Heimskringla


Heimskringla - 25.05.1938, Qupperneq 3

Heimskringla - 25.05.1938, Qupperneq 3
WINNIPEG, 25. MAf 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA vat. Það eru margir á fslandi, sem trúa því, að selirnir séu sjódruknaðir menn sem breytast í seli, en sumir halda, að það séu riddarar Faraós, sem drukn- uðu í Rauðahafinu. Menn hafa séð selina halda ráðstefnu að nóttu til. Trúin á hinn mann- lega uppruna selanna stafar sennilega af því, að höfuð sel- anna eru hnöttótt og lík manns- höfðinu og minnir á stuttkliptan Bæheimsmann, þegar þeir stinga kollinum upp úr öldunum. Sænsk skopsaga segir frá tveimur bændum, sem veiddu sel á Dels- bos-vatni. Þeir komu auga á hnöttótt höfuð. Annar þreif byssuna, en höfuðið hrópaði með óttasleginni rödd: “Skjóttu ekki, eg er bara vinnumaður og er að baða mig”. En hinn bónd- inn sagði: “Trúðu honum ekki! Skjóttu!” Alþekt er sagan um það, hvernig Sæmundur fróðl kom til íslands á selnum, en það var djöfullinn sjálfur. Ef hann kæmi Sæmundi þurrum á land, átti hann að fá sál hans. Sæ- mundur bjargaði sér upp við landssteina með því að berja í höfuðið með saltaranum, en þá sökk hann. Efst á ljósakrón- unni fögru í Odadkirkju er bronsmynd af Neptunusi ríð- andi á sæhesti. Það er Sæmund ur á selnum, segja menn. Trúin að sædýr, sem bjarga mönnun- um og hjálpa, er víða til í heim- inum. f grískri goðsögu ber Zeus í sænautslíki hina fögru Evrópu á baki sér yfir hafið til Krítar. Appollon kom til Relfi á bakinu á höfrungi með þrífót sinn í hendinni. f indverskum heimildum er sagt frá, að hinn voldugi guð, Vishnu, breytti sér í fisk, sm hét Matsu, og í þeim ham bjargaði hann Manu, Nóa hindúanna, úr syndaflóðinu. Á vesturlandi hér á íslandr er til saga um galdrakonu, sem gat breytt sér í sel. Þá er sagan um Hreiðmar, sem breytti sér í otur, en svo slysalega tókst til, að Æsir drápu hann og urðu að greiða mikið gull í bætur. Otursbelgurinn var troðinn út með gulli, og gulli var hlaðið upp umhverfis hann. — Jafnvel sagan um dverginn And- vara, sem breytti sér í fisklíki og var veiddur af Loka og varð að láta af hendi alt sitt gull til lausnar sér, — hefir skyldleika við hinar venjulegu sögur, sem allstaðar finnast, um fiskinn, sem var veiddur og lofaði gulli og grænum skógum til að verða' frjáls aftur. Einkennandi aition, eða sögn, sem skýrir ýms fyrirbrigði, er sögnin um Loka, þegar hann breytist í lax í Fránangursfossi. Goðin leituðu hans og óðu strauminn. Að lokum fær Þór gripið fiskinn, en hann smýgur úr geipum hans, “og er fyrir þá sök laxinn afturmjór,” segir Snorra Edda. í þjóðsögum síð- ari tíma á fslandi er prýðilega vel samsvarandi saga um það, hversu svörtu rákirnar á ýsunni urðu til. Eitt sinn náði djöfull- inn taki á henni, en þar sem fíngur hans gripu um hausinn, sitja enn í dag svartir deplar, og Þegar hún rann úr greipum hans urðu tvær svartar rákir eftir fíngurna, beggja megin á fiskin- um. f öðrum löndum eru fugla- aition algengust. Dularfullir fískar hafa t. d. fundist í íslenzk- Um ám og vötnum. Flatir fiskar hafa jafnan þótt furðulegir. f Svíþjóð eru margar sögur til um vaxtarlag skarkolans. í Lagar- fljóti hafa verið margir illir vatnavættir. Þar er bæði selur, shata og ormur, en það versta er hó skrímsli, sem á að vera stærri en hestur, kolsvart að lit og lík- ist íslenzkum bát. Margir bænd- Ur hafa sagt, að þeir hafi sjálfir séð sumar þessara furðulegu skepna. Hugmyndin um Miðgarðsorm- ihn, sem liggur í hafinu um- hverfis alla jörðnia, sem að lok- um fer á land upp til að tortíma heiminum, lifir víða í sögnum um sæslönguna miklu. Á sama hátt og Þór eitt sinn veiddi Mið- garðsorm og varð að sleppa hon- um aftur, hafa margir komið ná- lægt sæslöngunni og séð hana. Förunautar Egedes teiknuðu hana og aðrir hafa lýst henni. Bak hennar hlykkjaðist í mörg- um krókum gegnum yfirborð sævarins. Hvort þetta er aðeins skröksögur, eða þær stafa af því, að menn hafa skyndilega séð höfrungahóp koma upþ á yfir- borðið, eða þá, að það hefir verið lifandi svaneðla í ætt við plesio- saurus frá Silúr-tímabilinu, er ekki hægt að segja um með vissu. Þessu síðasta trúir ein- dregið gamall, enskur aðmíráll, sem hefir safnað öllum sögnum um ófreskju þessa í stóra bók. Og hann er ekki einn um það. Níðhöggur er líka furðulegur ormur í myrkri undirdjúpanna. Samsvarandi er í indverskum goðsögum hin mikla sæskjald- baka, sem ber heiminn á baki sér. Á baki hennar strokka guð- irnir vatn úthafsins með risa- tré, þar til þeir þannig einhvern- tíma skapa drykk ódauðleikans. Á Norðurlandi, skamt frá Siglu- firði, er bratt fjallaskarð, og í það koma stundum yfirnáttúr- legi'r skýflókar af hafi og drepa alla, sem fyrir þeim verða. Eftir að margir menn höfðu þannig farist, var skarðið vígt fyrir hér um bil hundrað árum síðan. En í október í haust fórust enn þrír ungir menn á sama stað. Svip- aða Iþjjóðtrú finnum jvé)r yfrál Salómonseyjum og polynesisku eyjunum. Þar er dularfult leyni- félag, sem kúgar lönd og þjóðir gegnum slíka þjóðtrú. Með á- kveðnu millibili grímuklæða sig tveir meðlimir og þykjast vera djöflamir Duk-Duk, sem koma á fleka af hafi og geta drepið hvern, sem þeir vilja, ef þeir fá ekki nægar gjafir. Á Vestur- Jótlandi er víða trúað á dular- fult naut eða kýr, sem einhvern- tíma stíga upp úr hafinu og valda heimsendi' eða eyða kirkj- um. Það er gömul indevrópisk þjóðtrú, að kýr séu í hafinu. — Odysseifskviða talar um kýr Helí usar í hafinu, og á Skáni segir sagan frá manni, sem fékk kú að gjöf frá hafmey, með því skil- yrði, að kýrin ætti ekki' kálfa með öðru en sænautinu, og að ekki skyldi drepa afkvæmi henn- ar. Þegar bóndinn óhlýðnaðist þessu boði, tók hafmærin aftur gjöf sína. Annars er kýrin oft í þjóðtrúnni eitthvað í sambandi við himininn t. d. í Babylon, Egyptalandi og Indlandi. Stund- um sjá menn hafmeyna, hina dutlungafullu drotningu sæfar- anna og fiskimannanna, um nætur, ýmist grátandi eða sygj- andi'. Hún minnir mjög á haf- drotningu Eskimóanna, sem stundum verður að mörgum haf- meyjum í þjóðtrúnni, sem eru niðjar Ægisdætra. í Grikklandi eru þær dætur hins hamrama Nereifs. Allir þekkja þá teg- und frá málverkum Arnold Böcklins eða æfintýrum H. C. Andersens, “Den like Havfrue”. Þar að auki' eru nefndir mát- mennlar í fleiri en einni íslenzkri sögu. Einn elzti vatnavættur, sem til er, er hinn summerisk- babyloniski Oannes-Dagon, sem að hálfu var maður, en að hálfu fiskur og kom upp úr djúpum hafsins til að kenna mönnum ýmsa síði og menningu. Þegar sumir fræðimenn þykjast þarna sjá minjar þess, að Sumerani hafi komið sjóleiðis í upphafi, er það áreiðanlega misskilningur. Dagon er bara venjulegur vætt- ur í þjóðtrúnni og a marga sam- svarandi veru um heim allan. Ekki hvað minst minnir hann á hina mörgu undrafiska 15. og 16. aldar, sem fóru upp í árnar og boðuðu heimsendi' og sem veidd- ust með páfakórónu á hausnum. öll slík undur voru kærkomin vopn í trúarbaráttu siðaskifta- aldarinnar. Vér könnumst við fiskinn í Rín, sem talað er um í “Vapensmeden” Viktor Ryd- bergs. Hann hrópaði: “Vei, vei, yfir villutrúarmenninu Lúth- er.”! Vér finnym hættuleg sæ- skrímsli í hinum arabisk-pers- nesku indversku sagnaflokkum. Vér þekkjum hinn illa djinn úr sjónum í “þúsund og einni nótt”, sem árlega krafðist þess að fá unga stúlku, þar til hetjan sigr- aði hann, sama tegundin og í goðsögunni Tbesevs og Mino- tauros, og ekki með öllu ólík Persens og Andrómedal-teg- undinni, sem t. d. finst í frásögn- inni um Þorvald og Droplaugu í FljótsdælaSögu hinni yngri'. — Finnar geyma Kalevala sögur úr móður vatnanna, sem óratíma Isveimaði í hafinu áður en hún tfæddi Vaainaamöinen. Líka er margt að segja um sæskrímsli Melanesarna, sem hafa horn og ugga, og um hafskeisara Japans og hinar mörgu keltnesku sagn- ir, vatnvætti sem menn veiddu. Gjarna hefði eg mátt tala um ýmis skrímsli í stöðuvötnum: Mímir, hina sænsku brunnkjess- an, hinn íslenzka brunnmiga, nykurinn eða “Strömkarlen”, sem tryllir menn og konur með hljóðfæraleik sínum, Loreley eða “Baackahesten,” sem í kvöldþokunni' á Skáni ginnti börn til að setjast á bak sér og nam þau síðan burt, en um alt þetta yrði of langt að skrifa hér. Eg hefi nú sagt lesendum “Stúdentablaðsins” nokkrar sög- ur um sæskrímsli, sem mér hafa nú dottið í hug. Hina íslenzku vætti þekkja ménn vel, en hinar erlendu eru eflaust mörgum ó- kunnir. Það er ómögulegt að á- líta þjóðtrú Norðurlanda, sem einangrað fyrirbrigði, sem sum- ir fræðimenn hafa altof oft haft tilhneigingu til. Möguleikann til alhliða skilnings fáum vér að- eins með varlegum samanburði á þjóðtrú hinna ýmsu þjóð- flokka, þar sem við á. Þar að auki hefi eg viljað mæla með því, að menn neyti sem allra mest kjöts, því að þegar heiðr- aðir lesendur mínir sitja við jóla- borðið og tyggja harðfisk eða taka bein úr ýsu, þá er ekki að vita, á hvaða skrímsli þeir eru að gæða sér. Ake Ohlmarks —Stúdentablaðið. KJÖR BÆNDA I ÞÝZKALANDI Eftir Vilgot Hammerling Vilgot Hammerling er sænsk- ur blaðamaður, sem dvalið hefir í Þýzkalandi í vetur á vegum sænska stórblaðsins “Dagens Nyheter”. Hefir hann skrifað greinaflokk í blað sitt um á- standið þar og er þessi grein tekin úr honum. ^NGIN atvinnugrein er jafn mikið skipulögð í Þýzka- mdi sem landbúnaðurinn. Þar efir brúnliðunum tekist, miklu remur en annarsstaðar, að ramkvæma það skipulag, sem yrir þeim vakti. Þeir hafa fram- væmt þar hreina byltingu. Um fleiðingar þessara athafna erður þó ekki til hlítar dæmt yrri en að nokkrum árum liðn- m. Landbúnaðurinn er því brún- ðum sú fyrirmynd, sem þeir ta til og á að vera fordæmi um lótun og endurskipulagningu nnara atvinnuvega. Það virðist ví ekki úr vegi, að kynna sér okkuð, hverju Þjóðverjar hafa oj*kað á landbúnaðarsviðinu síð- stu fimm árin. Sérhver Þýzkur maður, sem innur við landbúnaðinn, við ramleiðsluna sjálfa og vinslu lennar, stendur beint undir tjóm ríkisstofnunar, svo fremi, em hlutaðeigandi hefir ekki ver- 5 sérstaklega undanþeginn, svo em á sér stað um þá, er reka eitingahús. Utan valdsviðs þessarar ríkis- tofnunar á þýzkur jarðyrkju- naður engan tilverurétt. Hún grípur daglega inn í öll hans störf og leggur honum fyrir hve mikið hann skuli rækta af hverri tegund jarðargróðans, hve mörg- um kílógrömmum korn hans skal skila af sér, hverju verði kornið skuli goldið. Erfðarétturinn Svo er kveðið á, að elzti sonur bónda hvers á um það að velja, að erfa föðurleifð sína eða ekk- ert ella. Kjósi hann föðurleifð- ina, eiga yngri bræður hans þess engan kost að gerast bændur. Sjálfur getur hann heldur aldrei flutt í burtu né selt eign sína. — Hún getur aðeins erfst, því er slegið föstu, að órjúfandi sam- band sé á milli blóðs og moldar. Þess skal til skýringar getið, að þessi erfðalög ræna ekki yngri s'ystkinin að öllu leyti erfðatilkalli sínu. Ekki að öllu leyti. Þau eiga kröfu á hand- hafa jarðeignarinnar, með hlið- sjón af fjárhagslegri getu hans, um stuðning á einn eða annan hátt til einhvers nýs starfs og geti þau hvergi fest rætur mega i þau snúa heim til óðals ættar- innar og setjast þar upp sem ] matþegar bróður síns til æfiloka. j Slíkan rétt heinitar sérstakur erfðadómstóll fólkinu til handa, þegar þörf krefur. Kenslumálin Þannig er drotnað yfir land- búnaðinum. En það er eigi að- eins framleiðslan ,sem ríkisstofn- , un þessi hefir séð ástæðu og nauðsyn til að láta til sín taka. Hún hefir einnig heimtað í sín- ar hendur rétt til þess að á- jkvarða hvað skuli berast bænd- : unum til eyrna, hvað þeir eigi að lesa og hvað þeir megi hugsa. iHún heldur stjómmálanámskeið 1 fyrir unga og aldraða, annast um mentun kvenna í húslegum greinum og leggur á það mikla áherzlu, veitir verkamönnunum j og bændum tilsögn í jarðræktar- fræðum og skýrir fyrir þeim hið náttúrlega samband vinnumanna og húsbænda. i Þessi stofnun hefir því margt það með höndum, sem í öðrum löndum er látið afskiftalaust, eða liggur á verksviði f jölmargra aðila. En einstaklingar sjálfir, I sem hér eiga hlut að máli, þurfa jekkert að segja, nema Heil I Hitler. j Félagsrétturinn afnuminn Skipulagningin er óneitanlega víðtæk. Hvað, sem maður annars vill segja um brúnliðana, þá hafa þeir ekki látið felmtri á sig slá, þótt verkefnin væru mikilfeng- leg. öllu hefir verið safnað á eina hendi, neytendafélög, út- lánsstofnanir, griparæktarfélög, vinslusamlög, sameiginlegir út- sölustaðir framleiðsluvaranna, öll slík félagssamtök bændanna hafa verið lögð niður eða dregin undir vald skipulagningarinnar. Áburðarnotkun og handiðnaður er að jöfnu lagt undir vald þess- arar afskiftasömu stofnunar. Hinn æðsti maður á þessu sviði heitir Darré, sem er í senn landbúnaðarráðherra og for- stöðumaður búnaðarmálaskrif- stofu flokksins, sem rekin er jafnhliða stj órnarskrifstof unum. Það er Drarré, sem er höfundur erfðalaganna og hann hefir jmanna mest haldið á lofti hug- myndinni um ættleiðslu jarð- eignanna. Hann er ekki talinn jafn snjall sem fjármálamaður, en um þá hluti hefir hann mörg- um hagsýnum hjálparmönnum á jað skipa. Skipulagningin Miðstjórn búnaðarskipulags- ins hefir aðsetur sitt á umfangs- miklum skrifstofum. Það er talsverðum örðugleikum bundið að gera fulla grein fyrir öllum þeirra viðfangsefnum. Sérstakt foringjaráð stendur beint undir stjórn og eftirliti Darré. Starfssvið þess er skift í sjö deildir og hefir ein með höndum skólamál búnaðarins, önnur réttarmál, þriðja kynþátta mál bændastéttarinnar o. s. frv. Jafnhliða foringjaráðinu er starfandi- almenn skrifstofa, sem fjallar meira um hin hagrænu málefni, en hennar verkefni eru þrískift og hefir ein deildin með höndum sjálfa skipulagninguna, önnur annast bókaútgáfu- og fréttastarfsemi í þágu búnaðar- ins, en sú þriðja rannsakar fjár- hagsafkomuna og framleiðslu- möguleikana. Þessar skrifstofur allar hafa stór útibú á tuttugu stöðum í Þýzkalandi og smærri á alls 490 stöðum. Hér með er þó ekki öllu lokið. Það eru líka starfræktar skrif- stofur, sem eiga að vera leiðandi í hinujn ýmsu greinum búnaðar- ins, svo sem um framleiðslu kornvöru, kjöts, mjólkur, kar- tafla, eggja, aldina, víns, og um ölgerð, sykurvinslu og fiskiveið- ar. Virðist þá þetta kerfi vera orðið æði þungt í vöfum. Aðgerðir þær, sem teknar hafa verið upp til þess að tryggja íbúunum næga innlenda fæðu, eru mjög róttækar. Það eru þvingunartilskipanir um af- hendingu kornvöru, sem ekki er brýn þörf fyrir á heimilunum, fyrirskipanir um aukna kar- töflurækt og blöndun kartaflna í brauð o. s. frv. Árangurinn En meðan öllu þessu er í kring komið hafa akrar og ræktarlönd í Þýzkalandi minkað um 23 þús. hektara á síðasta ári og kornupp skeran hrekkur ekki nærri til. Þó hefir dálítil nýrækt átt sér stað. Minkandi framleiðsla er að nokkru leyti' óhagstæðri veðr- áttu að kenna, jafnhliða því, sem mikið af akurlendi hefir farið undir hina nýju bifreiðavegi og stór svæði hafa verið tekin und- ir nýja flugvelli. Landbúnaður- inn á líka erfitt um að fá nógan vinnukraft og ekkert bendir til batnandi ástands í þeim efnum. Skipulagningin ein getur ekki bjargað, jafnvel ekki í Þýzka- landi. En geti þýzkir bændur glaðst yfir þeim hagnaði, sem hún hefir fært þeim, þá mega þeir muna hvaða verði þeir hafa goldið þann gróða. * Þeir hafa verið sviftir öllu frjálsræði og sjálfræði.—N. Dbl. '600 miljónir af íbúum jarðar- innar líta á svínið sem “óhreint” dýr og leggja sér ekki til munns kjötið af því. HVAÐ ER AÐ GERAST I ABESSINÍU? Fyrir nokkru var greint frá þeim orðrómi í útvarpsfregnum, að Mussolini hefði boðið Haile Selassie fyrverandi Abessiníu- keisara, að setjast að í Abess- iníu. Áttti að hefja hann þar til metorða og láta hann njóta svip- aðrar aðstöðu og furstar Ind- lands í sínu landi. Síðari fregn- ir herma, að stefna Haile Selas- sie sé óbreytt, að hann muni vinna að því, að sjálfstæði Abes- siníu verði viðurkent. Ógerlegt er að segja, hvort orðrómur þessi hefir haft við nokkuð að styðjast eða ekki, en um annað, sem þó er mikilvægt, ber erlend- um blöðum saman, nema ítösk- um, að erfiðleikar ítala í Abes- siníu eru enn mjög miklir, og að því fer mjög fjarri, að þeim hafi tekist að friða landið. f janúarlok tilkynti fulltrúi Abes- siníu í London, að manntjón ftala í desember og janúar næmi 6000 mönnum í Abessiníu, en þrjár herdeildir innfæddra Eritreumanna hefði gengið í lið með Abessiníumönnum til þess að hjálpa þeim í smáskæruhem- aðinum gegn ftölum. óháðar heimildir, segir merkt amerískt blað er ræðir þessi mál, telja fregnir þessar hafa við mikið að styðjast — að þær sé ekki f jarri hinu sanna. Samkvæmt þessum fregnum hafa ftalir mist úr höndum sér nærri alt land um- hverfis Tanavatn. Umhverfis Harrar er alt sagt með tiltölu- lega kyrrum kjörum, en suð- vesturhluta landsins hafa ítalir ekki einu sinni reynt að leggja undir sig ennþá. Byltingartil- raunir hafa verið gerðar í Gojam og Tigre og í Wallega og Ambo- héruðunum eru Abessiníumenn ráðandi, en ekki ítalir, segir i skeytunum. — Sefna Graziani vice-konungs í Abessiníu hefir ekki reynst affarasæl. Þessvegna var hertoginn af Aosta sendur þangað til þess að taka við em- bættinu af honum. — ítölsku blöðin neita öllu þessu og segja, að hið hernaðarlega ásigkomu- lag í Abessiníu sé svo sem bezt verður á kosið, en ftalir sé svo á- fjáðir í að fara til Abessiníu til þess að setjast þar að, að ekki sé unt að sinna beiðnum nándar nærri allra umsækjendanna. f- talir segja, að færri hvítir her- menn sé nú í Abessiníu en fyrir einu ári, og innfæddum Abes- siníumönnum í nýlendurher í- tala þar fjölgi stöðugt.—Vísir. All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.