Heimskringla


Heimskringla - 27.03.1940, Qupperneq 6

Heimskringla - 27.03.1940, Qupperneq 6
6. SíÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 27. MARZ, 1940 SVO ERU LÖG, SEM HAFA TOG “Þér skuluð ekki blekkja sjálfa yður stúlka mín. Þér getið aldrei komið þessu í kring. Það er altaf veikur hlekkur einhverstaðar i keðj unni, og það er hlutverk mitt að finna hann, og það skal eg gera.” Þessi einlægni hans kom henni til að svara honum í sama tón. Hún leit á hinn þreklega mann með virðingu og mælti: N)i finst mér að þér séuð hættulegur í raun og veru.” Hún komst ekki lengra, því að hávaði heyrðist frammi í forstofunni og við þessu bjóst enginn af þeim, sem inni voru, er stúlkan kom inn og tilkynti komumanninn. • “Mr. Edward Gilder óskar að fá að tala við yður, Miss Turner,” sagði hún án þess að furða sig neitt á þessari heimsókn. “A eg að láta hann koma inn?” “Já, umfram alla muni,” svaraði María með dásamlegum hirðuleysis svip, en Burke leit á Demarest og saksóknarinn virtist gerast órór í sætinu. “Hann hefði ekki átt að koma hingað sagði Demarest og stóð upp af stólnum. Vovu orð hans svar við hinu áhyggjufulla augnatilliti lögregluþjónsins. . En á meðan María sat róleg við skrifborð sitt, og mennirnir horfðu vandræðalega á hurð- ina kom stúlkan inn með gestinn og tilkynti komu hans með því að segja viöhaí’nanausl. “Hér er Mr. Gilder.” Þarna var þrekvaxni og hnarreisti maðurinn, sem María hafði hatað árum saman. Hann staðnæmdist skyndilega þegar inn í herbergið kom, leit snöggvast á báða mennina, og horfði síðan á Maríu, sem sat við skrifborðið og leit upp spyrjandi. Hann leit ekki á andlitsfegurð hennar. Hann leit aðeins á máttinn, sem andlitið lýsti. Hann starði á hana þegjandi um stund. Því næst tók hann til máls og sagði með rómi, sem skalf svolítið af ótta: “Eruð þér konan?” Það var eitthvað ótamið og einfalt, en samt svo virðulegt og æðra öllum hversdags- venjum, sem þessi fáu orð lýstu, að svarið var gefið á sama einfalda háttinn. Það þurfti engar málalengjur er þessar tvær þróttmixlu manneskjur hittust. Þau vildu bara heyra sannleikann. Því var svar Maríu eins óbrotið og spurning hans. “Eg er konan. Hvað viljið þér?” Þannig stóðu tvær hreinskilnar manneskjur andspænis hvert öðru. “Eg vil fá son minn.” Það var alt sem hann sagði. María snertir viðkvæman streng með spurningu sinni. Hún spurði ekki með neinni léttúð, en henni var það á svipstundu Ijóst, að hann kom nú af sjálfsdáðum, en ekki vegna þess að sonur hans hefði fundið hann að máli, eins og hún fyrst hafði ætlað. “Hafið þér séð hann nýlega?” spurði hún. “Nei,” svaraði Gilder. “Hvervegna komið þér þá?’ Þetta var ógnun. Maðurinn fyltist ofsa- legri reiði vegna sonar síns. Andlit hans, sem var þunglamalegt, varð eldrautt og hin háa rödd hans, varð hörð af heift og ásökun. “Af því eg ætla mér að forða syni mínum frá að drýgja hina mestu heimsku. Mér er sagt að hann sé orðinn óður af ást til yðar, og Burke inspektor segir mér — já — hann segir mér já — hann segir mér —” Hann þagnaði, því að tilfinningarnar kæfðu orðin, en gráu augun hans loguðu af heift og ásökun er hann hortði á hana. Burke fylti inn í eyðuna í orðum hans. “Eg sagði yður að hún hefði verið í fang- elsi.” “Já,” svaraði Gilder er hann hafði náð stjóra á sjálfum sér. Hann starði á hana biðjandi. “Segið mér,” sagði hann næstum fcátíðlega, “er það satt?” Þarna var sú stund runnin upp, sem hún hafði þráð marga örðuga daga, um mörg örðug ár. Nú var þessi maður, sem hún hataði frammi fyrir henni til að biðja hana miskunn- ar, að fá að heyra sannleikann. Hjarta hennar sló örara. Sannarlega er hefndin unaðsleg þeim sem saklaus hefir verið troðinn undir fótum. “Er það satt?” endurtók hann og rödd hans lýsti skelfingu. “Það er satt,” svaraði María hæglátlega. Nú varð þögn í herberginu. Burke ætlaði að taka til máls, en auðmaðurinn benti honum skipandi að þegja. María sat þar hreyfingar- laus. Grimmúðugur unaðsylur læsti sig um hana. Þetta var stundin, sem hún hafði sigrað. Gagnvart henni stóð maðurinn, sem var hof- undur böls hennar, maðurinn, sem með ranglæti sínu hafði eyðilagt líf hennar. Nú skreið hann biðjandi að fótum hennar. En auðmýkt hans mundi ekki koma honum að neinu haldi til að forða syni sínum frá svívirðingunni. Hann yrði að bergja bikar auðmýkingarinnar í botn —og aftur og aftur. Ekkert gjald var of hátt til að borga með rangindin, sem hún hafði liðið af völdum hans. Loks náði Gilder valdi á sjálfum sér. Hann talaði nú með öryggi auð- kýfingsins, sem er þess sannfærður að féð græði öll sár. “Hve mikið ?” spurði hann umsvifalaust. María brosti leyndardómsfullu brosi. “Ó, eg þarfnast ekki fjárs,” sagði hún hirðuleysislega. Burke inspektor mun fræða yður um hversu auðvelt mér veitist að afia þess.” Gilder horfði á hana og tók að fá virðingu fyrir henni; en kænska hans rataði á nýja leið og hann mælti: “Langar yður til að sonur minn komist að ráun um hver þér eruð í raun og veru?” María hló. Það var eitthvað hræðilegt við þessa fölsuðu kátínu. “Því þá ekki?” spurði hún. “Eg er albúin að segja honum það sjálf.” “En þá sýndi Gilder sitt sanna hjartalag, en þar réði ástin á syni hans öllu öðru. Hann skildi hreint ekkert í þessu óvænta svari kon- unnar. “En eg vil ekki að hann fái að vita um þetta,” stamaði hann. “Hvað þá. Eg hefi hlift drengnum við öllu alla hans æfi. Ef hann elskar yður í raun og veru þá verður þetta---” í þessari svipan kom sonur hans sjálfur inn í herbergið. Vegna flaustursins, sem á honum var, sá hann engan annan, en konuna, sem hann elskaði. Er hann kom inn stóð María upp og hörfaði eins og ósjálfrátt aftur á bak, því koma hans var henni svo óvænt — ef til vill réði því önnur tilfinning, sem var leynd og dýpra grafin í hugskoti hennar, og jafnvel hulin henni sjálfri. Ungi maðurinn með heilbrigðislega andlitið ljómandi af ást og blíðu, flýtti sér til hennar, en hinir stóðu hreyfingarlausir, þegjandi og eins og steini lostnir yfir þessum atburðum. Dick tók í hendina á Maríu og þrýsti her.ni innilega. “Eg hitti ekki pabba,” sagði hann ánæg.;u- lega, “en eg skildi eftir miða á skrifborðinu hans.” Ein einhvernveginn náðu hin örlaga- þrungnu áhrif umhverfisins að hafa áhrif á vitund hans í þessum svifum, og hann litaðist um og sá föður sinn standa þar alvarlegan og égnandi andspænis sér. En öll breytingin, sem varð á andliti Dicks, varð aðeins sú, að ljómandi bros færðist yfir það. “Komdu sæll pabbi!” hrópaði hann glað- lega. “Þú fékst þá miðann frá mér?” Gamli maðurinn svaraði með dimmum Jg ofsalegum raunasvip: “Nei, Dick, eg hefi ekkert bréf frá þér fengið.” “En hvernig stendur þá á—?” Ungi mað- urinn þagnaði skyndilega. Hann varð þess var að hér var eitthvað ilt á seiði, sem harn \issi ekkert um að svo komnu, því að hann sá inspektorinn og Demarst, og hann vissi hvaða stöðu þeir höfðu. “Hvað eruð þér að gera hér?” spurði haun tortryggnislega, og starði á þá. “ó, hirtu aldrei um þá,” svaraði María. Það var illgirnislegur glampi í heiðbláu aug- unum hennar. Þetta voru bæturnar, sem hana hafði dreymt um yfir óratíma hamslausra hug- arkvala. “Segðu bara föður þínum fréttirnar, Dick.” Ungi maðurinn hafði enga hugmynd um, að hann var aðeins leiksoppur í þessum leík. Hann talaði með óbrotnu stolti. “Pabbi, við erum gift. María og eg gift- ustum i morgun.” María hafði alt af þrástarað á föðurinn. Augu hennar leiftruðu af sigurgleði. Þetta var hin æðsta nautn hins brennandi hefndarþorsta hennar. Þessi stutta setning virtist hitta Gilder eins og reiðarslag. “Segðu það aftur!” skipaði hann. Maríu var ánægja að því að fullvissa hann í þessu efni: “Eg giftist syni yðar í morgun,” sagði hún eins og hún væri að segja einhverja lítilvæga frétt. “Eg giftist honum. Skiljið þér það, Mr. Gilder? Eg giftist honum. f þessu augra- bliki fólust aðalloturnar fyrir hinum ósegjan- legu raunum hennar. Þarna stóð faðirinn, mállaus, algerlega ófær að finna að yfir ógæfu þeirri, sem hafði hent hann. En það var Burke sem ekki varð orðlaus, og tók nú til máls á sinn grófgerða hátt. “Þetta er samsæri,” öskraði hann. Hann hvesti augun á unga manninn. “Segið föður yðar að þetta sé ekki satt. Hvað þá? Vitið þér hver hún er? Hún hefir verið í fangelsi.” Hann þagnaði, rétt sem snöggvast, og bætti svo við með ógnandi rödd og miskunnarlausri: “Og eg heiti því við alt heilagt að hún skal lenda þangað aftur.” Ungi maðurinn sneri sér að brúðurinni. í svip hans mátti lessa vantrú, von og örvænt- ingu, en hann virtist hafa elst um mörg ár á þessum fáu augnablikum. “Þetta er lýgi, María,” sagði hann. “Segðu að það sé lýgi!” Hann greip ofsalega um hör.d liennar. Rödd hennar skalf ekkert er hún svaraði. Hún dró að sér hendina og sagði rólega. “Þetta er satt.” “Þetta er satt!” endurtók ungi maðurinn með vantrúarsvip. “Það er satt,” sagði María ákveðin. “Eg hefi verið þrjú ár í fangelsi.” Nú varð þögn um stund, sem var eins löng og væri hún mörg ár. Það var faðir hans, tem rauf þögnina og rödd hans var veik cg skjálfandi. “Mig langaði til að bjarga þér Dick. Þess- vegna kom eg hingað.” En sonur hans svaraði ofsafenginn. “Þettá er einhver misskilningur. Það hlýt- ur að vera það.” Það var Demarest, sem kom nú fram af hálfu hins opinbera og mælti ákveðinn: “Þetta er enginn misskilningur.” “Það hlýtur að vera, skal .eg segja ykkur,’ hrópaði Dick skelfdur yfir þessum ærumeiðsi- um. Hann sneri sér með örvæntingar svip að hinni ungu konu sinni. “María,” sagði hann, “þetta hlýtur að vera ósatt.” Eitthvað í svíp hennar skelfdi hann. Hann var mállaus í fáein hræðileg augnablik. Því ræst sagði hann í bænarrómi: “Segðu að þetta sé ósatt.” “María lét sér hvergi bregða. Já hun varð að muna að þetta var stund hefndarinnar. Hvað gerði það þótt hunangseimur hennar væri sem aska í munni hennar? Hún talaði með einfeldni sem stóðst öll mótmæli. “Þetta er alt saman alveg satt.” Maðurinn sem hafði elskað hana svona heitt, og treysti henni svona vel, varð eins og þrumulostinn, það virtist næstum því eins og hann ætlaði að falla um koll, en bráfct rétti hann sig við og hneig ofan í stól og sat þar yfirkominn af þjáningu. Faðir hans horfði á Maríu með slíkri ásökun að það var átakanlegt. “Sjáðu,” sagði hann og rödd hans var skræk af heift. “Sjáðu hvað þú hefir gert drengnum mínum!” “Hvað er það saihanborið við það, sem þú gerðir mér?” Gilder starði á hana með óblandaðri for- undrun. Hann hafði engan grun um, að ill við- skifti hefði farið milli þeirra. “Hvað hefi eg gert þér?” spurði hann undrunarfullur. María gekk fram fyrir skrifborðið og hélt í áttina til hans uns þau stóðu fast saman hvert andspænis öðru. Hún talaði með mjúkri röddu, sem var þrungin djúpri tilfinningu. “Manstu hvað eg sagði við yður daginn sem þér senduð mig burtu ?” Kaupmaðurinn horfði á hana án þess að skilja minstu vitund í þessu. “Eg man ekkert eftir þér yfir höfuð,” sagði hann. Stúlkan horfði á hann með athygli og mælti svo með daufum rómi. “Kannske þér munið eftir Maríu Turner, sem var handtekin fyrir fjórum árum síðan og ásökuð um að hafa rænt í búðinni yðar. Og kannske þér munið eftir, að hún bað um að fá að tala við yður áður en þeir fóru með hana í fangelsið?” Þykkleiti maðurinn hrökk við. “Ó, þér farið að minnast þess. Já, það var stúlka sem sór og sárt við lagði, að hún væri saklaus. Já, hún sór það, að hún væri sak- laus. Og hún mundi hafa sloppið — ef þér hefðuð ekki beðið dómarann að dæma hana öðrum til viðvörunar.” Marðurinn sem hún talaði við fölnaði svo- lítið. Hann fór nú að skilja, því að honum var ekki vits vant. Sá grunur fæddist í huga hans, að hefnigirnd þessarar konu stafaði af dýpri rótum, en aðeins af rangindunum sem hún þóttist beitt. “Og þú ert sú stúlka?” Það var mik’u Iremur spurning, en staðhæfing. María mælti með virðuleika þess sem ler.gi hefir þjáðst, meira en það; hún talaði með hinum örugga tíguleika þess, sem efnt hefir hefndir sínar, þótt lengi hefði orðið að bíða. Orð hennar voru óbrotin, en þau snertu hjarta mannsins, sem þau beindust að. “Eg er sú stúlka.” Eftir stundarþögn tók María aftur til máls og rómur hennar var raunalegur. “Þér tókuð frá mér mannorð mitt, þér eyðilögðuð æfi mína, þér lokuðuð mig inni á bak við járnbrindur fangelsisins. Þér skuldið mér fyrir alt þetta. Jæja, eg er farin til að innheimta skuldina.” Maðurinn, sem stóð gagnvart henni. Hinn þreklegi maður, með máttuga andlitssvipinn og hvössu augun, stóð þar og þrástarði fram fyrir sig um mörg og löng augnablik. Á þeim augna- blikum lærði hann margt. Loks tók hann til máls. “Og þessvegna giftist þú syni mínum?” “Já, þessvegna,” svaraði María kuldalega og sannfærandi. Sannfærandi fyrir alla — nema eiginmann hennar. Dick rankaði alt í einu við sér og talaði með sannfæringarkrafti þess sem veit. “Nei, það er ekki svo!” Burke kallaði upp í viðvörunarrómi, en Demarest, sem var lægnari benti honum að hafa sig hægan, og fór svo að tala við unga manninn og reyna til að sefa hann. “Þetta er mitt málefni en ekki ykkar,” sagði hann en þeir þögnuðu. Hann stóð upp, fór til Maríu og tók um báðar hendur hennar, mjög blíðlega en samt fast. “María,” sagði hann blíðlega, en með mikl- um sannfæringarkrafti, “þú giftist mér vegna þess að þú elskaðir mig.” Konan hans titraði en reyndi samt að neita. “Nei, svaraði hún, “það gerði eg ekki!” “Og þú elskar mig núna,” sagði hann á- kafur. “Nei, nei!“ Neitun hennar var eins og neyðaróp. “Þú elskar mig núna!” Hann sagði þetta með þeirri vissu að það var neitun á yfirlýs- ingu hennar. “Nei, það geri eg ekki,” svaraði hún gremjulega. En hann var ófáanlegur til að trúa þessu. “Horfðu framan í mig og segðu það.” Nú varð löng þögn, þótt hún væri ekki nema í nokkur augnablik. Hinir þrír áhorfend- ur þorðu ekki að blanda sér í þessi tilfinninga- mál, er voru svo áhrifamikil. María, sem hafði beðið svo lengi eftir þessari stund, safnaði öll- um sínum mætti og mælti hraustlega í lágum rómi, en án nokkurs minsta hiks. “Eg elska þig ekki.” f stað þess að svara datt Dick Gilder það í hug, vegna þess að hann elskaði hana, að breyta um aðferð og sagði glaðlega. “Hvað sem um það er, þá ert þú konan mín og eg ætla að hafa þig hjá mér og kenna þér að elska mig.” María fann unaðsgleðina streyma um s’’g alla. “Þú getur það ekki,” svaraði hún hörku- lega. “Þú ert sonur hans!” “Hún er hrekkja kvendi!” sagði Burke. “Mér er fjandanum sama hvað þú hefir verið,” sagði Dick. “Héðan í frá skalt þú verða heiðarleg. Hún skal ganga eins beina vegi réttlætisins og nokkur kona getur geng;ð. Þú skalt varpa öllum hefndarhugsunum burt úr hjarta þínu af því að eg skal fylla það með því, sem er miklu meira virði. — Eg ætla að kenna þér að elska mig.” En Burke tók aftur til máls með sinni há- væru rödd og mælti: “En eg segi yður að hún er glæpakvendi.” María hreyfði sig svolítið, sneri andlitinu að Mr. Gilder og mælti: “Og ef eg er það. Hver gerði mig þá að því? Það er ekki hægt að senda stúlku í fang- elsi og gera hana að neinu öðru.” Burke sneri sér við og sagði fyrirlitlega. “Hún fékk ekki fangelsistímann sinn stytt- an vegna góðrar breytni.” María rétti úr sér og lýsti látbragð henn- ar takmarkalausri lítilsvirðingu. “Og eg er stolt af því. Vitið þér hvað gerist bak við fangelsismúrana? Vitið þér það, herra saksóknari, sem hafið það fytir starfa að senda stúlkur þangað? Vitið þér hvað er ætlast til af stúlkum til þess að þær fái fangatíma sinn styttan fyrir góða hegðun ? Ef þér vitið það ekki þá spyrjið fangaverðina.” Gilder hreyfði sig úr stað. “Og þér-----” María reikaði til þar sem hún stóð frammi f.vrir honum. “Eg var þar hverja einustu mínútu, sem eg var dæmd til að vera. Þrjú heil ár. Finst yður það mót von, þótt mig langi til að ná mér niðri og að einhver verði að borga fyrir það. Fyrir f jórum árum síðan tókuð þér frá mér nafn mitt og gáfuð mér númer. Nú hefi eg losnað við númerið og náð í nafnið yðar.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.