Heimskringla - 18.05.1938, Síða 4

Heimskringla - 18.05.1938, Síða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. MAÍ 1938 Pfetmskringla (StofnuO 188S) Kemur iít á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. ÍS3 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 tferS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist M tyrirlram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. j§ 3ii viðskiíta brél blaðinu aðlútandi sendist: K:"ager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg ‘‘Helmskringla” is publlshed and printed by THE VIKING P,RESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. U Telephone: 86 537 illlllillllllllllllilillllllllllllllllllllllilllllllilllL WINNIPEG, 18. MAf 1938 DR. BJÖRN B. JóNSSON Með honum er hniginn til moldar einn hinna mikilhæfustu manna sem uppi hafa verið með Vestur-íslendingum, fyr eða síðar. Séra Björn var fæddur á Ási í Keldu- hverfi í Þingeyjarsýslu á íslandi, 19. júní árið 1870. Foreldrar hans voru þau hjón- in Björn Jónsson og Þorbjörg Björnsdótt- ir. Þorbjörg var göfug kona og Björn í röð ágætismanna. Hann var albróðir Kristjáns skálds, og munu þeir hafa ort eitthvað af ljóðum saman þegar þeir voru ungir. Björn hafði óvanalega tilkomumikla per- sónu, var skýr í hugsun, fastur í skoðunum og drengur hinn bezti. Þau hjónin komu vestur um haf, með brön sín, í “stóra hópnum’’ árið 1876 og settust að í Nýja- íslandi. Þá settu fslendingar á stofn, eins og kunnugt er, sveitarstjórn. f þeirri tilhögun var Björn kosinn til að stjórna einni bygðinni og var þá nefndur Bjöm bygðarstjóri. Það nafn var á vörum manna lengi eftir að hann lét af því em- bætti. Á þessu tímabili naut Björn, yngri sinnar fyrstu skólagöngu. Það var í skóla, sem Mrs.-Lára Bjarnason, kona séra Jóns Bjarnasonar stofnaði. Eitthvað mun hann, um þessar mundir, hafa verið á heimili John Taylors, hins göfuga um- sjónarmanns nýlendunnar. Árið 1881 flutti fjölskyldan burt úr Nýja fslandi og settist að, »m tíma, í Winnipeg, en fluttist síðar til Argyle-sveit- ar. Þar var Björn eldri það sem eftir var æfinnar. Björn yngri gekk í skóla í Win- nipeg. Síðar var hann um tíma, til skóla- göngu í íslenzku bygðinni í Norður Dakota. Veturinn 1887-8 og nokkuð af næsta vetri las hann verzlunarfræði við Business Col- lege í Winnipeg. Skömmu þar á eftir hafði hann stöðu sem ráðsmaður Lögbergs. Tók hann á því tímabili einnig allmikinn þátt í bindindismálum. Árið 1889 hóf hann nám við Gustavus Adolphús College í St. Peter í Minnesota- ríki. Þar var hann næstu tvo vetur. Fékk hann þá sterka áskorun frá leiðtogum lúterska kirkjufélagsins að gerast prestur og sinna eftir mætti hinni miklu þörf fyrir kennimenn meðal Vestur-íslendinga. Hann varð við þeirri köllun, og ásamt Jóansi Sigurðssyni, hóf nám við hinn ný- stofnaða lúterska prestaskóla i Chicago. Þeir útskrifuðust þaðan vorið 1893 og voru báðir prestvígðir af kirkjufélaginu, sunnu- daginn 25. júní það sumar. Séra Björn var vígður til þess að vera missíónsprestur kirkjufélagsins. Ferðað- ist hann um bygðir íslendinga, en eftir tiltölulega stuttan tíma varð hann fasta- prestur í Minneofa. Þjónaði hann íslenzka söfnuðinum þar í bænum og öðrum nær- liggjandi söfnuðum. Um eitt skeið þjónaði hann einnig ensk-lúterskum söfnuði þar í bænum. Á þeim árum einnig, stýrði hann um tíma guðsþjónustum í efri málstofu ríkisþingsins í Minneapolis, sem haldið er í borginni St. Paul. Á tímabilinu í Minneota var gefið út íslenzkt blað þar, sem nefndist Vínland. — Séra Björn og Dr. Th. Thordarson voru ritstjórar þess (1902—03). Það var ágætt blað bæði að efni og frágangi. Árið 1893 kvæntist hann Sigurbjörgu 'Stefánsdóttur, vel gefinni og vel mentaðri konu frá Winnipeg. Þau eignuðust 5 börn. Dó hún frá því yngsta svo að segja ný- fæddu, stúlkubarni, árið 1905. Var litla stúlkan tekin í fóstur af þeim hjónum, Mr. og Mrs. Bjarna Jones, en dó á unga aldri. Árið 1908 kvæntist hann í annað sinn, Ingiríði Johnson, skólakennara frá Win- nipeg, sem lifir mann sinn. Hefir hún verið honum hin ágætasta meðhjálp. Árið 1914 hefst nýtt tímabil í æfisögu séra Björns, því þá varð hann prestur Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg. Var hann kallaðuntil að vera aðstoðarprestur séra Jóns Bjarnasonar, sem þá var við mjúg veika heilsu, en hann dó rétt áður en séra Björn kom og var það hans fyrsta verk hér að jarðsyngja fyrirrennara sinn. Það ár varð hann einnig “Bachelor of Div- inity frá prestaskólanum í Chicago, þar sem hann hafði áður stundað nám, og einnig áframhaldsnám sem leiddi að þessu stigi. Fyrir Kirkjufélagið hefir hann haft á hendi margvísleg og mikilvæg störf. Hann var ristjóri sunnudagaskólablaðs sem nefnt var “Kennarinn”, þau fjögur ár sem það kom út. Hann var um tíma skrifari Kirkjufélagsins. Forseti þess var hann 1908—1921. f ritstjórn “Sameiningarinn- ar” var hann hart nær aldarfjórðung, 1907—1932, að undanteknu árinu 1921. Á kirkjuþingum hefir hann ætíð tekið mik- inn og leiðandi þátt. Hann hefir vakið eftirtekt og viður- kenningu hvar sem hann hefir verið. Árið 1921 sæmdi Luther Seminary (prestaskóli norsku lútersku kirkjunnar í Ameríku) í St. Paul í Minnesota, hann doktors nafn- bót. Tvívegis (1925 og 1928) var hann forseti hins almenna prestafélags í Win- nipeg. Frá íslandi var hann sæmdur heið- ursmerki Fálkaorðunnar, árið 1927. Árið 1933 fór hann, ásamt konu sinni, skemtiferð til íslands. Var honum mikill sómi' sýndur í þeirri ferð. Þá samdist það, að Prestafélag fslands gæfi út nokkrar pré- dikanir eftir hann. Kom það safn út skömmu síðar og nefndi hann bókina Guðsríki. Með köflum átti hann við töluverða vanheilsu að stríða. Hin síðari ár þjáðist hann af sykurveikinni og sömuleiðis af andþrengsli. — Síðast liðið haust fékk hann all-slæmt veikindakast, en batnaði nokkuð. Þó mun hann hafa verið meira eða minna lasinn í allan vetur. Þegar hann prédikaði síðast fór hann veikur upp úr rúminu til þess að inna þetta skyldustarf af hendi. Nokkru fyrir páska lagðist hann alveg, og þjáði-st með köflum afar mikið. Hvíldina fékk hann síðastliðinn föstudag 13. maí. Börn séra Björns á lífi eru: Mrs. Anna Beaton í Winnipeg, Emil í Chicago, Mrs. Agnes Stewart, ekkja í Winnipeg, Mrs. Esther Pitblado, Marja, Ralph og Lillian, öll í Winnipeg. Tvö systkin hans eru einnig á lífi: Sigurbjörg í Winnipeg og Jón að Kandahar í Saskatchewan-fylki. Að leggja dóm á æfistarf dr. .Björns er ofvaxið þeim sem þetta ritar, en atriðin sem hér að frafnan eru skráð benda ótví- rætt á tilkomumikla persónu. Skaparinn gaf honum leiðtogahæfileika og það pund ávaxtaði hann dyggilega. Honum var það undur eðlilegt að vera fremstur í flokki að hvaða verki sem hann gekk. Hann bjó yfir miklum skýrleik í sam- bandi við menn og málefni. Hann hafði yfir höfuð skarpa sálarsjón og mikið af hygg- indum á öllum sviðum. Hann kunni flest- um mönnum betur að hafa hagkvæm not af þeirri þekkingu sem hann átti yfir að ráða og þeim tækifærum sem félli^honum í hlut. Hann var smekkvís og laginn í framkomu. íslenzkt mál ritaði hann í bézta lagi eftir þvi sem átt hefir sér stað hér vestra. Það mál sem hann flutti opin- berlega, hvort heldur var í kirkju eða ann- arsstaðar, var skipulegt og rökþrungið. Máli sínu fylgdi' hann jafnan með töluverð- um þunga. Skoðanir hans féllu ekki ætíð öllum í geð, ef til vill ekki sizt í vestur- íslenzkum þjóðræknismálum, en hann var sjálfum sér samkvæmur og gekk eftir því ljósi sem til hans hafði komið. En eitt er víst; að honum kvað svo mikið á öllum sviðum sem hann lét sig nokkru varða að menn gátu ekki annað en tekið tillit til hans. Hann hníflaði menn stundum fyrir leir- burð í rími, en af því má ekki draga það, að hann hafi ekki unnað Ijóðum, Hann hafði ágætt vit á skáldskap; enda var skáldaæð ekki svo lítil í honum sjálfum. Var hann þar ekki fjarri föður og frænda. Sú skáldaæð var honum hin mesta hjálp I því að semja, hvort heldur var í ræðu eða riti. Eins og sett á milli sviga mætti minnast þess, að hann gaf út fyrir all- mörgum árum, úrvalsljóð föðurbróður síns, Kristjáns Jónssonar. í öllum störfum var séra Bjöm frábær- lega samvizkusamur og ábyggilegur. Frá mörgum nauðsynjastörfum þar sem hann lagði svo haga hönd er hans nú sárt sakn- að. Hjá ástvinum, söfnuði, þjóðfélagi rík- ir sár söknuður; en söknuður vor er sigur hans. “Flýt þér, vinur, í fegra heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim.” R. M. C. N. OG C. P. R. LÉTTA Á FÓÐRUM HJÁ SÉR í smiðjum C. N. og C. P. R. járnbrauta-- félaganna í Winnipeg, var um 500 manns sagt upp vinnu s. 1. viku. Nokkrir þessara manna höfðu unnið hjá félögunum í 15 ár, nokkur undanfarin ár þó ekki nema helm- ing tímans og fáeinir aðeins fjóra mánuði eða einn þriðja vinnutímnas. Það er því hætt við og raunar vísast, að margir eða flestir þessara manna bætist við styrkþega hópinn. Svona eru nú atvinnuhörfurnar í landinu ennþá. Og þetta er þeim mun eftirtektaverðara og alvarlegra, sem King- stjórnin hefir haldið fram, að hún væri með aðstoð járnbrautafélaganna, að upp- ræta atvinnuleysið. Og hún vill ekki heyra annað en hún hafi gert það og um ekkert atvinnuleysi sé nú að ræða. Dagblöðunum í Winnipeg finst heldur ekki mikið fréttnæmt við þessa vinnu- uppsögn. Annað þeirra minnist á hana með eins þumlungs langri grein á innsíðu, þar sem líklegast er að sem flestum sjáist yfir hana. En hitt blaðið minnist alls ekki á hana. Blöðin virðast hafa tekið höndum saman við Kingstjómina um að fela þetta. Nú með komu sumarsins, er atvinnu- leysið sífelt að aukast í þessu fylki. Að draga fjöður yfir það, er ekki til neins, þó þeim sem með völd fara, þætti það eflaust ákjósanlegast, svo að þeir væru ekki sí og æ ónáðaðir með því. En sannleikurinn er sá, að það er glæpur gagnvart þjóðfélag- inu, að leyna þessu. Það eiga ofmargir um sárt að binda vegna atvinnuleysisins til þess, að nokkur maður, sem eitthvað á eftir af óspiltum tilfinningum, geti annað en komist við af því og krefjist þess, að úr þeim bágindum samborgara sinna verði bætt. Kingstjórnin eyðir peningum eins og skít í alls konar nefndir, sem lágvaxna karlinum rauðskeggjaða er einum til skemtunar. En þegar kemur til að veita bágstöddum aðstoð með atvinnubót, er hún mállaus og heyrnarlaus eins og múmía. Ungir menn, sem nú eru að komast á þann aldur, að geta unnið fyrir sér, eiga í bæjum þessa lands engan annan kost, en að vafra aðgerðislausir um götur bæj- anna. Og hvort að þeir eru mentaðir, hafa jafnvel til sérstakra verka lært, eða kunna ekkert, gerir það engan mun. 1 ramundan er ekkert nema gínandi bjargráðaleysi. Komu æskulýðsins er nú með þessu fagnað í heimi athafnalífs þjóðarinnar. Hvað skal gera? Úr því að það er svo óguðlegt lýðræðisbrot, að taka fjármála- valdið sem öll bölvunin stafar af úr hönd- um einstakra manna og King-stjórnin vill heldur vera leppur þeirra en þjónn alþýð- unnar, er ekki nema um eitt fyrir henni að gera til þess að koma í veg fyrir, að vinnumífrkaðurinn ofhlaðist af ungum mönnum — og það er að semja ný lög um barnaútburð. Sú stjórn gæti ekki krýnt starf sitt með neinu betur, en þessu. YEL GERT MR. MURRAY Þegar Kingstjórnin kom til valda 1935, voru hveitibirgðir Canada um 200 miljón mælar. Eftir stjórnarskiftin skipaði King- stjórnin Mr. J. R. Murray, fyrrum forseta Alberta Pacific Grain félagsins í stað J. I. MacFarland til að sjá um hveitisöluna. Mr. Murray tók til óspiltra mála að ausa hveitinu út úr landinu. Hann^seldi það á hvaða verði sem fékst fyrir það. Það var um að gera, að losna við þessar stjórnar-birgðir fyrir hvað sem var, svo markaðurinn yrði betri fyrir hveitið í höndum kaupmanna. Og kornframleið- endur sögðu: “Vel gert Mr. Murray.” En nú skeður nokkuð nýtt. í nokkra mánuði hefir Canada verið að kaupa hveiti' frá Bandaríkjunum, ekki til útsæðis, held- ur til brauðgerðar. Mikið af því hefir far- ið til Saskatchewan. Um tvær miljónir mæla hefir þannig verið keypt, á upp- skrúfuðu verði, að burðargjaldi viðlögðu og 12 centa tolli á hverjum mæli. Að Canada kaupi hveiti frá öðrum þjóð- um er eitthvað- svipað og ef fsland færi að kaupa' saltfisk erlendis. En þetta er nú samt það sem er að ger- ast. Og þetta er það sem setur ! Af þeim giftir íslenzkum..16 verðið á hveitið, sem Saskat- chewan er nú að kaupa, hvert sem leitað er langt eða skamt eftir því. BRÉF Kæri hr. ritstj. Hkr.: “Það var einn svo fagran morgun, sólin skein á sali” — og á sundin blá, og fjöllin fyrir handan. Þá varð mér reikað um á mynda-sýningu listaskóla eins, undir stjórn “Works Progress Administration”. Þar var margt prýðilegt að sjá og skoða. Mér varð hlýtt í huga yfir því, að hér skyldi ágætri kenslukonu veitast þessi atvinna, og listhneigðu fólki á ýmsum aldri slíkt tæki- færi til að njóta ókeypis fræðslu. Þetta skyldi ekki lengur þykja Annara þjóða börn á skóla aldri og yngri .............27 Annara þjóða fólk sem hér á heima er flest af enskum ættum og nokkrir eru af frönskum. í bænum eru 4 sölubúðir og eiga íslendingar 3 af þeim. Elst og lang stærst er verzlun Jóns T. Árnasonar. Guðbjörn Guðmund- son hefir kjöt og ýmsar aðrar vörur til sölu, einnig hefir Ein- ar B. Johnson verzlun í bænum og mikinn landbúnað utanvert við bæinn. Hátt á þriðja hundr- að vel kynjaða nautgripi, 40 hesta fyrir utan fé, svín og fugla. Svo eru einnig flestir aðrir sem hér eiga heima efnalega vel sjálfstæðir. Svo eru hér 3 matsöluhús, eitt af þe|im ís- lenzkt. “hégóminn einber.” — Sól skein um salinn — og fyrir utan gluggan á aldintré alþakin blóm- skrúði vorsins. Nei, maðurinn lifir ekki af einu saman brauði.” Fyrst skoðaði eg Tandslags og blóma myndir, af því fagrir litir heilla mig svo ómótstæðilega. — En svo tek eg eftir röð af and- litsmyndum — sketches in black and white — Lincoln, Mona Lisa, Age of Innocence, o. fl. — og svo olíu málverk, andlitsmynd af ungum manni, sem eg kannaðist vel við. Allar voru þessar mynd- ir afbragðs vel gerðar, svo það greip mig forvitni um nafn list- málarans. — Þar stóð þá aðeins “Ásta”. — íslenzkt. Einmitt það. — Eg var hér, sem sé, stödd í miðju æfintýri eftir Jóhann Magnús Bjarnason, og hafði uppgötvað íslendinga á þeim ó- væntasta, en um leið ákjósanleg- asta stað! — Nú kom kenslukon- an og spurðl hvort eg þekti þessa konu. Fáir, segir hún, hafa lagt jafn mikið á sig, eða tekið slíkum framförum, því þessa tegund listar hafði hún eigi stund að fyr. Alt sem hún snerti fái sálrænan blæ, — hún sé eini nemandinn sem hafi reynt að mála eftir lifandi fyrirmynd, — o. s. frv. Ekki er mér kunnugt hvað hún ætlar fyrir sér, hún Ásta Árnadóttir, “Ásta málari”, — en hún er söm við sig og listina eins og forðum, þegar Guðm. Guð- mundsson orti til hennar kvæði sem endar á þessu fagra stefi: “Lyftu hátt í list og gengi landsins frægu tignarmynd, mundu það að lýsa lengi' list þín á, sem fyrirmynd. Láttu yfir íþrótt þína íslands tinda geislum slá. Láttu þar í litum skína, ljómann þinni bernsku frá.” Helzt á eg von á að hitta hana næst á einhverjum nýjum landa- mærum, því enn sér hún eflaust ónumin lönd í fjarska. Vinsamlegast, Jakobína Johnson —Seattle, 10. maí, 1938. FRÉTTAPISTILL OG FLEIRA FRÁ OAK POINT Uni tíðarfar s. 1. vetur er ó- þarft að skrifa, því það ber víst öllum saman um það að s. 1. vet- ur hafi verið einn sá mildasti sem komið hefir yfir Manitoba í s. 1. 50 eða 60 ár. Fiskivertíð hér mun mega telja í meðal- lagi. Lítið tap á netum það eg veit til. Oak Point þorpið er bygt á austurbakka Manitoba-vatns hér um bil í/4 til 1/2 mílu frá vatni, norðarlega í township 17 R. 5W. Atvinna bæjarbúa er fiski- veiðar og landbúnaður. íbúatala þorpsins er 263 ung- ir og gamlir. Eftir þjóðerni skiftist það þannig: Giftir íslendingar, menn og konur ......-...............75 Af þeim giftir annara þjóðar 16 ógiftir íslendingar yfir 14 ára 18 fsl. börn á skólaaldri og yngri 42 Hálf íslenzk börn ............37 Fullorðnir annara þjóða .......64 Félagsskapur Söfnuður er hér, sem tilheyrir íslenzk'a Sambands kirkjufélag- inu og veitir séra Guðmundur Árnason honum forstöðu. Ensku mælandi fólk af öðrum þjóðum hefir einhverja kirkjulega starf- semi sín á milli, því eru sendir út hingað stúdentar á sumrinu að öðru leyti' er eg ókunnur starfsemi þeirra í kirkjumálum. Hér eru tvö kvenfélög starfandi. Öðru þeirra tilheyra bæði ís- lenzkar og annara þjóða konur og stúlkur og er það býsna fjöl- inent. öðru félaginu tilheyra aðeins íslenzkar konur; er það heldur fáment og hefir það að miklu leyti starfað fyrr íslénzka söfnuðinn sem áður er minst. Svo hefir verið hér starfandi íslenzkt lestrarfélag í mörg und- anfarin ár. Hefir nú liðug 400 emtök af bókum og tímaritum. Heysala Héðan úr bænum og grendinni mun hafa verið selt hátt á 300 járnbratarvagnar hlaðnir af heyi, s. 1. haust og vetur og í vor. Og sannast hér hið fornkveðna, eins líf er annars dauði. Engir hafa dáið hér s. 1. vetur sem eg man, en kvefvesöld með hita hefir stungið sér niður hér og þar, einkanlega í börnum. Söngur og hljóðfæraspil Hér hafa sex ungir og efni- legir piltar (flestir íslenzkir) myndað félagsskap sín á milli sem kallast á hérlendu máli Or- chestra. Spila þeir á samkom- um bæjarins. Einnig var mynd- aður hér söngflokkur s. 1. sumar, með eitthvað um 16—17 manns og stóð sú kensla yfir í sex vik- ur. Varð að hætta við þá ment- unar tilraun vegna þess að þá byrjaði hér annatími með undir- búning undir fiskivertíðina, — netafellingar með fleiru; en eg vona að sú tilraun verði pndur- vakin aftur. Haraldur Eyford stjórnaði flokknum. Hér var einnig hafður laugardagsskóli fyrir íslenzka unglinga um nokkra mánuði að sumrinu um tveggja ára skeið. Konur þær sem kendu voru þsesar: Mrs. B. Mathews, Mrs. Lára Olson, Mrs. Helga Thorgilsson, Mrs. Emily Mathews, Mrs. Kristín Sveins- son og Miss Helga Sigurðson, nú flutt burtu. Konum þessum ber mikið þakklæti frá þeim sem viðhaldi íslenzks þjóðernis unna. Það mun kanske margur halda að slíkt verk muni ekki geta bor-' ið mikinn árangur; eg hlýt að viðurkenna að það sé satt að fárra tíma kensla einu sinni í viku geti ekki borið mikinn á- rangur, af þeirri einföldu ástæðu að miðkynslóðin sem nú er að ala upp yngstu kynslóðina, talar enska tungu á heimiiunum við börnin þó með nokkrum undan- tekningum sé. Eg hefi tekið eftir að eldri börn miðkynslóð- arinnar, sem fædd voru fyrir 10 til 15 árum tala flest öll lita- laust sitt móðurmál en það er meira en hægt sé að segja um þau börn sem fæðst hafa á síð- ustu 10 árum með einstöku und- antekning. Það er mjög slæmt

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.