Heimskringla - 14.06.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.06.1939, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSRR1NCLA WINNIPEG, 14. JÚNí 1939 feimskrmíjla (StofnuO 1SS6) Kemur út á hverjum itMvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS IíTD. 153 oa SS5 Sargent Avenue. Winnipeg Talsimia S6 537 VerS blaSslns er $3.00 árgangurlnn borgist tyrirfram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. öll vlSskifta bréf blaðinu aSlútandl sendlst: Menager THE VIKINO PRESS LTD. SS3 Sargent Ave.. Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Vtanáskrift til Htstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla" is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue. Winnipeg Ma*. Telephone: 86 537 ailllHlllMIM WINNIPEG, 14. JÚNÍ 1939 hinn mikli styr í eyrópu Það er ekki eins auðlesið úr því í frétt- unum frá Evrópu og ætla mætti, hver hin eiginlega undiralda er, sem hafrótinu þar veldur, þessari hugarólgu, sem þá og þegar er útlit fyrir, að brjótist út í alheimsstríði. En þegar lesið er á milli línanna, er þó hægt að gera sér nokkra og allsennilega grein fyrir því. Það er yfirleitt um þennan styr talað, sem baráttu upp á líf og dauða milli fas- isma og lýðræðis. Að svo sé verður ekki nema að litlu leyti til sanns vegar fært. Baráttan er undir niðri milli sameignar og séreignar stefnanna, milli kommúnisma annars vegar, en peningavalds og lens- drotnunar hins vegar. Löndin sem næst því komast, að stjórna eftir sönnu (fundamental) lýðræði — þ. e. efnalegu jafnrétti — Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Svissland og Holland, æskja þess eins að vera látin í friði. Af hinum tveimur miklu pólitísku lýð- ríkjum, sem um er að ræða, er England annað, sem um tólf hundruð lénsdrotnar eiga og stjórna ásamt jafnmörgum iðn- aðar- og peninga-barónum og hertogum. Hitt er Frakkland, sem tvö hundruð fjöl- skyldur eiga er öll ráð hafa yfir franska bankanum, og sem aftur hefir með pen- ingavaldi sínu stjórn eða mikil áhrif að minsta kosti um stefnur blaða og pólitískra flokka í lýðríkinu. * * * í andstöðu við þessi tvö miklu lýðríki eru fasistaríkin, herskáu, Þýzkaland, ítalía og Japan þessa stundina. Fasisminn var leiddur í kór skömmu eftir heimsstríðið mikla (1914—1918), til verndar léns- manna, iðnaðar- og peningavaldinu fyrir hinni síhækkandi öldu lýðræðisins. í Þýzkalandi og á ítalíu var þessu komið í verk með því að brjóta á bak aftur og uppræta verkamannasamtök, samvinnu- félög og pólitíska flokka — og síðast sjálft lýðræðið. En eins lengi og einræðisherrarnir héldu þessu áfram heima fyrir, létu lýðræðis- löndin miklu sig það ekki mikið skifta. Það leit meira að segja oft út fyrir, sem þau væru þessa framferðis fremur hvetj- andi en hitt og að leggja hömlur á það, væri að minsta kosti hlutleysisbrot. * * * En því var ekki l^ngi að fagna, að þessu héldi áfram eingöngu heima fyrir. Það gekk brátt svo langt, að Hitler, Mussolini og Japanir sáu sér ekki annað fært en að koma upp fjöimennum her til þess að halda alþýðunni í skefjum. Fáein mann- dráp, voru ekki áhrifamikil viðvörun. En mikill her er kostnaðarsamur. Og það kom þarna í ljós, að her til þess eins að vernda frið, er byrði, sem ekki verður til lengdar risið undir. Her verður að hafast eitthvað að til þess að borga sig. Þegar fasistastjórnirnar höfðu kúgað alþýðuna heima fyrir alt sem hægt var, sneru þær sér að þeim, sem stefnan var sköpuð til að vernda í fyrstunni, feðrum sínum.. Og þeir fengu vissulega að kenna á því, að afkvæmið var baldið. En hvað um það. Flestir kjósa friðar líf. Og auðmennirnir þýzku eru þrátt fyrir alt enn eigendur iðnaðar síns. Að því undanskildu, að vera sagt hvað þeir eigi að framleiða og hvenær, á hvaða verði og handa hverjum og hvaða kaup skuli goldið þrælum þeirra, eru þeir eins einráðir gerða sinna og þeir Tom Girdler og Henry Ford. Þeim er þrátt fyrir alt leyft að græða alt sem þeir geta, eins lengi og þeir rísa ekki upp á móti því, að stjórnin fái nokkurn skerf af því, eða leggi henni af eigin hvöt- um til fé, eða láni fé þegar kallið kemur til þess sem ríkið þarf helzt með. Auðvitað þykir þeim það stundum súrt í brotið. En það verður ekki í alt séð eins og ástendur nú í heiminum. * * * En hér sannast á, að bragðið gefur lystina. Þegar einræðisherrarnir höfðu tekið eins mikið og auðkýfingunum þótti góðu hófi gegna af gróða þeirra og þeir höfðu gert her þeirra vel úr garði, var eðlilega farið að líta í kring um sig og at- huga hvar bitastætt væri á nágranna þjóð- unum. Þá hefði nú mátt ætla að lýðræðis-' þjóðunum þætti tími kominn til að ugga að sér og taka í tauma þessara frá-villinga þjóðabandalagsins. En það var nú ekki gert og þá raunasögu segja nú ríkin bezt, sem fórnað hefir verið unanfarin ár á altari fasismans: Bláland, Albanía, Man- sjúría, Austurríki, Tékkósóvakía, Spánn og mannflesta ríki veraldar Kína, sem lýð- ræðisþjóðirnar bönnuðu að búa sig út með vopnum, vegna þess hve mannmargt það var, en lofuðu í staðinn vernd, sem grát- lega hefir verið svikin. Eftir alt saman voru þetta ekki fast- eignir stórlýðræðisríkjanna. Og var það ekki fasismi, sem að öðru athuguðu var liklegastur til að stemma stigu kommún- ismans, sem svo víða skýtur upp, jafnvel innan hvers þjóðfélags eins og fasisma. Lofum fasisma og kommúnisma að leiða hesta sína saman og éta hvern annan, ef þeim sýnist hugsuðu þær. * * * Um tíma virtist sem stórlýðræðisríkin væru að gera sér hugmynd um að fá Rúss- land sér til aðstoðar að slá skjaldborg um fasistaríkin. Það var þá og er enn með þeim í þjóðabandalaginu. En þeim datt þá í hug, að það gæti orðið varasamt, með Hitler og Mussolini í undanhaldi að rauði herinn kæmist til Rínar. Seinni villan gæti þá orðið verri hinni fyrri. Og þá greip þau hugmyndin um að ákjósanlegra væri, að einangra Rússland. Hér kemur margt við sögu. Til dæmis var ríkjunum á landamærum Rússlands, bæði Pólandi og Rúmaníu innbyrðis stjórn- að af lénsmanna-valdi og nokkurs konar nýrri tíma fasisma. Lýðræðis var þar í hundunum og er enn. Þessi lönd bæði óttuðust kommúnisma meira en þýzkan nazisma. Þau gátu ekki annað. En meðan á þessari ráðagerð stórlýð- ræðisríkjanna stóð, og þau fleygðu hverj- um bitanum eftir annan í Hitler, óx hon- um það ásmegin, að nú þarf ekkert minna með til þess að stöðva hann en ósvikin samtök Breta, Frakka og Rússa. Og þannig stendur nú á því, að Chamberlain og Daladier fara hverja biðilsförina af annari til Rússlands, er þeir sýndu ótví- ræða fyrirlitningu í Munich á s. 1. hausti. Um árangur slíkra ferða, er of snemt en að fullryða nokkuð. En það er af frétt- um og sögu þessara mála að dæma næsta líklegt, að biðlarnir frá London og París megi fara nokkrar ferðir enn til Moskva, áður en ástum Stalins verður náð. Það er meira að segja grunur um, að Hiter og Stalin myndi samtök sín á milli, ef þeir hafa ekki nú þegar gert það. Það er aðallega tvent sem til þess bendir að þar sé grátt gaman á ferðinni. i fyrsta lagi fara Rússland og Þýzkaland nú lofsamleg- um orðum hvert um annað. Það getur verið að kommúnistar og nazistar í Can- ada skilji ekki hvernig um vináttu geti þar verið að ræða, en samvinna þessara landa, er frá efnalegu og hagkvæmu sjón- armiði skoðað, ein hin ákjósanlegasta, sem hægt er að hugsa sér: Rússand með óþrjót- andi hráefni, bæði matvöru til að fæða Þjóðverja og málmnám fyrir verksmiðj- urnar. Þýzkaland aftur á móti með vís- indin og iðnaðaráhöld ein hin beztu í heimi og þaulæfða verkamenn við slíkt, til* þess að búa alt út í hendurnar á Rússum svo honum verði meira úr verki, en nokkru sinni fyr. í öðru lagi vita allir stjórnendur Þýzka- lands, jafnvel þó Hitler viti það ekki, sem efa má þó, að stríð við Rússa, yrði svo erfitt, að á efni og mannafla Þýzkalands yrði stórum gengið, áður en Moskva væri náð, og þá væri samt óunnið eins stórt og fjöment land og Bandaríki Norður-Ame- ríku. Og til þess eru heldur engar líkur, að Japan gæti að nokkrum mun komið Þjóðverjum til aðstoðar í stríði við Rússa. Japanir hafa nóg á höndum sér í Kína nú og munu hafa í mörg ár ennþá. Þó hitler þessvegna taki Eystrasalts- löndin og eitthvað af Póllandi og ryðji sér braut gegnum Balkanskagaríkin suður til Persaflóa, tapar Stalin ekki eyrisvirði við það. * * * En hvað er um Mus§oIini? Honum má eins vel gleyma. Vindgola vinnur ekki stríð. Hernaðarlega er ftalía ekki neinni þjóð hagur; hún er byrði. Og það sem er meira, er að svo getur farið, að á stuttu líði, þar til Hitler hefur gönguna suður til Tyrol. “til að leysa ariska bræður sína frá bölinu, sem þeir eiga við að búa innan um grimma, lítilsiglda og frumbýlingslega Miðjaðarhafsþjóð!” Það mundi fyrst um sinn engan mun gera til Breta eða Frakka þó svona færi; jafnvel verða þeim í hag. Þó mörgu mætti við þetta bæta, því fljótt er yfir sögu farið, væntum vér samt að grein þessi sýni að einhverju leyti und- irstrauínana í stríðspólitík Evrópu. Norð- urlanda manninum, hvort sem hann býr hér eða annar staðar, mun ekki ávalt ljóst, hvert þeir straumar stefna og spyrja hvers vænta skal. En á hinu getur honum ekki vilst sýn, að það er hvorki kommúnismi né fasismi, sem er hans lífsstefna, heldur raunverulegt lýðræði. THOMAS JEFFERSON OG ÚNITARATRÚIN Fyrir nokkrum mánuðum síðan hóf ein- hver gagnrýni í bréfadálkum “The New York Times”, er snerti trúarskoðanir Thomasar Jeffersonar. Eftir að andstæð- ar og óákveðnar skoðanastefnur höfðu birst í nokkrar vikur í bréfum þeim er blaðið birti, gerði ritstjórinn athugasemd á ritstjórnarsíðu blaðsins: “Hvað ávinnum vér með þessu? Thomas Jefferson sagði aldrei neinum hverju hann tryði og sagði ákveðið að hann væri ánægðastur ef eng- inn spyrði sig um það, og yrði að líkum óánægður, ef hann frá einhverjum öðrum heimi sæi niður til vor og gæti lesið það er birtist í bréfum “Times” blaðsins. Það er að vísu satt, að tilraunir til að útskýra eða ákveða í ljósi vorra tíma trú- arskoðanir nokkurs mikilmennis liðna tímans, eru venjulega árangurslausar. Hve langar og árangurslausar hafa eigi þræturnar um það orðið hvort að Lincoln væri kristinnar trúar, eða trúleysingi, ein3 og skoðun á þeim var venjulega skilgreind? sem eigi játuðu kristna trú. Það sem gerði slíka skoðanaskiftingu mikilvægari, voru kröfur meirihlutans um, að sönnun fengist fyrir því, að hvert slíkt mikimenni hefði verið rétttrúað. Því að á meðal fjöldans af þeim er eigi getur skoðast neitt frábærilega kristinn í breytni sinni, hefir orðið “kristinn” fengið verðmætis og virðingar gildi. Þannig hefir blaðið “Times” með ritstjórnargrein sinni bent oss á að hverfa frá þeirri viðleitni að reyna að skilgreina trúfræðislegar skoð- anir Thomasar Jeffersonar og með því hneigst að þeirri löngun að skipa honum í réttan flokk, og það vekur athygli á: “að hann hafi eigi verið guðleysingi, það sé augljóst á ótal sögusögnum.” Að vera guðleysingi, þá er það samkvæmt skoðun rétttrúaðs kristins manns, bæði trúfræðis- leg og félagsleg móðgun, því að alger guð- leysingi er áreiðanlega ekki göfugmenni. Þrátt fyrir alt gæti únítari verið göfug- menni, en hann gæti tæplega skoðast krist- inn. Þannig vekur einn rithöfundur at- hygli á því nýlega í blaðinu “Frjálslynd trú” (Radical Religion), að feður lýð- ríkjanna væru jafnvel eigi viðurkendir jatendur kristinnar trúar. Að miklu leyti samstæðar trúarskoðanir koma í ljós hjá Davíð Hume, Thomas Caine, Benjamin Franklin, Thomasi Jefferson, og 100 árum síðar hjá Robert Ingersoll.' Franklin og Jefferson voru fulltrúar stéttar sinnar samtíðar og þjóðar í heild, og sömdu stjórnarskrána. Theodór Roosevelt hafði það að segja um Thomas Paine, að hann hefði verið víðsjáll guðleysingi, en svipuð lýsing myndi einnig eiga við Marshall, Madison, Washington, Adams, Morris og Monroe. Áhrifameiri lýsing á trúarskoð- unum þeirra hefði þó verið únítaratrú eða eingyðistrú. Svipaðar skoðanir hafa komið fram í flestum umræðum um trúarhugmyndir stofnenda lýðríkjanna og sérstaklega hefir Thomas'Jefferson orðið þrætueplið. Það ber svo við, að til eru tvö bréf skrifuð af Thomasi sjálfum, sem leiða í ljós trúar- skoðanir hans betur en nokkuð annað. Annað þeirra hefir verið eign únítarafé- lagsins í Bandaríkjunum í að minsta kosti 40—50 ár. Hitt fanst fyrir skömmu á meðal skjala í bókasafni “Tufts College”, þar sem söfnun og rannsókn á söguleguin gögnum og heimildum fór fram, starf sem meðal annars hefir borið hinn bezta á- rangur. Hið fyrtalda þessara bréfa hefir hann skrifað til manns í Worcester, Mass., og gæti það vel verið skrifað af samtíðar- manni vorum, manni sem hefði lokið við að lesa hina platonsku fornsögu eftir Warner Fite, og væri á- kveðinn andstæðingur gagnvart eilífðar hugmyndunum. Og þá þarf eigi að seilast aftur í for- tíðina eftir tilvitnunum um Kal- vin. Á meðal evrópiskra guðfræð- inga er andi hans á sveimi nú á vorum dögum, og fyrir oss hátt- prútt fólk aldarinnar, sem eigi viljum særa tilfinningar and- stæðinganna, þá er það hress- andi fyrir oss að hafa einhvern sem gerir ákveðnar varnarárásir fyrir oss. Og manni dettur svona ósjálfrátt í hug að hrópa í huga sínum: “Haltu áfram Jefferson.” En hér birtist nú bréfið á prenti þar eð erfitt mætti verða að lesa eigin rithönd hans: Monticello, 18. jan. 24 Eg þakka þér kæri herra fyrir eintakið, af únítararæðum séra Bancrofts, sem þú varst svo vænn að senda mér. Eg hefi lesið prédikanirnar mér til mestu ánægju, og gleðst yfir þeirri við- leitni að nálægja oss hinni frum- stæðu kristnu trú eins og hún birtist í einlægni sinni og hrein- leik af vörum Jesú. Ef henni hefði aldrei verið eins gerbreytt og verið hefir og hún rangfærð af gagnrýnendum og færð í letur fjarstæð uppruna sínum, þá hefði hún fram til vorra daga verið hin eina óskifta trú alls hins mentaða heims, en hinar vísindalegu ályktanir Athanasí- usar og ofsóknar kenningar Kal- vins ásamt draumórum Platós hafa aukið hana svo áf fjarstæð- um, ósamræmi og skilningsleysi, er nægði til að gera ýmsa menn fráhverfa henni, er hvorki höfðu þolinmæði, tíma né tækifæri til að fletta af henni svikagerfinu, og sýna hana í sínu frumstæða ljósi og hreinleik. Eg treysti því þrátt fyrir alt, að hin sama frjálsa hugsun og dómgreind er nægði til að veita oss stjórnar- farslega endurbót, nái einnig til trúarbragðanna og þá er bók sú er þú sendir mér hinn bezti leið- arvísir því máli til stuðnings. Það er ósk mín að sýna þeim enga móðgun, sem eru andstæð- ir mér í skoðunum, né verða rið- inn við nokkrar trúarbragðadeil- ur, og fyrir því bið eg um að bréfið verði ekki prentað, og fullvissa þig um virðingu mína og vinfengi. Th. Jefferson Utanáskrift: “Hr. John Davis, Worcester, Mass.” Frá Th. Jefferson. Hið síðara bréfið, sem kom frá Tufts skólanum, er ekki eins á- sakandi en ef til vill ákveðnara. Jefferson sýnir djúpann skilning með því að bera saman kvekara og únítara sem friðsama og ó- háða trúarflokka, og hann sýnir ennfremur spásagnaranda með þessum samanburði, þar sem komið hefir ákveðið í ljós, að samvinna og skilningur hefir aukist með þeim nú á síðari ár- um. Þetta síðara bréf var skrif- að til séra Thomasar Whitte- more, er heima átti að Cam- bridgeport í nágrenni við Bost- on, presti sem var ákveðinn gegn útskúfunarkenningunni og því alheimstrúarmaður. Hann hafði heyrt Emerson flytja ræðu sína við guðfræðisskólann. Honum hafði fundist kjarni hennar hverfa að miklu leyti innan um óþarfa mælgi. En síðar þegar hann heyrði Emer- son fytja ræðu um fullkomnun- ina, sagði hann um þá ræðu: “Þetta er heilbrigð heimspeki; það er undirstaðan að alheims- trú.” Whittemore varð síðar ritstjóri “Hrópsins” og “Univer sal” tímaritsins, en bréfið frá Jefferson er skrifað 1822, er Whittemore var nýorðinn prest- ur í Milford, eða var nýfluttur til búsetu í Cambridgeport. — Bréfið er á þessa leið: Monticello, 5. júní 1822 Til séra Thomasar Whittemore, Cambridgeport, við Boston. Eg þakka þér herra minn fyr- ir blöðin sem þú varst svo vænn að senda mér, og gleðst yfir því að heyra að kenningar Jesú, um að það sé aðeins einn guð. eru að ryðja sér ákveðið til rúms meðal samborgara vorra, og hefðu kenningum hans eins hreint og hann flutti þær, aldrei verið breytt og þær ekki notaðar til sviksamlegra ákvarðana, þá hefði aldrei skipulagst í heim- inum hema ein trúarbrögð. Þú gerir fyrirspurn til mín um skoðun mína á trúarkenningum þínum. Eg hefi aldrei leyft mér að hugsa mér né aðhyllast neinn sérstakan trúarflokk. Sú skoð- un eða flokkaskifting hefir orð- ið dauði og eyðing hinnar kristnu kirkju, sjálfskaparvíti, sem gegnum aldirnar gerði kristna kirkju að slátrunarhúsi og um þessar mundir skiftir fjöldanum í marga mismunandi trúarflokka sem bera óuppræt- anlegt hatur hvor til annars. Hefirðu veitt eftirtekt reiði og árásum annara trúarflokka gegn únítaratrúnni ? Hin fornu trúarbrögð höfðu engar sérstakar kenningar né flokkaskiftingu, nýrra tíma trú- arbrögð enga. Það eru aðeins þeir trúarflokkar sem kalla sig rétttrúaða, sem hafa slíka skift- ingu og þó eru kvekarar undan- skildir. Og því fylgir samræmi og bróðurkærleikur, sem veitir gott dæmi til eftirbreytni og eykur skilning og vináttu. Og eg vona að únítarar fylgi slíkri fyrirmynd. Með það í huga, hversu mjög slíkar flokka- skiftingar og trúarjátningar háfa haft ilt í för með sér, þá vona eg að þú afsakir mig þó að eg láti eigi skoðun mína í ljósi um neinn sérstakan trúarflokk. Með mikilli virðingu, Th. Jefferson Við lestur þessara tveggja bréfa, kemur það ákveðið í ljós, að fráhvarf Jeffersons frá öllum skipulögðum trúarbrögðum, var fráhvarf manns er gegndi opin- berum störfum og gat eigi átt á hættu að skipa sér í neinn sér- stakan trúarflokk og með því vekja andúð hjá hinum og gera þá sér óvinveitta. Það kemur ennfremur berlega í ljós, að hann sá kjarna únítara-trúarinn- ar, þann kjarna, sem þó eigi allir únítarar höfðu komið auga á, sem sé kredduleysið. Sé hug- sjón únítaratrúarinnar skýrð, þá var hún eigi hvarf frá þrenn- ingarkenningunni til eingyðis- trúar, heldur hvarf frá blindum leiðum kreddu og formúla til frjálsra trúfræðilegra rann- sókna. únítarar og Jefferson einnig litu svo á, að kreddurnar væru það vopn, er verða myndi skeinuhættust þeim trúarbrögð- um er notuðu þær mest. Og því er vér horfum áftur í tímann, sjáum vér að únítara- trúin hefir án æsinga og þrætu- mála gert nákvæmlega það sem Jefferson óskaði eftir að hún myndi gera: algerlega leyst söfnuði sína og síðar presta sína frá öllum skyldum á nokkurri viðtöku á jafnvel hinum einföld- ustu og meinlausustu kreddum. Hún hefir gert þetta, og án erja unnið í samræmi við hvaða trú- arflokk sem var, er æskti eftir samvinnu til að hrinda áfram velferðarmálum alls mannkyns- ins. Hið síðara bréfið, sem prentað er hér er eins og áður er minst á, eign Tufts skólans, sem góðfúslega leyfði að láta endur- prenta það. “The Christian Register” æskti einnig að þakka sögu rannsóknarfélaginu fyrir að senda myndina af bréfinu á- samt útskýringum þeim, er snertu það. Gunnbj. Stefánsson þýddi úr Christian Register Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.