Heimskringla - 06.03.1940, Blaðsíða 5

Heimskringla - 06.03.1940, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 6. MARZ, 1940 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA af því fólki, sem austur hefir flutt er vel mentað og efnilegt. i Má óhætt gera ráð fyrir að sumt af því fólki hafi þar eystra aukið allmikið þekkingu fólks á ætt- landi voru og þjóð. Sjálfsagt miklu meir en kunnugt er, eða fólk alment gerir sér grein fyr- ir. Þessu til sönnunar skal hér bent á tvö dæmi. Fyrir fimm árum flutti ungur lögfræðingur héðan frá Winnipeg til Toronto, Ontario, J. Ragnar Johnson. — Hann er nú forstjóri fyrir Tor- onto-deild Crown Trust félags- ins, sem er auðugt fjársýslufé- lag í Austur-Canada. Síðan hann kom austur hefir hann flutt mörg- erindi um fsland, legu þess og loftslag og náttúrufeguið, sögu þess og stjórnarfar fyr og síðar, tungu þess og bókmentir og þær miklu framfarir sem þar hafa orðið á flestum sviðum nú síðari árin. Erindi þessi hefir hann ekki flutt fyrir almenningi, heldur í ýmsum félögum sem mentamál hafa sérstaklega á sinni starfsskrá, bæði í Toronto og fleiri borgum. Hefir þessum erindum verið mjög vel tekið og hann aftur og aftur verið biðinn að flytja fleiri erindi um ísland. Gera má ráð fyrir, að þessi maður standi hér nokkuð betur að vígi heldur en unga íslenzka fólkið hér í landi gerir alment. Hann hefir tvisvar komið til ís- lands og kynt sér margt því við víkjandi og fylgist býsna v?l með því sem þar er að gerast. En vafalaust getur líka margt íslenzkt ungt fólk, gert það sama, og gerir það líklegast, hver á sinn hátt, þó færri v:ti en vita vilja. Þó óskylt efni virðist að fljótu bragði vera, má þó í þessu sam- bandi geta þess, að í síðastliðn- um mánuði var Ragnari boðið að sækja ársþing bankamanna og annara fjársýslumanna, sem haldið var í New York og stóð yfir í þrjá daga. Sóttu þing þetta um þúsund menn s«m flestir voru frá Bandaríkjunum, en þó allmargir frá Canada. Var bann einn valinn til að hafa oið fyrir Canada-mönnum og flytja þinginu árnaðaróskir og góða kveðju frá Canada. Gerði hann bað fyrsta þingdaginn. Var afar oiikill rómur gerður að ræðu hans og varð þetta til þess, að hann kyntist þar strax fjöida fjármálamanna, sem hann mundi annars naumast hafa kynst mik- ið, eða þeir honum. Það fer jafnan svo, að hvar sem Ragnar kynnist vita flestir að hann er islenzkur. Hann fer aldrei du,t ^eð það. Er því þetta nokkuð í há átt að kynna íslendinga þar sem þeir eru lítið þektir, og hað að góðu. í Toronto er íslenzk kona, sem verið hefir þar nú í almörg ár, °g sem lesendur Heimskringlu kannast flestir vel við, Mrs. Eósa Hermanson Vernon. Síð- an hún kom austur mun hún hafa fengist mikið við kenslu í hljómfræði. Hefir hún oft sungið þar opinberlega, eins og hún gerði áður hér vestra, og unnið sér gott álit sem söng- kona. Einnig hefir hún pft Sungið fyrir útvarpshlustendur. ■^argsinnis hefir hún sungið ís- lenzk ljóð og lög og með Ir-t sinni verið mikill landkynnir þar ^ystra. Mun fátt betur faliið til að vekja eftirtekt fólks, hevd- Ur en hljómlistin. Innan fárra ^nga kemur þessi kona til Wm- nipeg og syngur hér í Fyrstu lútersku kirkju. Má óhætt gera ráð fyrir að sú samkoma verði °S vel sótt og söngkonunni vel tekið, eins og hún á meir en 8kilið. Eins og þegar er að vikið, eru feir hinir yngri Vestur-fslend- lngar sjálfsagt margir, sem orð- ^ hafa fslandi til gagns og Sunia með því að kynna land sitt hjóð því fólki sem þetta land ^gir, þó kynni vor af þeim \UUm s®u e^ki nægileg til aö s ýra frá því að svo stöddu. Þessi grein er skrifuð í þeim tilgangi, að draga athygli ís- lendinga hér í landi að því, að þeir geta gert mikið í þá átt, að kynna hér ættland sitt og þjóð. Má gera ráð fyrir, að allir þeir sem láta sig þjóðræknismálin nokkru skifta, þyki betur að fa að vita um sem flest af því, sem gert er í þessa átt. að drotna yfir Evrópu og þeir ur maður, mildur í lund og þótti halda ekki að stjórn þeirra sé, mikill héraðshöfðingi. Kona heldur að því. Það sem þeir Einars var ættuð úr Húnaþingi, ÁSTANDIÐ Á ÞÝZKALANDI Frh. frá 1. bls. svo að hann geti ráðið yfir heim- inum. Eg er sannfærður um, eftir að hafa verið^bæði á Englandi og Þýzkalandi, að Þýzkaland vinnur ekki þetta stríð. Frelsi, velsæmi og virðuleiki banna það; mann- úð, réttlæti og siðgæði banna það. Eg er enginn kirkjumað- ur, en eg trúi því fastlega, að raunverulegt siðgæði iog óáþreif- anleg andleg verðmæti séu til, og að sú hliðin, isem þau eru f vinni sigur á endanum. Þetta lætur máske í eyrum eins og hugsjónahjal eða jafnvel sem kirkjuskraf, en það er mín bjargföst trú. Það eru mikil viðbrigði að koma til Englands og að finna frjálst, glaðlegt og stefnufast fólk, sem er víst í sinni sök. Eg get ekki sagt, að fólk á Englandi sé ánægt, því að engin þjóð get- ur verið ánægð í stríði nú á tíní- um, en maður sér þar hress og glaðleg andlit. Og það sem veld- ur mér undrunar, alveg eins og áður, en eg fór til Þýzkalands, er það, hversu menn eru sam- mála, það er hin rólega ákvörð- un, að hætta ekki fyr en hinu erfiða marki er náð, til þess að Evrópa geti aftur fengið frið og næði, lög og reglu og ábyrgðar- fullar stjórnir, sem fylgja lög- um þjóðanna og alls almenns sið- gæðis. Englendingar eru ekki í nokkrum vafa um endalokin, en þeir eru ekki gífuryrtir eða hé- gómagjarnir, og þeir eru ekki, eins og hervaldið í Berlín, altaf að fastsetja tímann, þegar þeir ætla að ganga af óvinum sínum dauðum. Þeir vita að þeir eiga erfiða tíma fyrir höndum en þeir eru reiðubúnir að taka æðrulaúst á móti hverju sem að höndum ber. Þeir eru ekki hræddir, þó að mörgum skipum hafi verið sökt og þýzkar flugvélar fljúgi af og til yfir Bretland. Eg get ekki annað en sagt hvað eftir annað með isjálfum mér: “Þetta er mikil þjóð. Hún hefir gert mistök á liðnum tímum, eins og aðrar þjóðir hefir hún oft beitt órétti gagnvart öðrum, en í insta eðli sínu eru enskir menn og enskar konur heilbrigt fólk, og það er það sem gerir and- rúmsloftið í Lundúnum svo heil' brigt nú og gefur mér svo mikið traust.” Eg vildi að eg gæti lýst því ná- kvæmlega fyrir ykkur með orð- um, hversu mikill munurinn er á þessum tveimur löndum nú sem stendur. Hér er miklu meira fjör á strætunum. Fólk situr ekki í kaffihúsunum með þennan vonleysissvip á andlitunum. — Maður heyrir hlátur og sér hið glaðlega félagslíf hermannanna, velvildarlegan kunningsskap og jafnvel gamansemi, sem eg varð alls ekki var við á Þýzkalandi. Að lokum vil eg fullvissa þýzku þjóðina um að eg hefi ekki heyrt einn einasta Englending óska þess að Þýzkaland yrði hlutað í sundur, eða láta þá skoðun í ljós, að þýzka þjóðin ætti að vera lömuð og niðurlægð — ekki eitt einasta orð í þá átt. Brezka þjóðin hatar ekki þýzku þjóðina, hún er ekki andvíg fjöldanum af þýzfcu fólki, heldur aðeins núverandi stjórnendum þess. Bretar hafa enga löngun til að ræna þýzku þjóðina vaxt- armöguleikum hennar ^eir ganga ekki með neina s ' drauma, þeir eru ekki að rayna óiska eftir er friðsamur og skipu- lagður heimur, og hermenn þeirra eru fúsir að deyja fyrir þá hugsjón. Og eg vona, að þýzka þjóðin taki tillit til þessara orða minna, því að sjálfræði, lýðræði, frelsi einstaklingsins og virðuleiki hverrar mannlegrar veru er enn- þá það bezta, þróttmesta og mikilsverðasta í heiminum. G. Á. komin af Páli í Víðidalstungu. | Taldi hún í ætt sinni marga stórgáfaða og harðlynda menn. Það var sízt að furða þó að upp af svo sérkennilegum og stór- brotnum ættbálkum kæmi ein- kennilegur frægðarmaður. Benedikt Sveinsson var fædd- ur í öræfum 1826, en óx upp í Álftaverinu. Hann var vanur allskonar harðrétti og áhættu i ferðum og daglegum vinnubrögð- um í Skaftafellssýslu, þegar hann kom á tvítugsaldri í latínu- skólann í Reykjavík. Gáfur hans vour margþættar og óvenju- legar og sóttist honum skjótt námið. Hann var kominn að f landnámi Ingólfs Arnarson- prófi 1850, þegar piltar gerðu ar eru tvö nafnkend höfuðból, upphlaupið móti Sveinbirni Eg- Elliðavatn og Herdísarvík. F.ll- ilssyni rektor. f þeim svifting- iðavatn er rúmlega tveggja um, sem urðu út af upphlaupinu stunda gang frá Reykjavík. Bær-i hætti Benedikt námi um stund inn stendur sunnan í hæð, sem og var í tvo vetur heimiliskenn- ver túnið gegn næðingi norðan- ari hjá Einari umboðsmanni á áttarinnar. Lítið og fagurt Reynistað. Katrín Einarsdóttir EINAR BENEDIKTSSON Eftir Jónas Jónsson I. stöðuvatn er fyrir framan bæ- inn. Á norðurbökkum þess er víðlent flæðiengi, hið blómleg- asta, sem til er í sýslunni. Frá vatninu er í suðurátt gróið og nokkuð skógi vaxið hraun, hækk- andi eins og sæti í leikhúsi upp að Lönguhlíðum. Fjarsýnin frá var þá lítið meira en stálpað barn. Mikil vinátta tókst með þeim Benedikt Sveinssyni og er talið, að Einar hafi stutt hann til náms bæði til að ljúka stúdentprófi í Reykjavík og sið- an í Kaupmannahöfn. Benedikt lagði stund á lögfræði við há- Elliðavatni er hin fegursta. Að skólann og sótti námið með baki er Hengillinn, til hægri b!á- svartir hamrar Esju og Akra- fjalls, en lengra til vesturs hinn breytilegi fjallaarmur Snæfelis- ness og yzt úti gullinhjálmur jökulsins. Á vinstri hönd eru hinar mjúku og mildu líriur fjall- anna á Reykjanesskaga. En til miklu kappi. Náði hann óvenju- lega glæsilegu prófi og naut mikils trausts hjá þeim valda- mönnum í Danmörku, er fóru með fslandsmál. Sýndi stjórnin honum þá tiltrú að gera hann að dómara í yfirréttinum, skömmu eftir að hann hafði lok- vesturs, yfir Reykjavík blasir ið prófi, en það embætti var þá við opinn faðmur Faxaflóa, sem1 eitt hið mesta virðingar- og er í einu mestur og auðsælastur af öllum fjörðum landsins. Elliðavatn er ein hin mesta og trúnaðarstarf á fslandi. Bene- dikt Sveinsson var þá 33 ára. Um sama leyti giftist hann Kat- fegursta jörð í hérðainu. Þar rlnu Heynistað. Hún var þá eru sameinuð flest þau gæði og tæPle£a 18 ára að aldri. Katrín mest af þeirri fegurð, sem til er í íslenzkum bygðum. Herdísarvík er mikil jörð og víðlend, sunnan á Reykjanes- skaga. En hún er einhver af- skektasti bær á íslandi. Þaðan eru tólf rastir að Strandakirkju í Selvogi og miklu lengra til bygða í aðrar áttir. Til vesturs, norðurs og austur eru hraun og lítið grónir sandar og melöldur. En í suðurátt velta hamrammar öldur hins mikla úthafs dag og var fríð kona, raddfögur, skarp- gáfuð, skáldmælt, en skaphörð og kaldlynd þegar því var að skifta. Komu að mörgu leyti fram í skapgerð hennar einkerni margra móðurfrænda. Með þeim hjónum var mikill munur aldurs, en þó ekki síður að lundarfari og lífsreynslu. — Benedikt Sveinsson var fuli- þroskaður maður, þjálfaður í uppeldi við fátækt, harða vinnu og erfiða og langa skólagöngu. ur á suðræna ejj norræna menn. Hann var fram á elliár fullur af eldlegum áhuga og brennandi hugsjónum um velferð lands og þjóðar. Hann átti sæti á Al- þingi í nálega 40 ár og lengur en nokkur annar ísendingur. En hann var auk þess langsamlega mælskasti maður, sem sæti hef- ir átt á Alþingi. Þegar honum svall .móður um áhugamál sin, var mælska hans í eyrum á- heyrenda líkt og þegar mikil á fellur niður hamrastalla. Katrín var barnung kona, er hún giftist. Hún var alin upp í miklu eftirlæti við mikinn auð og aðdáun. Hún var gædd mörg- um þeim kostum, sem ungum konum þykja dýrmætastir. Hún minti á skrautjurt, sem náð hefir miklum þroska og litskrúði á skömmum tíma í gróðurhúsi, en er skyndilega sett út á ber- svæði í veðurlag, þar sem skift- ast á heitir vordagar, ofviðri og frostnætur. Benedikts Sveinsson og hin unga stórbóndadóttir frá Reyni- stað bjuggu stutta stund í Reykjavík. Yfirdómaranum þótti of þröngt um sig í hinum litla, dansklundaða höfuðstað. Hann hafði komið fullvaxinn úr sveit. Hann unni sveitinni og íslenzk- um landbúnaði. Þess vegna af- réð hann að búa á Elliðavatni, þó að hann væri dómari í Reykjavík. Hann lét ekki á sig fá vegleysið til Reykjavíkur. — Hann hafði ungur vanist meiri torfærum á hestferðum sínum í Álftaverinu. III. Nú liðu nokkur ár. Benedikt Sveinsson og Katrín Einarsdótt- ir bjuggu miklu rausnarbúi á Elliðavatni. Á hann hlóðust margvísleg störf, þingmenska og margháttuð pólitísk vinna við flókin og vandasöm mál. Þau eignuðust nokkur börn. Einar, sem heitinn var eftir móðurföð- ur sínum á Reynistað, fæddist 5 árum eftir giftingu þeirra hjóna. En þrátt fyrir margháttað ytra meðlæti, fallega bújörð, góða stöðu, vaxandi mannaforráð og álitlegan barnahóp, þá var dul- in innri meinsemd í heimilislíf- inu á Elliðavatni. Þegar á reyndi áttu hjónin ekki lund saman. Hinn suðræni eldur í skapgerð hans gat ekki þítt hinn norræna kulda í sál hennar. Benedikt byrjaði þá að neyta á- fengis og stundum í óhófi. Það bætti ekki heimilisbraginn, auk þess sem andstæðingar hans og öfundarmenn gátu notað vín- nautn hans honum til áfellis, sem embættismanns. Gerðist nú tvent í sama mund. Stjórn Dana svifti Benedikt embætti eftir ll^ra þjónustu í yfirdóm- inum og Katrín Einarsdóttir heimtaði og kom fram lögskiln- aði við mann sinn. Danastjórn hafði fleiri ástæð- ur til brottvikningar Benedikts Sveinssonar úr embætti heldur en vínhneigð hans. Benedikt var frá æskuárum eindreginn stuðningsmaður Jóns Sigurðs- sonar og einn hinn vopndjarfasti flokksbróðir forsetans í frelsis- baráttu landsmanna. Um 1870, þegar Benedikt var vísað úr em- bætti, risu öldurnar einna hæst í sjálfstæðismálinu. Síðan liðu fjögur ár. Vorið 1874 kemur Kristján IX. á þjóðhátíðina með hina nýju stjórnarskrá. Einn af ráðherrum hans, sem gisti ís- land í það sinn, var námsbróðir Benedikts Sveinssonar frá há- skólanum í Kaupmannahöfn og Frh. á 8. bls. nótt að þessari eyðilegu, brim-1 Hann var ör í skapi, svo að hann sorfnu strönd. f Herdísarvík er niinti í þeim efnum miklu frem- alvara og hátíðleiki íslenzkra | . -------------- auðna í almætti sínu. Við þessi tvö höfuðból er tengd æfi eins hins frægasta og einkennilegasta íslendings, Ein- ars skálds Benediktssonar. Hann fæddist á Elliðavatni 1864. Hatin andaðist í Herdísarvík rúmlega 75 árum síðar. Æfisaga hans er frásögn um víkingaferðir til nálægra landshluta og fjarlægra landa. Vagga hans stóð í land- námi Ingólfs, þar sem bros landsins er mildast. Þegar æfi tók að halla, leitaði hann til æskustöðvanna, og þar varð dán- arbeður hans mitt í eyðilegum auðnum við hið mikla, síkvika haf. UTSÆÐIS KORN Ef yður fýsir að bæta gæði útsæðis yðar, þá hafið tal af Federal agentinum. Útsæði þetta er hægt að kaupa eða fá í skiftum. Fyrir starf vort er ekkert sett. II. Einar Benediktsson var stór- ættaður maður. Benedikt Sveins- son, faðir hans, var í beinan karllegg af þrem merkisprestum á Suðurlandi, en langamma hans í föðurætt var systir hins ágæta manns, Jóns Eiríkssonar ráð- gjafa Danakonungs, sem dó af harmi yfir þjáningum landa sinna eftir móðurharðindin. • — Móðir Einars var Katrín Einars- dóttir umboðsmann á Reynistað í Skagafirði. Einar var auðug- VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- ausar. Stál og sprotalausar. — krifið: Smith Manfg. Companý, Dept, 160, Preston, Ont. The Wawanesa Mutual Insurance Co. Vátrygging á reksturs kostnaðar verði The Wawanesa Mutual Insurance Company byrjaði fyrir svo sem 44 árum rekstur, sem Farm Mutual. Rekstur þess náði í mörg ár aðeins til bújarða og verð vátryggingar- innar lækkaði unz þar var aðeins um reksturskostað að ræða. Starfið var þá smám saman fært út og aftur var hægt að færa vátryggingarverðið niður. Vátrygging á rekst- urskostnaði var ávalt markmiðið. Það eru enn nokkur félög sem neita að gefa Wawanesa viðurkenninguna fyrir lækk- un á vátryggingargjaldi, þar sem hnð starfar, en þessi sömu félög eru undirniðri að kenna þeim um lágmarkið, sem þar hefir náðst og sem er eins gott og nokkur með- mæli frá þeim geta verið. Það hefir verið sagt að vátryerging á rekstur-kostnaðar verði, sé bara slagorð, sem Mutual félögin noti til að efla sölu sína. Önnur félög eru og til sem segja, að slíkt sé ekki hægt. Það eru samt sem áður þúsundir í hverju fylki Canada, sem hafa ástæðu til að vita, að vátrygging á rekstur-kostnaði er framkvæmanleg hugmynd og sú, er þeir hafa í eigin viðskiftum reynt. Spurningin er samt sem áður enn “hvernig það megi verða’’. Það er gert með að afnema allan gróða. Með öðrum orðum, vátrygging á rekst- urs-verði, er aðeins möguleg með Mutual eða Co-Operative skipulagi. Við, sem erum starfsmenn Mutual félags, erum stöðugt á leit eftir hvernig hægt sé að lækka vátryggingar iðgjaldið fyrir þá vátrygðu. Það er það sem ætlast er til við gerum. Þar er ekki áhuginn á gróða alt. Þar er ieitast við að spara, með lækkandi iðgjöldum. Vátryggingin sem Mutual skírteinishafi borgar fyrir, nær til tveggja atriða aðeins—kostnaðar og taps við rekstur viðskiftanna'. Þriðji liðurinn fyrir gróða, er þar ekki. Okkur skiftir ekkert hátt iðgjald, aðeins restkurskostnaður, hann verðum við að hafa. Þegar við höfum valið eins gætilega og unt er viðskiftamenn, og með því verndað oss fyrir tapi og þegar reksturkostnaðurinn hefir verið færður niður alt sem unt er, þá höfum við náð takmarkinu með rétt verð iðgjalda og ekkert meira. Ef við getum upp- götvað einhvem veg enn til sparnaðar, þá lækka iðgjöld vor. Á þann hátt lækka iðgjöld ef kostnaður lækkar og hækka, ef hann rís. Vátrygging á reksturverði, er þessvegna ekki aðeins möguleiki hjá Mutual félagi, heldur öllu fremur grundvöllurinn sem félagið byggir á. Aðeins Mutual, geta gefið vátryggingar á rekstur-verði. ÞETTA ER BOÐSBRÉF TIL YÐAR AÐ GANGA f STÆRSTA OG FRAMFARA- MESTA BRUNAVÁTRYGGINGARFÉLAG AF ÖLLUM CANADISKUM FÉLÖGUM. WTNNIPEG OFFICE: 401 NATIONAL TRUST T>T1LDING

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.