Heimskringla - 25.05.1938, Page 4

Heimskringla - 25.05.1938, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. MAÍ 1938 WINNIPEG, 25. MAÍ 1938 NAZISMI1 SUÐUR-AMERIKU Fyrir nokkru virtust menn bera tals- verðan kvíðboga fyrir því, að nazismi væri að breiðast út um Suður-Ameríku. út- varpsræðum frá Þýzkalandi rigndi yfir þjóðirnar syðra á þeirra eigin tungu og það var yfirleitt ætlun margra að Brazilía hefði fallið fyrir því og hefði tekið upp stjórnskipulag Hitlers. Fréttir frá Brazilíu fyrir ekki fullum tveim vikum, báru þó alt annað með sér. Nazistar hópuðust saman eina nóttina þar úti fyrir stjórnarsetrinu og ætluðu sér að taka það í sínar hendur. En stjórnin varð- ist hreystilega, bældi uppþot nazistanna niður og nú er ekki útlit fyrir að þeir hafi þar neitt tækifæri. Og í öðrum lýðríkj- unum syðra virðist útvarps-áróðurinn hafa haft aðrar afleiðingar í för með sér, en til var ætlast. Stjórnir flestra ríkjanna ganga nú rösklega fram í því, að uppræta alt naz- ista bröltið. í Argentínu hefir öllum þýzk- um skólum verið lokað og útlenzkum póli- tískum uppivöðsluseggjum verið settur stóllinn fyrir dyrnar. Það eru því allar líkur til að í Suður- Ameríku sé ekki eins frjór jarðvegur fyrir Nazisma og ýmsir hafa búist við. Það er að vísu ekki fullur friður kominn á í Brazilíu, en af útlitinu að dæma, virðist nazista-hópurinn þar fámennari en við hafði mátt búast. Og að stjórnin hafi hann í hendi sér, mun enginn vafi á. Lýð- ræðið í Brazilíu og ýmsum fleiri ríkjun- um kann að vera ófullkomið, en það virð- ist eiga nógu djúpar rætur til þess, að fjúka ekki burtu fyrir blástri Hitlers og Mussolini. Það virðist ekki fjarri að ætla, að fasismi og nazismi séu afkvæmi síðasta stríðs og afleiðinga þess í Evrópu, en þær telur rithöfundurinn heimsfrægi Thomas Mann, “hafa leitt miðalda myrkur yfir Evrópu og drepið vestræna menningu.” Þá menningu telur hann Ameríku eina nú um að vernda frá glötun. SKIN OG SKUGGAR Það er fátt sem fyrir augu manns eða eyru ber, sem meiri ánægju vekur en að vera við athöfn sem þá, er háskólum er sagt upp og prófskírteinum nemenda er útbýtt. Heillaóskir kennaranna til nem- enda og hinn bjarti, hreini svipur yfir æskunni, er alt saman töfrandi og færir hverjum sem þar er viðstaddur fögnuð, fögnuð út af þeim undirbúningi og mentun sem henni hefir hlotnast og manni finst að hljóti að strá blómum á framtíðarveginn. Það er engu líkara en að hægt sé að gleyma öllu sem á dagana hefir drifið og hugan hefir hrygt, þessa sólskinsstund sem upp- sögn skólans fer fram. Það er sem bæði foreldrar nemendanna og aðrir viðstaddir sjái að einhverju leytr þær vonir vera þar að rætast, sem lífsreynslan hefir kent þeim að þrá og láta sér þykja vænst um. Uppsögn Manitoba-háskóla síðast liðinn miðvikudag minti á alt þetta. Forseti' há- skólans, Sidney Smith, kvaddr hina ungu vini sína, nemendurna, 477 að tölu, með hugljúfri ræðu og árnaðaróskum. Hann mintist þess og gladdist yfir því, að tala nemenda færi vaxandi við háskólann, því vonin væri sú, að þetta fylki qyti góðs af því í framtíðinni. En þá er spursmálið, hvað gerir þjóðfé- lag þessa fylkis til þess að stuðla að því að kraftar æskunnar komi hér að notum ? Það er þegar á þetta mál, mentun æskunnar, er litði frá því sjónarmiði, sem skuggann dregur fyrir sólina. Fyrir þessum 477 nemendum, sem við heilsum með fögnuði, er ekki sjáanlegt að annað liggi', en at- vinnuleysi eða að flýja burt úr þessu fylki. Á síðast liðnum 5 árum, hafa hvorki fleiri né færri en 25,000 ungmenni á aldrinum frá 18 til 30 ára orðið að hverfa burt úr Manitoba-fylki til þess að reyna annar staðar að hafa ofan af fyrir sér. Og mjög margt af þessum ungmennum hafa verið útskrifuð frá Manitoba háskóla. Meðan því fer fram, að Manitobafylki elur upp og mentar æskuna fyrir önnur fylki, eru hlut- irnir ekki að ganga eins og vera ætti. Það er auk þess alt annað en skemtilegt fyrir nemendurna sjálfa, að þurfa að yfirgefa foreldra sína og vini og umhverfið, sem þeir eru fæddir og uppaldir í, slíta öll bönd, er þar halda í þá. Þetta minnir alt grátlega á, hve samvinnan er lítil milli mentastofnananna og þjóðlífsins. Ef nokkuð er meint með orðinu stjóm, hlýtur það að vera í því fólgið, að ráða hið bráð- asta bætur áj?essu. Það er þá fyrst, en ekki fyr en að það er gert, að mentun æskunnar kemur henni og þjóðfélaginu að notum og verður til þeirrar heilla, sem allir óska. MANNGILDI Ræða flutt í Sambandskirkjunni sunnu- daginn 16. maí af Bergthor Emil Johnson. Texti: Sé við ekkert ilt að stríða, Er ekki sigur neinn að fá. —D. S. Síðla einn haustdag á Englandi árið 1921 staðnæmdist eimlest við lítinn námubæ í Suður-Wales. Það er kulda rigning. Dökkir skýjabólstrar virðast hylja fjalla tindana í mislitri móðu, og enginn búski né gróður er sýnilegur, aðeins fá visin tré er standa sem einbúar og teygja krasklótta og nakta kvisti móti aðsígandi húmi næturinnar. Einn farþeginn er ungur maður, hold- grannur, með há kinnbein, sterklega kjálka; dökkur á brún og brá; og róleg, staðföst, blá, spyrjandi augu. Þetta er ungur læknir sem er að koma að sínu fyrsta starfsviði, og þó að koman sé skuggaleg þá er einhver hulinn kraftur sem streymir frá þessu óvistlega þorpi og snertir nýja strengi framsóknar og vonar í sál hins unga manns. Svo byrjar sagan “The Citadel” eftir Dr. A. J. Cronin. Bókin er gefin út í september 1937 og er búið að endurprenta hana 10 sinnum síðan og má óhætt fullyrða að engin bók hefir verið eins víðlesin um hinn enska heim á jafn stuttum tíma. Dr. Cronin er nafnkendur höfundur. Hann er læknir og söguhetjan er ungur læknir, An- drew Manson, sem byrjar lífsstarf sitt fullur af djörfung og áhuga að græða mein mannfélagsins og lifa sjálfur hinu göfuga og fullkomna lífi. Bókin öll er hörð ádeiia á læknastéttina á Englandi, ávítun yfir úreltum, gamal- dags aðferðum, yfir hugleysi að rannsaka og reyna nýjar leiðir, yfir dvala og dáð- leysi, en samt að halda hlífisskyldi yfir óráðvöndum og vankunnandi prökkurum er nota þesa göfugu stétt til að auðga sjálfa sig á fávizku og trúgirni almennings: Hinn ungi læknir Manson berst við fá- tækt og ýmsa örðugleika að gera sín kraftaverk. Að síðustu kemst hann til Lundúna og tekur þar til starfa með sömu elju, sömu samvizkusemi' og fer að vegna betur. Hann kemst í kynni við lækna er sýna honum veginn að gera lífið þægilegra og inntekta liðinn Istærri án þess að leggja of mikið á sig. Með sjálfum sér ber hann aldrei fult traust til þeirra, en heldur áfram að starfa með þeim og sekk- ur æ dýpra og dýpra í samskonar lifnaðar- hætti og þeir og samskonar framferði. — Hann hefir ekki sjálfur orðið sjónarvottur að vankunnáttu þeirra og telur því sjálf- um sér trú um að alt gangi vel, því bæði verki og peningum rignir yfir hann. Að því kemur þó að hann þarf að aðstoða einn þenna stallbróður sinn við uppskurð. Við uppskurðinn kemst Manson að því að stall- bróðir hans hefir hvorki vit né kunnáttu á verki sínu. Uppskurðurinn mistekst og sjúklingurinn deyr. Þetta gerbreytir lífi og stefnu hins unga læknis. Hann vaknar eins og af dvala, snýr við á hinni hálu braut, og hlýðir nú rödd síns innra manns er vísar leiðina til göfgis og manngildis. Þetta atriði finst mér þungamiðja. sög- unnar, varðveizla manngildisins. Maður- inn er breyskur, en ef innrætið og göfgi sálarinnar er heilnæmt þá er altaf við- reisnarvon. Nafn sögunnar, Citadel, þýðir virki og dreg eg þá ályktun að hér sé átt við virki mannssálarinnar, göfgi manns- andans, virki manngildisins sem varist getur öllum árásum, manngiidisins sem er æðsta takmark lífsins. Mér fanst þegar eg lauk við að lesa þessa bók að það vera svo margt sem hægt væri að læra af henni og sérstaklega sem á við þá tíma sem við lifum á. Maður heyrir ekki annað en að heimurinn sé að ganga forgörðum, að lífið sjálft sé til- gangslaust og að erfiðleikar og kúgun sé að eyðileggja almenning. Það eru ástæður fyrir öllu, og efalaust er ein aðal ástæðan fyrir kyrstöðu og óáran að einstaklingur- inn of oft, þrjóskast við að rannsaka sinn innra mann, sitt eigið sálarástand og vekja til dugs og dáða þann þroska og það manngildi sem honum er gefið af sín- um skapara. Almenningur kann ekki að fara með sín framfaramál, kann ekki að kjósa sína leiðtoga, kann ekki a§ velja eða hafna eftir skynsamlegri dómgreind, og alt fyrir vöntun á þroska og manndóm síns eigin anda. Leiðtogar eru sjaldan kosnir fyrir manngildi sitt eða andans göfgi, heldur fyrir flokksfylgi ög samband við fariseana sem töglin og hagldirnar hafa. Og almenningurinn sem hefir ekki nógan manndóm að ígrunda og hugsa fyrir sig sjálfur er teymdur í tjóðurbandi heimsk- unnar og líður svo alt tjónið eins og við er að búast. f biblíunni- stendur, “leitið og þér munuð finna”, “knýið á og þá mun upplokið verða”. Það er mikill sannleikur í þessum spakmælum en viljinn til að flytja fjöll, drenglyndi hugans og mann- gildi sálarinnar verður að fylgjast með ef torfærurnar á að yfirstíga. “Sé við ekkert ilt að stríða Er ekki sigur neinn að fá.” Hvílíkra sigra er ekki hægt að vinna mannfélaginu til heilla ef viljinn og dáðin taka saman höndum í fari einstaklingsins svo hann gugni ekki við hvern mótvind og þá er svo létt að segja með skáldinu: Ef vogar æfi vinningunum þínum Að varpa í hlut á góðs máls teningskast, Og tapa þeim—En byrja á sömu brýnum Á bili næsta, og forsmá, tjón og last— Ef átt það vald á hjarta, trú og taugum, Að týna ei móð hjá óska þinna val En stendur djarfur fyrir allra augum, Með eina liðið, viljann þinn: Eg skal! Þá fær þú sigrað bæði “hold og heiminn”— Og heill sé með þér! Þú ert efni í mann! Manngildi og trú eru svo tengd að ekki verða sundurskilin. Trúin, eða sálarástand mannsins er hið daglega ljós hans og leið- arvísir á lífsbrautinni. í liðinni tíð, á hin- um ömurlegu og örvæntingarfullu tímum þjóðanna hefir það oft verið trúarskortur sem hefir átt stóran þátt í hnignun og magnleysi mannfélagsins, vantraust á gildi einstaklingsins, gildi andans að feta á- fram og uppávið þó við örðugleika sé að etja. f hinum kristnu löndum heimsins eru að minsta kosti 250 til 300 mismunandi trú- málaflokkar sem allir þykjast boða kenn- ingar og lærdóm Jesú. Kristindómurinn hefir verið gerður svo flókinn og umvaf- inn svo miklum hégiljum, hindurvitnum og játningum, að ómögulegt er fyrir ein- staklinginn, undir því fyrirkomulagi sem við lifum, að breyta samkvæmt honum í orði eða verki. Og það undraverðasta er að trú Jesú, mannsins mikla frá Nazaret, mannsins sem er bezta fyrirmyndin í manngildi og göfgi sálarinnar, var svo ó- brotin og einföld að hvert barn getur skilið. Allir menn eru börn eins og sama föð- urs, þessvegna réttilega bræður og systur. Réttlæting mannana er fólgin í siðferðis fullkomnun þeirra til hugsana, orða og verka. Jesús áleit að þegar allir menn skildu að þeir væru börn Guðs og bræður, yrðu þeir góðjr og fullkomnir og þá kæmi Guðsríki á jörðu. Þetta er ofur óbrotin en fögur kenning. Guð birtist hið innra hjá manninum, í siðferðis meðvitund hans. Hið órjúfanlega réttlætislögmál Guðs er ritað á sálir vorar og knýr oss til að gera greinarmun á réttu og röngu, góðu og illu. Hann hefir frá upphafi birt vilja sinn í meðvitund allra heilbrigðra sálna og þrá þeirra eftir réttlæti og farsæld. Annaðhvort er það yfirskyn eða hrein og bein fávizka mannanna að gera þessa dýr- mætu lífsskoðun svo margþætta og erfiða til eftirbreytni, að það hefir hjálpað til auka á bölsýni og kjarkleysi einstaklings- ins, í stað þess að hefja hann til hæða í vissunni um framför mannkynsins til full- komnunar og farsældar. Ásatrúin til forna var heillandi á sinni tíð og svo einföld að allir gátu breytt eftir henni. Hreysti og drengskapur voru þær siðferðisdygðir sem mest áherzla var lögð á. Trú heiðinna manna til forna1 er vel lýst í þessum 2 erindum eftir Davíð Stefánsson í Heið- ingjaljóðinu: N Eg hata hinn þýlynda þræl Hinn þróttlausa örkvisalýð, Hið andlega útburðarvæl Og ellinnar hræsni og níð. Eg virði hinn vaxandi' mátt, Hinn vaska og hugprúða mann, Sem altaf ber höfuðið hátt, Sem hater og þráir og ann. Eg krýp ei með kveinandi lýð, Sem hvorki leið sorgir né böl. Eg fylgi þeim stolta í stríð, Sem storkar hættum og kvöl. Lát kasta þeim kvistum í ofn, Sem klakinn og stormurinn braut. Eg tilbið hinn sterkasta stofn, Er stóðst hina sárustu þraut. Það sem kristindómurinn hef- ir fram yfir Ásatrúna er friðar- andinn og bræðralagið. Hug- prýðin og drenglyndið er þar en bróðurkærleikur og friðarhug- sjónin eiga að haldast í hendur við manngildið til að stofna Guðsríki á jörðinni'. Eg hefi ávalt dáðst að for- göngumönnum frjálslyndisins meðal okkar ísl., sem vildu hugsa fyrir sig sjálfir og höfðu nógu mikið hugrekki' og sjálf- stæði að brjóta nýjar brautir i heimi andans og trúarbragð- anna, er væru meir í samræmi við skynsemi og nútíðadíf ein- staklingsins. Engar af hinum mörgu gjöfum Guðs eru dýr- mætari en skynsemin og frjáls- ræðið. Án skynseminnar gæti maður ekki lært að gera greinar- mun á góðu og illu, og án frjáls- ræðisins bæri hann enga á- byrgð á því hvort hann veldi sér heldur ilt eða gott. Skyn- semin er leiðarljós það er mann- inum er gefið til þess að vísa honum veginn gegnum lífið. Mér finst þeir minni mann- dómsmenn sem móka í dáðleysi og nenna ekki' eða vilja ekki hugsa fyrir sig sjálfir, en láta berast sem strá fyrir vindi með fjöldanum eftir leiðsögn þeirra sem taka ekki tillit til hvort sú leiðsögn er til heilla fyrir mann- félagið eða ekki, en: Þeim, sem öllu afli Og anda sínum beitir Til að leita og lifa Liðsemd Drottins veitir. Þeir, sem fremstir fara fjöldann áfram hvetja. Dýrðlegasta dauða Deyr hin besta hetja. Spursmálið er ekki æfinlega, hvað fljótt sigur fáist. Að hnjóta um lífsins hála svið, Að hrasa og falla—en uppá við, Er ferill að framfara auði. Og heiminn ei bagar að heilag- leik enn, En hann þyrfti stærri og göfugri menn En langfærri saklausa sauði. -Eitt mesta ,niðurlægin^ar tímabil í sögu hinnar íslenzku þjóðar er á 17. öld, og það sem öðru framar einkennir þá öld er kjarkleysið og vonleysið — von- leysið um framtíð lands og þjóð- ar, og það leggur yfir hana þenna óumræðilega þunga ör- væntingarblæ. Einstaklingarnir og þjóðin er búin að missa trúna á sjálfa sig og framtíð sína og lætur því berast viljalaus og meðvitundarlaus með örlaga- straumnum. Það líður framund- ir hálfa öld áður geilsar morgun- sólarinnar rjúfa skýin og dreifa myrkrinu. Þegar Isrealslýður forðum daga tók til að villast út af sinrti réttu braut og reikðai um í villu ag andvaraleysi, þá vöktust jafnan upp hjá honum spámenn, sem leiddu þjóðina aft- ur inn á réttar brautir. Eins var það með íslenzku þjóðina. Það risu upp hjá henni spámenn, leiðtogar, gæddir hugprýði, framsóknaranda og manngildi, og skáld, kraftaskáld af Guðs náð, sem eru eins og hrópandans rödd í eyði mörkinni hjá tómlátri og andvaralausri kynslóð. Þau eru eldstólpinn sem lýsir þjóð- inni og vísar veg, og hvetur hana til dáða. Fjölnismenn eru leið- togar viðreisnartímabilsins, þeir eru hreyfiaflið sem knýja fram- sóknarfleyið áfram. f þessu landi eigum við enga verulega leiðtoga og engin kraftaskáld. Þegar um stór- menni er að ræða, hvort heldur eru stjórnvitringar, skáld eða hugvitsmenn, sem hefja nýjar stefnur og ryðja nýjar brautir, þá er reynslan oftast sú að sam- tíðin á bágt með að skilja þá og er treg til að fylgja þeim og nýt- ur þeirra þessvegna ekki nema til hálfs eða varla það. Við kunn- um ekki- eða viljum ekki hér í þessu landi kjósa okkar leiðtoga flema þeir fylgi vissum flokkum eða stefnum, í stað þess að meta þá eftir manngildi og hæfileik- um til að vera fyrirmynd, mann- félaginu til heilla. Spursmálið er því fyrir hvern einstakling að leggja sjálfan sig á metaskálarnar, skoða í sinn eigin barm og byrja viðreisnar tímabil í sinni eigin sál. Þörfin á þessum breytilegu tímum er fyrir það andlega við- horf sem eykur bjartsýni en hrekur bölsýni, sem skapar dug en ekki dáðleysi, sem eftir hina óbrotnu drenglyndu trú Jesú á bræðralagið og manngildið. Alt þetta getur hver einstaklingur öðlast ef hann aðeins notfærir þann töframátt síns innra eðlis sem sækir áfram og uppávið. — Þeir sem hafa með skynsemi og djörfung öðlast þessi dýrmæti, og þeir eru margir, ættu sízt að sitja hjá eða draga sig í hlé. — Þeir geta vakið nýja von í brjóst- um þeirra sem örvænta, nýjan kraft í huga þeirra sem eru að hopa. Þeir ættu að leggja hönd á plóginn, því þeir hafa leitað og fundið. Eg trúi því að þroski einstaklingsins verði' sáluhjálp hans og efling þess þroska sé eitt af takmörkum lífsins. Við getum öll í sameiningu unnið að því verki og hjálpað til að gera umhverfið sem við lifum í og mannfélagið sem við heyrum til, bjartsýnna og betra. Lífið er barátta og á að vera það, því: Sé við ekkert ilt að stríða Er ekki sigur neinn að fá. BRÉF FRÁ ISLANDI (Eftirfarandi bréf og grein er Mr. Bjarna Sveinssyni í Keewat- in, Ont., skrifað að heiman. — Hefir hann verið svo góður að leyfa Heimskringlu að prenta það og kann hún honum þakkir fyrir. — Ritstj.) Fegurhólsmýri, Skaftafellss., 17. marz, 1938 Kæri trygðavinur og velgjörari! Eg þakka þér innilega öll út- látin til míns, sem þú færð aldrei launuð nema með hlýjum hug- skeytum, sem eru létt í vösum, en sem eg vona að hafi góð á- hrif. Og nú í gær fékk eg að sunnan með pósti', Almanak fyr- ir þetta ár frá þér með ágætum skilum; er mikill fróðleikur í því, eins og í öllum hinum, og svo hinum blöðunum, Heims- kringlu og Lögbergi. Ýmsa sem eru í þessu almanaki þekki eg vel, og þykir vænt að kynnast þeim á ný. Sveinn Árnason kom hingað 1930 og var hér nokkra daga, var fyr á Kvískerjum hjá tegndaforeldrum mínum. Konu hans þekki eg líka vel. Hún var hér áður hún fór til Ameríku. Þorsteinn Vigfússon — frændi minn — var á Kvískerjum sam- tímis mér, 1880 til 1883, og vissi eg nú ekkert um hann, nú er hann fundinn, og þótti mér vænt um. — Þorsteinn Gíslason frá Hnappavöllum, sonur Gísla bónda þar, er eg var oft með, og var gott að kynnast honum á

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.