Heimskringla - 22.11.1939, Side 5

Heimskringla - 22.11.1939, Side 5
WINNIPEG, 22. NÓV. 1939 HEIMSKRINGLA 5. SíÐA “Landnemanna minnismerki! má hér lýsa framda synd. Rasshendin því réði verki réttnefnd skollans apa mynd.” Þanglað fluttu Wirinipeg-ís- lendingar heilan dag — þjóð- minningardag — í einhverskon- ar minningarílátum hér um árið, og hafa þeir síðan verið íláta- og dagslausir. En svo hafa þeir heldur ekki flutt neitt í burtu síðan, hvorki ætt né óætt, fór fyrir þeim eins og hermönnum Frakkakonungs er kveðið var um: “Borgina vel þeir vörðu sína, vildu þeir ekki fleiru tína.” Það er fast ákveðið, með mæl- mgum, hvað marga þumlunga borgin standi fyrir ofan sjávar- mál (því ekki sézt til sjávar), hún er sögð að standa á tiltek- mni breiddargráðu, og hefir sinn útreiknaða hádegisbaug af ein- hverjum, endur fyrir löngu, sem ekki var vitlausari en það, að lengstur dagur er um 20. júní og stytstur um þann 20. desember, og hefir sína eigin stjórnar- skrá, segir Stefán í Baugabrot- um. Winnipeg er þanin út um allar tryssur og eins er landinn út- haninn um Winnipeg. Þeir eru alstaðar langs og kross, svo varla verður þverfótað án þess að hrasa um þá. Það er því lík- ast, sem ívar sálugi beinlausi hafi verið hér í ráðum, með sína blautu og margristu og útspýttu uxahúð, og landinn væri verka- menn hans að þenja bjórinn yfir flatneskjuna. Jú, jú, alstaðar er landinn Jafnt utanhúss sem innan; í öll- um stöðum og stéttum muster- um, höllum og babelsturnum; ^seknar, lögmenn og braskarar, trésmiðir, járnsmiðir og blikk- smiðir, múrarar, sótarar og slátrarar, rakarar, prentarar, hetekkarar og málarar, þeir eru tvíburar og fara altaf saman. -Prestar, prelátar — en engin biskup — missonerar og prédik- arar — og svo var hér einn móð- ursjúkur kjaftaskúmur, sem öllu vildi drekkja í flóði málæðis og ^ordæminga, en hann er nú far- lnn. Þeir eru doktórar í öllu mögulegu, en einkum þó 1 guð- fr*ði, jafnt þeir sem marga guði hafa og þeir sem engan *uð eiga, og þeir sem tileinka sér bara guð almáttugann. Þeir eru í öllum opinberum stöðum °g embættum, sem nöfnum nefn- ast» svo sem prófessorar og bennarar, þingmenn og bæjar- tulltrúar — og nærri því einn ^°rgarstjóri — og mörgum öðr- Um too numerous to mention. Lnnfremur er hér einn ræðis- maður fslendinga og Dana, og aunast hann um öll utanríkismál Poirra í Vesturlandinu og kann- sbé víðar. Hann sjeikaði hands yið Dana krónprinsinn í St. Paul \ v°r, og bar frá honum árnaðar- oskir til fslendinga í Canada, asamt prinsessunni,” eins og ®m.ar orðaði það. Einnig finn- ast hér nokkrir krossberar úlkaorðunnar, sem “hætt er við uð heimurinn harla misjafnt ^mi,” eins og stendur þar. ^var menn geta lókeitað suma af binum íslenzku prófessional- business-mönnum sjá þeir í bossu blaði og litla-skinninu — ef rum leyfir. Hversu erfitt er að hand- sama landann í áðurnefndum y^undarhúsum má t. d. taka, að °mir þú inn í eitt þeirra um Vesturdyr, er Hannes til hægri en Pétur til vinstri, en farir þú am suður dyr snúast þeir við jUnnig, ag Pétur er til hægri en annes til vinstri. f einum s ærsta Babelsturni borgarinn- ar finnum við Hjálmar einhver- s aðar milli himins og jarðar og rna þar fyrir ofan. Lítið eitt ^estar setur Jón á þriðju hæð, » . yar enginn postulanna hærra Dfinn í lifanda lífi, svo eg viti, Sv° gat það vel hafa átt sér a®» þó eg væri ekki látinn vita um það. Og þar vestur af eru þeir Hannes og ólafur milli 5 og 7 o. s. frv., og nenni eg ekki að argast í fleirum í þetta sinn. Bæjarráðshöllin eða City Hall, eins og hún er altaf kölluð af öllum, nema Einari og Stefáni, er það helzt til foráttu fundið, að hún standi í einhverju hnatt- stöðuósamræmi vjð miðbæinn, þeir um það, en eitt er víst, að þar rekast bæjar-pabbarnir hver á annan oft á dag, og oftar er þörf krefur, því ekki vantar stjórnsemina og ráðsmenskuna. Þar ræður Paul miklu og raular fyrir munni sér: “í blaða og funda-gargans-gríð menn geta ótal sannað, en til að stjórna landi 'og lýð þarf langtum meira og — annað.” Þarna skrifar Albert mann- talsskýrslur og markatöflur, en í viðaukanum að aftanverðu, um þvera götu, setur Sam og reikn- ar út hegningarlögmálið. Þinghús Mamitoba - fylkis stendur föstum rótum nokkrum tugum steinsnara suðvestur af City Hall, “Þar er stríðið þunga háð, þar eru skörungarnir, þar sjá lýðir þor og dáð, þar fæst tíðum biti af náð”; var eitt sinn kveðið um hús af sama .tagi. — Alt í kringum húsið er nokkra kýrfóðra sí- grænt tún, sem nagað er í sí- fellu, svo grasfengurinn verður að engu fyrir blessaðar skepn- urnar. Á miðjum vellinum, að norðanverðu, situr Victoría drotning, prúðbúin, og snýr and- liti í norður, en í austur frá henni stendur Jón*forseti, hár og tignarlegur, iog horfir mót upp- komu sólar. Inni í þingsalnum talar Salóme og minnir Stubb á vísuna: “Þá sem trúa’ og treysta mér og til mín ráða leita, liðsemd mína’, er lítil er, langar mig að veita,” auðvitað á ensku. — Þar inni á Oddur sæti og ber hann af öllum þingheimi fyrir vaxtar og fríð- leikssakir og minnir mann á lýsing Hjálmars hugumstóra: “Hár og þrekinn hirðir-dreka- túna, afl af lýðum öllum bar, ekki síður furðu snar.” Húsið kostaði upprunalega níu miljónir dollara fyrir tuttugu árum, en ekki hefir verið hægt að borga meira í því, á þessu tímabili, en átján miljónir, svo skuldin er nú átta miljónir, og er kallað gott business af flest- um nema Heimskringlu og nokkrum henni líkum. Við skulum þá skreppa allra snöggvast norður á Sargent, þó tíminn sé naumur, og verður þá Steini fyrst á leið okkar. Hann höndlar harðann fisk og kæfu og ticket — fyrir vesturendann. — Næst komum við að Vível, en förum ekki inn, því “nú er öldin önnur”, allir horfnir er héldu sætum og húsrúmi í skefjum um langan aldur: Gallar teknir við stjórninni en landinn farinn fjandans til — Kínanna meina eg. Eins má púlrúmið—sem er í næstu dyrum — muna sinn “fífil fegri”, setuliðið tvístrað að mestu og Fálkarnir seztir í hreiðrin. “Fyrir handan götu” blæs Einar í segl stjórnar- snekkjunnar, en einum sex blockum vestar beitir Stefán upp í goluna og “tekur flug úr f jöðr- um.” Aldrei er friður! Því nú er komið að dinnertíma, svo eg læt hér staðar nema, en eftir þær trakteringar visitta eg lítillega félags- og samkvæmislíf landans yfir vetrarmánuðina. — Vetr- armánuðina sagði eg, en til þess þú skiljir hvað eg er að fara, verð eg að skjóta hér inn dálítilli skýringu, því annars gæti það hent sig, að þú álpaðist inn til borgarinnar á bandvitlausum (árstíðum — því hér er um tíða- ‘mót að ræða, skal eg segja þér. Svo er mál með vexti, að sam- kvæmis- og félagslíf fslendinga í Winnipeg fer alveg í öfuga átt við náttúruna. Þegar hún þok- ast áfram, gengur alt aftur á bak í samkvæmislífinu. Er dag- inn tekur að lengja um einn þumlung á sólarhring og láð og lögur vakna, styttist í félagslíf- inu um eitt yard á sama tíma, og þannig heldur áfram að bút- ast af því þar til komið er í tí- undu viku sumars, að þá er það fallið um hrygg af sinnu- og mannleysi, — já, alt nema Kubbafélagið, og er það það eina félag í öllum bænum. sem frh. á 7 bls. FRÁ FYRRI DÖGUM EFTIR GÓÐHEST Guðmundar Kolbeinssonar, Winnipeg Beach Má ei þvinga muna minn Mótgangsdyngja í þetta sinn Hagkveðlingahátt því finn Helzta þing fyrir stjórnvölinn. Nú er Bonney fallinn frá, Fákinn þann eg syrgja má, Meðan kann að mæla og sjá Og mér er ei bannað daglegt stjá. Hesta prýði hann var mest, Harla óvíða slíkur sézt, Átti hlíðinn aungvan brest, Um æfitíð mitt geð fékk hresst. Á flúðum hafla ferð skarpur, Þó fenti í stabla, sókndjarfur, Yfir að krabla krap þyljur, Á kostunum, skafla járnaður. Vors á degi varstu minn Vinalegi fullhuginn, Á förnum vegi fótheppinn Funa dregils léttfetinn. Þín skal lifa mynd hjá mér, Mætast svífa ljós sem ber, Þó að yfir hrannir hér Hljóti að klifa, firtur þér. Á öðru landi maske minn Megni að standa ferðbúinn, Eftir vanda auðsveipinn, ístaðs-banda hjörturinn. Brags mót höllum hljómlistar, Hátt með köllum glaðværðar; Þar eg snjöllum þófa-mar Þeysi á völlum Fjörgynjar. Alt svo dvíni’ er angur bar Og ekkert píni hugarfar Og bjartari skíni blíðheimar, Bergi á víni Heiðrúnar. Hugar leyna lægir bál, Lífs við meina skilinn ál, Að drekka hreina hestaskál Holt muni reynast beggja sál. Guðm. Elíasson í SL AN DS-FRÉTTIR Vænt fé Sláturtíð er nú lokið á Akur- eyri og þótti féð vera með væn- sta móti í haust. Til dæmis rak einn bóndi úr Öngulsstaðahreppi 10 dilka sama 1 dag í sláturhús og var kropp- | þungi þeirra til jafnaðar 20 kg. Helmingur þessara dilka voru tvílembingar. Á sama bæ var ein ærin þrílembd í vor. Átti hún eina gimbur og tvo hrúta. Gimbrin var mjög væn og látin lifa, en hrútunum var slátrað. Kroppþungi þeirra var 18 og 15V2 kg. og gærur þeirra sam- anlagðar voru 7 kg. Helgi Stefánsson, bóndi á Þórustöðum, vigtaði nýlega hrútlamb, sem hann hygst að láta lifa. Var þungi þess 70 kg. (145 pund). —Vísir, 17. okt. Reið eíginkona: Veistu, að það er komið undir morgun, klukkan 'er fjögur. | Eiginmaðurinn: Nú já, en hvaða mánaðardagur er? Þegar eg sá þess getið í Morg- unblaðinu og Tímanum að farið hefði verið yfir Holtavörðuheiði í bíl á góunni, þá datt mér í hug að nú væri af sem áður var. Eg var vel kunnugur á þeirri heiði í fyrri daga, frá 1870—84. Er það líkt og mér finnist að þar sé einhver gamall ættingi eða vinur. Það var sú tíð að ekki var bygð í nánd við heiðina að sunnaverðu. Það var því stórt þarfa og þjóðnytja spor, þegar þau hjón, Einar Sigurðsson og kona hans Anna Bjarnadóttir reistu sér þar nýbýli fram í regin fjöllum, þar sem heita mátti að veri óbærilegt vetrar- ríki. Þau bygðu fyrst í nokkuð kröppum krók eða hvammi, og nefndu bæ sinn “Fornahvamm”. En svo reyndist þar avleg ókleift og óviðráðanlegt aðfenni á vetr- um, svo þau urðu að byggja enn upp að nýju. Þá völdu þau nokk- uð háan aflangan hól sem stend- ur einstakur' rétt út við ána (Hvassá). Nærri má geta að ekki hefir það verið gert að gamni sínu. Nafnið á bænum hélst óbreytt eftir að hann var fluttur. Síðar var hafður stekk- ur þar sem bærinn upphaflega stóð, og er það ærin stekkjar vegur. Nokkru síðar mun annað býli hafa verið stofnað rétt við Hvassá að utanverðu og hét það “Hlíð” og mun það hafa farið í eyði 1884. Jósep hét sá er þar bjó fyrst. Það var á þeirri tíð, mikið tíðkað að hagoY-ðir menn og konur ortu bæjarímu, og set | eg hér tvær vísur úr gamalli bæjarímu um Norðurárdalinn' frá þeim tímum. “Jósep prýðir tállaus trygð Tal svo smíðað fáum. Nú er Hlíðin blómleg bygð Baugs af víði knáum.” “Einar greiða lið vill ljá Lundur hyggin þorna, Upp til heiða hæstu sá Hvammin byggir forna.” Það er langur vegur frá Króki og Sveinatungu í Norðurárdal að Gilhaga og Grænumýrartungu í Hrútafirði, enda var sagt að margir hefðu orðið úti á þeirri leið fyr á öldum. Það var talið að vera tveggja klukkutíma ferð milli Sveinatungu og Forna- hvamms áður en vegabót kom miðað við lestagang — og teggja tíma ferð frá Farna- hvammi upp að Heiði en þriggja tíma ferð yfir sjálfa Heiðina. Þá og lengi síðar var farið til aðdrátta norður á Borðeyri. Það var fyrsti kaupstaður sem eg kom í. Thór Jenssen var þar þá innanbúðar drengur nýkominn til landsins og var að byrja að reyna að tala íslenzku. Einar í Fornahvammi hafði frábærlega skæra og hljómmikla söngrödd, var að sjálfsögðu forsöngvari í Hvammskirkju meðan hans naut við. Hann var einnig afburða mikill kvæðamaður. Eg heyrði hann kveða “Jóhönnu raunir í rökkri,” hann kunni þær víst utanbókar. Hann átti stórt langspil, og var það fyrsta hljóð- færi sem eg sá og heyrði í heimi þessum. Einar var komin um eða yfir sjötugt þegar eg hafði kynni af honum. Eg man eina setningu orðrétta eins og hann bar hana fram: “Það er bezt fyrir höfðingjana að vera ekki að koma að Fornahvammi, þeir hitta þar ekki sína jafningja.” Þetta bendir á að nokkurt djúp sé á milli embættismanna og al- múgans, fyr og síðar. Kemur það að vísu fram í ólíkum form- um og orðalagi á mismunandi tímabilum. Einar mun hafa dá- ; ið nálægt 1876. Eftir það bjó ! Anna Bjarnadóttir, ekkjan, eitt eða tvö ár á jörðinni. Svo fluttu jþangað nýgift hjón, Jón Jóns- son frá Snóksdal í Hörðudal og Ingibjörg Guðlaugsdóttir frá ^ Sleggjulæk í Miðtungum og jbjuggu þau í Fornahvammi um Martha Stefánsson — only daughter of the late Dr. and Mrs. Jón Stefánsson, residing with her late mother’s sister Mrs. Lialko, and Mr. Lialko at Philadelphia. She finished her 8th grade last spring, at the age of 13 years. This young lady has shown great promise as a bril- liant student and musical ability. Among her accomplishments last year might be mentioned: Played the lead “Yum, Yum” in the operetta “The Mikado” for which she was greatly laud- ed. On the day of her gradua- tion from grade VIII, she sang Shubert’s “Ave Maria”. Gradu- ated with the highest award possible — “The American Leg- ion Award” — which is a small pin; also a Certificate and a Bronze medal. Only one such award is given to a girl and boy graduate each year. She was also awarded a gold medal by the school. She is making splendid progress in her music — vocal and on the piano. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. fMrffllr: Henry Ave. Bast Sími 95 551—95 552 Skrlf stof a: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA stórir, hver klettur og hvamm- ur, mýri sund og flói, múli, höfði. Fáir mundu líklega vilja leggja sig fram að rita það langa regi- stur upp, en eitt finn eg þó að er stórmerkilegt við öll þau ör- nefni, sem eg man eftir. Þau eru öll sprottin beint út úr hjarta þjóðtungunnar og landsins, eru þess vegna mikils virði frá mál- fræðilegu sjónarmiði. Þær voru oft langar og falleg- ar hvítu lestirnar á vorin, þegar álftirnar voru að svífa fram um fjöll og heiði til sumar bústaða sinna, og öll strollan, svo tug- um skifti flaug oddaflug, mið- hliðiðs, syngjandi alla leið. M. Ingimarsson SAMANDREGNAR F R É T T I R hríð, eða þar til hjón að nðrðan. Davíð Bjarnason og Þórdís frá Melum í Hrútafirði, tóku Forna- hvamm til ábúðar. Eg man vel eftir þegar fyrst var byrjað að gera vegabót á heiðinni. Eg átti þá heima í Hlíð hjá föður mínum. Þar voru við vinnu tveir flokkar sem byrj- uðu á miðri heiði. Sunnlending- ar í öðrum og unnu suður, yfir þeim var verkstjóri Þórður Kol- beinsson, þá til heimilis á Hreða- vatni í Norðurárdal. En yfir Norðlendingum var verkstjóri maður er Jóhann hét, af sumum kallaður krypplingur. Á tímabilinu sem Jón og Ingi- björg bjuggu í Fornahvammi, varð einn maður úti á heiðinni, var á norðurleið 0g gisti í Forna- hvammi síðustu nóttina í þess- um heimi. Hann hét Jón Jó- hannsson, sonur áðurnefnds Jó- hanns, af sumum kallaður Jón draumur, af því að hann hafði þá nokkrum árum áður, 1867, dreymt mjög langan og merkan draum, og hefir draumur sá nú tvisvar verið gefin út, hann mætti eins vel kallast sýn, vitrun eða opinberun, því merkilegur er hann frá sjónarmiði dulfróðra manna. Hann (Jón) mun hafa orðið úti á svokölluðum Grunna- vatnshæðum norðan til. Eg furða mig nú á hver aragrúi var þá til af örnefnum. Hver lækur, gil og á, smátt og stórt, hver hæð, hóll, allir dalir, smáir og Frh. frá 1. bls. Blaðið Daily Sketch í Lundún- um, hélt fram í ritstjórnargrein í gær, með fyrirsögninni: “Morð- in á sjónum”, að hlutlausar þjóðir ættu ekki að sitja þegj- andi hjá, er annað eins væri í frammi haft og að demba laus- um sprengjum í sjóinn, eins og Þjóðverjar hefðu gert. Telur blaðið að hlutlausar þjóðir ættu að hafa mótmælafund með sér gegn þessari lögleysu og Banda- ríkin að hafa forustuna, sem svo oft áður hefðu haldið uppi mann- réttindum í heiminum. * * * Mr. Herridge, höfundur New Democracy, er nýlega kominn til Canada úr ferð til Englands. Um stríðsmálin segir hann, að Hitler muni ekki hika við að lofa Stalin því, að Þýzkaland taki upp kom- múnistastefnu, ef það trygði honum aðstoð frá Rússlandi í stríðinu. * * * Um 800 manns fórust í Lagu- nilles þorpi í Venezuela s. 1. mið- vikudag. Þorpið var bygt úti á Maracaibo-vatni á flekum 0g var olíuvinsla þar rekin. Eru olíu- lindir miklar þar all nærri. Ait í þetta fleka-þorp var því útmak- | að í olíu og yfirborð vatnsins. i Og það var á vatninu, sem eldur I kom upp og læsti sig um mikið af yfirborði þess og brendi þorp- ið um leið. Björgun var ill við- ráðanleg. Samt er haldið, að af 2500 íbúum þorpsins hafi ekki nema 500 til 800 farist. Nýjasta uppfinning í Ameríku eru föt, sem hægt er að hita 1 upp með rafmagni. Fötin eru úr málmi, sem of inn er með silki og ullarþráðum, lítill vasaraf- geymir veitir orku til hitunar- innar. LESIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið RMHERST %% Q0 . 25 oz. $2.50 40 oz. $ö-^u wnHtRsT j.ía . 25 oz. $2.00 40 oz. $4.40 ■55Si «,ors5 - 25 OZ. $2.40 40 oz. $5»5ri diST.U-ERS LIMHEB AMHERAMHEBSTBURG. ONT. - M 1 This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.