Heimskringla - 27.03.1940, Blaðsíða 3

Heimskringla - 27.03.1940, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. MARZ, 1940 3. SÍÐA heyrendum til mikillar ánægiu. Ragnar H. Ragnar og Gunnar Erlendsson léku á piano. Nú var silfurbrúðurinni færð- ur fagur blómvöndur; afhenti hann ungfrú Stefanía Eydal. Þá afhenti forseti samsætisins silf- urbrúðhjónunum silfurdisk, fé- mætan grip með áletruninr.1: “Mr. og Mrs. Stefán Einarsson 1914—1939 — Frá vinum”, — (hjónin voru gift 30. des. 1914 ) Hafði diskurinn og rausnarlega gjöf inni að halda. Þegar hér var komið bað silf— urbrúðguminn um orðið. Hr-lt hann langa ræðu. Mintist hann fyrst íslenzks félagslífs hcr vestra og hversu veigamikinn bátt það hefði átt í því, að is- lenzkir innflytjendur til þes^a lands hefðu ekki dagað uppi ard- lega talað, sem tröll. Að hver^- dags störfunum hefði verið hægt að ganga, eftir fingrabending- um, en andlegu lífi landanna á innflutntngsárunum, hefði fé- lagslífið íslenzka bjargað. Þo sagt væri, að þetta ætti nú að- eins við innflutningsárin, væri menning íslands ekki enn svo úr sér gengin, að æskan hefði ekki einnig eins mikið gott af að kynnast henni og menningu þeirri, sem nú væri að steypa heiminum í glötun. Vék hann því næst að starfi vestur-ís- lenzkra kvenna í félagslífi ís- lendinga hér, sem hann kvað ekki einungis nýjan verkahring í starfi íslenzku kvenþjóðarinn- ar, heldur jafnframt hafa verið svo veigamikinn, að félagslíf hefði hér án þess ekki getað varð-veizt. Fann hann nokkurn ljóð á ráði okkar, hve þess starí's væri lítið getið. í öllu sem um landnema árin hefði hér verið sagt, væri íslenzkra kvenna sjaldan minst í- sambandi við það. útlitið væri, að saga ok.c- ar Vestur-íslendinga, bæri lítinn svip af íslendingasögunum, b'ir sem kvenhetjanna gætti jafnt á spjöldum sögunnar og karl- mannanna. Get eg ekki rakið ummælin hér með eins fögrum orðum og ræðumaðurinn, en þess er eg vís, að við konur, sem við- staddar vorum, munum ekki gleyma þeim. Við höfum ekki lengi heyrt máli voru eins ágæt- lega talað og ræðumaður gerði. Og það var til að þakka honum fyrir það, fyrir hönd okkar kvenna sem eg aðallega tók mér Pennann í hönd, þó hönd og hug- ur sé stirðari við skriftir en eg vildi. En að þessu atriði sleptu, hakkaði ritstjórinn fyrir hönd sína og konunnar, vináttu sýnaa ^ieð smasætinu, gjöfina og orðin íögru og hlýju, er til þeirra vo^u töluð. Kvað hann sér ekki ljóst um alla, sem þátt áttu í að setja samsætið af stað, en formaður nefndarinnar sem að því starfar, vœri B. E. Johnson, forseti Sam- bandssafnaðar. Átti hann þess von að aldan væri þaðan runnin, því íslenzku drenglyndi væri ó- yíða að kynnast á hærra stigi lunan nokkurs flokks manna en þar. Um fornvin sinn, Mr. Thor- Valdson, fór hann einnig fögrum 0rðum. Kvaðst hafa fyrir hann starfað í 20 ár, eða stofnamr, Sem hann hefði með að gera. og hann vissi, að fyrir góðviid €ma, hefði hann allan þennan tíma aldrei rekið sig úr vinnu. vinunum öllum viðstöddum og tjarverandi er til veizlunnar hefðu efnt, þakkaði hann mtð °rðum St. G. St., er ort voru til vina er rausn sýnlu honum: jtelgin skyldi hefði eg mátt iýtt um ykkur skína, Jfí eg hefi hjá ykkur átt ^tihátíð mína. ræðu silfurbrúðgumans °^inni, var sezt að kaffidrykkju. j 11 að henni lokinni, tóku nokkr- gr„ Éleiri til máls. Fyrstur mælti era Valdimar Eylands nokkur ^hsamleg orð til ritstjórans; kallað hefði verið j,1 iega spá fyrrum, að prestur ^rsta lút. safnaðar mælti fytir minni ritstjóra Heimskringlu. En það kvaðst hann gera með góðum hug til silfurbrúðgumans, sem í þeim viðskiftum, sem hann hefði við hann átt, hefði reynst mjög vel. Þá mælti Thorvaldur Péturs- son, M.A., fáðsmaðuf1. Viking Press, nokkur orð til silfurbrúð- hjónanna. Talaði hann á ensku og mæltist framúrskarandi vel. Þakkaði hann fyrir hönd sína og starfsmanna Heimskringlu hiua ágætu samvinnu við ritstjórarn —og alla viðkynningu við hann. Ennfremur talaði Ásm. P. Jó- hannsson nokkur vinsamleg orð til silfurbrúðhjónanna. Marga fleiri fýsti að segja nokkur orð, en í vöku-lok var nú komið. Tilkynti þá forseti sam- sætinu lokið, nema hvað nú gæf- ist öllum tækifæri að taka í hendur silfurbrúðhjónunum. — Söfnuðust nú viðstaddir utan um þau og árnuðu þeim persónulega til heilla. Skeyti með heillaóskum votu lesin frá Mr. og Mrs. Dr. R. Beck, ennfremur frá Mr. og Mrs. Einari ritstjóra P. Jónssyni. Norðan úr Nýja-íslandi var nokkur hópur manna viðstaddur. En þátt tók fjöldi manrra í sam- sætinu fjármunalega er ekki gat komið því við að vera í veizl- unni. Samsætið var í öllum skilningi skemtilegt og sem bezt hæfði. En það sem eg tel sérstáklega eftirtektavert hafa verið við það var hin einlæga vinátta, sem þar var í svo ríkum mæli augljós. Kona EINAR BENEDIKTSSON Eftir Jónas Jónsson Framh. í öðrum þætti íslandsljóða kemur Einar Benediktsson að því hugðarmáli sínu, sem löng- um varð kærasta efnið í ljóðum hans. En það var viðleitni vís- indanna að beizla raforku og mátt eimsins til að vinna fyrir mennina. Hann segir: Sjáið risastig heims! Tröllabrot rafar og eims selja rammleik og auð hverri mannaðri þjóð. Eigum vér einir þol, fyrir vílur og vol til að varða og greipa vorn arðlausa sjóð? í upphafi íslandsljóða kemur Einar Benediktsson fram sem vökumaður allra íslendinga. Hann heldur áfram starfi Jóns Sigurðssonar og Benedikts Sveinssonar í heimi listanna. En það er honum ekki nóg. Hann er ekki einungis þjóðernissinni, heldur barn vélaaldarinnar. Tröllamáttur raforku og eims fylla hug hans. Hann tekur með nokkrum hætti gulltrú vélaa'ld- arinnar og hann gerist postuli þessara nýstárlegu trúarbragða, án þess að sá þáttur í lífsskoðun hans dragi úr þjóðerniskennd hans eða hinni djúpu, dular- tullu þrá hans eftir samruna við alheimssálina. Einar Benediktsson varð f.vrstur sinna samlanda til að skilja þá höfuðbreytingu, sem hlaut að gerast á íslandi, þegar þjóðin fékk að vinna frjáls í sííiU eiginlandi. Hann vildi leyfa eim og raforku að ummynda nátt- úrugæði íslands. Hann vissi, að jafnframt því yrði erlent fjár- magn að flytjast inn í landið. Og honum nægði ekki lítið. Hann vildi fá miklar vélar og mikinn auð. Honum þótti af miklu að taka í nægtabúr landsins. En um leið og Einar Bene- diktsson kynnir vald auðmagns og véla fyrir löndum sínum, sem bjuggu dreifðir um bygðir lands- ins í lágum býlum með ógirt tún, þá vissi skáldið, að vélunum fylgdi ný stétt, verkaímannar stéttin. Þessi nýja stétt kom ekki af blindri tilviljun inn í skipulag auðmagnsins. Hún var Black-Out The moon looked down wifch cold disdain As if he thought it quite insane, My running in a shady park, Behind Eve’s daughter, after dark. As graceful she, as a Gazelle; When running, I don’t look so well. Soon she stopped by an apple tree, And kept as still as still could be. Her gleaming eyes defied pursuit, And dared me taste forbidden fruit. (I saw a star fall down the sky, So newly born, so soon to die, Like sudden bliss that blinds the mind— I know that fate is oft unkind.) I thought to touch her curly hair, When lo, she vanished in thin air, And ’round my throat a tendril wound, I tried to scream, but made no sound. A woman’s voice came, mocking me: “Not Eve’s, but Lilith’s child I be. Beware of running in the park, Pursuing strangers after dark.”— No doubt I dreamed, you now suspect, And your opinion I respect. ' This sermon topic I intone; “Sleep tight and leave dream-girls alone.” T. P. innar og gulltrúarinnar. Enginn \ menningunní íslendingur bar um síðustu alda- mót jafn vel skyn á kosti hinnar nýju efnismenningar eins og götu að auðsupp- sprettum landsins. Hann hóf nú það starf að finna þessar orku- lindir og að fá vald yfir þeim Einar Benediktsson. En honum ; með kaupum eða samningum. systir vélanna og fjármagnsins. Og skáldið vildi ekki afskifta þessa systur og gerði það heldur ekki. Hann orti í íslandsljóðum eina sígilda kvæðið, sem verka- mannastéttinni hefir enn verið gefið á íslenzku: Sjá, hin ungborna tíð vekur storma og stríð, leggur stórhuga dóminn á feðranna verk. — Heimtar kotungum rétt — og hin kúgaða stétt hristir klafann og sér hún er voldug og sterk. Alt skal frjálst, alt skal jafnt, réttan skerf sinn og skamt á hvert skaparans barn, alt frá vöggu að gröf. Þetta boðorð knýr fram, knýr menn brautina fram undir blikandi merkjum um lönd og um höf. Yfir álfur og lönd tengir bróðernið bönd, yfir brimið og ísinn nær kærleikans hönd; einnig hér undir eyðingu, áþján og neyð blunda áranna kröfur við heiði og strönd. En þegar Einar Benediktsson hafði gefið keisaranum hvað keisarans er, með því að máia með sterkum litum þau framtíð- arlönd, þar sem máttur vélanna hafði beygt náttúrugæðin undir vald mannanna, þá átti hann eft- ir sitt dýpsta hugðarmál. Þriðji og síðasti kafli íslandsljóðanna hefst með þessum ljóðlínum: Eg ann þínum mætti í orði þungu, eg ann þínum leik á hálfum svör- um, grætandi mál á grátins tungu, gleðimál í Ijáfum kjörum. Eg elska þing, málið undurfríða, og undrandi krýp að lindum þín- um. Eg hlýði á óminn bitra, blíða, brimhljóð af sálaröldum mínum Öll manndómsár Einars Bene- diktssonar voru tengd þessum tveim viðfangsefnum: Gull- trúnni og móðurmálinu. Annars vegar var barátta hans í at- hafnalífinu. Hins vegar skáld- skapur hans. Það má segja, að þessi verkefni hafi verið nokk- uð ólík. Einar Benediktsson fann það sjálfur og lýsti því cft átakanlega í skýrum skáldleg- um niyndum, að hann ætti bygð í tveimur heimum. Hann eyddi mestu of orku sinni í baráttu athafnalífsins, án þess að af því yrði sýnilegur árangur sambandi við persónulegar fram kvæmdir hans. Alt öðru máli er að gegna um sonarást hans ti' móðurmálsins. Tungan var hon- um gjafmild móðir. Við yl henn- ar og orku vann hann alla sína sigra og varanlegu frægð. X. Sama árið og Sögur og kvæði mmu út var haldin þjóðhátíð í íeykjavík. Einar Benediktsson orti við það tækifæri þjóðsöng löfuðstaðarins, þó að það ljóð iafi ekki enn verið viðurkent af Reykvíkingum eins og það á skil- ið. í þrem erindum rekur skáid- ið sögu borgarinnar í tíu aldir og bregður upp glæsilegri mynd af framtíð hennar. ^ar fornar súlur flutu í land við fjarðarsund og eyjaband, :eir reistu Reykjavík. Jún óx um tíu alda bil, naut alls, sem þjóðin hafði til, varð landsins högum lík; — og þó vor höfn sé opin enn og ennþá vanti knerri og menn, við vonum fast hún vaxi senn og verði stór og rík. Lesandinn sér 1 anda sögu Reykjavíkur og landsins al's, ngólf landnámsmann, öndvegis- súlur hans í fjöruborði hafnar- innar, ~ er samt ljóst, að ef þjóðin á að velja um það tvent, að hafa gnægð af öllum auð en týna sál sinni, þá á að meta meir hin andlegu verðmæti, jafnvel þó að brauðið vanti. í niðurlagserind- inu kemur fram bjartsýni skálds- ins og trú hans á höfuðbæ lands- ins. framfarirnar halda áfram, efnalegar og andlegar, og Reykjavík er í fararbroddi: Nei, þegar öldin aldna flýr og andi af hafi kemur nýr að vekja land og lýð, er víkka tún og breikka ból og betri daga morgunsól .skín hátt um strönd og hlíð, skal sjást, að bylgjan brotnai hér. — Við byggjum nýja sveit og ver, en munum vel hvað íslenzkt er um alla vora tíð. Lokaniðurstaða kvæðisins er sú, að Reykjavík verði enn sem fyrr í lífrænu sambandi við alla þjóðina. En nú verður það hlut- verk hennar að vera öldubr.jótur, til að verja íslenzkt þjóðlíf fyrir aðsteðjandi hættu. Matthías Jochumsson lauk oft kvæðum sínum með því að varpa sér í Liðm föður tilverunnar. Einar Benediktsson hefir nálega trúar- legar tilfinningar fyrir landi sínu. í íslandsljóðum segir hann: Níð ei landið, brjót ei bandið, boðorð hjarta þíns. Og í hátíðasöng höfuðstaðar- ins eru þetta lokaorðin: En munum vel hvað íslenzkt er um alla vora tíð. XI. Næstu árin voru umbrotatím- ar í æfi Einars Benediktssonar. Þá stóð yfir lokaþátturinn í þeirri baráttu, sem Benedikt Sveinsson hafði háð um 20 ára skeið, að því er virtist í algerðu vonleysi. Danska stjórnin lét nú undan síga dag frá degi og heitir að veita íslandi hina lengi þráðu heimastjóm. En í sam- bandi við þessa stórbreytingu Enginn íslendingur hefir eins og Einar Benediktsson horft með arnaraugum yfir landið alt, líkt og hershöfðingi, sem kynnir sér hérað, sem á að verða vígvöllur. Þar .skiftir miklu að velja rétt þá staði, sem í þeim efnum er kall- að að hafi hernaðarlega þýðingu. Einar Benediktsson leitaði og fann þá staði á íslandi, sem höfðu mesta þýðingu við skjóta hagnýtingu náttúrugæða og orku á íslandi. Hann keypti og leigði laxár og laxvoga, hafnar- stæði, fossa, vötn og vatnsföll, hveri, námur, námuréttindi og álitlegar jarðeignir. Hann gleymdi heldur ekki því að ís- land átti einhver beztu fiskimið í heimi. Togaraútgerðin var hon- tim að skipa og rétt eftir alda- mótin átti hann mikinn þátt í að tilraun var gerð með botnvörpu- útgerð frá Reykjavík. Hann var þar eins og oftar á undan sam- tíð sinni. Fyrsta tilraunin mis- hepnaðist, en næstu mönnum lánaðist þessi útgerð. Eftir fá- ein ár var Reykjavík orðin mik- ill togarabær. Á þeim vettvangi varð draumsýn Einars Bene- diktssonar um skjótan framgang vélaiðju á íslandi fyrst að veru- leika. Þessi leit að orku og auðlind- um í landinu varð undirstaða að meginstarfi Einars Beediktsscn- ar, eftir að hann hafði sætt sig við þá hugsun, að hann myndi ekki verða pólitískur forystu- maður á íslandi. En það liðu er.n nokkur ár, áður en hann hafði til fulls áttað sig á hverskonar vinnubrögðum hann yrði að beita til að flytja hingað heim auðmagn hinna ríku landa, til að geta hagnýtt þau margháttuðu gæði, sem legið höfðu ónotuð í þúsund ár á íslandi. Frh. HORFINN VINUR Reykjavík, sem einn af var óvenjulegt pólitískt öldurót mörg þúsund sveitabæjum hinna 1 landinu, heitar deilur og tíðar dreifðu bygða, þegar frjálsir kosningar. Einar Benediktsson lændur mynda frjálsa þjóð á ís- lét sig þessi mál miklu skifta og var jafnan í hinum vinstri fylk- ingararmi með þeim, sem gerðu mestar kröfur um fullkomna sjálfstjórn íslandi til handa. Tveim árum eftir að Einar Benediktsson gaf út Sögur og kvæði, festi hann ráð sitt. Hann var þá 35 ára, en brúðurin, Val- gerður Zoega, ein hin fegursta andi. Loks kemur hin þunga hönd danskrar verzlunarkúgun- ar. Reykjavík verður eitt af höfuðvirkjum hins erlenda valds. Skúli fógeti flytur til Reykia- víkur og byrjar þar nútíma- framfarir þjóðarinnar. Eftir hans daga koma daprir tímar. íslenzkan á í vök að verjast fyr- ir danskri tungu, sem situr í há- af ungum konum, sem þá voru sæti í rólega aldönsku stjórnar- að vaxa upp í höfuðstoðnum, var setri erlends landsstjóra. Að barnung eins og Katrín móðir lokum kemur endurreisnin. hans hafði verið, er hún giftist Landið réttir við. Þjóðin rétt’r: Benedikt föður hans fyrir f jöru- við. Reykjavík byrjar að verða tíu árum. íslenzk borg. Hana vantar að Nú urðu á margan hátt tíma- vísu höfn, skip og æfða menn. En mót í æfi Einars Benediktssonar. skáldið veit, að þess verður ekki Dagskrá hætti að koma út, Bene- langt að bíða. Höfuðborgin á dikt Sveinsson andaðist. Skáldið framtíð, verður á máli skáldsins | eignaðist heimili í höfuðstaðn- stór og rík. En um leið og Einar Ber.e- um. Honum varð ekki ágengt um framgang áhugamála sinna diktsson hefir birt draumsýn nrieð blaðamensku eða með beinni þátttöku í landsmálabaráttunni. En í skáldskap höfðu honum opnast nýjar leiðir og mikil við- urkenning frá þeim mönnum, sem bezt voru dómbærir um þau efni. Þegar stjórnin fluttist inn í landið, varð Hannes Hafstein fyrátur ^áðherra, studdur af sterku flokksvaldi. Hann varð hinn pólitíski erfingi Benedikts Sveinssonar. Einar Benediktsson tók nú að sína um innreið eims og raforku, í höfuðstað íslands, kemur í huga hans önnur mynd, um h.n andlegu, siðferðilegu og þjóðlegu verðmæti, sem geti verið í hættu mitt í sigrum vélamenningar- innar. En þó við Flóann bygðist borg, með breiða vegi og fögur torg og gnægð af öllum auð — ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi, er hún ber, sinna fjárgæzlumálum með ein- Hjálmur Þorsteinsson er dá- inn. Eg man vinur þegar eg kom í seinasta sinn á sjúkra- húsið á Gimli og þú sagðir v'ð mig: Eg veit mér batnar þegar blessuð sólin fer að senda heitan geisla inn í gegnum gluggann en eg hrygðist við, því eg vissi að það var engin von um bata og óskaði aðeins að dauðinn kæmi sem fyrst og gerði enda á þján- ingar þínar og dauðinn kom fyr en mig varði. Eg þakka þér all- ar samverustundirnar sem voru orðnar margar um tuttugu ára skeið, því við áttum mörg sam- eiginleg áhugamál sem við höfð- um ánægju að tala um. Auð- vitað greindi okkur á, um sum mál eins og eðlilegt var um s\o mörg ár og var það alt af kvala- laust. Þegar við töluðum um ljóðaskáldskap varst þú mér langt um fremri að skilningi og varð mér því ávinningur að tala við þig. Og þegar eg lít yfir þessi 35 ár sem eg hefi verið í þessu landi þá held eg að þú værir sá emi maður af öllum vandalausum sem eg hefði gaman að mæta fyrir handan móðuna miklu ef um endurfundi væri að ræða, en við höfðum báðir mjög litla von að um nokkurt annað líf væri að ræða, enda gerði það ekki svo mikið til. “Því ef að engir finnast aftur bak við gröf, Þar einn og sérhver getur hvíld sér fest En þér sem grátið berið létta lund Því lífsins vörður gefur öllum blund Og vilji hann svefn um eilífð er það bezt.” er betra að vanta brauð. Hér stendur skáldið á vega- mótum. Hann er fyrsti og mesti forvígismaður vélamenningar- kennilegum háttum. Hann vissi, að ef þjóðin vildi hætta að sitja snauð og þyrst við gnóttir lífs- ins linda, þá varð að hefja stór- felt viðreisnarstarf og opna véla- Sofðu rótt. Vinur. LESIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.