Heimskringla - 01.02.1939, Qupperneq 3
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
WINNIPEG, 1. FEBRÚAR 1939
framt ekkert sparað til að gera
hana sem eftirminnanlegasta.
Hann hafði af öllum verið tal-
inn sá hæfasti innan flokksins
til að verða eftirmaður Stalins.
Ræður voru haldnar frá gröf
Lenins á hinu mikla rauða torgi.
í 28 stiga frosti hafði safnast
saman múgur manns. Fallbyss-
um var skotið og þá hófst hinn
svonefndi dauðamars, sem end-
aði þar sem litlu eirhylki með
öskunni var komið fyrir í einum
veggja hinnar miklu kremlinar.
f líkfylgdinni gengu fremstir
undir framhluta líkburanna,
þeir ráðherrarnir og vinirnir
Stalin og hermarskálkur Klem-
entz Voroshilov, en aðrir æðstu
ráðgjafar voru hinir líkmennirn-
ir. f afturhluta fylkingarinnar
var stór herliðaflokkur úr Aust-
ur Asíu löndum Rússa. Ef til
vill var einkennilegasta persónan
í þessari sorgarathöfn, hinn al-
ræmdi Genrikh Grigoryvich Ya-
sada. Eg verð að skýra að
nokkru frá starfsemi þessa
manns.
Það hefir verið skoðun fjölda
manna, að stjórn eins og er á
Rússlandi ,undir forystu Stal-
ins, myndi eigi geta setið við
völd deginum lengur, nema með
strangri lögreglu, er héldi þjóð-
inni í viðjum ótta og skelfingar.
Rússar hafa átt því að venjast
svo öldum skiftir að vera undir
ströngum aga. Eftir bylting-
una, eru andstöðu áhrif bæði inn-
lend og erlend sterkari en nokk-
ur stjórn hefir átt að mæta. Á
Genrich Yagoda fellur valið að
verða yfir lögreglustjóri yfir öllu
lögregluliði sovétríkjanna.
Hann náði ótakmörkuðum
völdum. Fjárveitingar til stjórn-
ardeildar hans námu 25,000,000
dollara á ári, og njósnaravefur
hans náði fjarst austan úr Mon-
gólíu að vesturlandamærum
Rússlands í Evrópu. Um 200
þúsundir manna voru í þjónustu
hans og njósnarar hans voru í
öllum verksmiðjum, stjórnar-
ráðsskrifstofum, búðum og
klúbbum o. s. frv.
Eftir hin miklu Moskvamál,
komst það kvis á, að vald Ya-
goda væri orðið meira en æðsta
hermarskálkanna og stjórnarfor-
setanna. Rannsóknir voru hafn-
ar og nægilegar sannanir fengn-
ar, svo að honum var vikið frá
völdum og gerður að póstmeist-
ara. En þá hófust ásakanir á
hann fyrir alvöru í aðalblaði
stjórnarinnar, “Pravda”. Hann
var ásakaður fyrir að hafa mis-
beitt valdi sínu á ýmsan hátt,
hafa framið ýmsa glæpi eða lát-
ið fremja, og vilt stjórnarvöld-
unum sýn á margan veg. Hann
var fundinn sekur, og sætir sömu
afdrifum, sem þúsundir manna
sættu af hans völdum. Það er
sagt, að menn hans sendu um
miljón manna í stjórnarþrældóm
til Síberíu þau ár, er hann var
við völd, og um tíu þúsundir í
fangelsi og til lífláts.
Þegar eg var í Moskva, sat
hann í hinu hræðilega fangahúsi
í 28 Lubianka stræti. Stalin
sagði mér sjálfur að stjórnar-
blaðið “Pravda”—“Truth” hefði
verið þeirra fyrsta blað og væri
enn þá aðalblaðið þeirra og
þeirra sterkasta vopn í þágu
kommúnista stefnunnar.
Þann dag í dag eru prentaðar
tvær miljónir eintaka á tveim
klukkustundum í fimmlyftu
stórhýsi í útjaðri Moskva, sem
nær yfir stórt svæði. Hinar
bresku prentvélar eru þær full-
komnustu sem til eru, 21 að
tölu og er runnið sem einu kerfi,
án þess að þurfa að eyða nokkr-
um tíma til ónýtis.
Stalin skrifaði sjálfur leyfi
fyrir mig að sjá aðal umsjónar-
manninn, S. S. Seimienov, sem
hafði skoðað allar fullkomnustu
prensmiðjur í Evrópu og
Bandaríkjunum áður en prent-
smiðja þessi hin mikla var reist
fyrir þetta öfluga útbreiðsluvopn
kommúnistanna.
Framh.
GAMAN OG ALYARA
I Bóndaleit
Eftir Helen Kernel
Ánægð og sæl í sinni hélt eg
heimleiðis frá læknaskólanum
og var að hugsa um hin ýmsu á-
hugamál lífs míns: námið, fyrir-
lestrana, konsertana — hinn
unga lækna-stúdent, sem mér
féll betur í geð en allir aðrir og
sem gat, ef til vildi — ja, hver
veit nema hann yrði einhvern-
tíma maðurinn minn?
Eftir miðdagsskattinn kallaði
faðir minn mig inn í skrifstofu
sína og tilkynti mér, mjög alvar-
legur á svip, að verzlun sín væri
altaf-að hrapa og ganga ver og
ver, og eg yrði því að hætta námi
mínu við háskólann. Sér hefði
boðist starfsvið suður í Afríku,
og ef eg vildi gæti eg farið þang-
að með sér. Ef ekki . . . þá gæti
eg leitað mér að atvinnu hér
heima — eða þá gift mig.
Leitað mér atvinnu ? Eg, sem
engan undirbúning hafði er gerði
mig hæfa í nokkurri stöðu. Og
gifting? Það var annað úrræð-
ið! En hvar gæti eg svona alt í
einu fundið mannsefnið? Mig
hafði dreymt um frjálst, óháð líf
og um möguleika til giftingar
þegar skólavinur minn hefði lok-
ið læknisfræðináminu. . . Svei!
— eg kastaði frá mér allri róm-
antík, og byrjaði reglubundna
leit í dálkum dagblaðanna að
auglýsingum um giftingar-
möguleika. Hana nú þá, þarna
kernur það sem eg leitaði að:
“Mme. Duval Denis ábyrgist
fljóta og farsæla giftingu. Tutt-
ugu ára reynsla. Lögleg gifting
aðeins.”
Jæja, eg sætti mig við þetta.
Mundi gera mig ánægða með
nokkurnveginn “skynsamlega”
giftingu og að eyða æfidögun-
um sem góð kona og móðir.
Eg kleif upp fimm stigahæðir
að helgidómi Mme. Duval, og þar
tók á móti mér ljóshærð og lag-
leg ung stúlka, sem auðsjáanlega
hafði ekki enn notfært sér hjálp-
semi frúarinnar. — í biðsalnum
sat bónda-efni, stuttleggjaður
náungi með ýstru,‘sem kinkaði
kolli að mér. Annar “skjólstæð-
ingur” var þar líka, gráhærður
uppgjafa hermaður. Þarna var
ennfremur ung blómarós í græn-
um þunn-silkis kjól, og var
“mamma” í fylgd með henni. —
Þar sem alt þetta fólk var þarna
statt samkvæmt tímabundinni á-
kvörðun, átti það forgangsrétt
að návist frúarinnar og eg eyddi
tímanum við að laga mig ögn, til
að líta sem bezt út, og við að
yfirvega nákvæmlega bronz-
styttu ástarguðs, er þarna stóð
og leit við mér með uppörfandi
brosi.
Mér var svo vísað inn til Mme.
Duval — búlduleitrar og rjóðrar
konu.
“Þér leitið að bóndaefni? Auð-
vitað!” sagði hún. Kvaðst hafa
hundruð á skrá hjá sér og geta
fullnægt allra smekk. Mundi
mér geðjast hljómfræðingur? —
Einn slíkan hefði hún á skrá;
hann byggi nú með móður sinni;
— eða læknir? — nú, já læknar
voru líka heimtufrekir, vildu fá
500,000 franka heimanmund —
of mikið fyrir minn mjóa sjóð.
Eg borgaði svo skrásetningar-
gjald mitt oS nafn mitt var fært
inn í bækur Mme. Duval. Svo var
mér leyft að líta yfir myndasafn
hennar og slíkt líka safn! Var
það mögulegt, að svona margir
væri í konuleit á þessum síðustu
og verstu tímum?” hugsaði eg.
Næsta dag hitti eg þann er eg
hafði valið^mér, rauðhærðan og
laglegan ungan mann; hann -var
ekkert gáfulegur á að líta, en svo
hafði eg ásett mér að vera ekki
of vandlát. Frúin yfirgaf okkur
svo meðan við vorum að kynn-
ast. Ungi maðurinn hafði mik-
ið að segja um fagra framtíð
sína, sín fögru áform; hvað sér
geðjaðist bezt og hvað miður,
sagðist hafa allan vilja á að láta
konu sína verða sem ánægðasta.
“Jæja,” mælti Mme Duval þeg-
ar hann var farinn.
“Hann virðist vera all-geð-
ugur,” svaraði eg.
“Takið honum ekki ef þér lítið
svona á’,’ mælti frúin, “því í
hjónabandi er ást og áhugi ó-
missandi.” Jæja, svo Mme. Du-
val ábyrgðist mér þá ástúðlega
giftingu, samkvæmt fyrirskipun
eða reglugerð sinni.
Næst leitaði eg til Mme Le-
gendre, sem stofur hafði á sjötta
gólfi. Á leið minni upp stigana |
gekk eg framhjá laglegum ung-
um manni með greindarlegt út-|
lit, er dró að sér athygli mína. I
Gat það verið að hann væri að
leita sama staðar og eg ? Eg fór
að hugsa mig í faðmi þessa unga
manns . . . hlustandi á tilboð
hans með “velþóknun og áhuga.”
Við komum samtímis inn í stof-
ur Mme Legendre og var honum
samstundis vísað inn til hennar.
Þegar að mér kom hlustaði eg
með lítilli eftirtekt á það sem
Mme Legendre hafði að segja og
leit naumast á myndirnar, sem
hún sýndi mér. Loks herti eg
upp hugann og spurði um unga
manninn ljóshærða, sem nýfarin
var.
Þessi herramaður! ójá, hann
var gamall skjólstæðingur Mme.
Legendre, hann hafði búið í
hamingjusömu hjónabandi um
tvö ár, en var nú að leita að
mannsefni handa ungri systur
sinni — því miður!
Næsta dag, hélt eg áfram leit
minni og fór að heimsækja hefð-
arfrú á landsetri hennar, sam-:
kvæmt meðmælum vinkonu
minnar.
Þetta heimili hennar, þótt lítið
væri og húsmunir gamaldags,
leit mjög virðulega út. — Bar-
ónessan, smávaxin, öldruð kona,1
klædd snyrtilegum búningi með
tízkusniði frá því fyrir stríðið
kom sjálf til móts við mig. Hún
bauð mér að spila “bridge”, sem
eg þó afþakkaði, en skýrði fyrir
henni aðalerindi heimsóknar
minnar. Hún neitaði því að hún
gæfi sig “embættislega” við gift-
ingamálum, þó hún við og við
hjálpaði vinum sínum og greiddi
fram úr slíkum málum.. .“Mundi i
hún vilja taka á sig ómök fyrir
mig?” — “Já, því ekki það! . . .!
Rétt núna hafði álitlegur ungur
herforingi beðið hana að útvega
sér konu. . . “Og ómaks féð?”
spurði eg hálf feimnislega. —
Hún leit til mín mjög snúðuglega
og lét í Ijós að sín eina hugsjón
væri sú að styðja að ánægju
vina sinna. . . Að vísu neitaði
hún ekki tákni um þakklætis-
vott vina þéirra, er hún gæti
orðið að liði . . . svo sem svarta
loðfeldsprýði, fallegt blúnduverk
eða silfurmunir. . . Eg hugsaði
með sjálfri mér, að auglýstar
hjónabands-hjálpardísir væruj
vægari í kröfum, og flýtti mérj
að slíta samtalinu við baróness-
una og að komast sem fyrst frá |
henni.
Mig undraði mjög, er barón-
essan skrýdd silfurrefs loðfelds-1
skrauti (þakklætistákni að sjálf-
sögðu), heimsótti mig næsta
dag. Hún sagðist ekki hafa getað
sofið neitt nóttina áður vegna á-
hyggju út af mér og bauðst nú
til að koma mér í kynni við hinn
unga herforingja, sem hún hefði
minst á.
Eg meðkendi fyrir henni, að
eg fengi engan heimanmund. Fór
barónessan þá óðara að mjaka
sér nær dyrunum, en kvaðst á-
reiðanlega kalla mig í fóni bráð-
lega, einhvern næsta daginn. —
Eg heyrði aldrei frá henni aftur.
▲
Stofurnar hjá Mme Laimairi
voru einskonar húsgagna sýn-
ingarstöð og verðlag húsmun-
anna fest við hvern hlut. Eg
þóttist sjá að frúin hefði tvenns-
konar starfa með höndum. Þegar
bónda- eða konuefnið var fengið,
lagði hún einnig til húsmuni í
heimilið. Meðan eg beið eftir að
ná tali af Mme Laimairi full-
vissaði sessunautur minn —
snyrtilega máluð, öldruð kona —
mig um að Mme. Laimairi væri
hreinasti snillingur í iðn sinni —
hún hefði útvegað sér þrjá
bændur og væri nú í leit eftir
þeim fjórða.
Á skiltinu hjá Mme. Fidelis,
mátti lesa: “Engin fyrirfram
borgun” og eg afréð því að leita
aðstoðar hjá henni. Umhverfið
hjá Mme Fidelis var fremur ó- ^
ásjálegt: ljósar hengjur fyrir!
gluggum og biðsalurinn með
samtínings húsmunum.
Mme. Fidelis — visin mey-'
kerling — gaf mér völ á bakara
og lögmanni, sá síðarnefndi 61
árs gamall. En hvað um það,
hann vildi fá unga konu, ekki
eldri en tuttugu og fimm ára —-!
karlarnir væru æfinlega svona,
því eldri sem þeir væru, þess
erfiðara væri að þóknast þeim.
Eg fylti út umsóknarskjal,
reglulega skrifta-ræðu — aldur,
lýsing á ættingjum, efnahag,
trúarbrögðum, hvaða kostum j
bóndaefni mitt yrði að vera bú-!
inn, útlit, starf, efnahagur. . . I
Maður mér geðþekkur myndi
vissulega koma í leitirnar ein-
hvern daginn, stafhæfði Mme.;
Fidelis.
A
Mme Baylac — hjónabands-
miðill og spákona í senn — geisl-
aði af suðrænni ánægju við að
sjá mig. — Hundrað franka
gjald aðeins, bóndaefnið legði til
uppbótina. . . Læknir? Vissu-
lega! Og svo vissi hún um ann-
að álitlegt tækifæri — ljóshærð-
an ungan verzlunarmann, með
100,000 franka arð á ári, —
aðeins 38 ára að aldri. — Fortíð
hans? — all rómantísk. Hann
.hefði búið með systur sinni og
þau hefðu ásett sér að lifa ein-
hleyp — en í síðast liðnum
mánuði hefði systirin trúlofast
og nú væri hann í konuleit. Á-
gætt mannsefni handa mér, að
dómi Mme. Baylac. Sumir hjóna-
bands miðlar byði skjólstæðing-
um sínum allskonar bóndaefni,
án tillits til þess hvort álitlegir
væri eða ekki . . . en hún Mme.
Baylac, var hróðug yfir að sam-
eina aðeins þær persónur, sem
hæfðu hvort öðru.
Alla næstu nótt var mig að
dreyma um þenna ljóshærða
unga mann — og 100,000 franka
tekjurnar. Næsta dag klæddist
eg mínum bezta kjól, setti upp
ásjálegasta hattinn minn og fór í
nýmóðins skrautkápu. . . Hann
hlaut að vera vandlátur litist
honum ekki á mig.
Meðan eg beið eftir tækifæri
til viðtals, barst til mín hljómur
af dimmri karlmannsrödd, frá
herbergjum Mme. Baylac, og eg
gerði mér í hugarlund að verða
ávörpuð í þeim tón með orðunum
“yndið mitt” eða einhverju slíku
gæluorði.
Þegar Mme Baylac kom til
mín, var hún mjög vandræðaleg
á svip. Það leit svo út, sem
þessi ráðahagur hennar mér til
handa hefði brugðist. . . Systir
unga mannsins hefði yfirgefið
unnustann og bróðirinn þá hætt
við giftingaráform sitt.
▲
Jafnvel þessi vonbrigði mín
breyttu ekki áformi mínu. —
Mme. Le Bric var yngst þeirra,
er giftinga-miðlun stundaði í
París; herbergi hennar voru bú-
in að húsgögnum af nýjustu gerð
og tízku. Hin unga, dökkbrýnda
frú tók á móti mér með vinahót- ;
um og eg skýrði henni frá fortíð
minni og framtíðarvonum tafar-
laust.
Mundi eg vilja taka mjög tígu-
legum ekkjumanni með þrjú
börn? . . . Hm! . . . Konur líta
meira á efnalegu hliðina, er um
giftingu ræðir, heldur en karl-
menn — mælti Mme. Le Bric.
Sumar gera hinar ströngustu
kröfur, vilja fá miljónamæring
eða prins. . . Eg lét á mér skilj-
ast, að kröfur mínar næðu nú
ekki svo hátt. Frúin bauð mér
þá verkfræðing, lífsábyrgðarsala
eða prófessor. . . í hjónabands-
skrifstofu sem þessari mintist
maður ekki á giftingar svona
fyrst í stað; nei, umræðurnar
voru bara um veðrið, um bækur,
um ferðalög... Nú, prófessorinn,
sem mér virtist einna líklegast-
ur, kaus íheldur rauðhærðu ekkj-
una; en verkfræðingurinn, sem
virtist geðjast eg all-vel, féll mér
mjög ömurlega í geð. . . Ó! slík
eru lífsins lög. — Hinn snyrtilegi
herforingi, sem eg kyntist næst,
virtist líklegri; eftirlanganir
okkar og lundarfar svipað, hann
geðþekkur og alvörugefinn fé-
lagi, að mér virtist. . . Líkur
virtust því til að “skynsamleg”
gifting mín væri komin að því
að rætast, og í hreinskilni sagt,
var eg þó ekki mjög ánægð út af
því. — Þá lét bóndaefnið mig
vita, að hann hefði verið skipað-
ur yfir herdeildar-umdæmi suður
í Afríku, og það atvikaðist svo
að þetta var á sömu stöðvum,
sem faðir minn hafði farið til.
Og eg hafði andstygð á hinu
brennheita loftslagi í afríku.
“Takið yður þetta ekki nærri,”
mælti Mme. Le Bric, eins og til
að hugga mig. “Ef þér hefðuð
elskað hann, þá hefðuð þér
fylgst með honum um víða ver-
öld. . . Jæja, og hér hefi eg nú
einmitt þann, sem þér eruð að
leita að — og hún bauð mér ung-
an læknisskóla stúdent, sem ekki
hefði áður verið að hugsa um
giftingu, en hefði nýlega hlotn-
ast arfur og Mme Le Bric gerði
sér far um að lýsa fyrir honum
hversu það væri nú ákjósanlegt
fyrir hann að fá sér konu. Og
það vildi nú líka svo vel til, að
hugsjónir hans um konuefni
væri í samræmi við skilyrði þau,
er eg hefði sem kona.
Eg beið unga mannsins með
óþolinmæði. Læknir . . . drauma-
hugsjón mín . . . að búa í því
andrúmslofti sem eg hefði ávalt
æskt eftir! Ó, bara eg félli hon-
um nú í geð! Eg var undir
sterkri hrifningu, eins og af hug-
boði eða grun.
Dyrnar opnuðust og inn kom
. . . hver annar en vinur minn,
lækna-stúdentinn! Við stóðum
bæði orðlaus af undrun. Og þeg-
ar eftir fimtán mínútur hin dul-
arfulla “guðmóðir” okkar, Mme.
Le Bric, kom inn til að fram-
kvæma nauðsynlega kynningu,
fann hún okkur í ástúðlegum
faðmlögum.
“Nú sjáið þér, Mme Le Bric,
að þér hafið framkvæmt sann-
arlegt kraftaverk!”
(Aðsent).
Kaupið Heimskringlu
Lesið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
KOL FYRIR KALDA VEÐRIÐ
Winneco Coke $14.00 per ton
Algoma Coke 14.75 “
Semet-Solvay Coke 15.50 “
Pocahontas Nut 14.00 “
Bighorn Saunders Creek Lump 13.50 “
Foothills Lump 12.75 “
Heat GIow Briquettes 12.25 “
McCurdy Supply C o. Ltd.
Símið 23 811—23 812
1034 ARLINGTON ST.
IF EYES COULD TALK
..THEY WOULO ASK FOR
BETTER LIGHT
’ ...................................................................••••■••*-^|
If your eyes tire quickly,
poor lighting may be the
cause. For safety’s sake,
choose Edison Mazda Lamps.
They stay brighter longer.
Ask about new low prices.
MADE IN CANADA
/J
FOR BETTER tlGHT — BETTER SIGHT-USE
EDISON/MAZDA
Hortherti ÖJ Etectric
COMPANY LIMITED
B. Petursson Hardware Co.
Cor. Wellington and Simcoe
Phone 86 755