Heimskringla - 01.02.1939, Page 5

Heimskringla - 01.02.1939, Page 5
WINNIPEG, 1. FEBRÚAR 1939 HEIMSKRINGLA 5. SflDA seinna hjálpuðu þau Sigga að bera matinn til fólksins á engj- unum. Á bænum var stór köttur sem Gulur hét. Hann er ekki neitt fallegur á myndinni, enda er hann uppmálaður í vígahug. Hann fylgdist oft með þeim á engið. Sá var ljóður á ráði kisa, að hann var hinn mesti vargur að veiða smáfuglana, sem sungu fyrir þau systkinin. Það féll þeim illa og hugsuðu nú ráð sitt. Loks fundu þau upp á sama snjallræðinu og músunum datt í hug fyrir mörgum árum síðan en komu aldrei í framkvæmd: að hengja bjöllu um kattarhálsinn. En Jón og Gunna voru ekki ráða- laus. Gunna fékk fingurbjörg með gati á botni hjá ömmu sinni, en Jón fékk nagla hjá afa sínum. Úr þessu bjuggu þau til ágætis bjöllu, sem þau festu með bandi um hálsinn á kisa. Og hvar sem Gulur fór eftir þetta, hringdi bjallan hástöfum aðvarandi til fuglanna, og varð hann súr á svipinn en systkinin kát. — Er ekki að orðlengja það, að þau lifðu í vellystingum praktuglega alt sumarið hjá afa og ömmu, og þar með talinn berjatúr með Sigga, þar sem tínt var af kappi, og svo hvílt sig á milli við að segja sögur og æfintýr og þylja kvæði. — Loks komu göngurnar og þau fengu að fara á réttirnar, og sáu alla sauðfjárhópana, sem búið var að smala af afréttunum. Þá var mikið um dýrðir, einkum þegar afi gaf þeim tvö ljómandi falleg lömb, sem þau völdu sjálf úr öllum lambahópnum hans. En nú fóru lóurnar að hópa sig sam- an til að kveðja og halda í flug- för suður til heitari landa. Og barnaskólinn þeirra í Reykjavík átti að fara að taka til starfa, ,svo börnunum var ekki lengur til setunnar boðið. En nú ferð- uðust þau ekki á bíl heim til sín, heldur á stóru gufuskipi. Þau kvöddu ömmu sína og fólkið og skepnurnar á heimilinu, og hafa líklega tekið bjölluna af Gul, þó þess sé ekki getið, en afi þeirra fylgdi þeim í kaupstaðinn og fram á skipið, sem beið þar við bryggjuna, og bað skipstjórann fyrir þau. Á leiðinni heim urðu þau sjóveik. Það var ekki svo skemtilegt. En góð og fróð stúlka kom til þeirra og sagði þeim langt æfintýr um galdra- hest gamalla tíma austur í heimi, sem var jafn snjall flugvélum okkar á þessari öld, og þó heldur vissari að rata um höf himins- ins en þær. Svo sagði hún þeim annað æfintýri um fallegu húf- una hans Andra litla, sem mamma hans prjónaði, og sem hann tímdi ekki að skifta fyrir neitt — ekki einu sinni gullkór- ónu konungsins. — Sjóveikin var löngu bötnuð. Á bryggjunni í Reykjavík bíður mamma eftir börnunum, og tekur þau í opna arma sína og býður þau velkom- in, en hópur skólasystkina þeirra umlykur þau. Og það finst Jóni og Gunnu sé það allra bezta við alla ferðina, að vera nú komin aftur heim. Þetta er aðeins lítið slitur úr efni bókarinnar, og ekki sagt á neinu barnamáli. Henni er skift í 32 aðalkafla, sem heita: Jón og Gunna, Þau búa sig í ferð, Þau fara af stað, Áin og fossinn, Þau borða í hvamminum, Aftur af stað, Tjaldið, Pabbi segir sögu, Þau hátta og sofna, Böm- in týnd, Eggin koma, Þau sjá heim til afa, Gaman er í sveit, Heyskapur, Feluleikur, Töðu- gjöld, Engið, Gulur, Bjallan, Sendibréf, Berjaferð, Sagan hans Sigga, Kvæðið hennar Gunnu, Stjarnan, Göngur, Börn- in eignast lömb, Börnin kveðja afa og ömmu, Á skipinu, Galdra- hesturinn, Fallega húfan, Börn- in koma heim, Gátur krakkanna. Bókin er 80 síður, í sterkri kápu, pappír heldur góður, letur stórt og fallegt. Hún kostar á íslandi 2 krónur, og er ekki til sölu vestan hafs enn sem komið er. En vilji menn eignast bókina ^trax, er hægurinn hjá að kaupa póstávísun hér fyrir þessari upp- hæð, sem send er útgefenda og hann beðinn að senda bókina “Jón og Gunnu”. Utanáskrift: Steingrímur Arason skólastjóri, Reykjavík, Iceland. Fyrirhafnarminst væri máske að panta 5 bækur í einu og senda fyrir þær tveggja dala seðil, inn- luktan ógegnsæum pappír, innan í bréfinu. Og geta þess um leið hvar kjörkaup þessi hafi staðið svört á hvítu, því vel getur hent sig að Steingrímur viti ekkert um skrif þessi vestur í heimi. Aðrar barnabækur Steingríms 1 sem enn þá fást til sölu eru: Helga í öskustónni, 160 síður, kr. 2,50. Samlestrarbók, 192 síður, kr. 4,00 Á ferð og flugi, 96 síður, kr. 1,50. Æfintýri óla, 117 síður, kr. 2,00. Allar þessar bækur í sterku bandi. Eg set verð bókanna hér (þó það heyri ekki til hirðsiðum í umgetningum) til að spara þeim lesendum fyrirhöfn, sem kynnu að langa til að skrifa heim eftir þeim. III. Með aðstoð ágætra samfélaga sinna í Reykjavík, hefir Stein- grími tekist að lyfta hinni fornu gleði Sumardagsins fyrsta í annað og æðra veldi þar í borg- inni. Sá dýrðardagur hinnar blessuðu sumarkomu, er orðinn dagur framtíðarinnar: hinn fyrsti og eini dagur, sem alger- lega er helgaður börnunum — æsku hins unga íslands. Þá er “Sólskin” gefið út og selt í þús- unda tali á götum úti og í húsum inni af æskulýðnum sjálfum. Þá eru samkomur miklar í Rvík. og húsfyllir víðast hvar. Þúsundir króna streyma inna í þágu æsk- unnar, og henni til uppeldis og heilsubótar á sumarheimilum, sem stofnuð eru fyrir þau börn, sem annars færu á mis við um- önnun þá, sem æskunni er nauð- synleg til þrifa. Synir og dætur Reykjavíkur mega eiga það, að þau hlaupa oft mannlega undir bagga, og hjálpa þá bæði fljótt og vel. “Sólskin” er bók, sem breytist að efni hvert árið, en þó alt af við unglinga hæfi. Eitt árið man eg að hún var æskuljóð eftir Sig. Júl. Jóhannesson. í fyrra voru í bókinni stuttar en vel valdar smásögur og skrítur, er Stein- grímur hafði endursagt og safn- að saman í eina heild. íslenzkri æsku vestan hafs, er það skaði að eiga engan Stein- gríms líka að hér — mann, sem vinnur með börnunum og að mál- efni þeirra. Og mann, sem vinnur einnig með fullorðna fólk- inu og segir því hvers biðja ber börnunum til handa, og hvað eigi og þurfi og megi til með að gera fyrir þau, ef ekki á illa að fara. Og þótt annmarkanir séu oft annars eðlis heima en þeir, sem hér er við að stríða, þá treysti eg svo vel alúð hans, lægni, góð- um vilja og meðfæddum hæfi- leikum til þessa starfa, að eg er sannfærður um að ársdvöl hans — eða þó ekki væri nema misseri — hér meðal okkar, flytti okk- ur skrefi framar í þjóðræknis- málum æskunnar — meðal yngstu kynslóðarinnar, sem ann- aðhvort verður íslenzkur tímans herra 1 framtíðinni, eða enginn herra. Steingrímur þekkir út í æsar eðli og innræti barnanna heima. En hann þekkir meira en það. Hann þekkir líka börnin í Vest- urheimi, og getur talað við ís- lenzku börnin þar á báðum mál- unum, ef með þarf. Þess vegna veit eg að hann er heppilegasti maðurinn, sem við gætum feng- ið. En öll vitum við, að við þurfum hjálpar við, ef ekki á illa að fara með framtíð ís- lenzkunnar hér. Og það gerði okkur öllum gott að heyra Stein- grím segja frá áhugamálum sín- um í sambandi við æskulýðinn — okkur, sem hér erum að verða algerlega viðskila við alt sem ungt er. Þið, sem hafið töglin og hagld- irnar: kallið á Steingrím að koma. Og eg tel víst að hann geti fengið sig lausan fyrir þetta málefni. Hann er á bezta aldri hins hugsandi manns. Hann er jafn gamall mér! —26. jan. 1939. Þ. Þ. Þ. SAMSKOT Vestur-íslendinga fyrir eir- líkan Leifs Eiríkssonar, Islandi til auglýsingar í Ameríku. Gajafskrá nr. 5. Washington, D. C.: Mrs. John W. Perkins.....$5.15 Lundar, Man. (S. Sigfússon, safnandi): Mrs. Helga Bjamason ........ 1.00 önefndur ................... .50 Mr. og Mrs. Kr. Þorvarðarson 1.00 Halldór Halldórsson ...........50 Mrs. O. Hallson ...............50 Kristján Daníelsson ........ 1.00 H. A. Sveinsson ...............50 Swan River, Man. (G. Davidson, safnaði) A. K. Egilsson ............ 1.00 G. Davidson ............. 2.00 N. Frederickson (Benito) .. 1.00 T. Frederickson (Benito) .. 2.00 Th. Tomson ................ 1.00 J. Bjömsson .............. 1.00 J. J. Egilsson ............ 1.00 Foam Lake, Sask.: G. Hallson ................ 2.00 Smeaton, Sask.: E. E. Vatnsdal ........... 2.00 New Westminster, B. C.: Mrs. Stefán Peterson....... 2.00 Red Deer, Alta.: G. S. Grímsson ............ 2.00 Blaine, Wash.: Andrew Danielson .......... 5.00 S. O. Paulson ............. 1.00 Albert Lee, Slinn.: P. B. Dybevik ............. 1.00 Bueno Park, Calif.: Mrs. J. Gillis ............ 2.00 Mrs. Richard Nelson ....... 2.00 Brown, Man.: Ingimundur Johnson ........ 1.00 Gimli, Man. (Mrs. Chiswell, safnandi): Duluth, Minn. (Chris. Johnson, safnandi): Mr. og Mrs. Ohris Johnson...15.00 John Thorsteinson .......... 5.00 G. Nordai .................. 1.00 GUðjón T. Ardahl (Proctor).... 5.00 Þórður ólafsson (Proctor) .... 1.00 Winnipeg Beach, Man., (P. E. ísfeld, safnandi): Miss Lina B. Johnson....... 2.50 Alec Arnason .............. 2.50 Sigurður Hannesson......... 1.00 Borgfjörðs familían ....... 4.00 Páll E. Isfeld ............ 1.00 Vestfold, Man. (Miss J. B. Jónsson, safnandi): Eiríkur Eiríksson.............50 ónefndur .................. 1.00 John Olsen ...................50 Jónína Jónsson ............ 2.00 Petersfield, Man. (J. J. Henry, safnandi): Mr. og Mrs. J. J. Henry ... 2.00 Mr. og Mrs. J. G. Henry..... 1.00 Mr. og Mrs. J. S. Einarsson .... 1.00 Miss L. G. Goodman .........50 Sinclair, Man. (K. J. Abrahamson, safnandi): Einar Thordarson .......... 1.00 Pétur Halldórsson ......... 1.00 Mrs. HalldÖra Olson ..........50 K. J. Abrahamson .......... 1.00 Bergv. Johnson (Antler, Sask.) 1.00 Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgðlr: Henry Ave. Eaet Sími 95 551—95 5S2 Skrifstofa: Henry og Argylo VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Dr. A. B. Ingimundson verður staddur í lækniserindum í Riv- erton þriðjudaginn þ. 7. febr. * * * Jón Sigurðssonar félagið (I. O. D. E.) heldur fund næsta þriðjdagskvöld, að heimili Mrs. J. S. Gillis, 680 Banning. — Skemtiskráin í höndum Mrs. Flora Benson og Mrs. Ragnar Gíslason. =i= * * í greininni: “Hvíslað í eyra”, í þessu blaði eru þessar prent- villur, sem vér biðjum að lesa í málið: f fimtu línu að ofan les- ist: svo sem hlýleika í ræðum o. s. frv. — Og í þriðju málsgrein Mrs. Hjálmarsson ......... .75 Cranberry Lake, B. C.: Jón Sigurðsson ............ 2.00 Grafton, N. D. (Miss S. Howardson, safnandi): Miss Thora Howardson ...... 1.00 Mrs. Pétur Brirns *...........50 Mrs. S. Severson ..........., .50 Mr. Guðjón Armann ......... 1.00 Mrs. J. O. Dalsted ...........50 Mrs. G. Johnson ..............23 Mrs. Fred Carroll ............25 Miss Anna Alexander...........50 Mrs. Goodman Johnson .........25 Mr. Magnús Melsted............50 Mrs. Guðjón Laxdal ...........50 Guðjón Stevenson .......... 1.00 Bamie Melsted ................25 J. F. Vatnsdal ............. 25 Ben Ingaldson .............. 25 Mrs. Jack Loos................50 Miss Ann Thorvardson ...... 1.00 Mrs. W. Anderson .............25 Mrs. Freda Geston ............50 Miss S. Howardson ............50 Árborg, Man. (E. Elíasson, safnandi): Mr. og Mrs. H. S. Erlendson.... 5.00 Carl Sigurðsson ............ 1.00 Mr. og Mrs. E. Penston (Hotel) 5.00 Guðm. Erlendson ............ 1.00 G. O. Einarsson ............ 1.00 Séra Sig. Ólafsson ......... 1-00 K. O. Ednarsson ............ 1.00 O. G. Oddleifsson .......... 1-00 Valdi Borgfjörð ............. 100 K. N. S. Friðfinnsson ...... 1.00 Dr. S. E. Bjömsson.......... 1.00 Magnús Gíslason ............ 1.00 Leifur Pálsson, Riverton ........ 5.00 Winnipeg, Man. :* Jóhannes H. Húnfjörð........ 1-00 S. S. Bergmann ............ 1-00 T. Stone ..................10.00 C. ólafsson ................10.00 Gunnl. Jóhannsson .......... 2.00 Detroit, Mioh.: F. H. Fljozdal ............ 5.00 Mountain, N. D. Jóhannes Anderson.......... 1-65 St. Boniface, Man.: Magnús Magnússon .............50 Tantallon, Sask. (J. K. og J. J. Johnson, söfnuðu): Narfi Vigfússon............ 1.Ö0 H. Vigfússon .............. 1-00 Arnason’s Family........... 1-00 Guðmimdur ölafsson ........ 1.00 J. Kr. Johnson ............ 1-0° Mr. S. Vopni............V--- 25 Mrs. S. S. Johnson ...........50 Mrs. B. Einarson..............5C Mrs. R. Johnson ..............50 Mr. P. Magnússon og br..... 1.00 Mr. og Mrs. E. Ingjaldsson .... 1.00 Mac Björnsson ................6® T. ólafsson ..................2® J. J. Johnson ............. 1*00 Júlíus Johnson ............ 1-00 B. Eggertson .............. 1-®® Husavick, Man. (O. Thorsteinsson, safnaði): Mr. og Mrs. O. Thorsteinson .... 1.00 Mr. og Mrs. S. A. Albertson .... 1.00 W. B. Arason ............... 1-00 Mrs. Elin Thidrikson (San H.) 1.00 Mr. og Mrs. K. Sigurðsson “ 1.00 Mr. og Mrs. P. Sveinsson “ 1.00 Mr. og Mrs. Skafti Arason .... 1.00 Mr. og Mrs. Th. Sveinsson .... 1.00 Mr. og Mrs. T. B. Arason ... 1.00 Mr. og Mrs. A. Isfeld ..... 1-00 Mrs. Lína ísfeld ..............50 Thorsteinsson Bros........... 1®0 Mrs. C. P. Albertson .........50 Mr. og Mrs. Th. Thordarson .... 5.00 Narrows, Man. (Mrs. S. Kernested, safnandi): Amundi Magnússon............ 1.00 Carl Kjemested (Oak View).... 1.00 J. Kernested................ 1.00 S. Kemested ............... 1.00 Winnipeg, Man.: Dr. S. J. Jóhannesson...... 2.00 Jónas Jónasson (Ft. Rouge) .... 1.00 E. F. Stephenson.......... 2.00 V. B. Anderson............. 1.00 E. Benson ................ 1.00 J. T. Beck ................ 1.00 Miss Emily Halldórsson........25 Miss Ragna Rafnkelsson........25 H. Melsted ................ 1.00 S. P. Sigurðsson .............25 Gardar, N. D. (G. Thorleifson, safnandi): Mrs. Ingibj. Walter ....... 1.50 O. K. ölafsson ............ 1.00 J. G. Hall ................ 2.00 F. G. Johnson .......... 1.00 Mrs. Guðbjörg Johnson ..... 1.00 Miss Kristín Thorfinnsson . 1.00 J. H. Johnson ............. 1.00 E. A. Melsted.............. 2.0C Ben Helgason .............. 2.00 H. S. Walter .................50 Ben Melsted ............... 1.00 John Hjörtson ............. 1.00 Mrs. Josef S. Jóhanmsson .. 1.00 Johnson bræður ............ 2.00 John Matthiasson .......... 1.00 John G. Jónasson........... 1.00 S. T. Gíslason ............ 1.00 Hans Einarsson ............ 2.00 Jónas S. Bergmann ..........1.00 S. J. ólafsson .............. 1-00 Kristján Kristjánsson...... 5.00 Albert Bjamason ........... 1.00 M. S. Jóhannesson.......... 1.00 G. Thorleifsson og synir ... 5.00 White Rock, B. C. (Þ. G. ísdal, safnandi): Mr. og Mrs. Otto Bjömsson Cloverdale ..................50 Mr. og Mrs. R. Bjömsson .. 1.00 Mr. og Mrs. S. M. Bjömsson, Cloverdale ..................50 Miss Laufey Bjömsson, Glendale, Calif..............50 Mr. og Mrs. L. Bjömsson ......50 Mr. og Mrs. Jón Brynjólfsson .50 Mr. og Mrs. Þ. G. Isdal .. 2.00 Miss Þórey G. Isdal........ 1.00 National City, Calif. (J. S. Laxdal, safnandi): Páll Guðmundsson ............100 Mr. og Mrs. Einar Scheving .... 1.00 Mr. Geiri Bogason (San Diego) 1.00 Mrs. Vigdís Þórmóðsson “ 1.00 Dan Christianson “ 1.00 Dan Guðmundsson “ 1.00 John P. Arnason (Seattle .. 1.00 Gísli Friðriksson (Port Angeles) ......... 1.00 Mr. og Mrs. Bj. Guðmundsson (San Diego) ............ 1.00 Mrs. Lára Golden (San Diego) 1.00 Brynjólfur Arnason......... 1.00 Mr. og Mrs. John Myres .... 1.00 Alec Vatnsdal ................50 Stein Christianson ......... 50 Mr. og Mrs. Leo J. Laxdal .... 1.00 Brandon, Man. (E. Egilsson, safnandi): Mr. og Mrs. E. Egilsson ... 2.00 M. Egilsson ............... 100 G. Johnson ...........:... 1.00 Alls .......................5 291.55 Aður auglýst ............... 764.05 Samtals ......................$1,055.60 —Winnipeg, 30. janúar, 1939. Rögnv. Pétursson, forseti Ásm. P. Jóhannson, féhirðir f síðasta blaði kom fyrir eftir- fylgjandi prentvilla: Ami Bjömsson.............. 25 Ambjörg Johnson ......... 1.00 en átti að vera: Ami Bjömsson............. 1.00 Arnbjörg Johnson ...........25 FJÆR OG NÆR Stjórnarnefnd Fróns er nú að undirbúa hina árlegu skemti- samkomu 22. þ. m. Þetta er 20. árshátíð félagsins og verður vandað til hennar eftir bestu föngum. Aðgöngumiðar verða til sölu nú um vikulokin og skemtiskrá verður auglýst í næstu blöðum. lesist Thor Lífman oddviti o. s. frv. * * * Áætlaðar messur í febrúar mánuði: 5. febr. Framnes Hall, kl. 2 e. h. Sama dag, Árborg, ensk messa, kl. 8 e. h. 12. febr. Riverton, tvær messur, ensk og íslenzk nánar auglýst síðar. 19. febr. Árborg, ísl. messa kl. 2 síðd. 26. febr. Víðir, ísl. messa kl. 2 síðd. Fólk beðið að veita þessu at- hygli. S. ólafsson * * * “Home Cooking” og kaffisala fer fram undir stjórn deildanna nr. 1. og 2. Lút. kvenfélagsins í fundarsal kirkjunnar á Victor St. á fðstudaginn 3. febr., seinni part dagsins og að kvöldinu. — Alskonar góðgæti á boðstólum. Allir hjartanlega velkomnir. * * * Yngra Kvenfélag Fyrstu lút. kirkjunnar efnir til söngsam- komu í kirkjunni þriðjud. 14. febr. kl. 8.15 að kveldi. Kvenfélagið hefir verið svo heppið að fá söngflokk Knox kirkjunnar, undir umsjón W. Davidson Thomson. Skemtiskrá- in er mjög vönduð og flestir ís- lendingar kannast við þennan fræga söngflokk, því biður kven- félagið fólk að fjölmenna þetta kvöld. Inngangur 35c. * * * Eg undirritaður óska eftir að komast í bréfasamband við ís- lenzka pilta og íslenzkar stúlkur á aldrinum 14 til 18 ára. Skrifa íslenzku. Valdimar B. Ottósson, Bíldudal, Arnarfirði, Iceland Langruth, Man. (J. Thordarson, safnandi): G. F. Thordarson........... 1.00 i John Thordarson ........... 2.00 B. S. Thompson ........v... 1.00 B. Eistmann ............... 2.00 Mr. og Mrs. M. Pétursson... 2.00 Albert Thordarson.......... 1.00 Chris Eyvindson ..............50 1 Mr. og Mrs. B. Eyjólfsson . 1.00 Mr. og Mrs. G. Thorleifson .... 1.00 i Svanlaug Thordarson.........50 Winnipeg, Man.: Páll S. Pálsson............ 2.00 Stefán Jóhannsson ........ 1.00 Jónas Thorvardson ........ 1.00 Grafton, N. D.: Mrs. E. Eastman Fort McMurray, Alta.: A. J. Tromberg .... .50 5.00 Grass River, Man.: Albert F. Breckman ...... 3.00 Wapah, Man.: S. Brandson ............. 1.00 Mrs. S. Brandson............50 F. Brandson ................25 A. J. J. Brandson ..........25 j H. G. Brandson..............25 I. M. Brandson ........... 75 TUTTUGASTA ÁRSÞING Þjóðræknisfélagsins verður haldið í Goodtemplarahúsinu við Sargent Ave., Winnipeg 21, 22, og 23 febrúar 1939 Samkvæmt 21. gr. félagslaganna er deildum þess heimilað að senda einn fulltrúa til þings fyrir hverja tuttugu eða færri gilda félaga deildarinnar, gefi þær full- trúa skriflegt umboð til þess að fara með atkvæði sitt á þingi og sé umboðið staðfest af forseta og ritara deildar- innar. Þing sett þriðjud. morgun 21. febrúar kl. 9.30. Þing- fundir til kvelds. Miðvikudagsmorgun þ. 22. kl. 9.30 kemur þing saman að nýju. Þingfundir til kvelds. Það kveld kl. 8, heldur deildin Frón sitt árlega íslendingamót. Fimtudagsmorg- un þ. 23. hefjast þingfundir aftur og standa til kvelds. Frekari greinargerð fyrir hinum ýmsu samkomum þingsins verður gerð síðar. Winnipeg, 18. janúar 1939. í umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins. Rögnv. Pétursson (forseti) Gísli Johnson (ritari)

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.