Heimskringla - 16.03.1938, Side 3
WINNIPEG, 16. MARZ 1938
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
ÍSLENZK KORNYRKJA
Búskapupr íslenzkra bænda
hefir á liðnum öldum verið fá-
breyttur og einhæfur að fram-
leiðslu, borið saman við búskap
nágrannaþjóða okkar.
Veldur því margt.
Eitt helzta einkenni hans hefir
verið rányrkjan. Öld fram af
öld hefir íslenzka moldin verið
furðu gjöful, þótt mennirnir hafi
ekkert gert til að endurgjalda
gjafir hennar.
En hér hefir þó orðið breyting
á nú síðustu árin. Stærsta og
þýðingarmesta sporið, sem stig-
ið hefir verið í þá átt, er íslenzk
kornyrkja.
Talið er, að kornyrkjan hafi
lagst niður á íslandi fyrir 500
árum. Þegar svo var komið, var
um leið lokið þeim þættinum í
atvinnulífi forfeðra vorra, sem
einna glæsilegast vitnar um þá
blómgvun, sem var í atvinnulíf-
inu, áður en þjóðveldið leið.
Margar frásagnir um korn-
yrkjustörf íslendinga, er að
finna í fornsögunum; þær frá-
sagnir eru tengdar við afrek og
raunir.
Landnámsmennirnir fluttu
alla verklega kunnáttu með sér
frá Noregi.
Sú kunnátta er nú gleymd.
í skjóli skóganna hafa víða
verið akrar. Ennþá sézt fyrir
akurgerðum á allmörgum stöð-
um. (Talað er um akra, sem
aldrei yrðu ófrjóir, t. d. Vitaðs-
gjafa í Eyjafirði).
Þótt líkur bendi til, að áður
fyr hafi skilyrði víða verið góð,
og sumstaðar með afbrigðum,
þá fullnægði heimaræktunin ekki
kornvöruþörf landsmanna.
Þetta er þá það helzta, sem
við vitum um sögu kornræktar-
innar á íslandi. En nú á fyrri
hluta tuttugustu aldar kemur
fram maður, sem með mark-
vissu starfi skapar nýtt tímabil
í sögu ^cornyrkjunnar, og þar
með í allri íslenzkri jarðrækt.
Það er Klemens Kr. Kristjáns-
son forstjóri á Sámsstöðum í
Fljótshlíð. Rannsóknir hans og
niðurstöður í 15 ár, verða nú
gerðar hér nokkuð að umtals-
efni.
öllum þeim, sem kynst hafa
starfi bóndans og vísindamanns-
ins á Sámsstöðum, mun vera orð-
ið ljóst, að þar er um að ræða nið
urstöður, sem fullkomlega má
byggja á. Og þær niðurstöður
eru í stuttu máli þessar: í flest-
um sveitum á íslandi er hægt að
rækta með viðunandi árangri,
nokkrar tegundir byggs og
hafra, auk rúgs.
Þetta er árangur af tilrauna-
starfi Klemensar á Sámsstöðum,
sem hefir náðst þar með rekstri
stöðvar Búnaðarfélags íslands,
og sambandi við einstaka áhuga-
menn um dreifðar bygðir lands-
ins.
Tilraununum hefir í stuttu
máli verið hagað þannig, að
reynd hafa verið mismunandi
afbrigði af korni frá nágranna-
löndum vorum, einkum Noregi'
og Danmörku.
Harðgerðustu afbrigðin hafa
verið valin úr og þeim útbýtt. í I
sambandi við tilraunirnar hafa '
svo verið gerðar rannsóknir við-1
víkjandi áburðarmagni, sáðtíma, |
grómagni o. fl.
En þungamiðja korntilraun-
anna, þegar afbrigðavali sleppir,
er samband þeirra við aðra al-
menna jarðrækt.
Skal nú nefnt það helzta, sem
hugsað hefri verið um í þeim
efnum.
Það sem lagt hefir verið til
grundvallar við athugun á þessu
sviði, er það, sem kalla mætti
frjóefna eða frjómagnslögmálið
Yið rannsóknir á endurtekinni
ræktun sömu jurtar á sama stað
í áratugi og aldir, þá hefir það
komið í ljós, að slíkt leiðir af sér
efnasnauða mold og minkandi af-
^akstur landsins.
Jarðræktarregla sú, sem kipp-
m þessu öllu í lag, nefnist sáð-
skifti eða sáðvíxl. Með því, þ. e.
j sáðskifti, er átt við það, að
jrækta helztu nytjajurtirnar á
tilteknum stað. Með því eina
jmóti hagnýtast hin bundnu frjó-
öfl jarðvegsins.
Belgjurtir t. d. auðga jarðveg-
inn að köfunarefni, á eftir þeim
ætti því að rækta þær jurtir, er
þarfnast sérstaklega köfunar-
efnis.
Boðberi og brautryðjandi
þessara viðurkendu sanninda á
sviði jarðræktar, hefir einmitt
verið Klemenz Kr. Kristjánsson.
Með þær staðreyndir í huga,
hefir hann í margra ára tilraun-
um leitast við að tengja í fast
skipulag kornyrkju annarsvegar,
og túnrækt og aðra nytjajurta-
rækt hinsvegar.
Ef bændur alment tækju upp
þessa jarðræktarreglu, þótt í
smáum stíl væri, þá myndi rækt-
un öll svara meiri arði, en fram-
leiðslukostnaðurinn minka.
Nú er það augljóst að með
kornrækt fæst mjög eftirsóknar-
vert fóður fyrir yfirleitt allan
búpening. Hefir í því efni feng-
ist nokkur reynsla, sem byggja
mætti á. Hitt verður aftur verk-
efni framtíðar að hagnýta ísl.
korn til manneldsi. í því sam-
bandi er þó rétt að taka fram, að
úr íslenzkum rúgi og byggi hafa
verið gerð ágæt brauð. Rann-
sóknir benda á, að íslenzkt korn
standi ekki að baki erlendu korni
að næringargildi, t. d. hafa ís-
lenzkir hafrar sýnt meira feiti-
innihald en eVlendir.
Fullvíst er, að kornrækt ber
sig vel f járhagslega í öllum með-
alárum; nægir í því efni að
benda á blaðagreinar Klemenzar
Kristjánssonar um það efni', á
víðar en einum stað.
Hinn öri vöxtur í útbreiðslu
kornræktarinnar gefur til kynna
að menn eru að vakna til skiln-
ings á þýðingu hennar. í sam-
bandi' við útbreiðslu kornræktar-
innar, vil eg aðeins segja það að
reynsla sú, sem fengist hefir
bendir eindregið til þess, að
samyrkjustöðvar séu ekki að öllu
heillavænlegar til frambúðar, a.
m. k. ekki næstu árin.
Það virðist vera svo, að eðli-
legust verði þróun kornyrkjunn-
ar með þeim hætti, að áhuga-
samir einstaklingar ryðji henni
braut. Þá notast að fullu sú alúð
og umhyggja, sem svo margt
verður aðnjótandi, er vex upp í
skjóli einstaklingsins. Samvinna
og samhjálp verður að sjálfsögðu
mikilsvert atriði', svo sem við
vélkaup og fleira. En í þessum
efnum gera menn það eitt rétt-
ast, að leita ráða og tillagna þess
manns, sem mest og bezt hefir
fyrir kornkyrjuna unnið, þ. e.
Kl. Kr. Kristjánssonar.
Af því, sem hér hefir verið að
framan sagt, má það ljóst vera,
að fyrst og fremst er um að ræða
verkefni fyrir uppvaxandi kyn-
slóð, þar sem er ísl. kornyrkja.
Niðurstöður þær, sem fengist
hafa í því efni, hljóta að skapa
breytt viðhorf meðal fólksins til
sveitanna. Sá, er gistir Sáms-
staði í Fljótshlíð síðla sumars,
og sér kornið bylgjast á bleikum
ökrunum, hann skilur í fyrsta
sinni orð Gunnars: “Fögr er hlíð-^
in, svá, at mér hefir hon aldri
jafnfögr sýnzt — bleikir akrar,
en slegin tún — ok mun ek ríða
heim aftr ok fara hvergi.” —
Eg vil halda því fram, að nú í
meira en þriðjung aldar hafi ís-
lenzk sveitaæska staðið í líkum
sporum sem Gunnar forðum. Sá
er aðeins munurinn, að unga
fólkið hefir kvatt ættstöðvarnar
og siglt út í bláinn. Meðal margs
annars, þá er það fábreytnin í
framleiðslu sveitanna, sem ráðið
hefir ferð og flótta úr sveit að
sjó.
Fram að þessu hefir sveita-
æskan ekki alment komið, auga á
verðmætin, sem blunda í skauti
moldar.
Nú eru þau verðmæti að koma
í Ijós.
Nú blasir við augum á fjöl-
mörgum stöðum, þá halla tekur
sumri, fögur hlíð, slegin tún og
bleikir akrar.
Eg hefi sjálfur gert tilraunir
með kornyrkju tvö undanfarin
sumur, og lánast þær vonum
framar. Vil eg þó í því sam-
bandi, taka það fram, að tvö síð-
ustu sumur hafa eigi verið hag-
stæð fyrir kornrækt hér vestan
lands. Allmiklir vorkuldar hafa
verið, og síðasta sumar var
fremur. kalt og hráslagalegt. —
Þrátt fyrir það hefir kornið náð
viðunandi þroska.
Þar, sem f járpestin geysar nú,
og leggur búskap manna að
meira eða minna leyti í rústir,
mætti kornyrkjan verða eitt
bezta og almennasta bjargráðið.
íslenzkir bændur! Gerið ykkur
vel ljóst, að kornyrkjan er orðið
tímabært mál með alþjóð. Korn-
yrkja með sáðskiftirækt kemur
betri reglu á alla jarðrækt og
eykur afrakstur hennar.
Kornyrkjan skapar verklega
tækni og alhliða umbytur í ís-
leizkum búskap. Með kornyrkj-
unni færist öll búnaðarmenning
á hærra stig.
Þegar kornyrkjan hefir öðlast
almenna útbreiðslu, þá munu
þeir, sem hyggja á flótta úr ís-
lenzkum sveitum, heim snúa og
fara hvergi.
Þá mun nýtt líf og menning,
gróa upp af frjóefnum íslenzkrar
moldar.
Einar Kristjánsson,
frá Leysingjastöðum í Dalasýslu
—Tíminn.
í SKORNINGUM IY.
Næturferð í lækniserindum
Eftir Steingrím Matthíasson
Síminn hringdi eina nótt og
vakti' mig þjösnalega, og eg var
beðinn að koma í hvellinum til
konu í barnsnauð. Eg studdi á
hnapp og vakti með því Ras, sem
sefur í litlu húsi úti í garðshorni.
Og óðara en eg var klæddur og
kominn á ról, og búinn mjög út í
þessa ferð, var Ras kominn með
bílinn, og við af stað.
Veðrið var indælt, hornóttur
máni .laufin glitruðu af dögg og
skein á skygða bíltrjónuna, sem
eins og klauf okkur leið gegnum
dimman skóginn. “Nóttum fóru
seggir, negldar voru brynjur,
skyldi bliku þeirra, við hinn
skarða mána.” Þessi vísuorð úr
Völundarkviðu hituðu mér í næt-
urkulinu, og var mér það eitt að
angri, að Ras skildi ekki þann
skáldskap fremur en væri hann
hundur^
Eftir að alt var lukkulega af-
staðið í ko'tinu og húsmaðurinn
var montinn yfir að vera orðinn
faðir, bauð hann okkur Ras upp
á kaffi og við sátum og röbbuð-
um nokkra stund yfir bollunum.
Það er annars sjaldgæft, að
lækni sé boðið kaffi hjá Dönum,
nema eftir stórræði eins óg í
þetta skifti. Eg er ekki að harma
vöntun á gestrisni. Hér eru stað-
hættir aðrir en hjá okkur heima,
þar sem bæjarleiðir eru það lang-
ar, að kaffi verður meira en kær-
komið, eða sum staðar svo óra-
langar, að maginn fer að hrópa
á hangikjöt og þverhandarþykk-
ar síður, eins og á Jökuldal. í
Danmörku eru leiðirnar hins
vegar oft svo spaugilega stuttar,
enda farið í gandreið, að varla
er hálfnuð sígarettan í áfang-
anum.
Og engin er vosbúð við ferða-
lögin og allir með saddan maga,
og vel það. Yfirleitt er heldur
ekki bruðlunarsemi í neinu og í-
hald með allar munaðarvörur, já,
sparsemi þjóðarvenja.
Húsmaðurinn var glöggur og
spurði laglega um margt frá ís-
landi. Heimilið var óvenjulega
snoturt og bæði konan o§ systir
hennar laglegar (aldrei þessu
vant). — Hann spurði mig um
land og lýð og loft og lög, svo
eg varð að halda langan fyrir-
lestur. Og eg sagði honum frá
svo mörgu furðulegu og skemti-
legu, að eg kom honum til að
öfunda okkur íslendinga aí
mörgu og sáröfunda okkur af
sumu. Eins og t. d. af víð-
áttumiklu jörðunum og bithag-
anum mikla, þar sem ekki þarf
að tjóðra “de sölle Bfcjster”,
eins og Blicher segir í Bindstoun.
Og eg lét hann ríða með mér um
Sólheimasand og um afréttina í
fjallasal, inni á milli öræfa og
jökla; og við sáum Geysi gjósa
og bæði Heklu og Kötlu spúa eldi
og eimyrju “og sáust djöflar í
eldinum”.
Eg kom þeim Ras og húsmanni
hreint upp í annan og betri heim.
Þeir gláptu forviða og hefðu
gjarnan viljað fljúga með mér
“heimleið yfir Danavöll” eins og
E. Ben. segir í kvæði, þar sem
honum leiðist “fjalllaust frón.”
Eg sagðist öfunda Dani af
skógunum og vegunum og sjúkra
samlögunum, sem gefa öllum
efnalitlum svo að segja ókeypis
læknishjálp og sjúkrahúsvist, og
fríuðu læknirinn við að þurfa að
krefja fátæklingana um borgun
fyrir læknishjálp. Hinsvegar
sagðist eg ekki öfunda Dani af
veðráttunni, þó hún væri mild-
ari. Þeirra sudda-kulda-vetur er
oft og tíðum andstyggilegur og
þeir geta, litlu síður en við, átt
á hættu að fá stundum langa
rigningarkafla, já, mígandi rign-
ingu í margar vikur.
Og eg hrósaði okkar kaldari
veðráttu, sem hefði skilyrði til
að gera okkur hraustari en aðrar
þjóðir, og talaði borginmannlega
um frost og fannir <og stórhríðir.
Það þyrfti bara að búa sig vel til
að mæta þeim. En landið okkar
kalda þarf einnig að færa í skjól-
klæði, og það getum við lært af
Dönum.
Skógarnir eru hverju landi
skjólklæði, og skartklæði um
leið. Því meira sem eg hefi séð
af Danmörku, því meira hneyksl-
ast eg á þeim gikkshætti hjá Bj.
Th., að segja: “sem neflaus á-
sýnd er”.
Algenga landslagið danska er
öldótt með lægðum á milli, alt
gróðri vafið, og skógar alt af
annað slagið, hvar sem farið er,
og smávötn hér og þar til að
prýða útsýnið. Skógarnir og
runnarnir og trjágarðarnir við
heimilin, og svo limgirðingarnar
milli akra og garðq og trjárað-
irnar meðfram vegunum; alt
þetta — og svo snotur, hvítmál-
uð eða hvítmúruð heimilin og
peningshúsin — hjálpast að í því
að gefa landinu alment sinn geðs-
lega, hýra svip. “Saumað með
blómstrandi lundum,” sagði fað-
ir minn; og ekki spilla “sólhýru
sundin”.
í æfisögu sinni segir faðir
minn frá því, að hann hafi grát-
ið af hrifningu, er hann, ungling-
urinn, í fyrst skifti sigldi inn
Eyrarsund og hafði klifrað upp
í reiða á skonnortunni til að fá
betra útsýni.
En vissulega eigum við, heima,
engu síðri fegurð, og þó stórkost-
j legri. Hvílík bót væri þó ekki að
| því, ef landið væri enn skógi
vaxið milli fjalls og fjöru, líkt og
j í fornöld, áður en mannskepnan
og sauðskepnan komu til sögunn-
j ar I
Sem betur fer, getum við líkt
og Danir, fært landið okkar aft-
ur í skartklæði og skjólklæði.
Ennfremur sagðist eg öfunda
þá litlu Danmörku, hve stór hún
væri að fólksfjölda í samanburði
við okkar strjálbygðu sveitir. —
Og eg sagðist gjarnan vilja lána
hjá þeim, svo sem 100 þúsund
atvinnuleysingja, til að brjóta
okkar holt og mela og blásin
börð og breyta þeim í akra og
skóga (alt á kostnað ríkissjóðs-
ins danska). Einnig mættu þeir
í ofanálag, til að vinna sér til
frelsis og jafnréttis í landinu,
ryðja okkur vegi yfir hraun og
hrjóstur, og gera þá jafn akfæra
og endingargóða og þjóðbraut-
irnar dönsku. Þeim Ras fanst
nú sjálfsagt eg fara fram á
helzt til mikið, en mæltu þó eigi
um. Svo hvolfdum við í okkur
seinni bollanum og við Ras
kvöddum húsmanninn og þutum
heim.
En eg hélt áfram að tala við
sjálfan mig í huganum um ís-
| land og Danmörku, og fór í
jmannjöfnuð, (sem eg ekki- hefði
I viljað láta húsmanninn heyra
og heldur ekki Ras). Nfl. þann-
;ig:
Eg stóröfunda Dani af því, að
þeir eru okkur íslendingum
langtum fremri' í hófsemi á
drykk og regulsemi í fjármálum.
Eg hefi farið víðsvegar um
Sjáland, Fjón, Láland, Langa-
land, Borgundarhólm, Jótland og
Suðurjótland og hvergi séð neina
ofdrykkju. Eg hefi kynst al-
þýðunni og heldra fólki á heim-
ilum þess, í daglegu lífi og í
veizlum á tyllidögum. Eg hefi
farið aftur og aftur með skipum
um sundin og með járnbrautar-
og mótorvögnum úr einu lands-
horninu í annað, og í þeim ferð-
um hefi eg haft óteljandi mann-
grúann fyrir augum, en eg minn-
ist varla þess, að eg hafii séð
nokkurn mann drukkinn.
Það liggur við að eg geti sagt:
Meðal þriggja miljóna hefi eg
varla séð einn mann drukkinn!
Og eg spyr sjálfan mig: Hve
marga hefi eg ekki séð drukkna
aftur og aftur við stuttar heim-
sóknir í okkar höfuðstað, meðal
þrjátíu þúsunda? Sumir mundu
þessu svara, að sjálfur hafi eg
hlotið að vera aftur og aftur
blindur í Danmörku! Ó, ekki,
svara eg, þó kendur kunni eg
einhverntíma að hafa orðið. Og
vel veit eg, að mikið er drukkið
hjá Dönum. En hér mun tvent
koma til greina; að bæði kunni
Danir betur að fara í felur
með sinn drykkjuskap en vér
íslendingar og einnig hitt, að
þeir kunni betur að drekka
(eins og þjóðkunnur maður
komst að orði og hlaut rang-
lega snuprur fyrir). Eg veit
vel, að hvorttveggja á sér stað,
og eg tel Dani öfundsverða af
kunnáttunni.
En auðvitað drekka sig margir
enn þá auga fulla og út úr, 4
næturklúbbum og knæpum, og
hjá gleðidrósum, en eru síðan
sendir heim í bíl. “Eru síðan af-
klæddir, upp í rúm lagðir, úr
vatni og hlandi vaskaðir og vit-
lausir sagðir.” En það ber ekki
á því opinberlega og er prívat
mál. (?) Um þetta gæti eg margt
skrifað, ef eg hefði haft tíma til
og ráð á að kynna mér þetta
slarklíf vísindalega og mér til
gamans — og angurs.
Og enn get eg með sanni sagt,
að eg þekki ekki Dani fyrir sömu
menn, hvað drykkjuskap snertir,
nú og fyrir 40 árum, þegar eg
fyrst kom til Danmerkur sem
stúdent.
Skal eg svo ekkí fjölyrða meir
um Bakkus, en minnast á hitt
málið, sem er þessu þó skylt, þ.
e. reglusemin í fjármálum. Eg
er sannfærður um, að sú dygð er
máttarstoðin undir allri annari
reglusemi — og ekki sízt hóf-
semi í drykk. Hvar sem eg hafi
komið í Danmörku, hefi eg dáðst
að því, hve skilsemi er góð í
peningamálum og hve djúpt er
orðið innrætt allri alþýðu að lána
ekki fyr en í fulla hnefana og
skulda engum neitt.
Menn kunna að mega kríta hjá
kaupmanni sínum í mánaðar-
tíma, en meira ekki. Þá eru gerð-
ir upp reikningar og staðið í skil-
um. Þetta er orðin landsvenja.
Og eg held, að sú venja megi sín
meira til að útrýma drykkjuskap
og annari óreglu, sem honum
fylgir, heldur en margar bindind-
isræður og ritgerðir.
Hér þekkist varla að menn
lifi á lánum og víxlum og veð-
setji alt bæði fast og laust og
jafnvel síldina og þorskinn í
sjónum og uppéti alt sitt kaup
fyrirfram — eins og eg sjálfur
hefi gert (“aví, aví, mig auman
mann”!).
Eg svaf illa það sem eftir var
næturinnar og eitthvað fór á
mig, sem kallað er martröð. En
síðan dreymdi mig, að eg væri
að vaða krapið í flánum átStóra-
sandi og miðaði hægt, því enda-
lausar vóru bölvaðar flárnar, —
þangað til eg vaknaði. “Þá lofaði
Þangbrandur guð,” því þá var
bjartur dagur og eg fagnaði lífi
og heilsu og góðu morgunkaffi
,og dönsku smjöri, og hafði' yfir
versið, sem eg ætíð kann: “Dag-
ur er, dýrka ber, drottinn guð
minn” o. s. frv. Þá hvíslaði
skollinn að mér, að drottinn
kærði sig ekkert um slíkt. En
eg skaut við því skolleyrum og
þuldi versið á-ný.
Dr. Ernest Keller í New York
hefir reiknað út, að Danmörk,
Sviss, Noregur og Holland eigi
hlutfallslega flesta Nóbels-verð-
launamenn af öllum löndum
heims.
* * *
í smásögusafni frá æskuárum
Hitlers ríkiskanslara er frá því
sagt, að Adolf litla hafi þótt
mest gaman að leika “ræningja-
leik” og stríð. Þá er og orð á því
haft, hve vel honum hafi tekist
að skreyta páskaegg og vann
hann sér inn marga skildinga
með því.
All-Canadian victory for pupils of
DOMINION BUSINESS
COLLEGE at Toronto Exhibition
Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE,
Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both
Novice and Open School Championship Divisions of
the Annual Typing Competition.
Miss GWYNETH BELYEA won first place
and silver cup for highest speed in open
school championship with net speed of 92
words a minute..
Mr. GUSTAVE STOVE won first place and
silver cup for highest speed in Novice Sec-
tion of typing contest. His net speed was
76 words a minute.
Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil,
won second place for accuracy in the novice
division!
Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C.
student, came fourth in the open school
championship section!
The Dominion sent four pupils to Toronto
and they won two firsts, a second and a
fourth place!
The contest officials announced at the Coliseum before an
audience of 9,000 people that the Dominion Business
College, Winnipeg, had the best showing of any com-
mercial school in the competition!
There were 107 contestants!
ENROL NOW
DOMINION
BUSINESSCOLLEGE
WINNIPEG
FOUR SCHOOLS: THE MALL—
ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD