Heimskringla


Heimskringla - 27.03.1940, Qupperneq 4

Heimskringla - 27.03.1940, Qupperneq 4
4. SíÐA HEIM3KRINGLA WINNIPEG, 27. MARZ, 1940 Hrcimskrinxilct (StotnuB 18S6J Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRE8S LTD. 8S3 og 8S5 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst fyrtrfram. AUar borganlr sendlst: THE VIKING PRE8S LTD. 311 vlðskHta bréf blaðlnu aðlútandl sendlst: Mc-nager THE VIKINO PRESS LTD 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg ■‘Helmskrlngla” ls pubUshed and prlnted by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepihone: 86 537 WINNIPEG, 27. MARZ, 1940 EKKI ER ALT GULL SEM GLÓTR Um leið og Hon. S. S. Garson, fjármála- ráðherra Manitobafylkis hafði lesið upp í þingi nýlega reikninga um stjórnar- rekstur fylkisins, mátti í blöðum hér sjá fyrirsagnir sem þannig hljóðuðu: Mani- tobafylki græðir yfir eina miljón dollara á árinu. -Nákvæmlega nam tekju-afgar.g- urinn á reikningunum $1,384,367, á árinu sem lýkur 30. apríl 1940. Ekki þakkaði stjórnin sér þetta beinlínis, heldur greirdi hún frá, að vegna óvanalega milds vetrar, hefði litlu eða engu fé þurft að verja tii þess að halda þjóðvegunum umferðafær- um. Á því hefði sparast um $750,000. Af góðum vegum hefði leitt mikla bíla- notkun og með henni hærri skatttekjur af gasolíu. Ennfremur erfði stjórnin ríkismann og nam það fé $492,000. Þessi miljón dollara gcóði er því óvæntur, happ eða nokkurs konar himnabrauð. Ætla mætti nú af þessu að dæma, að skuld fylkisins hefði lækkað um rúma miljón. En hvað skeður? í janúar-mán- aðarlok 1939, var skuldin $127,958,342, en nú 31. janúar 1940, er hún $130,440,040. Skuldin hækkar um hálfa þriðju miljón þrátt fyrir alt glamrið um miljón dollara gróða! Sannleikurinn er að kostnaðurinn sem af atvinnuleysinu stafar, er aldrei tekirm með í reikinginn af Bracken-stjórinni. En hann nemur hátt á fjórðu miljón ($3,892,- 500) á liðnu ári og er $228,000 hærri en árið áður. Atvinnuleysið er því að auk- ast. En það kemur Bracken-stjórninni ekkert við! Hér er því ekki alt gull sem glóir. Skuid fylkisins hækkar alt að þrem miljónum á hverju ári, þó sagt sé að það sé að græða á aðra miljón. Og þjóðeyrissinnar (Social Credit) sitja með sakleysissvip á stjórnarbekkjunum og samþykkja aðferðir Bracken-stjórnarinnar í að blekkja al- þýðu um fjárhag fylkisins og afkomuna í atvinnumálum. Og ekki bergmálar held- ur þingsalurinn mælsku Odds ólafssonar af vandlætingasemi út af þessu. Áætlaðar tekjur stjórnarinnar á kom- andi ári (frá 30. apríl 1940 til 30. april 1941) eru hærri en nokkru sinni áður í sögu fylkisins, sem von er, þegar það er altaf að græða og alþýðan í góðum álnum. Tekjurnar nema á þeim reikningi $16,918,- 259 og eru $808,421 hærri en á s. I. ári. f gróða eða tekjuafgang er búist við $775,- 768, svo það er ekkert endaslept með gróða fylkisins! Hvenær skyldi alþýða þessa fylkis, fá- tæk, bæíd, en frjáls (!) rísa öndverð gegn því að vera kúguð með nærri 17 miljon dala skatti af Bracken-stjórninni og skorta þó þrjár miljónir á ári til þess að safna ekki skuldum ? Hve lengi skyldi hún sætta sig við að lifa út um sveitir þessa nægta _ lands í óraflýstum húsum, óræstum, rg oft svo ömurlegum, að minni háttar stjórn- sníkju mundi þykja siðuðu fólki ósambcð- ið, en ausa arði erfiðis síns samt í stjórn- ir, sem á því lifa fyrir sjálfar sig en ekki aðra og sem á skulda og kúgunarklafa hafa ekki einungis hnýtt núlifandi k.v’i- slóð, heldur komandi kynslóðir í marga liði fram? í hvert skifti sem fylkisstjórn- in birtir reikninga af ráðsmensku sinni, getur ekki hjá því farið að það veki uno- un í huga hvers hugsandi manns og spurn- ingu um það, hvað sú heimska eigi ler.gi að viðgangast, að halda slíkri stofnun uppi? Sveitastjórnir þessa lands skatta þjóðina svipað, en munurinn er þar sá. að þar er alt féð, sem innheimt er, notað Lil einhverra þarfa, en ráðsmennirnir vir.na sitt verk sama sem kauplaust, nema í stórbæjunum, sem lært hafa af fylkis- stjórnum stjórnaraðferðir sínar. (Kaup oddvita í Winnipeg er svipað og f.vlk.s- forsætisráðherra). Ennfremur greiðir svo almenningur þessa fylkis í skatt til sam- bandsstjórnar 25 miljón dollara á ári, og nú jafnmikið og því nemur í stríðsskalt (sem er í, öllu landinu jafnmikill öllr.m tekjum sambandsstjórnarinnar, eða um 1 miljón á dag). En auk stríðs-útgjaldanra nemur skatturinn samt 60 miljón dölum í þessu eina fylki, með 700,000 íbúum. Það verður einn fjórði af öllum vinnulaunum fylkisbúa og líklega vel það. Við borð hverrar fjölskyldu (af fjórum), situr því óséð átvagl, úr stjórnarliði Canada. Eins og hver maður getur séð, er það ofmikið borgað fyrir ekki betri stjórn en á hlutunum er. Reikningar Brackenstjórn- arninar og hvaða stjórnarreikningar að visu sem eru, hljóta að minna flesta hugs- andi menn á að þetta getur ekki góðu láni etýrt og að niðurskurður verður fyr e^a síðar óumflýjanlegur á stjórnarkostnaði þjóðarinnar. Björn bóndi mætir ráðherranum sem óvelur í sveitinni sér til hressingar. Ráðherrann: Hvemig líður nautinu yðar sem var veikt í gær? Björn: Sæmilega, þakka yður fyrir, en hvernig líður ráðherranum? ALMANAK 1940 Almanak Thorgeirsons er nýkomið út fyrir 1940. Er það að vísu síðbornara °n áður, vegna sérstakra orsaka, sem engum þ.vkir meira fyrir en útgefendum, en úr því er nú bætt. Og nú vitum við að mán- uður er til sumars, sem góðviðrið á þess- um vetri hefir ruglað flesta í. Innihald Almanaksins er mjög líkt og verið hefir. Auk dagatalsins íslenzka, flytur' það landnámssöguþætti, í þetta sinn úr Suður-Cypress sveitinni og cr framhald frá árinu 1939, skrifað af G. J. Oleson. Eftir sama höfund eru vel skrif- aðar greinar um séra Friðrik Hallgrímsson cg Sigbjöm Sigurðsson, látinn 1937. Þá er framhald Brown-bygðar-sögu, eftir Jó- bannes H. Húnfjörð. Ennfremur minnist dr. R. Beck Gríms Eyfod. Um stofnanda almanaksins, O. S. Thogersson heitinn, er þar og stutt grein. Þess utan er efm almanaksins um merka viðburði og manna- lát. Almanakið ætti að vera hér á hverju heimili bæði til þess að landar geti fylgst með íslenzku tímatali sem þeir hafa svo gaman af, og með hinum fróðlegu lard- r.ámsþáttum. Það mun kosta 50 cents, sem áður og fæst hjá útsölumönnum úti úm bygðir og hjá útgefendunum, Thor- geirson Company, 674 Sargent Ave., Win- nipeg. ALBERTA-KOSNINGARNAR Fylkiskosningunum í Alberta, sem fram fóru s. I. fimtudag, lauk, eins og við vs.r búist með því að Aberhart-stjórnin var endurkosin, en með nokkuð færri þinesæt- um en áður. Þingmenn eru 57 í Alberta, en þingmannsefnin voru 165 er sóttu. Social Credit, eða þjóðeyrisflokkuri,'n hafði mann í hverju kjördæmi, C. C. F. í 36. En “óháðir”, svonefndur nýr sam- vinnuflokkur, skipaður liberölum, íhalds- mönnum og bændaflokksmönnum, hafði þingmannsefni í hverju kjördæmi. Auk þess sóttu nokkrir óháðir öllum þessum flokkum og þeim “óháða” einnig. Stofnun þessa samvinnuflokks, hefir lengi verið á döfinni, en hefir aldrei tekist fyr en nú. Árangur af því er sá, að Abei- i hart er nú nokkru liðfærri en áður. Hann mun hafa tvo-þriðju allra þingsæta um það er lýkur, en óháði flokkurinn i eða 17 til 18 þingmenn. Úrslitin eru ekki á mánu- dag, þegar þetta er skrifað, til hlítar kunn, en þau munu ekki fjarri þessu verða. 1 j síðustu kosningum náði Aberhart-flokk- urinn í 55 sæti af 63 alls. (Kjördæmin voru þá 6 fleiri en nú). Verði þinglið hans j nú ekki nema 35, hefir hann tapað talsvert íylgi á þessum fjórum árum, sem hann hefir verið við völd. Bændaflokkurinn gamli virðist risinn upp úr gröf sinni í Alberta. Skarðið í íylkingu Aberharts, mun af því stafa. Liberalar og íhaldsmenn áttu aðeins S’.nn manninn hvor á þingi fyrir þessar kosn- ingar, svo þeir hafa ekki nema að sára lif'u ’ leyti verið orsök breytingarinnar. C. C. F. virðast ekki hafa náð einu einasta þing- sæti, þó 36 þingmannsefni sendu út í bardagann. Það er ekki gott að segja hvers vegna Aberhart hafði kosningarnar rétt um sama leyti og sambandskosningarnar. Hvort sem hann sjálfur hefir á því tapað eða ekki er hitt víst, að liberalar hafa ekki á þeim grætt. Eina liberal-þingmannsefnið sem sótti, tapaði. Er með þessum sigri “óháða” flokksins, að rísa upp í Alberta sterkur andstæðinga- flokkur, sem Aberhart-stjórninni getur með tíð og tíma orðið hættulegur? Kom- andi ár verða til frásagnar um það. ÁMINNING Fyrir skömmu hélt Hon. J. H. K. Crom- well, en hann er sendiherra Bandaríkjanra i Canada, ræðu í Toronto, sem herrum hans geðjast miður að. Mr. Cromwell varð það á, að minnast þess sannleika, að Bretar og Frakkar væru að berjast fyrir lýðræð- inu í heiminum og að flestar þjóðir hins mentaða heims, og ein af þeim er þjóð hans, mundu fylgja þeim að málum. Þetta var meira en segja mátti af háifu hlutlausrar þjóðar. Cordell Hull ríkisrit- ari tilkynti og sendiherranum undir eins, að hann hefði þarna stigið yfir landa- mærin og að þannig mætti ekkert hlutlaust land mæla. Það er ekki gert ráð fyrir að þjóðafu’.l- trúar (diplomats) láti neitt þessu líkt á sér heyra. Eftir því þó sem Sir Henry Wotton skýrir frá, þá er “sendiherra ráð- vandur og sannorður maður sem sendur cr til annara landa til að ljúga þar landi sínu til góðs.” Það vill nú svo vel til að samkomulagið milli Canada og Bandaríkjanna er bet'-a en það, að orð hins unga Mr. Cromwehs hafi mikil áhrif á það, þó senatorunum syðra virðist hafa fallið það þungt. En áminning Mr. Hulls, er þannig orðuð, að úr málinu verður ekki meira. Mr. Hull hefir sjálfur til Canada komið og þjóð þess lands orðið hrifinn af vináttuþfii hans, þó hann með því hvarflaði frá “hlutlausri diplomatisku” og segði sann- leikann sem inni fyrir bjó. DR. RÖGNVALDUR PÉTURSSON Segðu mér, segðu mér góði.— Eg sé að þú brosir.—Hvað hillir þinn anda? Keyrirðú óma af óði örlaga stranda? Svo mjótt milli kvöld-húmsins þungbúnu þátta. Þytur í skóginum.—Raddir mér tjá að kvöldsett sé orðið og nú skuli nátta. Nú er hann sofnaður—lokuð hans brá. Sofnað.ur!—Uss, suss, minn góði!— Svefninn er kær þeim sem hvíldinni fagr.a. Tómleikinn hlerar í hljóði. Hljómarnir þagna.----------- Já, vissulega eru hljómarnir þagnað’r frá hörpu þess manns, þe&s vinar, sem djarfast, fegurst og hreinast sló hana í obundnu máli, meðal þjóðarbrots vors her vestan hafs. Hann var skáld, andaus skáld, þó ekki léti hann á því bera í bundnu máli. Um það vitna allar hans ræður og lyrirlestrar, og þó sérstaklega tækifæris ræður hans, því þær voru hreinasta mei«t- araverk í sinni röð. Þar fylgdist alt að, orðgnótt og framúrskarandi fagurt mál og hrífandi, djúpsæi, dulhygðir og víðfeðm- ur og djúpur skilningur á sálrænum kend- um manna. Það lá fyrir honum, sein cpin bók og þar af leiðandi skyldi haon manna bezt landa sína, frumbyggjana, írumbýlis-lífið. Hann fylgdist með marg- brotnu starfi þeirra og baráttu, sorgum og sigrum upp á hæsta tindinn. Fylgdist mcð óbilandi viljafestu þeirra og þoli neðan úr vesaldómi fátæktar og basls, gegnum drep- sóttir og alls konar hörmungar og lítils- virðing hérlendra manna, upp til vegs cg virðingar, barðist með þeim og fyrir þá og gladdist yfir sækni þeirra og sigrurn, sem voru stærri og stórkostlegri en þekt- ust meðal nokkurra nýbyggja þessa niikla lands. Það var því ekki að óverðskulduðu, að hann gerðist einn aðalleiðtogi vor. Hann var bezt til þess fallinn, kunni það öðrum betur og hafði hæfileika umfram fles+a aðra að stjórna viturlega. Hann var maður frelsisins og fegurðar- innar, unni því og prédikaði það, og lifði eftir því. Hann var bjargtryggur og trúr, og traustur hvar sem á reyndi. Þess iegna völdust honum þeir vinir, sem át:u í því margt sameiginlegt með honum, og störfuðu með honum í þeim anda alt t.il dauðadags. Og enginn getur veriö bttri né tryggari vinur vina sinna en h; . ar. En nú er hann sofnaður svefn- inum langa — Vér finnum að skarðið er stórt. En skiljum það þó ekki til fullnustu, hvað mikils vér höfum mist, fyrr en með líðandi tíð, því meðan undin er fersk, er hún lömuð og dofin af áverkan- um. Sárindin gera ekki vart við sig fyrr en eftir á, þegar blóð- rásin örfast og sellurnar rakna úr rotinu og rísa til starfa. Eins er því varið með o,ss, vér getum ekki gert oss fyllilega grein fyr- ir því, hve mikils vér höfum mist við fráfall Rögnvaldar. Það verður ekki fyrr en meðvitund vor skýrist og skipað er til verka, þegar erfiðleikamir steðja að og úrræða er þörf, þá hvarflar hug- ur vor. — Hvar er nú foringi vor, sem við öllu kunni ráð? En til minningar um hann skal merkið hafið á ný. Við fall for- ingjans, rísum vér öll, sem einn maður og ryðjumst fram, mögn- uð eldlegum áhuga og einhuga í því að styðja að heill og fra.n- gangi þeirra mála, sem hann bar fyrir brjósti og eftirlét oss að hefja til sigurs. Frelsi, fegurð og réttlæti, skulu vera vor einkunnarorð!— Blessuð sé minning foringja vors. Davíð Björnsson ÍSLENZKUSKÓLI ÞJÓÐ- RÆKNISFÉLAGSINS Eftir Dr. Richard Beck “Þeir ættu að hirða um arfinn sinn, sem erfa þessa tungu.” Öllum þeim, sem á annað borð hugsa alvarlega um framhald- andi þjóðernislega tilveru fs- lendinga í landi hér, hlýtur að verða það ljóst hvert grundvail- aratriði það er í því sambandi, að íslenzk tunga haldist við í allra lengstu lög vor á meðal. Því að hún er líftaug þjóðernis vors. Með það fyrir augum hefir Þjóðræknisfélag íslendinga um mörg undanfarin ár haldið uppi laugardagsskóla í íslenzku hér í Winnipeg. Skólahald þetta í ár er nú senn á enda, eftir 26 vikna starf. Hefir herra Ásmundur P. Jóhannsson, sem áður, borið hag laugardagsskólans manna mest fyrir brjósti og lagt fram ómæít starf í hans þágu. Sama máli gegnir um séra Rúnólf Mar- teinsson, sem haft hefir skóla- stjórnina með höndum, og kenslukonurnar þrjár, þær Mrs. E. P. Jónsson, Mrs. H.' Daníels- son og Mrs. Carl Friðriksson. Ma um kennaralið þetta með sanni segja, að þar sé rúm hvert vel skipað, því þeir eru allir þaul- vanir kenslu og hafa eigi aðeins með fórnfýsi sinni hvað þetta kenslustarf snertir, heldur einn- ig á margan annan hátt, sýnt virka ást sína og áhuga á ís- lenzkum þjóðræknis- og þjcð- ræktarmálum. f laugardagsskólanum stendur almenningi til boða ókeypis barnakensla í íslenzku, hjá á- gætiskennurum og undir heppi- legum skilyrðum að öðru leyti. Mætti því ætla, að íslenzkir for- eldrar hefðu alment notað sér þetta gullna tækifæri börnum sínum til handa. Svo hefir ]jó ekki verið nema að tiltölulega litlu leyti. Aðsókn að skólanum hefir verið stórum minni en æskilegt væri og vera ætti. Ber það vott bæði um skort á skiln- ingi á þeirri menningarlegu við- leitni, sem hér er um að ræða, og um vanrækslu við varðveislu hins vlígða þáttar í þjóðerni voru og ættararfleifð: — tung- unnar, sem er lykillinn að vor- um dýrmætustu fjársjóðum, bókmentum vorum að fornu og nýju. Þegar betur er gætt að, er tungan einnig miklu meira. Hún er, eins og Matthías Jochumsson sagði í eggjan sinni til Vestur- ís jndinga: “Lifadi sál í greyt stáli” og “minnissaga farin*«- daga.” Hún bergmálar “trú og vonir” feðra vorra og mæðra, speglar líf þeirra og’ stríð um aldaraðir. Orð Þorsteins Erl- ingssonar ættu menn að leggja sér á ihjarta: “Þeir ættu að hirða um arfinn sinn, sem erfa þessa tungu.” Laugardagskvöldið 6. apríl efnir íslenzku-skóli Þjóðræknis- félagsins til fjölbreyttrar sam- komu í Fyrstu lútersku kirkju. Er þar í rauninni um að ræða lokahátíð skólans að þessu sinni. Nemendur skólans eru á skemti- skrá og verða þar smáleikir á ís- lenzku, framsögn, söngur og hl j óðfærasláttur. Eins og auglýst hefir verið í íslenzku blöðunum, er inngangs- eyrir við allra hæfi. Auk þess ber að geta þess, að aðgangnr er ókeypis fyrir börn og ungl- inga til 14 ára aldurs. Er það gert til þess, að vekja athygii þeirra á starfi skólans og mætti það vel verða til þess, að glæða löngun þeirra til að gerast þar nemendur og fá þar undirstöðu- tilsögn í íslenzku máli. Munu foreldrar að vanda f jöl- menna á samkomu þessa með börnum sínum. Það er sjálfum þeim til gagns og gleði, börnum þeim og unglingum, sem þátt taka í skemtiskránni, hin mesta uppörfun og kennurum skólans dálítill þakklætisvottur fynr fórnfúst starf og vel unnið. Jafnframt því, sem eg, fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins, þakka öllum þeim, er stutt hafa að starfi skólans, og ekki sízt þeim foreldrum, sem sent hafa börn sín þangað, vil eg minna þá, sem eigi hafa notfært sér það tæki- færi, á tímabær og markviss orð Stephans G. Stephanssonar um viðhald tungu vorrar í landi hér: “Og orð þín þarf hér eggjan sterk, því oss er skipað mikið verk: Við fósturlandsins frægðarstarf með föðurlandsins sæmd í arf, af höndum inna æfiþraut, með alþjóð fyrir keppinaut.” TUTTUGU ÁRUM SÍÐAR EN LANDKÖNNUNAR- FERÐUM VILHJÁLMS STEFÁNSSONAR LAUK Eftir Earl P. Hanson Þýtt hefir Gunnbj. Stefánsson Framh. Þegar hann flutti háskólaráðs- ræðu við háskólann í Pittsburgh við burttökupróf stúdenta, sagði hann þeim, að hann gæti eigi talað um það efni sem auglýst hefði verið, þ. e. hugrekki, þar eð hann vissi ekkert um það, en hann ætlaði í stað þess að tala um miklu mikilvægari tegur.d nothæfninnar. En hvað sem öllu líður, þá eru fá afreksverk í allri sögu íshafsleiðangranna pr hafa sýnt ákveðnara áræði en það sem Vilhjálmur og hinir tveir félagar hans sýndu, er þeir fóru árið 1914 út á rekís með mánaðarforða af matvælum og hugðust að lifa á veiðum í 6 mánuði. Nálega allir sérfræðingar í heimsskautsrannsóknum höfðu áður staðfest skoðanir NansenS og Eskimóanna, að ekkert líf væri í norður íshafinu. Vilhjáln- ur vildi eigi aðhyllast þá skoðun. Hann sagði að þessar deilur á móti dýralífi í íshafinu væru mjög eðlilegar, en að hann gæti eigi hugsað sér að fiskarnir, sel- irnir, ísbirnirnir og tófumar hefðu lesið þær, svo að hann ætlaði þangað hvort sem væri. til að lifa þar á veiðum um nokkuit tímabil, aðeins til að sanna að um íshafið hefði verið dænit ranglega. Það sem hann var að gerá» var að stofna lífi sínu í hættu fyrir þá sannfæringu, að allif aðrir hefðu rangt fyrir sér nema

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.