Heimskringla - 13.03.1940, Síða 3

Heimskringla - 13.03.1940, Síða 3
WINNIPEG, 13. MARZ, 1940 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA ABRAHAM LINCOLN LAND OG LÝÐUR Eftir Náttfara Framh. En hvað veldur þessum flýtir fyrir dag? Því ekki að njóta hvíldarinnar lengur og safna nýjum kröftum fyrir komandi dag? Forráðamennirnir höfðu komið sér saman um að ná að fljótinu um dagrenningu. Her- skáir Indíánar voru hér á sveimi. Það varð að halda vörð um fén- aðinn annars mundu þeir hafa hann á burt með sér. Þeir voiu í standi til að bíða þeirra við fljótið og varna þeim leiðir. Svo nú skyldi þangað læðst í dimm- unni. Menn urðu að vera kæn- ir, sem úlfar, geta sér til um her- bragð hinna og sjá við þeim. Þessvegna eru uxar og hestar spentir fyrir ækin í myrkrinu. Engan eld mátti kveikja svo óvinirnir yrðu þeirra ekki varir. Menn urðu að muðla harðætið úr greipum sér. Flestar kýrnar voru steingeldar en þær, sem ennþá hreyttu, mistu máls. Börnin grétu hljóðlega en það þurfti ekki nema að minna þau á Indí- ánana til að halda niðri í þeim hljóðunum. Allir voru að flýta sér en samt ekkert óþarfa fum á neinum. Verkin unnust með föstum, hnitmiðuðum átökum. Tjöldum var svift, eldunartækj- um vippað upp í vagnana. Svo var búið um börn og konur upp á hlössunum. Foringinn gaf skýrar skipan- ir. Fáeinir menn tóku sig útúr. Það voru rekstrarmennirnir. — Þeim hafði verið trúað fyrir hinum dýrmæta bústofni land- nemanna. Þeir voru fótsárir og illa skóaðir, en hvað tjáði um það að fást þótt sárar iljar gengu á grjóti og kvistóttu kjarri. Flokkur reiðliða raðaði sér fyrir framan foringjann. Þetta voru alt ungir knálegir menn og vel vopnaðir. Hann mælti við þá í hljóði — svo hurfu þeir út í náttmyrkrið. Þeir skyldu kanna vaðið, halda vörð við ána og hafa njósnir af óvinunum. Varðmen næturinnar höfðu grafið grunna gröf meðan aðrir sváfu. Nú var Silas Miller í hana lagður. Menn tóku ofan, drjúptu höfði í hljóðri andagt við síðasta legstað hins fallna félaga. Prestur gekk þar að og mælti í látlausum en styrkum rómi: “Guð er minn hirðir, mig mun ekkert bresta, á grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast. . . .” Foringinn segir fáein orð og getur þess að Silas hafi altaf gert skyldu sína. Presturinn kastar rekunum á Silas Miller, er hvílir í móðurskauti jarðar- innar kistulaus. Blakkar, hnúa- berar hendur hamast vlð að moka. Það er vandlega breitt ofan á vegfarandann. — Svo er lagt af stað. Engir Indíánar voru sjáanleg- ir og þeim gekk allvel yfir fljót- ið. Eitt hestapar hrakti samt út af vaðinu, fóru á sund. Börnin hljóðuðu meðan móðurin þrýsti þeim fastar að barmi sér. Hún hljóðaði ekki en varir hennar bærðust í bæn og augun mældu leiðina til landsins hinumegin. Ríðandi menn hleyptu í ána og björguðu öllu til lands. Far- angurinn vöknaði talsvert og varð að láta sumt af honum ofan á hin ækin. Þar mundi það þorna í sólskininu. Ekki mátti stanza því dagurinn var stuttur en leiðin löng. Sólin hækkar og sendir sting- andi, brennandi geilsaflóð ofaná sléttuna. Mýflugurnar réðust á skepnur og menn og stungu óg stungu eins og helvískir árar. Bolahundarnir, stórar svartar flugur bitu svo blóð lagaði úr sárunum. Blóðrisa móður hend- ur breiddu yfir afmynduð, bólu- grafin barnsandlit. Skepnurnar hálf sturlast af kvölum. Um hádegið verður að stama og kveikja eld til að verjast | þessum blóðþyrstu kvikindum. Allir eru hvíldinni fegnir og þó er þetta ekki hvíld nema að hálfu leiti. Mæðurnar verða að gæta barna sinna. Eitur slöngur skríða í grasinu og eru fljótar að bíta berar fætur. — Reið- maður kemur þeysandi og talar við Captain Chase leiðangurs- foringja. Capteinninn er alvar- legur, Indíánarnir eru víst á næstu grösum. Um fjögur leitið er lagt af stað. Nú er liðinu skipað í tvær samhliða fylkingar. Allir vita þetta er gert svo auðveldara sé að mynda skjaldborg ef á þarf að hlda. Hægt, hægt, svo undur hægt þokast lestin áfram. Menn og skepnur eru sárfættar, þrekað- ar, lamaðar af hita og erfiði. Mæður hugga börn sín. “Bráð- um, eftir tvo þrjá daga líkast til, komumst við til bygða, einnar nýlendunnar. Þar býr gott fólk, sem gefur manni nýbakað brauð, kannske líka sykurmola. Þar eru líka börn, sem lofa manni kannske að skoða gullin sín. Nú er það vesta búið, fjöllin. Munið þið ekki eftir fjöllunum, hvað brekkurnar voru brattar, hvað eggjagrjótið var sárt. Stund- um komst maður ekkert áfram af því það varð að ryðja braut fyrir vagnana. Svo komu eyði- merkur og stundum var ekkert vatn til að drekka. Þið munið hvemig við kvöldumst af þorst- anum. Hér er alstaðar nóg af góðu vatni, þvílík blessun. Jú, áreiðanlega erum við komin yfir það versta. Bráðum erum við komin í nýlenduna og þar hvíl- um við okkur. Svo höldum við dálítið lengra og byggjum aðra nýlendu á landinu, sem guð hefir gefið okkur. Pabbi byggir okk- ur hús, svo þá þurfum við ekki að sofa í tjöldum lengur, og þar er gras svo kýrin græðir sig, Þar er líka falleg blóm og fiskar í ánni. Já, svo eru þar líka tii falleg dýr, alveg eins og þau sem þið sáuð myndirnar af í skóla- bókunum. Þau koma alveg heim að húsi og horfa á okkur með stórum skærum augum. Og maður þarf ekki að vera neitt hræddur við þau. — Lengri varð frásögnin ekki því skot — fyrst eitt svo tvö, síðast mörg rufu helgi þögn óbygðanna. Indíán- ar!! Reiðliðarnir höfðu gefið merkið. Foringinn gefur skipanir, stuttar, ákveðnar. Lestin mynd- ar hring. Innan í þessum hring eru konurnar, börnin, skepnurn- ar, en vagnarnir mynda varnar- garð. Karlmennirnir taka stöðu milli vagnanna, krjúpa á kné og hlaða byssurnar. Nokkrar kon- ur búast til að aðstoða þá, færa þeim skötfærin. Arnhvöss augu horfa æðrulaust á fjarlægar dökkar þústur, sem færast nær. Ekki verður greint hversu fjöl- mennir Rauðskinnarnir eru, ekki ennþá. Þarna er máske óvígur her, ef til vill líka hvítir menn í liði þeirra. Þá er að taka því. Einhver þeirra mundi snýta rauðu áður en lyki hvernig svo sem fara kynni að lokum. Foringinn gengur á milli þeirra. Hann ber ekki sverð við síðu eða axlarskúfa, en allir bera traust til hans og honum er skilyrðis- laust hlýtt. Hann ávarpar menn sina: “Skjótið ekki fyr en eg gef merkið og um að gera að eyða ekki skotfærunum að óþörfu. “Þarna koma þeir,” er hvíslað frá manni til manns. Jú, þarna koma þeir. Hið marglita f jaðra- skraut Indíánanna glitrar í sól- skininu og óp þeirra gengur í gegnum mann, skerandi hvelt og manandi. Rauðskinnar eru reiðmenn ágætir og hanga után í hliðum fákanna, láta þá hlífa sér. Þeir ríða, í langri halarófu kringum skjaldborgina æpandi en skotum þeirra geigar því hinir hlífa sér bak við vagnana. Þeir hvítu láta ekki á sér bera, ætla Indjánum að koma nær, Engu skoti skal eytt. Alt í einu er sem gígur opnist, gígur, sem spýr eldi og blýi. Indíánarnir verða fyrir skotum. Mannlausir hestar æða um slétturnar. Einn prjónar með blóðbununa úr hálsinum, en Indíánarnir færast samt nær. Nú geta þeir séð roennina milli vagnanna, miða og skjóta. Börnin æpa er þau sjá hin afskræmdu, máluðu and- lit villumannanna. Forvitnin verður samt óttanum yfirsterk- ari hjá þeim sumum. Fjögra ára sveinn fellur helsærður í fang móður sinnar. Hún sest með líkið í skugganum við vagninn sinn og sönglar vogguvísur. Við og við hagræðir hún líkinu, eins og til að búa því betri hvíld. Hún.æpir ekki, hún tárast ekki heldur bara rær og sönglar, starandi ó- sýnum augum út í bláinn eins og það sé enga veröld framar að skoða, eins og alt sé auðn og óskapnaður, nema þetta stirn- andi barnslík í móður faðmin- um. Bardaginn var búinn, búinn íyrir löngu og Indíánarnir horfn- ir, nema þeir fimm, er lágu dauð- ir á vellinum. En hún vissi það ekki. Vissi heldur ekki að einn maður hafði fallið í skjaldborg- inni og norkkrir særst, einn al- varlega. Sólin seig og kveld- varinn kliðaði í laufkrónunum. Það var náttúran, sem kvað einnig sína vöggu söngva, var að taka undir við hana. Með meðfæddum næmleik alþýðunn- ar, fyrir annara þörfum, hafði engin truflað hana, engin stigið óboðinn inn í helgidóm sorgar- innar. Menn læddust um reit- inn hljóðlega, hennar vegna. Eitt, tvö óp rufu þögnina. Það voru angistar upphrópanir hins. þjáningarfulla jarðlífs, sem vöktu hana. Hver var nú að deyja? Hver átti bágt? Hún leit í kringum sig og fann að hún var ein. Hvers vegna var hún ein? Hvar var hann? Hún varð að leita hans. Hún reis á fætur og lagði líkið á jörðina. Nú mundi hún eftir öðrum sveini, sem hún hafði eitt sinn annast, vaggað til værðar í bjálkaskýli leiguliðans austur í Kentucky, þegar hún sjálf var lítil stúlka. Bróðir minn, hvar er hann? — Þegar sá yfirgaf hana, sem hún unni heitt, en ógætilega, kom bróðirinn he'nni til hjálpar. Tók hana að sér með barninu og reyndi að skýla henni fyrir að- kasti annara. Nú hafði hann líka tekið hana með sér til fyr;r- heitna landsins, þar sem smán hennar mundi gleymast meðal ókunnugra. Hún hélt að tjald- inu, þar sem hljóðin heyrðust, þar mundi þó fólk að finna. Inni í þessu tjaldi gerðist einn af þessum hryllilegu atburðUm fortíðarinnar, meðan þekkingin kunni engin ráð til að verja sáiin fyrir aðvífandi eiturgerlum, nema brunann. Það varð að brenna hið kvika hold, lifandi, viðkvæma taugavefi, með gló- andi járni til að verja menn skemdum. En það var ekki hinn særði sem æpti heldur unnusta hans, þangað til að hún féll í ó- megin. Hann tugði rótar kvist meðan á þessari kvalafullu að- gerð stóð. Svitin draup af hon- um og nábleikur var hann, en frá honum heyrðist hvorki kvart né stuna. Hann var úr varðlið- inu og kúla hafði hitt hann í öxlina. Mjúk, lítil kvenhönd snerti hann og frá þeirri snert- ing lagði hlýja, styrkjandi strauma. “Systir mín! Systir mín góð,” sagði hann og lokaði augunum. Hún vék ekki frá honum um nóttina. Ferðafólkið svaf, í tjöldum sínum. Litlar höndur þreifa eftir þurrum brjóstum. Ma:ð- urnar rumskast og leita að litl- um glösum, með ofurlitlum dropa af nærandi, hressandi mjólk. Æskan sofnar í umvefjandi móður þrmum. Samt eru sumir vakandi þessa hótt; varðmennirnir, sem hlusta og horfa út í myrkrið. Skiln- ingarvit þeirra eru hrifnæm og skörp. Höndin, sem handleikur EKKERT BETRA EN VOGUE að GILDI Þú færð meira fyrir pening- ana þegar þú vefur sígarett- Urnar sjálfur úr þessu bragð- v góða, fínt skorna tóbaki. — Hvernig sem þú lítur á það, þá er það stór hagnaður að kaupa pakkan á lOc og punds dósina á 60c. Vogue fín skorið með Vogue sígarettu pappír, er ábata- samast þeim sem ‘vefja sínar sjálfir.’ 10c PAKKINN — >/2-PUNDA DóS FYRIR 60c byssuna sterkleg og viðbragðs- fljót. Þeir halda lífvörð yfir framsóknarliði hins ameríska lýðveldis þessa nótt. Þeir verða að sigra eða deyja. Þeir verða að sigrast á villimönnunum, sem læðast um skógana eins og vof- ur. Þeirra er framtíðin og þeirra er landið. Guð hafði gefið þeim það til að frjófga það og rækta. Þarna hafði það beðið þeirra fra órofi alda. Guð hafði litið á neyð þeirra í þéttbýli austur sveitanna, þar sem þeir gátu að- eins orðið annara þjónar. Þeir komu til að ávinna sér frelsið og eftirskilja niðjunum heimili og hamingju. Bygðir mundu rísa úr auðninni borgir byggjast, skólar stofnsetjast, guðshús grundvallast. Þeir voru braut- ryðjendur menningarinnar á vesturvegum, stríðsmenn guðs- kristninnar. Guð hafði gefið þeim göfugt hlutverk. Þeir, sem risu gegn þeim risu gegn ráð- stöfunum forsjónarinnar og verðskulduðu dauðann. Indíán- arnir urðu að deyja svo menn- ingin mætti lifa. Það voru fleiri vakandi þessa nótt; hinir upphaflegu íbúar og eigendur landsins, Indíánarnir. Þeir læddust um mörkina, föld- ust í skógunum til að njósna. i þeirra augum voru þessir að- komumenn örgustu ræningjar. Þeir komu tli að eyðileggja lífs- björg þeirra, villudýrin, vísunda hjarðirnar. Þeir drápu ekki ein- ungis sér til matar heldur líka sér til skemtunar. Þeir höfðu yndi af morðum. Þeir komu líka til að spilla jörðinni, hinum heilaga líkama guðanna. Hafði ekki einn af þeirra eigin höfð- ingjum sagt?” Jörðin er móðii mín og að stinga han*a með skóflum eða særa hana með plóg- um, er goðgá. Guðinn Maneetau lifir í jörðinni. Andi hans blæs á svörðinn og grösin gróa. Land- ið er líkami hans. Þeir sem spilla henni rísa gegn Maneetau og verðskulda dauðann. Hyít- ingjarnir verða að deyja, það er vilji guðanna.” En þeir eru sterkir, en við erum veikir. Byssur þeirra eru betri en okkar, draga lengra. Þessvegna verðum við að vera vitrir og slóttugir. Við verðum að sæta lagi. Þarna er lest með sjötíu vögnum. Höfðinginn seg- ir að þeir séu sterkir. Við meg- um ekki eyða skotfærum að ó- þörfu. Ef til vill verðum við að bíða þangað til þeir dreifa sér um nýlenduna. En á meðan verðum við að svipast um eftir tækifærum. Ársólin reis yfir slétturnar. Daggperlur glitra á grænu grasi. Yfir tvö hundruð manns standa hjá opnum gröfum. — Menn hvíslast á. Það er talað um lífið en ekki dauðann. Kap- teinninn og séra Stuart hafa full- yrt að reiðliðinn komist til heilsu. Þeim hafði tekist að brenna alla ólyfjan úr sárinu. — Um dauðann er ekki að fást. Það ber að taka honum, isem tíðum gesti í þjaldbúðir mannanna. Hann er guðs út- sendari. óæfðar en býsna samstiltar raddir syngja: “Bjargið alda borgin mín . . .” Svo eru líkin lögð í gröfina. Það er ómaksins vert, fyrir æskuna, að nema staðar við þessar grafir frumherjanna. — Þarna hvíla þeir, sem létu lífið svo við mættum landið erfa. — Svona dýrar fórnir færðu þeir svo við mættum frelsis njóta. En landið, hin yndislega Ame- ríka, sem þeir sáu ! vökudraum- um sínum er enn ekki að fullu fengin. Atlantis hið nýja, hið dýrðlega vesturvengi alsnægt- anna, frelsisihs, mannréttind- anna er ennþá ekki að fullu numið. Frelsis hugsjónir þeirra eru ennþá ekki nema óljós draumur og verður aldrei meir en draumur meðan þegnana skortir vit til að greina hið sanna og djörfung til að gera hið góða. Frá kumblum feðr- anna verðum við að taka stefn- una til sigurhæða. Að vera á- nægður með unna sigra og nema staðar er lifandi lýð andlegur dauði; framhaldið er lífið sjálft. Þeir sungu lof um lífsins herra yfir orpnum gröfum. Því krafirnar geymdu aðeins holdið en ekki vonina um betri og bjartari framtíð. Með falslausri tilbeiðslu sungu þeir. Aðeins þeir, er tilbiðja guð í hans eigin musterni, úti í náttúrunni finna til hinnar sjálfrænu samstilling- ar við hreyfimagn heimslífsins. Hin sanna tilbeiðsla finst að- eins hjá tiltölulega óspiltum náttúrubörnum — eða miklum spekingum, er vaxnir eru upp úr öllum hégóma. Musteri gerð af manna höndum eru fangelsi andans. ölturu, hempur og helgidómar — æ svei því öllu saman. Það kennir heimsking- um skurðgoða dýrkun en minnir vitra á líkneskin á blótstöllum Mammons. Þeir héldu áfram, áleiðis tii landsins helga, þar sem nýir erfiðleikar bíða landnemans — Framtíð Ameríku er undir því komin að þeir sigrist á þeim erfiðleikum. Sigur þeirra er -igur hins upprennandi lýðveld- is. Þeir lögðu undirstöðuna en ofan á hana eigum við að byggjá. Undir þeim var það fyrst og fremst komið hvort Ameríka yrði stórveldi og fært að verjast annara ágangi. Undir okkur er það komið hvert frelsi þjóðarinnar verður frelsi ein- staklingsins. Þeir hafa lokið sínu erfiði sómasamlega, okkur hefir geng- ið miður. Og nú skal minnast eins hins bezta byggingar- manns, sem þjóðin hefir eign- ast. EINAR BENEDIKTSSON Eftir Jónas Jónsson Allir sem vilja eignast póst- kort af landnema lendingunni að Gimli 1875, geta pantað þau hjá Davíð Björnsson, 853 Sar- gent Ave., (Heimskringla) og sent hvort sem þeir vilja heldur frímerki eða peninga. Hvert póstkort kostar 10c og er tekið af málverki eftir Friðrik Sveins- son listmálara, en hann var einn í þessum hóp, sem lenti við Gimli 21. október 1875. Framh. En í uppeldið j hinum póli- tísku herbúðum á Héðinshöfða vantaði mildandi og göfgandi á- hrif konunnar. Þessi vöntun kom meðal annars fram í hjátrú og myrkfælni þeirra feðga. Sú saga var sögð í Þingeyjarsýslu frá æskuárum Einars Benedikta sonar á Héðinshöfða, að einn dag hefðu sýslumaðurinn og synir hans tveir setið kring um borð og sagt draugasögur. Smátt og smátt skall myrkrið á. Þá tóku þeir höndum saman kring um borðið, til að fá gagnkvæman stuðning og héldu áfram sögun- um, unz heimilisfólkið kom að með Ijós og leysti þá úr böndum myrkfælninnar. Ótti Einars Benediktssonar við völd myrkr- anna kom berlega fram í dag- legum athöfnum, og á varanleg- an hátt í skáldskap hans. í fyrstu ljóðabók hans er ekki aðeins hið volduga og máttþrungna kvæði um hefnd Sólveigar á Oddi presti í Miklabæ, sem er mesta og bezta kvæði um þvílík efni. sem ort hefir verið á íslenzku, heldur einnig snjöll þýðing á fræg- asta og listfengast kvæði um dul- arfull efni, Hrafninum, eftir Poe, sem til er í heimsbókmentum Vesturlanda frá síðari öldum. — Þannig urðu áhrifin af móður- leysinu og hinni pólitísku bar- áttu Benedikts Sveinssonar gegn Dönum, afleiðingarík í uppeldi og þróun sonar hans. VI. Á Skólavörðustíg í Reykjavík, ofanvert við garð hegningar- hússins, er lítið einlyft hús úr höggnum steini. Þar bjó Þor- björg Sveinsdóttir, systir Bene- dikts Sveinssonar. Þau systkin voru lík að skapferli og gáfum, enda var með þeim hin kærasta vinátta alla æfi. — Benedikt Sveinsson gat talað við þessa skörulegu systur sína um öll sín áhugamál í hinni pólitísku bar- áttu. Þegar hann var á þingi, sástu þau systkin oft ganga hlið við hlið í þinghúsgarðinum og fara mikinn. Allir vissu, að á- takamál líðandi stundar voru þá umræðuefni þeirra og skorti sízt brýningu frá hálfu Þorbjargar, að fast væri haldið á málum og hvergi þokað undan fyrir sókn andstæðinga. Þorbj örg Sveinsdóttir var kvenskörungur og drengskapar- kona hin mesta. Hús hennar var nokkurskonar Héðinshöfði í höf- uðstaðnum. Þar sloknaði aldrei á arni hinnar þjóðlegu baráttu. Þangað lágu leiðir þeirra, sem báru í brjósti óróleika ófull- nægðra hugsjóna. Benedikt Sveinsson bjó jafnan í húsi syst- ur sinnar þegar hann dvaldi í Reykjávík og þangað kom hann Einari syni sínum til vetrar- dvalar, eftir að hann gekk í latínuskólann. Húsakynnin voru þröng, en hjartarúmið mikið, og frh. á 7 bls.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.