Heimskringla


Heimskringla - 01.02.1939, Qupperneq 2

Heimskringla - 01.02.1939, Qupperneq 2
2. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 1. FEBRÚAR 1939 FERÐ TIL VATNABYGÐA var kunnugur frá fyrri tíð en ----- j þeir voru þar ekki, bað eg prest Eftir G. J. Oleson að skila kveðju til þeirra, og í- ----- treka við þá að sækja betur Það mun vart þykja í frásög- kirkju. — Þar var við messu ur færandi þó maður skreppi margt myndarfólk og sýndist vel bæjarleið og hana ekki mjög langa , eins og langferðir eru íslenzkt. Þaðan héldum við strikið til nú orðnar tíðar í heiminum, er Yorkton og svo áfram og var menn geta nærri á svipstundu ekki numið staðar fyr en í Foam farið heiminn á enda, hvort sem Lake, þar fengum við er í lofti, á landi eða sjó, ef mað- kaffi sopa, héldum síðan áfram ur hefir gjaldeyrir. Eg hefi oft vestur til Elfros. Þar varð Sig- ferðast um bygðir þessa lands, urður félagi eftir en eg hélt á- og einu sini skrifaði eg ferða- fram til Wynyard með ' Mrs. sögu, er eg fór til Minnesota fyr- Guðnason og konu sem slóst í ir 11 árum síðan, og sögðu ýms- för með okkur frá Churchbridge, ir mér þá að þeim leiddust allar Mrs. Eyjólfsson, býr hún í Wyn- ferðasögur og vissi eg hvað þeir yard. Var hún á leið heim úr meintu og láði þeim það ekki. kynnisför frá Nýja íslandi og Þrátt fyrir það ætla eg — finst Argyle, hafði eg ekki séð hana eg vera knúður til þess — að minnast á ferð mína seint í okt. s. 1. til Vatnnabygðanna í Sask- atchewan, mig hafði lengi langað til að sjá Vatnabygðirnar eins og þær eru nú, því þar hafði eg aldrei komið síðan bygðin færð- ist vestur fyrir Foam Lake. Eg fór að vísu um þetta land- svæði vorið 1903 í landaleit og lá úti eina nótt á sléttunni fyrir suðaustan Quill vatnið. Þá var engin bygð komin nema kringum Foam Lake, en menn voru þá í óða önn að taka lönd á nýlendu svæðinu, eg tók land skamt fyrir vestan Tómás Paulson, sem bjó á vesturströnd vatnsins, en aldrei varð af að eg flytti vestur, því hér var eg ofbundinn á fótum Hefir bygð sú sannarlega litlu tapað. Mér þótti landsvæði þetta fallegt og björgulegt, og var í huga mínum sannfærður að bygðin ætti fagra framtíð og kom það á daginn, þótt erfitt hafi margt gengið þar á undan- förnum árum; er það þó ekki bygðinni að kenna, heldur mikið fremur alheimsástandinu. Mig langaði að sjá bygðina eins og hún nú er, og margt fólk sem eg þekti þar og ýmsa sem eg þekti af orðspori en sem eg hafði aldrei séð, svo eg ákvað að keyra vestur, en var þó nærri farið forgörðum, því menn sem ætluðu með mér gengu úr skafti, en einn vildi eg síður skrölta svo langa leið. í ferð með mér voru samt einn maður, Sigurður Guð- mundsson, sem áður bjó nálægt Elfros og öldruð kona, Mrs. Inga Guðnason í heimsókn til sonar síns sem býr nálægt Wynyard. Við lögðum á stað á sunnu- dagsmorgun 23. okt. árla, keyrð- um til Brandon, þaðan vestur og, norður til Shoal Lake, vestur í gegnum Birtle og norðvestur til Russell, þar höfðum við stutta viðdvöl og borðuðum miðdegis- verð, héldum síðan áfram til Churchbridge, heimsóttum séra Sigurð S. Christophersson og systur hans Gerðu og drukkum þar kaffi. Voru þau að búa sig í kirkju og vildu að við kæmum með og slóum við í það. Er kirkjan nokkrar mílur úti á landsbygðinni. Flutti séra Sig. fallega prédikun og fór alt vel fram; er hann fastur í sessi þarna og nýtur vinsælda að verð- ugleikum. Var eg að hyggja eftir þeim áður en vissi deili á fólki hennar. var nokkuð áliðið er eg kom til Wynyard, kl. farin að ganga 9. Þar þekti eg fáa, fór eg heim til séra Jakobs Jónssonar, sem mér var að góðu kunnur, tóku þau hjónin á móti mér með allri blíðu. Prestshjónin voru rétt flutt í nýtt hús og voru þau í óða önn að koma sér þar fyrir. Tóku þau mig út fyrir göngutúr um bæinn um kvöldið; er það mjög myndarlegur bær, allur upplýst- ur, hefir sína eigin rafstöð að mér skildist. Æfintýri á þessari “gönguför” var það að séra Jakob fór með mig inn í íslenzkt Heimsóttum við Guðjón bróðir hans, sem býr rétt við bæinn Kandahar, og sýnist líða vel, einnig J. Josephsson sem einnig er héðan frá Argyle og almenn- ingsorð fær fyrir mannkosti og dugnað. Hefir hann eitt dýrasta húsið í bygðinni, sem ber vitni um hinn mikla framfarahug og manndóm sem áður fyr ríkti hjá okkuriþessum mönnum meðan alt lék í lyndi og trúin var á framtíðina, en nú á bæði hann og aðrir erf- itt með að standa straum af lífinu þar sem skuldabyrðin er all-mikil, og er því framtíðin mörgum óviss, en engan mann heyrði eg betur rómaðann af öll- um heldur en Mr. Josephsson, og er orðstýr og vinsældir verð- meira en gull og grænir skógar þegar öllu er á botninn hvolft. Þar á heimilinu hitti eg Andrés Helgason tengdaföður hans, sem áður var í Baldur. Var nú ferð- inni aðallega heitið þangað til að sjá hann, því Josephson þekti eg ekki áður persónulega. Andrés er orðinn háaldraður og heilsan biluð, var hann í rúminu þegar eg kom, en þegar hann fyétti að eg var kominn dreif hann sig á fætur, og var þá sem heill væri. Andrés hefir lifað lengst æfinn- ar hér í landi, stundað bókband og prentiðn, var hann lista bók- bandari; fyrir rúmum 40 árum síðan batt hann fyrir mig ísl. kaffihús og þar drukkum við í sögurnar margar í vandað skinn- makindum kaffi ok skröfuðum um heima og geima. Um nóttina gisti eg á hóteli, næsta morgun árla keyrði eg vestur til Kandahar og heim til þeirra Mr. og Mrs. J. B. John- son, er hann bróðir dr. Björns B. Jónssonar sem kunnugt er; voru þau áður í Argyle. Kom eg þar fyrir morgun og dvaldi hjá þeim góða stund í bezta yfirlæti. Þau hjón hafa leikið mikinn þátt í félagslífi og safnaðarstarfsemi í Vesturhluta bygðarinnar. Mín helstu kynni af Mr. Johnson áður, voru þau, er við gistum .undir sama þaki og sváfum saman hjá hr. Jakob Westford í Upham, N. Dak., um kirkjuþingstímann 1928. Hann er maður bjartsýnn og trústerk- ur á framtíðina, hann hefir rekið búskapinn í stórum stíl og á fyrri árum græddi hann fé til muna, því hann var mesti dugnaðar og framkvæmdar maður en á síðari árum hefir öllum hrakað mjög efnalega og er furða mesta að bændur skulu enn þá vera uppi- Standandi eftir þess mörgu erf- iðleika ár, þar sem lágt verð og uppskerubrestur hefir haldist í hendur. Þaðan fór eg til S. J. Svein- björnssonar, er hann gamall bóndi þarna í bygðinni, en þó ungur enn, flutti hann frá Ar- gyle í broddi lífsins, hefir hann verið bæði duglegur og forsjáll, er hann talinn að standa fastari fótum en flestir aðrir þarna efnalega, hefir hann mesta myndar heimili, glaður var hann og skemtinn og lék á als oddi, kona hans er Jakobína Helga- son, systir Mrs. S. A. Anderson í Glenboro og þeirra systkina, mesta myndar kona. Hafði eg þar dagverð; var S. J. síðan með Jóni Gíslasyni og Ásmundi Loftá-1 mér seinni hluta dagsins og syni fyrrum þingmanni, sem eg gengum við á milli góðbúanna. ERU ÞAU ÓHULT? Borgarabréfin yðar, fasteignabréfin, Ábyrgðarskírteini o. fl. Verndið yðar verðmætu skjöl! Látið þau í stálkassann yðar hjá Royal Bank. Þér getið leigt þá fyrir tæpt lc á dag. Spyrjist fyrir um það hjá næsta útibúinu við yður. THE ROYAL BANK O F CANADA ■Eignir yfir $800,000,000; band og eru þær einn minn besti minjagripur. Þessi sóma maður tók á móti mér með allri blíðu og þau hjónin bæði. Andrés á fallegt bókasafn, eru allar bækur hans í snyrtilegu bandi, mun hann hafa í hyggju að ráðstafa því svo, að það eftir hans dag, lendi á verðugum stað. Hann hefir nú sezt í helgan stein og hætt öllu starfi. Kendi hann unglingspilt þarna í bygðinni bókband og prentiðn og seldi honum síðan prentsmiðjuna og áhöld öll vægu verði, er hann sonur þeirra Mr. og Mrs. S. S. Anderson. Hefir Andrés starfað langa æfi og finnur nú að kvölda tekur og á daginn líður. Er það aðeins vitur maður, sem ráðstaf- ar sínu húsi með hyggindum og bíður svo rólegur eftir því sem verða vill. Eftir að hafa drukk- ið kaffi kvaddi eg öldunginn og fólkið alt með þakklæti fyrir stundina. Þá heimsótti eg Kristinn Björnsson og S. S. Anderson, voru þeir báðý* áður fyrri í Glen- boro, Kristinn er ekkjumaður og býr með börnum sínum, vel lát inn maður og sagður í góðum kringumstæðum. Anderson hef- ir eitt allra myndarlegasta íbúð- arhús í bygðinni. Var hann áður fyr stórefnaður, en árin erfiðu og mörgu hafa beygt hann efnalega en engan bilbug var á honum að finna og sterka trú hefir hann á framtíðinni, og þeir einir sem það hafa bera sigur úr býtum. Hefir hann afarstóra familíu og mikinn kostnað. Konu hans hafði eg ekki áður séð, er hún forkunnar fríð kona og með afbrigðum ungleg fyrir sinn ald- ur, og í ihvívetna hin myndarleg- asta, bar hús og heimili þess vott að hún er skörungur, þarna átti eg indælustu viðtökum að fagna, vildu þau að eg yrði um nóttina, en tíminn var svo naumur að eg mátti það ekki. Sonur þeirra sýndi mér prentsmiðjuna hans Andrésar og var hann mjög á- nægður og sagði sér þætti sér- staklega gaman að vinna við prentverkið. Hafði hann þar fyrirliggjandi nokkuð af verki. Er það slæmt að ungir menn ekki leggja meiri rækt við að læra handverk, er það eitt það heilbrigðasta sem menn geta gert til að byggja sína framtíð. Kvaddi eg nú Andersons hjónin og hélt leiðar minnar, altaf var Sveinbjörnsson með mér. Skröf- uðum við margt, hann er greind- ur maður og hugsar margt um mannfélagsmál, hann hefir djúpa trúartilfinningu, tilheyrir hann lúterska kirkjuflokknum, en frjálslyndur er hann í skoð- un, í pólitík er hann liberal og þar vorum við ekki á sama máli, nýstefnum í stjórnmálum er hann andvígur, stafar það, hygg eg, af því hann hefi ekki kynt sér það eins rækilega og skyldi. Nú var komið að kvöldi, kvaddi eg hann með þakklæti fyrir gest- risni og góða samfylgd og hélt til Wynyard og heim til séra Jakobs, láu þar orð fyrir mér frá Valdimar Johnson, sem býr um 6 mílur suður frá Wynyard, að heimsækja sig um kvöldið, og fór eg þangað og prestshjón- in með mér og áttum við þar skemtilegt kvöld. Valdimar hefir myndar heimili og sagður í góðum efnum. Hann hefir myndarlega og duglega drengi sem sjá að mestu um bú- skapinn, en hann er farinn að slá slöku við, hann er greindur maður og les mikið; leggur hann sig mikið eftir dulspeki og er mjög fróður í þeim efnum. Til Wynyard var haldið um kvöldið og gisti eg hjá prests- hjónunum, sá eg eftir því að gera konunni þennan átroðning, því hún hefir meir en nóg að gera með 5 börn, þó dugleg sé, en það er seint að iðrast eftir dauðann. í Wynyard þekti eg einn mann Jón Thorsteinsson, sem áður sýndi myndir og stundum kom til Glenboro, en mér var sagt hann væri við skógarhögg suður í landi, gat því ekki séð hann og þótti slæmt, því eg þekti hann að góðu. Hr. Jak. J. Norman langaði mig hálfpartinn að heilsa upp á þó ekki þekti eg hann persónu- lega, því margt hefi eg séð eftir hann í blöðum, hann er skálda- vinur mikill, en tíminn fór svo eg gat það ekki. Um morguninn (þriðjud. morgun), kvaddi eg séra Jakob og hans góðu konu með innilegu þakklæti fyrir höfðinglegar við- tökur (séra Jakobs minnist eg aftur áður en eg kveð bygðina) og lagði á stað áleiðis til Elfros. Á leiðinni austur ætlaði eg að koma við hjá H. Guðnason en tók skakka braut og lfenti heim að húsi og hitti þar mann sem eg kannaðist við af orðspori og sérstaklega fyrir góða og greini- lega ritgerð sem eg las eftir hann í Hkr. fyrir nokkru síðan, um kirkjumál, Gunnar Jóhanns- son, en hann vissi ekki deili á mér, og urðu ekki langar sam- ræður, en vel leist mér á mann- inn og var þakklátur fyrir að hafa vilst. f Elfros mætti Sigurður félagi mér, og fórum við tafarlaust nokkrar mílur suður fyrir El- fros í heimsókn til Árna Jóhann- essonar, frænda konui minnar, (þau eru bræðrabörn), hann hafði eg aldrei séð, og var eitt aðalerindi ferðarinnar að heim- sækja hann, en þá vildi svo illa til að hann var ekki heima, hafði farið til Winnipeg. Árni er einn ef efnuðustu bændum þarna í bygðinni, var mér sagt, hagsýnn og greindur og vel látinn af öll- um sem eg talaði við, og væri honum að vísu illa úr ætt skotið ef hann væri það ekki. Kona hans var samt heima og tók hún á móti okkur með mestu risnu. Þar höfðum við dagverð, og veitti hún okkur af mesta höfð- ingskap og þurfti hún ekki að kvarta um það að við ekki neytt- um vel þess er fram var borið. Niðurlag >næst. Bréf Stephans G. Stephanssonar, fyrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bóksala, 313 Horace St., Norwood, Man., og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni. MINNINGARORÐ Ingveldur Eyjólfsson Ingveldur Eyjólfsson fæddist í Fljótshlíðinni 13. febr. 1885, og ólst upp hjá föðurbróður sínum og ömmu sinni. Til Ameríku fluttist hún árið 1911, og átti fyrst heima í Wynyard eða þar í grend. Hinn 10. júlí 1913 gift- ist hún Kristni Eyjólfssyni bónda í Kandahar og var heimili þeirra í þeirri bygð upp frá því. Er Kristinn úr Vogum í Gull- bringusýslu. Börn eignuðust þau tvö, sem bæði eru komin yfir tvítugt, Ingimund; og Sigríði. Ingveldur var fremur hæglát í fasi, en glaðlynd og skemtileg í viðkynningíi. Á heimili þeirra hjóna var ánægjulegt að koma, ekki aðeins sökum þeirrar ein- lægu gestrisni, sem þar mætti hverjum sem var, heldur líka vegna þess, að auðfundin var sú alúð, er þau hjón höfðu lagt við að gera heimilið að einskonar menta og menningarstofnun fyr- ir sjálfa sig og aðra, er njóta kunnu. Þau voru bæði bókhneigð og lásu bækur af beztu tegund. En sjálfsnám þeirra var ekki af þeirri tegund, er ber einkenni innantóms hávaða, þar sem lögð er rækt við yfirborðið eitt, og meira um það hugsað að sýnast en að vera. í viðtali kom það í Ijós, að bak við bóklesturinn og annað, sem að andlegri mentun laut, var hinn hógværi, en ein- lægi þorsti eftir lindum andans, sem hefir svo oft einkent góð, íslenzk alþýðuheimili. — Ing- veldur hafði yndi af ljóðum og fögrum skáldskap, hafði sjálf nokkura löngun til að yrkja, en mun ekki hafa fundist hún hafa nægilegt vald yfir máli og formi til þess að bera það á borð fyrir almenning, enda gerði hún það meir að gamni sínu og til þess að æfa hugsun sína. Hún hugsaði mikið um eilífðarmálin og reyndi eftir föngum að kynna sér það, sem merkir hugsuðir sögðu um ráðgátur mannsandans. Krish- namurti og.Helgi Pjeturs mættu gestrisni á hennar heimili. Rit guðspekinga las hún með at- hygli. Sálarrannsóknirnar voru henni alvörumál og hún hafði mikið dálæti á Einar H. Kvaran, próf. Haraldi Níelssyni og fleir- um formælendum þeirrar hreyf- ingar. Ingveldur var frjálslynd í hugsun og átti bjartsýna lífs- skoðun. Hún taldi það tilheyra sínum guðsbarnarétti að mega leita sannleikans, hvar sem hann væri að finna. Eins og geta má nærri um konu með hugsunarhátt Ing- veldar, var hún einlægur með- haldsmaður frjálslyndrar og víð- sýnnar kirkju. Sá, sem þessar línur ritar, minnist hennar með þakklæti sem trúfasts safnaðar- manns. Hún var í Sambands- söfnuðinum í Kandahar, meðan harin starfaði, en síðan í Quill Lake-söfnuði í Wynyard. Og þeir munu áreiðanlega verða fleiri, meðal sveitunga, nágranna og vina, er svo hugsa til hennar. Síðasta sinni, er eg sá Ingveldi heitina, lá hún á Almenna- sjúkrahúsinu í Winnipeg. Það skal ósagt látið, hvort hana grunaði þá, að hún ætti ekki eft- ir að koma aftur í jarðnesku gerfi heim í bygðina sína. En af tali hennar og viðmóti varð ekki annað ráðið en bjartsýni, lífs- gleði og hugrekki. Hún andað- ist 28. maí f. á. og var jarðsung- in frá lútersku kirkjunni í Kandahar 3. júní að viðstöddu miklu fjölmenni úr Kandahar og nærsveitunum. Séra Jakob Jónsson talaði yfir moldum henn- ar. Kristinn Eyjólfsson býr búi sínu áfram með börnum sínum. Mun þeim öllum hafa þótt skarð fyrir skildi, við fráfall ágætrar eiginkonu og móður. Margra ára samvera við sameiginleg störf og sameiginleg áhugamál gerir lítið heimili að órjúfandi I heild, þar sem einskis má missa við, án þess að sárt sé fundið Jtil. Mun það ekki sízt hafa átt við um heimili Ingveldar. En þau, sem eftir lifa, hafa margt til styrktar sál sinni: Góðar og gamlar minningar, trú á mann- lífið, trú á framhaldslífið — og trú á guð. Jakob Jónsson SKÓSMIÐSSON URIN N, sem er voldugri en nokkur keisari hefir verið Eftir Ignatius Phayre fsl. hefir Gunnbj. Stefánsson Framh. Eftir að hinn óþreytandi Len- in dó innan við fimtugs aldur, árið 1924, leitaðist Trotsky- flokkurinn við að hylma yfir misbrestina í útbreiðslustefnu sinni, með því að gera hinar svæsnustu árásir á Josef Stalin. Honum var lýst sem auvirðileg- um Asíubúa, sem ætti að reka með fyrirlitningu úr forseta- stöðu ráðstjómarinnar. Hvaða aðferðum Trotsky Jbeitti, hefir enn eigi tekist að uppgötva, því hinni mestu leynd og kænsku var beitt og árangurinn varð líka víðtækur; það sýndu hin ein- kennilegu sakamál í Moskva, sem allur heimurinn stóð undrandi yfir, og sem ljóstuðu upp hinni hlífðarlausu eygingartilraun inn- an kommúnista flokksins sjálfs. í byrjuninni réðu andstæðingar Stalins ráðum sínum hver á ann- ars heimilum. Stalin mintist sérstaklega á veturinn 1925—26, þegar Trotsky-sinnar ætluðu að ganga milli bols og höfuðs á honum. Fimtíu að tölu komu þeir saman skamt frá Moskva, og höfðu vel vopnaða verði, svo að alt færi fram með hinni mestu leynd. Þegar samsærið samt sem áður komst upp, urðu stjórnarfylgjendur hamstola af heift og gremju. Trotsky-liðar gerðu allar hugsanlegar útskýr- ingar og afsakanir, sem enduðu með því, að þeir báru hinar hræðilegustu sakir hvor á annan. Ef til vill verður aldrei til fulln- ustu ljóstað upp þeim samsæris- vef, því þagmælskan er eins sterk í skapferli Rússans eins og ofbeldið er. Mestri heift olli morð hins unga Sergei M. Kirov, einkavinar Stal- ins. Eg hlustaði á mest af þeirri yfirheyrslu, er fram fór í sam- bandi við morð Kirovs og einnig við morðtilraunir við Stalin. Zinoviev játaði bæði að hafa lagt á að ráðin við að myrða Kirov og jafnframt að hafa skuldbundið skrifstofuþjón sinn til að myrða Stalin, en hann Iþjónninn) hafi framið sjálfs- morð þegar á átti að herða. Þá fyrst sá eg hinum mikla Stalin bregða, er hann heyrði vitna- leiðsluna um morð Kirovs og hinn fyrirhugaða 'dauðdaga sjálfs sín. Morðingjann, Niko- laev og þrettán aðstoðarmenn hans yfirheyrði Stalin sjálfur. Eftir þau málaferli voru 117 manns, konur og menn, dæmdir til dauða, og svo þúsundum skifti dæmdar í útlegð eða æfilangt fangelsi. Flestir Rússar hræð- ast meira Síberíu-vist en æfi: langt fangelsi eða skjótann dauð- daga. Jarðarför Sergei M. Kirov var hin mesta sorgarathöfn, en jafn-

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.