Heimskringla


Heimskringla - 01.02.1939, Qupperneq 7

Heimskringla - 01.02.1939, Qupperneq 7
WINNIPEG, 1. FEBRÚAK 1939 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA BRÉF TIL HKR. Mountain, N. Dak., 25. jan. 1939. Herra Ritstjóri “Hkr.”: Vildur þú gera svo vel að ljá eftirfylgjandi línum rúm í blað- inu ? — Svo er mál með vexti að þjóðræknisdeildin “Báran” held- ur ársfund sinn á laugardaginn, 4. feb. n. k. í skólahúsinu á Mountain kl. 2 e. h., að öllu for- fallalausu, og viljum við með þessum línum gefa öllum félags- meðlimum þetta til kynna. Og eru allir er hlut eiga að máli beðnir að festa þetta vel í minni, og hegða sér þar eftir. — Á þess- um fundi verða kosnir erindrek- ar til að mæta á næsta Þjóð- ræknisþingi, og svo embættis- menn fyrir næsta ár. Þar að auki þarf að taka til íhugunar áframhald á kenslu í íslenzku og söng, sem legið hefir í dái síðan um jól, — Á því hvorttveggja þarf að byrja strax og vegir batna, ef deildin sér möguleika á því. — Það er því vonandi að allir sem láta sig þessi málefni nokkuð skifta geri sitt ítrasta til að komast á þenna fund. Með því líka að lögð hafi verið drög fyrir að allir geti fengið heitt kaffi, með allskonar sætabrauði, og þar á meðal bita af afmælis- köku króans, sem verður árs- gamall um það leyti. Verði nú stórhríð þenna dag, svo að ekki sé hundi útsigandi þá verður fundinum frestað til næsta laugardags (þess 11.) Setjið nú orðin “Fram, fram,* 1 aldrei að víkja” við þessa tvo daga á mánaðardeginum, svo þið gleymið ekki hvenær þið eigið að spenna hestana fyrir sleðann, eða hafa bílinn í lagi. í umboði stjórnarnefndar, Thorl. Thorfinnssonr skrifari. HVÍSLAÐ í EYRA Það virðist standa talsverður byr um þessar mundir í segl þjóðrækni okkar Vestur-íslend- inga, og má þar margt til nefna, sem svo hlýleikann í ræðum og ljóði er þeir fluttu heimaþjóð- inni í árnaðaróskum sínum á fullveldisdgei hennar síðastl. 1. des.; alla þátttöku þeirra frá byrjun í íslands-sýningunni í New York, og síðast en ekki sízt, hinar almennu undirtektir þeirra til Leifs-myndastyttunnar er nú standa yfir um þessar mundir. Þessvegna stingur það mjög í stúf, er því er hvíslað að manni, að velmetnir og áhrifamiklir fs- lendingar beiti sér á móti theið- virðum og framtakssömum landa sínum til útnefningar hans til fylkisþings í næstkomandi kosningum, sem þó heyra báðir til sama stjórnmálaflokki, en mæli með og vinni að útnefningu annara þjóða manns. Er þetta illa farið, ef satt 'er. Eg á hér við framboð herra Thor Límans oddvita Bifröst- sveitar. Ef þessir tveir menn væru andstæðingar í landsmálum, eða ef Thor væri bara einhver ó- reyndur og óþektur landi, sem aldrei hefði komið við sögu kjör- dæmisins, þá gæti verið öðru máli að gegna, en hér er um mann að ræða, sem hefir sýnt og sannað, að hann kann með völd að fara, og er vel til þess fallinn að vera í opinberum stöðum. Það er því býsna hart að trúa, að nokkur landi fáist til að trana öðrum óþektum og óíslenzkum manni fram í íslenzkasta kjör- dæmi Canada. Gerum ráð fyrir að hinn um- sækjandinn sé mætur maður í alla staði, en hversu góður sem hann kann að vera, verður hann aldrei íslendingur að eilífu, og þar af leiðandi verður hans heið- ur aldrei okkar heiður, þó hann ■hins vegar gæti komið einhverj- um landa að gagni. Það ætti að vera metnaður okkar að eiga sem flesta íslend- inga, sem því eru vaxnir, í opin- berum stöðum þessa lands, og heilög skylda allra íslendinga ætti að vera sú, að styðja þá og styrkja í þær stöður. Fámennur og dreifður þjóð- flokkur, eins og við erum, verður að sækja alla sína framþróun í hendur annara miklu sterkari, þessvegna ber okkur að leggja rækt við okkur sjálfa og vekja trú og traust á okkar beztu mönnum. “Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.” Sveinn Oddsson ÆFIMINNING Jóhanna Guðmundsdóttir Hinn 5. sept. síðastliðinn, and- aðist að heimili barna sinna í Bellingham, heiðurskonan Jó- hanna Guðmundsdóttir, um 76 ára að aldri. Fæðingarár henn- ar, að því er næst varð komist, var 1862. Hún var fædd í Selja- tungu í Árnessýslu, á fslandi. Foreldrar henanr voru Guð- mundur Vgifússon, bóndi í Selja- tungu og kona hans Elísabet Jónsdóttir. Ekki verður ætt hennar frekar rakin hér. Þess skal þó getið, að í föðurætt sína var hún þremenningur að frænd- semi við Einar, listamann Jóns- son frá Galtafelli og í móðurætt sína var hún jafnskild Brynjólfi Jónssyni, frá Minna-Núpi. Jóhanna ólst upp með foreldr- um sínum fram yfir fermingar aldur. Fór hún þá til Reykja- víkur til að vinna fyrir sér. Þar giftist hún Ólafi Guðmunds- syni, formanni. Varð þeim hjón- um 5 barna auðið áður Ólafur duknaði af skútu árið 1898. — Hófst þá hin langa og hvíldar- lausa barátta móðurinnar fyrir lífi barna sinna. Árið 1900 afréð hún að freista gæfunnar fyrir vestan haf. Staðnæmdist hún fyrst í Winnipeg og dvaldi þar eitt ár. Þá flutti hún til Sask- atchewan fylkis og nam þar land nálægt þorpinu Leslie. Þar bjó hún með börnum sínum nokkur ár, en tók sig þá upp að nýju og hélt enn í vestur, í þetta sinn alla leið vestur á Kyrrahafs- strönd. Eyddi hún þvi sem eftir var æfinnar á ýmsum stöðum hér í norðvestur horni Washing- ton ríkisins, svo sem Point Rob- erts Blaíne og Bellingham. Auk þeirra 5 barna, sem Jó- hanna sál. eignaðist með manni sinum á fslandi ,átti hún 3 börn hér vestra. Eru öll börn henn- ar, eftir aldursröð þessi: 1. Elizabett, gift Sigurði Björns- syni í Sardis, British Columbia; 2. Sigurjón, giftur á fslandi; 3. Brynjólfur, giftur amerískri konu, býr í Seattle; 4. Guðmund- ur, dó í æsku; 5. Rose, ógift, býr í Bellingham; 6. Ágústa, gift Theodór Líndal, býr í Mozart, Sask.; 7. Héðinn Ingvar, giftur amerískri konu, býr í Seattle; 8. Guðmundur, ógiftur, býr í Bellingham. önnur og þriðja kynslóð afkomenda hennar hér, INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth..............................J. B. Halldórsson Antler, Sask..........................K. J. Abrahamson Árnes................................Sumarliði J. Kárdal Árborg.................................G. O. Einarsson Baldur...........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville.........................................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury.............................H. O. Loptsson Brown............................... Thorst. J. Gíslason Churchbridge..........................H. A. Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Dafoe...................................S. S. Anderson Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros...............................J. H. Goodmundson Elriksdale.............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.....................Rósm. Árnason Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli....................................K. Kjernested Geysir.............................................Tím. Böðvarsson Glenboro...................................G. J. Oleson Hayland................................Slg. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Húsavik................................John Kernested Innisfail........................... Ófeigur Sigurðsson Kandahar................................S. S. Anderson Keewatin...........................................Sigm. Björnsson Langruth.............................................B. Eyjólfsson Leslie....,.......................... Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville......................... Ófeigur Sigurðsson Mozart...................................S. S. Anderson Oak Point.............................Mrs. L. S. Taylor Oakview...............................................S. Sigfússon Otto...............................................Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Red Deer........................................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík...........................................Árni Pálsson Rlverton..........................................Björn Hjörleifsson Selkirk........................... Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man......................K. J. Abrahamson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill........................................Björn Hördal Tantallon..............................Guðm. ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Vfðir..................................~Áug. Einarsson Vancouver.......................... Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.......................Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard.................................S. S. Anderson i BANDARÍKJUNUM: Akra................................ Jón K. Einarsson Bantry..................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash....................Séra Halldór E. Johnson Cavalier............................ Jón K. Einarsson Crystal...............................Th. Thorfinnsson Edinburg..............................Th. Thorfinnsson Garðar................................Th. Thorfinnsson Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Hensel..................................J. K. Einarsson Ivanhoe...:.........................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton..............................................S. Goodman Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, WaBh.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham..................................E. J. BreiðfjörO The Viking Press Limited Winnipeg. Manitoba Garðræktuð Huckleber Hinn gagnlegasti, fegursti og vinsæl- asti garðávöxtur sem til er. Þessi fögru ber spretta upp af fræi á frysta ári. Öviðjafn- anleg í pæ og sýltu. Ávaxtasöm, berin en vanaleg Huckleber eða Blá- ber. Soðin með epl- um, 1 í m 6 n u m eða fínasta aldinahlaup. jarðvegi. Pakkinn 15c próstgjald 3c. SÉRSTAKT KOSTABOЗ10 fræ- gera Spretta í öllum pakkar af margskonar nytsömum ný- fundnum garðávöxtum (Huckleberin meðtalin) er vekja undrun yðar og gleði, allir á 65 c póstfrítt. ÓKEYPIS—Stór 1939 útsæðis og ræktunar bók. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario voru, við lát hennar, 16 barna- börn og 2 barnabarnabörn. Tvo bræður á hún á Point Roberts: Ingvar og Elías, sem eru tví- burar. Ekki er þeim er þetta ritar kunnugt um fleiri náin skyldmenni. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstof usími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnnl & skrifatofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 ÍSS Thorvaldson & Eggertson v Lögfræðingar 702 ConfederaUon Llfe Bldg. Talsími 07 024 Orrici Phohb R*s. Pnon 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 108 MEDICAL ARTS BUILDINO Ornci Houbs: 12 - 1 4 r.æ. - 6 r.u. amd bt AProurmirr W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR LOOFRÆÐINOAR 6. öðru gólfi 335 Main Street Talsimi: 97 621 Haía einnig skrifatofur að kundAr og Glmll og eru þar að hitta, fyrsta mlðvlkudag f hverjum mánuði. Dr. S. J. Johannesion M. HJALTASON, M.D. Jóhanna sál. var hraust og tápmikil kona, enda þurfti hún á því að halda, því lífsbaráttan vægði henni lítt. Hún var vel greind kona, vel máli farin, orð- heppin og ómyrk í svörum, ef því var að skifta. Get eg þess til, að henni hafi stundum verið gáfa sú góð að geta komið fyrir sig orði þegar heimskan og skiln- ingsleysið áreittu hana. Þó geymdi hún ekki beiskju né hat- ur í hjarta til neins þeirra sem særðu hana eða ollu henni von- brigðum. Hún geymdi glaðlyndi sitt og góðvild gegnum alt sitt stríð. Nágrönnum sínum var hún ætíð reiðubúin að rétta hjálpfúsa hönd til að létta byrði þeirra, þótt hennar eigin byrði væri oftast ærið nógu þung. Góð- vild hennar, glaðlyndi og hnittni í svörum vara lengi í minni þeirra sem þektu hana og hlýr og mun- klökkur hugur margra nágranna hennar, sem töldu hana meðal1 vina sinna, sveif yfir hinum síð- asta hvílustað hennar. En móðurstarfið var lífsstarf hennar. Fyrir börnin sín lagði hún fram alla sína krafta og þeim gaf hún alla sína ást. Að koma þeim til manns, án þess að leita aðstoðar annara var lífs-1 takmark hennar og því takmarki náði hún með heiðri. Hún þráði að fá að lifa þannig að hún yrði aldrei öðrum til byrði. Þann; metnað sinn tókst henni líka að j varðveita til æfiloka, því þó hún væri til heimilis hjá börnum sínum, Rose og Guðmundi, all- mörg síðustu ár æfinnar, var hún ætíð sístarfandi og vann fyllilega fyrir sér. Dauðanum mætti hún með sömu djörfung, sem hún sýndi í allri sinni lífs- baráttu. Hygg eg sönnu næst að lífsviðhorfi hennar sé vel lýst í þessu erindi eftir Stephan G. Stephansson. “Alt líf verður gengt, meðan hugur og hönd Og hjarta er fært til að vinna. Og gröfin er ljúf fyrir geiglausa önd, Og gott er að deyja til sinna.” Til að hlúa að því lífi sem átti að lifa hana var öllum hennar kröftum varið, og öllu fornað til þess að það líf mætti verða sælla en hennar. Hún eignaðist því þann ódauðleika, sem lýst er í þessu erindi Stephans: “Þú átt líf, sem lifir dauðann þig, Líf'þitt ef að gekk í stefnu þessa: Sælla lífi, er lifði eftir sig, Leggja hönd á koll, og vöxt þess blessa.” Börnum sínum innrætti hún virðingu fyrir ætt sinni og upp- runa, því trygð hennar til ætt- jarðarinnar var jafn ósvikin og ást hennar til barna sinna. Um þetta ber ráðstöfun hennar fyrir sínum jarðnesku leifum, meðal annars, vott. En hún sagði svo fyrir að brenna skildi lík sitt, og senda öskuna heim til íslands. 272 Home St. Talsíml 30 877 VlOtalstiml kl. 3—S e. h. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inturance and Ftnancial AaanU Slml: 94 221 #•6 PARI8 BLDG.—Wlnnlpeg Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 Jacob F. Bjamason —TRAN SFER— Baggage and Furniturt Movtng .691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allslconar flutnlnga fram og aftur um bæinn. DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 888 Urðu börn hennar fúslega við þessari ósk hennar. Sigur hins langa og erfiða lífs- stríðs Jóhönnu sál. var hverjum þeim augljós er leit yfir hinn fríða og mannvænlega hóp af- komendanna, er safnaðist um hina síðustu hvílu hennar, vegna þeirrar ástar, þakklætistilfinn- ingar og virðingar sem æfilöng móðurumhyggja hafði vakið hjá þeim. Orðin sem Stephan G. Stephansson festi við kransinn, sem hann lagði á leiði sinnar móður, eiga hér vel við: “Við þakkir, með kærleika- kransinn þinn bjarta Hér hvílir þitt útblædda móður- hjarta.” í Guðs friði, hreinlynda, heil- steypta, íslenzka kona. A. E. K. íslendingar! i Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, sem fyrst, í band eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að “Heimskringlu”. — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum litum. Verkið vel af hendi leyst. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugatjúkdómar Lætur útl meðöl í viðlögum VltJtalstímar kl. 2__4 e. k. 7—8 aTJ kveldlnu Slml 80 867 666 Vlctor St. A. S. BARDAL selur Ukklstur og annast um útf&r- lr. Allur útbúnaður s& bestl. _ Ennfremur selur hann aLlskonar mlnnJsvarða og legstelna. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: 86 607 WINNIPEO thl watch shop Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watcheg .Marriage Licensea Issued 699 Sargent Ave. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dume Ave. Phone 94 954 Fresb Cut Flowers Dally Plants In Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Deslgns Icelandlc spoken MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO l$4 BANNINO ST. Phone: 26 480 Office Phone Res. Phone 21 169 48 551 Dr. K. J. AUSTMANN 309-310 Medical Arts Bldg. Eye, Ear, Nose and Throat Office Hours: 9—12 a.m. Evenings—by appointment only. SÖGULEGIR FRÓÐLEIKSMOLAR Fyrstu tildrög til sveitarst jómar í Siglunes-héraðinu Fundur var haldinn á Siglu- nes-skóla á laugard. 15. febr. 1919. Voru þar mættir allmarg- ir bændur úr Siglunes-bygð. B’undarstjóri var kosinn Jónas K. Jónasson en skrifari Guðm. Jónsson. Forseti lýsti því yfir að verk- efni fundarins væri að ræða um stofnun sveitarstjórnarfélags í Siglunes umdæmi. Eftir nokkrar umræður var það samþykt með öllum atkvæð- um að bjóða til almenns fundar á Hayland samkomuhúsi fyrir alt það svæði er hið tilvonandi sveitarstjórnarfélag nær yfir, ekki síðar en síðasta marz næst- komandi. Var fundarstjóra fal- ið á hendur að boða fundinn á þeim tíma sem hann áliti hent- ugast. Fleira kom ekki til umræðu. Var svo fundi slitið. J. K. Jónasson, forseti Guðm. Jónsson, skrifari

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.