Heimskringla - 27.04.1938, Síða 1

Heimskringla - 27.04.1938, Síða 1
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson sjötugur RAGNAR H. RAGNAR söngstjóri á Karlakórsamkomunni 4. maí í Winnipeg SIGURÐAR-KVIÐA Sjötíu ára afmælis Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar var minst s. 1. mánudagskvöld í G. T. húsinu í Winnipeg með fjölmennu og skemtilegu samsæti. Afmælis- dagurinn var 9. janúar, en þá var hér kalt í veðri, svo fagnaði var frestað til vorsins, sem og að öðru leyti átti heldur ekki illa við, því Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson er vorsins og sumars- ins barn. Samsætið var fjölment. For- seti var Jón Samson, fyrrum lög- reglumaður. En forstöðunefndin var skipuð fjölda manna og kvenna og yrði hér oflangt að telja upp nöfn þeirra allra. En af því hve þátttaka sú var al- menn og eins hinu, hve samsæt- ið var vel sótt,. leyna sér ekki vinsældir læknisins, skáldsins og mannvinarins og ítök hans í hug- um almennings. Ræður voru margar fluttar í samsætinu. Höfðu ræðúmenn skift með sér verkefnum að nokkru. Um skáldskap Dr. Sig- urðar talaði Einar P. Jónsson ritstj. Lögbergs. Um heiðurs- gestinn sem blaðamann flutti dr. Rögnvaldur Pétursson vel skrif- aða ræðu, sem birt er á öðrum stað í þessu blaði. A. S. Bardal, stórtemplar Goodtemplararegl- unnar í Manitoba flutti' góða og skipulega ræðu um starf heið^ ursgestsins í bindindismálum. — Aðrir ræðumenn voru: Hjálmar Bergmann, K.C., séra Guðm. Árnason, Dr. B. J. Brandson, séra Runólfur Marteinsson, Gunnlaugur kaupm. Jóhannsson og Ásmundur Jóhannsson. Kvæði ortu heiðursgestinum flest eða öll þekt og óþekt íslenzk skáld hér vestra. Eftir nöfnum þessara munum vér: Dr. Richard Beck og er kvæði hans birt í þessu blaði, þá G. J. Guttorms- son, frú Jakobína Johnson, Jón Falsaðir giftingarhringir Þegar fjárhagur ftalíu var svo að þrotum kominn meðan á Blá- landsstríðinu stóð, að Mussolini bað ítalskar húsfreyjur að gefa ríkinu gullhringa sína, kom dá- lítið upp úr kafinu. Meira en helmingur gullhringanna var svikinn; í þeim reyndist miklu meira blý, en til stóð. Mörg hús- freyjan hefir síðan hugsað að þetta sé líkt ást karlmannanna, en Mussolini skoðar gullsmiðina seka og hefir látið semja lög um, að þeir merki hver sinn smíðis- grip, svo hægt sé að hafa upp á þeim, sem giftingarhringi falsar hér eftir. bæjarráðsmaður syngur einsöng a Karlakórssamkomunni 4. maí. Jónatansson, Lúðvík Kristjáns- son, Páll Guðmundsson, Magnús Markússon, Hjörtur Brandson, J. E. Gillis, o. fl. ótal heilla-óska skeyti bárust heiðursgestinum og bréf er vott- uðu honum í bundnu og óbundnu máli þakklæti fyrir bókmenta- starf hans og baráttu hans í þágu fjöldans frá því fyrsta. Karlakór fslendinga söng. — Ungfrú Lóa Davidson söng ein- söng. Veitingar fóru fram; höfðu konur hlaðið hvert borð nægum vistum. í lok samsætissins var heið- ursgestinum afhent gjöf af séra Runólfi Marteinssyni, sem þakk- lætisvottur frá vinum hans nær og fjær fyrir starf hans í þágu þjóðar sinnar, fyrir skáld- skap hans, blaða-, læknis- og mannúðarstarf. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson er fæddur að Læk í ölfusi 9. jan. 1868, en ólst upp hjá Guðmundi Bjarnasyni að Svarfhóli í Staf- holtstungum. Hann hóf nám í mentaskólanum í Reykjavík 1892 og útskrifaðist þaðan 1897. Vestur um haf kom hann 1899, nam læknisfræði í Chicago, og hefir hér stundað lækningar, að þeim árum undanskildum, sem hann hefir verið við ritstjórn. Árið 1905 giftigt hann Halldóru Þorbergsdóttur Fjeldsted. Eiga þau 2 stúlkur barna, Svanhvít Guðbjörgu, er numið hefir lög- fræði og Málfríði Sigríði er stundar kennarastarf. Margt utanþæjargesta sat samsætið, en þó færri en fýsti og kost áttu á því. Eru nöfn þeirra gesta birt á öðrum stað í blaðinu. Yfir samsætinu var bjart og frá þeim er það sátu, stöfuðu hlýir geislar viðurkenn- ingar og þakklætis til heiðurs- gestsins. Nazistar í Tyrol Það sem Mussolini óttaðist mest, er Hitler tók Austurríki, var að hann mundi einnig taka syðsta hluta þess, Tyrol, er ítalíu heyrir til. Og nú hefir Mussolini fengið býsna áreiðanlegar upp- lýsingar um áform Hitlers í þessu efni. Zernatto, sá er var einna nánastur Schuschnigg kanslara, og sem með honum var á fundum Hitlers, mun hafa frætt Mussolini um þetta. Hann flúði úr Vín og hvar hann var niðurkominn hefir ekki' verið kunnugt. En hann er nú sagður í Róm og ekki fjarri Mussolini. Til þess að spekja Nazista, sem í Tyrol eru margir og sem Hitler bíður eftir tækifæri að æsa gegn ítalíu, sendi Mussolmi nýlega hinn vinsæla ítalska krónprins Umberto út af örkinni til að ferðast aftur og fram um Tyrol. Það dugar ef til vill í svip, en hver veit hvað lengi? fbúarnir eru þýzkumælandi, en rómversk kaþólskrar trúar. Suðurhluti þessa fylkis tilheyrði eitt sinn biskupinum í Trent (1004) og héraðið varð ítalskt mentasetur og ítalska var tunga íbúanna í þeim hlutanum, en Þjóðverjar frá Austurríki bygðu norður- hlutann; og Austurríki hefir hér- aðið heyrt til síðan á 14. öld. — Árið 1915 gerðu Bretar leyni- samning við ítalíu um að þeir skyldu Tyrol fá að stríðinu loknu. Flutt á 70 ára afmælishátíð dr. S. J. Jóhannessonar, 25. apríl, 1938. Það sakar lítt, þó falli hrím á hárin, ef hjartað eigi’ að sama skapi frýs; ei leggjast þungt á þeirra herðar árin, sem þjakar enginn sálar vetrarís. Þín gæfa var, þann eldinn eiga’ í hjarta, sem Elli gömlu sjálfa bugað fær; þess himinloga geislagullið bjarta á gengna vegu þína ljóma slær. Frá heimi þeim er hiti þinna kvæða, sem hafa fært í bæi' yl og ljós, og mildað sorgir þess, er sárin blæða, og sína fögru drauma moldu jós. f bróðurhug þá vildir þeirra vitja, á vængjum söngva flytja mátt- arorð, sem tærðir, beygðir, tötrum búnir sitja með tóman disk við lífsins nægtaborð. Því reiddir þú að harðstjórn hnúa bera og hræsni greiddir óvæg svipu- slög, og kaust um æfi þar á verði vera, sem varnarsnauðum hóta spjóta- lög. Þá drenglund, kærleikseld í lífi og ljóði, nú launa skal, þó illa heimtist gjöld; með kærstu þökkum, hátt og eins í hljóði, þig hyllir ferðasveitin öll í kvöld. Richard Beck Slær í bakseglin Ef frumvarp Roosevelts um nýja skipulagningu á skrifstof- um stjórnarinnar væri aftur borið upp til atkvæða á þingi, er vísast að það yrðr samþykt. Á- stæðan er sú, að efri-deildar- þingmenn eru að komast að raun um, að það sé óvinsælt á meðal alþýðu, að frumvarpið var felt. Símskeyta-flóðinu frá viðskifta- höldum til þingmanna á móti frumvarpinu er nú lokið, en í stað þess rignir yfir öldungana bréfum frá almenningi, er lofar því, að sjá það við þá við næstu kosningar, að þeir brugðust Roosevelt. Óskar nú margur öld- ungurinn, að hann hefði greitt öðru vísi atkvæði en hann gerði. óeirðir í Tunisíu Það mun óhætt að fullyrða, að óeirðirnar í Tunisíu séu ein af ástæðunum fyrir því að Frakkar eru fúsir til að gera samning við ítalíu. Þar hefir upp aftur og aftur legið við byltingu undan- farin tvö ár. Æsingunum valda ítalir; yfirmenn Frakka ganga ekki að því grublandi'. Með samn- ingum við ítala og viðurkenn-’ ingu á stjórn Mussolini í Blá- landi, munu Frakkar krefjast, að æsingum í Tunisíu af hálfu ítala sé hætt. Tunisía er á norðurströnd Afríku fyrir austan Algeríu; er landið 48,332 fermílur að stærð og íbúatalan fullar tvær miljón- ir. Umráð þess hafa Frakkar haft síðan 1881. Við Miðjarðar- hafsströndina er frjósamt lág- lendi; þar vex hveiti og annað korn, olífur og döðlur. Kvikf jár- rækt er og upp í landi og málm- nám, járn, blý, sínk. Þegar fjær sjó dregur taka við heiðar og fjöll og loks eyðimörkin Sahara. fbúarnir eru flestir Berbar og Arabar; einnig fáeinir Gyðingar, ítalir og Frakkar. Þarna var fyrrum fyrir ströndum hin sögu- fræga Kartagóborg. Hængurinn á samningunum Einn kvað vera hængur á samningi Breat og ftala. Hann áhrærir viðurkenninguna á yfir- ráðum ítala í Blálandi. Af þeirri viðurkenningu er talið víst, að leiði ,að Japanir biðji einnig um viðurkenninga fyrir eignarétti sínum í Manchukou. Þó Bret- land hefði nú ekkert 4 móti því, að pota sér þetta til að komast að betri samningum við Japani eystra, óttast þeir að Bandaríkj- unum mislíki það. En stjórn- málamenn á Bretlandi eru á- kveðið þeirrar skoðunar, að þeir þurfi að halda á allri þeirri að- stoð og fylgi sem kostur er á, frá Bandaríkjunum. Gyðingahatrið í Frakklandi Þegar glundroðinn var sem mestur í stjórnmálum Frakk- ands fyrir skömmu, bar þar tals- vert á Gyðingahatri. En þar sem Leon Blum, fyrsti' Gyðing- urinn, sem verið hefir forsætis- ráðherra á Frakklandi, er nú farinn frá völdum, er búist við að Gyðingahatrinu linni — um stundarsakir að minsta kosti. Á meðan Blum var við völd, tók hann í ráðuneytið eins marga Gyðinga og honum var unt og skipaði þá í ýmsar hærri stöður. Gaf það andstæðingunum tæki- færi til að vekja upp þjóðernis- hatur. Þegar Blum var við völd síðast, gengu menn títt í hópum um stræti Parísarborgar, með hrópum á móti Gyðingum. — Hatrið gegn þeim gaus og stund- um upp í þingsalnum. Brezkir hermenn kvenlegir Uematsu, undir-aðmíráll, var einn ræðumanna á fundi er Jap- anir héldu nýlega'um þjóðmála samband milli Englendinga og Japana. Fórust honum orð á þá leið, að brezki herinn væri þar ekki það Ijón á vegi, sem ýmsir ætluðu. Brezkir hermenn væru ekki harðfengir, þeir böðuðu sig daglega, rökuðu sig reglulega og lærðu hergöngur sínar í dans- höllum eftír nútíðar músik. Hraustasta herinn í öllum heimi kvað hann japanska her- inn; þar næst hinn þýzka og þá her Kínverja. Kostur hermanna væri hreysti og harðfengi, þrek og þol, en þess gætti lítt hjá þeim sem við allskonar þægindi ættu að búa. DR. SIGURÐUR JÚLÍUS JÓHANNESSON SJÖTUGUR f samsæti 25. apríl 1938. “Er dr. Sigurður Júlíus Jó- hanneson virkilega orðinn sjö- tíu ára,” flaug mér í huga, er mér var boðið að taka þátt í sam- sæti þessu í kvöld og samfagna með vinum hans að loks sé hann þá kominn af ungæðisaldrinum, í tölu reyndra og ráðsettra manna, svo vænta megi eftir þetta, meiri náða og svefnfriðar en fengist hefir fram til þessa. “Jú, svo er víst, aldurinn færist yfir alla og slítur þeim. Hann mun vera orðinn sjötugur eða rúmlega það.”------------. Mér varð reikað í huganum til óaka, aftur í tímann, um mörg ár, — alla leið aftur að aldamót- um, þá bar hann sem gest hér að garði, austan um haf. Það mátti ekki fyrri vera. Vörður var þá ný upphafinn við Rauðá, því búið var að stjaka öllum ís: lendingum burtu af nr. 6 og þeim, er ekki komust inn fyrir borgarmúrana á Ross og Elgin Ave. var dreift með öðrum lönd- um þeirra vestur um “sléttuna, ómælilegu, endalausu.” Hann fór því fyrirstöðulaust yfir fljót-’ ið, og nam ekki staðar. Enginn vissi fyrri til en hann var seztur að á meðal vor og alt var um seinan. Þetta var honum hægð- arleikur. Landvörnin var engin, landvættir voru önnum hlaðnir við að bægja burtu ýmiskonar ó- hollum straumum er að oss bár- ust og ollað gátu landbrotum á “grænum haglendum,” — og stjórnin — Roblin stjórnin — við hverju var að búast af henni — “afskiftalaus”, en agentarnir ókomnir heim úr hinum lang- sótta róðri “vestur undir jökul.” Síðan eru 39 ár. Tíminn hefir liðið, að oss virðist fljótt, hann hefir flogið; breytt viðhorfum og vinmálum, eins og við var að búast, gisti- og göngufélögum, önnum og umsýslu, merkjum og markmiðum. Þessar og þvílíkar breytingar gerast ekki á svipstundu. Um það er ekki að villast að árin hljóta því að vera orðin þetta mörg og æfidagarnir sjötíu ár. Eg óska honum og vona, að með sterkri heilsu verði þeir ekki að- eins 80 ár, heldur langt um fleiri, að minsta kosti það fleiri, að honum auðnist, þegar líður betur fram á öldina að sitja fagn- að þann með þjóð vorri, þegar hún minnist þúsund ára afmælis tímareiknings Þorsteins surts er fyrstur fann sumaraukann, og bætti 6 og 7 hvert ár viku við sumarið, því hann kaus heldur að lengja það eh veturinn. Heið- ursgesturinn er sumarsins barn, hann “er birtunnar barn” eins og St. G. St. kemst að orði. — Hæfði honum því flestum öðrum betur, að sitja í elli sinni þá há- tíð, til minningar um þann at- burð, í Isögu þjóðarinnar, er skarð var höggvið í fylkingu vetrar. En eg er að villast af leið. Eg má ekki láta hugann hvarfla burt frá efninu og aftur í sögu íslands, þó það sé hugðarefni, og gleyma fornöld vorri hér á vesturslóðum, og dögunum sem heiðursgesturinn og vér höfum lifað. Þeír dagar voru undanfari þeirra athafna sem mér hefir verið upp á lagt að segja frá. Eftir hingaðkomu Sigurðar, gætti þess skjótt að nýr maður var kominn á hið vestur-íslenzka heimili, sem ekki hafði alist upp við þann húsaga sem hér var viðtekinn, en var annaðhvort ó- kunnugur heimilissiðunum sem búið var að festa, eða þá hirðu- laus um þá. Hann gekk hratt um, skeldi hurðum, opnaði glugga svo vindstrokan stóð í gegnum bæinn. Gætnum mönn- um stóð stuggur af þessu hátt- erni og setti að þeim djúpan hroll, er vanir voru baðstofuloft- inu. Höfðu þeir nóg að sýsla með að loka á eftir honum, til þess að jbaðstofu ylsins skyldi þó njóta Ivið enn um stund. Útiloftið er svo háskalegt! Nógur var elt- ingaleikurinn samt og nógur var erillinn þó þetta þyrfti ekki að bætast ofan á! Það gat því ekki sætt furðu, þó vinsældirnar yrðu takmarkaðar fyrsta sprett- inn og á háreysti bryddi á heim- ilinu meðan svona stóðu sakir. En úr þessu hafa árin greitt, og er það einn vottur þess enn, og öllum Ijós, að þau eru orðin þetta mörg þegar vér rennum augum yfir hópinn sem hér er saman kominn í kvöld. Stórum hópi vina og kunningja verður ekki safnað í skyndi né á skömm- um tíma. Það er í sjálfu sér heilt æfistarf! En þá er vel, þegar kunningja og vinahópur- inn er orðinn margfaldur, þegar æfinni tekur að halla, við það Frh. á 5. bls. FRANK THOROLFSON, leikur einspil á piano á Karla- kórssamkomunni í næstu viku. HELZTU FRÉTTIR

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.