Heimskringla - 10.01.1940, Page 3

Heimskringla - 10.01.1940, Page 3
WINNIPEG, 10. JANÚAR 1940 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA til sjálfsvarnar. Voru þesisir kvöldgeislar síðasta sólarkveðj- an. Ekki kom mér samt til hug- ar að dvelja né súna við. Nei hana skyldi eg frelsa — eða að öðrum kosti láta lífið. Klár- arnir voru í einu svita baði, samt knúði eg þá sporum og þeyttist áfram — nær voðanum. Hvað var nú þetta? — Þrír reiðmenn, er færðust óðfluga i nær. Það var eins og þeir kæmu út úr sjálfum kvöldskuggunum, þessir skuggalegu menn, er námu staða á veginum fyrir framan mig Foringinn lyfti hendinni að hermanna sið og heilsaði kur- teislega: “Þú ert frá Senor Harding, er ekki svo.” — Hann mælti á ensku með útlendum hreim. Mér kom til hugar að látast ekki kunna spönsku en hætti þó við það; og svaraði á hans eigin máli. “Eg heiti José Arigon, Don J°isé; ef yður þóknast,’’ sagði hann á castilískri spönsku. “Nú verð eg að biðja yður að fylgja mér eftir.” Við riðum samsíða og hann sagði mér alla málavöxtu. Fyrst ^f öllu fullvissaði hann mig að Senorunni liði vel. Að hún væri hjá systir hans, sem stæði, en ftiundi koma til móts við mig fyrir miðnættið. Þá yrðum við að leggja af stað því Dr. Garcia kefði leitað liðs hjá sveitar lög- reglunni (Rurales) og Senora Garcia hefði óskað þess eins að talla ekki í hendur mannsins Slns, sunnan landamæranna. — beir væru samt á leiðinni með °vígann her, en hann og sveit ^ans skyldi verja okkur til hins síðasta. Bezt væri okkur að 8^ifta á hestum við hann, þar sem hans væru ólúnir, og féllst eS á það. Eftir svo sem tveggja stunda reið komum við í dálítið rjóður Vlð rætur Santa Maria hæðanna. ^okkrir menn voru þar fyrir. ■^uðsjáanlega óttuðust þeir á- úlaup og höfðu vörð um sig. — ^inkum gáfu þeir glöggar gætur að akbrautinni, sem lá þar naerri. Eg neytti kvöldverðar með r®ningjunum, sem þeir tilreiddu 8ér við ofurlítinn útield. Þeir v°ru gestrisnin isjálf og hinir ^Urteisustu — í einu orði sagt 8Ura elskulegustu ræningjar. — arna átum við glóðarsteik og aiúini og skoluðum því niður ^úeð ljúffengum þrúgu vínum. Vie la luche traba jodores ú'exicana,” (“Til heilla mexi- ^onsku verkalýðs baráttunn- fr”-) hrópaði José og lyfti glas- JllU, “við erum úlfár milli úlfa, raeningjar meðal ræningja. Við erUm rændir og svo leggjum við ^att á vegfarendur; á það, er erðast um óðul feðranna. Ame- '"‘kaninn kemur og finnur iolíu isilfur, í jörðinni. Skýrslur iu samdar og sendar stjórninni. ið höfum fundið fjársjóði” f^ja þeir, “fjársjóði sem jenda bjálfarnir ykkar hafa o ^ert með að gera. Samningar ^u gerðir og útlendingarnir fá ettindi fyrir gjald. Landið er anna blakir í blænum. Eg horfði öruggur á brún- leit, unglingsleg andlit og blik- andi byssustingi, í glampandi geislaskini og hugsaði um alla þá er áður fyrri börðust fyrir frelsið: — um Ameríku sjálf- boðana í liði Washingtons í Val- ley Forge, um Marselleijana, á hergöngunni til Parísar og Sans- Culottena, er skutu furstunum skelk í bringu, á dögum frönsku byltingarinnar. Mér var vaggað til værðar af samstiltum röddum þessara stigamanna, suður í Mexikó. — Einn lék á gítar og aðrir sungu “E1 Romance de Aragon.” La manana de San Juan tres horas antes del dia salime yo a pasear por una huarta florida. ANDREW DANIELSON 60 ÁRA . ^ar,” segja þeir, “sjá við höf- .ú1 greitt mikið gull fyrir fríð- 0 Nú ber ykkur að þoka l? Vlðurkenna okkur, sem yðar °fðingja.” Við leitum til okk- 0, eigin stjórnar og hún gefur ^.^ur aðeins þessa ráðleggingu: ,. verðið að gerast vinnumenn a þessum útlendingum.” — Vlð viljum ekki gerast þjón- ?e,ssara útlendinga. Þannig fr i . ^arið- Við stríðum fyrir ^ s'ð og ættar reitinn. — Ein- ^ erntíma verðum við allir sa^n^r’ ^annske 1 nótt — quien ^ (hver veit).” Við G)r kju£gu mér hvílurúm úr tágum, og eg varð hvíld- ijj 1 fe^inn. Nú var mér horf- a)|ur ótti. Þessa nótt mundi ^a Mary Harding og fyrir suisetur yrðum við komin ^r fyrir Rio Grande, þar ninn þríliti fáni Bandaríkj- Lausleg þýð.— Á Santi Jóhannesar megin messu, um morgun stund og löngu fyrir dögun, eg reika einn, í gróðrár-lundi grænum með gullin blóm og yndis fagra lögun. út frá þessu sofnaði eg en vaknaði loks við bifreiðar blást- ur. Tvær konur gengu inn í ljós- hringinn. — Önnur þeirra var Mary Harding. Það sá ekki á að hún hafði liðið neinar þjáningar — en skapið var úfið. Hún virti engan nema mig viðlits og þókn- aðist ekki að mæla orð við aðra. Þó kvaddi hún Dona Blasa, syst- ir José fremur hlýlega. Eg flýtti mér að framselja sjóðinn; svo var haldið af stað. Done José fylgdist með okkur en menn hans dreifðu sér um heiðarnar. Við riðum í loftinu og síðla dags sáum við fljótið eins og silfur borða á grænu flosi. Nokkrir skothvellir rufu þögn- ina. “Los Rurales” 'sagði Don José. “Eg læt þá elta mig. Á meðan komist þið undan. Vivo a la rio. (Fljótt að ánni).” Hann var horfinn á svipstundinni. Eg reið við hlið hennar yfir ána. Við og við heyrðust skot- hvellir suðurundan. “Heldurðu að þeir nái hon- um? — Hann er svoddan dánu- menni, enda þótt hann sé ræn- ingi. Mary virtist áhyggjufull um örlög Don José. “ó hann spjarar sig vertu viss,” fullvissaði eg. “f raun og veru á eg honum mikið að þakka.” “Áreiðanlega frú Garcia.” — Eg sagði þetta svona til að vita hvernig hún tæki því. “Þú mátt ekki kalla mig þessu nafni — aldrei eða eg fer á eftir honum þessum.” Hún dróg gift- ingarhringinn af sér og þeytti honum út í ána, svo langt, sem hún dróg. í sama bili hallaði hún sér ofurlítið á hestinum svo eg greip utan um hana til stuðn- ings — þú skilur. “Ef eg skildi nú taka upp á því að gifta mig aftur, vildi eg gjarnan að brúðguminn skildi mig ekki eftir í ræningja hönd- um,” hvíslaði hún. Náttfari. Á fundi, sem “íslendingadags” nefndin hélt s. 1. sunnudag voru þessir settir í embætti. Sveinn Pálmason, forseti Steindór Jakobsson, vara-forseti Davíð Björnsson, ritari Jóh. Sigurðsson, vara-ritari Jochum Ásgeirsson, féhirðir Geir Thorgeirson, vara-féhirðir Eignavörður, Th. Thordarson, Gimli, Man. Auk þessara skipa isæti í nefndinni: E. A. fsfeld, séra P. M. Pétursson, Dr. L. A. Sigurðs- son, Th. S. Thorsteinsson, Sel- kirk og Hannes Kristjánsson, Gimli. Ennfremur voru ritstjór- ar íslenzku blaðanna kosnir að- stoðarmenn í nefndinni. Frá Blaine, Wash. j 22. des. is. 1. var hr. Andrew Danielson haldið veglegt heið-; urssamsæti í tilefni af sextug- asta afmælisdegi hans. Samsætið fór fram í fundar- húsi lútersku kirkjunnar í| Blaine og nokkuð á annað hundr- \ að manns tóku þátt í því. Til samsætisins var efnt af íslend- j ingum í Blaine og þeirri bygð og skipaði séra Guðm. P. Johnson forsæti. Fundarhúsið og borð- in voru smeklega prýdd með! blómum og öðru fögru skrauti. j Fynstur tók til máls hr. Jó-j hann J. Straumfjörð sem með nokkrum fögrum og velvöldum i orðum skýrði frá tilgangi sam- j sætisins og lét hann ánægju sína j í ljósi yfir því að sjá svo marga j íslendinga samankomna til þess j að heiðra afmælisbarnið með nærveru þeirra. Þá reis sér H. E. Johnson úr sæti sínu og flutti mjög hugljúfa i og vel viðeigandi bæn, því næstj hvatti söngstjórinn okkar hérj á ströndinni, hr. Sigurður Hegla- j son, alla til þess að syngja: “Hvað er svo glatt”, við hljóð- færið var snillingurinn Jónas; Pálsson er ispilaði undir söngv- ana öllum til ánægju. Rausnarlegar veitingar voru frambornar af nokkrum konum og stúlkum bygðarinmr, og und ir borðum skiftust á ræður og söngvar. Þessir tóku til máls: ásamt forseta, séra Erlingur Ólafsson, séra Albert Kristjánsson, iséra Halldór E. Johnson, hr. Guðjón Johnson, hr. Jónas Pálsson og frú Sigríður Paulson. Allir töluðu ræðumenn mjög hlýlega í garð afmælisbarnsins og með mörgum völdum orðum sýndu fram á dugnað og atorku hr. Danielssonar í öllu því er hann hefði á einn eða annan hátt lagt hönd að, og ekki sízt á sviði stjórnmálanna og ýmisra velferðarmála bygðarinnar, — einnig hefði framkoma hans á löggjafarþingi Bandaríkjanna verið íslendingum og íslenzkri þjóð til stór sóma í öll þau 10 ár er hr. Danielson skipaði þar sæti við afbragðs orðstír. Einnig skemtun tveir ungir menn, Mr. D. Danielson og Mr. Lee, með hljóðfæraslætti. Þá afhenti iséra Guðm. P. Johnson Mr. Danielson ljómandi fallegan I. E. S. gólf lampa sem afmælis- gjöf frá Blaine og bygðar búum. Því næst kvað hr. Danielson sér hljóðs og þakkaði fyrir þann mikla heiður er sér hefði sýndur verið, og með mörgum snjöllum orðum lét hann í Ijósi hlýhuga sinn til allra viðstaddra og þeirra er á einn eða annan hátt hefðu sýnt sér vinarhug í sam- bandi við afmælisdaginn og sér- staklega mintist hann þeirra góðu og hlýju orða er komið höfðu bréflega frá hinum vel- virta blinda öldung, hr. Magnúsi Jónssyni frá Fjalli. Að endingu sungu allir “Eldgamla ísafold”, “My Country ’Tis of Thee”, og “God Save the King.” Samsætið var hið ánægjuleg- asta í fylsta skilningi, því þar ríkti eining og bróðurlegur hug- ur, svo fóru allir heim til Sín glaðir í anda. G. P. J. LEIÐTOGINN Andrew Danielson 60 ára, 22. des. 1939 i hollum sem málefnum fylgi sitt lér. Danielson lifi um ótal mörg ár, 1 ásýnd hans göfug og skarplegar brár, gefa til kynna hans leiðsögn mun löng, lýðsins við hylli og vorfugla söng. Frúin með umhyggju lýsir hans leið, lyftir frá steinum að brautin sé greið gætir alls velsæmis, glaðlynd og prúð, gjarnan að fátækra málum er hlúð. Niður með alt sem er lélegt og lágt, lifi það alt sem er göfugt og hátt, þroski til sigurs er þjóðanna hrós, þá flýja myrkrin við iskínandi ljós. K. D. Johnson ANDREW DANIELSON SEXTUGUR Ræða flutt af Jónasi Pálssyni á sextugasta afmælisdegi Andrew Danielson, Blaine, Wash. verið kosinn 6 sinnum í röð af samborgurum sínum, einmitt þeim sem best þektu til hans, til þess að gegna friðdómana em- bættinu, sem hann hafði á hendi samfleytt í 20 ár, eða þar til hann gaf ekki kost á sér lengur. 4. Mr. Danielson hlýtur að vera mannkosta maður og kær- leiksríkur, annars hefði hann ekki tekið til fósturs og alið upp tvö munaðarlaus börn, og reynst þeim, sem ætti hann í þeim hvert bein, og nú þegar þessi börn eru uppkomin og búin að festa ráð sitt, vakir hann yfir velferð þeirra eins og þegar þau voru að byrja að isleppa sér á milli rúma. Þetta læt eg nægja, þó eg viti vel að margfalt meira sé ósagt en það, sem sagt hefir verið, því æfinlega er betra að segja of lítið, en of mikið. Látum oss öll þakka Mr. Dan- íelssyni fyrir það, hve djarflega hann hefir haldið á lofti óflekk- uðum fána þjóðar vorrar. Lengi lifi Andrés Daníelsson. ANDRÉS DANÍELSSON fjórum sinnum 15 ára GERANIUMS 18 fyrir isc Allir sem blómarækt láta sig- nokkuð snerta, ættu að fá útsæðis- pakka af Geraniums hjá oss. Vér höfum úr feikna birgðum að velja af öllum litum, hárauð- um, lograuðum, dökk- rauðum, crimson, ma- roon, vermilion, scarlet, salmon, cer- ise, orange-red, salmon-pink, bright pink, peach, blush-rose, White blotch- ed, varigated, margined. t>ær vaxa auðveldlega og blómgast á 90 dögum frá sáningu. Pakkinn 15c, 2 fyrir 25c, póstgjald borgað. Sáið nú. SÉRSTAKT TIIjBOÐ : 1 pakki af ofanskráðu útsæði og 5 pakkar af völdu útsæði fyrir húsblóm, alt ólíkt og vex auðveldlega inni. Verðgildi $1.25—ÖU fyrir 60c póstgjald borgað. Pantið beint eftir þessari auglýsingu. FRÍ—Vor stóra 1940 útsseðis og ræktunarbók— Betri en nokkru slnni fyr DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario Hvað mun hér tákna sú um- hyggja öll, alskrýdd prýðileg samkvæmis höll. — Hér hefir þökkin og vinsældin völd, veðrið og fólkið er indælt í kvöld. Ljósin og blómin þau ljóma hér skær, líðandi stund þessi er okkur kær, sextugan leiðtoga heiðrum vér hér, Eg hefi valið þá leiðina hér í kvöld, að lesa af blöðum, það sem eg hefi að segja, þó mér sé það full ljóst, að slíkt isé ávalt leiðinlegra, heldur en það sem mælt er af munni fram. En þegar verið er að rekja æfistörf einhvers manns, er mjög hæpið að treysta á augna- bliks innfallið, og þá hætt við að úr því verði aðeins skjall-mál og skrum og innantómur gull- hamrasláttur, en slíkar froðu- fellingar eru algerlega ónauðsyn- legar í sambandi við gestinn, sem við erum að minnast hér í kvöld, því nóg er til af sönnum og virkilegum viðburðum. Mig langar því til að það sem eg segi um Mr. Danielson, reyn- ist satt og ábyggilegt, þrátt fyr- ir það, þó að stílfærslan verði að sjálfsögðu fátækleg. Hreinskilnislega sagt, hefi eg sjaldan fundið eins sárt til van- máttar mínis eins og einmitt nú, þar sem meðalmensku minni er ætlað að tala yfir hausamótun- um á Andrési Daníelssyni, ein- um hinum slyngasta ræðumanm Vestur-íslendinga, bæði á ís- lenzku og ensku máli, ekki verð- ur því mótmælt, að mikið dregur það úr örðugleikunum, þegar verk mannsins sjálfs, sem tala á um, eru isvo mælsk, að ræðumað- ur getur næstum þagnað, og gef- ið þeim orðið, en þannig stendur á í þetta sinn, og læt eg því verk Mr. Daníelssonar leysa mig af hólmi. Að mínu áliti er Andrés Dan- íelsson stórmerkilegur maður, gæddur hæfileikum og mann- kostum af ríkum mæli. Og vil eg nú leitast við að færa nokkrar ástæður fyrir þessari skoðun minni. 1. Mr. Danielson hlýtur að vera eðlisgáfaður maður, ann- ars hefði hann ekki getað aflað sér, á fullorðins aldri, og af sjálfsdáðum þeirrar mentunar að ná fullu valdi á íslenzku og ensku máli, og það svo, að geta mætt hverjum sem er og hvenær sem er á ritvelli eða ræðupalli, og einnig aflað sér ágætrar þekkingar á bók og reiknings færslu. 2. Mr. Danielson hlýtur að vera istór hæfileikamaður, ann- ars hefði hann ekki verið kosinn 5 sinnum í röð á ljöggjafarþing Bandaríkjanna, þar sem hann 1 sat um 10 ára skeið við góðan 1 orðstýr, og til þess að verða slíkrar stöðu aðnjótandi varð hann auðvitað að ganga 5 sinn- um á hólm við suma af færustu ! mönnum kjördæmisinis. 3. Mr. Danielson hlýtur að i vera trúverðugur og sanngjarn í dómum, annars hefði hann ekki Fjórum sinnum 15 ára, frár — og kennir engra sára á fæti eða fingurgóm. Stóð þó harla oft í eldi árla dags og fram að kveldi, en heyrðist aldrei lemja lóm. Brimraddaður, brekku sækinn, braust bann fram, þó virtust tækin léleg fyrir lítinn dreng. Ekki hræddist Andrés brattann, áður hafði hann glímt við Skrattann og vaðið margan stríðan streng. Komst í höfn með fé og frama, fáir hefðu gert það isama, að ösla djúpt og ískalt fljót. Hann stökk á land og steytti hnefa, strákur fór og reisti klefa, '0g fékk sér góða og fagra snót. Við það óx hans dáð og dugur, dirfska ný, og karlmanns hugur, konan tók nú byrði á bak. Þau héldu móti suðri og sólu,. sína göngu Drottni fólu, og gengu heim með Grettis-tak. Frægð sér gat á þjóðar þingum, þó hann mætti köppum slyngum, hopaði ekki um hænu fet. Fáir gátu mælt hann máli, því maðurinn hafði kjaft úr istáli, og aldrei neinum undan lét. Nú situr hann með færi að fiska og flytur konu nóg á diska, aldrei þó hann sæki sjó. Vitið brúkar við að næla, verður mörgum á að skæla, sem horfa á aflan er hann dró. Þökkum öll í þjóðar nafni þessum mæta dreng, í stafni á skútu vorri, um langa leið, Vel hann tók þar oft til ára, einkum þegar lyftist bára, og virtist ætla að skemma skeið. Jónas Pálsson —22. des. 1939. NOKKRAR GÁTUR fyrir vetrarkvöldið Vinnukona færir húsbóndan- um skóna. Húsb.: Hvað er nú þetta, þú kemur með skó sem báðir eru fyrir sama fótinn. Vinnuk.: Já, eg tók nú líka eftir því, og það sem eg skil hreint ekkert í er að skórnir sem eftir eru frammi eiga líka báðir upp á sama fótinn. 1. Hvað setti stríðið á stað? 2. Hver er maáltur propa- gandisti ? 3. Því er tungan hættuleg- asta vopnið? 4. Getur stríð skapað varan- legan frið? 5. Hver verður sigurvegarinn í þessu stríði? 6. Hvað eru margir hnefa- réttir (dictatorships) til? 7. Hvað er endurgjald hnefa- réttarins ? 8. Hvenær hætta þjóðir að berast á banapjótum? 9. Hvenær verður lokasenn- an kend við Armageddon? 10. Hver er munurinn á rót- inni til alls ílls, nú eða áður? 11. Hver er bezti leiðarvísir mannsin®? 12. Hver er hinn virkilegi ó- vinur mannkynsins? 13. Hvaða maður hefir vitað mest? 14. Hvaða sjúkdómur er al- mennastur ? 15. Hvaða maður sýnir mestan heimskuhroka ? 16. Hver er mesta hugsunar- villa mannsins? 17. Hver er lengsta leiðin til þekkingar á skaparanum? 18. Hver hefir verið mestur trúmaður ? -9. Hvaða vinna borgar sig bezt? 20. Hvaða maður hefir haft meist völd? 21. Hvað erum við komin langt þegar við erum helmingur af því sem við þykjumst vera? 22. Hvenær er mannkynið á framfaraskeiði? 23. Hvað er gimsteinninn í kórónu uppeldis barna? 24. Því er lífið bezta gátan? 25. Hvað er vissasta ráðið að fjölga lesendum Heimskr. og Lögbergs ? 26. Hvað skortir prestana mest? 27. Hvenær tapa prestar brauðinu? 28. Því eru ekki mörg líf til ? Lesari góður lestu nú í málið fyrir mig. Já, það er eins og þú segir, það er fleiri en ein ráðning fyrir þessar gátur mín- ar, en ein hlýtur að vera réttust. Reýndu nú að finna hana og skrifaðu hana niður, berðu hana Allir sem vilja eignast póst- kort af landnema lendingunni að Gimli 1875, geta pantað þau hjá Davíð Bjömsson, 853 Sar- gent Ave., (Heimskringla) og sent hvort sem þeir vilja heldur frímerki eða peninga. Hvert póstkort kostar 10c og er tekið af málverki eftir Friðrik Sveins- son listmálara, en hann var einn í þessum hóp, sem lenti við Gimli 21. október 1875. j svo við mína ráðning í næsta blaði, þá héfir þú tvær ráðning- ar, kannske hliðstæðar, og er þá . betur farið en heima setið fyrir . okkur báða, þú kannske fengir I löngun líka til að senda Heims- kringlu nokkrar gátur svo eg fengi að ráða þær. Eg hefi tekið eftir að það úir og grúir af fá- ráðlingum í kringum mig. Mér iskilst af því að þeir hafa ekki komið auga á, eða verið sýndar gátur til að ráða. Það er fátt íslenzkara en ráða gátur, mun- ið það. John S. Laxdal ysccccccccccccccccccccccooi Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu ccccccccccccccccccccccoyx

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.