Heimskringla - 13.03.1940, Síða 2

Heimskringla - 13.03.1940, Síða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. MARZ, 1940 TUTTUGASTA OG FYRSTA ÁRSÞING Þjóðræknisfélagsins var haldið dagana 19. 20 og 21. febrúar 1940, í Goodtemplarahúsinu á Sargent Ave., Winnipeg. Var það sett laust fyrir kl. 10 að morgni hins fyrsta þingdags. Þar voru saman komnir full- trúar og félagsmenn frá öllum deildum félagsins í Canada og Bandaríkjunum, nema einni, sem sendi ritaða skýrslu á þingið. Auk þess var fjöldi gesta, og svo félagsmenn búsettir í borg- inni. Forseti þingsins, Dr. Richard Beck kallaði fólk til sætis og bað alla syngja sálminn “Þú guð ríkir hátt yfir hverfleikans glaum”. Þá flutti séra Jakob Jónsson bæn. Næst hafði séra Valdemar J. Eylands ávarp á ensku í tilefni af og í virðing- arskyni við hinn nýlátna land- stjóra Tweedsmuir lávarð, heið- ursverndara félagsins. Var þá stutt þögn, og síðan sunginn þjóðsöngurinn “0, Canada”. Voru því næst þingstörf hafin með því að ritari las þingboð, það er birt hafði verið í íslenzku blöðunum. Forseti flutti þá hið langa og ítarlega ávarp sitt, er síðan hefir verið prentað í báð- um blöðunum. Var að því gerð- ur góður rómur. Þá var kosin dagskrárnefnd, er skömmu síðar lagði til, að hinni prentuðu dagskrá skyldi fylgt í öllum aðalatriðum. Næst var skipuð kjörbréfa- nefnd. Starfaði hún fram und- ir þinglok, því lítilsháttar á- greiningur hafði myndast um, hverjir af fulltrúum hefðu rétt til að fara með atkvæði deilda, og hvernig sá réttur skyldi veitt- ur. Þótti lagagreinin, sem um það fjallar, óskýr, og spunnust útaf því umræður, sem síðar mun sagt frá nánar. Voru því næst teknar fyrir skýrslur embættismanna. Fjár- málaskýrslur voru allar prent- aðar og þeim útbýtt í salnum. Voru það skýrslur féhirðis, fjár- málaritara, skjalavarðar og ráðs- manns Baldursbrár. Var þeim öllum vísað til fjármálanefndar, er skipuð var á þinginu þá um daginn, og lagði hún til síðar, að samþykkja þær athugasemda- laust. Var það gert án frekara umtals. Þá gaf ritari yfirlit yfir nefnd- arstörf og fundarhöld á árinu. Dvaldi hann og nokkuð á 21 árs starfi nefndarmanna félagsins, þeirra, er lengst og mest höfðu unnið við félagið. Lesin voru upp samúðar og saknaðarskeyti í sambandi við fráfall forseta fé- lagsins Dr. Rögnvaldar Péturs- sonar. Og auk þess, sem forseti og skrifari mintust hans í skýrslum sínum, var hans minst í öllum deildarskýrslum og munnlegum ræðum ' með virð- ingu og söknuði. Hefir sumt af því nú þegar vprið birt í blöð- unum. Þá voru fluttar skýrslur frá deildum. Var þá fyrst á blaði deildin “Báran” í N. Dakota. miklum blóma. Þá komu hvað | ungan dreng. Fleira var þar og J um vegna aukins kostnaðar og óskila í flutningi, einkum síðan stríðið byrjaði. Var í þetta mál sett þingnefnd, er síðar lagði fram álit, er þakkar fyrir þann hlýhug, er felst í sendingu þess- af hverju, skýrslur frá deildun-|til skemtana, og fóru víst allir um “Brúin” í Selkirk, “Iðunn” í Leslie, “Fjallkonan” í Wyn- yard, “fsland” að Brown og “Frón” í Winnipeg. Lesin var og skýrsla frá deildinni “Snæ- fell” í Churchbridge, er var hin eina, sem engan fulltrúa sendi til þingsins. Eigi jók það lítið á fögnuð þingheims, að þarna voru gefnar munnlegar skýrslur frá tveimur nýjum deildum, er stofnaðar höfðu verið á árinu. Heita þær: “Esjan” til heimilis í Árborg og “ísafold” í Riverton. Að lokum var lesin skýrsla frá The Young Icelanders, er sýndi að hin enskumælandi deild fé- lagsins er einnig í uppgangi. Næst var lögð fram skýrsla heiðursnefndar þeirrar, er starf- aði í samráði með sýningarráð- inu íslenzka við New York sýn- inguna. Var það mál nokkuð rætt — einkum hvað gera skyldi við Leifsstyttuna, er stendur framan við íslenzka sýn- ingarskálann. Var kosin 3ja manna nefnd til að íhuga það mál, og var henni síðar á þinginu gefin heimild til að ráðstafa þvi, eins og bezt hentaði. í þeirri nefnd eru Ásm. P. Jóhannsson, séra Guðm. Árnason. og Sveinn Thorvaldson. Og í meðráði með þeim, Guðm. dómari Grímsson. Þá gaf minjasafnsnefndin skýrslu um nýjar gjafir, er fé- Iaginu hafði áskotnast á árinu. Þá nefnd skipa til næsta árs: B. E. Johnson, Davíð Björnsson og S. W. Melsted, eins og áður. Milliþinganefndin, sem hefir með höndum söfnun þjóðsagna, söngva og kvæða, gaf skýrslu. Kvaðst hún hafa komist yfir ýmislegt að þessu lútandi. Var hún endurkosin að tveimur nýj- um mönnum viðbættum. Skipa þá nefnd nú: séra Sig. Ólafs- son, séra Guðm. Árnason, J. J. Bíldfell, Árni Magnússon, Hall- son, N. D. og séra Egill Fáfnis. Rithöfundasjóðsnefndin gerði nú grein fyrir starfi sínu. Hafði það verið mjög lítið á árinu, og aðeins 25 dalir veittir úr sjóðn- um. Var fimm manna nefnd kos- in til næsta þings. f henni sitja: Árni Eggertsson, séra Guðm. Árnason, Sveinn Thorvaldson, M.B.E., séra Jakob Jónsson og séra Egill Fáfnis. Var brýnt fyrir fulltrúum deilda og öðrum félagsmönnum að aðstoða nefnd- ina í starfi sínu, og var síðar gengið um með hatt eins efna- manns, er á þingi var, og safn- aðist í hann álitleg fúlga. Voru þá skipaðar nefndir í hin ýmsu þingmál er fyrir lágu, svo sem útbreiðslumál, Fræðslumál, Samvinnumál og Útgáfumál o. s. frv. Var svo fundi frestað til næsta dags. Að kvöldinu höfðu “The Young Iclanders” skemtisaftikomu. - - Voru þar helst til skemtana Mrs. W. J. Líndal, lögkona, með ræðu, Einar Árnason, kapteinn í hern- um með stutta ræðu, Stefán Sölvason og William Mulhearn með hljóðfæraslátt og Eric Sig- heim til sín ánægðir yfir kvö'.d- inu. Morguninn eftir, þann 20. byrjuðu þingstörf með því, að j ara blaða, og leggur til, að vænt- lögð var fram skýrsla níu-manna anlegri stjórnarnefnd sé falin öll sögunefndarinnar. Gefur hún framkvæmd í þessu, og sjái hun greinilegt yfirlit yfir störf i um að félög þau er halda vilja nefndarinnar frá fyrstu. Strand-! áfram við blöðin, greiði áfallinn aði fyrsta viðleitni nefndarinnar útsendingarkostnað samkvæmt á peningaleysi, þar sem Þjóð- reikningi frá útgefendum blað- ræknisfélagið ekki hafði pen- anna, en þau sem óski ekki eftir ingaráð til að hleypa fyrirtæk-, að halda áfram tilkynni nefnd- inu af stokkunum. Hljóp þá, inni það og greiði áfallinn kostn- einn nefndarmanna, herra Soph-'að. Var þetta nefndarálit sam- onías Thorkelsson undir bagga, | þykt eftir nokkrar umræður. og bauðst til að lána alla nauð- Þá var lagt fram nefndarálit Hefir hún f jölgað meðlimum I mar með einsöngva. Hefir hann mjög og starfað af miklum á- bassaróm mikinn og hreimfagr- huga á árinu. Stendur hún í,an svo undrum sætir fyrir jafn HMHERST synlega peninga til fyrsta árs kostnaðar. Réði þá nefndin skáldið og rithöfundinn Þ. Þ. Þorsteinsson fyrir söguritara og tók hann strax til veAa, og er nú svo vel á veg kominn, að handrit fyrsta bindis er víst að mestu tilbúið. Vitanlega verður verkið að halda áfram, og þá kemur til greina fjárhagurinn. Fer nefndarskýrslan fram á að þingið sjái því að einhverju leyti borgið, þangað til fé fer að koma inn fyrir sölu fyrsta bindis. Var þessi nefndarskýrsla, sem er alllangt mál, rædd og íhuguð bæði á fundi og í fjármálanefnd. Og varð þingsúrskurður að lok- um sá, að félagið veiti sögu- nefndinni alt að 600 dollara lán með sömu skilmálum og herra Thorkelsson hefði lánað fyrsta árs kostnað. Mun það eiga að ganga upp í laun söguritarans, sem umræðurnar leiddu í ljós, að eru mjög af skornum skamti, og varla rithöfundi sæmandi. Þá var borin upp beiðni í til- löguformi um tillag úr félags- sjóði til minnisvarða yfir skáid- ið K. N. Júlíus, fyrrum heiðurs- félaga. Eftir að fjármálanefnd hafði fjallað um þessa beiðni, var samþykt 25 dala fjárveiting, ef á þyrfti að halda. Næst var lagt fram álit út- breiðslunefndar, er lýsir bless- un sinni yfir stofnun nýrra deilda á árinu, og hvetur nefnd- ina til áframhalds starfs í því máli. Þakkar íslenzku blöðun- um fyrir mikla liðveitslu í út- breiðslumálum og óskar að þing- tíðindi eða útdráttur úr þeim sé prentað eins fljótt og unt er eftir þing. Ennfremur er þess farið á leit, að stjórnarnefnd- inni sé falið að stuðla að kynn- ingu á því, sem íslenzkt er, með kvikmyndasýningum, málverka og listasýningum eftir föngum. Urðu um þetta talsverðar um- ræður, og var væntanlegri stjórnarnefnd falið nefndarálit þetta til meðferðar. Eftir hádegi var lagt fram álit bókasafnsnefndar, er fór fram á að stjórnarnefndinni sé falið að fá skrá yfir allar bækur, sem fleira en eitt eintak er til af, hjá deildinni Frón, og gefa það af þeim til hins íslenzka há- skóla bókasafns, sem það ekkí á nú þegar, og sjá um að þær séu sæmilega bundnar. Telur og mikla þörf á að kaupa nviar bækur til safnsins, og bendir á fyrri ára leiðir, að taka út í bókum á íslandi fyrir það, sem seljasf kann af ritum félagsúis samvinnunefndar. Er það nokk- urskonar þakkarávarp í fjórum liðum. Fyrsti liður fjallar um komu góðra gesta frá íslandi á síðastliðnu sumri. Annar um styrkþega Canadasjóðs’ er hér dvelur nú, — þriðji lætur í ljósi gleði sína yfir stofnun Þjóð- ræknisfélags á íslandi, og fjórði þakkar fyrir og bendir á hina rausnarlegu gjöf Ungmennafé- laga íslands — 500 myndir af Jóni Sigurðssyni, og vonar að almenningur noti tækifærið og fái þessa mynd, sem útbýtt er ó- keypis, fyrir 10 centa umbúða og póstgjaldi. Að þessu nefnd- aráliti samþyktu, var hinn ungi styrkþegi kallaður fram. Heitir hann Jóhann Bjarnason, sonur alþingismanns á Suðurlandi. Á- varpaði hann þingheim með nokkrum vel völdum orðum og flutti hlýjar kveðjur frá heima- þjóðinni. Voru þá lesin skeyti til þings- ins, þeirra á meðal þakkarorð frá ekkju Dr. Rögnv. Pétursscn- ar. Var það viðtekið á þann hátt, að allir risu úr sætum í stundarþögn — í viðurkenning- arskyni. Með því að nú varð hlé nokk- urt á fundarstörfum, veitti for- seti Mrs. J. Stefánsson frá Kald- bak, málfrelsi um stund. Hafði hún allskörulegt erindi um þjóð- ræknismál, og var þakkað með almennu lófaklappi. f sambandi við þetta var lesið bréf frá öðrum Mikleyjar-búa, Guðm. Austfjörð, er bendir á, að í Mikley búi nálega eingöngu Is- lendingar, og vill því að félagið hlutist til um deildarstofnun úti þar. Var stjórnarnefndinni fal- ið þetta til meðferðar, sem part- ur af útbreiðslustarfi. Voru því næst afgreidd ýms smámál, er borin voru upp, og hefir verið frá sumum sagt í sambandi við framanritaðar samþyktir. Sig. Vilhjálmsson fór fram á að félagið styddi sig á einhvern hátt í útgáfu heimspekis og vís- indarita, er hann kveðst eiga í fórum sínum. Kvartaði hann yfir því, að sér og verkum súi- um hefði verið lítill sómi sýnd- ur. Var þessari beiðni vísað til fjármálanefndar. Útgáfunefndin lagði þá fram álit í 4 eða 5 liðum. Fjalla tvoir fyrstu liðirnir um tímaritið, er það leggur til að stjórnarnefnd- in sjái um eins og að undan- förnu. Síðari liðirnir fjalla um Baldursbrá, barnablaðið, og þar. Var þetta álit samþykt og | leggja til að það sé lagt niður, DlSTILUERS UlMlT ont. This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba. sent til stjórnarnefndar. Voru nú eigi fleiri nefndarálit til reiðu, og voru því innleiddar umræður um hinar svonefndu ó- keypis blaðasendingar frá ís- landi til deilda og lestrarfélaga. Kom þá fram við umræðurnar, að sum félögin, sem nefndin hafði mælt með, höfðu ekki feng- ið blöðin, en aftur hafði ein- staklingum og stofnunum, sem enga beiðni höfðu lagt fram, verið sent þau í staðinn. Þá sýndu reikningar það, að kostn- aður við sendingu blaðanna var langt um hærri en nefndin hafði áætlað fyrir ári síðan, og stafar það að nokkru af hækkuðu póst- gjaldi. Lýstu fulltrúar sumir því yfir, að þeir yrðu neyddir til að hætta eða segja upp blöðun- a. m. k. um tíma, þar sem áhugi fólks fyrir því sé svo lítill, að kaupendum fækki unnvörpum. í þess stað vill hún að kostað sé kapps um að selja hina eldri árganga, sex að tölu, og séu þeir seldir allir á 2 dali, eða 3 og 3 fyrir einn dal hvor helmingur. Að endingu fer álitið fram á, að þingið votti Dr. Sig. Júl. Jó- hannessyni þakklætisatkvæði fyrir hans ágæta ritstjórnar- starf, er hann hefir annast frá upphafi endurgjaldslaust. Var þetta nefndarálit samþykt, að þeim lið undanskildum, sem leggur til að hætta útgáfu Barld- ursbrár. Var í þess stað sam- þykt að halda blaðinu áfram eitt ár enn, og stjórnarnefnd- inni að öðru leiti falin umsjá þess. Var þá dagur að kvöldi kominn. Að kvöldinu var hið árlega “Frónsmót.” Var þar margt til skemtana. Forseti Fróns, herra Sophonías Thorkelsson, flutti á- varp til gestanna, sem prentað hefir verið í blöðunum. Þá flutti Dr. Richard Beck frum- samið kvæði. Hafsteinn Jónas- son söng nokkur íslenzk lög. Ein- ar P. Jónsson flutti og frum- samið kvæði. Bæði voru kvæðin prentuð í blöðunum, og mæla þau með sér sjálf. Karlakór ís- lendinga, undir stjórn R. H. Ragnar, söng nokkur lög á ís- lenzku, þar á meðal eitt frum- samið lag eftir söngstjórann. Söng kórinn tvisvar á kvöldinu. Miss Pearl Pálmason kom fram í íslenzkum skautbúningi og spil- aði nokkur íslenzk sönglög á fiðlu. Henni til aðstoðar var Miss Snjólaug Sigurðsson. Þá flutti Lúðvík Kristjánsson gam- ankvæði um “Krossberana”. En aðalræðu kvöldsiús flutti Dr. B. J. Brandson. Hefir hennar verið getið að góðu í báðum blöðun- um, en eigi komið á prent enn- þá. Næst voru bornar fram rausnarlegar veitingar. Og að þeim loknum var dansað langt fram á nótt. Má víst óhætt full- yrða, að menn skemtu sér hið ákjósanlegasta. Að morgni hins síðasta þing- dags voru störf hafin á ný. En með því að engin nefndarálit voru reiðubúin, tók B. E. John- son, ráðsmaður Baldursbrár, til máls og hélt sterka hvatningar- ræðu um útbreiðslu blaðsins. — Kvaðst hann skoða alla þá, er greiddu atkvæði með áframhaldi þess, siðferðislega skuldbundna til þess að kaupa og stuðla að úrbreiðslu Baldursbrár. Spunn- ust út úr þessu nokkrar um- ræður. Þá bar séra Jakob Jónsson upp tillögu skriflega, með með- mælum þingmálanefndar “að þriggja manna nefnd sé kosin nú á þessu þingi til að endurskoða 21. grein félagslaganna, og skili hún áliti sínu og tillögum til stjórnarnefndarinnar til af- greiðslu á næsta þingi, með lcg- legum fyrirvara.” Var tillagan samþykt, og í nefndina kosnir: séra Valdemar J. Eylands, S. S. Laxdal og Guðm. Grímsson dóm- ari. Þessi tillaga átti rót sína að rekja til ágreinings þess er varð um meðferð fulltrúa á at- kvæðum frá deildum, sem vikiö var að hér að framan í sam- bandi við störf kjörbréfanefnd- ar. Fjármálanefndin lagði fram nefndarálit í fjórum greinum. læggur fyrsta grein blessun sína yfir fjárhagsskýrslur nefndarinnar. önnur grein fjall- ar um beiðni sögunefndar hér að framan í sambandi við sögu- málið. Þriðja grein lýtur að styrk til K. N. Minnisvarðans. og var sá liður sambvktur. eiris og að framan er getið. Fjórða grpin er svar við beiðni Si?. Vilhjálmssonar, sem áður er rit- að. og leggur til að þingið sirmi ekki þeirri beiðni. Var þetta nefndarálit samþykt með áorðn- um breytingum. Síðasta bergmál sögunefndar Vom þegar forseti vék úr sæti og lvsti því yfir að hann tæki bví aðeins.sæti í ritnefnd sögunefnd- ar, að bætt væri tveimur mönn- um í nefndina. Annars óskaði hann að í sinn stað væri séra Guðm. Árnason settur. En það sæti varð autt við fráfall dr. Rögnv. Péturssonar. Var um þetta rætt og tillögur gerðar. Var sú samþykt, er mælir með því að sögunefnd taki þessa kröfu forseta til greina. Uppúr hádeginu var tekið fyr- ir nefndarálit fræðslumálanefnd- ar. Var það í sjö greinum. — Fyrsta grein mælir sterklega með áframhaldandi íslenzku kenslu hvar sem hægt sé að koma henni við. önnur grein fjallar um hreyfimyndir um ís- lenzk efni, og nefndi sérstaklega til hinar ágætu ferðamyndir er herra Árni Helgason í Chicago, sýndi hér síðastliðið ár. Þriðja grein hrósar og mælir með við- leitni “Ungu íslendinga” deild- arinnar, að kaupa og lesa ensk- ar bækur um ísland og íslenzkar bókmentir í enskum þýðingum fyrir þá sem ekki skilja ís- lenzku, og leggur til að stjórnar- nefndinni sé leyft að styrkja þá viðleitni. Fjórða grein beiníst að því að ungum íslenzkum mæðrum, sem kynnu að óska þess, sé leiðbeint í íslenzku kenslu barna sinna, og á annan hátt er að þjóðlegu gagni mætti koma. Fimta grein leggur á- herslu á söngkenslu á móður- málinu, og vill að nefndinni sé falið að stuðla að henni með því að útvega hæfa kennara til slíks starfs, svo víða sem því verði við komið, eftir því sem hún sér sér fært. Sjötta grein lýsir á- nægju yfir því að Baldursbrá var eigi lögð niður, og þakkar ritstjóra og ráðsmanni blaðsins hið óeigingjarna og happasæla starf þeirra. Sjöunda grein vill að stjórnarnefndinni sé falið að útvega hæfilegar kenslubækui í íslenzku og bendir á ríkisútgáfu námsbóka á íslandi. Var þetta nefndarálit samþykt óbreytt. Þá var gengið til kósninga, og hlutu þessir menn kosningu: Forseti: Dr. Richard Beck Vara-forseti: Gísli Jónsson Skrifari: Séra Valdemar J. Ey- lands Vara-skrifari: Páll S. Pálsson P’jármálaritari: Guðmann Levy Vara-fjármálaritari: Ásm. P. Jó- hannsson Féhirðir: Árni Eggertsson Vara-féhirðir: Sveinn Thorvald- son, M.B.E. Skjalavörður: ólafur Pétursson.. Yfirskoðunarmaður: Steindór Jakobsson. Var þá dagur nær kveldi kom- inn, og flest mál afgreidd af dagskrá; hefir verið frá sum- um þeim málum sagt hér að íraman sem síðast voru af- greidd, svo sem Leifsstyttan og heimablöðin. Áður fundi var slitið talaði Einar P. Jónsson ritstjóri Lögbergs, nokkur vel valin orð um skáldið Einar Bene- diktsson, í tilefni af andláts- fregn hans, er þá var nýkomin hingað vestur. Klukkan hálf níu að kvöldinu var síðasti fundur þingsins sett- ur í Sambandskirkjunni á Sar- gent og Banning strætum. Var sá fundur samkvæmt venju mestmegnis skemtisamkoma. — Fóru skemtanir fram undir stjórn séra Philips Péturssonar. Karlakór fslendinga, undir stjórn R. H. Ragnars, söng bar nokkur lög, og kom tvisvar fram. Var þeim vel fagnað og urðu þeir að syngja aukalög tvisvar. Miss Snjólaug Sigurðs- son lék á píanó, Kristján skáld Pálsson í Selkirk flutti tvö ágæt kvæði, og forseti félagsins, Dr. R. Beck, hafði snjalla ræðu um þjóðræknismál. Tók þingheim- ur öllum þessum skemtunum með margendurteknum fagnað- arlátum. Var þá aftur tekið til þing- starfa, og bar ritari fram tillög- ur nefndarinnar um' heiðursfé- laga. Er þá fyrst að nefna skáid- konuna Lauru Goodman Salver- son, hinn eini heiðursfélagi til- nefndur hér vestan hafs á þessu þingi. Var hún kjörin í einu hljóði með atkvæðagreiðslu og lófataki. Þá voru bornir upp fjórir heima-íslendingar, fröken Hall- dóra Bjarnadóttir, og þeir herr- ar Thor Thors, Jónas Jónsson og Ásgeir Ásgeirsson. Voru þeir hllir kjörnir með samhljóða at- kvæðagreiðslu. Að endingu var sunginn sálmurinn “Faðir and- anna” og sagði forseti síðan . ingi slitið. Gísli Jónsson

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.