Heimskringla - 26.04.1939, Page 6

Heimskringla - 26.04.1939, Page 6
6. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. APRÍL 1939 RISADALURINN John Cardigan hlustaði með góðsemi og þolinmæði skriftaföðurs á frásögn sonar síns og þótt Bryce mintist ekkert á að ástin væri með í baráttunni fyrir að bjarga eignum þeirra, þá vissi faðir hans samt um það og kendi mjög í brjósti um son sinn. “Eg skil þetta sonur minn. Þessi unga frú er aukaástæða fyrir því að þú verður að sigra, því auðvitað skilur þú að henni er ekki sama um þig.” “Eg veit ekki hvort hún hefir nokkra til- finningu fyrir mér nema kannske svo litla samúð, því að þótt hún sé mjög kvenleg, þá lítur hún samt á margt eins og karlmenn líta á það. Hún er alúðleg í viðmóti og er drengur góður, og þvert á móti frænda sínum, er hún opinská og hreinskilin. En eins og nú standa sakir neyðist hún auðvitað til að fylgja hans málstað, fremur en mínum. Eg er viss um, að hún hefir gert sér skýra grein fyrir því hvers vegna að við eigum að bíða ósigur, þótt eg viti að hana tekur það sárt, að það þarf að fara svo, en engu að síður, mun hún vegna misskilnings á því, hvað henni er sjálfri fyrir bestu, leyfa honum að níðast á ókkur.” “Kannske, kannske. Maður veit aldrei hversvegna konur breyta svona eða hinsvegar, þótt óhætt sé að treysta því að séu þær með einhverjum bregðast þær honum ekki þótt á móti blási. Látum stúlkuna vera hlutlausa, drengur minn, og snúum okkur af öllu afli gegn Pennington.” “Allar framkvæmdir okkar hvílast á þessu hvort við fáum rétt til að leggja sporið okkar þvert yfir sporið hans þarna á Vatnsstrætinu.” “Hann veit ekki að'þú hefir í hyggju að gera það?” “Nei” “Eina ráðið, drengur minn er þá það, að fara yfir sporið hans áður en hann verður þess var.” “Já, en það er ómögulegt, félagi. Eg er engin Aladdin, eins og þú veist. Eg verð að gera það með leyfi bæjarráðsins og eg þarf járnbrautarteina.” “Leyfið og járnbrautarteinar eru til sölu, sonur minn. Fáðu bæjarráðið til að veita þér leyfið á morgun og kauptu teinana hjá Penn- ington; hann á mílulangt spor, sem nær frá Lárviðar læknum og þar er enginn skógur framar. Eg býst við að þetta spor sé honum ónýtt nú og sé að ryðga niður.” “En mundi hann vilja selja mér sporið?” “Ekki ef þú segir honum hvað þú ætlar að nota það.” “En hann hatar mig, félagi.’ “Ofurstinn lætur aldrei tilfinningar sínar blandast fjármálunum eða aftra ágirndinni í fé. Þú getur litið svo á, að teinarnir séu þín eign.” “En hvernig er samband þitt við bæjar- ráðið og bæjarstjórann?” “Það er ekkert ástríki milli okkar. Eg var á móti Poundstone fyrir borgarstjóra. Dobbs, sem komst inn síðast vegna þess að einn bæjarráðsmaðurinn dó, var einu sinni bókhaldari hjá mér og eg rak hann vegna hnupla. Andrews og Mullin eru báðir stjórn- málaskúmar og ekki treystandi að neinu. Þessir fylgjast allir að málum.- Yates og Thatcher voru kosnir í síðustu kosningum af umbóta- flokknum, en þeir eru í minni hluta og geta því ekki neitt.” “Það er ekki álitlegt.” “Þvert á móti. Enginn veit að við erum eigendur N. C. & 0. Sendu þennan smellna vin þinn, Ogilvy og láttu hann ná í leyfið. Hann er eini maðurinn, sem getur það. Segðu honum að ná því með hvaða móti sem hægt sé, nema ekki með mútum. Eg býst við að hann þekki aðferðirnar. Eg veit þú getur fengið teinana og haft þá á staðnum á fimtudagskvöldið. Geti Ogilvy náð í bráðabirgðar leyfi og haft það í vasanum á fimtugdagskvöldið, ættirðu að geta haft þetta verk fullgert á föstudagsmorgun, og þá gerir ekkert til þótt Pennington bölsótist. Hann getur þá ekert við þessu gert, og engin málsókn frá hans hálfu getur þá tafið okkur von og úr viti. Hann getur barist við okkur er við biðjum um ævarandi leyfi frá bæjarráð- inu, en til allrar lukku, þá er nafn okkar hér í bygð ekki áhrifalaust, og við getum notað al- mennings álitið og vinsældir til að kúga fjór- menningana í bæjarráðinu til að bregðast Penn- ington.” “Þetta virðast örþrifa ráð, félagi,” sagði Bryce. “Jæja, þú ert maður til að framkvæma þau, og kostnaðurinn er lítill að hætta á þetta. Mundu það, að þegar þessi vegamót eru gerð, þá eru girðing milli Penningtons og allra dómstól- anna, sem hann er svo laginn að blinda fyrir rétti andstæðinga sinna og sínum eigin rang- indum.” Hann sneri sér að Bryce og lyfti hendinni eins og til viðvörunar. “Þú verður að vera laus við öll málaferli. Ef Pennington kemst í málaferli við okkur tekur það okkur ‘ fjölda ára að ná rétti okkar, og á meðan verður þú gjaldþrota. Farðu nú og fyndu Ogilvy. George láttu grammófóninn spila sama lagið og áðan, það lætur mér vel í eyrum.” XXV. Kapítuli. Bryce var miklu léttara fyrir brjósti er hann fór aftur ofan á skrifstofuna og símaði svo strax þaðan til Ogilvys. “Þakka þér kærlega fyrir heimboðið. Eg skal koma tafarlaust,” svaraði hann og efndi það. “Bryce, það er eins og þú hafir séð fjand,' ann sjálfan, rétt nýlega,” sagði hann er hann kom inn í skrifstofuna. “Það er nú ekki mót von, Buck. Eg hefi líklega talað of mikið og komið upp um N. C. & 0. félagið.” “Við hvern, hvar og hvenær?” “Við frænku Penningtons, gegn um símann fyrir tveimur tímum síðan.” Buck Ogilvy sló hnefanum ofan í lófann. “Og þú beiðst tvo tíma að meðganga þetta fíflsæði þitt. Fjandinn hafi það, maður, þetta er slæmt.” “Bölvaðu mér bara, eg hefi líklega svift þig góðri atvinnu.” “Ekki er það nú víst kunningi. Við getum kannske spjarað okkur ennþá, en hvernig fleipraðir þú þessu út úr þér?” “Þessi hefðarmær, hringdi mig upp og bar það á mig, að þú værir bara varaskeifa fyrir mig. Eg var svo hissa að eg mótmælti ekki og meðgekk þetta.” Ogilvy laut höfði eins og hann væri yfir- kominn af þjáningu. Hann stundi þungan. Alt í einu leit hann upp og sagði: “Þetta hefði getað verið verra. Hugsum okkur hvað hefði skeð, ef hún hefði heimsótt þig sjálf. Hún hefði farið í vasa þinn og tekið innsigli félags- ins, formúlu fyrir vélaskránni á peninga- skápnum, listann yfir hlutabréfa eigendurna, og líkast til heft þig og bundið niðnr í skrif- stofuborðsstólinn áður en hún fór.” “Hættu þessu, Buck. Eg þarfnast hugg- unar, en ekM ákæra eins og á stendur fyrir mér.” “Got tog vel. Eg lýk máli mínu með því að álíta þig ástúðlegan einfeldning, sem ert sneidd- ur andlegum hæfileikum til að fylla hina frægu rottuholu með þeim fræga sauði. Hvað viltu að eg geri nú til að bjarga við málefninu?” “útvegaðu mér leyfi bæjarráðsins að leggja N. C. & 0. járnbrautina frá bryggjunni minni út úr bænum yfir Vatnsstræti hjá B stræti og eftir Framstræti, og hafðu það til á fimtudagskvöld.” “Vissulega, þó það væri nú! Enginn hlut- ur auðveldari! Þig vantar þó aldrei eina eða tvær stjörnur til að hengja á ungfrúna, sem gerði þig að apa óðan? Ekki það. Gott og vel góðurinn minn. Eg fer strax og reyni hvað eg get, þótt englarnir gætu það ekki framar; en þú skalt gera mér greiða áður en eg fyllist ör- væntingu yfir þessu mislukkaða bragði mínu, sem þú segir mér að framkvæma.” “Það skal eg gera Buck. Komdu með það.” “Eg ætla að hafa svolítið gildi fyrir Miss McTavish í kvöld, lét búa sérstakan mat í því tilfelli. Veislan á að verða í einu þessara skrautlegu kínamatsöluhúsa á þriðja stræti, í afgirtum dilk. Moira, það er Miss McTavish, kemur með stúlku með sér, einhverja Miss Sumner. Þú átt að gæta að mér, það verður þitt starf og skemta Miss Sumner, sem eftir því sem eg hefi frétt er hin yndislegasta stúlka.” “Ekki mikið,” hrópaði Bryce. “Heyrðu hún er stúlkan sem narraði mig til að koma upp um N. C. & 0. félagið.” “Ertu reiður við hana fyrir það?” “Nei, en eg er reiður við sjálfan mig.” “Þá kemur þú. Þú lofaði því fyrirfram og nú áttu ekkert eftirhvarf. Alt leyndarmálið verður á hvers manns vörum á föstudagsmorg- un, og hvað þýðir þá að leyna þvi nú? Hittu mig í Canton, klukkan sjö í kvöld.” “Áður en Bryce gæti haft á móti þessu, var hann kominn út og hafði sagt Moiru þessa gleðifrétt, en augu hennar ljómuðu er hún hrópaði: “En hvað þetta er gaman! Mig hefir alt af langað til að Mr. Bryce hi^ti Miss Sumn- er.” Bryce ætlaði að mótmæla á ný, en Buck Ogilvy seildist inn um hálf opnar dyrnar og gaf honum olnbogaskot. “Skemdu þetta ekki fyrir mér, afturhaldspokinn þinn. Takirðu minstu vitund frá þessari stúlku af gleðinni, sem þetta veitir henni, þá skaltu aldrei sjá þetta bráða- birgðar leyfi frá bæjarstjórninni,” sagði hann ógnandi. “Eg vil ekki vinna fyrir mann, sem gengur á bak orða sinna, og hafðu það!” — Svo lagði hann af stað brosandi til að ná í borgarstjórann og ráð hans, en skildi Bryce Cardigan eftir og margskonar hugsanir flugu honum í hug, en þótt hann vildi ekki við það kannast, var þar efst á baugi gleðin, yfir því, að þótt hann hefði spyrnt gegn broddunum höfðu forlögin hagað því svo til, að hann fengi ennþá einu sinni að njóta sólskinsins af nær- veru Shirley Sumner. Og ekki leið á löngu áður en Moria heyrði hann blístra fjörugt lag, en það hafði hún ekki heyrt hann gera vikum saman. XXVI. Kapítuli. í þessum óvenjulegu kringumstæðum var það happ mikið fyrir Bryce Cardigan, að hafa Mr. Buck Ogilvy sér til aðstoðar. Vegna gamall- ar reynslu sinnar við járnbrautarlagningu varð hann ekki uppnæmur, er hinn ungi húsbóndi hans lagði fyrir hann þessa þraut. Buck hafði sem sé helgað þessu máli alt síðast liðið kvöld. Hann hafði kynt sér alt bæjarráðið í þessum tilgangi til að vita hvað mikla eða hve litla fyrirhöfn það tæki að ná hinu eftirþráða leyfi frá því. “Eg þarf að ná haldi á borgarstjóranum og fara laglega að því, eigi eg ekki að brenna á mér fingurnar. Eg ætla að fá borgarstjórann á mína hlið, geti eg komið honum til að hugsa vel um mig, og látið hann langa til að gera mér greiða, án þess að spilla fyrir sér sem stjórn- málamanni, get eg fengið leyfið, en hvernig á eg að komast að blindu hliðinni á þessum hjól- liðuga ref ?” hugsaði Buck er hann gekk hröð- um skrefum inn í bæinn. Alt í einu stansaði Mr. Ogilvy og smelti fingrunum. “Eureka!” tautaði hann. “Eg get halað Pennington ofan brekkuna á rófunni. Það er einfalt. Eg vissi það altaf að eg er mann- þekkjari ” Hann flýtti sér inn í síma bygg- inguna og hringdi upp skrifstofustjóra Cardig- an félagsins í San Francisco. Ogilvy las svo fyrir honum skeyti, sem hann sagði honum að símrita sér einni stund síðar heim í gistihúsið í Sequoia. Þegar þessari leyndardómsfullu at- höfn var lokið, hélt hann áfram til skrifstofu borgarstjórans í ráðhúsi bæjarins. Hinar loðnu augnabrýr Poundstones borgar- stjóra lyftust upp í hársrætur, þegar ritari hans færði honum nafnspjald Mr. Buchanan Ogilvys, vara-formanns og forstjóra Norður Califomíu og Oregon járnbrautarinnar. “Ah- h-ha,” sagði hann með hinum óskemtilega svip matháksins, er sér uppáhalds réttinn sinn fyrir framan sig. “Eg hefi búist við heimsókn Mr. Ogilvys í langa hríð, og nú fáum við loksins að sjá hvað er hvað. Vísaðu honum hingað inn.” Gestinum var samkvæmt þeim fyrirmæl- um vísað inn til hins mikla manns, sem tók hjartanlega í hönd hans, eins og embættismanni í hans stöðu ber að gera. “Eg hefi lengi vonast eftir þeim heiðri að sjá yður, Mr. Poundstone,” sagði Buck þægilega, er hann lagði hatt sinn og yfirhöfn á auðan stól. “En til allrar óham- ingju hefir svo margt tafið mig, að eg að síð- ustu hugsaði mér, að láta alt bíða og líta inn til yðar með það eitt fyrir augum að kynnast yður svolítið.” Hin bláu augu Bucks opnuðust og hýrt bros skein á vörum hans í áttina til borgarstjórans, og fékk í staðinn vingjarnlegt, sakleysislegt, bros fult af trúnaðartrausti og einlægri gestrisni. Mr. Ogilvy var maður, sem gæddur var óhemjulegri aðlöðunargáfu, þegar hann vidli beita henni, og þetta bros Var merk- isskotið í hinni ómótstæðilegu árás á borgar- stjórann og velvilja hans. Brosið var þannig lagað, að menn langaði ætíð til, að sjá það aftur —; það fældi líka í burt alla tortryggni, og vakti trúnaðartraust. v “Mér er óendanlega mikil ánægja að því, að þér gerðuð það,” hrópaði borgarstjórinn hjartanlega. “Öll höfum við vitanlega heyrt um hinar miklu fyrirætlanir yðar, og langar auðvitað að heyra meira um þær, til þess að geta gert alt sem í voru valdi stendur, innan takmarks laganna til að hjálpa fyrirtæki yðar, sem einnig er svo þýðingarmikið fyrir oss, því að við erum engan veginn blindir fyrir þeim hag, sem auknar samgöngur við umheiminn eru fyrir þetta hérað.” “Það er fjarskalega frjálsmannlegt álit og uppörfandi um leið,” sagði Buck mjög fleðulega og brosti við borgarstjóranum á ný. “Sam- vinnan er einkunnarorð framfaranna. Mér er samt óhætt að fullyrða, að þar sem þið hér i Humboldt héraðinu hafið vakandi auga fyrir þeim hag, sem járnbraut, er tengir ykkur við umheiminn, gefur ykkur, þá erum við, eg og félagar mínir, vel minnugir þess, að forlög og gengi þessarar járnbrautar hvílir að miklu leyti á hjálp og samstarfi Sequoia bæjarins, og þar sem þér eruð æðsti maður hans, þá hefi eg komið til yðar, til að lýsa fyrir yður til hlítar áætlunum mínum.” “Eg hefi lesið um stofnun og löggildingu félags yðar, Mr. Ogilvy,” svaraði Poundstone með föðurlegri gleði. “Þetta var birt í blaðinu. Mér finst----” “Þá vitið þér nákvæmlega hvað til stendur, og frekari skýringar væru óþarfar,” sagði Buck vingjarnlega, eins og létt væri af honum þung- um steini, að þurfa ekki að skýra þetta nánar. Enn þá sæmdi hann borgarstjórann með sínu blíða brosi, en hann sannfærðist nú um, að hér væri ungur maður og mikils virtur, sem sæmdi að laða með alúð og vinsemd, hneigði hann sig því hjartanlega þessu til samþykkis. “Þar sem þessu er svona farið, Mr. Ogilvy> hvað geta þá borgararnir í Sequoia gert til að auka á harrtlngju yðar?” “Ja, í fyrsta lagi, Mr. Poundstone, þá get eg fullvissað yður um það, að þrátt fyrir efa- semdir og svartsýni sumra hér um slóðir við- víkjandi þessu fyrirtæki okkar, þótt óskiljan- legt sé, að við sem þetta félag höfum stofnað og löggilt ætlum að byggja járnbrautina. Við ætlum að byrja að leggja veginn undir hana i mjög náinni framtíð, og hið eina, sem að nokkru leyti gæti hamlað oss væri neitun bæj- arráðsins um rétt til að fara í gegn um bæinn með brautina niður að sjó.” Hann rétti borg- arstjóranum vindlaveskið sitt og bætti við kæruleysisleysa. “Og það gleður mig að hafa heyrt yfirlýsingu yðar að bæjarráðið ætli ekki að varpa meitlinum í tannahjól framfaranna.” Mr. Poundstone hafði nú aldrei gert þá yfirlýsingu, en einhvernveginn gat hann ekki fengið sig til að andmæla þessum þægilega manni. Ogilvy bætti við: “Við munum á sín- um tíma sækja um þetta leyfi, og þá er stundin til að rökræða það. En eg ætla að nota tæki- færið nú, að biðja yður bónar. N. C. & 0. hugs ar sér að hefja framkvæmdir sínar með hátíð- legri athöfn. Oss þætti það mikill heiður ef ' þér herra borgarstjóri, vilduð við það tækifæri stinga upp fyrstu skófluna í veginn.” Borgarstjórinn tútnaði út eins og kalkúni á þakkargerðarhátíð. “Heiðurinn verður minn,” sagði hann til leiðréttingar. “Þakka yður kærlega fyrir herra, minn. Jæja, þá er þeirri áhyggju létt af mér,” sagði Buck og^ með lægni sem sæma mundi forsætis- ráðherra vék hann samtalinu að veðrinu, og spurði fjölda spurninga um hvað mikil rigning félli á ári, þar um slóðir; því næst sneri hann ræðunni að uppskerunni, fjármálunum, stjórn- málunum þjóðarinnar og kom smátt og smátt af mikilli list að vexti og viðgangi rauðviðar- iðnaðarins og dró upp tálfagra mynd af þeirri stund, ,sem rauðviðarbeltið yrði tengt við um- heiminn með járnbrautarkerfi. Hann lýsti og ræddi þau töfrafullu áhrif, sem slík braut hefði á vöxt Sequoia. Hartn var sannfærður um, að bærinn mundi að minsta kosti fá hundrað þús- und Ibúa; hann hrósaði framförum og fram- taksanda bygðarinnar og með handahreyfingu þakti hann Humboldt-flóann með verzlunar- flota veraldarinnar. Alt í einu þagnaði hann, horfði á úrið sitt, afsakaði sig fyrir að eyða svona miklum dýrmætum tíma fyrir borgar- stjóranum, lýsti hamingju sinni yfir því að hafa hitt hann, þakkaði fyrir þá uppörfun, sem hann hefði fengið og fór af stað. Er hann var farinn, lýsti Poundstone því yfir við skrif- arann sinn, að Ogilvy væri hinn kvikasti og gáfaðasti maður sem komið hefði til Sequoia síðan gamli John Cardigan kom þangað fyrst. Hálftíma síðar hringdi síminn og Buck Ogilvy vildi tala við borgarstjórann. “Eg bið yður fyrirgefingar herra borgarstjóri, að ónáða yður tvisvar á dag,” sagði hann, “en svo vill til að mér er bráðnauðsynlegt að fá ráð lög- manns. Það er ekki mjög erfitt verk og hvaða lögmaður sem er getur leyst það af hendi, en með það fyrir augum, að fyr eða síð- ar hljótum við að ráða ákveðinn lögmann fyrir okkur, þá fanst mér, að eg mætti velja hann nú. Eg er ókunnugur, Mr. Poundstone, væri það til of mikils mælst að biðja yður að vísa mér á einhvern?” “Nei, hreint ekki, hreint ekki. Þykir afar vænt um að geta hjálpað yður, Mr. Ogilvy. Látum okkur nú sjá. Það eru margir lögmenn í Sequoia, sem eg gæti mælt með með mestu á- nægju. Cadman og Banes, sem hafa skrif- stofu í Musteri Riddarans of Pythias, mundu vera mennirnir, sem þér þyrftuð, svo er Rodney McKendrick í kauphöllinni, mjög góður, svo er Mitchell Orsmby, eg man ekki hvar hann er, en þér getið fundið hann í símaskránni, og ef eg mætti sýna svolitla föðurlega eigingirni, gæti eg bent yður á son minn, Henry Poundstone. Þótt Henry sé ungur maður, þá hefir lögfræð- isferill hans verið mjög ákjósanlegur, en ef til vill væri það réttara að þér velduð reyndari mann. Hinir tveir, sem eg nefndi fyrst, eru vafalaust fullfærir menn.” “Þakka yður þúsund sinnum,” hvíslaði Mr. Ogilvy og kvaddi. “Þetta datt okkur í hug Buck, þetta datt okkur í hug,” hugsaði hann. “Hinir fyrst nefndu kunni vera góðir, en ham- ingjan hjálpi okkur og N. C. & 0. ef eg ræð ekki Henry Poundstone. Það er viturlegt að kynnast hverjir eru frændur stjórnmálamann- anna. Jæja, eg fer til skrifstofu Henry Pound- stone.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.