Heimskringla - 13.04.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 13. APRÍL 1938
LJOSHEIMAR
Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan
V“
“Já, haltu áfram.” Hugsunin um svik mín
var ekkert balsam á samvizkubitið sem eg
fann þá stundina.
“Er eg kom niður í forstofuna, sá eg ljós
í bókastofunni. Þar sem þér komuð ekki ofan
í gærkveldi, þá kveikti eg þar ekki, eg heyrði
fótatak og að einhver var að banka með
hamri-----”
“Já, með hamri. Haltu áfram!”
Þetta var þá 'gamla sagan, en nú gengu þeir
djarfara að verki. En því skyldu samsæris-
menn þessir meiða Bates, sem var hægri hönd
Pickerings í starfinu? Maðurnin var vafalaust
særður, það var engin missýning. Kúlan á höfð-
inu á honum. Hann talaði með erfiðismunum,
sem ekki voru nein uppgerð. Um þetta var eg
viss er hann bætti við:
“Eg sá mann draga út bækurnar og banka
á hyllurnar. Hann fór hart að verkinu, og
ekki vissi eg fyrri til en hann hleypti inn öðrum
manni í gegn um dyrnar út að svölunum. Þeir
voru að byrja á reykháfs brjóstinu yfir arnin-
um, en það var uppáhald Mr. Glenarms heitins,
og þá gat eg ekki stilt mig lengur, herra minn,
og þeir höfðu betur.”
“Já, það er nú auðséð, enda engin furða
þar sem þú varst einn gegn tveimur.”
“Nei við vorum tveir! Annar maður kom
hlaupandi einhverstaðar frá og hann gekk í lið
með mér. Fyrst hélt eg að það væruð þér og
það héldu ræningjarnir líka, því að annar
þeirra hrópaði: “Guð komi til, þarna er Glen-
arm!” Alveg svona. En það voruð ekki þér,
heldur alt annar maður.”
“Þetta er góð saga enn sem komið er; og
hvað skeði svo næst?”
“Eg man nú ekki mikið meira, nema að
einhver skvetti framan í mig vatni og hjálpaði
það mér talsvert, og það næsta, sem eg veit er
það, að eg raknaði við og horfði á yður yfir
borðið.”
Hann fór fram í eldhúsið og eg hljóp upp á
loft til herbergja minna. Eg bölvaði heimsk
unni, sem hafði ært mig til að skilja gluggann
eftir opinn, því að vafalaust hafði Morgan og
Ferguson, hinn nýi félagi hans farið þar inn.
Sennilega vissu þeir einnig að eg var ekki
heima. Eg snaraði upp hurðinni og rak upp
undrunaróp.
Því frammi fyrir kommóðunni á milli
glugganna stóð maður, klæddur í baðkápu, sem
eg átti auðvitað, starði' eg á bakið á manninum
með grimd mikilli, þar sem hann stóð og rakaði
sig frammi fyrir speglinum með mestu rósemi.
Án þess að láta svo lítið að snúa sér við, yrti
hann á mig rólega eins og vera hans þarna
væri alveg náttúrleg og sjálfsögð.
“Góðan daginn, Mr. Glenarm. Þessi bún-
ingur kemur heldur en ekki upp um þig. Eg
býst við að það sé siður heldri manna í sveit-
unum, að fara í kjólfötum út um gluggana en
fara inn um dyrnar þegar þeir koma heim. En
kannske kýst þú frémur hið mótsetta.”
“Larry!” hrópaði eg.
“Jack!”
“Settu fótinn í þessa hurð og lokaðu
henni,” sagði hann í skipunarrómi, sem eg
mundi vel eftir og þótti nú vænt um að heyra.
“Hvernig, hversvegna og hvenær-----?”
“Hirtu aldrei um mig. Eg er hingað kom-
inn. Slapp frá vinum mínum í fáa daga. Þú
skalt gefa mér lexíu í mannkynssögu yfir-
standandi tíma fyrst, á meðan eg hertýgjast.
Fyrirgefðu ókurteisi mína----”
Hann greip sóp og tók að rífa moldina úr
buxum sínum, hattur og treyja voru þar á stól
eigi betur útlítandi.
Það var aldrei- til neins að reyna að óhlýðn-
ast Larry og á meðan hann klæddr sig, sagði
eg honum sögu mína, frá því eg kom í húsið.
Hann klæddi sig á meðan og náði sér í hreina
skyrtu og kraga úr skúffu minni og það besta
sem þar var til. Hann spurði við og við
stuttar spurningar, hló og bölvaði á írsku.
Þegar eg hafði lokið við að segja frá heimsókn
Pickerings og samtalinu sem eg hafði heyrt
milli hans og þjónsins, sneri Larry sér við og
sagði: “Og þú réðist ekki á þá báða og tuktaðir
þá til?”
“Nei, eg var of undrandi til þess og
OTrA___99
“En hverj-ir eru þessir menn, Bates? Út
með svarið!” sagði eg í skipandi rómr, því að eg
fann að nú lá mikið við, hvað viðskifti okkar
snerti.
“Mér fellur það illa að ákæra nokkurn
mann,” sagði hann hægt, “en mig grunar að
annar þeirra hafi verið---”
“Já! Segðu sannleikann annars fer ver
fyrir þér.”
“Eg er mjög hræddur um að annar þeirra
hafi verið Ferguson garðyrkjumaðurinn þarna
yfir frá. Eg er alveg hissa á honum herra
minn.”
“Gott er það, en hver var hinn?”
“Eg sá hann aldrei. Eg var að glíma við
Ferguson þegar hinn kom inn; svo kom hinn
maðurinn mér til hjálpar og alt fór í uppnám.
Það var kvikur maður, skal eg segja yður. En
hvað varð af þeim öllum saman er mér ó-
kunnugt.”
Þetta var íhugunarefni. Hann hafði látið
misþyrma sér til að verja eigur mínar, og eg
gat eigi spurt hann lengur í þaula svona veikan
og þurfti tíma til nákvæmari rannsóknar. En
samt lagði eg fyrir hann eina spurningu enn.
“Ef þú værir að geta til fyndist þér þá eigr
líklegt að hinn maðurinn hafi verið Morgan?”
Hann horfði framan í mig.
“Það finst mér vel líklegt, Mr. Glenarm.”
“Og maðurinn sem hjálpaði þér — hver
var hann?”
“Hamingjan góða, það veit eg ekki. Hann
hvarf. Mér þætti mjög vænt um sjá hann
aftur.”
“Hm! Nú væri réttara fyrir þig að láta
eitthvað við höfuðið á þér. Eg skal kalla á
þorpslæknirinn ef þú bara vilt.”
“Nei, þakka yður fyrir samt, herra minn.
Eg get læknað mig sjálfur.”
“Og nú munum við ekki hafa hátt um
þetta. Þú skalt ekki minnast á það eða tala
um það við nokkurn mann.”
“Vissulega ekki, herra minn.”
Hann skjögraðist á fætur, en gekk að hinni
breiðu arinhillu og strauk hendinni yfir dökkan
viðinn eins og hann væri að gæla við hana. Hann
studdi olnboganum á hana snöggvast, strauk
hinni hendinni um höfuðið, horfði á gólfið alt
þakið í bókum og skúffum og blöðum, alt löðr-
andi í tólg og storknu vaxi. Nú var fullbjart
orðið, svo að spellvirki næturgestanna sáust
vel. Höfðu þeir skilið heldur en ekki illa við
herbergið og fanst mér eg sjá varirnar á Bates
titra er hann leit á fráganginn.
“Þetta mundi hafa verið reiðarslag fyrir
Mr. Glenarm. Hann var stoltur af þessu her-
bergi, stoltur af því, herra minn.”
“Já, eg trúi því svo sem.”
“hélt eg að stundin væri ekki komin. Eg
ætla mér að sigrast á þeim fugli, Larry, en eg
vil að hann sýni' mér fyrst spilin, sem hann
hefir á hendinni áður en eg mola hann í sundur.
Eg veit hér um bil eins mikið um húsið og
leyndardóma þess og hann. Stundum held eg
ekki að hér finnist grænn eyrir, og stundum
að það feli fjársjóðu. Þetta að Pickering hætt-
ir svo miklu til að finna það sem hér er falið,
sýnir mér ljóslega að hér er eitthvað falið.”
Það er mjög líklegt. En hvar hefir þú
verið ?”
“Eg hikaði. Eg hafði ekki sagt honum
neitt um Marian Devereux, fanst mér nú eng-
inn tími til að segja honum frá því.
Hann tók vindling upp úr vasa sínum og
kveikti í honum.
“Svei, þetta kvenfólk, Samkvæmt skil-
málum erfðaskrárinnar þá hefir þú nú varpað
frá þér öllum rétti til eignanna og arfsins. Eg
sem írskur lögfræðingur lít svo á að það sé
alveg það sama og þú hafir gefist upp fyrir
óvinum þínum, eins langt og lagaleg réttindi ná.
Hvað sýnist þér?”
Auðvitað hefi eg fyrirgert réttindum mín-
um. En eg ætla mér ekki að láta neina vita
af því fyrst um sinn.”
“Drengur minn, vertu ekki svona blindur.
Alt nágrennið veit af þessu áður en kvöld er
komið. Þú hljópst í burtu og skildir gluggann
þinn eftir opinn og bauðst þannig inn tveimur
innbrotsþjófum. Annar kom inn í gegn um þitt
eigið herbergi, óg sá auðvitað að þú varst fjar-
verandi, opnaði svo fyrir hinum og umsneri öllu
húsinu.”
“Já, en hvernig komst þú hingað? ef þér
þykir ekkert fyrir að segja frá því.”
“Það er nú stutt saga. Þessi litli náungi'
frá ensku lögreglunni, sem ónáðaði mig svo
mjög í New York og hrakti mig til Mexico —
og fyrir það vildi eg að hann yrði steiktur í
víti — hefir aldrei lint látum að elta mig. Eg
læddist frá honum í Indianapolis fyrir þrem
dögum síðan. Eg keypti farseðil til Pittsburg
og lét hann horfa á mig. Eg býst við að honum
hafi fundist eltingaleikurinn fara að gerast auð-
veldur ,og hann gæti tekið mig fastan austur-
frá. Eg kastaði tökskunni minni inn í minn
vagn og fór inn, sá hann koma á eftir mér inn,
en þá fór lestin af stað til að ná í einhvern
aukavagn. Þegar lestin kom út í járnbrautar-
garðinn, þá beið eg nú ekki boðanna og stökk
út í myrkrið. Rétt fram hjá mér skreið löng
lest með tómum flutningsvögnum, inn í einn
þeirra fleygði eg töskunni minni og fylgdi svo
sjálfur á eftir henni. Þannig fórum við í einn
klukkutíma eða svo. Næst þegar hún stansaði
notaði eg mér tækifærið og skildi við hana.
Töskuna mína sendi eg til þín frá bæ einum í
gær, rétt til að losna við hana, og kom hingað
til þorpsins um miðnætti og fann þessa mið-
alda dásemd fyrir góðsemi stöðvarstjórans, og
var að snuðra í kring með minni venjulegu
gætni þegar eg sá eitthvert prúðmenni stelast
á svona skáldlegan hátt í gegn um gluggann.”
Hann þagnaði og tendraði sér í vindlingi.
“Þú kemur alt af þegar best hentar. Haltu
áfram.”
“Mér datt í hug að fylgja honum eftir. Eg
h^fði áttað mig dálítið hérna, þegar þeir fóru
að færast í aukana þarna niðri. Það var rétt
eins og þjójðhátíðardagur á írlandi, væri að
gerast þar, og eg þaut niður til þess að sjá
hvort ekki væri tækifæri á að fá að vera með.
Hefirðu séð herbergið? Jæja,” hann liðkaði á
sér hægri úlnliðinn. “Við skemtum okkur allir
ágætlega þar við arininn. Annar náungi hafði
komist inn svo að það voru tveir aðkomu menn.
Þjónninn þinn — eg býst við að hann sé það —
var að verja sig með einhverjum hlut úr látúni,
sem líktist helst þýsu úr dómkirkju orgeli, en
eg kom í veizluna með stál að vopni. Koma mín
virtist gera sækjendur forviða. Þeir héldu að
þetta væri þú og það er mjög mikill sómi fyrir
mig er eg viss um.”
“Þú bjargaðir lífr Bates vafalaust og
hamlaðir því að þeir ræntu húsið. Og eftir að
þú heltir vatni á Bates — hann er þjónninn
hérna — þá fórst þú hingað upp------”
“Já, rétt er það.”
“Þú ert sannkallaður bjargvættur, Larry.
Enginn er þér líkur og nú—”
“Og nú verður þú Jón Glenarm að vita
hvað þú tekur til bragðs. Hvað mig snertir
fer eg mína leið eftir fáeinar stundir undir þaki
þínu.”
“Þú ferð ekki fet fyr en við förum báðir,
það sver eg við skegg spámannsins. Eg þarf
að berjast hér og flý ekki fyr en eg fell og þú
verður hjá mér unz yfir lýkur.”
“En þorir þú að taka gest til þín sam-
kvæmt fyrirmælum erfðaskráarinnar?”
“Auðvitað þori eg það. Mér kemur nú
ekkert framar við um erfðaskrána. Afi minn
ætlaðist aldrei til að eg sæti hér einsamall og
léti myrða mig. John Marshall Glenarm var
ekki flón.”
“En dálítið undarlegur býst eg við. Eg
þarf ekki að segja þér það, kunningi að mór
fellur þetta vel. Þetta er í mínum verkahring,
og væri það ekki' vegna blóðhundanna á hælun-
um á mér, félli mér það vel að vera hjá þér, en
vandræði þín eru nóg þótt eg bæti eigi mínum
þar við.”
“Hættu að tala um þetta. Eg býst ekki
við að eini kunninginn, sem eg á í víðri veröldu
yfirgefi mig í þvílíkum vandræðum. Við skul-
um fara og fá okkur kaffi.”
Við fundum Bates þar sem hann var að
laga til orustu merkin í bókastofunni. Hann
hafði blautan klút um höfuðið og var dálítið
haltur. Allur var hann sjálfumu sér líkur. Ekki
var fagurt um að litast í herberginu í dagsljós-
inu. Nokkur hundruð bóka lágu dreifðar um
gólfið, og hyllurnar í skápnum voru bramlaíar
og brotnar.
“Bates, herbergið getur beðið, okkur langar
í kaffi.”
“Já, herra.”
“Og Bates-----”
Hann stansaði og hin skörpu augu Larrys
störðu á hann.
“Mr. Donovan er vinur minn og ætlar að
dvelja hjá mér fáeina daga. Við munum finna
honum herbergi seinna í dag.”
Hann haltraðist út og Larry fylgdi honum
með augunum.
“Hvað heldur þú um þennan náunga?”
spurði eg.
“Hvað kallar þú hann — Bates? Hann er
hraustur maður.”
Larry tók upp stóran ljósastjaka sem Bates
hafði varið sig með. Hann var illa beygður og
snúinrt og Larry brosti.
“Náunginn sem fór út um framdyrnar er
kannske ekki' við sem besta heilsu í dag. Þjónn
þinn veifaði þessu eins og vindmyllu.”
“Eg get ekki skilið það,” tautaði eg, “þótt
eg ætti líf mitt að leysa, hversvegna hann réðist
á þá. Þeir tilheyra Pickering allir og Bates er
aðal þorparinn.”
“Hm. Það skulum við nú athuga síðar.
En væri þér ekki sama þótt þú segðir mér
hverskonar kertasteypuhús þetta er. Aldrei á
æfi minni hefi eg séð eins marga kertustjaka.
Mér finst tólgarbragð af öllu sem hér er. Eg
fékk aldrei' bréf frá þér, og hélt því að þú
hangdir einhverstaðar á ljótu sveitaheimili og
værir að deyja úr leiðindum, en hér situr þú í
húsi sem ætti að vera keisarahöll einhvers
eskimóahöfðingja. Þú hefir líklega óhreinsaða
steinolíu fyrir sápu og salatið þitt. Eg lít svo
á að maður, sem á hér heima öðlist margra
kertaljósa upplýsingu. Þetta eru alveg fá-
dæmi.” Hann fór að hlægja. “Og leyndir f jár-
sjóðir og nætur áhlaup og ungmeyjar í ná-
grenninu. Já hér mundi mér líka að eiga
heima”.
Er við átum morgunverðinn þá fylti eg inn
í þær glufur sem orðið höfðu á frásögninni hjá
mér. Var mér nú miklu léttara í skapi er eg
hafði þennan vin minn hjá mér, og naut sam-
úðar hans.
Bates kom og fór og tók eg eftir hvernig
Larry fylgdi honum með augunum. Sendi eg
hann eins fljótt í burtu og mér var auðið til
þess að geta talað við Larry.
“Er þú lítur á málið frá öllum hliðum,
hvaða skoðun getur þú þá myndað þér um
það?” Larry þagði um hríð. Hann var mjög
gætinn er um persónuleg málefni manna var að
ræða.
“Það er meira í þessu, en að hræða þig og
ná í peningana hans afa þíns. Eg býst við að
það sé eitthvað í þessu húsi, sem einhver, lík-
legast Pickering langar til að ná í.”
“Já, eg fer að halda það, en það hlýtur að
vera mjög vel falið.”
“Afi þinn dó í júní, en þú fékst bréfið í
október.”
“Það var sent þannig af stað að engin
líkindi voru til þess að það bærist mér í hend-
ur.”
“Það er rétt. Þú varst framandi og útlend-
ingur og enginn í Ameríku til að líta eftir hags-
munum þínum. Þú mátt vera viss um að húsið
var rannsakað hátt og lágt á meðan þú varst á
leiðinni heim. Eg þori því að veðja þeim
bezta miðdegisverði, sem þú hefir nokkurntíma
étið, að hér er meira í húfi en auðæfi afa þíns.
Þetta er mjög spennandi og vex áhugi mmn á
hverri stundinni. Mig langar næstum til að
vera hér áfram.”
* XX. Kapítuli.
Þriggja manna sambandið.
Larry vildi ekki vera í mínu herbergi svo
að við útbjuggum honum stað. Ekki veit eg .
hvað Bates áleit um Larry, en hann tók honum
vel eins og gesti, sem þarna mundi dvelja fram
vegis. Larry virtist hafa áhuga fyrir Bates og
horfði á hann er hann gekk að verkum sínum.
Þegar hann fór inn í herbergi Bates á för sinni
gegn um húsið, rannsakaði hann bókahilluna
með mikilli athygli. Þar voru fjórar bækur.
Allar eftir fræga höfunda.
“Það er skrítinn náungi. Enginn nema
af minn hefði getað fundið hann. Hann fann
hann í Vermont.”
“Eg býst við að vegna þess að hann er
janki þá hafi hann þetta undir höfðinu,” og
hann dró fram eintak af dagblaði írskra frelsis-
sinna, gefið út í Dublin.
“Það er dálítið skrítið,” sagði eg, “en ef
þú fyndir gyðingablað eða papyrus frá Egypta-
landi undir koddanum hans, þá furðaði mig
ekkert á því.”
“Eg ekki heldur,” sagði Larry. “Eg þori
að veðja að í allri Vesturálfunni finst engin
bókahilla með svona bókum í og engu öðru. Þú
sérð að einu sinni var nafnmiði á öllum þess-
um bókum og hann hefir verið skafinn út og
það með nákvæmni.”
Á borðinu var blekbytta, penni og mjög
slitið leðurveski.
“Hann fær víst alt af bréfin fyrst?” sagði
Larry.
“Já, það held eg að hann geri.”
“Eg hélt það og eg þori að sverja að
aldrei á æfi sinni hefir hann fengið bréf frá
Vermont.”
“Þegar hann kom niður, var Bates að
haltrast um bókaherbergið og reyna að koma
því í lag.
“Bates,” sagði eg við hann. “Þú ert mjög
undarlegur maður. Margar skoðanir hefi eg
haft á þér, síðan eg kom hér og ennþá er eg
engu nær.” \
Hann sneri sér við með bók í hendinni.
“Já, herra, svona var því varið með afa
ýðar. Hann sagði altaf að eg væri sér ráð-
gáta.”
Larry, sem stóð á bak við hann, reyndi
ekkert að leyna brosinu sem á hann kom.
“Mig langar til að þakka þér fyrir hina
hetjulegu tilraun þína, að verja húsið í gær-
kveldi. Þú barðist eins og hetja og eg verð að
játa að eg hefði aldrei trúað því að þú ættir það
til, Bates. Það eitt hryggir mig að í breytni
þinni hér eru ýmisleg atriði, sem eigi' koma
heim við þetta, sem fyrir kom í gærkveldi. En
nú verðum við að skilja hvor annan.”
“Já, herra.”
“Hinar ósvífnustu árásir hafa verið gerðar
á líf mitt síðan eg kom hingað. Þú veist vel
hvað eg á víð. Mr. Glenarm ætlaðist aldrei til
þess, að eg léti myrða mig hér eða ræna. Hann
var flestum betri og eg ætla mér að berjast
fyrir minningu hans og eignum gegn þrjótum
þeim, sem snúist hafa á móti mér. Eg vona
að þú skiljir mig.”
“Já, Mr. Glenarm,” hann horfði á mig með
eftirtekt. Yarir hans skulfu. Kannske af ó-
styrk, því að hann var vissulega lasinn.