Heimskringla


Heimskringla - 11.10.1939, Qupperneq 1

Heimskringla - 11.10.1939, Qupperneq 1
LIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 11. OKT. 1939 NÚMER 2. HELZTU FRETTIR Friðartilboð Hitlers Mest um talaða málið vikuna sem liðin er frá því að síðasta tölublað “Hkr.” kom út, er frið- artilboð Hitlers. Hann birti það með ræðu, er hann hélt í ríkis- þinginu s. 1. föstudag og sem var útvarpað um allan heim. Tjáði hann sig fúsan til að rétta Frökkum og Bretum hendina, til sátta og friðar til þess að komast hjá hinu hræðilega blóð- baði, er stríðinu á vesturvíg- stöðvunum fylgdi, ef áfram héldi. Skilmálar hans voru þessir: Að þjóðir Evrópu væru boðað- ar til fundar til þess að skipa svo til, að hver þjóðflokkur væri sem mest út af fyrir sig, undir hvaða þjóða yfirráðum sem hann væri. Að vopnahlé yrði samið, þar til fundinum væri lokið. Af hálfu 'Þýzkalands væru allar kröfur til landa úr sögunni, nema til hinna fyrri nýlenda. Við þá skiftingu Póllands milli Rússlands og Þýzkalands sem þegar hefði verið gerð sæti. Þýzkalandi byggi ekki yfir neinum áformum um að taka Rúmaníu, Ukraníu, Ural-héruð- in eða Danmörku. Að Rússland og Þýzkaland mynduðu friðar- eða hlutleysis- héruð í Austur-Evrópu fyrir vissa þjóðflokka til eflingar friði, undir eftirliti beggja eða annars hvors landsins. Að finna ráð til að efla frið í yfirunnu löndunum. Á yfirborðinu, kunna skilmál- ar þessir að sýnast með nokkr- um umbótum aðgengilegir. En næða Hitlers bar það ekki með •sér að þetta væri af góðvilja gert. Ræðan var full af hótun- um og gorti. Þýzkaland kvað hann aldrei verða kúgað. Pólland skyldi ekki að eilífu rísa upp. Og kysu Frakkar og Bretar held- ur stríð en útrétta hendi sína, yrði það þeim fyrir verstu. Her bjóðverja væri bezti her í heimi og á vesturvígstöðvunum mundu óvinirnir brátt kenna á því, o. s. frv., o. s. frv. Þegar menn heyrðu ræðu hessa, varð þeim fyrst til að ^Pyrja hvernig á þessum sinna- skiftum Hitlers stæði. Daginn áður en hann hélt þessa ræðu, var hann í Varsjá, að heiðra her sinn þar með nærveru sinni ljúka lofsorði á hryðjuverk- ln> sem hann hafði þar í frammi, s®m í nútíðar sögunni eiga ekki shin líka. Og fyrir rúmum mán- uði síðan gerði hann gabb að friðartilboðum Roosevelts for- seta og hafði þau í stað skrítla í faeðum sínum. bað -er áreiðanlega eitthvað Sem kreppir að í Þýzkalandi, sem gerir það að verkum, að flitler berst nú eins hart tyrir riði og hann áður hefir verið ólmur og óhemjandi í að fara í stríð. Hitler hefir um langt skeið ótað óskapa sókn á vesturvíg- stöðvunum. Allar tilraunir sein ann hefir til þess gert, hafa juishepnast til þessa. Og nú er nað á orði talsvert í Frakklandi, að her Þjóðverja muni ekki eins sterkur og Hitler hafi látið, vorki land né loftherinn. Og ann sé í engu jafnoki hers .reta Frakka. Frakkar eru * hví að minsta kosti, að þetta en1 annað sé eintómt gort af a fu Hitlers og hann sé nú ■lalfur kominn að þeirri niður- mærum sínum, en þeir hafi ekki fengist til þess. Flugvellir Í Póllandi hafi alt of fáir verið þar sem þeirra hafi þurft mest stöðu, að það eitt sé ekki ein- með og vegna varnarleysis verið hlítt. í mikilli hættu. * Nú hafa Rússar eigi að síður Þegar Hitler hafði flutt þessa! orðið þessara hlunninda sem þeir ræðu, lýsti Mussolini því yfir, að ^ru fram á aðnjótandi með j ítalía væri hlutlaus, í öllum frið- artilraunum, sem í stríði. j En Stalin tók upp friðarveifu Hitlers. í stjórnarblaðinu Iz- j vestia í Moskva, var ráðist all hart á Breta og Frakka og á- stæða þeirra fyrir að halda á- jfram stríði til að steypa Hitler og stefnu hans væri svo fánýt, að á miðaldirnar minti, er menn voru ofsóttir og drepnir fyrir trúarlegar og pólitískar skoðan- ; ir. Hugsjónir yrðu aldrei upp- j rættar með sverði. Stefnu Breta ■ og Frakka í þessu efni, taldi j blaðið glæpsamlega vitfirrings- lega. samningunum við Þjóðverja. Um síðustu helgi fór hersing viðskiftamanna þýzkra á fund Stalins í von um að geta gert samning við hann um mikil og margvísleg vörukaup; verzlun- arfróðir menn hafa haldið fram, að Rússar hefðu lítið eða jafn- vel alls ekkert aflögu af nauð-j synjavöru og ferð Þjóðverft'a mundi verða árangurslítil. En Stalin mun ekki láta það ásann- ast á yfirborðinu, að minsta kosti, meðan hann er að vinna að því, að fá Breta og Frakka til að hætta stríðinu í miðju kafi og meðan sigurinn er Hitlers meg- Greinilegar er nú tæplega' in. Og nýr samningur mun nú hægt að undirskrifa og sam- þegar hafa verið gerður, sem þykkja blóðferil Hitlers, en enginn veit að vísu hvað langt þetta. nær. Á Bretlandi var friðartilboð- En hvað sem vörubiýgðum Rússlands líður, er eitt víst inu með grunsemd tekið, ekki talið og- það er að þa.ð eig-i meiri að friðurinn væri ekki kærkom- gullforða en nokkur veit um. — inn, en það var brátt upp kveðið, að skilmálar Hitlers væru þeir, að friður á þeim grundvelli yrði vissulega ekki samþyktur. Af þeirri reynslu sem fengin væri Það er sagt að gullgröftur hafi átt sér stað lengi í Síberíu og afleiðing af því sé, að gullforði landsins muni vera geysimikill, alt frá $500,000,000 til $1,000, af því að gera samninga við 000,000. Frá þessu hefir aldrei Hitler, væri engu hans orði treystandi. En stjórnin hefir nú samt málið til íhugunar og gefur svar sitt n. k. fimtudag. Það er samt nú þegar fullyrt, að svarið verði neitandi, gerir Mr. Chamberlain ítarlega grein fyrir því síðar í vikunni hvernig á því stendur. Á Frökkum var undir eins að heyra, að þeir mundu ekki sinna friðartilboðinu. Símskeyti frá fslandi Eftirfarandi skeyti barst Árna Eggertssyni fasteignasala s. 1. fimtudag heiman af íslandi. Er það frá Árna Eylands og frú hans til að láta landa hér vita, að þau hafi komist heilu og höldnu heimí Reykjavík, 5. okt. 1939 Árni Eggertsson, Winnipeg, Man.: Komin heim. Með beztu kveðju til allra vina okkar vestra o g þakklæti fyrir gestrisni þeirra, margvíslega greiðvikni og ósegjanlega ánægju okkur veitta. Við munum ávalt minn- ast stundanna á meðal þeirra með gleði. Margrét Eylands Árni Eylands Rússar vildu- ekki leyfa brezkum loftförum lendingu Því er haldið fram, að Bretar hafi viljað leigja flugstöð í Rúss- landi fyrir loftför sín til þess að koma Pólverjum til hjálpar, en að Rússar hafi neitað því, eða sett þau skilyrði að þeir fengju að fara með her inn í Hvíta-Rússland og Ukraníu (hina pólsku) og auk þess viss hlunnindi í Eystrasaltslöndun- um. En Pólverjar og Eystra- saltslöndin neituðu að leyfa þetta, enda þótt her Rússa væri sendur þeim til aðstoðar. Þetta var áður en Rússar gerðu samn- inginn við Þjóðverja. verið skýrt og um það hafa fáir vitað, fyr en nú að Þjóðverjar gefa þetta í skyn og það með, að Bretar og Frakkar þurfi ekki að halda, að þeir geti ekki náð í vörur hjá nágranna-þjóðunum. Það er því sem þeir líti á þetta sem sitt fé að nokkru leyti. Hitt er þá eftir að vita, hvað mikið eða hvort nokkuð af því sé Þjóð- verjum falt, með sitt lamaða lánstraust, nema að það eigi að heita borgun fyrir Pólland og önnur hlunnindi, sem Rússum hafa í skaut fallið fyrir hern- aðar-atgerðir Hitlers. Tala kvikfjár í Manitoba Skýrslur frá búnaðarmáladeild ■stjórnarinnar í Manitoba sýna kvikfénað í fylkinu, sem hér segir: Tala hesta er 315,000. Þeim hefir fækkað um 10,000 á árinu. Á 89% af öllum bændaheimilum í fylkinu eru hestar. Nautgripir eru 787,000 og hefir fækkað frá síðast liðnu ári um 55,000. Af sauðfé er 230,000, og er I, 000 færra en síðast liðið ár. Svín eru fleiri en nokkru sinni fyr síðan 1932; tala þeirra er 311,000. Alifuglum hefir fjölgað nema öndum; tala hænsna er 5,278,- 000; hefir fjölgað á árinu 766,- 000. Tyrkjar eru 551,000 og eru 100,000 fleiri en á síðast liðnu ári. Gæsir eru 78,000. Skýrsla þessi var tekin í júní J. 939. SAMANDREGNAR F R É T T I R Á Þýzkalandi var útvarpað s. 1. mánudag þeirri frétt, að alt væri á tjá og tundri í Englandi, Chamberlain væri farinn úr stjórninni og konungurinn frá völdum. Vakti frétt þessi mikla athygli sem nærri má geta. — Streymdu spurningar til upplýs- Ástæða Breta fyrir að fara;ingaskrifstofu Breta frá Japan þessa á leit við Rússa er sögð og öðrum fjarlægum stöðum um sú, að þeir hafi jafnvel ári áður en stríðið skall á, hvatt Pólverja hvað væri í þessu. Á Bretlandi vissi enginn um þetta. Þegar til að gera skotgrafir á landa-IÞjóðverjar voru spurðir um heimildir fyrir fréttinni, sögðu þeir hana hafa komið frá ein- hver j um leynifregnritum og urðu aftur að útvarpa, að þetta væri flugufregn- En alt átti þetta að stafa af því, að Bretar vildu ólmir frið. * * * Uppskera kvað talsvert minm í Rússlandi í ár en árið 1938. Og við hirðing uppskerunnar er sagður mannaskortur, síðan herinn. var sendur á vesturlanda- mæri Rússlands, en við hana er ákaflega mannfregt enn í Rúss- landi vegna skorts á búnaðar- áhöldum víða. Telja sumir fregnritar, að þetta sé ein af ástæðum blaðsins Izvestia fyrir að krefjast friðar nú þegar. * * * Skrýslur benda til að utan- lands viðskifti Þjóðverja hafi mínkað um 40% síðan stríðið hófst vegna aðflutningserfið- leikanna. * * * Konur sem myndað hafa félag í Canada til þess, að aðstoða í stríðinu, höfðu fund í Edmonton s. 1. mánudag. Eru um 75,000 konur í félaginu. Á fundinum var samþykt að láta stjórn Can- ada og Breta vita, að félagið væri reiðubúið að vinna hvar og hvenær sem væri, er þess væri óskað. * * * Það er ekki algengt, að menn sem lýsa yfir stríði, fari í stríð. í Frakklandi er þessu þó öðru vísi farið. Af 600 þingmönnum neðri deildar, eru 150 komnir i herinn og margir af þeim eru nú þegar í skotgröfunum. * * * Eric Raeder, yfirmaður sjó- flota Þjóðverja, segir blaðið Daily Sketch, að hafi um helgina viljað segja stöðu sinni lausri, en beiðni hans hafi verið neitað. Ástæða hans fyrir þessu er ó- ánægja með gerðir Ribbentrops í Moskva, sérstaklega samninga þá, er gáfu Rússum tækifæri að hrifsa hverja einustu nýta her- stöð við Eystrasalt. Hann kvað Eystrasaltið með því lokað Þjóð- verjum, ef í verra slæist milli Þjóðverja og Rússa. * * * Um samninga þá, sem Rúss- land hefir verið að gera við Eystrasalts-löndin þrjú, vita menn lítið annað en það, að Rússum var leyft að setja sig þar niður með her. Að öðru leyti er látið í veðri vaka, að löndin séu sjálfstæð eftir sem áður. En þó bar það nú við í Eistlandi í gær, að alt ráðuneyti landsins sagði af sér. Um ástæðuna fyr- ir því, hefir ekkert enn verið látið uppskátt. En að landið skoði sig algerlega innlimað Rússlandi, þykir líklegt. Og því mun heldur ekki fjarri með Lat- víu «g Lithuaníu; þau hafa sama samninginn við Rússland gert. Ennfremur eru Þjóðverj- ar í þessum löndum nú í snatri kallaðir heim til Þýzkalands. — Hitler virðist því skoða lönd þessi orðin fullkomlega rúss- nesk. Hafa sumir Þjóðverjarn- ir sem verið er að flytja burtu og þeir skifta tugum þúsunda í hverju landi, búið þar í margar aldir mann fram af manni. Kvíða þeir fyrir þessum hrakningum og þá ekki síður hinu, að verða vistaðir í vinnu- eða fangavérum Þýzkalands. En sagan er ekki með þessu búin. Rússar eru að reyna að gera svipaðan samning - við Finna. En þeir andæfa. Kröfur Rússa kváðu í því fólgnar að fá nokkrar eyjar í Finska flóanum, þar á meðal Álandseyju (hættu- lega fyrir Svíþjóð) og Hango og héruð við flóann, t. d. Viborg ■og fleiri, fyrir herstöðvar. Finn- ar vilja ekki að þessu ganga. Er nú rússneskum herskipum að fjölga á Finska flóanum. Hafa Finnar byrjað að draga saman her til að vera við öllu búnir. Her þeirra er um 250,000 og hafa þeir auk þess aðrar 300,000 æfðra hermanna að grípa til. Ennfremur eru konur og börn að flytja úr Helsingfors og öðrurn borgum við flóann. Að þarna komi til átekta bráðlega er talið augljóst. * * * Kosningabardaginn í Quebec- fylki, er einn hinn harðasti, sem þar hefir verið haldinn. Þegar Maurice Duplessis forsætisráð- herra lýsti yfir, að aðal-atriði kosninganna væri, að halda uppi rétti fylkja landsins, varð sám- bandsstjórnin uppvæg og hafa' ráðgjafar hennar frá Quebec-j fylki hamast í kosningabardag-1 anum síðan. Rt. Hon. Emest Lapointe, dómsmálaráðherra er þar fremstur í flokki og hét því í gær, að ef Duplessis sigraði, j segði hann og aðrir ráðgjafar Sambandsstjórnarinnar úr fylk- inu af sér. Hann telur stefnu Duplessis landráð og kosninga-, aðferðina minna á framkomu lögbrjóta (gangsters). Þegar dómarar mæla svo, er það nokk- ur bending um hitann í kosning- unum. * * * Sir Kingsley Wood, flugmála- ráðherra Breta tilkynti í þing- inu á Bretlandi í gær, að Can- ada yrði miðstöð í fullnaðar- kenslu í flughernaði í öllu brezka ríkinu. Ástralía, Nýja-Sjáland, Bretland og Canada, hefðu kom- i ið sér saman um þetta. Hvert1 land fyrir sig kennir byrjend- um, en þeir verða allir síðar sendir til Canada til fullnaðar-1 náms. Um 25,000 er búist við1 að útskrifa á ári. * * * Á vesturvígstöðvuntim hafa Þjóðverjar gert allhörð áhlaup síðast liðna tvo eða þrjá daga, en hefir ekkert áunnist og ekki getað þokað Frökkum neitt, þó langt séu fyrir framan hervirki sín og inni í Þýzkalandi. En herinn hafa Þjóðverjar aukið mikið síðustu dagana á vígstöðv- unura. Brezk loftför hafa verið að fljúga yfir hervirki Þjóð- verja og hafa tekið myndir af hernaðarsvæðinu öllu saman. fslendingar í Danmörku sækja á að komast heim Samkvæmt fregnum, sem Vísi hafa borist, er mikill fjöldi fs- lendinga í Kaupmannahöfn, sem vilja ólmir komast heim til fs- lands, en miklir erfiðleikar eru á því að fá farrými. Brúarfoss mun leggja af stað áleiðis hing- að annað kveld og er hvert rúm skipað, en fjöldi fólks getur ekki fengið far. Er full ástæða fyrir fólk, sem hefir ætlað sér utan, að athuga þessi flutningavandræði, áður en það leggur í utanlandsför, með því að ekki er vitað að svo komnu máli hvernig greiðast kann úr siglingum hingað til lands.—Vísir, 5. sept. Árið 966 kom hallæri í Persíu. Hrundi almúgafólk niður úr hungri, en efnamenn höfðu nóg- an mat. Þá gaf keisarinn út fyrirskipun um það, að hengja skyldi einn auðkýfing í hvert sinn sem einhver sálaðist úr sulti. Það hreif. Hungursneyð- inni var af létt í einni svipan. T\/TEÐAL kærustu minninga minna úr atburðaríkri fs- landsförinni hátíðaárið 1930, eru minningarnar um marga góða íslendinga í landi hér, sem eg kyntist fyrsta sinni á því ferða- lagi. f þeim hóp var Loftur Bjarnason frá Utah; tókst með okkur ágæt vinátta og skrifuð- umst við á öðru hvoru síðan. Hinsvegar grunaði mig eigi, þeg- ar við kvöddumst í Reykjavík hátíðarsumarið, að það myndi verða hlutskifti mitt, að mæla eftir þennan vin minn innan -áratugs, en sú varð þó reyndin, því að hann lézt á sjúkrahúsi í Salt Lake City, eftir mjög stutta legu, þann 16. apríl s. 1. Hjarta- bilun varð honum að banameini, en hann hafði rétt 'áður gengið undir uppskurð. Hann var jarð- aður frá University kappellunni þar í borg, fimtudaginn 20. apríl og stýrði biskup Devirl Stewart útfararathöfninni. Var jarðar- förin fjölmenn, því að Loftur var vinamargur og víðkunnur maður í Utah-ríki fyrir afskifti sín af fræðslumálum og forystu á þeim sviðum. Loftur Bjarnason (hann staf- aði jafnan nafn sitt Lofter, en íslenzki rithátturinn er hér not- aður) var rétt sextugur er hann lézt. Hann var fæddur í Span- ish Fork, Utah, 15. marz 1879, sonur þeirra hjónanna Gísla (Einarsson) j Bjarnason frá Hrífunesi í Skaftártungum, V.- Skaftafellssýslu, og Halldóru Árnadótur frá Undirhrauni í Meðallandi í sömu sýslu. Var Gísli hinn merkasti maður og er honum lýst þannig í landnáms- sögu Utah-íslendinga (Almanak ó. S. Thorgeirssonar 1915)': “Um Gísla sjálfan hefi eg það að segja, að hann stendur í fremstu röð fyrirmyndarmanna hér. — Mundi hafa verið talinn héraðs- höfðingi í fyrri daga. Hann er hygginn og ráðsettur maður og náði talsverðri skólamentun ' á yngri árum. Leiðandi maður í bygðarlagi voru, gestrisinn og höfðinglyndur.” Gísli andaðist 17. ágúst 1934, og mintist Loft- ur sonur hans föður síns fagur- lega í minningargrein hér í blaðinu (5. sept. það ár). Al- bróðir Gísla, séra Bjarni Einars- son, fyrrum prófastur á Mýrum, er enn á lífi og býr í Reykjavík. Halldóra kona Gísla var og að dómi kunnugra merkis- og sóma- kona. Loftur stundaði barnaskóla og gagnfræðaskólanám í Span- ish Fork og sýndi brátt, að hann var óvenjulega góðum náms- hæfileikum gæddur; voru skáld- skapur, sagnfræði og fagrar list- ir sérstaklega uppáhalds fræði- greinar hans. Þegar hann .var 23 ára að aldri var hann sendur til íslands sem trúboði Mormóna- Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.