Heimskringla - 06.09.1939, Side 3

Heimskringla - 06.09.1939, Side 3
WINNIPEG, 6. SEPT. 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Mrs. Emma Johnson, Langruth .......... -5 eintök Mrs. S. M. Lawson, Piney ...............9 eintök Mrs. J. B. Skaptason, Winnipeg ............5 eintök Mrs. Bogi Sigurgeirsson, Hecla ...........-...5 eintök Mrs. E. J. Melan, Riverton ............5 eintök Miss S. Vídal, Winnipeg ............5 eintök Séra Jakob Jónsson, Wynyard ............10 eintök Ennfremur skýrði forseti frá því að séra E. J. Melan hefði gefið út skorinn stól til arðs fyrir sumarheimilið. Einnig sagði hún að Mrs. Svava Líndal hefði gefið silkiteppi. Þá var staðið á fætur í þakklætisskyni fyrir allar þessar gjafir. ■ Þá van' fundi slitið. Að miðdegisverði loknum var fundur settur á ný, og byrjað með að syngja sálminn “Faðir andanna”. Þar næst las Mrs. H. von Renesse upp fjármálaskýrslu Sambandsins. Einnig las hún upp lista yfir gjafir til Sumar- heimilisins. Þá las gjaldkeri, Mrs. P. S. Pálsson, fjárhagsskýrslu Sam- bandsins, einnig fjárhagsskýrslu sumarheimilisins. Eftir að skýrslur höfðu verið lesnar, var byrjað á skemti- skránni. Forseti, Mrs. S. E. Björnsson kynti þá Mrs. A. R. Dampsey, sem hefir verið leiðtogi í “Par- ent Education Association”. Hélt hún ræðu fyrir þinginu um fjöl- skyldulíf; fórust henni meðal annars, orð á þessa leið: “Hversu dásamlegur yrði heimurinn ef vér hefðum yfirleitt dýpri og innilegri skilning og samúð með andlegum þörfum unga fólksins. Synir vorir og dætur verða að finna til þess í æskunni að for- eldrar þeirra skilji þái. Vér þurfum að finna leiðina til þess og erum að leita hennar. Enn- fremur benti hún á að það væri eigi nóg að skilja börnin, og hafa samúð með þeim. Það þyrfti einnig að hjálpa þeim til að finna til þess, að þau eru starfandi verur, sem sigra og geta sigrað í starfi sínu og fyr- irtækjum þótt lítil séu. Ef vill- ur verða í þessum tilraunum þeirra mega hinir fullorðnu ekki vera of fljótir til að ávíta þau fyrir þær. Hafi þau af öll- um mætti reynt að gera eitt- hvert verk og þótt það sé illa gert, þá eigi hinir fullörðnu að örva þau fremur en taka frá þeim kjarkinn. Foreldrarnir eru oft óþolinmóð við börnin. Marg- ar mæður skilja það ekki hversu örðugt það er fyrir börnin að ná valdi yfir því sem þau reyna til að gera t. d. hversu örðugt það er fyrir börnin að læra að borða sjálf. Þær ávíta þau oft fyrir að þau sulli i matnum, eða taka af barninu skeiðina og mata þau sjálfar. En það væri miklu betra að láta barnið gera það sjálft, vegna þe^s að þá finnur það til þess að það hefir sigrað í til- raunum sínum. Ennfremur benti hún á það að börnunum ætti að vera gefið tækifæri til nýrrar reynslu. Þau þráðu það og þyrftu þess, til að styrkjast og þroskast og vaxa að skilningi. Spurningin væri hvað við ósk- uðum fyrir börnin okkar. 1. Hamingju. 2. Hæfileikann til að taka leiðréttingu. 3. Hæfileikann til að starfa í félagi við aðra. 4. Trúmensku, kenna þeim að vera dygg og ljúka við byrj- að starf . 5. Heilbrigði: Hugsum vér nægilega um heilsu þeirra? Það væri mjög mikill reynslu- tími fyrir barnið þegar það færi í skólann í fyrsta sinni,, því þá væru þau að reyna að laga sig eftir stærri hóp af fólki, en það hefði áður gert. Ef barnið svikist úr skólanum eða segir ósatt viðvíkjandi hon-jlenzku foreldri í aðra ætt. 56 um, eiga foreldrarnir að leitast 'al-íslenzk, 8 hálf íslenzk og 6 af við að kojnast að ástæðunum jensku eða skozku fólki komin. fyrir því. Ein lítil stúlka fór að taka peninga, svo hún gæti gefið öðrum stúlkum sælgæti. Hún hélt að þá fengi hún vin- áttu þeirra í staðinn. Foreldrar ættu að varast að vekja öfund hjá börnum, með því að vera að bera þau saman | við önnur börn, t. d. ættu þau ekki að segja við drenginn sinn: Johnny Smith gengur ágætlega vel í skólanum, hversvegna geng- ur þér ekki eins vel? . Þetta væri vegurinn til að koma öfund inn í barnshugan. Konur milli fertugs og fim- tugs gætu ef til vill hjálpað mest ungum mæðrum, vegna þess að þær hefðu haft reynsluna sjálf- ar, og gætu því frætt þær sein yngri væru. Eftir ræðu Mrs. Dampsey þá hafði Geraldine Einarson ein- söng, “Spring Song” og “Wish- ing”. Söng hún prýðilega vel. Þá talaði Mrs. W. G. Bayley, lýsti hún aðferðum, sem hún notaði til að fræða börnin í skól- unum, um áhrif vínsins. Næst las Lilja Johnson upp kvæði, “Hundurinn minn”, eftir Sig. Júí. Jóhannesson; “Afi og amma” eftir Guðrún H. Frið- riksson. Var þá prógrammið á enda; höfðu menn skemt sér vel. • Sérstaklega fanst mönnum um hvað litlu íslenzku stúlkurnar leystu sitt hlutverk vel af hendi. Var þá tekið aftur til fundar- starfa. Talað var um að skýrslu formið yrði endurbætt. Gerði þá Mrs. J. Kristjánsson uppá- stungu, sem studd var af Mrs. H. Kristjánsson að stjórnar- !nefndinni sé falið að gera það. Þá gerði Mrs. J. B. Skaptason uppástungu, sem studd var af Mrs. E. Johnson að skrásetn- ingarbók fyrir fulltrúa og gesti sé keypt og höfð á þingum sam- bandsins. Þá gerði Mrs. Philip Péturs- son tillögu, sem studd var af Mrs. P. S. Pálsson, að prentuð séu bréfs-efni og umslög (letter- heads) með nafni félagsins, og var stjórnarnefndinni falið að sjá um það. Næst var rætt um að betra væri ef að ársfundur hinna mis- munandi kvenfélaga væru allir í sama mánuðinum. Sýndist flestum konum þetta æskilegt, ef hægt væri að koma því í framkvæmd. Einnig fanst kon- um það gott ef að hinir mismun- andi söfnuðir gerðu slíkt hið sama. Mrs. J. B. Skaptason gerði tillögu sem studd var af Miss Vídal, að forseti Kvenna- sambandsins vekti máls á því á kirkjuþinginu, hvert að allir söfnuðirnir gætu ekki haft árs- fundi sína í sama mánuði. Var þá næst rætt um það ða æskilegt væri ef sjúkranefnd væri sett í Winnipeg, sem heim- sækti þá sjúklinga sem kæmi á Winnipeg spítalana utan af landi. Mrs. S. ThorvaLdson kvað nauðsyn að gera eitthvað í þessu máli og gerði tillögu um að stjórnarnefnd sambandsins færi þess á leit við kvenfélögin að ein kvenfélags kona úr hverju kven- félagi væri kosin til að tilkynna sjúkranefndinni í Winnipeg um sjúklinga þá sem kæmu úr því bygðarlagi. Winnipeg konur skýrðu frá sjúkranefnd Winnipeg Sam- bandssafnaðar, og lofuðust til að sjá um að sú nefnd heimsækti þá sjúklinga sem þeim væri gerð tilkynning um. Þar næst gaf Mrs. S. E. Björnsson skýrslu um sumar- heimilis starfsemina, sem hér fylgir: Skýrsla sumarheimilisins Lauslega frá sagt þá voru 70 börn á heimilinu frá 7. júlí til 15. ágúst, og dvöldu þau þar um 10 daga hvert. Sum börnin sem virtust þarfnast lengri dvalar fengu að vera lengur. Flest börnin voru íslenzk eða af is- Einnig voru börnin flest frá Winnipeg. Af þessum börnum tilheyrðu 22 Sambands kirkjufélaginu, 26 Lúterska kirkjufél.; 5 tilheyrðu United og Methodist kirkjunum og 17 voru ekki talin til neinnar kirkjudeildar. Aldur barnanna var frá 5—14. Af þeim voru 35 drengir og 35 stúlkur. For- stöðukonur voru fyrst Mrs. Th. Thorsteinsson frá Winnipeg og seinni part tímans Mrs. E. J. Melan en Miss A. Sigurðsson annaðist matreiðslu allan tím- ann. Aðrir sem hjálpuðu voru Mrs. Albertína Benson, Miss I. Jakobson, Svafa Einarson, Mar- grét Johnson, Mrs. P. S. Pálsson og J. K. Laxdal. Yfirleitt má segja að starfið gengi að ósk- um og má að miklu leyti þakka það þessu góða fólki sem hér hefir verið talið. í sumar hefir nefndin ákveðið að halda áfram starfrækslu á sama hátt og áður. Hefir hún verið svo lánsöm að fá ágætis ráðskonu* Mrs. K. Friðriksson, til að hafa á hendi alla umsjón á heimilinu á meðan það starfar. Nokkrar umbætur Tvö Kvæði E F R. Kipling Ef nær þú skap þitt og skynsemi að sefa Þótt skjátlist hinum .og sök þér gefi á því. Ef sjálfstraust áttu er flestir orð þín efa, Gegn efasemdum ert vægur dómum í. Ef þolinmóður ertu og þreytist ei en bíðir Og þótt sé á þig logið, forðast lygaseið. EfAæröldin þig hatar, þótt ei þú aðra níðir í orðum og framkomu þræðir rétta leið. Ef drauma færðu notið, sem ei þér umráð skapi, Og átt sjálfstæða hugsun, er sakar þig ei hót. Ef getur þú að jöfnu mætt sigri og sigurtapi með sama viljakrafti tekið báðum mót. Ef þolað færðu að sannindum af þínum eigin munni Sé þyrlað af skálkum sem blekkingar reyk. Á æfistarf þitt horfa hrynja niður’ að grunni, Með hálfum kröftum byrja á nýjan leik. Ef þorir þú við tækifærin teningskast að reyna Og tapa öllu þínu og ganga snauður frá Að byrja á nýjann leik með áræðið það eina Og eignamissi þinn ei neinum manni tjá Ef getur þú tauga, hjarta og huga notið, Og hafið störf er kraftur þeirra brast. Tökum náð, þegar annað alt er þrotið Og aðeins viljakrafturinn skipar “Haltu fast”. Ef skoðun þinni fylgir og heiðri þínum heldur, Þótt hljótir sæmd af konungum ert borgurum kær. Og vina og andstæðinga gerða ei þú geldur En gildi hvers að verðleikum huga þínum nær. Ef getur þú hvert einasta augnablik sem líður, Endurbætt og stækkað þroskaferil þinn. Þá heimurinn og þjóðræðið þinnar stjórnar bíður Úr þér mun verða maður, kæri sonur minn. ÖRÆFIN KALLA ÞIG Robert Service Hefirðu starað á hið undurfagra öræfanna veldi, Þar sem auðnin rís í hillingum hrikaleg og tóm. Séð risafjöllin gnæfa sveipuð aftansólareldi Með ógna svörtu gljúfrin og fossins þrumuróm? Hefirðu litið töfradali þar sem ólmar elfur dynja Á öræfunum leitað hins týnda á þinni ferð. Hvílt sál þína í einverunni lært að lifa og skynja Lífið, hvers það krefst af þér og þess hið mikla verð? Hefirðu reikað þar sem augað öræfanna nýtur Og einangraður kjarrviður fyrir sjónir ber. Raulað gamalt ljóð, þar sem lif og sköpun þrýtur Lærst að skilja hvernig auðnin hagar sér? Hafirðu fáki hleypt um heiðarnar fjarri mannbygðum Og fótasár reikað um hraun og bruna sand ? Kynst hásléttunar seiðmagni, kulda og veðrabrigðum Ertu kjörsonur öræfanna, og þau þitt heimaland. Hefirðu ríkt í vetrarþögninni þar blundar blær í lundum Og birtist helgur sannleikur, en lýgi öll er smáð? Á þrúgum kafað fannirnar, á ísum ekið hundum, Ögrað dularmögnum, verðmætum og sigri náð? Kynst nýjum landsuppdráttum og kynblendinga háttum Fundið kraftinn stæla hverja taug og vöðvaband? Ef áttu þor að sverja að sigra mannraun hverja, Ertu sonur öræfanna og þau þitt föðurland. Hefirðu liðið, soltið, sigrast á ógnum öræfanna, Við eldraun hverja vaxið og krafti þínum treyst? Unnið fyrir gíg. Þekt í þjóðsögn manna Þína eigin sögu þó myndin hafi breyst? Er dásemd guðs þér kunn og guðspjall náttúrunnar? Það guðspjall aldrei heyrir þú við neina messugjörð. Hið göfuga ag sanna og afrek einfaranna Eru öræfanna fjarsjóðir og þau þess fósturjörð. Hefirðu vanist kenjum manna og kenslu þeirra notið 0g klæðaburður tískunnar er orðinn vörður þinn. Þú hefir komið fram á sviðið, hrós og heiður hlotið, En heyrirðu ei til öræfanna, vinur minn? Við skulum freista gæfunnar þar sem alt er þögn og eyði f einverunnar heimkynnum eg skil og þekki mig. Þar hvíslar næturblærinn og blikar stjarna í heiði, Og bergmál öræfanna kallar hátt á þig. G. St. hafa verið gerðar á heimilinu. Húsið hefir verið stækkað og lagað að öðru leyti. Landið hreinsað og brautarstæði gert í gegn um landið. Til þess að hafa saman fé fyrir þetta hefir ýmis- legt verið gert á árinu, s. s. þrjár samkomur verið haldnar, í Win- nipeg, Árborg og Hnausa. Voru þeir Mr. G. Sigmundsson og Mr. J. Page okkur mjög hjálp- legir, útveguðu samkomuhúsið án endurgjalds og voru okkur hjálplegir á annan hátt. Enn- fremur hafa þau Mr. og Mrs. B. E. Johnson og Mrs. P. S. Pálsson haft á hendi að sjá um Bingo, sem fram hefir farið í Winnipeg til arðs fyrir heimilið. Er talað um að fá leyfi til að hafa Tag Day í Gimli-sveit í sumar. Þá var talað um að reyna í fram- tíðinni að- ná saman fé til að reisa Cottage á lóðinni sem yrði notað fyrir mæður barnanna sem kynnu að geta heimsótt sumar- heimilið og verði þar tíma og tíma sér til hvíldar og upplyft- ingar. „ Þau Mrs. S. Thorvaldson og séra E. J. Melan hafa þegar lagt til fé í þann sjóð. Öll samskot í þann sjóð skyldi senda til Mrs. P. S. Pálsson, féhirði^ Sam- bandssafnaðar. Þá hefir séra E. J. Melan smíð- að mjög fallegan og vandaðan útskorjn stól, sem ætlast er til að verði rafflað til arðs fyrir sum- arheimilið. Einnig hefir blóma- sjóður, sem myndaður var við fráfall eins af vinum sumar- heimilisins, Sig. Thorsteinsson, aukist mikið á síðastliðnu ári. Hefir hann verið settur til síðu og verður ekki notaður nema nauðsynlegt verði til að mæta útgjöldum. Þá held eg að eg hafi drepið á flest sem gert hefir verið og er að gerast viðvíkjandi þessu máli. Nefndin hefir unnið mik- ið verk og verið samhent hvað viðvíkur velferð þessa máls, og því hefir alt frá því fyrsta geng- ið jafnvel betur en búist var við í byrjuninni. Að endingu vil eg þakka öllum þeim sem áhuga og dugnað hafa sýnt í starfinu og öllum þeim fjær og nær sem stutt hafa þetta málefni. Fram- tíðin ein sker úr hversu mikið okkur verður ágengt en á meðan unnið er af eins miklum áhuga og gert hefir verið hið síðast- liðið ár er óhætt um það að mál- efnið á batnandi framtíð fyrir höndum. Marja Björnsson Næst var rættum fyrirkomu- lag og dagskrá næsta Kvenna- þings. Eftir þær umræður skýrði Mrs. Melan í fáum orðum frá sunnudagaskóla og kvenna- þingi sem hún sat í Lake Gen- eva, Wisconsin í júní. Mrs. Philip Pétursson vakti máls á að erindsreki frá Kvenna sambandinu yrði sendur á Mid West Institute, ef að það yrði haft með sama móti næsta ár og þetta síðast liðið ár. Tillaga Miss S. Vídal, studd af Mrs. J. B. Skaptason að $10 séu borgaðir í prestasjóð. Samþ. Mrs. J. B. Skaptason gerði tillögu að þinglð lýsti söknuði sínum yfir fjarveru heiðursfor- seta þess, Mrs. Rögnv. Péturs- son, með innilegri ósk að Dr. Péturs'on fengi heilsuna sem fyrst. Samþykt í einu hljóði. Mrs. G. Árnason, bréfritari fé- lagsins lofaðist til að koma þessu í framkvæmd og gerði það sam- dægurs. Þá láu kosningar fyrir fund- inum. Tillaga Mrs. Philip Pét- ursson, studd af Mrs. B. E. John- son, að stjórnarnefnd Sambands- ins sé endurkosin. Samþykt. f sumarheimilisnefndina voru þessir kosnir: Mrs. S. E. Björnsson Mrs. P. S. Pálsson Mrs. E. L. Johnson Miss S. Vídal Mrs. S. Thorvaldson Mrs. Carl Frederickson og frá kirkjufélaginu: Séra Philip M. Pétursson Séra Eyjólfur J. Melan Dr. L. A. Sigurðsson Mr. S. Thorvaldson Mrs. B. E. Johnson Þá var fundi frestað til sam- komukvelds sambandsins. Að kveldi 1. júlí, var hald- inn samkoma Kvennasambands- ins í samkomusal Sambands- safnaðar í Winnipeg. Þessir voru á skemtiskrá: — Mrs. S. E. Björnsson ávarpaði gestina. Mr. Gunnar Erlendsson, organ solo Mr. Gísli Jónsson og Mr. P. S. Pálsson, Vocal duet Mrs. Gísli Jónsson, Ræða Miss Lóa Davíðsson, Vocal solo Mr. Ragnar Stefánsson, upplest- ur. Mr. Sigursteinn Thorsteinsson, Vocal solo Mr. Pálmi Pálmason, Violin solo Var skemtun hin bezta, og samkoman vel sótt. Að endingu þakkaði forseti, Mrs. S. E. Björnsson, öllum er höfðu skemt á samkomunni og þinginu og Winnipeg kvenfélag- inu fyrir góðar viðtökur, og sagði slitið þessu þrettánda þingi Sambands Frjálstrúar kvenfélaga. ólafía J. Melan, skrifari Óvenjulegur reipdráttur Mjög skemtilegur og óvenju- legur reipdráttur átti sér nýlega stað í dýragarðinum í Aarhus, Fjölda barna hafði verið hóað saman og þau látin togast á við fíl. Voru börnin samanlagt jafnþung fílnum, um 1500 kíló. Börnin gripu í annan enda kað- alsins, en fíllinn með rananum í hinn. Þrisvar var togast á, og í tvö fyrstu skiftin sigruðu krakk- arnir, en þeir 7000 áhorfendur, sem þarna voru, klöppuðu þeim lof í lófa. En til þess að örva sigurlöngun fílisins, var unga hans stilt fyrir aftan hann. Eins og búist hafði verið við, dró fíl!- inn nú af mikið meiri krafti til þess að komast að unganum sínum. En alt kom fyrir ekki. Krakkarnir unnu í þessari síð- ustu atrennu. * * sk Fyrir 100 árum voru um 4000 'blöð og tímarit til í öllum heim- I1 inum. Nú er blaðakostur heims- ins talinn að minsta kosti 100,000. Byrjið sparisjóðs innleg við Bankann— Peningarnir eru óhultir og þér getið tekið þá út hvenær sem þér viljið. Á 12 mánuðum gerðu viðskiftamenn 10,500,000 innleggingar á The Royal Bank of Canada; vottur um það traust sem almenningur ber til þessarar stofnunar, sem að eignamati fer yfir $800,000,000. THE ROYALBANK OF CANADA h==^Eignir yfir $800,000,000

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.