Heimskringla - 27.04.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 27. APRÍL 1938
WKKBgB&ESMEKMMMm
LJOSHEIMAR
Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan
“Þetta er vel mælt og góðum dreng sæm-
andi,’’ svaraði Larry. “En nú verðum við að
draga að okkur vistir, ef svo skyldi fara, að
okkur yrði bægt frá aðdráttum. Þetta er af-
skektur staður, jafnvel alllangt frá skólanum.
Réttast væri að láta Bates kaupa alt, sem hægt
er að ná í á morgun. Eg hefi reynt hungur og
langar eigr til að reyna það aftur.” og Larry
seildist eftir tóbakinu.
“Eg get ekki trúað né hugsað mér,” mælti
presturinn, “að Miss Devereux vilji láta draga
sig inn í þetta erfðamál fyrir nokkum mun. Eg
hefi heyrt systir Theresu segja það. Eg býst
samt ekki við, að það séu nokkur tök á því, að
hamla manni frá að eftirláta ungri stúlku eigur
sínar, sem á enga kröfu til þeirra og vill þær
ekki.”
“Svei þessu kvenfólki! Fólk slær ekki
hendinni á móti stórfé nú á dögum. Auðvitað
þiggur hún það.” En nú varð honum orðfall og
báðir störðum við hvor á annan í forundrun.
Stoddard sneri sér frá eldinum sem hann
hafði horft inn í.
“Hvað er þetta? Það er einhver uppi á
loftinu!”
Larry hafði hlaupið út í forstofuna og
heyrði eg hann stökkva eins og kött upp stig-
ann, en Stoddard fylgdist á eftir honum.
“Hvar er Bates?” spurði presturinn.
“Það þætti mér gaman að vita,” svaraði
eg.
Við heyrðum það allir greinilega að gengið
var upp stiga; það var ekki hægt að villast á
því, alveg eins og eg hafði heyrt svo oft áður,
án þess að geta komist að því hver gekk þar. —
Hávaðinn hætti snögglega og við vorum
jafn nær.
Eg fór beint út í eldhúsið og fann Bates.
Þar var hann að hlaða diskunum upp á hyllu í
búrinu.
“Hvar hefir þú verið?” spurði eg.
“Hérna, herra minn. Eg hefi verið að þvo
upp matarílátin, Mr. Glenarm. Er nokkuð að
herra?” Eg fór til hinna mannanna inn í
bókaherbergið.
“Hversvegna sagðir þú mér ekki að þessi
miðalda eftirlíking væri full af draugum?”
spurði Larry með önugum rómi. “Alt sem upp
á vantaði var skemtilegur draugur og nú þegar
hann er1 fenginn er það alveg fullkomið. —
Ánægja mín yfir að hafa komið fer altaf sí-
vaxandi. Hvað heyrist oft til hans?”
“Hann hefir ekki reglubundna áætlun. Eg
býst við, að þetta sé ekki nema stormurinn, sem
þýtur þarna uppi í turninum, hann gerir manni
stundum grillur.”
“Þú verður að finna einhverja betri skýr-
ingu en þetta, Glenarm,” sagði Stodard. Það
er kyrt úti eins og á rjómatrogi.”
“Ekkert nema fólkið úr álfhólunum, —
kátustu draugar, sem til eru í heimi,”
sagði Larry. Þið hinir alvarlegu Saxar getið
auðvitað ekki skilið hugmyndina.”
En við höfðum nægileg vandræði við að
etja, þótt við eltum eigi skugga. Við gerðum
ýmisleg ráð okkar þetta kvöld. Við ákváðum
að gera alt, sem í okkar valdi stæði svo að eigi
yrði komið að okkur að óvörum, og reyndum að
gera nýja áætlun, um aðferðina við að rannsaka
húsið. Ætluðum við að fylgja dæmi Morgans
og félaga hans og berja veggina utan. Pickering
mundi koma innan skamms og langaði okkur
til að verða á undan honum eins langt og auðið
væri. Þessvegna ákváðum við að setja vörð um
húsið nótt og dag. Kom sú uppástunga frá
Stoddard, sem studdi mig af ráðum og dáð. —
Einn okkar skyldi halda vörð um nætur og
vekja hinn ef þörf gerðist. Bates átti að taka
þátt í þessu — Stoddard krafðist þess. Innan
tveggja daga vorum við, eins og Larry komst
að orði vígbúnir. Við fengum okkur tvær hagla-
byssur og nokkrar skambyssur í viðbót við þau
skotvopn, sem eg átti áður. Borðið í bóka-
stofunni var þakið í skothylkja kössum. Bates
sá um forðann og flutti tvo vagna fulla af vist-
um. Stoddard safnaði mörgum kylfum, honum
féllu þær betur en skotvopnin, því að hann
sagði að það væri eigi presti sæmandi að bera
vopn.
Vrð vorum í bezta skapi er við sátum í
kring um arineldinn. Larry, sem ætíð var
eirðarlaus, stóð öðru megin við arininn, studdi
olnboganum á arinhilluna og hafði pípuna í
munninum; Stoddard kaus sér stærsta stólinn
og fylti út í hann. Hann og Larry urðu strax
mestu mátar. Æfintýri Larrys alt frá skól-
árum hans í írlandi fram að þessum tíma, og
baráttu hans við írsku lögregluna, skemtu
hinum unga og stórvaxna presti.
Við og við þutum við allir til og rannsök-
uðum húsið, en komum ætíð aftur jafn nær.
XXII Kapítuli.
Marian Devereux kemur heim aftur
“Systir Theresa er farin burtu, herra
minn,” sagði Bates, sem hafði farið til Annan-
dale til að láta bréf í póstinn. Eg var að fara
út í trjágarðinn í gegnum dyrnar á bókastof-
unni þegar hann kom inn. Stoddard hafði
vakað um nóttina á verðinum og var nú sof-
andi. Larry var að leita að fjársjóðnum ein-
hverstaðar í húsinu. Eg var orðinn alveg móð-
laus vegna óhepni okkar undanfarið, og þessi-
frétt vakti engan áhuga hjá mér.
“Og hvað um það?” spurði eg án þess að
snúa mér við.
“Ekkert herra, en Miss Devereux er komin
heim.”
“Nei, hver fjandinn!”
Eg tók eitt spor að dyrunum.
“Eg sagði Miss Devereux,” endurtók hann
með mesta merkissvip. Hún kom í morgun, og
systirin fór strax til Chicago. Systir Theresa
treystir Miss Deverux fullkomlega — eftir því
sem eg hefi heyrt. Hún stjórnar öllu þegar
systirin fer í burtu. Fáeinir nemendur eru
þar nú um jólaleytið.”
“Þú virðist vera allfróður,” sagði eg og
gekk eitt skref í áttina að hattinum og yfir-
höfninni.
“Og-eg hefi frétt ennþá eitt, herra minn.”
“Já og hvað ?”
“Þau komu öll saman herra.”
“Hver þau, ef þú vilt gera svo vel Bates?”
“Auðvitað fólkið, sem var að ferðast með
Mr. Pickerihg. Miss Devereux kom með þeim
frá Cincinnati. Það er það sem eg heyrði í
þorpinu. Mr. Pickering kvað ætla að dvelja
hér.”
“Já, um tíma í sumarhúsinu sínu. Ástæðan
er sú, að hann er alveg útpískaður af áreynslu
og þarfnast hvíldar um tíma, en hitt fólkið fór
í vagninum til New York.” '
“Hann sezt að í sumarhúsi um hávetur?”
Þessar fréttir léttu mér ekki í skapi. —
Marian Deverux hafði komið til baka til Annan-
dale með Arthur Pickering. Traust mitt á
henni fór á svipstundu út um þúfur, er eg
heyrði þessar fréttir. Nú var hún réttkomin
að arfinum hans afa míns, og tafði ekkert að
koma heim er hún og Pickering höfðu rætt um
málið heima hjá Armstrong. Koma hennar gat
ekki þýtt neitt annað, en náið samband hennar
og Pickerings. Ætlaði hann vafalaust að vera
hér, þangað til að þau höfðu losnað við mig, og
hún hafði náð í féð. Hún hafði tælt mig til að
fylgja sér eftir og erfðaréttur minn hafði
glatast, er eg átti hinn stutta samfund með
henni í Armstrongs húsinu. Þetta voru ljótu
fréttirnar og varð eg bálreiður við sjálfan mig
og tilveruna.
“Segðu Mr. Donovan, að eg hafi farið til
St. Agatha skólans,” sagði eg. Og brátt stikaði
eg í áttina þangað.
Nunna ein bauð mér inn. Eg heyrði að
einhver lék á piano inni í húsinu, og eg óskaði
þeim sem það hljóðfæri- hafði fundið upp í
neðsta Víti er eg heyrði tónstigann leikinn
aftur á bak og áfram án afláts. Tvær stúlkur
sem gengu um forstofuna, létust leita að bók-
um, en fundu enga og hlógu.
Pianoglamrið hélt áfram og eg beið að mér
fanst eilífðar tíma. Það var tekið að dimma, og
stúlka ein kveikti' ljós á steinolíu lömpunum.
Eg tók upp bók, sem var á borðinu. Það var
Æfisaga Benvenuto Cellini, og á titilblaðinu
stóð “Marian Devereux”, ritað með sömu hend-
inni og var á bréfinu, sem afsakaði framkomu
Olivíu. Eg sá hvernig yndisleikur hennar og
sjálfstjórn báru sér vitni í dráttunum, er voru
hreinir og liprir. Þar sá eg einnig vott orð-
heldnis og staðfestu er hún hafði tekið ákvörð-
un. En er eg tók að hrósa henni þannig í hug-
anum, reiddist eg sjálfum mér. Þetta var að-
eins lagleg rithönd; eg fleygði bókinni frá mér
óþolinmóður er eg heyrði fótatak hennar í dyr-
unum.
“Mér þykir slæmt að hafa látið yður bíða
Mr. Glenarm, en eg var önnum kafin.”
“Eg mun ekki tefja lengi fyrir yður. Eg
kom-----” nú kom hik á mig vegna þess að eg
vissi ekki hversvegna eg hafði komið.
Hún fékk sór sæti nálægt dyrunum og hall-
aði sér áfram eins og til að taka betur eftir hvað
eg hafði að segja, og fanst mér það óviðkunn-
anlegt. Hún var svartklædd, víst til að vera í
samræmi við hið alvarlega umhverfi nunnanna.
Fanst mér þá alt í einu að eg myndi eftir henni
frá því fyrir löngu síðan, og vegna þess gleymdi
eg að gæta mín. Stoddard hafði sagt jnér, að
það væri margar Olivíur Armstrong. Það voru
sannarlega margar Marians Devereux til. —
Þögnin varð óþolandi. Hún beið eftir að eg
segði erindi mitt og eg sagði:
“Eg býst við að þér hafið komið til að
taka við eignunum.”
“Er það ?” spurði hún.
“Og þér komuð með skiftaráðandann til
að gera þetta alt auðveldara. Mér þykir vænt
um að þér eyðið ekki tímanum.”
“Ó,” sagi hún í seinum rómi, eins og hún
væri að leita eftir þeim raddblæ sem eg óskaði
að væri á samtali okkar. Ró hennar ærði mig
næstum.
“Eg býst við að þér hafið álitið það óvar-
legt, að bíða eftir bláfuglunum, þegar þér lokk-
uðuð mig til að svíkja loforð mitt, þegar eg
gekk í gildruna, sigraður---”
Hún hvíldi olnbogan á stólarminum, og
studdi hönd undir kinn. Ljósið skein á gullna
hárið hennar og augun störðu á mig spyrjandi
raunalega —- raunalega eins og eg hafði séð
þau áður — en hvar.. Einu sinni áður? Og nú
mundi' eg það.
“Nú man eg fyrsta skiftið!” hrópaði eg
reiðari en eg mundi eftir að hafa verið nokkru
sinni fyr.
“Það er mjög merkilegt,” sagði hún og
kinkaði kolli háðslega.
“Það var í Sherry’s matsöluhúsinu — þér
voruð með Pickering — þér mistuð blævænginn
og hann tók hann upp og þér lituð á mig snöggv-
ast. Þér voruð svartklæddar það ícvöld. Mér
virtust þér vera svo raunalegar á svipinn, að eg
mundi eftir yður þess vegna.”
“Þér hafið rétt fyrir yður. Það var í
Sherry’s húsinu. Eg var svartklædd þá og
margt stuðlaði að því, að mér var þungt í skapi
það kveld.”
Hún hnyklaði brýrnar dálitið er hún lokaði
vörunum.
“Eg býst við að samsærið hafi þá verið
alskapað,” sagði eg í ertnisrómi og hló háðslega,
því að mig langaði til að stríða hennr og hefna
mín.
Hún stóð á fætur og stóð við stólinn og
studdi á hann hendinni. Augu hennar voru eins
og fjólublá stöðuvötn. Eg horfði á hana og
hún mælti:
“Mr. Glenarm. Hefir yður eigi komið það
til hugar, að þegar eg talaði við yður þama í
trjágarðinum og lagði mig í hættu að fá ilt um-
tal tyrir að taka á móti yður í húsi, þar sem þér
höfðuð engan rétt til að koma, að eg hafi gert í
heimsku minni ráð fyrir-----?”
“Að eg væri flón,” sagði eg.
“Nei,” sagði hún og brosti svo lítið — “eg
hélt — eg held eg hafi sagt yður það áður — að
þér væruð prúðmenni. Eg hélt það í raun og
veru, Mr. Glenarm. Eg verð að reyna að rétt-
læta mig. Eg treysti drengskap yðar. Eg hélt
jafnvel þegar eg var að leika Olivíu, að þér
hefðuð sómatilfinningu. En þér eruð ekki hið
fyrra og hafið ekki hið síðara. Eg fór jafnvel
svo langt, eftir að þér vissuð vel hver eg var;
að reyna að hjálpa yður til að gerast sá maður,
sem afi yðar óskaði að þér yrðuð. Og nú komið
þér til mín í frámunalega illu skapi. Eg held í
raun og veru að yður langi til að móðga mig,
Mr. Glenarm, ef þér gætuð.”
“En þér komuð til baka ásamt Pickering.
Hann er hér og hann ætlar að vera hér! Og
nú þegar eignin heyrir yður til, þá þýðir ekk-
ert fyrir okkur að látast vera annað en and-
stæðingar. Þegar þér fylgið Pickering að mál-
um verð eg hvergi annarstaðar en hinu megin
við girðinguna. Eg býst við að samkvæmt
ruddaskapnum ætti eg að hafa mig í burtu, svo
að þið getið gramsað í ránsfengnum.”
“Eg býst nú ekki við að það yrði örðugt
að losna við yður undir þeim kringumstæðum,”
svaraði hún kuldalega.
“Og eg býst við eftir hinar ítrekuðu til-
raunir sálufélaga Pickerings að myrða mig, að
þá ætti eg að bíða rólegur og láta þá skjóta
mig í bakið. En þér getið sagt Mr. Pickering,
að eg leiti á náðir yðar. Eg hefi ekkert annað
heimili en þetta hreysi þarna yfirfrá og eg bið
um leyfi til að dvelja þar uih tíma, að minsta
kosti þangað til bláfuglarnir koma. Eg vona
að yður þyki ekki of mikið fyrir því að skila
þessu til hans?”
“Eg skil vel í óbeit yðar á því, að færa
honum sjálfur þessa beiðni,” sagði hún. “Er
þetta alt erindið?”
“Eg kom til að segja yður að þér gætuð
fengið húsið og alt sem er innan hinna ömur-
legu veggja þess,” hreytti eg út úr mér, “að
segja yður að eg hefi nógu mikið drenglyndi' í
sumum tilfellum og að eg ætli mér ekki að berj-
ast móti kvenmanni. Eg trúði yfirlýsingu
yðar um það, að þér þæguð ekki þessa eign, en
nú bið eg yður að gera svo vel og trúa því, að
hún er yður velkomin á morgun. Eg skal af-
henda yður hana hvenær, sem þér óskið þess —
en aldrei til Arthurs Pickerings! Á móti hon-
um og þjófum hans og morðingjum mun eg
standa, þó að sú barátta vari árum saman.”
“Þetta er drengilega mælt, Mr. Glenarm!
Hugsunarháttur yðar er dásamlegur, þó að
hann sé dálítið flókirin.
“Hann er mín eign, hvernig svo sem hann
er,” hreytti eg út úr mér.
“Það mun eg ekki telja vafamál,” svar-
aði hún, og reiddist eg yfir því hversu kátinan,
sem eg hafði dáðst svo mikið að í fari hennar,
varð mér nú andstyggileg. Hún hafði snúið sér
við svo að eg gæti ekki séð framan í hana. Sú
hugsun, að hún hefði nokkuð saman að sælda
við Pickering fylti mig hamslausri afbrýðis-
semi.
“Mr. Glenarm, þér eruð það sem kallað cr
óstöðugur í rásinni. — Digurmæli' yðar hér í
kvöld, dylja varla þann sannleika, að þér hafið
beðið ósigur — sýnt þennan vanmátt yðar, að
efna gefið heit. Eg hafði vonað að þér gætuð
orðið systur Theresu að raunverulegu liði. Þér
hafið mjög brugðist vonum hennar. Hún sagði
mér er hún fór í dag, að hún hugsaði vel til
yðar. Hún hafði þá skoðun að málefni hennar
væru í góðum höndum þar sem þér fóruð með
þau. En auðvitað er þetta alt saman liðið hjá
eins og nú er.” Rómur hennar sem breyttist
frá því að vera kæruleysislegur í ásökun og
síðan í andstygð, vakti mig til sjálfsmeðaumkv-
unar yfir því, hvað eg hafði verið heimskur. Eg
var ekkert reiður við hana heldur við Pickering,
sem eins og eg leit á hafði ætíð verið mér til
bölvunar. Hún bætti við :
“Mér þykir í raun og veru mjög gaman að
yður. Mr. Pickering er víst ekki sérlega
hræddur við yður, Mr. Glenarm. Hann er
jafnvel fyndnari?’
Hún fór í burtu svo skyndilega .og hljóð-
lega, að eg stóð eftir eins og flón og starði' á
blettinn þar sem hún hafði staðið. Þá sneri eg í
þungu skapi aftur til Glenarm hússins. Reiður,
sneyptur og móðlaus.
Á meðan við biðum eftir miðdegisverðin-
um, þá skriftaði eg fyrir Larry og dró ekkert
undan; gerði eg jafnvel sjálfs míns sök enn
svartari en hún var. “Þú manst kannske eftir
henni, þú sást hana er við borðuðum í Sherry’s
matsalnum í New York. Hún var með Picker-
ing og þú tókst eftir henni og mintist á það við
mig er hún fór út.”
“Litla stúlkan, sem virtist svo þreytt og
leið. Já, eg mundi eftir augum hennar í marga
daga á eftir. Hamingjan góða, maður, þú
segir þó aldrei að----”
Hann varð fyrirlitningarlegur á svipinn.
“Auðvitað segi eg það!” gfenjaði eg.
Hann tók út úr sér pípuna, tróð tóbakinu
harkalega ofan í hana og bölvaði ósköpin öll á
írsku, þangað til eg var að því komin að kirkja
hann.
“Haltu þessu!” hrópaði eg. Heldurðu að
þetta komi mér að nokkru liði, að bölva svona
á þessari þorpara írsku. Eg þarfnast engil-
saxneskrar samúðar, fíflið þitt! Mig langar
ekkert til að þú særir upp neina illa anda gegn
stúlkunni.”
“Vertu ekki svona tryltur drengur. Allur
tryllingurinn er leiðinlegur,” mælti hann mjög
blíðlega. “Það sem eg var að reyna að koma út
var miklu fremur þetta: að samkvæmt margra
ára reynslu og þekkingu á þér, þá ertu — svo
að eg sé hreinskilinn — bölvað flón með blett-
um.”
“Miðdegisverðurinn er til,” auglýsti Bates
og Larry fór á undan og sönglaði háðslega
írskan ástasöng.
XXIII Kapítuli.
Villu dyrnar
Við höfðum það fyrir reglu að læsa öllum
hliðum og hurðum á kveldum. Það voru engin
ráð til að verja árás frá vatninu og var það
okkur hættulegast, en við treystum næturverð-
inum að sjá um, að þaðan yrði eigi komið að
okkur að óvörum. Eg var þess fullviss, að eg
mundi þurfa að verjast lögreglunni, sem Pick-
ering mundi vafalaust ákalla sér til hjálpar, en
eg ætlaði mér að ganga úr skugga um fjársjóð-
ina áður, en það yrði. Pickering mátti ef
hann vildi færa eignina yfir á nafn Marian
Devereux og gera alt sem í hans valdi stæði í
því efni, en hann skyldi aldrei reka mig í burtu,
áður en eg hafði fundið leyndardóminn viðvíkj-
andi' eignum afa míns. Ef þær höfðu horfið,
ef Pickering hafði stolið þeim og blekt mig
viðvíkjandi þeim, þá var málið í alt öðru horfi.
Þetta nafn “Villu dyrnar”, kom mér ætíð í
hug. Við ræddum um þúsund útskýringar á
því, og rýndum í bréfmiðann og rannsökuðum
sérhverja bók í húsinu, til að fá frekari útskýr-
ingar. Neðanjarðargöngin milli hússins og
kirkjunnar virtust hrífa Larry mjög. Hann
hélt að þau væru gerð í einhverjum sérstökum
tilgangi og varði tima sínum til að finna þau.
Hann kom upp um hádegið hinn 29. des.
grútskitinn um hendur og andlit. Eg var þennan
morgun uppi í turnunum, þar sem ískalt var og
því ekki í skapi til að laðast að neinum nýjum
kenningum.
“Eg hefi fundið dálítið,” sagði hann og
tróð í pípuna sína.
* “Það hefir ekki verið sápa.”
“Nei, en eg mun hafa útskýrt göngin innan
einnar stundar. Gefðu mér glas af öli og brauð-
bita, og skulum við svo koma og sjá hvort við
vöðum reyk í þetta sinn eins og venjulega.”
“Við skulum þá ganga úr skugga um þetta
og gleyma því svo, en bíddu við meðan eg læt
Stoddard vita hvert við förum.”
Presturinn var að kanna veggina á annari
hæð hússins og bað eg hann um að borða og
halda vörð, meðan við værum í burtu.
Við tókum.með okkur járnkarl og öxi og
tvo hamra. Larry fór á undan með ljósið.