Heimskringla - 06.03.1940, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEiMSKRINGLA
WINNIPEG, 6. MARZ, 1940
SVO ERU LOG,
SEM HAFA TOG
il ~ I
Rétt sem snöggvast misti María vald yfir
sér. Rödd hennar logaði af heift.
“Þú ert það! Þú ert það!”
Ragmenska stúlkunnar stóðst þetta ekki.
Hún gat bara sitið þarna samanhnipruð, titr-
andi af ótta. Konan sem stóð fyrir framan hana
hafði verið tamin af sorginni til hinnar ströng-
ustu sjálfsstjórnar. Þótt hún væri pínd af
óþolandi kvölum tilfinninganna, þá náði hún
samt brátt valdi yfir þeim að svo miklu leyti,
að þegar hún tók aftur til máls var eins og hún
talaði við sjálfa sig, orð hennar voru rólega
mælt, en lýstu eins og takmarkalausri sorg.
“Hún gerði það!” Að stundarkomi liðnu,
yrti hún á stúlkuna með rómi, sem lýsti for-
undrun yfir þessu hræðilega leyndarmáli. “Því
skeltir þú skuldinni á mig?”
Stúlkan gerði margar tilraunir áður en hún
mátti mæla, og orð hennar voru slitrótt og
hálf kæfð af ótta.
“Eg varð þess vör að þeir veittu mér at-
hygli og óttaðist að þeir mundu ná mér. Eg tók
því vörumar og hljóp inn í fataherbergið, og
setti þær inn í skáp, sem var ekki nálægt mín-
um skáp og sumt lét eg í vasann á kápunni sem
hékk þar. Guð er mér til vitnis um að eg vissi
ekki hver kápuna átti. Eg bara setti það þarna
— eg var svo hrædd-------”
“Og þú lézt mig fara í þriggja ára fangelsi
fyrir þetta!” Það var slík ógnun í röddinni að
stúlkan eins og skrapp saman á ný.
“Eg var svo hrædd,” vældi hún. “Eg þorði
ekki að segja frá því.”
“En þeir náðu þér seinna,” sagði María ó-
sveigjanlega. “Því sagðir þú þeim ekki frá því
þá?”
Hrollur fór um stúlkuna er hún svaraði:
“Eg var svo hrædd. Eg sagði þeim að
þetta væri í fyrsta skiftið, sem eg hefði stolið
nokkru og þeir sleptu mér með eins árs fang-
elsi.”
Einu sinni enn blossaði reiði Maríu upp.
“Þú!” hrópaði hún. “Þú grést og laugst og
þeir sleptu þér með eins árs fangelsi. Eg vildi
ekki gráta. Eg sagði sannleikann — og—”
rödd hennar brast af ekka, en engin tár sáust,
andlitið var náfölt og hún stóð stirðnuð upp og
horfði niður á stúlkuna, sem með glæpum sínum
hefði eyðilagt líf hennar. Svipur hennar lýsti
dæmalausum viðbjóði.
Garson stóð upp eins og hann ætlaði sér að
ganga til hennar, og svipurinn hans breyttist
skyndilega frá meðaumkvun í grimd er hann
leit af stúlkunni, sem hann hafði bjargað úr
fljótinu á hina, sem valdið hafði allri óham-
ingju hennar. En þótt hann þráði af alhuga að
hugga hana, þorði hann ekki að trufla hana í
hinni miklu angist hennar, en settist hægt nið-
ur aftur, og sat þar, en augu hans voru stund-
um blíðleg og stundum heiftúðleg eftir því á
hvora stúlkuna hann leit.
Aggie notað sér þögnina sem orðin var.
Rödd hennar var bitur.
“Sumt fólk eru merðir, reglulegir merðir!”
Þessi orð komu stúlkunni á einhvern hátt
vel, gáfu henni svolitla ögn af hugrekki til að
afsaka sig löðurmannlega. Þau losuðu hana
einhvernveginn við áhrifin, sem sálarkvalir
hinnar stúlkunnar höfðu á hana. Þau voru lík-
ari þeim ákúrum, sem hún hafði vanist. Hún
fór að hágráta.
“Eg mun aldrei fyrirgefa sjálfri mér,
aldrei!” stundi hún.
María fyltist fyrirlitningu.
“Ó, það er engin hætta á öðru,” sagði hún
illgimislega. Fólki veittist það býsna létt að
fyrirgefa sjálfu sér.” Fyrirlitningin í orðun-
um stöðvaði um stund harminn í brjósti henn-
ar. “Hættu að gráta,” sagði hún kuldalega.
“Enginn æt!ar að gera þér neitt.” Hún rétti
henni aftur peningana og tróð þeim í hendi
hennar, sem tók við þeim óviljug og gráðug í
senn.
“Taktu þá og farðu út,” fyrirlitningin í
rödd hennar var ennþá bitrari, banvæn.
Svo að jafnvel hin skælandi stúlkuræfill
hörfaði undan svipuhöggum raddarinnar. Hún
stökk upp og hörfaði undan.
“Eg get ekki tekið við þeim!” sagði hún
snöktandi. En hún fleygði ekki peningunum.
“Taktu tækifærið meðan þú hefir það,”
sagði María með slíkri fyrirlitningu að hún
jafnvel nísti í gegn um hina hörðu skel sjálf-
elsku stúlkunnar. Hún benti á dyraar. —
“Farðu! — áður en eg breyti ætlan minni!”
Það þurfti ekki að segja stúlkunni þetta
tvisvar. Með peningana í hendinni, þaut hún
til dyranna og hálfhraut af flýtinum, því að
hún óttaðist að stúlkan, sem hún hafði gert
svona rangt til mundi í raun og veru skifta um
áætlun, taka af henni peningana — já, kannske
afhenda hana þessum hræðilega manni með hat-
ursfullu augun, til þess að hann dræpi hana eins
og hún átti skilið.
Þegar María slapp úr því eitraða andrúms-
lofti, sem nærvera stúlkunnar hafði valdið, stóð
hún hreyfingarlaus um langa stund og stundi af
hjartakvöl. Svo sneri hún sér við og gekk
hægt að stólnum við skrifborðið og settist
þreytulega, því að hún var máttfarin eftir þessa
raun sem hún hafði reynt.
“Stúlka, sem eg þekti ekki!” sagði hún
eins og utan við sig, “sem eg hefi kannske
aldrei talað við — eyðilagði líf mitt á þennan
hátt. Æ, ef þetta væri ekki svóna hræðilegt,
þá væri það hlægilegt!” Hún hló brjálsemis-
kendum hlátri. “Já, það er hlægilegt!” hrópaði
hún æðisgengin. “Það er hlægilegt!”
“María!” hrópaði Garson alvarlega. Hann
hljóp yfir herbergið til hennar.
“Þetta er ekki til neins!” sagði hann með
ströngum rómi.
Aggie hljóp líka til hennar. “Hreint ekki
til neins,” sagði hún hátt.
Þetta kom hinni raunamæddu stúlku til að
átta sig. Hún gerði mjög stranga tilraun til að
stilla sig. Smám saman hvarf svipleysið af
andliti hennar, og hún sat hreyfingarlaus og
starði á þau með reiðiglampa í augunum og ná-
fölt andlitið.
“Þið hafið rétt fyrir ykkur,” s>agði hún
dauflega. “Þetta er orðið og verður ekki aftur
tekið. Eg var flón að láta þetta á mig fá. Eg
hélt að eg hefði í raun og veru engar tilfinning-
ar framar hvað þetta snerti. En að sjá stúlk-
una og vita að hún gerði það, minti mig á þetta
alt saman á ný. Eg veit að þið skiljið þetta. Er
það ekki rétt?”
“Jú, við skiljum það,” sagði Garson, hörku-
lega, en það var meira en harðneskja í leiftrum
skæru og logbjörtu augnanna hans.
Aggie hélt nú að sér bæri að láta skoðun
sína í ljósi, og gerði hún það án þess að hika
neitt við það.
“Við gerum það kannske, en eg veit það
samt vel. En eitt skal eg þó segja þér. Ef
einhver kvensnipt hefði sent mig upp eftir
fljótinu um þriggja ára tíma og svo beðið mig
um peninga, haldið þið þá að hún hefði fengið
þá. Þið getið vakið mig að næturlagi hvenær
sem er og spurt mig að því. Ekki mikið! Ekki
lifandi vitundar ögn! Eg hefði hangið á aur-
unum betur en gömul kerling á síðustu tönninni
sinni.” Og þetta var úrslitadómur Aggie á
* þeim áhrifum, sem þessi atriði höfðu á hana.
XII. Kap—Fyrirlitinn brúðgumi.
Eftir að Aggie hafði þannig látið skoðun
sína í ljósi varð löng þögn. En sú unga og
kviklynda stúlka, þótt ekki væri tilfinninganæm
um annara sálarástand, gat sér þess til að
nokkrar frekari umræður um þetta efni væru
Maríu andstyggilegar. Hún fékk sér því vindl-
ing og tók að lesa tímarit eitt, sem var alt um
leikhúsin. En maðurinn þagði vegna þess að
hann óttaðist að segja of mikið, ef hann færi
að segja nokkuð. Þess vegna sat hann þegjandi
og hreyfingarlaust, og forðaðist að líta á Maríu
til þess að augnaráð hans kæmi ekki upp um
tiTfinningar hans. María sjálf var alveg lé-
magna. Dauða þreyta, þreyta sem sannfærði
um að alt væri hégómi, hafði lagst yfir hana.
Hún hvíldi blýþung á sál hennar og lá eins og
farg á líkama hennar, þótt það skifti litlu í
raun og veru. En af því að hún gat læknað það,
stóð hún upp, gekk yfir að gluggabekknum, þar
sem hún hagræddi sér meðal svæflanna, miklu
fremur á þann hátt, sem henni var hagkvæmur,
en henni hafði verið kent í uppvextinum að
rétt væri þegar aðrir væru viðstaddir. Þannig
hvíldist hún um stund og fann styrkinn flæða
aftur í æðar sínar. Hafði fjörbylgja sú einnig
styrkjandi áhrif á sál hennar, þótt seinvirkari
væri. Hin algera heilbrigði hennar veitti henni
mátt til að ná sér skjótlega eftir áfall það, sem
hún hafði hlotið. Það var þessi hreysti, ser
birtist í hinni gallalausu húð hennar, sem var
svo björt og heilbrigðisleg með fögrum roða
sem kom ennþá betur fram í rauðum vörunum
er bognuðu svo fagurlega er hún brosti blíð-
lega eða raunalega, og í augunum sem ljómuðu
og bjuggu yfir geislum, sem stundum urðu að
logum, og í glansandi hárinu sem tindraði í sól-
skininu og var eins og geislabaugur um andlitið
eða umkringdi það með dýrð skugga sinna, og í
hinu liðlega beina vaxtarlagi og tigulega göngu-
lagi, sem sýndi virðuleika í hverri hreyfingu
hennar.
Að síðustu hreyfði hún sig órólega og sett-
ist upp, Garson áleit að sér væri þá óhætt að
taka til máls.
“Eins og þú veizt og Aggie sagði þér, þá
kom Cassidy lögregluþjónn hingað í dag frá
lögreglustöðinni. Hann sagði það ekki beint, en
eg skil það samt.” María horfði á hann spyrj-
andi, og hann hélt áfram og taldi fram ástæð-
urnar með óheflaðri hreinskilni að verja rétt
stéttar sinnar. “Eg býst við að þú verðir að
hætta við að finna þennan unga Gilder. Lög-
reglan er á eftir þér fyrir það. Faðir hans
hefir kallað á þá.”
“Láttu það ekkert á þig fé, Joe,” sagði hún
rólega. Hún beið fáeinar sekúndur og bætti svo
við eins og ekkert væri um að vera:
“Eg giftist Dick Gilder í morgun.” Aggie
hljóðaði upp yfir sig af undrun, en Joe hrökk
við.
“Já,” sagði María rólega, “eg giftist hon-
um í morgun. Það var þetta áríðandi stefnu-
mót, sem eg sagði þér frá, Aggie,” bætti hún
við brosandi. Einhvemveginn þótt hún sjálf
vissi ekki hversvegna forðaðist hún að líta í
augu mannsins þessa stundina.
Aggie sat teinrétt, barnsandlitið hennar
ljómaði af veraldlegri gleði.
“Hamingjan góðasta! Hvílík heppni!”
sagði hún með miklum hávaða. “Hvað hann er
stór lax, það er það sem hann er. Almáttugur!
En hvað mér þætti vænt um að þú kræktir í
hann!”
“Þakka þér fyrir,” sagði María og brosti
miklu fremur af því hún skildi það sem skoplegt
var, en af nokkurri þakklætis tilfinningu.
Þá tók Garson til máls. Hann var mjög
fíngerður maður hvað tilfinningar snerti oft og
tíðum, þrátt fyrir það, þótt hann færi refils-
stigu hvað atvinnugreinina snerti. Þessvegna
lagði hann nú fyíir hana þessa þýðingarmiklu
spurningu:
“Elskar þú hann?”
María var alls óviðbúin þessari spurningu,
en hún hafði nægilega mikla sjálfsstjórn til að
svara í þeim rómi sem flest eyru hefði dæmt
venjulegan.
“Nei,” svaraði hún. Hún útskýrði það
ekkert, né afsakaði það heldur, aðeins stað-
hæfði það eins og ekkert væri meira um það að
segja.
Aggie blöskraði þetta, en af ástæðum sem
’' voru af lágum toga spunnar en alls ekki neinum
rómantískum ástæðum.
“Er hann ekki ungur?” spurði hún frekju-
lega. “Er hann ekki fríður og eyðslusamur á fé
sitt fram úr öllu hófi? Ef eg næði í náunga
eins örlátan og hann þótt hann væri þrisvar
sinnum eldri, þá mundi eg bara blátt áfram til
biðja hann.”
En Garson hélt málefninu til streitu af
óseðjandi forvitni, sem spratt af þeirri óeigin-
gjörnu umhyggju, sem hann bar fyrir Maríu.
“Því giftist þú honum þá?” spurði hann.
Einlægni hans var afsökun fyrir því, að hann
var svona nærgöngull í spurningunni. Auk
þess fanst honum hann vera ábyrgðarfullur að
einhverju leyti. Hann hafði gefið henni til
baka líf hennar, sem hún hafði varpað frá sér.
Vissulega hafði hann rétt til þess að heyra
sannleikann.
Það virtist sem María sæi þetta á þá leið,
því að hún sagði honum eins og var.
“Eg hefi ráðgert og unnið að því í heilt ár
að þetta mætti verða,” sagði hún með hörku-
svip, sem sýndi ófrávíkjanlega ákvörðun. “Nú
er það búið.” Hefndareldur glampaði í bláu
augunum hennar er hún bætti við: “Það er líka
bara byrjunin.”
Garson með sínum skarpa skilningi, sem
hafði forðað honum frá fangelsinu, þótt glæpa-
maður væri, skildi meininguna í yfirlýsingu
hennar og sagði það.
“Þú ætlar þá ekki að fara frá okkur? Við
höldum áfram eins og hingað til?” Deyfðin
hvarf úr róm hans. “Og þú ætlar ekki að búa
hjá honum?”
“Búa hjá honum?” hrópaði María með
áherslu. “Vissulega ekki!”
Hin fallega ávala haka Aggie seig niður
og hún gapti af undrun, sem var mjög ófrúar-
leg.
“Þú ætlar þá að halda áfram að búa í þessu
bæli okkar?” spurði hún steinhissa.
“ó, auðvitað,” svaraði hún mjög ákveðin.
Aggie hitti naglann á höfuðið.
“Hvar ætlar þú litli karl að búa?”
Brúðurin brá ekkert ró sinni er hún svaraði
og ypti öxlum: “Hvar sem hann vill, nema
hér.”
Aggie flissaði. Samkvæmt hennar hug-
mynd um það sem skoplegt var, þá var þetta
óvenjulega skopleg aðferð til að hrífa ástríkan
eiginmann.
“Hvar sem hann vill nema hér,” endurtók
hún hlægjandi. “Er það ekki unaðslegt fyrir
hann? ó, jú! Ó, alveg hreint það. Ó, já
áreiðanlega!”
En Garson var ennþá þolinmóður, að fá að
vita hvað hefði komið fyrir.
“Veit hann hvernig þetta á að verða?”
spurði hann.
“Nei, ekki ennþá,” svaraði María án minstu
vandræða.
“Jæja,” sagði Aggie flissandi, “þegar þú
kemst að því að segja honum frá því, þá gerðu
það með lempni.”
Garson var að íhuga með nákvæmni aðra
hlið á málinu, og gerði hann það ef til vill
vegna róttækari tilfinninga hans sjálfs.
“Honum hlýtur að þykja fjarska vænt um
þig,” sagði hann alvarlega. “Þykir honum það
ekki ?”
Nú fipaðist Maríu í fyrsta sinnið og hún
hikaðj áður en hún svaraði, og hún talaði í
lægri tón og hægara.
“Eg — eg hugsa það.”
Aggie kom með sannleikann á vitrari hátt
en búast mátti við af henni.
“Þykir vænt um þig? Auðvitað þykir hon-
um það! Fyrst honum þótti nógu vænt um
þig til að giftast þér. Þú mátt trúa mér
barnið gott. Þegar karlmaður hugsar nógu
mikið um þig til að giftast þér, þá hugsar hann
heilmikið um þig.”
Einhvern veginn náði þessi ófágaða lífs-
speki æfintýra stúlkunnar til samvizku Maríu,
af því að hún geymdi sannleika, sem samvizka
hennar vissi að var sannur, en hún hafði reynt
að loka eyrunum fyrir. Og orð mannsins er
hann mælti næst, voru eins og lífsins elixir fyrir
samvizku hennar, en eins og dómslúður fyrir
ráðabrugg hennar um hefnd.
“En eg segi, hættu við alt þetta líferni og
farðu til hans, ef þér þykir nokkuð vænt um
hann.”
Nú varð þvingandi þögn. María rauf hana
sjálf. Hún talaði fremur hratt eins og hún
væri að berjast við að komast fram hjá ein-
hverri hindrun hið innra með sjálfri sér.
“Eg giftist honum til að hefna mín á föður
hans. Það er alt og sumt. En vel á minst, eg
býst við Dick hingað eftir eina eða tvær mín-
útur. Þegar hann kemur, þá munið eftir því,
að gera hann einskis vísari.”
Aggie setti upp vandlætingarsvip.
“Berð þú enga áhyggju út af mér, ekki
hót. Hvenær sem þess þarf með í raun og
veru, þá er eg altaf hér með þetta frúar hlut-
verk.” Því næst stökk hún á fætur og tók að
sýna sinn skilning á því, hvernig ætti að taka
móti hamingjusömum brúðguma á réttan hátt.
Þessi sýning var í sjálfu sér nóguskemtileg, en
einhvern veginn hreif hún ekkert áheyrend-
urna, sem hún var leikin fyrir, nema að þau
viðurkendu leikhæfileika þá sem hún sýndi.
Það fékk ekkert á leikkonuna og það var koma
vinnukonunnar, sem endaði gáska hennar.
“Mr. Gilder er kominn,” sagði Fanny.
María spurði með svo miklum ákafa að
Garson skildi loksins dýpt hefndargirni hennar.
“Nokkur með honum?”
“Nei, Miss Turner,” svaraði stúlkan.
“Láttu hann þá koma inn,” sagði María.
Garson fanst að réttast væri fyrir sig að
fara vegna nýgiftu hjónanna, þó ekki væri það
hans vegna sjálfs. Hann afsakaði sig því fljót-
lega og fór út á eftir stúlkunni. Aggie, sem
spurði ekki neina ráða nema sínar eigin til-
finningar, datt ekki í hug að fara, og ef satt
skal segja, þótti Maríu vænt um þessa þrásetu
hinnar stúlkunnar. Hún reis á fætur og stóð
þar þegjandi, en Aggie horfði á hana forvitn-
islega. Þeim sem ekkert hefði vitað hvernig á
stóð, hefði jafnvel fundist eitthvað einkennilegt
vera að gerast. . . Augnabliki síðar kom brúð-
guminn inn.
Hann var ennþá fríður og heilbrigður, en
sumir synir auðugra feðra eru það ekkþ eftir
að hafa reynt hvítu ljósin í borginni í fjögur
ár. Drættir andlits hans voru festulegri, fallegri
á allan hátt. Hugur sýndist jafnvel búa yfir
staðfestu, sem ekki vær eyðandi á grófa hluti
eða einskisverð atriði. Hann gekk strax til
hennar og tók hana í faðm sinn. Komdu sæl,
yndið mitt,” sagði hann og kysti hana á var-
irnar.
María reyndi árangurslaust að losa sig.
“Hættu þessu! ó, hættu þessu!” stundi
hún.
Dick Gilder slepti konu sinni og brosti
hamingjuríku brosi nýgifts manns.
“Því ekki?” spurði hann og brosti rólega
og sigrihrósandi eins og hann ætti hana.
“Agnes!”. . . . Það var eina afsökunin,
sem María gat gert til að losna.
Brúðgumin sneri sér við og sá Agnes, sem
istóð og horfði á með mestu athygli þessa sam-
fundi nýju hjónanna. Hann hneigði sig fjarska-
lega kurteislega, þessari fínu hneigingu, sem
hvergi lærist nema erlendis, og talaði rólega.
“Eg bið yður fyrirgefningar Miss Lynch,
en” — bros sannrar hamingju ljómaði á andliti
hans — “þér gátuð varla búist við að eg sæi
neinn nema Maríu eins og á stóð. Finst yður
það ekki?”
Aggie reyndi að koma fram eins og við
átti, og setti nú aftur upp sinn bezta hefðar-
svip, og mælti fremur kuldalega:
“Hvernig stendur á?”
Ungi maðurinn svaraði glaðlega:
“Við vorum gift í morgun.”
Aggie veitti þessum fréttum viðtökur með
viðeigandi gleðisvip.
“Hamingjan góða! Hvað þetta er afskap-
lega yndislegt!”
Brúðguminn horfði á hana og andlit hans
ljómaði af gleði.
“Já, yður er óhætt að trúa því, að það er
yndislegt,” sagði hann með lifandi sannfær-
ingu. Hann leit á Maríu og andlit hans ljómaði
af ánægju.
“María,” sagði hann, “eg er búinn að ráð-
stafa öllu viðvíkjandi brúðkaupsferðinni. —
Mauretania siglir klukkan fimm í fyrramálið,
við skulum-----”