkur Willi minn, sagði hún, stóð upp, vísaði mér til herbergis og bauð mér góða nótt. Með það lauk þessum langa degi. — Hvaðan er Þórðar nafnið— hugkvæmdist mér að spyrja, þegar Þuríður var að halla aftur hurðinni. Það var föðurnafn Þórðar — það eina sem hann hafði úr þeirri ætt, — svaraði Þuríður og fór. < G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœSingur 702 Confederatlon Llfe Bld*. Talsíml 97 024 w. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFANSSON tSLENZKlR LÖQFRÆÐINQAM á öðru gólfl 325 Main Street Talsími: 97 621 að — nnJvlkudají*^ hverjum mánuðl M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINQAM Sérgrein: Taugasjukdómar Lsetur útl meðöl 1 vlðlögum Vlðtalstímar kl. 2_4 « h 7—8 kveldlnu Slm. 80 867 665 vlctor gt Skáldið: Eg veit ekki, hvað eg á að gera. Á eg að brenna kvæð- in mín — eða á eg að senda þau til útgefenda? Vinurinn: — Manni dettur venjulega það bezta í hug fyrst. A. S. BARDAL selur llkklstur og annaat um útíar- lr. AUur útbúnaður sá bestl Enníremur selur hann •li.w^... mlnnlsvarða og legsteln*. 843 8HERBROOKK 8T. Phone: 46 607 WINNIPEO Dr. S. J. Johannesíion *18 Sherburn Street TaJslml so 877 Vlðt&lstlmi kl. 3—6 «. h. Dr. D. C. M. HALLSON Physlclan and Surgeon 264 HargTave (opp. Eaton’s) Phone 22 775 Rovatzos Floral Shop *06 Notre Dame Ave. Phone 94 85« Freah Cut Flowers Daliy Plants ln Season We specialize in Wedding ðc Concert Bouquets & Funeral Deslgna Icelandlc spoken THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watcheg Marriage LJcenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKUR TANNLÆKNIM 212 Curry Bldg., Winnipeg Qegnt pösthúsinu Simi: 16 216 Heimillt: 33 346 J. J. Swanson & Co. Ltd. MEALTORS Rentel, Ineuranee and Financial Agentt Slml: 94 221 M8 PARIS BLDO.—Wlnnlpcg Gunnar Erlendsson Pian okennari Kenslustofa: 701 Victor St. Simi 89 535 Omci Phok* Ru Phohs n an 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 1M láXDIOAL ARTS BTJILDINa Omci Houss: 19 - 1 4« • 1 T.U. *■» Trr irronmmri

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.