Heimskringla - 13.03.1940, Blaðsíða 6

Heimskringla - 13.03.1940, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 13. MARZ, 1940 SVO ERU LOG, SEM HAFA TOG En brúðurin tók fram í þenna fagnaðar- boðskap og mælti með kuldalegum rómi: “Hvar er hann faðir þinn?” spurði hún án nokkurs wtts af tilfinningu. Brúðguminn steinþagnaði og unglingslega andlitið hans varð eldrautt. Rómur hans var fullur af iðrun þegar hann svaraði: “Ó, hamingjan góða! Eg hafði alveg gleymt pabba. Hann brosti við Maríu hálf isneypulega og hálf ánægjulega. “Mér þykir þetta fjarska slæmt,” svaraði hann alvarlega. “Eg skal segja þér hvað við skulum gera. Við skulum senda pabba loftskeyti frá skipinu og svo skrifa honum frá París.” En þessi úrlausn fékk ekkert samþykki frá Maríu. Ef nokkuð var þá var rödd hennar ennþá kuldalegri er hún svaraði honum. Hún talaði með áherslu, sem þoldi engin mótmæli: “Hverju lofaðir þú? Eg sagði þér að eg vildi ekki fara með þér fyr, en þú hefðir koroið með föður þinn og hann hefði óskað okkur til hamingju.” Dick lagði hendurnar á axlir konu sinnar og horfði á hana hálf gremjulega. “María,” sagði hann ásakandi, “þú ætlar ekki að neyða mig til að efna þetta loforð?^ Svarið var svo ákveðið að það var ekla um það að efast, og það var hörkusvipur a and- liti hennar, sem styrkti áherslu orðanna. “Eg ætla mér að láta þig standa við þetta loforð þitt Dick.” Ungi maðurinn starði á hana áhyggju- fullur stutta stund. Þá hreyfði hann sig ó- þolinmæðislega og slepti henni.^ En hið venju- lega gleðibros hans birtist á ný, og hann ypti öxlum sem merki þess, að hann léti undan. “Gott og vel Mrs. Gilder,” sagði hann glað- lega. Hljómur nafnsins veitti honum nýja ánpgju. “Það hljómar nógu vel, er það ekki?” spurði hann áhyggjufullur. “Já,” svaraði María, en það var engm hrifning í rödd hennar. Brúðguminn hélt áfram að tala án þess að hirða um kulda konu sinnar. ^ “Þú skalt pakka niður alt, sem þu þartt stúlka mín,” sagði hann. “Aðeins svolitið, þvi að föt eru seld í París máttu trúa, og^ þau eru eins og þau eiga að vera, því máttu líka trua. Á meðan ætla eg að skreppa ofan í skrifstofuna hans pabba, og kem hingað eftir hálf tíma. Þu verður þá tilbúin eða hvað?” . María svaraði fljótt, en eins og stoð a öndinni, og eins kuldalega og fyr. “Já, já, eg verð tilbúin. Farðu og sæktu föður þinn. . “Því máttu trúa að eg geri.” Hann ætlaói að faðma hana að sér aftur, en hún forðaðist hann. _. , “Hvað gengur að þér?” spurði hann og skildi ekkert í henni. “Ekkert,” var hið tvíræða svar. “Bara einn,” sagði Dick biðjandi. “Nei,” og þetta einsatkvæðis orð var mjög ákveðið. Það var auðséð að Dick sá að árangurslaust var að þrátta við hana um þetta. “Að giftri konu að vera ert þú fremur feim- in,” svaraði hann og leit gletnislega til Aggie, sem lét samúðina slefa út úr andliti sínu. Þér afsakið mig, Miss Lynch? - Vertu sæl Mrs. Gilder ” Hann hneigði sig kurteislega fyrir konu sinni. Er hann flýtti sér til dyranna let hann aftur í ljósi aðdáun sína á nafninu, Mrs. Gilder, er það ekki hrífandi nafn?” Og að svo mæltu var hann horfinn. Það var þögn í her- berginu þangað til konurnar heyrðu að útidyra- hurðin lokaðist. Þá létti Aggie á sínum saman söfnuðu tilfinningum með andvarpi sem var eins og hálfgerð stuna. “Ó, góðasti!” stundi hún, “vesalmgs Hon- ið!” XIII. Kap.—Griggs kemur inn á sjónarsviðið. Þegar Garson heyrði frá stúlkunni að Dick væri farinn, kom hann aftur, þegar María var rétt að líta yfir samningana við Hastings hetrs- höfðingja, sem hann átti að fá ásamt bréfum sínum er hann borgaði tíu þúsund dali til Miss Agnes Lynch. “Komdu sæll, Joe,” sagði María þæplega er falsarinn kom inn. Því næst mælti hún við Agnes: “Og nú verður þú að verða tilbúin. Þú verður í skrifstofu Harris, klukkan fjögur með þessi skjöl, og mundu að þú átt að láta lög- manninn annast þetta alt. ’ _ Agnes sneri upp á brúðu andlitið sitt. Mcr tekur það sárast að eg fæ ekki að sjá pabba Gilder leiddan eins og lamb í sláturhúsið, og þetta var það næsta, sem litla æfintýrastúlkan komst með biblíutilvitnanir. “En hvað sem því viðvíkur, þá veit eg ekki hvað þessi apakattar læti eiga að þýða. Alt sem mig vantar eru aurarnir.” En hún for samt að tilbúa sig til að komast af stað. Garson horfði á Maríu háðslega. “Hún er heppin að hafa hitt þig,” sagði hann. “Hún hefir ekki meira vit en fluga.” “Og gáfur eru mjög þarflegur eiginleiki, jafnvel í okkar iðn,” svaraði María alvarlega, “sérstaklega í okkar iðn.” “Það hefði eg nú haldið,” svaraði Garson. “Þú hefir sýnt það.” Aggie kom nú aftur og setti á sig vetling- ana og hallaði höfðinu undir feiknastórum hatti, sem settur var dýrindis fjöðrum. Hún huggaði sig með þessu yfir starfinu—og hafði hattinn í stað ísmolans frá Tiffany, sem var liundrað og fimtíu karat. María fékk henni samninginn og stakk Agnes honum nöldrandi ofan í töskuna sína. “Mér finst að við séum að hafa alt of mikl- ar skiftir við þetta,” sagði hún önuglega. María horfði brosandi úr stólnum sínum á ólund hennar; en rödd hennar var alvarleg þegar hún svaraði: “Hlustaðu nú á Agnes. Seinast þegar þú reyndir að fá mann til að láta hluta af pening- unum sínum, þá lentir þú í tvegga ára fang- elsi.” Aggie fussaði eins og það væru nú bara smámunir. “En það var svo spennandi,” sagði hún og var alls ekki sannfærð. “Og þessi vegur er svo öruggur,” sagði María bjóðandi. “Auk þess fengir þú enga peninga góða mín. Þú færð þá með minni aðferð. Þú reyndir að hræða út fé, eg geri það ekki. Skilur þú það?” “Auðvitað,” sagði Aggie illilega. “Það er eins skýrt og Pittsburg.” Eftir að hafa beint þessari ör að lagaflækjunum, gekk hún mjög prúðlega út, slínandi álitum, þótt hún væri fremur áberandi í klæðaburði. Bráðlega gleymdi hún vega hýrra augna, sem litu á hana og sakleysislega fegurð hennar úr öllum áttum, að hún hefði nokkurntíma reiðst við nokkurn mann. Er hún var farin sagði Garson á sinn venjulega umsvifalausa hátt: “Þvílíkur þorskhaust!” “En mér fellur vel við hana þrátt fyvir það,” svaraði María brosandi. “Þú metur hana bara ekki nógu mikið Joe.” “En eg kann að meta hattinn hennar,” svaraði hann og hló þurlega. “Mr. Griggs er kominn,” sagði Fanny. Hún var brosandi út undir eyru, og brátt kom í ljós af hverju það bros stafaði, því samkvæmt skip- un húsmóður sinnar, bauð stúlkan gestinum inn í stofuna, var hann svo prúðbúinn, að haon hefði vakið eftirtekt hvar sem var — og einnig hlátur þeirra sem ókurteisir voru. En áður en hann kom inn útskýrði Garson það fyrir Maríu, hver maður þessi væri. “Það er hann enski Eddi — þú sást hann einu sinni. Hvað skyldi hann vilja? Æltar líklegast að fá mig til að gera eitthvað fyrir sig. Við unnum oft saman hér fyr meir.” “Þú gerir ekkert fyrir hann án míns sam- þykkis,” sagði María í aðvörunar rómi. “Ó, nei, nei, vissulega ekki,” svaraði Gir- son. Lengra varð samtalið ekki, því nú kom enski Eddi sjálfur inn í stofuna. Hár og lag- legur maður, rétt yfir þrítugt. Hann stansaði sem snöggvast í dyrunum, og hneigði sig fyrir Maríu eins kurteislega og framast mátti verða. María reyndi alls ekki að leyna brosinu, sem búningur Mr. Griggs vakti hjá henni. En samt hafði hann í búningi sínum ekki vikið hárs- breidd frá réttri venju og reglum, nema hvað alt var öfgafult. Hatturinn, yfirhöfnin, hanskarnir, alt var af fullkomnustu og beztu gerð, en svo stásslegt að út yfir tók alla venju, cg framkoma mannsins var öll í samræmi við búninginn, sem varð fyrir þetta ennþá eftír- tektaverðari og skrítnari. Garson horfði fyrst á hann forviða-og ætlaði svo að sringa af hlátri. Griggs horfði á hihn fyrverandi félaga sinn með ásökunarsvip, en síðan brosti hann hreinskilnislegu samúðarbrosi. Mr. Griggs, þér gangið alveg fram af mér,” sagði María í hálfgerðum afsökunarrómi. Gesturinn horfði með hinni mestu sjálfs- ánægju á búning sinn. “Mér finnast fötin fremur lagleg,” sagði hann. Hann hafði sem sé orð á sér í undir- heiminum fyrir það hve vel hann var búinn, og honum fanst að þessi síðasti búningur væri langt umfram alt, sem hann áður hafði klætt sig í. “Já, það má nú segja,” svaraði Garson og byrgði niður í sér kátínuna. “Eftir búningi yðar að dæma, mætti ætla, að þér hafið heimsótt mig að gamni yðar. Er því svo varið?” spurði María. “Nei, ekki getur það heitið svo,” svaraði Griggs brosandi. “Það var það sem eg bjóst við,” svaraði húsmóðirin. “Gerið þér nú svo vel og fáið yður sæti og segið okkur svo hvað yður er á höndum.” Á meðan hún mæiti þetta fór Garson að öllum dyrum og gætti hvert þær væru lokaðvr, því næst fékk hann sér sæti fast hjá Griggs þar sem hann sat hjá skrifborðinu. Sátu þau þrjú svo fast saman að ekki þurfti að tala hátt. Enski Eddi eyddi engum tíma, en komst strax að efninu. “Sjáið þið nú til,” sagði hann og bar ört é, “eg hefi á prjónunum stórkostlegt fyrirtæki. Fyrir tveimur árum síðan voru flutt inn í þetta land nokkur gotnesk veggteppi, sem eru tvö hundruð þúsund dala virði og nokkrar Fara- gonard þiljur, sem eru alveg eins mikils virði. Alt þetta var flutt inn á laun, og fengið úr höll einni á Frakklandi.” “Eg hefi aldrei heyrt þessa getið,” sagði María með talsverðum áhuga. “Nei, auðvitað ekki, vegna þeirrar ein- földu ástæðu að þessu er haldið mjög leyndu,” svaraði Griggs. “Og eru munir þessir svona mikils virði í raun og veru?” spurði Garson. “Stundum meira,” svaraði María. “Mor- gan á glitofin gotnesk veggjatjöld, sem eru meira en hálfa miljón dala virði. Garson svaraði með mestu fyrirlitningu: “Og hann borgar hálfa miljón dali fyrir fáeina teppisræfla!” Rómur hans var sár- biture er hann bætti við háðslega: “Og þeir furða sig á að glæpir'séu framdir með þjóð- inni!” Griggs hélt áfram sögu sinni. Fyrir hér um bil mánuði síðan, voru þessir munir, sem eg er að segja ykkur frá, hengdir upp í bókastofu miljónamærings eins hérna í borginni.” Hann færði stólinn sinn nær skrif- borðinu, hallaði sér áfram og næstum því hvísl- aði, er hann sagði frá fyrirætlan sinni. “Við skulum ná í þetta. Þessu var smygl- að inn, sjáið þið til, og hvað sem kemur fyrir, getur hann ekki leitað til laganna. Hvað segið þið um þetta?” Garson leit fljótlega og áfergjulega á Maríu. “Hún ræður því,” svaraði hann. Griggs horfði áfjáður á hana, þar sem hún sat og horfði niður fyrir sig. Eftir stundar þögn sagði hann spyrjandi: “Hvað?” María hristi höfuðið neitandi: “Þetta er fyrir utan okkar verkahring,” svaraði hún. Griggs langaði til að leiða rök að máli sínu. Eg get ekki séð neinn auðveldari veg, en þennan til að ná í hálfa miljón dala,” sagði hann frekjulega. María gaf því samt engan gaum. “Þótt það væru fimtíu miljónir, væri það þó hið sama, það er lagabrot.” “ó, eg veit það ósköp vel, eins og gefur að skilja,” svaraði Griggs óþolinmóður. “En ef þú getur-----” En María tók fram í fyrir honum og sagði mjög ákveðin: “Hvorki eg né vinir mínir gera neitt það, sem varðar við lög! Eg þakka yður fyrir að líta hingað inn, Mr. Griggs, en við getum ekki sint þessu, og þýðir ekki um þetta að ræðu frekara.” “En bíðið þér við,” sagði enski Eddi í- smeygilega, “sjáið þér til, þessi náungi, sem a þessa muni er Mr. Gilder, og------” Framkoma Maríu breyttist, frá því að vera hirðuleysisleg, gerðist hún nú alláfjáð. “Gilder!” hrópaði hún spyrjandi. “Já, þér vitið hver hann er,” svaraði Griggs, “vefnaðarvörusalinn.” En nú var röðin komin að Garson að verða ákafur. Hann beygði sig í áttina til Maríu. “Hvað þá, það er Gilder gamli, maðurinn sem þú------” En nú hafði María náð valdi yfir sjálfri sér, þótt hún hefði mist það rétt sem snögg-v- ast; var rómur hennar nú hinn rólegasti er hún svaraði: “Eg veit það, en það er sama. Þetta er ólöglegt og eg vil ekki snerta við því.” Svipur Griggs lýsti skelfingu. “Hálf miljón!” hrópaði hann sorgbitinn. “Það er biti, sem vert er að vinna til.” Hugsið bara til þess.” Hann leit biðjandi augum á Garson. “Hálf miljón, Joe!” Skjalafalsarinn át eftir honum orðin og röddin var hlakkandi: “Hálf miljón!” “Og auðveldasta tækifærið, sem nokkru sinni fæst.” Síminn á borðinu hringdi og María talaði í hann um stund, svo stóð hún upp og afsakaði sig, því að hún ætlaði að halda samtalinu áfram inni í klefanum. Strax og hún var farin út úr herberginu, sneri Griggs sér að Garson áhyggjufullur á svip. “Þetta er lafhægt, Joe,” sagði hann í bæn- arrómi. “Eg hefi uppdrátt af húsinu.” Hann dró fram skjal úr brjóstvasa sínum og rétti falsaranum það, er greip það áfjáður og rann- sakaði það með áfjálgum og athugulum augum. “Það virðist mjög auðvelt,” svaraði Garson er hann fékk hinum blaðið aftur. “Það er auðvelt,” svaraði Griggs. “Hvað segirðu um það?” Garson hristi höfuðið neitandi, en það var engin ákveðni í neitununni. “Eg hefi lofað Maríu að gera aldrei---” Griggs tók fram í fyrir honum. En annað eins tækifæri og þetta En hvað sem því líður, þá komdu í bakherbergið hjá Blinkey í kvöld og þar skulum við talast við. Viltu gera það?” “Á hvaða tíma?” spurði Garson hikandi og stóðst ekki freistinguna. “Komdu snemma, segjum klukkan níu. — Ætlarðu að koma?” “Eg skal koma,” svaraði Garson hálf sneypuluega og í þeirri svipan kom María aftur inn í herbergið. Griggs stóð upp og sagði með eftirsjá: “Foringjanum ber að hlýða, og fyrst þér eruð á móti þessu, þá er ekkert meira um það að ræða.” “Já, eg er á móti því,” svaraði María á- kveðin. “Það þykir mér leiðinlegt,” svaraði enski Eddi. “En hver verður að leika leikinn eftir sínu viti. Jæja þetta var nú erindið og því er lokið. Verið þér nú sælar, Miss Turncr. Hann kinkaði kolli í áttina til Joe og fór svo í burtu. Strax og hann var farinn lýstu orð Joe ósjálfrátt, sem í huga hans bjó. “Það er heldur en ekki fengur, sem hann ætlar að krækja í.” “Og heldur en ekki áhætta sem hann legg- ur út í,” svaraði María. “Nei, Joe, við viljum ekki með þvílíkt hafa. Við skulum fara þær leiðir sem eru vissar og hættulausar.” Þessi orð mintu skjalafalsarann á hinn illa beig, sem sótt hafði á hann allan þennan dag. “Ó, hann er nógu viss, en er hann hættu- laus?” spurði hann. María leit snögt á hann. “Við hvað áttu?” spurði hún. Garson gekk órólegur fram og aftur um gólfið og svaraði: “Setjum svo að lögreglan þreytist á því, að þú snýrð svona á hana og sýni þér í tvo heimana?” María brosti hirðuleysislega. “Berðu engar áhyggjur út af því Joe,” svaraði hún. “Eg þekki ráð til að halda þeim í skefjum.” “Það þekki eg nú líka,” sagði skjalafalsar- inn með skuggalegri áherslu. “Hvað meinar þú með því?” spurði María tortryggnislega. “Þegar í hart slæst hefi eg þessa,” svaraði hann og tók marghleypu upp úr vasanum. Hún var einkennileg í laginu; hlaupið var lengi’a en venjulega gerist, og framan á því var eitt- hvað sem líktist bjöllu. “Nei, nei Joe,” sagði hún áhyggjufull. “Það skalt þú aldrei nokkur tíma gera.” Skjalafalsarinn glotti og í svip hans skein illúðlegt sigurhrós. “Svei!” sagði hann. “Enda þótt eg notaði þetta, næðu þeir mér aldrei. Sjáðu þetta,” og hann benti á hlutinn, sem var framan á hlaup- inu. Vegna forvitninnar gleymdi María í svip viðbjóðnum, sem hún hafði á byssunni. “Hvað er það?” spurði hún. “Eg hefi aldrei séð neitt þessu líkt.” “Nei, auðvitað ekki,” svaraði Garson háð- ugur mjög. “Eg er fyrsti maðurinn í minni stétt, sem hefi slíkt vopn og eg þyrði að veðja á það hverju sem væri. Eg fylgist með tíman- um.” f þetta skiftið lét hann í Ijósi hina tr.k- markalausu eigingirni, sem er undirstaðan að lyndiseinkunn allra hans líka og stéttarbræðra. “Þetta er eitt af þessum Maxim áhöldum sem kæfa niður allan skothvellinn,” bætti hann við. “Með reyklausu púðri í skothylkjunum og á- hald þetta á hlaupinu, gæti eg skotið úr vasa mínum og sá sem væri viðstaddur vissi ekki að það hefði verið gert. . . . Og eg er góð skytla skal eg segja þér.” “Þetta er ómögulegt!” hrópaði María. “Alls ekki,” svaraði hann. “En bíddu svolítið, eg skal sýna þér. “Hamingjan hjálpi mér! Ekki hérria!” hrópaði María lafhrædd. Garson hló. “Horfðu bara á litla, snotra vasann á borðinu þarna yfirfrá. Hann er ekki neinn dýr- gripur?” “Nei,” svaraði María. í sömu andrá, rétt meðan hún starði á vasann, féll hann í smábrotum ofan á gólfið. ífún heyrði engan hvell, hún sá engan reyk. Hún var ekki einu sinni viss um, að hafa heyrt svolítinn smell. Hún starði sem steini lostin á þetta í eitt auganblik og leit síðan vandræöa lega á Garson, sem brosti út undir eyru af hinni mestu ánægju. “Eg mundi aldrei hafa haldið að þetta væri mögulegt,” sagði hún alvarlega. “Þetta er snoturt, lítið áhald,” sagði mað- urinn hrifinn. “Hvar fékstu þetta?” spurði María.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.