Heimskringla - 02.02.1938, Blaðsíða 7

Heimskringla - 02.02.1938, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 2. FEBRÚAR 1938 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA YFIRLIT Orð þessi eiga að vera heildar athugun yfir starf innan safnaða minna á liðnu ári. Hún er til- einkuð söfnuðum mínum og öðr- um góðfúsum lesurum fjær og nær. Veturinn, óvanalega mildur á þessum stöðvum, breiðir nú hlýja og voðfelda ábreiðu yfir dvalþunga jörð. í skauti jarðar- innar felst frumgróði margskon- ar lífs, sem á sinni tíð mun hef ja upprisu sína fyrir hinu almáttka orði alföðurs himins og jarðar, fyrir áhrif hinnar björtu, verm- andi sólar; lífið í heild sinni stíg- ur þá fram með endurnærðum þrótt í ótal myndum, til að lofa og vegsama höfund sinn og verndara. “Til himna er gott að hefja sýn, þá hvít er snæfguð jörð, sem lín, og blómin bíða dauða. Og eyðilegt er út að sjá sem alt sé dauðans snortið ljá, en inni nægtir nauða. Hver bjargar þá? Ei breytist sá, er blessun jafnan öll kom frá, öll huggun, hjálp og friður. Hann heyrir smáfugla kvein og klið, hann kannast og það barnið við, hann bregst ei þeim, sem biður.” Renni maður augum yfir safn- aðarstarfið á liðnu ári, verður margt til þakklætis. Söfnuðirn- ir báðir, Lögbergs og Konkordía söfnuður hafa báðir haft gæfu til þess, að leysa vel af hendi starf sitt. Kirkjusókn hefir ver- ið fyllilega eins góð eins og gerst hefir á liðinni tíð, að því er kunnugir menn segja; auðvitað má ávalt bæta nokkuð, jafnvel það, sem valið er. Enginn sækir guðshús með réttu hugarfari, án þess að fara heim aftur með andlegum ávinn- ing. Hinar almennu guðsþjónustur er sú uppeldis stofnun, sem er viðurkend um heim allan, að vera ein aðal stoð til allra and- legra framfara, og miðstöð fé- lagslegra framkvæmda í bygð og bæ. Fyrir þetta vil eg votta söfn- uðum mínum þakkir, á þeim ár- um, sem okkur hefir hlotnast að eiga samleið. Minnist eg með hjartans hlý- leika konunnar, sem iðulega legg ur upp gangandi til að sækja guðshús; það gera og fleiri. Þrátt fyrir að bifreiðar ger- ast nú almennar til kirkjuferða, ber þó við að menn sækja kirkju á lélegri ferðatækjum, og láta ekki hindra sig frá því, að sækja reglulega guðshús. Fátt styrkir fremur hendur þess og huga, sem á að standa fyrir guðsþjónustum, en þegar menn á þennan hátt láta í ljós vilja sinn og tryggð við guðshús og guðlega stofnun, og við þá hugsjón, er þar stendur á bak við. Á liðnum árum hefir ekki ætíð verið talið messufært á jólum, en um síðustu jól var messað, og sóttu menn guðshús í það sinn þrátt fyrir talsverða örðugleika. Renni maður huga yfir þessa og ýmsa aðra atburði ársins, fer ekki hjá því, að hugur manns fyllist lofgerðar honum, sem sig- urinn gefur. Þakklætisguðsþjónusta á liðnu hausti fór fram á þann hátt, að eftir messu í Konkordía söfnuði, komu menn saman í prestshús- inu. voru um hundrað manns viðstaddir, og þótti samkoman takast prýðilega vel. Það voru nýbrigði við sam- komu þess, að karlmenn tóku að sér að safna vistum, baka sæl- gætis brauð og standa fyrir beina en konur voru boðsgestir, fórst mönnum þetta svo vel úr hendi, að jafnvel konunum þótti vel við unandi og með fullum sóma; blóm skrýddu borð og pentudúk- ar, og góðgæti nóg handa öllum. Að sungnum sálm og fluttri bæn af presti safnaðarins, talaði forseti safnaðarins, Magnús Bjarnason ítarlegt erþidi um andleg efni; kvæði voru flutt, og sungið, og fleira haft til skemt- unar. Stundin var góð, og verður eftirminnanleg þeim, sem nutu. Ekki get eg lokið línum þess- um án þess að minnast með þakklæti velvildar safnaðar- manna í söfnuðum mínum og utan safnaðarmanna; ekki sízt INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth.......... Antler, Sask...... Árnes............. Árborg............ Baldur............ Beckville......... Belmont........... Bredenbury........ Brown............. Churchbridge...... Cypress River..... Dafoe............. Ebor Station, Man Elfros............ Eriksdale......... Foam Lake......... Gimli............. Geysir............ Glenboro.......... Hayland........... Hecla............. Hnausa............ Hove.............. Húsavík........... Innisfail......... Kandahar.......... Keewatin.......... Kristnes......;... Langruth...:...... Leslie............ Lundar............ Markerville....... Mozart............ Oak Point......... Oakview........... Otto.............. Piney............. Red Deer.......... Reykjavík......... Riverton.......... Selkirk............. Sinclair, Man...... Steep Rock........ Stony Hill........ Tantallon......... Thornhill........... Víðir............. Vancouver......... Winnipegosis...... Winnipeg Beach.... Wjmyard........... ..J. B. Halldórsson ...K. J. Abrahamson .Sumarliði J. Kárdal ..G. 0. Einarsson ...Sigtr. Sigvaldason ..Björn Þórðarson .....G. J. Oleson ..H. O. Loptsson Thorst. J. Gíslason ..H. A. Hinriksson .....Páll Anderson K. J. Abrahamson ....ólafur Hallsson ....John Janusson .......K. Kjernested ...Tím. Böðvarsson ........G. J. Oleson ...Slg. B. Helgason .Jóhann K. Johnson ....Gestur S. Vídal ...Andrés Skagfeld ....John Kernested •Hannes J. Húnfjörð .........Sigm. Björnsson .........Rósm. Árnason .............B. Eyjólfsson .......Th. Guðmundsson Sig. Jónsson, D. J. Líndal .......Hannes J. Húnfjörð ....Andrés Skagfeld ...Sigurður Sigfússon ........Björn Hördal ......S. S. Anderson ...Hannes J. Húnfjörð ........Árni Pálsson ..Björn Hjörleifsson Magnús Hjörleifsson ,...K. J. Abrahamson ........Fred Snædal ........Björn Hördal ....Guðm. Ólafsson .....Thorst. J. Gíslason ......Aug. Einarsson ..Mrs. Anna Harvey ......Ingi Anderson ......John Kernested I BANDARIKJUNUM: Akra....................................Jón K. Einarsson Bantry.....................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash....................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash......................Séra Halldór E. Johnson Cavalier.................................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.......................................Jacob HaD Garðar...................................S. M. Breiðfjörð Grafton..................................Mrs. E. Eastman Hallson..................................Jón K. Einarsson Hensel....................................J. K. Einarsson Ivanhoe...............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.....................................F. G. Vatnsdal Minneota..............................Miss C. V. Dalmann Mountain.................................Th. Thorfinnsson National City, Calif.......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.............................Ingvar Goodman Seattle, Wash...........j. j. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold................................... Jón K. Einarsson Upham.................................... E. J. BreiðfjörO The Viklng Press Limiteð Winnipeg. Manitoba um jóla hátíðirnar, og ávalt endranær. Hefir hlýleiki og vel- vild manna bir&t mér og mínum á margan hátt oft og einatt. Um síðast liðin jól bárust okk- ur gjafir manna í Lögbergs söfn- uði, frá kvenfélagi Konkordía safnaðar, og frá safnaðarmönn- um bæði í Bredenbury og víðar. Landar í Churchbridge gáfu okk- ur ásamt öðru góðu borðlampa á- gætan; var sú gjöf sérlega kær- komin og þörf, því ekki er ljós- leiðsla í húsinu. Minnir gjöf þessi á orðin: “Þannig lýsi ljós yðar fyrir mönnunum.” Þetta alt og margt fleira vilj- um við þakka gefendum, og biðj- um þess, að Guð minnist þeirra til margfaldrar blessunar á allan hátt. Árið liðna reyndist mörgum hér óvanalega rýrt; nær því var heyfengur dæmalaus í sögu bygðarinnar; margir urðu að selja ungneyti og kýr komnar að burði á lágu verði, en kaupa mik- ið af heyi til að halda einhverju af mjólkurkúm; hey feru og gjafafrek, þau sem öfluðust í heimahögum. Aðflutt hey í böggum selst hér frá $6.00 upp í $10.00 eftir gæðum. Veðurfræðingar telja yfir- . standandi þurka tímabil þetta það þriðja í röðinni síðan 1813; fyrsta frá 1833—1848, annað frá 1885—1896, þriðja 1929—1937. Eftir þessum skýrslum að dæma, 'ættum við að vera langt komin á jþessu þurka tímabili. I Það segir sig sjálft, að margir hafa búið við þröngan kost á liðnum þurka og hallæris tímum eins og á stendur daginn í dag. Við getum sagt með skáldinu: “Aldrei skal eg æðrast þótt að yfir taki. Skín mér sól að skýja- baki.” fslendingar eru jafnan vanir við harðan kost. Las eg fyrir stuttu frásögu um slíkan atburð birti eg frá- söguna eins og hún leggur sig: “Árið 1882 var hið nafnkunna fellisvor. Var þá orðið alment heyleysi um sumarmál. Ráku þá bændur upp úr sumarmálum géldfé sitt inn á afrétt. Vonuðu menn, að þar mundi það fremur halda lífi. Reynslan hafði líka gefist svo. . . . En viku eftir að féð var rekið, dundi yfir ofsa norðanveður með grimdarfrosti og fannkomu. Stóð þetta veður, 28., 29. og 30. apríl. . . Veðrið hafði kastað fénu niður, og lá það frosið við jörðina. Margt lif- andi, en fleira dautt. . . En veðr- inu slotaði, var farið inn á afrétt. I Lá féð þar dautt í hópum til og 1 frá. Margt hafði hrakið í árnar, 1 og sást ekkert af því. Sumt hafði 1 sandorpið. Kom það í ljós, er sandurinn fauk ofan af því. — Ganglimir og ull var hirt, en ann- að dysjað. Margir mistu mikinn hluta fjár síns.” Þetta er gömul harmasaga úr lífi íslenzka bóndans, sem hefir i einatt endurtekið sig. Hvað er nú harðærið, sem við búum við í samanburði við ókjör þessi? “fslendingar viljum vér allir vera.” Yfirstandandi tíð og aðrar þessu líkar, gera út um það, að hve miklu leyti vér verðskuldum kjörorð þetta. Iðulega er hrósað íslenzku þreki og þolgæði; það getum vér bezt með því að sýna það að verki, að vér berum krafta í köglum þegar móti blæs. “Að bíða þess, sem boðið er. Hvort blítt er eða strangt. Og hvað sem helzt að höndum ber. Að hopa aldrei langt. En standa eins og foldgnátt fjall, í frerum alla stund, Hve mörg sem á því skruggan skall — Sú skyldi karlmanns lund.” * Þessi gullfallegu orð eru runn- in undan íslenzkum hjartarótum. Þau sýna ómengað íslenzkt eðli í sinni verulegu mynd. Nú stendur yfir vetrartíð í ríki náttúrunnar og veðrin ó- vanalega'góð á degi hverjum, stillur og frostlítið. Vetrartíminn getur fært manni margfalda blessun, and- lega. Helzt er það þá, að menn fái tómstundir til að lesa sér til uppbyggingar. Kvöldstundirnar íslenzku færðu mönnum margs- konar ómælilegan andlegan arð. “Húslestrarnir” góðra og upp- byggilegra guðsorðabóka, skildu eftir í hjartanu þá ávexti, sem lýstu þjóðinni á dögum dimmu og þrauta, mannsaldur eftir mannsaldur. Húslestrar munu ávalt reyn- ast heimilinu sönn blessun, þar sem þeir eru tíðkaðir. Beini eg orðum til safnaða minna sérstak- lega, með þeirri hjartans ósk, að það yrði almenn regla hér og annars staðar, að húslestrar færu fram virka daga og óvirka. Eg er'sannfærður um það, að það yrði til mikillar blessunar, en gerði engan mann fátækari. Eg veit að sönnu, að til eru þau heimili eða heimilismenn, sem rækja lestur þennan, en það er ekki nærri nógu alment að eg hygg. Biblían, guðs heila orð er alls staðar á boðstólum. Sá getur enginn maður kallast ómentaður, sem er gagnkunnug- ur guðsorði. Engin bók lýsir eins vel lífinu og mönnum, eins og Biblían. Þar er sagður kostur og löstur án minstu yfirhllming- ar. Nálega lifir enginn maður s\^o nokkurn dag, að hann ekki geti á einhvern hátt fært sér í nyt þekkingu sína á guðsorði. Fyrir þúsundum ára var guðs- orði lýst á þessa leið: Lögmál Drottins er lýtalaust, hressir sálina. Vitnisburður Drottins er áreið- anlegur, gerir hinn fávísa vitran. Fyrirmæli Drottins eru rétt, gleðja hjartað. Boðroð Drottins eru skír, hýrga augun. Ótti Drottins er hreinn, varir að í eilífu. Ákvæði Drottins eru sannleikur, eru öll réttlát. Þau eru dýrmætari en gull, já gnóttir af skíru gulli. Og sætari en hunang, já hun- angseimur.”—Sálm. 19. Þær þúsundir ára liðnar síðan þessi orð voru skráð, og reynsla þeirra, staðfestir æ betur þenn- an órjúfanlega sannleika. Því - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skriístofusími: 23 874 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dðma. Er að flnni á skrifstofu kl. 10—1: f. h. og 2—6 e. h. Heimlli: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 15* G. S. THORVALDSON B.A.. LL.B. LögfrœOingur 702 Coníederation Life Bldg. Taisiml 97 024 Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bœinn. W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ÍSLENZKIR LÖGFRÆÐINOAM á öðru gólíi 325 Main Street Talsimi: 97 S21 Hafa einnig skrifstofur að og Glmli og eru þar Ml hitta, fyrsta miðvikudia* | hverjum mánuðl. MARGARET DALMAN TMACHER OF PIANO t»4 BANNINO ST. Phone: 26 420 M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAM Sérgrein: Taugasjúkdómar Leetur úti meðöl ( vlðlögum Viðtalstímar kl. 2 4 ». a. 1 8 at kveldlnu Siml 80 857 666 Victor Bt. getur enginn sá maður ómentað- ur kallast, sem færir sér ræki- lega í nyt uppfræðslu guðs orðs. Sönn mentunar skilyrði standa því til boða flestum eða öllum, sem vilja þiggja. Ætli menn hugleiði það al- ment, að hver einasta góð og göfug hugsun, alt siðgæði, hver einasta framkvæmd til blessunar fyrir land og lýð til lífs og sálar; öll barátta gegn því lága og ó- göfuga, eru ávextir af áhrifum guðsorðs, og þó er það eins og lokuð bók mörgum, vegna þess, að menn vilja lesa nálega alt annað fremur en það. Sá flytur mestan arð heim til sín úr guðshúsi, sem trúlega leggur sig eftir lestri guðsorðs á heimili sínu, þetta mun og við- urkent nálega af öllum, sem hafa reynt það. Menn kljúfa þrítugan hamar- inn að koma sér upp bókasöfn- um; víst eru það þarfleg fyrir- tæki. En ekkert bókasafn gefur jafn mikla þekkingu og yfirgrips- meiri skilning á mennlegri til- veru en guðsorð. Biblían saman- stendur af sextíu og sex bókum, og má því bókasafn kallast. Hinn óvanalegi góði vetur hér um svæði líður nú óðum; hann er að drýgja forða manna á margan hátt. Það er talsvert mikið komið undir sjálfum okkur, hve mikinn andlegan arð hann kann að flytja í garð. Rækjum því and- lega skyldu okkar með lestri góðra og uppbyggilegra bóka. Samt sem áður teljum við vik- ur og daga, þar til að vorið kem- ur. Nú skulum við búa okkur trúlega undir þá tíð á allan hátt; með nýju sumri hefja nýtt og aukið starf, sem ósérplægni og röggsamlegri framgöngu í and- legu starfi, með því að sækja reglulega guðshús. Eg býst við því fyllilega, að söngkraftar verði betur samein- aðir á komandi sumri en verið hefir. Mr. Marvin er forstjóri söngsins innan Konkordía safn- aðar, og sýpir fullkominn áhuga fyrir starfi sínu. Ekkert glæðir fremur kirkju- göngu en góður og skipulegur söngur. Það er metnaðar atriði fyrir hvaða söfnuð sem er, að gegna skyldu sinni af ítrustu kröftum. örðugleikar þeir, sem kunna að verða á vegi okkar reynast smámunir, ef vilja og atorku er beitt við starfið. Brekkan sem við stöndum í er alls ekki örðugri uppgöngu en sú, sem menn hafa orðið að ganga þeir sem voru fyrir okkar daga, og sama verður leiðin fyrir þá,sem taka við af okkur. Æfin er stutt, eilífðin löng, launin mikil fyrir trúlega unnið æfistarf. Með árnan heilli árs og friðar öllum. S. S. C. A. S. BARDAL •elur líkklstur og annaat um ðtfar- lr. Allur útbúnaður sá beotl. — Ennfremur selur h&nn eii.i.^ar mlnnisvarða og legstelna. 843 SHERBROOKB 8T Phone: »t 607 WINNIPMO Dr. S. J. Johannesjon 218 Sherburn Street Talsiml 80 877 VlOtalstími kl. 3—5 «. h. Dr. D. C. M. HALLSON Physician and Surgeon 264 Hargrave (opp. Eaton’s) Phone 22 775 Rovatzos Floral Shop *06 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Pl&nts ln Season We specialize in Weddlng tk Concert Bouquets A Funeral Designs lcelandlc spoken THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Dlamonds and Weddlng Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKVR TANNLÆKNIR 212 Ourry Bldg., Wlnnipeg Oe«nt pósthúsinu Simi: »121» Heimills: ii 38* J. J. Swanson & Co. Ltd. BMALTORS Kental, Intnranca and Financial Aoantt Slml: 94 331 80« PARIS BLDQ.—Wlnnlpe* Gunnar Erlendsson Ptanokennari Kenslustofa: 701 Vlctor St. Simi 89 535 Ornci Phoni Rss. Phoni 87 398 73 409 Dr. L. A. Sigurdson 1M MXDIOAL ARTS BUILDINQ Omci Hotjrs: 13-1 4 T U. - ( T.tL tm st APronrrmirT

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.