Heimskringla - 02.02.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 02.02.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 2. FEBRÚAR 1938 HEIMSKRINCLA 5. SÍÐA endurnir hafi gert sér vonir um það — en það er svo auðvelt að spyrja. Það eina, sem eg get gert í þessu efni, er að rekja í stuttu máli hið helzta af því, sem fjöl- vísir og spakir vísindamenn hafa sagt um þessar spurningar, sem liggja á yztu takmörkum þekk- ingar vorrar, “þar sem mætast vegir vits og trúar”, eins og Ein- ar Benediktsson hefir svo snild- arlega að orði komist. Eg ætla að styðjast við orð enska stjörnufræðingsins Jeans, enda hefir all-oft heyrst vitnað í hann í útvarpinu sem dæmi um vísindamenn, sem ekki yrði sak- aður um óskoraða efnishyggju. í bók sinni “Leyndardómar al- heimsins (The Mysterious Uni- verse )gerir Jeans fyrst grein fyrir því, hvernig menn ætla helzt, að sólkerfi vort hafi orðið til við það, að einhver stjarna hafi á reiki sínu um himingeim- inn, af hreinni tilviljun, komið í námunda við sól vora. Þessi framandi stjarna hefir valdið geysihárri flóðbylgju á yfirborði sólarinnar — af sömu orsökum og tunglið og sólin valda flóð- bylgjum á höfum jarðarinnar — aðeins miklu, miklu stórkost- legri. Loks fór svo, að þessi flóð- bylgja brotnaði og brot af henni þeyttust út frá sólinni, og tóku að sveiflast í kringum hana. — Þessi bylgjubrot eru reikistjörn- urnar í sólkerfi voru — Merkúr, Venus, Jörðin, Marz, Júpiter. Satúrnus, úranus, Npetúnus og Plútó. Sólin sjálf og allar aðrar stjörnur, sem við sjáum á himn- inum, eru geysilega heitar, miklu heitari en svo, að nokkurt líf geti náð þar fótfestu né haldist við. Sama máli var líka að gegna um börn sólarinnar, reiki- stjörnurnar, fyrst í stað. En smámsaman kólnuðu þær og í rás tímans, við vitum ekki hvern- ig, hvenær eða hversvegna, fædd- ist lífið á einu þessara kólnandi hnattbrota. Það hófst í fyrstu á mjög frumstæðum lífverum, sem varla höfðu önnur einkenni lifandi lífs en endursköpun og dauða. En frá þessum veika vísi óx meiður lífsins sífelt hærri og víðfeðmari, uns hann náði há- marki sínu í verum með kendir, metnað og fegurðarsmekk að lífskjarna, ásamt trúarbrögðum, sem þær tengja við sínar æðstu vonir og göfugustu eftirvænt- ingu. Svo heldur Jeans áfram að virða fyrir sér og reyna að gera sér grein fyrir eðli og tilgangi sköpunarverksins. Og þá kemst hann svo að orði: “Fyrst í stað liggur nærri, að véf verðum lostnir skelfingu, er vér litumst um frá vorum þröngu bæjardyr- um. Oss finst alheimurinn ægi- legur sakir hinnar geysilegu víð- áttu, bæði í tíma og rúmi, og ennþá ægilegri sakir þess, hve einmana og smáir vér erum — aðeins eitt sandkorn meðal allra sandkorna við úthaf alheimsins. En fyrst og fremst mætti oss finnast alheimurinn ægilegur af því, að hann virðist með öllu kærulaus um lífverur eins og okkur. Tilfinningar, metnaður, afrek, listir og trúarbrögð, virð- ist alt vera jafn-framandi til- gangi hans eða ætlunarverki. Ef til vill væri réttmætt að kveða svo fast að orði, að alheimurinn væri hreint og beint fjandsam- legur lífinu. Mestur hluti geims- ins er svo kaldur, að alt líf myndi þar helfrjósa, og mestur hluti af efnismagninu er svo heitur, að ekkert lifandi níá þar þrífast. Um geiminn geysast geislar af ýmsu tæi, sem margir hverjir munu vera hættulegir eða jafn- vel banvænir lifandi verum. Inn í slíkan heim hefir oss skolað, ef ekki af vangá, þá að minsta kosti fyrir atvik, sem með fullum rétti má kalla tilvilj- un. Ekki þó svo að skilja, að það sé sérstakt undrunarefni, að jörðin skuli hafa orðið til, því að tilviljanir hljóta altaf að verða, og ef heimurnin helst nógu lengi við lýði, þá er sennilegt, að sér- hver hugsanleg tilviljun eigi sér stað áður en lýkur. Miljónir miljóna af stjörnum, sem reika um himingeiminn um biljónir ára, hljóta að verða fyrir hvers- konar tilviljunum eða slysum, sem verða vill, og þar á meðal að fæða af sér takrparkaða tölu sól- kerfa eða reikistjarna í rás tím- ans. En tala þeirra hlýtur þó jafnan að verða mjög lítil í sam- an burði við allan aragrúa stjarna á himninum. Þetta atriði, hve jarðstjörnu- kerfi eru sjaldgæf, er mjög þýð- ingarmikið, því að það virðist bersýnilegt, að líf geti aðeins myndast á plánetu af sama tæi og jörðin. Það krefst sérstakra I líkamlegra skilyrða til þess að geta þrifist. Fyrst og fremst hitastigs, sem efni getur haldist fljótandi í. Stjörnurnar sjálfar eru altof heitar fyrir lífverur. Vér verð- um að hugsa oss þær sem mikla brennandi elda, hér og hvar í geimnum, er senda hita frá sér út í umhverfi, sem er 270 st. kalt. Þegar fjær dregur eldun- um, er því banvænn kuldi, en fast við þá er hiti, sem skiftir þúsundum stiga og bræðir alt fast efni, en sýður alt fljótandi. Líf getur því aðeins þrifist á mjóu belti umhverfis eldana í ákveðinni fjarlægð. Utan þeirra takmarka hlýtur alt lifandi að frjósa, en innan þeirra að skrælna. Eftir lauslegum reikningi nemur svæði það, sem hugsan- legt er að líf geti þróast í, minna en 1:1000 biljónasta af öllum geimnum. Og jafnvel innan þessa svæðis hlýtur líf þó að vera sjaldgæft, því að svo fá- gætt mun það vera, að sólirnar fæði af sér reikistjörnur, eins og vor sól hefir gert, að varla er meira en ein sól af hverjum 100 þús., sem gæti haft reikistjörnu með sér innan þeirra þröngu takmarka, sem líf getur þróast í. Af þessum ástæðum virðist það ótrúlegt, að alheimurinn hafi frá upphafi vega, verið skapaður til þess að framleiða líf í þeirri mynd, sem vér þekkjum, því ef svo hefði verið, hlyti að mega vænta annars hlutfalls milli hins mikla vélræna bákns og fram- leiðslunnar.” Því meir sem Jeans rekur af- leiðingar náttúrulögmálanna, því ósennilegra finst honum, að heimurinn hafi fyrst og fremst verið látinn lúta lögmálum lífs- ins. Þau gætu alt að einu hafa verið sett til þess að framleiða segulmagn eða efnisgeislun eins og líf. — Efnafræðin gefur í skyn, að lífið kunni að vera, al- veg eins og segulmagn og efnis- geislun, einungis tilfallandi af- leiðing af þeim lögmálum, sem eru alls ráðandi í alheiminum, en sem vér ekki þekkjum til hlítar. * Frá efnishyggjulegu sjónar- miði virðist þýðingarleysi lífs- ins gagnvart alheiminum stappa mjög nærri því að gera að engu allar hugmyndir um það, að hinn mikli byggingameistari Alheims- ins hafi nokkra sérstaka um- hyggju fyrir lífinu. — Lífið getur aðeins þrifist við hæfileg skilyrði ljóss og hita. Því aðeins getum vér lifað, að jörðin fái nákvæmlega tilmældan skamt af geislum frá sólunni. Ef nokk- uð verður verulega of eða van í því efni, hlýtur lífið að hverfa af jörðunni. Frumbyggjar tempruðu belt- anna hljóta að hafa verið gripnir geig, þegar fimbulvetur ístíma- bilsiná var að leggjast að. Með ári hverju hafa þeir séð jöklana skríða lengra niður eftir dölun- um og jafnframt virtist sem sól- in mætti sín minna gegn kuldan- um. Þessum mönnum hlýtur, engu síður en oss, að hafa virst heimurinn vera lífinu fjandsam- legur. Vér, sem nú lifum, sjáum nýja ísöld ógna tilveru vorri í óra- fjarri framtíð. — Sólin hlýtur smám saman að senda minna og minna geislamagn frá sér og hringurinn, sem lífvænt er í, hlýtur að þrengjast. Jörðin þyrfti þá að færast nær sólunni til þess að lífsskilyrðin héldust, en þvert á móti mun hún þokast utar, vegna ósveigjanlegra hreyfingarlögmála, í áttina til kulda og myrkurs. Að því er vér fáum séð, hljóta endalokin að verða þau, að lífið frjósi í hel, nema þá ef árekstur við aðrar sólir skyldi eiga sér stað, sem eyddi lífinu fyrr og á sviplegri hátt. Er þetta þá alt og sumt gengi lífsins ? Að koma nánast af til- viljun inn í heim, sem bersýni- lega hefir ekki verið skapaður vegna lífsin, veröld, sem virðist annað tveggja hlutlaus gagnvart öllu lifandi eða beinlínis fjand- samleg því. Stjörnufræðin hlýtur að vekja þessar spurningar, en hún svar- ar þeim ekki. Jeans álítur, að eðlisfræðin muni vera líklegust til þess að veita svarið — og að það yerði að grafa djúpt í insta eðli hlutanna, áður en vér fáum úrlausn á spnuringum vorum. Hann hyggur, að hinar síðustu niðurstöður í stjörnufræði og eðlifsræði muni orsaka gagn- gerðar breytingar á skoðunum okkar á alheiminum og gildi mannlegs lífs. Úrlausnarefnin hljóta að lokum að færast inn á svið heimspekilegra umþenk- J inga. En fyrst og fremst er skylt að gera sér fulla grein fyrir því, sem vísindin geta lagt fram af staðfestri þekkingu, og að því búnu, en fyr ekki, geta heimspekingar og trúfræðingar kvatt hér hljóðs. * Eg hefi nú orðið nokkuð lang- orður um þessar spurningar, en það vil eg afsaka með því, að þær eru í raun og veru ótæmandi umræðuefni og bera ekki hvað sízt á góma þegar hugsandi menn ræða um daginn og veginn. Ef til vill getur einhver hlust- andi látið sínar skoðanir á þess- um efnum að einhverju leyti í ljós á þann hátt, að ríma þær við vísubyrjunina, sem eg fór með áðan: Lengist nóttin, lækkar sól, lífið óttast vetur. —Dvöl. Til að stöðva fólksfækkun í Svíþjóð hafa verið sett ný lög" sem eru á þá leið, að hver hjón sem gifta sig, geta átt kost á að fá þúsund króna lán til 5 ára með 314% ársvöxtum án nokkurrar ábyrgðar annarar en sinnar eigin. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu DÝRAFRÆÐIISLANDS Nýlega eru komin út tvö hefti af Dýrafræði íslands (The Zoo- logy of Icelnad). Rit þetta er á ensku, og er gert ráð fyrir að það verði í fimm bindum, alls 100 til 150 arkir, og verði um það bil tíu ár að koma út. Það er Levin og Munksgaard (Ejnar Munks- gaard), sem gefur ritið út, en það er kostað af Carlsbergs- sjóði, Hask-örsted-sjóði og Sátt- málasjóði. í ritnefnd þess eru Pálmi Hannesson, Adolf S. Jen- sen, R. Sparck, Bjarni Sæmunds- son, A. Vedel Taning. Eru hinir tveir síðastnefndu aðalritstjór- ar. Á bókinni stendur, að hún komi út í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Þessi tvö hefti, sem eru nýút- komin eru 27. og 58 kaflar þriðja bindi, en bókin er prent- uð jafnótt og handritið er tilbúið, en af því ritgerðirnar eða kafl- arnir eru mjög misjafnlega lang- ir, og höfundarnir margir, er ætl- ast til þess að fögur fyrstu bind- in komi út jöfnum höndum, og í þeirri röð sem handritin verða tilbúin. Fimta bindið á þó ekki að koma fyr en hin fjögur eru komin öll, og á að vera yfirlit yfir dýraríki fslands. Þessir 27. og 58. kaflar, eru báðir eftir K. Stephensen, (verð þeirra er 2.75 og 1.50 — til áskrifenda 1.75 og 1.00). Er hinn fyrri um “Mar- ine Isopodaand Tanaidasea”, en þetta eru krabbadýr er lifa í sjó, og öll fremur smá, (þó til stór- krabba teljist). Hafa fundist 42 tegundir af þeim fyrtöldu hér ! við land, en 9 teg. af þeim síðar- nefndu. Til ísópodanna teljast meðal annars óskabjörninn* og trjáætan, sem gerir mikið tjón hér við land með því að éta í sundur bryggjustólpa. Síðari kaflinn (58.) er um “Pycnogonida” — þ. e. hinar svonefndu sæ-köngulær. Af þeim haf afundist 19 tegyndir hér við land út á 300 metra dýpi, en talið líklegt, að hér séu fleiri tegund- ir ófundnar, því þetta eru skepn- ur, sem lítið fer fyrir. Búkur þeirra er svo mjór, að innýflin * Ýms þjóðtrú er í sambandi við óskabjörninn og “steininn”, sem finst í honum, sem á að vera vaðarsteinn Sankti Péturs. iskabjörninn átti eftir þjóðsögn- inni að hafa verið ægilegasta skepna jarðarinnar, eða að minsta kosti sjávarins, og hafa ætt með gapandi kjafti að sjálf- um Sankti Pétri, þar sem hann var að dorga í soðið, rétt utan vlð landsstein.anna, en hann hafði skroppið þangað og ekki lengra, af því að þetta var um há-sláttinn. En Pétri varð lítið fyrir. Hann tók bara .vaðarstein- inn og senti í kjaftinn á óska- birninum, og sagði að hann skyldi verða að auðvirðilegustu skepnu sjávaripg, og minkaði óskabjörninn þá ofan í þá stærð, sem hann hefir nú, og vaðar- steinninn líka. komast ekki fyrir í honum, og; eru fæturnir holir innan ofantil, og liggja innýflin út í þá alla. Þangað liggja líka göng frá eggjastokkum kvendýrsins og sæðiskirtlum karldýrsins, og eru kynferðisop við annan liðinn á i öllum fótum þessara skepna, — (sem venjulega hafa átta fætur, í en sumar tegundir tíu), og geta i kvendýrin því verpt með öllum I fótum, en karldýrin gefið frá sér sæði um opin á þeim. Meðal þeirra ritgerða er næst koma, er ritgerð um bjöllur, eft- ir G. Gígju og A. West, um dýra- líf í vötnum, eftir O. Hammer, um dýrlíf í laugavatni, eftir S. L. Tuxen, um krabbadýr í vötn- um eftir E. M. Paulsen, og um spendýr, eftir dr. Bjarna Sæ- mundsson.—ól. Fr. —Alþbl. 27. des. FJÆR OG NÆR Sambandssöfnuðurinn í River- ton heldur skemtisamkomu í Riv- erton Hall 4. febrúar n. k. Til skemtana verða tombóla og dans, ennfremur verða veitingar. * * * Bækurnar eru til fróðleiks og skemtunar. Góðar bækur eru dýrmæt eign. Látið þær einn- ig vera til prýðis í bókaskápnum yðar, með því að senda þær í band til Davíðs Bjömssonar á “Heimskringlu”. Verkið vel af hendi leyst. * * * LJóÐMÆLI St. G. Stephanssonar Á þessum vetri koma út síð- ustu kvæði hans er fylla bindi á stærð við þau sem út eru komin. Tækifærið er því nú, að eignast 4 og 5 bindið fyrir þá sem eiga hin fyrstu þrjú og vera við því búin að fylla kvæðasafnið, er þetta síðasta kemur á markað- inn. Andvökur IV. og V. eru nú seld með affalls verði á $4.25 bæði bindin. Sendið pantanir til Viking Press og íslenzkra bóksala hér í bæ HITT OG ÞETTA Það er kostur Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrjfnir: Henry Ave. Gut Sími 95 551—95 552 Skrifstofs: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA (— -----------1— BLÖÐIN SEGJA ÞÉR TIL ÞESS HREINN HVÍTUR Vindlinga Pappír TVÖFÖLD Sjálfgerð _ c STÓR BÓKARHEFTI ^ vera venjulegur lögregluþjónn, eins og hann pabbi minn, svar- aði hún. — Eg held nú víst, því að ef einhver læti verða, þá er pabbi minn fljótari að komast undan. ♦ * sjc Betri en blöðin! Blaðamaður nokkur mælti fyr- ir minni kvenna. Hann lauk ræðu sinni á þessa leið: Kon- urnar lifi og blómgist frétta- starfsemi þeirra! Þætr einar skáka blöðunum í fréttaburði! Tvær telpur hnakkrifust um það, hvor ætti meiri mann fyrir föður. — Pabbi minn er í riddara- lögreglunni, sagði önnur. Hann situr á hestbaki allan liðlangan daginn. — Það er ekkert meira en að Verið er um þessar mundir að æfa leikrit í London, sem samið var sérstaklega fyrir ungu prins- essurnar Elizabeth og Margaret. Allir leikendurnir eru böm og það þykir prinsessunum vænst um. NÍTJÁNDA ÁRSÞING Þjóðræknisfélagsins verður haldið í Goodtemplarahúsinu við Sargent Ave., Winnipeg 22, 23, og 24., febrúar 1938 DAGSKRÁ:— 1. Þingsetning. 8. útbreiðslumál. 2. Skýrsla foreta. 9. Fjármál. 3. Kosning kjörbréfa- 10. Fræðslumál. nefndar. 11. Samvinnumál. 4. Kosning dagskrár- 12. Útgáfumál. nefndar. 13. Bókasafn. 5. Skýrslur embættis- 14. Kosning embættis- manna. manna. 6. Skýrlsur deilda. 15. ólokin störf. 7. Skýrslur milliþinga- 16. Ný mál. nefndar. 17. Þingslit. Samkvæmt 21. gr. laga félagsins er deildum þess heimilað að senda einn fulltrúa til þings fyrir hverja tuttugu eða færri gilda félaga deildarinnar; gefi þeir full- trúa skriflegt umboð til þess að fara með atkvæði sitt á þingi og sé umboðið staðfest af forseta og ritara deildar- innar. Þing sett þriðjud. morgun 22. febrúar kl. 9.30. Þing- fundir til kvelds. Miðvikudagsmorgun þ. 23. kl. 9.30 kemur þing saman að nýju. Þingfundir til kvelds. Það kveld kl. 8. heldur deildin Frón sitt árlega íslendingamót. Fimtudagsmorg- un hefjast þingfundir aftur og standa til kvelds. Frekari greinargerð fyrir hinum ýmsu samkomum þingsins verður gerð síðar. Winnipeg, 19. janúar 1938. í umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins. Rögnv. Pétursson (forseti) Gísli Johnson (ritari)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.